Categories
Greinar

Að vera í sambandi við önnur lönd

Deila grein

19/09/2020

Að vera í sambandi við önnur lönd

„Að vera í sam­bandi við annað fólk er mér lífs­nauðsyn“ ortu Stuðmenn og hlýt­ur það að vera heil­ag­ur sann­leik­ur eins og annað sem hef­ur komið frá þeim mætu mönn­um. Sam­skipti eru okk­ur öll­um mik­il­væg og eft­ir því sem tím­inn líður verður það æ mik­il­væg­ara fyr­ir okk­ur sem á þess­ari fal­legu eyju búum að hafa ör­uggt og öfl­ugt sam­band við út­lönd. Eins og stend­ur er fjar­skipta­sam­band okk­ar við út­lönd tryggt með þrem­ur fjar­skipt­a­strengj­um, tveim­ur sem liggja til Evr­ópu, Farice og Danice, og ein­um sem teng­ir okk­ur við Norður-Am­er­íku, Green­land Conn­ect.

Í fjar­skipta­áætl­un sem ég lagði fyr­ir Alþingi árið 2019 og var samþykkt, legg ég áherslu á að lagður verði nýr fjar­skiptasæ­streng­ur til að tryggja enn frek­ar sam­band okk­ar við um­heim­inn. Ástæðurn­ar fyr­ir lagn­ingu nýs strengs varða allt í senn ör­ygg­is-, efna­hags-, varn­ar- og al­manna­hags­muni. Fjöl­marg­ir hafa tekið und­ir mik­il­vægi slíkr­ar aðgerðar, þar á meðal Sam­tök iðnaðar­ins og Sam­tök gagna­vera.

Það var því ánægju­legt þegar rík­is­stjórn­in samþykkti á fundi sín­um fyr­ir skemmstu til­lögu mína og fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um að tryggja fjár­mögn­un nýs fjar­skiptasæ­strengs milli Íslands og Írlands sem nefnd­ur hef­ur verið Íris.

Mik­il­vægt er að end­ur­nýja kerfið tím­an­lega þar sem Farice-streng­ur­inn er kom­inn til ára sinna. Þeir tím­ar sem við höf­um gengið í gegn­um und­an­farið und­ir­strika enn frem­ur nauðsyn ör­uggs og öfl­ugs út­landa­sam­bands þegar sam­göng­ur í heim­in­um eru tak­markaðar um ófyr­ir­séðan tíma.

Þótt ör­ygg­isþátt­ur­inn ráði miklu er efna­hagsþátt­ur­inn ekki síður mik­il­væg­ur. Hér á landi hef­ur byggst upp öfl­ug starf­semi sem reiðir sig mjög á ör­uggt og gott sam­band. Má þar nefna ört vax­andi geira eins og tölvu­leikja­geir­ann sem nýt­ir sér styrk skap­andi greina á Íslandi, geira sem ég tel mik­il­vægt að hlúa að og efla á kom­andi tím­um. Þá eru mik­il tæki­færi fólg­in í upp­bygg­ingu gagna­vera en ný og öfl­ug teng­ing eyk­ur mjög mögu­leik­ana þegar kem­ur að gagna­ver­um fyr­ir stóra aðila eins og Google og Face­book, svo ein­hver fyr­ir­tæki séu nefnd.

„Að vera í takt við tím­ann get­ur tekið á. Að vera up to date er okk­ar innsta þrá“ ortu Stuðmenn einnig og má segja að þessi miklu og já­kvæðu tíðindi af upp­bygg­ingu full­kom­ins sam­bands við út­lönd séu í takt við nýja tíma þar sem áhersla stjórn­valda er á fjöl­breytt­ari at­vinnu­vegi. Og af því ég var byrjaður að garfa í textum Stuðmanna get ég ekki annað en endað á þess­ari línu sem er eins og töluð út úr hjarta fram­sókn­ar­manns­ins: „Hvers kyns fana­tík er okk­ur fram­andi. Hún er hand­bremsa á hug­ann, lam­andi.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. september 2020.

