Categories
Fréttir Greinar

Val um fjölbreytta ferðamáta

Deila grein

16/03/2023

Val um fjölbreytta ferðamáta

Þegar sam­göngusátt­máli rík­is­ins og sex sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu var und­ir­ritaður árið 2019 hafði ríkt frost í upp­bygg­ingu innviða á höfuðborg­ar­svæðinu og í raun frost í sam­skipt­um höfuðborg­ar­svæðis­ins og rík­is­ins er vörðuðu sam­göng­ur. Sam­göngusátt­mál­inn markaði því tíma­mót.

Í sam­göngusátt­mál­an­um felst sam­eig­in­leg sýn á hvernig um­ferðar­vandi höfuðborg­ar­svæðis­ins verður best leyst­ur til lengri tíma. Það er ljóst að til að mæta þörf­um íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins sem eru helm­ing­ur lands­manna verður sá vandi ekki leyst­ur ein­vörðungu með því að styrkja stofn­vega­kerfið. Hann verður held­ur ekki leyst­ur með því að horfa ein­vörðungu á al­menn­ings­sam­göng­ur. Niðurstaða sam­göngusátt­mál­ans er blönduð leið þar sem ann­ars veg­ar eru lagðir mikl­ir fjár­mun­ir í um­fangs­mikl­ar stofn­vega­fram­kvæmd­ir til að bæta flæði um­ferðar um höfuðborg­ar­svæðið og hins veg­ar upp­bygg­ing hágæðaal­menn­ings­sam­gangna. Auk þess er lögð mik­il áhersla á upp­bygg­ingu göngu- og hjóla­stíga.

Öflugra stofn­vega­kerfi

Fram­kvæmd­ir við stofn­vegi eru tæp­ur helm­ing­ur af kostnaði við sam­göngusátt­mál­ann. Af þeim 10 stóru stofn­vega­fram­kvæmd­um sem eru á sviði sátt­mál­ans er þrem­ur lokið. Nú þegar hef­ur verið lokið fram­kvæmd­um við kafla Vest­ur­lands­veg­ar frá Skar­hóla­braut að Hafra­vatns­vegi, kafla Reykja­nes­braut­ar frá Kaldár­sels­vegi að Krýsu­vík­ur­vegi og kafla Suður­lands­veg­ar frá Bæj­ar­hálsi að Vest­ur­lands­vegi. Á næstu mánuðum hefjast fram­kvæmd­ir við langþráða teng­ingu Arn­ar­nes­veg­ar við Breiðholts­braut og und­ir­bún­ing­ur við gatna­mót Reykja­nes­braut­ar og Bú­staðaveg­ar er á loka­metr­un­um. Þess­ar fram­kvæmd­ir eru meðal þeirra mik­il­væg­ustu í sam­göngusátt­mál­an­um og munu greiða veru­lega fyr­ir um­ferð íbúa svæðis­ins.

Hágæða al­menn­ings­sam­göng­ur

Íbúum höfuðborg­ar­svæðis­ins fjölg­ar hratt og nem­ur fjölg­un­in tug­um þúsunda á síðustu tíu árum.. Það er ljóst að til að tryggja betra flæði um­ferðar og þar með auk­in lífs­gæði fólks á svæðinu er nauðsyn­legt að byggja upp hágæðaal­menn­ings­sam­göng­ur eins og við þekkj­um frá þeim lönd­um og borg­um sem við ber­um okk­ur helst sam­an við. Góðar al­menn­ings­sam­göng­ur eru ekki ein­ung­is mik­il­vægt lofts­lags­mál og brýnt til að draga úr svifryks­meng­un held­ur létta þær veru­lega á kostnaði fjöl­skyldna þegar auðveld­ara verður að fækka bíl­um á heim­ili. Auk­in áhersla á al­menn­ings­sam­göng­ur er nefni­lega ekki, eins og sum­ir halda fram, árás á fjöl­skyldu­bíl­inn. Betri al­menn­ings­sam­göng­ur eru nauðsyn­leg­ar til þess að gera um­ferðina skil­virk­ari og betri. Nú þegar nýta höfuðborg­ar­bú­ar um það bil 12 millj­ón­ir ferða í Strætó og er auðvelt að ímynda sér hversu mikið vand­inn myndi aukast við að 30-35 þúsund manns bætt­ust við á hverj­um degi á göt­un­um í fjöl­skyldu­bíl­um. Að sama skapi er aug­ljóst að betri al­menn­ings­sam­göng­ur draga úr um­ferðarþunga og þeim töf­um sem eru vegna um­ferðar­hnúta í dag.

Auk­in áhersla á virka ferðamáta

Eft­ir því sem tím­inn líður nýta stöðugt fleiri sér aðra sam­göngu­máta en bíl og al­menn­ings­sam­göng­ur í dag­legu lífi. Með bætt­um hjóla­stíg­um hafa mögu­leik­arn­ir til að hjóla til og frá vinnu auk­ist veru­lega, bæði á hefðbundn­um reiðhjól­um en einnig á raf­hjól­um og raf­hlaupa­hjól­um. Þró­un­in hef­ur verið hröð síðustu árin frá því að skrifað var und­ir sam­göngusátt­mál­ann og því hef­ur kraf­an um aukna áherslu á upp­bygg­ingu hjóla­stíga auk­ist í takti við aukna notk­un.Bætt­ar sam­göng­ur þýða auk­in lífs­gæði

Sam­göngusátt­mál­inn er risa­stórt verk­efni. Hann er í stöðugri þróun eins og eðli­legt er með svo um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir. Um sátt­mál­ann og þá framtíðar­sýn sem hann boðar er breið sátt enda fel­ast í hon­um gríðarleg­ar um­bæt­ur. Bætt­ar sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu þýða auk­in lífs­gæði fyr­ir íbúa svæðis­ins. Þær stytta um­ferðar­tím­ann, minnka meng­un­ina og búa til betri teng­ing­ar fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki á svæðinu. Mik­il­vægt er að íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins geti valið sér ferðamáta, hvort sem það er fjöl­skyldu­bíll­inn, al­menn­ings­sam­göng­ur eða gang­andi og hjólandi. Um þessa fjöl­breytni snýst sam­göngusátt­máli höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, innviðaráðherra og formaður Fram­sókn­ar. Ein­ar Þor­steins­son, formaður borg­ar­ráðs og odd­viti Fram­sókn­ar í Reykja­vík, Orri Vign­ir Hlöðvers­son, formaður bæj­ar­ráðs og odd­viti Fram­sókn­ar í Kópa­vogi, Valdi­mar Víðis­son, formaður bæj­ar­ráðs og odd­viti Fram­sókn­ar í Hafnar­f­irði, Brynja Dan, odd­viti Fram­sókn­ar í Garðabæ, Halla Kar­en Kristjáns­dótt­ir, formaður bæj­ar­ráðs og odd­viti Fram­sókn­ar í Mos­fells­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. mars 2023.