Categories
Fréttir Greinar

1,7 milljarða tekjur ferðaþjónustunnar á dag

Deila grein

18/01/2024

1,7 milljarða tekjur ferðaþjónustunnar á dag

Ferðaþjón­ustu­vik­an stend­ur yfir þessa dag­ana en mark­mið henn­ar er að auka vit­und um mik­il­vægi ferðaþjón­ustu og efla sam­starf og fag­mennsku í grein­inni með fróðlegri og skemmti­legri dag­skrá. Íslenskri ferðaþjón­ustu hef­ur vaxið fisk­ur um hrygg frá upp­hafi síðasta ára­tug­ar. Þannig hef­ur fjöldi er­lendra ferðamanna vaxið úr tæp­um 460 þúsund árið 2010 í rúm­ar 2,2 millj­ón­ir á síðasta ári. Ferðaþjón­ust­an hef­ur verið að ná aft­ur styrk sín­um, eft­ir áföll síðustu ára. Síðasta ár var næst­stærsta árið í ferðaþjón­ustu hér á landi, en stærsta árið var 2018 þegar rúm­ar 2,3 millj­ón­ir heim­sóttu landið. Sam­hliða hef­ur ferðaþjón­ust­an orðið að þeim burðarási í ís­lensku efna­hags­lífi sem skap­ar mest­ar gjald­eyris­tekj­ur. Þannig skapaði grein­in 448 millj­arða í gjald­eyris­tekj­ur árið 2022 en heild­ar­neysla inn­lendra og er­lendra ferðamanna hér á landi sama ár nam 635 millj­örðum kr., sem ger­ir um 1,7 millj­arða í tekj­ur á dag, en hlut­ur beggja hópa hef­ur vaxið mikið.

Sá mikli gjald­eyr­is­straum­ur sem ferðaþjón­ust­an skap­ar skipt­ir lítið, opið hag­kerfi eins og okk­ar gríðarlegu máli. Hann styður við gengi krón­unn­ar og stuðlar þannig að lægri verðbólgu en ella ásamt því að þjóna sem ör­ygg­is­sjóður ef stór og óvænt áföll eiga sér stað sem haft geta nei­kvæð áhrif á gjald­eyrisöfl­un. Um­turn­un varð á viðskipta­jöfnuði þjóðarbús­ins með til­komu og vexti ferðaþjón­ust­unn­ar, sem skap­ar stöðugan straum gjald­eyristekna, vel á ann­an millj­arð króna á degi hverj­um. Það má meðal ann­ars greina í stöðu gjald­eyr­is­varðaforða Seðlabank­ans og vax­andi eign­um líf­eyr­is­sjóða á er­lendri grundu.

Ferðaþjón­ust­an hef­ur að sama skapi bætt bú­setu­skil­yrði í land­inu öllu, en um er að ræða stærstu sjálfsprottnu byggðaaðgerð Íslands­sög­unn­ar. Hærra at­vinnu­stig hring­inn um landið sem og stór­aukið fram­boð af þjón­ustu í afþrey­ingu, gist­ingu, mat og drykk eða aðgengi að nátt­úruperl­um er eitt­hvað sem íbú­ar lands­ins jafnt sem er­lend­ir gest­ir njóta góðs af. Vissu­lega hafa fylgt vaxt­ar­verk­ir þeim öra vexti sem var á fyrri árum í komu er­lendra ferðamanna til lands­ins. Hins veg­ar hef­ur mjög margt áunn­ist á síðustu árum í að byggja upp nauðsyn­lega innviði til að taka á móti þess­um aukna fjölda.

Fjöl­mörg sókn­ar­tæki­færi eru til staðar til þess að gera enn bet­ur í þess­um efn­um til að stuðla að sjálf­bær­um vexti. Í menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­inu er unnið af full­um krafti að gerð nýrr­ar ferðaþjón­ustu­stefnu til árs­ins 2030 ásamt aðgerðaáætl­un. Meg­in­stefið í henni er að ís­lensk ferðaþjón­usta verði leiðandi í sjálf­bærri þróun á grunni efna­hags­legs og sam­fé­lags­legs jafn­væg­is. Í því felst að ferðaþjón­ust­an sé arðsöm og sam­keppn­is­hæf í sátt við land og þjóð. Við vilj­um styrkja um­gjörð ferðaþjón­ust­unn­ar og skapa henni betri skil­yrði til að vaxa og dafna í takt við fyrr­nefnda framtíðar­sýn. Ferðaþjón­ustu­vik­an er ein­mitt góður vitn­is­b­urður um þann ár­ang­ur, kraft og viðnámsþrótt sem ein­kenn­ir ís­lenska ferðaþjón­ustu. Ég óska grein­inni til ham­ingju með vik­una og hlakka til að kynna mér alla þá fjöl­breytni sem ferðaþjón­ust­an hef­ur að geyma á Manna­móti ferðaþjón­ust­unn­ar sem fram fer í Kórn­um í Kópa­vogi í dag.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. janúar 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Lægri vextir eru stærsta kjarabótin

Deila grein

09/01/2024

Lægri vextir eru stærsta kjarabótin

Það hef­ur ekki dulist nein­um að há verðbólga og vext­ir hafa komið illa við fólk og fyr­ir­tæki á síðustu miss­er­um. Það er því til mik­ils að vinna að ná verðbólg­unni niður og skapa þannig skil­yrði fyr­ir lækk­un vaxta. Há verðbólga gerði vart við sig í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins í fjöl­mörg­um ríkj­um með til­heyr­andi áskor­un­um fyr­ir hag­stjórn. Ísland fór ekki var­hluta af þeirri þróun í heims­bú­skapn­um þar sem hnökr­ar í aðfanga­keðjum, aukn­ar höml­ur og viðskipta­hindr­an­ir í alþjóðaviðskipt­um ásamt stríðsátök­um hafa fram­kallað mikl­ar áskor­an­ir fyr­ir stjórn efna­hags­mála og enn sér ekki fyr­ir end­ann á þeim.

Hér hef­ur há verðbólga hins veg­ar reynst þrálát­ari en í lönd­un­um í kring­um okk­ur, þó svo að hún hafi fram­an af mælst sú næst­lægsta í Evr­ópu.

