Categories
Greinar

Innflutningur landbúnaðarvara – Hvað er í gangi?

Deila grein

24/09/2020

Innflutningur landbúnaðarvara – Hvað er í gangi?

Komið hefur í ljós að ósamræmi er milli talna um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til landsins og tölum um innflutning í gögnum Hagstofu Íslands. Þessi munur kallar á skýringar og er í raun mjög alvarlegur ef satt reynist.

Samkvæmt opinberum gögnum frá ESB virðast tölur um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til Ísland hærri en kemur fram í innflutningsgögnum Hagstofunnar. Hér er um töluverðan mun að ræða sem telst jafnvel í hundruðum tonna í ákveðnum tollflokkum á þriggja ára tímabili. Til dæmis er misræmið á innflutningi á unnum kjötvörum 1.673 tonn. Hér eru að rísa heilu fjallgarðarnir á milli þess traust sem ætti að ríkja á milliríkjasamningum og eftirliti með þeim. Þetta misræmi á ekki að vera til staðar, í milliríkjasamningum um landbúnaðarvörur eru allar reglur skýrar hvað varðar innflutning á lægri eða engum tollum, hvað er því í gangi? Hér eru miklir hagsmunir í húfi, störf innanlands auk tapaðra tekna fyrir ríkissjóð. Það eru sameiginlegir hagsmunir bænda, neytenda og innflutningsaðila að það ríki heiðarleiki um viðskipti sem þegar hefur verið samið um. Rétt skal vera rétt það er óásættanlegt að hér sé verið að brjóta þær leikreglur sem eiga að ríkja og bæði lög og reglur eru skýr með það

Herða þarf eftirlit

Íslenskir bændur verða hér fyrir miklu tjóni og má það rekja til skorts á eftirliti með innflutningi. Slakt eftirlit veldur einnig tekjutapi fyrir ríkissjóð. Óvissan skapar tortryggni og því verður varla séð að ástæða sé til að slaka á frekari tollvernd á landbúnaðarvörum. Því eru allir að tapa og ekki síst neytendur.

Tollfrjáls frjálshyggja

Tollar á matvælum og umræða um þá er reglulega tekin upp. Valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar bera sig aumlega undan tollvernd á íslenskum landbúnaðarafurðum og má skilja að hér sé um séríslenska tegund um að ræða líkt og íslenska sauðkindin. Það þurfi bara að spýta í lófana og fara í markaðsátak og nýsköpun og þá sé fullkomnum markaðsheimi borgið. Það er staðreynd að síðan tollar voru lækkaðir eða felldir niður á innfluttu grænmeti þá hefur markaðshlutdeild íslensks grænmetis minnkað hér innanlands þrátt fyrir markaðsátak íslenskra grænmetisbænda.

Ástæða tollverndar

Tollar á landbúnaðarvörum þekkjast út um allan heim og þjóðir setja toll á til að vernda sína framleiðslu. Það er engum sama um hvort að innlend matvælaframleiðsla á sér stað eða ekki. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað. Íslendingar hafa ákveðna tollfrjálsa innflutningskvóta inn á ESB-markaðinn fyrir skyr, lambakjöt, unninn lax og fleira. Tollar á vörur umfram kvótana eru settir af ESB til að verja eigin framleiðslu, hagkerfi og tryggja að bændur og úrvinnslugeirinn á þessu svæði hafi ákveðið öryggi fyrir sína framleiðslu. Ísland hefur svo samið um aðra kvóta á móti. Til viðbótar er almennt tollfrelsi á vörum hingað inn mun umfangsmeira en inn til Evrópusambandsins. Íslenskar landbúnaðarvörur eru í mörgum tilvikum að keppa við vörur sem njóta hárra styrkja í framleiðslulandinu og einnig tollverndar þeim megin. Það er rangtúlkun að halda því fram að tollvernd hérlendis sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri.

Mikilvægi tollverndar fyrir íslenska framleiðslu

Tollvernd er íslenskri framleiðslu mikilvæg og er stuðningur til að standast samkeppni við innflutningi frá löndum sem fá jafnvel mikinn stuðning í öðru formi við sína framleiðslu. Hún er til að jafna aðstöðuna. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólík. Á Íslandi vinna þúsundir við matvælaframleiðslu. Fólk sem skilar sköttum og skyldum til þjóðarbúsins auk fyrirtækjanna sem eru innan þessa geira. Á komandi mánuðum þurfum við sem aldrei fyrr að verja störf og skapa ný störf og huga að nýsköpun í innlendri matvælaframleiðslu. Auka ætti því tollvernd á íslenskri framleiðslu og standa svo við hana fremur en að horfa upp á þessi vinnubrögð sem enginn græðir á.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á visir.is 23. september 2020.