Categories
Greinar

Lægri flugfargjöld með Loftbrú jafna aðstöðumun íbúa landsins

Deila grein

12/09/2020

Lægri flugfargjöld með Loftbrú jafna aðstöðumun íbúa landsins

Íbúar á landsbyggðinni sem búa lengst frá höfuðborginni eiga þess nú kost á að fá lægri flugfargjöld innanlands. Við höfum undirbúið verkefnið um nokkurt skeið undir heitinu skoska leiðin – en skrefið var stigið til fulls í gær, miðvikudag, þegar ég opnaði Loftbrú með formlegum hætti á þjónustuvefnum Ísland.is. Það var í senn tímabært og sérlega ánægjulegt að koma þessu í loftið.

Loftbrú veitir íbúum með lögheimili á búsetusvæðum fjærst höfuðborginni 40% afslátt af heildarfargjaldi í þremur ferðum á ári (sex flugleggjum) til og frá höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er mjög skýrt, að jafna aðstöðumun íbúa á landinu og bæta aðgengi að miðlægri þjónustu í höfuðborginni. Heilbrigðisþjónustan er sú sem flestir þurfa á að halda, en ekki síður menntun, menning og afþreying. Með þessu er verið að auka möguleika íbúa af landsbyggðinni á félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu sem til staðar er á suðvestur horni Íslands.

Í samtölum mínum við fólk víðsvegar um landið hefur umræða um ójafnt aðgengi að þjónustu oftar en ekki skipað stóran sess í huga fólks. Flestir landsmenn búa á suðvesturhorninu og hefur opinber þjónusta byggst þar upp. Þeir sem búa lengst frá höfuðborginni þurfa því að reiða fram hærri fjárhæðir til að komast á milli landssvæða en þorri landsmanna til að fá aðgang að sömu þjónustu. Þetta er skekkja í kerfinu sem þarf að leiðrétta, ekki síst með það í huga að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna.

Fyrirmyndin að Loftbrú er sótt til Skotlands. Þar hefur þessi leið heppnast vel og hjálpað til við að halda í og laða að ungt fólk til afskekktra svæða. Skoska leiðin var eitt af loforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar og ein af aðgerðum í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Í mínum huga er Loftbrú ein af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur verið í og með því tekið stórt skref til að koma á móts við grunnþarfir fólks sem býr úti á landi. Ísland ljóstengt er annað gott dæmi um vel heppnaða byggðaaðgerð sem leggur áherslu á sem mest jafnræði landsmanna hvað varðar aðgang að fjarskiptainnviðum.

Lægri flugfargjöld verða liður í gefa fólki kost á því að velja sér búsetu óháð starfi og leiða til þess að búseta á landsbyggðinni verði auðveldari. Búseta á landsbyggðinni mun styrkjast sem hefur jákvæð áhrif á íbúðarverð. Þá mun leiðrétting þessi hafa víðtæk samfélagsleg áhrif, auka lífsgæði fólks sem eiga þess kost á að skreppa til borgarinnar fyrir lægra fargjald, nýta ferðina og heimsækja ættingja og vini.

Í Skotlandi hefur flugferðum fjölgað og ef greiðsluþátttaka stjórnvalda með þessum hætti hjálpar flugfélögum að halda uppi þjónustustigi er það af hinu góða og stuðlar að öruggum samgöngum. Einhverjir hafa haft þær áhyggjur að flugfélögin myndu sjá sér leik á borði og hækka fargjöldin en mér er það til efst að það væri góð ákvörðun að hækka flugfargjöld til allra hinna sem njóta ekki þessara mótvægisaðgerða.

Það er afskaplega einfalt að nýta sér afsláttarkjör með Loftbrú. Á Ísland.is auðkennir fólk sig með rafrænum skilríkjum og sér þar yfirlit yfir réttindi sín. Þeir sem vilja nýta afsláttinn sækja sérstakan afsláttarkóða sem nota má á bókunarsíðum flugfélaga þegar flug er pantað. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur málið frekar á vefnum Loftbru.is.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. september 2020.

Categories
Greinar

Loftbrú jafnar aðstöðumun íbúa landsins

Deila grein

11/09/2020

Loftbrú jafnar aðstöðumun íbúa landsins

Í samtölum mínum við fólk víðs vegar um landið hefur umræða um ójafnt aðgengi að þjónustu oftar en ekki skipað stóran sess í huga fólks. Flestir landsmenn búa á suðvesturhorninu og hefur opinber þjónusta byggst þar upp. Þeir sem búa lengst frá höfuðborginni þurfa því að reiða fram hærri fjárhæðir til að komast á milli landsvæða en þorri landsmanna til að fá aðgang að sömu þjónustu. Þetta er skekkja í kerfinu sem þarf að leiðrétta, ekki síst með það í huga að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna.