Það er göm­ul saga en ekki ný að há verðbólga bitn­ar verst á þeim sem síst skyldi; þeim efnam­inni. Helsta keppikefli efna­hags­stjórn­ar­inn­ar hér­lend­is er að ná tök­um á verðbólg­unni. Hún hef­ur vissu­lega lækkað frá því að hún mæld­ist hæst 10,2% í fe­brú­ar­mánuði 2023, en í dag mæl­ist hún 7,7%. Sterk­ar vís­bend­ing­ar eru um að háir stýri­vext­ir Seðlabank­ans séu farn­ir að bíta en á ár­inu 2023 slógu þeir á inn­lenda eft­ir­spurn á sama tíma og mik­ill kraft­ur var í þjón­ustu­út­flutn­ingi, sem skýrðist aðallega af um­svif­um í ferðaþjón­ustu. Þá var sam­drátt­ur í einka­neyslu á þriðja árs­fjórðungi eft­ir nokkuð kröft­ug­an vöxt árs­fjórðung­ana þar á und­an. Hag­kerfið kom af mikl­um krafti út úr far­aldr­in­um og mæld­ist hag­vöxt­ur ríf­lega 7% á ár­inu 2022 og fór viðskipta­jöfnuður úr skorðum. Á þessu ári er spáð meira jafn­vægi í þess­um efn­um með tæp­lega 3% hag­vexti og já­kvæðum viðskipta­jöfnuði.

Næstu vik­ur skipta höfuðmáli í glím­unni við verðbólg­una en ör­lög verðbólguþró­un­ar­inn­ar eru nú að stór­um hluta í okk­ar eig­in hönd­um. Þar er stóra breyt­an kom­andi kjara­samn­ing­ar sem nú er unnið að. Þar mun ábyrgð, raun­sæi og góð sam­vinna rík­is og sveit­ar­fé­laga, Seðlabanka Íslands og aðila vinnu­markaðar­ins ráða úr­slit­um. Rík­is­stjórn­in stóð fyr­ir aðhalds­söm­um fjár­lög­um, þar sem Stjórn­ar­ráðið tek­ur á sig hvað mest aðhald. Það sama má segja um launa­hækk­un æðstu emb­ætt­is­manna rík­is­ins sem lækkuð var niður í 2,5%, sem kall­ast á við verðbólgu­mark­mið Seðlabank­ans og gjald­skrár­hækk­an­ir taka­markaðar við 3,5%. Með þessu vilja stjórn­völd leiða með góðu for­dæmi. Það hef­ur einnig verið já­kvætt að sjá fleiri sveit­ar­fé­lög draga úr boðuðum gjald­skrár­hækk­un­um, nú síðast Hvera­gerðis­bær sem mun hækka gjald­skrár um 2,5% í stað 8% eins og boðað hafði verið.

Í þessu verk­efni verða all­ir að leggja sitt af mörk­um enda mikið í húfi. Það er samt sem áður til­efni til bjart­sýni í ljósi þess já­kvæða tóns sem kveður við í samn­ingaviðræðum aðila vinnu­markaðar­ins. Það er mik­il­vægt að vinna áfram í þeim anda og stuðla að því að skrifað verði und­ir lang­tíma­kjara­samn­inga sem skapa hag­felld skil­yrði fyr­ir lækk­un verðbólgu og vaxta, en í því felst stærsta kjara­bót­in fyr­ir okk­ur öll.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. janúar 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Horfur í heimsbúskapnum 2024 og íslenska hagkerfið

Deila grein

06/01/2024

Horfur í heimsbúskapnum 2024 og íslenska hagkerfið

Heims­bú­skap­ur­inn stend­ur á mik­il­væg­um tíma­mót­um um þess­ar mund­ir eft­ir tals­verðan darraðardans und­an­far­in fjög­ur ár. Mikl­ar vend­ing­ar hafa orðið í alþjóðahag­kerf­inu á þeim tíma sem á einn eða ann­an hátt hafa snert öll ríki í heim­in­um. Heims­far­ald­ur, hnökr­ar í aðfanga­keðjum, aukn­ar höml­ur og viðskipta­hindr­an­ir í alþjóðaviðskipt­um ásamt stríðsátök­um hafa þannig fram­kallað stór­ar áskor­an­ir fyr­ir stjórn efna­hags­mála og enn er ekki séð fyr­ir end­ann á þeim. Þrátt fyr­ir þetta eru góð teikn á lofti með hækk­andi sól.

Já­kvæð þróun í heims­bú­skapn­um …

Það er ánægju­legt að sjá vís­bend­ing­ar um að áhrif fyrr­nefndra at­b­urða séu í rén­un. Þannig hef­ur verg heims­fram­leiðsla tekið bet­ur við sér en bú­ist var við og mæld­ist á þriðja árs­fjórðungi 2023 rúm­lega 9% meiri en fyr­ir heims­far­ald­ur, sam­kvæmt alþjóðlegri sam­an­tekt Fitch Rat­ings.

Það er einkum þrennt sem skýr­ir þessa þróun. Í fyrsta lagi hef­ur hin alþjóðlega aðfanga­keðja náð betra jafn­vægi eft­ir heims­far­ald­ur­inn, ásamt því að fyr­ir­tæki í Evr­ópu hafa getað brugðist bet­ur við verðhækk­un­um á orku frá Rússlandi en leit út fyr­ir í fyrstu.

Í öðru lagi hef­ur verðbólga hjaðnað hraðar en fyrstu spár bentu til. Verðbólga á heimsvísu var 8,9% í fyrra og spáð er að hún verði kom­in niður í 5,1% í árs­lok 2024. Hrávara hef­ur verið að lækka en óstöðugt orku­verð held­ur áfram að vera áskor­un. Verðbólga í mat­væl­um, allt frá hveiti til eld­unar­ol­íu, hef­ur hjaðnað.

Í þriðja lagi hafa vænt­ing­ar markaðsaðila verið mikl­ar um að alþjóðleg­ir vext­ir fari að lækka, sem myndi óneit­an­lega létta und­ir með heim­il­um og fyr­ir­tækj­um. Þetta er að ger­ast þrátt fyr­ir fall svæðis­bund­inna banka í Banda­ríkj­un­um og fall Cred­it Suis­se sem vakti áhyggj­ur um fjár­mála­stöðug­leika. Á und­an­förn­um vik­um hafa fjár­mála­markaðir tekið veru­lega við sér. Þannig voru helstu vísi­töl­ur ná­lægt eða náðu nýj­um met­hæðum í lok árs 2023 og birt­ist það jafn­framt í sterkri stöðu skulda­bréfa­markaða.