Categories
Greinar

Fram­sókn í efna­hags­málum

Deila grein

18/09/2020

Fram­sókn í efna­hags­málum

Bjartar sumarnætur eru að baki og bláberin komin í hús. Þá njótum við hvítra fjallatoppa nú í byrjun september sem eru sem upptaktur fyrir komandi vetur. Allt bendir til þess að við séum að ganga inn í djúpa efnahagslægð vegna heimsfaraldurs Covid-19. Í upphafi árs var staða ríkissjóðs sterk og á þeim grunni getum við nú byggt þegar bregðast þarf við því ástandi sem blasir við okkur. Við erum að horfa fram á alvarlegt atvinnuleysi sem vonandi verður tímabundið. Í þessu ástandi er mikilvægt að nýta þau tækifæri sem koma okkur fyrr á þurrt land auk þess að byggja til framtíðar.

Þegar við stöndum föst í miðju kófinu þá er freistandi að leita gamalla leiða en happadrýgst er að finna nýjar leiðir og halda áfram. Okkar litla hagkerfi gruggast auðveldlega en er því fljótar að kyrrast. Okkar sterku innviðir hafa þegar sannað sig eins og okkar öfluga heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Með slíkar grunnstoðir höldum við örugg áfram. Þá hafa viðbrögð og ákvarðanir stjórnvalda verið fumlaus að bregðast við nýjum verkefnum hverju sinni. Sú gagnrýni sem hefur heyrst frá stjórnarandstöðunni um stefnuleysi stjórnvalda verður fremur andstutt og á við lítil rök að styðjast. Leiðin áfram er að halda þann takt sem í upphafi var sleginn og snúa sér í strauminn með því að halda samfélagslegri virkni gangandi.

Verjum störfin með ábyrgð

Verkefni stjórnvalda er margþætt. Það snýr að einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu öllu. Heildaratvinnuleysi er komið upp í 10% og enn erum við ekki farin að sjá toppinn. Mörg fyrirtæki eiga í rekstrarerfiðleikum og tryggja þarf rekstrarstöðu þeirra til að halda störfum og afla þjóðfélaginu tekna. Verkefnið er að spyrna íslensku efnahagslífi aftur af stað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Samfélagið þarf á virkri atvinnuþróun og nýsköpun að halda. Vandamál lítilla og meðalstórra fyrirtækja er að þau hafa alltaf minni aðgang að lánsfjármagni til að vaxa og bregðast við ástandinu. Hérna þurfa stjórnvöld að stíga fram með leið til að efla vöxt og samkeppnishæfni fyrirtækja með því að búa til hvata fyrir þá sem ráða fjármagninu til að lána í gjaldeyrisskapandi verkefni. Með þeim skilaboðum minnkum við sveifluna og aukum líkur á því að við náum fyrr til lands.

Víða leynast tækifærin

Mikil gróska hefur verið í nýjum atvinnugreinum sem hafa byggst upp víða um land. Ferðaþjónustan á undir högg að sækja en það er mikilvægt að sú þekking og reynsla sem byggst hefur upp á undanförnum árum glatist ekki. Fiskeldið er ný atvinnugrein sem hefur verið að byggjast upp á undanförnum áratug. Talið er að ef að framleiðslan fari í það magn sem burðaþolsgeta þeirra svæða sem fiskeldinu er afmarkað segir til um verði útflutningsverðmætið nær 65 ma. kr. Þá væri einnig hægt að auka umsvif og verðmæti fiskeldisins með því auka fullvinnslu aflans og fjölga þar með þeim störfum sem snúa að þessari atvinnugrein líkt og Færeyingum hefur tekist. Fullvinnsla matvæla bæði í landbúnaði og sjávarútvegi er mikilvæg. Mörg fyrirtæki á því sviði bíða eftir tækifæri til að vaxa og eru þegar komin á stað með góðar vörur.

