Categories
Greinar

Von kviknar með bóluefni

Bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna er ekki lokið. Öll hag­kerfi heims­ins eru löskuð eft­ir ár mik­illa efna­hags­áfalla. Þjóðir heims munu því keppa sem aldrei fyrr um hylli frum­kvöðla, fjár­festa og ferðamanna, þar sem mark­miðið er að skapa vel­sæld fyr­ir þegn­ana. Fremst í verk­efnaröðinni er þó að tryggja heil­brigði fólks, sem er for­senda þess að líf fær­ist aft­ur í fyrri skorður. Líkt og ann­ars staðar er und­ir­bún­ing­ur bólu­setn­ing­ar haf­inn hér­lend­is, þar sem for­gangs­hóp­ar hafa verið skil­greind­ir og skipu­lag er í vinnslu. Ísland hef­ur tryggt sér aðgang að of­an­greindu bólu­efni, en jafn­framt verður áhuga­vert að fylgj­ast með þróun tveggja til þriggja annarra bólu­efna sem eru álíka langt kom­in í þró­un­ar­ferl­inu og efnið sem vakið hef­ur at­hygli und­an­farna daga.

Deila grein

15/11/2020

Von kviknar með bóluefni

Það tók fær­ustu vís­inda­menn heims níu ár að þróa bólu­efni gegn misl­ing­um, eft­ir að veir­an sem olli sjúk­dómn­um var ein­angruð um miðja síðustu öld. Til­raun­ir og rann­sókn­ir með bólu­efni gegn löm­un­ar­veiki stóðu í 20 ár, áður en fyrsta leyfið var gefið út í Banda­ríkj­un­um árið 1955. Í því sam­hengi þykir krafta­verki lík­ast að bólu­efni gegn Covid-19 sé vænt­an­legt inn­an fárra vikna, rúm­lega ári eft­ir að fyrstu frétt­ir bár­ust af dul­ar­full­um veiru­sjúk­dómi sem síðar varð að heims­far­aldri. Bólu­efnið virðist jafn­framt vera óvenju öfl­ugt og rann­sókn­ir sýna virkni langt um­fram vænt­ing­ar.

Eng­inn hef­ur áður bólu­sett heims­byggðina

Frétt­irn­ar hafa sann­ar­lega blásið heims­byggðinni bjart­sýni í brjóst og nú þykir raun­hæft að sigr­ast á sjúk­dómn­um sem kostað hef­ur 1,3 millj­ón­ir manns­lífa. Sig­ur í þeirri bar­áttu er þó ekki unn­inn og næstu mánuðir verða erfiðir. Frek­ari rann­sókn­ir og gagna­söfn­un er nauðsyn­leg, sem von­andi styður við fyrstu niður­stöður af töfra­efn­inu góða. Í fram­hald­inu þarf að fram­leiða efnið í mikl­um mæli, dreifa því og bólu­setja svo til sam­tím­is heims­byggðina alla. Slíkt hef­ur ekki verið gert áður.

Var­fær­in bjart­sýni en mik­il áhrif á fjár­mála­markaði

Viðbrögðin við bólu­efna-frétt­un­um voru mik­il, þótt ýms­ir hafi hvatt til var­fær­inn­ar bjart­sýni. Þýsk-tyrk­nesku hjón­in sem leiða vís­inda­starfið fögnuðu frétt­un­um með bolla af tyrk­nesku tei og áréttuðu af yf­ir­veg­un, að enn væri mikið starf óunnið. Fjár­mála­markaðir tóku hins veg­ar hressi­lega við sér og verðbréfa­vísi­töl­ur sveigðust bratt upp á við. Hluta­bréf hækkuðu mikið í fyr­ir­tækj­um sem verst hafa orðið úti í heims­far­aldr­in­um – t.d. flug- og ferðafé­lög­um – og já­kvæðir straum­ar kvísluðust um allt sam­fé­lagið, meðal ann­ars inn í hag­vaxt­ar­spá Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar (e. OECD). Nú spá­ir stofn­un­in því að hag­vöxt­ur á næsta ári verði 7%, eða 2% hærri vegna til­komu bólu­efn­is­ins, eft­ir sögu­leg­an sam­drátt, með til­heyr­andi at­vinnum­issi sem von­andi snýst við á ár­inu 2021.