Í Banda­ríkj­un­um eru all­ar lík­ur á að hag­kerfið nái mjúkri lend­ingu á þessu ári. Þannig tók banda­ríska hag­kerfið kröft­ug­lega við sér og virðist lítið lát þar á þrátt fyr­ir um­tals­verðar vaxta­hækk­an­ir, en vinnu­markaður og eft­ir­spurn í land­inu fór fram úr vænt­ing­um. Þannig voru hag­töl­ur fyr­ir þriðja árs­fjórðung vest­an­hafs mun sterk­ari en flest­ir markaðsaðilar gerðu var ráð fyr­ir, en um mitt síðasta ár var það ein­róma skoðun sér­fræðinga að vaxta­hækk­an­ir myndu leiða til stöðnun­ar á þessu ári.

Í Evr­ópu hef­ur vöxt­ur­inn verið minni, en þar setti orkukreppa strik í reikn­ing­inn. Þar hef­ur þó ríkt nokk­ur upp­gang­ur þrátt fyr­ir vaxta­hækk­an­ir. Hins veg­ar hafa ný­leg­ar töl­ur bent til stöðnun­ar eða sam­drátt­ar m.a. í Þýskalandi og er það áhyggju­efni fyr­ir evru­svæðið. Ný­markaðsríki og fá­tæk­ari lönd virðast koma bet­ur und­an áföll­um síðustu ára en nokk­ur þorði að vona, en bú­ist var við greiðslu­erfiðleik­um í kjöl­far far­ald­urs­ins og vaxta­hækk­ana í Banda­ríkj­un­um.

… en blik­ur halda áfram að vera á lofti

Alþjóðlega efna­hags­kerfið stend­ur engu að síður á mik­il­væg­um tíma­mót­um. Heims­bú­skap­ur­inn mót­ast af sam­spili stjórn­mála­legra og efna­hags­legra áhrifa. Síðustu miss­eri hafa ein­kennst af spennu á milli stór­velda og al­var­leg­um svæðis­bundn­um átök­um í Úkraínu, Mið-Aust­ur­lönd­um og Afr­íku. Í sam­skipt­um stór­velda skap­ar umrót á banda­lög­um áhættu fyr­ir heims­bú­skap­inn. Meðal helstu svæða sem horft er til eru Aust­ur-Evr­ópa, Mið-Aust­ur­lönd og Suður-Kína­haf, þar sem at­b­urðir á þess­um svæðum gætu mögu­lega raskað aðfanga­keðjum á ný, haft áhrif á viðskipta­stefnu og grafið und­an efna­hags­leg­um stöðug­leika í heims­bú­skapn­um.

Hag­vöxt­ur í Kína hef­ur verið und­ir vænt­ing­um eft­ir los­un covid-hafta og kunna þar að vera á ferðinni kerf­is­læg vanda­mál eft­ir mik­inn vöxt und­an­farna ára­tugi. Það er áhyggju­efni fyr­ir heims­bú­skap­inn þar sem Kína er með stærstu ríkj­um. Á sama tíma þarf að fást við lýðfræðileg­ar breyt­ing­ar í stór­um lönd­um þar sem ald­ur íbúa fer vax­andi. Á síðasta ári spratt fjórða iðnbylt­ing­in fram í öllu sínu veldi meðal ann­ars með gervi­greind­inni. Í því fel­ast gríðarleg tæki­færi en að sama skapi áskor­an­ir sem ríki heims verða að ná utan um í sam­ein­ingu. Þessu tengt er staða fjöl­miðla áfram erfið og hætta á að upp­lýs­inga­óreiða kunni að hafa áhrif á fram­vindu stjórn­mála og lýðræðis.

Síðustu vik­ur hafði ríkt bjart­sýni um að verðbólga væri í rén­un og að vext­ir yrðu lækkaðir hratt beggja vegna Atlantsála sem eins og áður seg­ir mátti greina á mikl­um upp­gangi skulda- og hluta­bréfa­markaða. Á allra síðustu dög­um hafa von­ir um hraða lækk­un vaxta hins veg­ar dvínað og má bú­ast við því að ekki hafi verið full inn­stæða fyr­ir þeirri bjart­sýni sem ríkt hef­ur á mörkuðum og lengri tíma gæti tekið að ná verðbólg­unni í mark­mið en markaðsaðilar hafa reiknað með, og gæti það sett strik í reikn­ing­inn varðandi hag­vöxt á þessu ári. Stjórn­völd og seðlabank­ar standa því enn frammi fyr­ir þeirri áskor­un að tak­ast á við að skapa jafn­vægi í ein­stök­um lönd­um í kjöl­far far­ald­urs­ins.

Þró­un­in hér­lend­is í okk­ar eig­in hönd­um

Ísland hef­ur ekki farið var­hluta af fyrr­nefnd­um darraðardansi í heims­bú­skapn­um. Hér hef­ur há verðbólga hins veg­ar reynst þrálát­ari en í lönd­un­um í kring­um okk­ur, þó svo að hún hafi fram­an af mælst sú næst­lægsta í Evr­ópu. Hef­ur þetta meðal ann­ars birst okk­ur í hækk­andi stýri­vöxt­um sem eru helsta stjórn­tæki Seðlabanka Íslands gagn­vart verðbólgu.

Á ár­inu 2023 slógu hækk­andi stýri­vext­ir á inn­lenda eft­ir­spurn á sama og mik­ill kraft­ur var í þjón­ustu­út­flutn­ingi, sem skýrðist aðallega af um­svif­um í ferðaþjón­ustu. Sam­drátt­ur varð í einka­neyslu á þriðja árs­fjórðungi eft­ir nokkuð kröft­ug­an vöxt árs­fjórðung­ana þar á und­an. Spáð er að jafn­vægi ná­ist í viðskipt­um við út­lönd sem sag­an kenn­ir okk­ur að sé mik­il­vægt fyr­ir þjóðarbúið. Það skipt­ir miklu máli að út­flutn­ings­grein­arn­ar verði ekki fyr­ir frek­ari áföll­um, en jarðhrær­ing­ar á Reykja­nesskaga fela vissu­lega í sér áskor­un. Gríðarleg­ar út­flutn­ings­tekj­ur eru skapaðar í Grinda­vík og ná­grenni! Hag­vaxt­ar­horf­ur sam­kvæmt spám eru ásætt­an­leg­ar eft­ir mik­inn vöxt 2022 og 2023. Brýn­asta hags­muna­mál þjóðfé­lags­ins er að ná niður verðbólgu og vöxt­um en það er mesta kjara­bót­in fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki í land­inu. Þó svo að Ísland sé ekki ónæmt eyríki í alþjóðahag­kerf­inu hvíla ör­lög verðbólguþró­un­ar­inn­ar nú að stór­um hluta í okk­ar eig­in hönd­um. Þar mun ábyrgð, raun­sæi og góð sam­vinna rík­is og sveit­ar­fé­laga, Seðlabanka Íslands og aðila vinnu­markaðar­ins ráða úr­slit­um.

