Categories
Greinar

Er Mosfellsbær að stuðla að betri heilsu bæjarbúa?

Deila grein

09/02/2024

Er Mosfellsbær að stuðla að betri heilsu bæjarbúa?

Góð heilsa er eitt af því dýrmætasta sem við eigum eða eins og spakmælið segir „Góð heilsa er gulli betri“.

Við berum mikla ábyrgð á eigin heilsu en það er ýmislegt í umhverfinu okkar sem getur ýtt undir að við verðum duglegri að leggja inn í heilsubankann. Það sem skiptir sköpum í því eru foreldrar, vinir, skólasamfélagið allt, íþrótta- og tómstundafélög og aðrir sem bjóða upp á almenna heilsurækt hvort sem hún er andleg, líkamleg eða félagsleg. Sveitarfélagið sjálft hefur líka mikil áhrif með því að hafa gott aðgengi að íþróttamannvirkjum, útivistarsvæðum, sundlaugum, göngu- og hjólreiðastígum, bjóða upp á fræðslu, hvatningu og leggja áherslu á það sem eykur heilsu og vellíðan íbúa.

Mosfellsbær er Heilsueflandi samfélag. Það þýðir að við leitumst við að allar ákvarðanir séu teknar með lýðheilsusjónarmið í huga.

Ákvarðanir sem stuðla að aukinni lýðheilsu

Í kjölfar stjórnsýsluúttektar hjá Mosfellsbæ sem var framkvæmd á síðasta ári var ákveðið að leggja enn meiri áherslu á menningu, íþróttir og lýðheilsu með því að búa til nýtt svið sem vinnur sérstaklega að þessum mikilvægu málum.

Við erum íþrótta- og lýðheilsubær. Við erum með þrjár íþróttamiðstöðvar sem iða af lífi alla daga vikunnar. Við rekum tvær sundlaugar sem eru opnar frá morgni til kvölds. Opnunartíminn hefur verið lengdur um 30 mín alla virka daga og það er ókeypis fyrir börn undir 15 ára og 67 ára og eldri.

Mosfellsbær býður upp á frístundaávísanir fyrir börn og eldra fólk. Fjárhæðir hafa verið hækkaðar og reglum breytt þannig að hægt er að nota ávísanirnar í styttri námskeið eða yfir sumartímann.

Nýlega var gerður samningur við Sporið um að leggja skíðagöngubrautir hér víðsvegar um bæinn sem hafa notið mikilla vinsælda. Þetta framtak stuðlar að útiveru og hreysti fyrir alla aldurshópa.

Íþróttasvæðið okkar að Varmá er mjög dýrmætt og mikilvægt að um það gildi skýr framtíðarsýn. Þess vegna hefur stýrihópur sem á að endurskoða framtíðarsýn fyrir svæðið hafið störf. Hlutverk hópsins er að kortleggja íþróttasvæðið að Varmá með tilliti til skipulagslegra þátta og þarfagreiningar vegna uppbyggingar til næstu 15 ára.

Fyrsti áfanginn, sem ljúka á 1. apríl, er endurskoðun þarfagreiningar vegna þjónustubyggingar og hópurinn mun að sjálfsögðu nýta þau gögn sem þegar hafa verið unnin. Seinni áfanginn er þá framtíðarsýn fyrir uppbyggingu íþróttaaðstöðu í Mosfellsbæ og heildarsýn yfir uppbyggingu á Varmársvæðinu. Ég vænti mikils af starfi þessa hóps enda um mjög mikilvægt lýðheilsuverkefni að ræða sem skiptir fólk á öllum aldri hér í Mosfellsbæ máli.

Félag eldri borgara býður upp á mjög fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf sem ýtir heldur betur undir að fólki líði betur líkamlega sem og andlega. Maður getur hreinlega hlakkað til að eldast og fá að taka þátt í því fjölbreytta starfi.

Bærinn hefur tekið alfarið yfir rekstur félagsheimilisins okkar, Hlégarðs, og þannig stuðlum við að auknu menningarlífi fyrir íbúa en menning er mikilvægur hluti af lýðheilsu.