Mark­viss viðbrögð og varn­ar­sig­ur

Þegar óheilla­ald­an skall á Íslandi sl. vet­ur mátti öll­um vera ljóst að framund­an væru mikl­ir erfiðleik­ar. Þúsund­ir starfa töpuðust og stönd­ug­ur rík­is­sjóður þurfti að taka á sig dæma­laus­ar byrðar til að tryggja inn­lenda hag­kerf­inu súr­efni. Sum­ir báru þá fals­von í brjósti að ástandið myndi aðeins vara í nokkr­ar vik­ur, en eins og ég nefndi í sam­tali við Morg­un­blaðið í byrj­un apríl hlaut bólu­efni að vera for­senda þess að opnað væri fyr­ir flæði fólks til og frá land­inu. Viðbrögðin við viðtal­inu voru sterk og ein­hverj­um þótti óvar­lega talað af minni hálfu, þótt veru­leik­inn blasti við öll­um og spá­in hefði síðar raun­gerst.

Til­raun­ir stjórn­valda til að örva ís­lenska hag­kerfið hafa heppn­ast vel. Um­fangs­mik­ill stuðning­ur við fólk og fyr­ir­tæki hef­ur minnkað höggið af niður­sveifl­unni og fjár­mun­ir sem áður fóru úr landi verið notaðir inn­an­lands. Versl­un af ýmsu tagi hef­ur blómstrað, spurn eft­ir þjón­ustu iðnaðarmanna verið sögu­lega há og hreyf­ing á fast­eigna­markaði mik­il. Inn­lend fram­leiðsla hef­ur gengið vel og með aukn­um op­in­ber­um fjár­veit­ing­um til ný­sköp­un­ar­verk­efna, menn­ing­ar og lista hef­ur fræi verið sáð í frjó­an svörð til framtíðar. Krefj­andi og for­dæma­laus­ir tím­ar hafa því ekki ein­göngu verið nei­kvæðir, þótt vissu­lega eigi marg­ir um sárt að binda vegna at­vinnum­issis, veik­inda og jafn­vel dauðsfalla af völd­um veirunn­ar. Hug­ur minn er hjá þeim og ég vona að viðsnún­ing­ur­inn sem blas­ir nú við færi þeim gæfu.

Ísland hef­ur tryggt sér bólu­efni

Bar­átt­unni við kór­ónu­veiruna er ekki lokið. Öll hag­kerfi heims­ins eru löskuð eft­ir ár mik­illa efna­hags­áfalla. Þjóðir heims munu því keppa sem aldrei fyrr um hylli frum­kvöðla, fjár­festa og ferðamanna, þar sem mark­miðið er að skapa vel­sæld fyr­ir þegn­ana. Fremst í verk­efnaröðinni er þó að tryggja heil­brigði fólks, sem er for­senda þess að líf fær­ist aft­ur í fyrri skorður. Líkt og ann­ars staðar er und­ir­bún­ing­ur bólu­setn­ing­ar haf­inn hér­lend­is, þar sem for­gangs­hóp­ar hafa verið skil­greind­ir og skipu­lag er í vinnslu. Ísland hef­ur tryggt sér aðgang að of­an­greindu bólu­efni, en jafn­framt verður áhuga­vert að fylgj­ast með þróun tveggja til þriggja annarra bólu­efna sem eru álíka langt kom­in í þró­un­ar­ferl­inu og efnið sem vakið hef­ur at­hygli und­an­farna daga.

Mesta öldu­rótið er næst landi

Á und­an­förn­um níu mánuðum hef­ur þjóðin sýnt mikla seiglu og sam­hug. Sigl­ing­in hef­ur verið löng og ströng, en nú sjá­um við til lands og get­um leyft okk­ur að líta björt­um aug­um fram á við. Við slík­ar aðstæður er brýnna en orð fá lýst að halda ein­beit­ing­unni, enda veit fiskiþjóðin að brimið er mest næst landi – þar sem blindsker geta gatað þjóðarskút­una og valdið ómældu tjóni ef ekki er farið var­lega. Það lát­um við ekki ger­ast, held­ur ætl­um við að standa sam­an og muna að leik­inn þarf að spila til enda.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. nóvember 2020.