Rík­is­stjórn­in hef­ur kynnt aðhalds­samt fjár­laga­frum­varp, þar sem Stjórn­ar­ráðið tek­ur á sig hvað mest aðhald. Það sama má segja um launa­hækk­un æðstu emb­ætt­is­manna rík­is­ins sem lækkuð var niður í 2,5%, sem kall­ast á við verðbólgu­mark­mið Seðlabank­ans og gjald­skrár­hækk­an­ir tak­markaðar við 3,5%. Með þessu vilja stjórn­völd leiða með góðu for­dæmi. Hag­felld­ir kjara­samn­ing­ar til langs tíma munu ráða miklu um þróun verðbólg­unn­ar.

Það gleður mig að sjá þá breiðu sam­stöðu og þann já­kvæða tón sem kveður við í samn­ingaviðræðum aðila vinnu­markaðar­ins, enda er mikið í húfi fyr­ir okk­ur öll. Sé rétt haldið á spil­un­um er ég bjart­sýn á að við mun­um sjá verðbólgu og vexti lækka tals­vert á ár­inu 2024, sem mun gera okk­ur bet­ur í stakk búin til þess að halda áfram þeirri lífs­kjara­sókn sem við vilj­um sjá í land­inu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. janúar 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Við höfum öll þörf fyrir að tjá okkur

Deila grein

05/01/2024

Við höfum öll þörf fyrir að tjá okkur

Táknmál er talað af fólki um víða veröld og er mál þeirra sem heyra illa eða ekkert og geta þess vegna ekki átt í samskiptum með hljóðum.

Táknmál er ekki alþjóðlegt heldur eru mörg táknmal til í heiminum. Þau eru mjög lifandi og hafa þróast hvert og eitt með sínum hætti rétt eins og raddmál hafa gert.

Íslenskt táknmál er fyrsta mál þeirra sem þurfa að reiða sig á það til tjáningar og samskipta og barna þeirra. Þannig er íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið á Íslandi og eina málið sem á sér lagalega stöðu utan íslenskrar tungu, líkt og kemur fram í lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Á Íslandi er orðið döff notað um heyrnarlaust fólk sem talar táknmál, en það að vera döff er það að er að líta á táknmál sem sitt fyrsta mál og tilheyra samfélagi heyrnarlausra.

Það er skylda íslenskra stjórnvalda að hlúa að íslensku táknmáli og styðja við það, en hver sem hefur þörf fyrir táknmál skal eiga þess kost að læra og nota íslenskt táknmál, jafnskjótt sem máltaka hefst eða frá þeim tíma sem heyrnarleysi eða heyrnarskerðing hefur greinst. Sama rétt eiga nánustu aðstandendur.

Í gær kynnti ég þingsályktun og aðgerðaáætlun í málstefnu íslensks táknmáls sem unnið hefur verið að í ráðuneyti menningarmála og boðuð var í þingsályktun frá árinu 2019 um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Málstefnan, sem er sú fyrsta fyrir íslenskt táknmál, tekur til sex meginstoða sem skipta máli fyrir málstefnu minnihlutamálsins og áhersluþætti innan hverrar meginstoðar, en þær eru: máltaka táknmálsbarna, rannsóknir og varðveisla, jákvætt viðhorf, fjölgun umdæma íslensks táknmáls og lagaumhverfi. Meðfylgjandi aðgerðaáætlun inniheldur aðgerðir sem miðast við að koma þurfi til framkvæmda á næstu þremur árum og hafa stjórnvöld nú þegar tryggt fjármuni til að fylgja þeirri áherslu eftir.

Ég er stolt af þessum áfanga og þakklát öllum þeim sem tóku þátt í vinnunni, en í starfshóp sem vann drög að málstefnu íslensks táknmáls áttu sæti áttu sæti fulltrúar Málnefndar um íslenskt táknmál, Félags heyrnarlausra og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra sem áttu í samráði við táknmálssamfélagið. Íslenskt táknmál er órjúfanlegur hluti af samfélaginu okkar enda höfum við öll þörf fyrir að eiga í samskiptum og tjá okkur um lífið og tilveruna, hvort sem um er að ræða heyrnarlausa eða heyrandi. Ég hlakka til að vinna enn frekar að því að efla íslenskt táknmál og tryggja stöðu þess til framtíðar.

Hér má finna táknmálstúlkun á þingsályktun um málstefnu íslensks táknmáls 2024-2027 og aðgerðaáætlun henni tengdri.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar

Greinin birtist fyrst á visir.is 5. janúar 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Orka er vinna, vöxtur og velferð

Deila grein

29/12/2023

Orka er vinna, vöxtur og velferð

Árið 1886 komst Ludwig Boltzmann, einn af stofn­end­um varma­fræðinn­ar, að þeirri niður­stöðu að orka væri hjarta alls. Hann sagði að allt líf væri bar­átta fyr­ir frjálsri orku – orka sem væri til staðar til að snúa fólki til trú­ar. Erw­in Schröd­in­ger, sem hlaut Nó­bels­verðlaun­in í eðlis­fræði 1933, tók í sama streng. Sér­hver líf­vera nær­ist á óheftri orku, skrifaði hann, og þær líf­ver­ur sem vinna best úr þeirri orku hafa for­skot í þró­un­ar­sög­unni. Hvað er orka ann­ars? Orðsifjar orðsins, sem nær aft­ur til Grikk­lands hins forna, eru góður byrj­un­ar­reit­ur. Orðið er komið af nafn­orðinu enér­geia, sem myndað er með orðinu ergon, og merk­ir „vinna“. Og það er nokkuð mikið í staðlaðri vís­inda­legri skil­grein­ingu: „Ork­an er hæfi­leik­inn til að vinna verk.“

Orku­öfl­un hef­ur verið burðarás í ís­lenskri lífs­kjara­sókn en orku­fram­kvæmd­ir fortíðar hafa reynst heilla­drjúg­ar fyr­ir þjóðfé­lagið, en sam­hliða auk­inni orku- og verðmæta­sköp­un í sam­fé­lag­inu hef­ur ís­lenskt sam­fé­lag farið úr því að vera eitt fá­tæk­asta ríki Evr­ópu í eitt það rík­asta. Á þess­um tíma hef­ur einnig ís­lenskt hug­vit orðið til þess að Ísland er í fremstu röð er kem­ur að nýt­ingu end­ur­nýj­an­legr­ar orku, en hingað til lands kem­ur fólk víða að úr heim­in­um til að læra af reynslu okk­ar í orku­mál­um. Þannig er ís­lenskt orku­hug­vit orðið út­flutn­ings­vara til ólíkra horna heims­ins þar sem vatns- og jarðhita­auðlind­ir eru til staðar.