Íbúar á landsbyggðinni sem búa lengst frá höfuðborginni eiga þess nú kost að fá lægri flugfargjöld innanlands. Við höfum undirbúið verkefnið um nokkurt skeið undir heitinu skoska leiðin – en skrefið var stigið til fulls í vikunni þegar ég opnaði Loftbrú með formlegum hætti á þjónustuvefnum Ísland.is. Það var í senn tímabært og sérlega ánægjulegt að koma þessu í loftið.

Loftbrú veitir íbúum með lögheimili á búsetusvæðum fjærst höfuðborginni 40% afslátt af heildarfargjaldi í þremur ferðum á ári (sex flugleggjum) til og frá höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er mjög skýrt, að jafna aðstöðumun íbúa á landinu og bæta aðgengi að miðlægri þjónustu í höfuðborginni. Heilbrigðisþjónustan er sú sem flestir þurfa á að halda, en ekki síður menntun, menning og afþreying. Með þessu er verið að auka möguleika íbúa af landsbyggðinni á félagslegri þátttöku í borgarsamfélaginu sem til staðar er á suðvesturhorni Íslands.

Í mínum huga er Loftbrú ein af mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur verið í og með því tekið stórt skref til að koma á móts við grunnþarfir fólks sem býr úti á landi. Ísland ljóstengt er annað gott dæmi um vel heppnaða byggðaaðgerð sem leggur áherslu á sem mest jafnræði landsmanna hvað varðar aðgang að fjarskiptainnviðum.

Lægri flugfargjöld verða liður í að gefa fólki kost á því að velja sér búsetu óháð starfi. Búseta á landsbyggðinni mun styrkjast sem hefur jákvæð áhrif á íbúðarverð. Þá mun leiðrétting þessi hafa víðtæk samfélagsleg áhrif, auka lífsgæði fólks sem eiga þess kost að skreppa til borgarinnar fyrir lægra fargjald, nýta ferðina og heimsækja ættingja og vini.

Í Skotlandi hefur flugferðum fjölgað og ef greiðsluþátttaka stjórnvalda með þessum hætti hjálpar flugfélögum að halda uppi þjónustustigi er það af hinu góða og stuðlar að öruggum samgöngum. Einhverjir hafa haft þær áhyggjur að flugfélögin myndu sjá sér leik á borði og hækka fargjöldin en mér er það til efst að það væri góð ákvörðun að hækka flugfargjöld til allra hinna sem njóta ekki þessara mótvægisaðgerða.

Það er afskaplega einfalt að nýta sér afsláttarkjör með Loftbrú. Á Ísland.is auðkennir fólk sig með rafrænum skilríkjum og sér þar yfirlit yfir réttindi sín. Þeir sem vilja nýta afsláttinn sækja sérstakan afsláttarkóða sem nota má á bókunarsíðum flugfélaga þegar flug er pantað. Ég hvet ykkur til að kynna ykkur málið frekar á vefnum Loftbru.is.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Greinin birtist fyrst í Bændablaðinu 10. spetember 2020.

Categories
Greinar

Lægri flugfargjöld með Loftbrú jafna aðstöðumun íbúa landsins

Deila grein

10/09/2020

Lægri flugfargjöld með Loftbrú jafna aðstöðumun íbúa landsins

Íbúar á lands­byggðinni sem búa lengst frá höfuðborg­inni eiga þess nú kost á að fá lægri flug­far­gjöld inn­an­lands. Við höf­um und­ir­búið verk­efnið um nokk­urt skeið und­ir heit­inu skoska leiðin – en skrefið var stigið til fulls í gær, miðviku­dag, þegar ég opnaði Loft­brú með form­leg­um hætti á þjón­ustu­vefn­um Ísland.is. Það var í senn tíma­bært og sér­lega ánægju­legt að koma þessu í loftið.

