Categories
Fréttir Greinar

Ögurstund í verðbólguglímunni

Deila grein

27/11/2023

Ögurstund í verðbólguglímunni

Stærsta hags­muna­mál ís­lenskra heim­ila og fyr­ir­tækja í dag er að ná verðbólgu niður. Það er göm­ul saga og ný að há verðbólga bitn­ar einna helst á þeim sem síst skyldi, það er þeim efnam­inni. Fólk jafnt sem fyr­ir­tæki finna vel fyr­ir háu vaxta­stigi með til­heyr­andi áhrif­um á kaup- og fjár­fest­inga­getu sína. Það er í mín­um huga ljóst að glím­an við verðbólgu verður ekki unn­in af ein­um aðila held­ur þurfa ríki og sveit­ar­fé­lög, Seðlabanki Íslands og aðilar vinnu­markaðar­ins að leggj­ast sam­an á ár­arn­ar til þess að ná henni niður.

Verðbólguþró­un­in vara­söm en ljós við enda gang­anna

Því miður hef­ur verðbólg­an verið yfir 2,5% verðbólgu­mark­miði Seðlabanka Íslands í meira en þrjú ár. Verðbólg­an var 7,9% í októ­ber og und­ir­liggj­andi 6,3%. Um­fang hækk­ana er enn út­breitt og í októ­ber höfðu rúm­lega 40% neyslukörf­unn­ar hækkað um meira en 10% frá því á sama tíma í fyrra. Sam­kvæmt Seðlabanka Íslands hafa aðeins um 20% af neyslukörf­unni hækkað um minna en 5% frá fyrra ári. Enn er mik­il þensla á vinnu­markaði og at­vinnu­leysi minni­hátt­ar, því eru áhrif kostnaðar­hækk­ana enn sjá­an­leg. Verð inn­lendr­ar vöru hef­ur hækkað um tæp 11%. Á sama tíma hef­ur verðbólga á heimsvísu verið að drag­ast sam­an og er skýr­inga einkum að leita í lægra hrávöru- og orku­verði. Þá var ánægju­legt að sjá í grein­ingu Seðlabank­ans í síðustu Pen­inga­mál­um að auk­in verðbólga virðist ekki til­kom­in vegna hækk­andi álagn­ing­ar­hlut­falls fyr­ir­tækja.

Of háar verðbólgu- vænt­ing­ar á Ísland

Verðbólgu­vænt­ing­ar markaðsaðila til eins og tveggja ára eru 5,5% eft­ir ár en 4,2% eft­ir tvö ár. Markaðsaðilar telja að til lengri tíma verði verðbólga 4% að meðaltali næstu fimm ár og 3,5% að meðaltali. Talið er að kjöl­festa verðbólgu­vænt­inga sé veik­ari á Íslandi, sem get­ur valdið því að óvænt­ar verðhækk­an­ir hafi meiri og dýpri áhrif á verðbólgu en í ríkj­um þar sem kjöl­fest­an er meiri. Sögu­lega hef­ur verðbólga verð þrálát og veikt kjöl­fest­una.

Verðbólgu­vænt­ing­ar eru afar mik­il­væg mælistærð, þar sem þær gefa vís­bend­ingu um stig verðbólgu sem ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og fjár­fest­ar bú­ast við að sjá í næstu framtíð. Þess­ar vænt­ing­ar hafa áhrif á efna­hags­leg­ar ákv­arðanir, þ.e. eyðslu, sparnað og fjár­fest­ing­ar, og geta þannig haft af­ger­andi áhrif á raun­veru­lega verðbólgu. Inn­an hag­fræðinn­ar á þátt­ur verðbólgu­vænt­inga sér í raun ekki langa sögu, en það var ekki fyrr en á átt­unda ára­tugn­um að hag­fræðing­arn­ir Milt­on Friedm­an og Ed­mund Phelps hófu hvor í sínu lagi að vekja at­hygli á mik­il­vægi þeirra til að skilja verðbólguþróun, en fram að því hafði at­hygl­in beinst að svo­kallaðri „Phillips-kúrfu“ sem er í sinni ein­föld­ustu mynd sam­band verðbólgu og at­vinnu­leys­is. Áttundi ára­tug­ur­inn ein­kennd­ist ein­mitt af mik­illi verðbólgu og var það und­ir for­ystu Volkers seðlabanka­stjóra Banda­ríkj­anna að seðlabank­ar fóru að taka mið af verðbólgu­vænt­ing­um með það að mark­miði að ná tök­um á vænt­ing­um. Á þess­um tíma voru stýri­vext­ir í hæstu hæðum og með tím­an­um leiddi sú pen­inga­stefna ásamt kerf­is­um­bót­um á fram­boðshliðinni í hag­kerf­inu til viðvar­andi lækk­un­ar verðbólgu í flest­um þróuðum hag­kerf­um. Íslend­ing­ar voru seinni til og náðist ekki ár­ang­ur í glím­unni við verðbólgu fyrr en með þjóðarsátt­inni og í kjöl­farið kerf­is­um­bót­um í hag­kerf­inu um ára­tug síðar.