Eitt af keppikefl­um alþjóðastjórn­mál­anna til margra ára hef­ur verið að stemma stigu við lofts­lags­breyt­ing­um. Helstu kröf­ur í því sam­hengi snúa að því að draga veru­lega úr notk­un jarðefna­eldsneyt­is og stuðla að al­vöru orku­skipt­um í lofti, láði og legi. Ljóst er að slíkt um­skipti eru meðal ann­ars háð stór­auk­inni fram­leiðslu á end­ur­nýj­an­legri orku. Þannig hafa fjöl­mörg ríki stór­aukið fjár­fest­ingu í slík­um orku­gjöf­um. Öflug og inn­lend orku­fram­leiðsla er líka eitt stærsta þjóðarör­ygg­is­mál ríkja. Það kom ber­sýni­lega í ljós í kjöl­far ólög­legr­ar inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. Orku­skort­ur á meg­in­landi Evr­ópu, með ým­is­kon­ar skerðing­um á af­hend­ingu og mikl­um hækk­un­um á orku­verði í álf­unni, komu ríkj­um henn­ar í koll.

Þessi at­b­urðarás und­ir­strikaði mik­il­vægi þess fyr­ir okk­ur á Íslandi að búa við sjálf­stæði í orku­mál­um. Í ofanálag greiða ís­lensk heim­ili lágt verð fyr­ir orku en verðlagn­ing henn­ar lýt­ur ekki sömu lög­mál­um og verðlagn­ing á orku á meg­in­landi Evr­ópu, þar sem ís­lenska flutn­ingsnetið er ótengt því evr­ópska.

Sú stöðnun sem hef­ur orðið í orku­mál­um hér á landi er ekki af hinu góða og það þarf að vinda ofan af henni. Verðmæti verða ekki til af sjálfu sér, það þarf að hafa fyr­ir því að búa þau til, í sátt við nátt­úru og menn. Á Íslandi hef­ur vinna, vöxt­ur og vel­ferð sam­fé­lags­ins hald­ist hönd í hönd við nýt­ingu orku­auðlinda lands­ins. Okk­ur hef­ur vegnað vel í þeirri sjálf­bærri nýt­ingu og á þeirri braut eig­um við að halda áfram.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. desember 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Framsókn í 107 ár

Deila grein

16/12/2023

Framsókn í 107 ár

Það að ná mjög háum aldri er ekki sjálf­gefið, sér­stak­lega fyr­ir stjórn­mála­flokka. Í dag fögn­um við í Fram­sókn því að 107 ár eru liðin frá stofn­un flokks­ins, en flokk­ur­inn er eini stjórn­mála­flokk­ur­inn sem hef­ur fylgt ís­lensku þjóðinni sam­fleytt í meira en heila öld – og vel það. Þessi vel rúm­lega ald­ar­langa saga Fram­sókn­ar er sam­tvinnuð fram­förum á Íslandi. Heim­ur­inn hef­ur gengið í gegn­um mikl­ar breyt­ing­ar frá stofn­un flokks­ins fyr­ir 107 árum. Þannig hef­ur staða Íslands um­turn­ast til hins betra en á tíma­bil­inu fór Ísland úr því að vera fá­tækt sam­fé­lag und­ir er­lendri stjórn yfir í því að vera sjálf­stætt og full­valda ríki þar sem lífs­kjör eru með því besta sem þekk­ist á byggðu bóli.

Lengst­an part af sögu sinni hef­ur Fram­sókn verið treyst fyr­ir stjórn Íslands. Frjáls­ar kosn­ing­ar eru horn­steinn þess lýðræðis­sam­fé­lags sem við búum í en það að búa í frjálsu og opnu lýðræðisþjóðfé­lagi er ekki sjálf­gef­inn hlut­ur eins og fjöl­mörg dæmi í heim­in­um sanna. Það er mik­ill heiður að vera treyst fyr­ir stjórn lands­ins, en því fylg­ir einnig mik­il ábyrgð.

Grasrót flokks­ins hef­ur í gegn­um tíðina sam­an­staðið af öfl­ug­um hópi fólks sem á það sam­eig­in­legt að vilja vinna sam­vinnu­hug­sjón­inni braut­ar­gengi og stuðla að upp­byggi­leg­um stjórn­mál­um út frá miðjunni. Sem miðju­flokk­ur legg­ur Fram­sókn áherslu á skyn­sam­leg­ar og raun­sæj­ar lausn­ir sem eru til þess falln­ar að bæta líf fólks ásamt því að geta unnið með ólík­um stjórn­mála­flokk­um til að bæta sam­fé­lagið. Hið síðast­nefnda er mik­il­væg­ur eig­in­leiki í heimi þar sem við sjá­um skaut­un í stjórn­mál­um aukast til muna.