Með samvinnu og festu finnum við öflugar leiðir til að halda atvinnulífinu gangandi sem skilar sér í öflugu samfélagi til framtíðar. Áfram veginn.

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á visir.is 18. september 2020.

Categories
Greinar

Loftbrú

Deila grein

12/09/2020

Loftbrú

Þann 9. sept­em­ber sl. kynnti sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra hina skosku leið, sem hef­ur fengið nafnið Loft­brú hér á landi. Að láta skosku leiðina verða að veru­leika var eitt stærsta kosn­ing­ar­loforð Fram­sókn­ar­flokks­ins fyr­ir þetta kjör­tíma­bil. Skoska leiðin er hluti af stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar og fór inn í sam­göngu­áætlun við gerð henn­ar. Málið var síðan samþykkt á Alþingi og er nú orðið að veru­leika. Það er mikið fagnaðarefni að okk­ur hafi tek­ist að upp­fylla þetta lof­orð að fullu, en Fram­sókn hef­ur þurft að hoppa yfir ýms­ar hindr­an­ir til að ná þessu bar­áttu­máli í gegn.

Loft­brú ger­ir inn­an­lands­flugið að enn fýsi­legri kosti fyr­ir íbúa lands­byggðar­inn­ar, þ.e. fyr­ir fólk sem býr á bil­inu 200-300 km akst­urs­fjar­lægð frá höfuðborg­ar­svæðinu. Þetta á líka við íbúa Vest­manna­eyja. Þeir sem geta nýtt sér Loft­brúna fá 40% af­slátt af heild­arfar­gjaldi inn­an­lands­flugs fyr­ir allt að 6 flug­leggi á ári til og frá höfuðborg­ar­svæðinu. Alls ná af­slátt­ar­kjör­in til rúm­lega 60 þúsund íbúa lands­byggðar­inn­ar.

Gert er ráð fyr­ir und­an­tekn­ing­um fyr­ir skil­yrði um bú­setu á lands­byggðinni. Þær und­an­tekn­ing­ar gilda fyr­ir fram­halds­skóla­nema af lands­byggðinni sem fært hef­ur fært lög­heim­ili sitt tíma­bundið á höfuðborg­ar­svæðið vegna náms og börn sem eru með lög­heim­ili á höfuðborg­ar­svæðinu en eiga for­eldra eða for­ráðamenn sem hafa bú­setu á lands­byggðinni. Unnið er að út­færslu á þess­um und­anþágum.

Mark­mið verk­efn­is­ins er að efla inn­an­lands­flug og stuðla að betri teng­ingu lands­ins með upp­bygg­ingu al­menn­ings­sam­gangna. Á lands­byggðinni er oft skort­ur á aðgengi að mik­il­vægri þjón­ustu, en þeir sem bú­sett­ir eru langt utan höfuðborg­ar­svæðis­ins þurfa oft að ferðast lang­an veg til að nýta sér þjón­ustu á höfuðborg­ar­svæðinu sem er jafn­vel bara í boði þar. Með Loft­brú er verið að tryggja greiðara aðgengi íbúa á lands­byggðinni að þjón­ustu á höfuðborg­ar­svæðinu. Þess­ar aðgerðir stuðla að því að þeir sem búa langt frá höfuðborg­ar­svæðinu sitji ekki á hak­an­um vegna bú­setu sinn­ar. Einnig er vert að nefna að nýta megi þessa af­slætti í þeim til­gangi að sækja menn­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu og til að heim­sækja ætt­ingja og vini sem bú­sett­ir eru þar.

Þarna er verið að auka aðgengi að þjón­ustu sem ekki er til staðar í heima­byggð, t.a.m. kon­ur sem eru að fara í són­ar­skoðun og það hafa ekki all­ir aðgengi að tann­læknaþjón­ustu í heima­byggð svo fátt eitt sé nefnt. Síðan verður leiðin styttri í leik­hús okk­ar þjóðar­inn­ar því höfuðborg­in er okk­ar allra, hér er því verið að stuðla að frek­ara jafn­rétti fólks, óháð bú­setu, og mik­il­vægt byggðar­mál.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. september 2020.

