Categories
Fréttir Greinar

Orkuuppbygging er nauðsynleg til framtíðar

Deila grein

29/12/2023

Orkuuppbygging er nauðsynleg til framtíðar

„Nú árið er liðið í ald­anna skaut og aldrei það kem­ur til baka“ seg­ir í texta Valdi­mars Briem. Um ára­mót höf­um við til­hneig­ingu til þess að horfa til baka yfir far­inn veg og velta fyr­ir okk­ur hvernig við höf­um staðið okk­ur í leik og starfi. Á sama tíma horf­um við fram á við á þær áskor­an­ir sem blasa við okk­ur. Lífið líður áfram og það verður aldrei þannig að öll­um verk­efn­um sé lokið. Þessi miss­er­in eru áskor­an­ir í orku­mál­um þjóðar­inn­ar eitt af þeim stóru verk­efn­um sem brýn þörf er á að leysa. Það er afar mik­il­vægt að við sem störf­um á Alþingi náum giftu­ríkri niður­stöðu í þeim mál­um á kom­andi mánuðum.

Eft­ir­spurn um­fram fram­boð

Einn af helstu kost­um þess að búa á Íslandi er gott aðgengi að orku­auðlind­inni og höf­um við borið gæfu til þess að vera fram­sýn í fram­leiðslu á end­ur­nýj­an­legri orku. Öll framtíðar­hag­kerfi eru háð góðu aðgengi að orku. Íslensk heim­ili og at­vinnu­líf hafa getað treyst á gott og hag­kvæmt aðgengi orku og hef­ur það verið lyk­ill­inn að góðum lífs­kjör­um á Íslandi.

For­stjóri Lands­virkj­un­ar skrifaði grein í Morg­un­blaðið þann 27.12. 2023 með yf­ir­skrift­inni „Rán­dýr leki fyr­ir (næst­um) alla“. Í grein­inni er farið vel yfir þær áskor­an­ir sem blasa við orku­vinnslu­fyr­ir­tækj­um og neyt­end­um stór­um sem smá­um, á markaði þar sem eft­ir­spurn eft­ir grænni orku vex en því er ekki að heilsa hvað fram­boð varðar. Í grein­inni kem­ur m.a. fram að pant­an­ir á orku fyr­ir heild­sölu­markaðinn (þ.e. fyr­ir heim­ili og smærri fyr­ir­tæki) á næsta ári séu 25% meiri en sem nem­ur al­menn­um vexti í sam­fé­lag­inu og vek­ur það spurn­ing­ar um hvert ork­an sé að fara.

Al­menn­ing­ur og smærri fyr­ir­tæki á Íslandi hafa hingað til búið við þann munað að hafa haft óheft­an aðgang að grænni orku á hóf­legu verði. En nú eru blik­ur á lofti. Með vax­andi eft­ir­spurn stærri not­enda sem eru til­bún­ir að greiða mun hærra verð fyr­ir raf­orku en geng­ur og ger­ist er hætta á að breyt­ing­ar verði á raf­orku­markaðnum til framtíðar, það er að segja ef ekk­ert verður að gert. Með óbreyttu ástandi skap­ast hætta á að heim­ili í land­inu þurfi að fara að greiða mun hærra verð fyr­ir raf­orku en við höf­um van­ist hingað til. Ég hef litla trú á því að það sé póli­tísk­ur vilji í land­inu að stefna á þá leið að hækka raf­orku­verð til al­menn­ings með þess­um hætti, það er alla­vega ekki minn vilji né vilji okk­ar í Fram­sókn.

Frum­varp at­vinnu­vega­nefnd­ar

Á nýliðnu haustþingi lagði at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is að beiðni um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra fram frum­varp til laga um breyt­ing­ar á raf­orku­lög­um nr. 65/​2003. Þetta frum­varp varð ekki til í ein­hverju tóma­rúmi held­ur er mark­miðið með því að tryggja raf­orku­ör­yggi heim­ila og minni fyr­ir­tækja í land­inu í sam­ræmi við stefnu stjórn­valda. Nái frum­varpið fram að ganga mun það tryggja að heim­ili og minni fyr­ir­tæki hafi ávallt aðgang að svo­kallaðri for­gangsra­f­orku í kerf­inu. Málið fékk efn­is­lega um­fjöll­un inn­an nefnd­ar­inn­ar og fór í gegn­um aðra umræðu. Við þriðju umræðu var það ein­róma niðurstaða at­vinnu­vega­nefnd­ar að fresta af­greiðslu máls­ins fram á nýtt ár 2024.

Ekki vilji til að hækka raf­orku­verð til al­menn­ings en úr­bóta er þörf

Það er mik­il­vægt að lög­festa aðgang al­menn­ings og smærri not­enda að for­gangsra­f­orku tíma­bundið, meðan leitað er allra leiða til frek­ari orku­öfl­un­ar, ork­u­nýt­ing­ar og efl­ing­ar á flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­orku. Annað er ekki í boðlegt. Verk­efn­inu er hvergi nærri lokið.

Við í Fram­sókn leggj­um of­urá­herslu á fjöl­breytta þróun á end­ur­nýj­an­legri orku en að sama skapi að horft verði til hag­kvæmra kosta. Ljóst er að ork­u­nýt­ing hef­ur auk­ist til muna ár frá ári og því miður er staðan sem upp er kom­in fyr­ir­sjá­an­leg. Stjórn­völd verða að vera meira af­ger­andi og fram­sýnni í raf­orku­mál­um og mun at­vinnu­vega­nefnd sann­ar­lega leggja sitt af mörk­um í þeirri veg­ferð. Við í at­vinnu­vega­nefnd höld­um áfram þar sem frá var horfið fyr­ir jól og það er mín trú að við náum sam­an góðri og far­sælli niður­stöðu.

Með von í hjarta óska ég þess að bjart­ir og orku­mikl­ir tím­ar bíði okk­ar á nýju ári. Gleðilegt nýtt ár.

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Fram­sókn­ar og formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. desember 2023.