Það dylst ekki nein­um að það hef­ur gengið á ýmsu í sam­starfi nú­ver­andi stjórn­ar­flokka. Það vill hins veg­ar oft gleym­ast í umræðunni að mik­ill ár­ang­ur hef­ur náðst í fjöl­mörg­um mála­flokk­um. Þannig hafa fjöl­mörg mál fengið fram­gang í þeim mála­flokk­um sem Fram­sókn ber ábyrgð á. Ný hús­næðis­stefna og auk­in fram­lög til mála­flokks­ins munu marka leiðina fram á við. Kröft­ug upp­bygg­ing sam­göngu­innviða, hvort sem um ræðir vegi, flug­velli eða hafn­ir, hef­ur bætt bú­setu­skil­yrði og sam­keppn­is­hæfni lands­ins alls. Rót­tæk­ar um­bæt­ur í mennta­kerf­inu hafa nú þegar og munu til lengri tíma skila ávinn­ingi. Þannig er kenn­ara­nem­um strax tekið að fjölga veru­lega eft­ir fyr­ir­sjá­an­leg­an skort, sem og nem­um í verkiðn og starfs­námi og unnið er eft­ir mennta­stefnu til árs­ins 2023. Um­gjörð menn­ing­ar­mála hef­ur verið efld veru­lega með fjöl­mörg­um aðgerðum. Rót­tæk­ar breyt­ing­ar hafa verið gerðar á mál­efn­um barna sem auka lífs­gæði þeirra og góður ár­ang­ur hef­ur náðst í að efla heil­brigðis­kerfið, til að mynda með sam­vinnu hins op­in­bera og einka­geir­ans með samn­ing­um við sér­greina­lækna sem aukið hafa aðgengi sjúk­linga að heil­brigðisþjón­ustu óháð efna­hag svo örfá dæmi séu tek­in.

Það er gam­an og gef­andi að taka þátt í stjórn­mál­um og vinna fyr­ir landið sitt á þeim vett­vangi. Hvort sem er í sveit­ar­stjórn­um eða í lands­mál­un­um mun flokk­ur­inn halda áfram að vinna að því að gera sam­fé­lagið betra en það var í gær, með vinnu­semi og sam­vinnu­hug­sjón­ina að leiðarljósi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. desember 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Raunsæispólitík er nauðsynleg

Deila grein

10/12/2023

Raunsæispólitík er nauðsynleg

Saga ís­lensks þjóðfé­lags er saga fram­fara. Á fyrri hluta 20. ald­ar­inn­ar var Ísland meðal fá­tæk­ustu ríkja Evr­ópu en á und­an­förn­um ára­tug­um hafa lífs­kjör batnað mikið og skip­ar landið sér nú í hóp fremstu ríkja heims þegar ýms­ir mæli­kv­arðar eru skoðaðir. Um­skipti sem þessi ger­ast ekki af sjálfu sér, að baki þeim ligg­ur þrot­laus vinna kyn­slóðanna og sú raun­sæja afstaða að nýt­ing auðlinda lands­ins sé drif­kraft­ur­inn og aflvak­inn á bak við efna­hags­lega vel­sæld.

Inn­lend orka gulls ígildi

Virði inn­lendr­ar orku kom ber­sýni­lega í ljós í kjöl­far ólög­legr­ar inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. Orku­skort­ur fór að gera vart við sig á meg­in­landi Evr­ópu og mikl­ar hækk­an­ir á orku­verði í álf­unni urðu til þess að verðbólga hækkaði enn frek­ar. Þannig kynntu stjórn­völd í ýms­um lönd­um aðgerðapakka til þess að dempa áhrif þess­ara hækk­ana á raf­orku, til dæm­is með lánalín­um, bein­greiðslum til heim­ila og hval­reka­skött­um á orku­fyr­ir­tæki til þess að fjár­magna mót­vægisaðgerðir. Ísland býr aft­ur á móti við mikið sjálf­stæði í orku­mál­um miðað við ýms­ar aðrar þjóðir og fram­leiðir mikla end­ur­nýj­an­lega orku fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki. Íslensk heim­ili greiða lágt verð fyr­ir orku en verðlagn­ing henn­ar lýt­ur ekki sömu lög­mál­um og verðlagn­ing á orku á meg­in­landi Evr­ópu, þar sem ís­lenska flutn­ingsnetið er ótengt því evr­ópska. Orku­öfl­un hef­ur verið burðarás í ís­lenskri lífs­kjara­sókn og til að viðhalda þeirri sókn þarf að afla frek­ari orku. Verðmæti verða ekki til af sjálfu sér, það þarf að hafa fyr­ir því að búa þau til, í sátt við nátt­úru og sam­fé­lagið. Okk­ur hef­ur vegnað vel í sjálf­bærri nýt­ingu nátt­úru­auðlinda og af því get­um við verið stolt. Það er með öllu óraun­sætt fyr­ir hag­kerfið að sækja fram af viðlíka krafti og undafarna ára­tugi án frek­ari orku­öfl­un­ar.

Keppikefli efna­hags­stjórn­ar­inn­ar

Staða rík­is­sjóðs hef­ur styrkst veru­lega á umliðnum ára­tug. Þar skipt­ir miklu máli hvernig stjórn­völd­um tókst á sín­um tíma að tryggja far­sæl­ar mála­lykt­ir í þágu ís­lenskra hags­muna gagn­vart slita­bú­um föll­um bank­anna. Þær ráðstaf­an­ir hafa skilað rík­inu mörg hundruð millj­örðum sem meðal ann­ars hafa nýst til að greiða niður op­in­ber­ar skuld­ir og treysta þannig stöðu op­in­berra fjár­mála. Þá hef­ur ferðaþjón­ust­an einnig fært mikla björg í bú fyr­ir hag­kferið. Það hef­ur sýnt sig á und­an­förn­um árum að rík­is­sjóður hef­ur verið vel und­ir það bú­inn að tak­ast á við risa­stór verk­efni, líkt og heims­far­ald­ur­inn á sama tíma og fjár­fest hef­ur verið af mikl­um mynd­ar­skap í ýms­um mála­flokk­um á veg­um hins op­in­bera. Keppikefli efna­hags­stjórn­ar­inn­ar núna er að ná verðbólg­unni niður í þágu sam­fé­lags­ins alls. Slíkt verk­efni verður ekki leyst nema í sam­vinnu rík­is og sveit­ar­fé­laga, Seðlabanka Íslands og aðila vinnu­markaðar­ins. Rík­is­stjórn­in hef­ur kynnt aðhalds­samt fjár­laga­frum­varp þar sem Stjórn­ar­ráðið tek­ur á sig hvað mest aðhald. Það sama má segja um launa­hækk­un æðstu emb­ætt­is­manna rík­is­ins sem var lækkuð niður í 2,5%, sem kall­ast á við verðbólgu­mark­mið Seðlabank­ans, og gjald­skrár­hækk­an­ir tak­markaðar við 3,5%. Með þessu vilja stjórn­völd leiða með góðu for­dæmi enda mikið í húfi fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki að ná verðbólg­unni niður. All­ir verða að líta raun­sætt í eig­in rann til að leggja sitt af mörk­um. Þar munu kom­andi kjara­samn­ing­ar skipta lyk­il­máli um fram­haldið. Verk­efnið er stórt og flókið en vel ger­legt að leysa. Ég bind mikl­ar von­ir við sam­taka­mátt okk­ar allra, við þurf­um öll að stunda raun­sæja póli­tík til að ná settu marki; að sigr­ast á verðbólg­unni og halda áfram að bæta lífs­kjör­in í land­inu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. desember 2023.