Verðbólgu­vænt­ing­ar og pen­inga­stefna

Seðlabank­ar nota verðbólgu­mark­mið, stý­ritæki bank­ans og sam­skipti við al­menn­ing til að stýra vænt­ing­um. Ef al­menn­ing­ur á von á hærri verðbólgu í framtíðinni get­ur hann brugðist við með aðgerðum sem auka á verðbólg­una, til dæm­is með því að krefjast hærri launa. Ef ein­stak­ling­ar bú­ast við að verðlag hækki er jafn­framt lík­legra að þeir eyði frek­ar nú en seinna. Á sama hátt aðlaga fyr­ir­tæki verðlags- og fjár­fest­ing­ar­ákv­arðanir sín­ar út frá vænt­ing­um um verðbólgu í framtíðinni. Verðbólgu­vænt­ing­ar hafa þannig áhrif á ákv­arðanir neyt­enda og fyr­ir­tækja. Þetta er hegðun sem eldri Íslend­ing­ar kann­ast við og má að sumu leyti líkja þeirri kaup­hegðun við viðvar­andi „svart­an föstu­dag“. Verðbólgu­vænt­ing­ar skipta því afar miklu máli við ákvörðun vaxta. Seðlabank­ar geta aðlagað vexti eft­ir því hvort þeir vilja örva efna­hags­starf­semi eða draga úr verðbólgu. Vænt­ing­ar um meiri verðbólgu í framtíðinni geta leitt til hærri nafn­vaxta, en vænt­ing­ar um lægri verðbólgu geta hins veg­ar leitt til þess að vext­ir lækki fyrr en ella.

Mark­viss hag­stjórn get­ur minnkað verðbólgu­vænt­ing­ar

Óvissa um verðbólgu­horf­ur til skamms tíma hef­ur auk­ist vegna veik­ing­ar krón­unn­ar og jarðhrær­inga á Reykja­nesi. Seðlabank­inn hef­ur áhyggj­ur af því að áhrif ný­legra kostnaðar­hækk­ana séu van­met­in, þar sem kjöl­festa verðbólgu­vænt­inga er veik.

Kjara­samn­ing­ar losna í byrj­un næsta árs og það er afar mik­il­vægt að öll hag­stjórn­in rói á sömu mið. Laun æðstu emb­ætt­is­manna hækkuðu í sum­ar um 2,5% og fyr­ir­hugaðar gjald­skrár­hækk­an­ir rík­is­valds­ins eru 3,5%. Ákveðið var að fara þessa leið til að vinna að því að minnka verðbólgu­vænt­ing­ar. Því er brýnt að fyr­ir­hugaðar gjald­skrár­hækk­an­ir sveit­ar­fé­lag­anna séu afar hóf­leg­ar til að hægt sé að vinna að lang­tíma­kjara­samn­ing­um. Ef sveit­ar­fé­lög­in fara í mikl­ar hækk­an­ir, þá fest­ast kostnaðar­hækk­an­ir í sessi og afar erfitt verður að ná niður verðbólg­unni.

Sam­stillt hag­stjórn er lyk­il­atriði fyr­ir þjóðarbúið. Sterk­ar vís­bend­ing­ar eru um að inn­lend um­svif hag­kerf­is­ins séu að kólna hratt. Einka­neysla hef­ur minnkað ásamt fjár­fest­ing­um. Jafn­vægi er einnig að nást í ut­an­rík­is­viðskipt­um á ný. Ég er sann­færð um tak­ist að sporna gegn frek­ari hækk­un­um muni nást ár­ang­ur í glím­unni við verðbólgu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.