Categories
Greinar

Friðhelgi Dynjandisheiðar rofin

Deila grein

07/09/2020

Friðhelgi Dynjandisheiðar rofin

Í haust verða göng milli Dýra­fjarðar og Arn­ar­fjarðar vígð. Þar eygj­um við gríðarlega sam­göngu­bót á Vest­fjörðum. Heils­árs­sam­göng­ur milli norður- og suður­svæðis eru að verða að veru­leika. Vega­gerðin hef­ur boðið út tvo fyrstu kafl­ana í end­ur­nýj­un veg­ar­ins um Dynj­and­is­heiði, sam­tals um tíu kíló­metra langa. Veg­ur var lagður yfir heiðina fyr­ir 61 ári og hef­ur það verið þrek­virki á sín­um tíma, veg­ur­inn hef­ur líka notið friðhelgi síðan. Það má líka kalla það þrek­virki Vest­f­irðinga að mega bíða eft­ir sam­göngu­bót­um á þessu svæði í svo lang­an tíma, svo ekki sé talað um sam­göngu­bæt­ur á suður­fjörðum og suður í Dali. Dynj­and­is­heiðin er löng en frem­ur snjólétt miðað við vest­firsk­ar heiðar og með bætt­um vegi ætti ekki að vera erfitt að þjón­usta heiðina yfir vetr­ar­tím­ann á vest­firsk­an mæli­kv­arða.

Nú hef­ur Vega­gerðin sett í útboð 10 km kafla á Dynj­and­is­heiðinni sem eru tveir kafl­ar við heiðarsporð hvor­um meg­in; ann­ars veg­ar fyr­ir Meðal­nesið og svo upp frá Vatns­firði upp á heiðina að sunn­an­verðu. Verk­in hæf­ust í haust og ætti að vera lokið fyr­ir lok næsta árs og verður unnið svo áfram með upp­bygg­ingu heiðar­inn­ar sem skipu­lag og hönn­un veg­ar­ins leyf­ir. Hver áfangi er mik­il­væg­ur og þótt við vild­um sjá hraðari fram­vindu þá er verkið hafið og það er fyr­ir mestu. Upp­bygg­ing veg­ar­ins bæt­ir einnig aðstæður til vetr­arþjón­ustu og því mik­il­vægt að leiðinni frá heiðinni niður Arn­ar­fjörðinn til Bíldu­dals verði hraðað enda mikl­ir flutn­ing­ar frá Bíldu­dal og suður vegna fisk­eld­is­ins.

Vetr­arþjón­usta fimm daga vik­unn­ar

Vetr­arþjón­usta á Dynj­and­is­heiði hef­ur fylgt G-reglu Vega­gerðar­inn­ar. Þessi regla end­ur­spegl­ar þá órjúf­an­legu leið sem þær syst­ur Dynj­and­is- og Hrafns­eyr­ar­heiðar byggðu. Aðstæður á Hrafns­eyr­ar­heiðinni hafa stýrt þess­ari reglu, eðli­lega. Nú skil­ur leiðir þess­ara fjall­vega og hinn erfiði fjall­veg­ur yfir Hrafns­eyr­ar­heiðina verður ekki til staðar eft­ir opn­un ganga. Vega­gerðin hef­ur þegar ráðgert að halda uppi þjón­ustu fimm daga vik­unn­ar í vet­ur eins og mögu­legt er. Vetr­arþjón­usta er nauðsyn­leg og auka þarf þjón­ust­una strax til að fá reynslu af því hvernig eigi að festa hana í sessi í framtíðinni. Öryggi veg­far­enda er höfð að leiðarljósi við fram­kvæmd­ir og þjón­ustu á veg­um lands­ins, því er góð vetr­arþjón­usta lyk­il­atriði fyr­ir þá sam­fé­lags­mynd sem rík­ir.

Halla Signý Kristjásdóttir, alþingismaður Fram­sókn­ar­ í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. september 2020.

Categories
Greinar

Hlutdeildarlán að skoskri fyrirmynd

Deila grein

03/09/2020

Hlutdeildarlán að skoskri fyrirmynd

Frum­varp félags- og barna­mála­ráð­herra um hlut­deild­ar­lán hefur legið til sam­þykktar þessa dag­ana á Alþingi í þing­stubbi. Um er að ræða nýjan lána­flokk til kaupa á hús­næði. Hlut­deild­ar­lánin eru teg­und lána sem veitt eru með þeim skil­málum að lánað er til til­tek­ins hlut­falls af verði íbúð­ar­hús­næðis við fast­eigna­kaup.

