Categories
Fréttir Greinar

Menntun innflytjenda – falinn fjársjóður

Deila grein

08/02/2024

Menntun innflytjenda – falinn fjársjóður

Í janú­ar sá ég viðtal við tann­lækni frá Úkraínu sem kom til Íslands sem flóttamaður vorið 2022 og hef­ur nú fengið leyfi land­lækn­is til að starfa sem tann­lækn­ir hér á landi. Þetta eru virki­lega já­kvæðar frétt­ir. En því miður heyri ég sam­hliða of marg­ar sög­ur um að inn­flytj­end­ur fái fyrra nám eða starfs­rétt­indi ekki met­in á Íslandi. Hingað til hef­ur oft verið óljóst hvert eigi að snúa sér til að fá fyrra nám metið. Það er því mikið fagnaðarefni að í byrj­un fe­brú­ar var opnuð þjón­ustugátt fyr­ir mat á námi og starfs­rétt­ind­um á Is­land.is.

At­vinnuþátt­taka inn­flytj­enda er mik­il

Inn­flytj­end­ur eru nú um 18 pró­sent af heild­ar­fjölda lands­manna en hlut­fallið er mjög breyti­legt á milli byggðarlaga. Hæst er hlut­fall inn­flytj­enda yfir 60% í Mýr­dals­hreppi, í all­mörg­um sveit­ar­fé­lög­um er það yfir 30% en þar sem hlut­fall inn­flytj­enda er lægst fer það niður fyr­ir fimm pró­sent. Sveit­ar­fé­lög með hæst hlut­fall inn­flytj­enda eru öll á lands­byggðinni en ekk­ert sveit­ar­fé­lag á höfuðborg­ar­svæðinu fer yfir 20% nema Reykja­vík. Seinni hluta síðasta árs voru inn­flytj­end­ur um 23% af heild­ar­fjölda starf­andi á Íslandi. Al­menn at­vinnuþátt­taka á Íslandi er 82% en at­vinnuþátt­taka inn­flytj­enda er enn meiri, eða tæp­lega 87%, og er það mun hærra hlut­fall en í öðrum nor­ræn­um ríkj­um. Ekki hefði verið mögu­legt að manna mik­il­væg störf síðustu ár án aðkomu inn­flytj­enda, t.d. í fisk­vinnslu, iðnaði, ferðaþjón­ustu og í vax­andi mæli í heil­brigðis- og vel­ferðarþjón­ustu.

Mennt­un­arstig inn­flytj­enda er áþekkt mennt­un­arstigi inn­lendra

Marg­ir inn­flytj­end­ur sinna störf­um þar sem ekki er gerð rík krafa um mennt­un og það oft þrátt fyr­ir að vera jafn­vel með sér­hæfða mennt­un sem mik­il þörf er fyr­ir á ís­lensk­um vinnu­markaði. Það þarf að nýta þenn­an mannauð bet­ur. Staðreynd­in er sú að um 42% inn­flytj­enda hér á landi vinna störf sem ekki krefjast sér­stakr­ar mennt­un­ar þrátt fyr­ir að hlut­fall þeirra inn­flytj­enda sem hér búa og ekki hafa lokið sér­tækri mennt­un sé 17%. Þá vek­ur það at­hygli að mennt­un­arstig inn­lendra og inn­flytj­enda á Íslandi er áþekkt. Þá er ekki mark­tæk­ur mun­ur á mennt­un­arstigi þeirra sem koma hingað frá svæðum utan EES og inn­an EES.

Bylt­ing við mat á mennt­un og færni

Eins og áður sagði var þjón­ustugátt fyr­ir mat á námi og starfs­rétt­ind­um opnuð í byrj­un fe­brú­ar. Með þjón­ustugátt­inni er verið að tengja um­sækj­end­ur í gegn­um miðlæga síðu við alla þá sem koma að mati og viður­kenn­ingu á námi hér á landi. Þannig batn­ar aðgengi fólks sem vill fá mennt­un frá út­lönd­um metna, óháð því hvort um er að ræða inn­flytj­end­ur eða inn­fædda. Hér er um að ræða mjög mik­il­vægt skref til ein­föld­un­ar og loks verður hægt að sjá á ein­um stað all­ar upp­lýs­ing­ar um kröf­ur sem gerðar eru til viður­kenn­ing­ar á mennt­un eða færni. Ég fagna þessu skrefi sem hér hef­ur verið tekið en legg áherslu á að frek­ari um­bóta er þörf. Matið heyr­ir und­ir þrjú ráðuneyti, heil­brigðisráðuneytið varðandi starfs­leyfi heil­brigðis­stétta; há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti varðandi starfs­rétt­indi iðngreina; og mennta- og barna­málaráðuneytið varðandi starfs­leyfi fyr­ir leik-, grunn- og fram­halds­skóla­kenn­ara. Verk­efnið dreif­ist víða og þess vegna er brýnt að skil­greina vel hlut­verk skóla við mat á námi, leiðbein­ing­ar og þjón­ustu. Ég er sann­færð um að hér eru frek­ari tæki­færi til úr­bóta og auk­inn­ar skil­virkni án þess að slaka á kröf­um til þekk­ing­ar og færni.

Við þurf­um á þekk­ingu allra íbúa að halda

Fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneytið ber ábyrgð á mót­töku inn­flytj­enda, og þar hef­ur nú verið unn­in græn­bók um stöðuna í mál­efn­um inn­flytj­enda og unnið er að stefnu­mót­un í nánu sam­starfi við ráðherra­nefnd í mála­flokkn­um. Á kjör­tíma­bil­inu hafa nú þegar verið samþykkt­ar laga­breyt­ing­ar á grunni þeirr­ar vinnu til að auðvelda ráðningu sér­fræðinga frá út­lönd­um, þjón­ustug­átt­in er kom­in og unnið að efl­ingu raun­færni­mats og skil­virk­ara mati á námi og starfs­rétt­ind­um. Þessi vinna er í sam­ræmi við stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar en þar seg­ir: „Tryggja þarf að inn­flytj­end­ur sem hér vilja búa og starfa fái tæki­færi til aðlög­un­ar og geti nýtt hæfi­leika sína, þekk­ingu og reynslu.“ Það er mik­il­vægt að fjár­festa í fólki eins og við í Fram­sókn leggj­um áherslu á. Við þurf­um á þekk­ingu allra að halda þar sem við á og kannski leyn­ist þekk­ing sem hef­ur skort í sum byggðarlög nú þegar meðal íbúa.

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. febrúar 2024.