Við berum öll ábyrgð

Hér er aðeins stiklað á stóru en það eru fjölmörg verkefni og fjölmargir aðilar í Mosfellsbæ sem stuðla að aukinni lýðheilsu. Íþrótta- og tómstundafélög sem er stýrt af sjálfboðaliðum eru sérstaklega mikilvæg og þar eigum við Mosfellingar mikinn mannauð.

Það er nauðsynlegt að allir finni sér einhverja íþrótt eða tómstund sem ýtir undir að rækta líkama og sál en það sem skiptir líka miklu máli er hvað maður tileinkar sér og gerir dagsdaglega. Eins og að njóta útiveru, ganga í búðina, vera virkur heima við, fá nægan svefn, borða hollan mat, rækta garðinn sinn, moka snjó og ekki má gleyma að hugsa jákvætt.

Við lifum aðeins einu sinni og því þurfum við að vanda okkur og minna á að samfélagið okkar er betra með alla sem hraustasta, virkasta og glaðasta innanborðs.

Halla Karen Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknar og formaður bæjarráðs.

Greinin birtist fyrst á mosfellingur.is 8. febrúar 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Val um fjölbreytta ferðamáta

Deila grein

16/03/2023

Val um fjölbreytta ferðamáta

Þegar sam­göngusátt­máli rík­is­ins og sex sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu var und­ir­ritaður árið 2019 hafði ríkt frost í upp­bygg­ingu innviða á höfuðborg­ar­svæðinu og í raun frost í sam­skipt­um höfuðborg­ar­svæðis­ins og rík­is­ins er vörðuðu sam­göng­ur. Sam­göngusátt­mál­inn markaði því tíma­mót.

Í sam­göngusátt­mál­an­um felst sam­eig­in­leg sýn á hvernig um­ferðar­vandi höfuðborg­ar­svæðis­ins verður best leyst­ur til lengri tíma. Það er ljóst að til að mæta þörf­um íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins sem eru helm­ing­ur lands­manna verður sá vandi ekki leyst­ur ein­vörðungu með því að styrkja stofn­vega­kerfið. Hann verður held­ur ekki leyst­ur með því að horfa ein­vörðungu á al­menn­ings­sam­göng­ur. Niðurstaða sam­göngusátt­mál­ans er blönduð leið þar sem ann­ars veg­ar eru lagðir mikl­ir fjár­mun­ir í um­fangs­mikl­ar stofn­vega­fram­kvæmd­ir til að bæta flæði um­ferðar um höfuðborg­ar­svæðið og hins veg­ar upp­bygg­ing hágæðaal­menn­ings­sam­gangna. Auk þess er lögð mik­il áhersla á upp­bygg­ingu göngu- og hjóla­stíga.

Öflugra stofn­vega­kerfi

Fram­kvæmd­ir við stofn­vegi eru tæp­ur helm­ing­ur af kostnaði við sam­göngusátt­mál­ann. Af þeim 10 stóru stofn­vega­fram­kvæmd­um sem eru á sviði sátt­mál­ans er þrem­ur lokið. Nú þegar hef­ur verið lokið fram­kvæmd­um við kafla Vest­ur­lands­veg­ar frá Skar­hóla­braut að Hafra­vatns­vegi, kafla Reykja­nes­braut­ar frá Kaldár­sels­vegi að Krýsu­vík­ur­vegi og kafla Suður­lands­veg­ar frá Bæj­ar­hálsi að Vest­ur­lands­vegi. Á næstu mánuðum hefjast fram­kvæmd­ir við langþráða teng­ingu Arn­ar­nes­veg­ar við Breiðholts­braut og und­ir­bún­ing­ur við gatna­mót Reykja­nes­braut­ar og Bú­staðaveg­ar er á loka­metr­un­um. Þess­ar fram­kvæmd­ir eru meðal þeirra mik­il­væg­ustu í sam­göngusátt­mál­an­um og munu greiða veru­lega fyr­ir um­ferð íbúa svæðis­ins.