Loft­brú veit­ir íbú­um með lög­heim­ili á bú­setu­svæðum fjærst höfuðborg­inni 40% af­slátt af heild­arfar­gjaldi í þrem­ur ferðum á ári (sex flug­leggj­um) til og frá höfuðborg­ar­svæðinu. Mark­miðið er mjög skýrt, að jafna aðstöðumun íbúa á land­inu og bæta aðgengi að miðlægri þjón­ustu í höfuðborg­inni. Heil­brigðisþjón­ust­an er sú sem flest­ir þurfa á að halda, en ekki síður mennt­un, menn­ing og afþrey­ing. Með þessu er verið að auka mögu­leika íbúa af lands­byggðinni á fé­lags­legri þátt­töku í borg­ar­sam­fé­lag­inu sem til staðar er á suðvest­ur­horni Íslands.

Í sam­töl­um mín­um við fólk víðs veg­ar um landið hef­ur umræða um ójafnt aðgengi að þjón­ustu oft­ar en ekki skipað stór­an sess í huga fólks. Flest­ir lands­menn búa á suðvest­ur­horn­inu og hef­ur op­in­ber þjón­usta byggst þar upp. Þeir sem búa lengst frá höfuðborg­inni þurfa því að reiða fram hærri fjár­hæðir til að kom­ast á milli landsvæða en þorri lands­manna til að fá aðgang að sömu þjón­ustu. Þetta er skekkja í kerf­inu sem þarf að leiðrétta, ekki síst með það í huga að Reykja­vík er höfuðborg allra lands­manna.

Fyr­ir­mynd­in að Loft­brú er sótt til Skot­lands. Þar hef­ur þessi leið heppn­ast vel og hjálpað til við að halda í og laða að ungt fólk til af­skekktra svæða. Skoska leiðin var eitt af lof­orðum Fram­sókn­ar­flokks­ins fyr­ir síðustu kosn­ing­ar og ein af aðgerðum í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Í mín­um huga er Loft­brú ein af mik­il­væg­ari byggðaaðgerðum sem ráðist hef­ur verið í og með því tekið stórt skref til að koma á móts við grunnþarf­ir fólks sem býr úti á landi. Ísland ljóstengt er annað gott dæmi um vel heppnaða byggðaaðgerð sem legg­ur áherslu á sem mest jafn­ræði lands­manna hvað varðar aðgang að fjar­skiptainnviðum.

Lægri flug­far­gjöld verða liður í að gefa fólki kost á því að velja sér bú­setu óháð starfi og leiða til þess að bú­seta á lands­byggðinni verði auðveld­ari. Bú­seta á lands­byggðinni mun styrkj­ast sem hef­ur já­kvæð áhrif á íbúðaverð. Þá mun leiðrétt­ing þessi hafa víðtæk sam­fé­lags­leg áhrif, auka lífs­gæði fólks sem á þess kost að skreppa til borg­ar­inn­ar fyr­ir lægra far­gjald, nýta ferðina og heim­sækja ætt­ingja og vini.

Í Skotlandi hef­ur flug­ferðum fjölgað og ef greiðsluþátt­taka stjórn­valda með þess­um hætti hjálp­ar flug­fé­lög­um að halda uppi þjón­ustu­stigi er það af hinu góða og stuðlar að ör­ugg­um sam­göng­um. Ein­hverj­ir hafa haft þær áhyggj­ur að flug­fé­lög­in myndu sjá sér leik á borði og hækka far­gjöld­in en mér er það til efs að það væri góð ákvörðun að hækka flug­far­gjöld til allra hinna sem njóta ekki þess­ara mót­vægisaðgerða.

Það er af­skap­lega ein­falt að nýta sér af­slátt­ar­kjör með Loft­brú. Á Ísland.is auðkenn­ir fólk sig með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um og sér þar yf­ir­lit yfir rétt­indi sín. Þeir sem vilja nýta af­slátt­inn sækja sér­stak­an af­slátt­ar­kóða sem nota má á bók­un­ar­síðum flug­fé­laga þegar flug er pantað. Ég hvet ykk­ur til að kynna ykk­ur málið frek­ar á vefn­um Loft­bru.is.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. september 2020.