Categories
Greinar

Fjárfesting í íslenskunni skilar mestum árangri

Deila grein

08/12/2023

Fjárfesting í íslenskunni skilar mestum árangri

Hraðar og um­fangs­mikl­ar þjóðfé­lags­breyt­ing­ar und­an­far­inna ára hafa fram­kallað áskor­an­ir af áður óþekkt­um stærðargráðum fyr­ir tungu­málið okk­ar, ís­lensk­una. Þannig hafa örar tækni-breyt­ing­ar til að mynda gjör­bylt því mál­um­hverfi sem börn al­ast upp í og ensk­an er nú alltumlykj­andi hvert sem litið er.

Birt­ing­ar­mynd­ir þess að tungu­málið okk­ar eigi und­ir högg að sækja geta verið með ýms­um hætti, nú síðast í þess­ari viku þegar niður­stöður úr alþjóðlegu PISA 2022-könn­un­inni voru kynnt­ar en hún mæl­ir hæfni 15 ára nem­enda í lesskiln­ingi, læsi á nátt­úru­vís­indi og læsi á stærðfræði. Niður­stöðurn­ar sýna verri ár­ang­ur nem­enda í þátt­töku­lönd­um miðað við fyrri kann­an­ir, m.a. alls staðar á Norður­lönd­um og er lækk­un­in meiri á Íslandi.

Náms­fram­vinda ræðst af ýms­um þátt­um. Góður námsorðaforði og hug­taka­skiln­ing­ur, álykt­un­ar­hæfni, færni í rök­hugs­un, ánægja af lestri og fjöl­breytni les­efn­is veg­ur mjög þungt í því að nem­end­ur nái tök­um á náms­efn­inu. Til að skilja vel og til­einka sér inni­hald náms­efn­is án aðstoðar þarf nem­andi að þekkja 98% orða í texta. Ef hlut­fallið lækk­ar í 95% þurfa flest­ir nem­end­ur aðstoð, t.d. hjálp frá kenn­ara, sam­nem­end­um eða úr orðabók­um.

Margt gott hef­ur áunn­ist í mennta­mál­um og mál­efn­um tungu­máls­ins á und­an­förn­um árum; ný lög um mennt­un og hæfi kenn­ara og skóla­stjórn­enda urðu að veru­leika, ráðist var í um­fangs­mikl­ar aðgerðir til að fjölga kenn­ur­um með góðum ár­angri og stutt var við út­gáfu bóka á ís­lensku með mjög góðum ár­angri, þar sem aukn­ing­in hef­ur verið mest í flokki barna- og ung­menna­bóka. Á síðasta kjör­tíma­bili samþykkti Alþingi einnig þings­álykt­un um efl­ingu ís­lensk­unn­ar, sem fól í sér ýms­ar aðgerðir sem snúa að um­bót­um í mennta­kerf­inu sem flest­um er búið að hrinda í fram­kvæmd. Þá lagði ég sem mennta­málaráðherra til breyt­ingu á viðmiðun­ar­stunda­skrá grunn­skóla sem fól í sér að meiri tíma yrði varið í ís­lensku á yngri stig­um grunn­skóla og vægi nátt­úru­greina á ung­linga­stigi yrði einnig aukið í anda þess sem tíðkast ann­ars staðar á Norður­lönd­um. Því miður náðist ekki samstaða um þær breyt­ing­ar, sem ég tel þó annarr­ar messu virði að ræða.

Það er hins veg­ar ljóst að áhrif já­kvæðra breyt­inga líkt og þeirra sem nefnd­ar eru að ofan skila sér ekki á einni nóttu. Við verðum að taka nýj­ustu niður­stöðum úr PISA al­var­lega og gera enn bet­ur. Tungu­málið okk­ar verður að fá aukið vægi í víðu sam­hengi í þjóðfé­lag­inu. Í því ljósi kynnti ráðherra­nefnd um ís­lensku nýja aðgerðaáætl­un í liðinni viku til þess að styðja enn frek­ar við tungu­málið okk­ar. Það er sam­fé­lags­legt verk­efni sem all­ir þurfa að taka þátt í til að tryggja viðspyrnu tungu­máls­ins okk­ar til framtíðar. Vit­und og skiln­ing­ur á þessu hef­ur stór­auk­ist sem er já­kvætt, þó að enn sé mikið verk að vinna.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. desember 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Fullveldissagan og framtíð hennar á íslensku

Deila grein

01/12/2023

Fullveldissagan og framtíð hennar á íslensku

Sér­hverj­um full­veld­is­degi þjóðar­inn­ar ber að fagna. Í dag eru liðin 105 ár frá því að sam­bands­lög­in milli Íslands og Dan­merk­ur tóku gildi og þannig viður­kennt að Ísland væri frjálst og full­valda ríki. Sá áfangi markaði upp­hafið að fram­fara­sögu full­valda þjóðar sem í dag skip­ar sér í röð meðal fremstu ríkja ver­ald­ar á fjöl­mörg­um sviðum. Í amstri hvers­dags­ins vill það stund­um gleym­ast að við get­um ekki tekið grund­vall­ar­hlut­um í sam­fé­lags­gerð okk­ar sem sjálf­sögðum. Frelsi og full­veldi, lýðræði og mann­rétt­indi eru því miður fjar­læg­ir og jafn­vel fram­andi hlut­ir fyr­ir mörg­um jarðarbú­um. Í okk­ar eig­in heims­álfu geis­ar til dæm­is enn ólög­legt inn­rás­ar­stríð þar sem sótt er að þess­um gild­um.

