Categories
Fréttir Greinar

Tónlistarauðlegð Íslands

Deila grein

14/03/2024

Tónlistarauðlegð Íslands

Ísland stát­ar af öfl­ugu tón­list­ar­lífi sem eft­ir er tekið á er­lendri grundu. Slík þróun ger­ist ekki á einni nóttu held­ur ligg­ur þar að baki afrakst­ur mik­ill­ar vinnu í gegn­um ára­tug­ina. Það er til að mynda áhuga­vert að kynna sér sögu Tón­list­ar­fé­lags Reykja­vík­ur sem stofnað var árið 1932. Fé­lagið ruddi mik­il­væg­ar braut­ir í menn­ing­ar­líf­inu en til­gang­ur þess var að bæta aðstöðu ís­lenskra tón­list­ar­manna bæði til náms og starfs en alls al­menn­ings til tónnautn­ar. Fé­lagið á sér í raun lengri sögu, en und­an­far­ar þess eru Hljóm­sveit Reykja­vík­ur, stofnuð 1925, og Tón­list­ar­skól­inn í Reykja­vík, stofnaður 1930. Saga fé­lags­ins veit­ir inn­sýn í þann mikla metnað sem ríkti í tón­list­ar­líf­inu vel fyr­ir sjálf­stæði þjóðar­inn­ar, en Tón­list­ar­fé­lagið kom til dæm­is að því að fá eina virt­ustu tón­list­ar­menn sam­tím­ans til lands­ins að spila á tón­leik­um. Með tíð og tíma efld­ist tón­list­ar­starf víða um land með stofn­un fleiri tón­list­ar­fé­laga og tón­list­ar­skóla, má þar nefna Tón­list­ar­skóla Ak­ur­eyr­ar sem stofnaður var árið 1946 og Tón­list­ar­skóla Ísa­fjarðar sem var sett­ur á lagg­irn­ar árið 1948. Þannig hef­ur í ára­tugi ríkt metnaður fyr­ir tón­list­ar­námi, með frá­bær­um kenn­ur­um í broddi fylk­ing­ar og góðu aðgengi að slíku námi sem skipt hef­ur sköp­um fyr­ir menn­ing­ar­líf þjóðar­inn­ar.

Á Íslensku tón­list­ar­verðlaun­un­um í vik­unni end­ur­speglaðist meðal ann­ars sá mikli kraft­ur sem býr í tón­list­ar­líf­inu hér á landi. Við höf­um einnig fylgst með glæsi­leg­um ár­angri ís­lenskra tón­list­ar­manna á alþjóðleg­um vett­vangi und­an­farið. Má þar nefna eft­ir­tekt­ar­verðan ár­ang­ur Íslend­inga á Grammy-verðlauna­hátíðinni í fe­brú­ar síðastliðnum, þar sem söng­kon­an Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir hlaut verðlaun­in eft­ir­sóttu fyr­ir plötu sína Bewitched, og til­nefn­ingu tón­list­ar­manns­ins Ólafs Arn­alds til verðlauna í sín­um flokki. Á fjór­um árum hafa Íslend­ing­ar unnið fern Grammy-verðlaun af tíu til­nefn­ing­um. Það verður að telj­ast af­bragðsgott fyr­ir þjóð sem tel­ur tæp­lega 400.000. Í sam­heng­inu við mann­fjöld­ann má ein­mitt geta þess að í vik­unni bár­ust fregn­ir af því lagið Little Talks eft­ir ís­lensku hljóm­sveit­ina Of Mon­sters and Men náði að rjúfa eins millj­arðs múr­inn í hlust­un­um á streym­isveit­unni Spotify.

Á und­an­förn­um árum hafa stjórn­völd stigið stór skref til þess að efla um­gjörð tón­list­ar­lífs­ins í land­inu enn frek­ar með nýrri lög­gjöf og stefnu um tónlist, nýrri Tón­list­armiðstöð sem og Tón­list­ar­sjóði. Ég er sann­færð um að breyt­ing­arn­ar muni treysta enn frek­ar þann góða grunn sem er til staðar og verði til þess að okk­ar hæfi­leika­ríku tón­list­ar­menn fái enn meiri byr í segl­in með nýj­um tæki­fær­um til framtíðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. mars 2024.