Categories
Fréttir Greinar

Sjálfsmynd þjóðarinnar endurspeglast í tungumálinu

Deila grein

19/06/2024

Sjálfsmynd þjóðarinnar endurspeglast í tungumálinu

Ný­af­staðið 80 ára lýðveldisaf­mæli mark­ar ákveðin tíma­mót í sögu þjóðar­inn­ar sem veit­ir til­efni til að líta yfir far­inn veg og horfa fram á við. Íslensk tunga er samof­in þjóðarsál­inni og lék lyk­il­hlut­verk í sjálf­stæðis­bar­áttu þjóðar­inn­ar. Þá jafnt sem nú voru mál­efni tungu­máls­ins fólki hug­leik­in. Á tím­um sjálf­stæðis­bar­átt­unn­ar stóð ís­lensk­an frammi fyr­ir áskor­un­um vegna auk­inn­ar dönsku­notk­un­ar, sér­stak­lega í stjórn­kerf­inu og mennta­kerf­inu. Þannig komu til að mynda lög Íslands út bæði á dönsku og ís­lensku, en danska út­gáf­an ein var und­ir­rituð af kon­ung­in­um og hafði þannig meira vægi í stjórn­skip­an lands­ins. Þessu var harðlega mót­mælt af sjálf­stæðis­sinn­um lands­ins, þ.m.t. Jóni Sig­urðssyni for­seta. Með þessu fyr­ir­komu­lagi væri verið að taka af Íslend­ing­um þeirra nátt­úru­lega rétt, sem lif­andi þjóðtunga eins og ís­lensk­an hefði, og ættu lög­in því ein­göngu að vera á ís­lensku. Án ís­lensk­unn­ar byggi um sig í land­inu önn­ur þjóð og ókunn­ug eins og Jón for­seti hélt fram.

Líkt og á tím­um Jóns, þá stend­ur tungu­málið okk­ar í dag frammi fyr­ir um­fangs­mikl­um áskor­un­um af áður óþekkt­um toga. Í fyrsta lagi, þá er ensk­an mál tækn­inn­ar og hún er alls staðar. Börn eru kom­in í ná­vígi við ensku strax við mál­töku og sér mál­vís­inda­fólkið okk­ar breyt­ing­ar á mál­töku barna vegna þessa. Í öðru lagi hef­ur Ísland breyst mikið sem sam­fé­lag á síðasta ald­ar­fjórðungn­um en inn­flytj­end­ur voru um 1% fyr­ir 30 árum en eru í dag um 16%. Flest­ir hafa komið hingað í leit að betra lífi og jafn­vel ýms­ir sem hafa elt maka sinn hingað til lands og stofnað fjöl­skyldu. Meg­inþorri þessa fólks hef­ur eflt landið með nýrri þekk­ingu og straum­um. Í þriðja lagi, þá reiðir ein stærsta út­flutn­ings­grein­in okk­ar sig á enska tungu í viðskipt­um sín­um en það á reynd­ar líka við um hluta sjáv­ar­út­vegs og bygg­inga­starf­semi.

Til að ná utan um þess­ar áskor­an­ir þýðir ekk­ert annað en að sýna dugnað og metnað! Við get­um sótt fram en á sama tíma varið tungu­málið okk­ar, og náð ár­angri í þágu þess. Við höf­um náð ákveðnum ár­angri, þannig hef­ur ís­lensk­an sótt veru­lega í sig veðrið í heimi tækn­inn­ar. Stærstu tæknifyr­ir­tæki heims hafa tekið mál­tækni­lausn­um Íslands opn­um örm­um og ákveðið að inn­leiða ís­lensk­una í viðmót sín. Frum­kvæði okk­ar í þess­um mál­um hef­ur vakið at­hygli víða. Þá samþykkti Alþingi í vor nýja aðgerðaáætl­un í þágu ís­lensk­unn­ar – þar eru tutt­ugu og tvær aðgerðir sem all­ar miða að því að styrkja tungu­málið. Þá hef­ur umræða um tungu­málið og þróun þess verið lif­andi og al­menn á und­an­förn­um miss­er­um, sem er vel og sýn­ir fram á að okk­ur sem þjóð er virki­lega um­hugað um stöðu Íslensk­unn­ar – rétt eins og kann­an­ir sýna. Við vilj­um að hér verði töluð ís­lenska um ókomna framtíð, og því skipt­ir máli að við vinn­um heima­vinn­una okk­ar vel og höld­um áfram að hlúa að tungu­mál­inu okk­ar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. júní 2024.