Categories
Fréttir

Íbúar á landsbyggðinni fá lægri flugfargjöld með Loftbrú

Deila grein

09/09/2020

Íbúar á landsbyggðinni fá lægri flugfargjöld með Loftbrú

Íbúar á landsbyggðinni með lögheimili fjarri höfuðborginni eiga frá og með deginum í dag kost á lægri flugfargjöldum til borgarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, kynnti þessa nýjung, sem ber heitið Loftbrú, á kynningarfundi í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag.

  • 40% afsláttur af heildarfargjaldi í innanlandsflugi fyrir allt að 6 flugleggi á ári.
  • Fyrir alla með lögheimili fjarri höfuðborginni og á eyjum.
  • Bætir aðgengi landsbyggðar að miðlægri þjónustu í höfuðborginni.

Loftbrú veitir afsláttarkjör til þeirra sem eiga lögheimili á landsbyggðinni fjarri höfuðborgarsvæðinu og á eyjum. Undir Loftbrú falla Vestfirðir, hluti af Norðurlandi vestra, Norðurland eystra, Austurland, Hornafjörður og Vestmannaeyjar. Svæðið er afmarkað með tilliti til póstnúmera. Alls ná afsláttarkjör Loftbrúar til rúmlega 60 þúsund íbúa á þessum svæðum.

Markmiðið með verkefninu er að bæta aðgengi íbúa á landsbyggðinni að miðlægri þjónustu og efla byggðir með því að gera innanlandsflug að hagkvæmari samgöngukosti. Afsláttarkjörin koma þeim til góða sem vilja nýta margvíslega þjónustu og afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu og til að heimsækja ættingja og vini. Loftbrú er ætluð fólki í einkaerindum til höfuðborgarinnar en ekki fyrir ferðir í atvinnuskyni eða hefðbundnar vinnuferðir.

Loftbrú veitir 40% afslátt af heildarfargjaldi fyrir allar áætlunarleiðir innanlands til og frá höfuðborgarsvæðinu. Fullur afsláttur er veittur hvort sem valið er afsláttarfargjald eða fullt fargjald. Hver einstaklingur getur fengið lægri fargjöld fyrir allt að þrjár ferðir til og frá Reykjavík á ári (sex flugleggir). Út árið 2020 gilda afsláttarkjörin fyrir eina ferð til og frá Reykjavík (tveir flugleggir).

Til að nýta Loftbrú auðkennir fólk sig á Ísland.is með rafrænum skilríkjum og þeir sem eiga rétt á Loftbrúfá yfirlit yfir réttindi sín. Þeir sem vilja nýta afsláttinn sækja sérstakan afsláttarkóða sem notaður er á bókunarsíðum flugfélaga þegar flug í áætlunarflugi er pantað.

Mikið réttlætismál

„Í mínum huga er Loftbrú ein að mikilvægari byggðaaðgerðum sem ráðist hefur verið í og með því er tekið stórt skref til að jafna aðstöðumun þeirra sem búa annarsstaðar en á suðvesturhorninu. Það er mikið réttlætismál að þeir sem búa fjarri höfuðborginni og vilja og þurfa að sækja þjónustu þangað fái niðurgreiðslu á ferðum sínum með flugi. Ég er sérlega ánægður að sjá afsláttarkjörin verða að veruleika en verkefnið hefur verið á stefnuskrá minni síðan ég kom í ráðuneytið. Fyrirmyndin var sótt til nágranna okkar Skota en við höfum nú útfært verkefnið á okkar hátt og gert aðgengilegt í takt við áherslur um stafræna þjónustu hins opinbera,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Verkefnið er hluti af stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla innanlandsflug og byggja upp almenningssamgöngur um land allt. Verkefnið er hluti af samgönguáætlun 2020-2034 sem Alþingi samþykkti í júní 2020. Verkefnið hefur gjarnan verið nefnt skoska leiðin þar sem það á fyrirmynd í vel heppnuðu kerfi sem Skotar hafa byggt upp í samstarfi ríkis og flugfélaga.

Vegagerðin fer með umsjón og framkvæmd verkefnisins í samvinnu við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. „Vegagerðin vinnur að almannasamgöngum utan þéttbýlis um land allt. Það er okkur gleðiefni að geta greitt götu þeirra sem nota flug frá fjærstu byggðum landsins að höfuðborg allra landsmanna og þeirri þjónustu sem þar er að sækja,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar.