Þetta frum­varp er í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar og lífs­kjara­samn­inga á almennum vinnu­mark­aði frá liðnu ári. Hlut­deild­ar­lán­unum er ætlað að bæta stöðu ungra sem og tekju­lágra ein­stak­linga á hús­næð­is­mark­aði að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um. Þannig getur þessi mark­hópur brúað kröfur um eigið fé til íbúð­ar­kaupa. 

Einnig ættu þau að nýt­ast þeim sem hafa misst hús­næðið sitt og hafa ekki verið í eigin hús­næði í a.m.k. fimm ár. Hlut­deild­ar­lánin skapa einnig auk­inn hvata fyrir bygg­ing­ar­að­ila til að byggja hag­kvæmt íbúð­ar­hús­næði sem hentar tekju­lægri hópum sam­fé­lags­ins.

Hafa gefið góða raun

Hug­myndin að hlut­deild­ar­lánum er fengin frá Skotlandi, en þar hafa þau gefið góða raun og leitt til auk­ins fram­boðs af hag­kvæmu hús­næði. Reynsla Skota sýnir einnig að upp­bygg­ing hefur auk­ist í dreif­býl­inu, sem væri jákvæð þróun í rétta átt hér á landi. Það er tölu­vert dýr­ara að festa kaup í nýbygg­ingum úti á landi í stað eldra hús­næðis á sama svæði, enda ríkir mark­aðs­brestur á fast­eigna­mark­aði úti á landi.

Með því að beina hlut­deild­ar­lánum að hag­kvæmum nýbygg­ing­um, skap­ast auk­inn hvati til þess að byggja í hinum dreifðu byggð­um.

Sveigj­an­leik­inn í fyr­ir­rúmi

Gagn­rýni á úrræðið hefur ekki síst snúið að því að fjár­mála­stofn­anir hafa verið tregar til að lána fyrir íbúð­ar­kaupum á köldum svæð­um. Önnur úrræði sem félags- og barna­mála­ráð­herra hefur ráð­ist í á lands­byggð­inni svara þeirri gagn­rýni mál­efna­lega. Sér­stakur lána­flokkur hjá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un, bæði til íbúð­ar­kaupa og fram­kvæmda, hefur nú þegar nýst í Blöndu­ós­bæ, Dala­byggð, Akur­eyr­ar­bæ, Norð­ur­þingi, Súð­ar­vík­ur­hreppi, Borg­ar­byggð, Árborg og Ísa­fjarð­ar­bæ. Fjöldi ann­arra slíkra verk­efna eru í píp­un­um.

Und­ir­rituð hefur verið fram­sögu­maður máls­ins í vel­ferð­ar­nefnd Alþing­is, og hefur málið tekið jákvæðum breyt­ingum í umfjöllun nefnd­ar­inn­ar. Má þar m.a. nefna veit­ingu hlut­deild­ar­lána til kaupa á hag­kvæmum íbúðum í eldra hús­næði á lands­byggð­inni ásamt hús­næðis sem hefur verið breytt í íbúðir sem áður hýsti atvinnu­starf­semi og hlotið hefur gagn­gerar end­ur­bæt­ur, enda sé ástand þeirra þannig að jafna megi til nýrrar íbúð­ar. Auk þess hefur verið fallið frá því að leggja vexti á hlut­deild­ar­lánin á láns­tím­anum en hlut­deildin héldi sér á fast­eigna­verði hús­næð­is­ins.

Það er ljóst að ekki gilda sömu við­mið um fast­eign­ar­markað á stór-höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á köldum svæð­um. Sveigj­an­leiki í kerf­inu verður að vera til staðar til að koma til móts við sér­stakar aðstæður þar. Lyk­ill­inn að góðri nið­ur­stöðu í hús­næð­is­málum er sam­vinna milli Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar, sveit­ar­fé­laga, bygg­ing­ar­fyr­ir­tækja og fjár­mála­stofn­ana. Með góðu sam­tali næst við­un­andi jafn­vægi milli eft­ir­spurnar og fram­boðs á hús­næð­is­mark­aði og á sama tíma eykur það mögu­leika tekju­lágra að eign­ast eigið hús­næði.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingis­maður Fram­sókn­ar­ í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 3. september 2020.