Íslensk­an, þjóðtunga Íslend­inga og op­in­bert mál á Íslandi, er eitt af ein­kenn­um þjóðar okk­ar. Íslensk­una telja senni­lega marg­ir vera hið eðli­leg­asta og sjálf­sagðasta mál sem fylgt hef­ur íbú­um þessa lands í meira en 1.100 ár. Þannig var tungu­málið til dæm­is samofið bar­áttu þjóðar­inn­ar fyr­ir full­veldi sínu þar sem hún þjónaði sem okk­ar helsta vopn, en hún var í senn álit­in sam­ein­ing­ar­tákn og rétt­læt­ing ís­lensku þjóðar­inn­ar fyr­ir sér­stöðu sinni; sér­stök þjóðtunga, sér­stök menn­ing.

Það er eng­um blöðum um það að fletta í mín­um huga að ís­lensk­an stend­ur á ákveðnum kross­göt­um. Hraðar og um­fangs­mikl­ar þjóðfé­lags­breyt­ing­ar und­an­far­inna ára hafa fram­kallað áskor­an­ir af áður óþekkt­um stærðargráðum fyr­ir tungu­málið okk­ar. Örar tækni­breyt­ing­ar hafa gjör­bylt því mál­um­hverfi sem börn al­ast upp í og ensk­an er nú alltumlykj­andi hvert sem litið er.

Við sem þjóðfé­lag get­um ekki horft á tungu­málið okk­ar þynn­ast út og drabbast niður. Í vik­unni kynntu stjórn­völd 19 aðgerðir í þágu ís­lensk­unn­ar. Aðgerðirn­ar snerta flest svið sam­fé­lags­ins en í þeim er meðal ann­ars lögð áhersla á mál­efni ís­lensku­kennslu fyr­ir full­orðna inn­flytj­end­ur, aukið sam­starf við at­vinnu­lífið og þriðja geir­ann. Sum­ar aðgerðanna fela í sér um­fangs­mikl­ar kerf­is­breyt­ing­ar til hins betra en ís­lensk­an er úti um allt í sam­fé­lagi okk­ar og því tek­ur það sinn tíma að stilla sam­an strengi í jafn fjöl­breyttu verk­efni og raun ber vitni.

Við get­um öll gert okk­ar til þess að efla og þróa tungu­málið okk­ar til framtíðar. Og það þurfa all­ir að gera – það er verk­efni sam­fé­lags­ins að tryggja framtíð ís­lensk­unn­ar og þar er ekki í boði að skila auðu. Ég finn skiln­ing á þessu mik­il­væga viðfangs­efni vaxa með viku hverri og við ætl­um að tryggja að full­veld­is­saga þjóðar­inn­ar verði áfram skrifuð á ís­lensku um ókomna framtíð.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 1. desember 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Fúsi er kominn til að vera

Deila grein

28/11/2023

Fúsi er kominn til að vera

Ein markverðasta og hug­ljúf­asta leik­sýn­ing sem ég hef séð er „Fúsi: Ald­ur og fyrri störf“ sem nú er til sýn­ing­ar á Litla sviði Borg­ar­leik­húss­ins. Sýn­ing­in fjall­ar um Sig­fús Svein­björn Svan­bergs­son, Fúsa, og ævi­skeið hans með frænda sín­um, Agn­ari Jóni Eg­ils­syni leik­ara. Fúsi er reynd­ur leik­ari, þar sem hann hef­ur starfað með leik­hópn­um Perlunni í rúm fjöru­tíu ár.

Fúsi er fatlaður ein­stak­ling­ur og er saga hans saga þjóðar og hvernig um­gjörð sam­fé­lags­ins var í tengsl­um við fatlað fólk. Sýn­ing­in rifjar upp at­vik úr ævi Fúsa og er tvinnað inn í frá­sögn­ina tónlist frá systkin­un­um Ellý og Vil­hjálmi Vil­hjálms­börn­um. Hinar frá­bæru leik­kon­ur Hall­dóra Geir­h­arðsdótt­ir og Vala Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir leika atriði tengd ævi Fúsa og svo er fimmti maður­inn á sviðinu Eg­ill Andra­son sem spil­ar á hljóm­borð.

Sýn­ing­in er, að því er ég best veit, ein sú fyrsta hjá at­vinnu­leik­húsi þar sem fatlaður ein­stak­ling­ur er í burðar­hlut­verki. Leik­ritið er afar áhrifa­ríkt og til­komu­mikið, þar sem sag­an er ein­læg og átak­an­leg en á sama tíma skemmti­leg.

Þetta stór­merki­lega verk sýn­ir fram á að fatlaðir ein­stak­ling­ar þurfa stærra hlut­verk í skap­andi grein­um. Ráðuneyti mitt hef­ur verið að styðja bet­ur við þenn­an mála­flokk, meðal ann­ars í gegn­um hátíðina List án landa­mæra. List án landa­mæra dreg­ur þetta meðal ann­ars fram, en all­ar göt­ur frá stofn­un henn­ar árið 2003 hef­ur hátíðin lagt áherslu á list fatlaðs fólks og sem slík skapað sér sér­stöðu inn­an menn­ing­ar­lífs­ins á Íslandi. Hef­ur hátíðin meðal ann­ars ýtt und­ir og stuðlað að sam­starfi ólíkra hópa í góðu sam­starfi við lista­söfn, leik­hópa og tón­list­ar­líf – og þannig skapað vett­vang og ný tæki­færi í menn­ing­ar­lífi þjóðar­inn­ar. Ásamt því vinn­ur Lista­safn Íslands öt­ul­lega að því að kynna list fatlaðs fólks á mark­viss­ari hátt en áður hef­ur þekkst. Margt annað áhuga­vert er á dag­skrá hjá ráðuneyti menn­ing­ar.

Hvernig sam­fé­lagið kem­ur fram við fatlaða ein­stak­linga er hinn sanni mæli­kv­arði á siðferði þjóða, það er hver um­gjörð þeirra er sem og tæki­færi. List­ir eru ein besta leiðin til þess að varpa ljósi á fjöl­breyti­leika sam­fé­lags­ins þar sem sköp­un­ar­kraft­ur fólks fær notið sín óháð bak­grunni og stöðu viðkom­andi. Það er brýnt að halda áfram að tryggja jöfn tæki­færi til list­sköp­un­ar með þeim hætti, því all­ir hafa sögu að segja. Það næmi og ein­lægni sem kem­ur fram í leik­sýn­ing­unni Fúsa á er­indi við okk­ur öll. Þetta er ein af þess­um sýn­ing­um sem fylgja manni í marga daga og láta mann ekki vera fyrr en maður tek­ur af­stöðu. Hjart­ans þakk­ir fyr­ir mig.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. nóvember 2023.