Kostnaður við greiðsluþátttöku ríkisins við lækkun flugfargjalda í verkefninu er metinn allt að 600 milljónum kr. á ársvísu og 200 milljónum kr. á þessu ári. Gert er ráð fyrir þeim fjárframlögum í samgönguáætlun sem samþykkt var í júní sl.

Stafrænt Ísland ber ábyrgð á uppbyggingu Ísland.is sem miðlægri þjónustugátt fyrir hið opinbera og er Loftbrú eitt þeirra verkefna. „Það er frábært að sjá verkefni á borð við Loftbrú verða að veruleika á jafn skömmum tíma. Lausnin var þróuð á grunni þeirra stafrænu innviða sem byggðir hafa verið upp á Ísland.is að undanförnu, en mikil samlegðaráhrif felast í þróun opins hugbúnaðar í samstarfi við þverfagleg teymi úr atvinnulífinu.  Með nýtingu stafrænna lausna verður aðgengi allra landsmanna að opinnberri þjónustu jafnt,“ segir Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Stafræns Íslands. Veflausn Loftbrúar er tengd bókunarvélum flugfélaga, sem bjóða upp á innanlandsflug, en það eru Air Iceland Connect, Ernir og Norlandair.

Námsmenn og börn

Tveir hópar hafa sérstöðu og um þá gilda undantekningar frá reglunni um að eiga lögheimili á landsbyggðinni. Framhaldsskólanemar af landsbyggðinni sem stunda nám á höfuðborgarsvæðinu og hafa fært lögheimili sitt tímabundið þangað munu eiga rétt á Loftbrú. Börn sem eru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu en eiga foreldra eða forráðamenn sem hafa búsetu á landsbyggðinni munu einnig eiga rétt á Loftbrú. Unnið er að því að útfæra þjónustuna þannig að hægt verði að bóka lægri fargjöld fyrir þessa tvo hópa. Stefnt er að því að klára þá vinnu fyrir áramót.

Heimild: stjornarradid.is

Categories
Greinar

Fordæmalausar samgönguframkvæmdir mynda hagvöxt og skapa atvinnu

Deila grein

07/09/2020

Fordæmalausar samgönguframkvæmdir mynda hagvöxt og skapa atvinnu

Rík­is­stjórn­in hef­ur mætt niður­sveifl­unni sem heims­far­ald­ur kór­ónu­veiru hef­ur valdið með nauðsyn­leg­um og mark­viss­um aðgerðum sem styðja við fólk og fyr­ir­tæki. Stefn­an er skýr; að skapa sam­fé­lag sem er í eins miklu jafn­vægi og hægt er miðað við ytri aðstæður hverju sinni.

Bar­átt­an við veiruna hef­ur óhjá­kvæmi­lega reynt á þolrif og seiglu allra en með góðri sam­vinnu hef­ur ár­ang­ur­inn skilað sér í fækk­un inn­an­lands­smita. Stöðugt end­ur­mat á aðgerðum er nauðsyn­legt í þeirri von að ekki verði veru­legt bak­slag. Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar miða að því að sam­fé­lagið geti verið í eins eðli­legu horfi og kost­ur er.

Arðbær­ar fjár­fest­ing­ar

Til lengri tíma er stóra mynd­in að efla fjár­fest­ing­ar sem mynda hag­vöxt til framtíðar og skapa at­vinnu. Fjár­fest­ing­arn­ar í innviðum eru arðbær­ar og bæta upp sam­drátt í hag­kerf­inu. Skýrt dæmi um slík áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru í ný­samþykktri sam­göngu­áætlun. Aldrei áður hef­ur eins mikl­um fjár­mun­um verið varið til arðbærra verk­efna og er hlut­fall fram­laga af lands­fram­leiðslu­spá fyr­ir 2020 komið upp í 1,4%. Ávinn­ing­ur­inn mun skila sér strax, ný störf verða til og sam­fé­lagið verður mun bet­ur í stakk búið þegar tíma­bundið veiru­ástand er yf­ir­staðið og ferðaþjón­ust­an tek­ur við sér á ný.