Hágæða al­menn­ings­sam­göng­ur

Íbúum höfuðborg­ar­svæðis­ins fjölg­ar hratt og nem­ur fjölg­un­in tug­um þúsunda á síðustu tíu árum.. Það er ljóst að til að tryggja betra flæði um­ferðar og þar með auk­in lífs­gæði fólks á svæðinu er nauðsyn­legt að byggja upp hágæðaal­menn­ings­sam­göng­ur eins og við þekkj­um frá þeim lönd­um og borg­um sem við ber­um okk­ur helst sam­an við. Góðar al­menn­ings­sam­göng­ur eru ekki ein­ung­is mik­il­vægt lofts­lags­mál og brýnt til að draga úr svifryks­meng­un held­ur létta þær veru­lega á kostnaði fjöl­skyldna þegar auðveld­ara verður að fækka bíl­um á heim­ili. Auk­in áhersla á al­menn­ings­sam­göng­ur er nefni­lega ekki, eins og sum­ir halda fram, árás á fjöl­skyldu­bíl­inn. Betri al­menn­ings­sam­göng­ur eru nauðsyn­leg­ar til þess að gera um­ferðina skil­virk­ari og betri. Nú þegar nýta höfuðborg­ar­bú­ar um það bil 12 millj­ón­ir ferða í Strætó og er auðvelt að ímynda sér hversu mikið vand­inn myndi aukast við að 30-35 þúsund manns bætt­ust við á hverj­um degi á göt­un­um í fjöl­skyldu­bíl­um. Að sama skapi er aug­ljóst að betri al­menn­ings­sam­göng­ur draga úr um­ferðarþunga og þeim töf­um sem eru vegna um­ferðar­hnúta í dag.

Auk­in áhersla á virka ferðamáta

Eft­ir því sem tím­inn líður nýta stöðugt fleiri sér aðra sam­göngu­máta en bíl og al­menn­ings­sam­göng­ur í dag­legu lífi. Með bætt­um hjóla­stíg­um hafa mögu­leik­arn­ir til að hjóla til og frá vinnu auk­ist veru­lega, bæði á hefðbundn­um reiðhjól­um en einnig á raf­hjól­um og raf­hlaupa­hjól­um. Þró­un­in hef­ur verið hröð síðustu árin frá því að skrifað var und­ir sam­göngusátt­mál­ann og því hef­ur kraf­an um aukna áherslu á upp­bygg­ingu hjóla­stíga auk­ist í takti við aukna notk­un.Bætt­ar sam­göng­ur þýða auk­in lífs­gæði

Sam­göngusátt­mál­inn er risa­stórt verk­efni. Hann er í stöðugri þróun eins og eðli­legt er með svo um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir. Um sátt­mál­ann og þá framtíðar­sýn sem hann boðar er breið sátt enda fel­ast í hon­um gríðarleg­ar um­bæt­ur. Bætt­ar sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu þýða auk­in lífs­gæði fyr­ir íbúa svæðis­ins. Þær stytta um­ferðar­tím­ann, minnka meng­un­ina og búa til betri teng­ing­ar fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki á svæðinu. Mik­il­vægt er að íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins geti valið sér ferðamáta, hvort sem það er fjöl­skyldu­bíll­inn, al­menn­ings­sam­göng­ur eða gang­andi og hjólandi. Um þessa fjöl­breytni snýst sam­göngusátt­máli höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, innviðaráðherra og formaður Fram­sókn­ar. Ein­ar Þor­steins­son, formaður borg­ar­ráðs og odd­viti Fram­sókn­ar í Reykja­vík, Orri Vign­ir Hlöðvers­son, formaður bæj­ar­ráðs og odd­viti Fram­sókn­ar í Kópa­vogi, Valdi­mar Víðis­son, formaður bæj­ar­ráðs og odd­viti Fram­sókn­ar í Hafnar­f­irði, Brynja Dan, odd­viti Fram­sókn­ar í Garðabæ, Halla Kar­en Kristjáns­dótt­ir, formaður bæj­ar­ráðs og odd­viti Fram­sókn­ar í Mos­fells­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. mars 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Deila grein

12/05/2022

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár.

Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki

Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar.

Stórar lagabreytingar samþykktar

Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.

Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila.

Innleiðing fram undan

Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað.

Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim.

Er ekki bara best að fjárfesta í fólki?

  • Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
  • Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík
  • Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi
  • Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði
  • Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ
  • Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ

Greinin birtist fyrst á visir.is 12. maí 2022.

Categories
Fréttir Greinar

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Deila grein

12/05/2022

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár.

Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki

Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar.

Stórar lagabreytingar samþykktar

Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.

Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila.

Innleiðing fram undan

Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað.

Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim.

Er ekki bara best að fjárfesta í fólki?

  • Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
  • Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík
  • Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi
  • Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði
  • Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ
  • Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ

Greinin birtist fyrst á visir.is 12. maí 2022.

Categories
Fréttir Greinar

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Deila grein

11/05/2022

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár.

Kjósendur vilja fjárfestingar í fólki

Stutt er liðið frá Alþingiskosningum og þar var skýrt hvað kjósendur vildu sjá. Kjósendur vildu sjá fjárfestingar í fólki og innviðum. Að fólkið í landinu fái sem allra besta þjónustu sem hægt er að veita og að fólkið og fjölskyldur þessa lands séu miðpunktur allrar vinnu sem ríkið innir af hendi. Ég hef fulla trú á því að svo gildi einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar.

Stórar lagabreytingar samþykktar

Á síðasta kjörtímabili var meðal annars unnið að stórum breytingum í þágu barna. Samþykkt voru lög sem boða nýja hugsun og nýja nálgun í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem í daglegu tali eru nefnd „farsældarlöggjöfin“. Þau lög boða skyldu til þess að börn og foreldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að viðeigandi þjónustu þvert á þjónustukerfi og án hindrana og að þjónustan komi til barnsins en ekki öfugt.

Með farsældarlöggjöfinni var lögfest samstarf þjónustukerfa sem bæði á að skapa skilyrði til að unnt sé að bregðast fyrr við tilteknum aðstæðum eða áskorunum í lífi barns með viðeigandi stuðningi þegar þörf þykir, en einnig er þar að finna nýmæli um að öll börn og foreldrar þeirra sem á þurfi að halda hafi rétt til aðgangs að aðila sem getur aðstoðað þau við að fá viðeigandi þjónustu og haldið utan um mál þeirra. Þetta er afar mikilvægt enda hafa forráðamenn barna oft lýst baráttu sinni fyrir fullnægjandi þjónustu fyrir börn sín sem ferðalagi um völundarhús þar sem hver vísar á annan og lítil eða engin samskipti eru á milli ýmissa mikilvægra þjónustuaðila.

Innleiðing fram undan

Ef ákvæði farsældarlöggjafarinnar eiga að verða meira en bara falleg orð á blaði þarf mikla og markvissa vinnu við innleiðingu þeirra stóru breytinga sem í henni felast. Sú vinna er þegar hafin undir stjórn mennta – og barnamálaráðuneytisins, en það er alveg ljóst að árangur innleiðingarinnar mun að miklu leyti ráðast af því hvernig til tekst í nærumhverfi barna og fjölskyldna, á sveitarstjórnarstigi. Það skiptir máli að velja til þess verks aðila sem hafa sýnt að þau muni forgangsraða því verkefni og fylgja eftir af krafti, í þágu farsældar barna. Að sveitarfélagið muni fjárfesta í fólki, börnum, fjölskyldum og innviðum fram yfir allt annað.

Við sem skrifum þessa grein heitum því að leggja allt okkar í að fjárfesting í fólki verði meginstefið á komandi kjörtímabili sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu fáum við umboð til þess að stýra þeim.

Er ekki bara best að fjárfesta í fólki?

  • Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
  • Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík
  • Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknar í Kópavogi
  • Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknar í Hafnarfirði
  • Brynja Dan Gunnarsdóttir, oddviti Framsóknar í Garðabæ
  • Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar í Mosfellsbæ

Greinin birtist fyrst á visir.is 12. maí 2022.