8.700 störf

Ný­samþykkt sam­göngu­áætlun ger­ir ráð fyr­ir rúm­lega 640 millj­arða rík­is­fram­lagi en heild­ar­um­fang allra sam­göngu­fram­kvæmda með sam­vinnu­verk­efn­um nem­ur um 900 millj­örðum króna. Áætl­un­in er ein sú um­fangs­mesta sem samþykkt hef­ur verið og fel­ur í sér mik­il­væga upp­bygg­ingu á eign­um rík­is­ins. Áætl­un­in, sem er ein stærsta framtíðar­sýn rík­is­stjórn­ar­inn­ar, fel­ur í sér 70% hækk­un á fram­lagi til ný­fram­kvæmda á þessu ári. Verk­efn­um er flýtt og fjölgað en við það skap­ast fjöl­mörg ný störf. Alls verða til 8.700 fjöl­breytt störf á næstu fimm árum, frá hönn­un til beinna fram­kvæmda.

Viðhaldsþörf­in er mest í vega­gerð sem á eft­ir að skila sér í greiðari og ör­ugg­ari um­ferð og enn betri teng­ing­um á milli byggða. Vega­lengd­ir stytt­ast, mögu­leik­ar fólks til að velja sér bú­setu aukast og at­vinnusvæði efl­ast. Meðal verk­efna er að ein­breiðum brúm á hring­veg­in­um verður fækkað úr 36 í 22 á næstu fimm árum. Til viðbót­ar þessu var í ár 6,5 millj­örðum króna varið auka­lega í sam­göngu­fram­kvæmd­ir úr fjár­fest­inga­átaki rík­is­stjórn­ar­inn­ar vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Hafn­ir og inn­an­lands­flug­vell­ir fá um­tals­vert meira fjár­magn en hingað til svo hægt sé að mæta eðli­leg­um kröf­um sam­fé­lags­ins um grunnþjón­ustu og koma á móts við flutn­ing aðfanga inn­an og milli landa. Auk­in fram­lög eru til inn­an­lands­flug­valla með áherslu á vara­flug­velli. Þá eru mik­il tæki­færi í út­flutn­ings­höfn­um norðan- og sunn­an­lands sem efla at­vinnusvæðin og skapa störf.

Sam­vinnu­verk­efni

For­gangs­röðun fjár­fest­ing­ar í sam­göngu­áætlun er skýr með áherslu á um­ferðarör­yggi sem styður við arðsemi og efna­hags­leg­an græn­an vöxt. Hæfi­leg blanda af einka- og rík­is­rekn­um verk­efn­um skil­ar sér til sam­fé­lags­ins ef til­gang­ur­inn er skýr. Sú hug­mynda­fræði var tek­in lengra með samþykkt Alþing­is á frum­varpi um sam­vinnu­verk­efni í vega­fram­kvæmd­um (PPP). Nýju lög­in heim­ila sam­vinnu á milli einkaaðila og rík­is að fara í til­tek­in sam­göngu­mann­virki. Ábat­inn er auk­in skil­virkni í vega­gerð og býr til aukið svig­rúm rík­is­ins til að sinna nauðsyn­legri grunnþjón­ustu sam­fé­lags­ins. Sam­göngu­verk­efni henta vel til sam­vinnu­verk­efna og þegar áhugi inn­lendra fjár­festa er til staðar er óskyn­sam­legt annað en að velja þessa leið.

Verk­efn­in eru sem fyrr vel skil­greind og fyr­ir­fram ákveðin og er brú yfir Horna­fjarðarfljót full­hönnuð og að verða klár fyr­ir útboð. Ný brú yfir Ölfusá, nýr veg­ur yfir Öxi, lág­lendis­veg­ur og göng í gegn­um Reyn­is­fjall, önn­ur göng und­ir Hval­fjörð og hin langþráða Sunda­braut eru þar næst á dag­skrá. Mik­il­væg þekk­ing og reynsla bygg­ist upp í þess­um verk­efn­um þar sem þverfag­leg þekk­ing verður til í hönn­un, hjá fjár­fest­um, verk­tök­um og hinu op­in­bera.

Full­yrða má að aukn­ing í ný­fram­kvæmd­um á næstu árum í sam­göng­um sé for­dæma­laus – svo að notað sé orðið sem hef­ur verið á allra vör­um í ár. Það grund­vall­ast ann­ars veg­ar á metnaðarfullri framtíðar­sýn í fimmtán ára sam­göngu­áætlun og á viðbótar­fjármagni sem lagt var í sam­göngu­fram­kvæmd­ir úr fjár­fest­inga­átaki rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 5. september 2020.

Categories
Greinar

Samvinna er lykillinn að árangri

Deila grein

31/08/2020

Samvinna er lykillinn að árangri

„Það sem gerist er að það verður þessi gríðarlega samvinna og samskipti. Okkar fremstu vísindamenn á alþjóðavísu og fyrirtæki á þessum markaði fara að deila upplýsingum. Þetta er einstakt – sigur fyrir mannkynið, ef ég má orða það sem svo,“ var haft eftir Birni Rúnari Lúðvíkssyni, yfirlækni ónæmisdeildar Landspítalans í frétt Vísis í síðustu viku. Það viðhorf er orðið ríkjandi að samvinnan og samskiptin muni leiða okkur út úr þessu ástandi sem ríkir í heiminum um þessar mundir. Þetta er viðhorf sem er inngróið í stefnu Framsóknar enda hefur flokkurinn í gegnum tíðina verið boðberi samvinnunnar sem leysir úr læðingi helstu framfaramál í sögu þjóðarinnar.

Leiðin til eðlilegs lífs

Þegar þessi orð eru rituð stöndum við enn í ströngu við að koma í veg fyrir vöxt veirunnar á Íslandi eftir að hafa lifað tiltölulega eðlilegu lífi framan af sumri. Barátta okkar gegn veirunni hafði gengið vel en eins og sóttvarnarlæknir hefur ítrekað í máli sínu frá upphafi faraldursins verðum við að læra að lifa með veirunni í mánuði eða ár áður en við getum aftur snúið til eðlilegs lífs.

Hagur heimilanna

Veiran hefur haft áhrif á líf okkar allra. Ríkisstjórnin hefur auk baráttunnar við heilbrigðisvána komið fram með umfangsmiklar aðgerðir til að milda efnahagslegt högg á fjölskyldur og fyrirtæki. Þær aðgerðir hafa verið mikilvægar en áfram verður unnið að frekari viðbrögðum til að vernda hag heimilanna, til þess að skapa ný störf og auka verðmætasköpun svo samfélagið nái sínum fyrri styrk.

Uppgangur öfga

Á síðustu misserum höfum við upplifað uppgang öfga í heiminum og við förum ekki varhluta af því hér á Íslandi. Leiðtogar stjórnmálaafla hafa sumir stigið fram með lýðskrumið að vopni og höggvið skörð í samfélagið til þess eins að ná aukinni áheyrn og með það að markmiði að öðlast meiri völd. Það gera þeir með því að etja hópum gegn hver öðrum, skapa óánægju og fylla fólk þannig vanmætti. Það er öndvert við það sem ég trúi að stjórnmál eigi að gera því ég lít á stjórnmál sem tæki til að efla fólk og samfélög og til að búa til betri og hamingjuríkari heim.

Samvinnuleiðin í stjórnmálum

Öfgar til hægri og vinstri eru okkur vel kunn í samtímasögunni og hafa þær ekki fært okkur betri samfélög. Það hefur hins vegar samvinnan gert. Ef við lítum yfir sögu Íslands sem lýðveldisins sjáum við að stjórn landsins hefur verið í höndum samsteypustjórna og þar hefur Framsókn oftar en ekki verið þátttakandi. Þessi samvinnuleið í íslenskum stjórnmálum hefur getið af sér samfélag sem ætíð er ofarlega ef ekki efst á listum þjóða sem þykja skara fram úr þegar kemur að almennum lífsgæðum í heiminum. Þau stjórnmálaöfl sem við sjáum nú yst til hægri og yst til vinstri bjóða engum til samtals heldur miða að því að níða skóinn af öðrum, oft með því að hafa uppi stór orð um svik, prinsippleysi og jafnvel landráð ef það yljar eigin sjálfsmynd þá stundina.

Skynsemin sigrar alltaf að lokum

Yfirlýsingar sem eingöngu er ætlað að ögra og etja fólki saman eru að sönnu ekki mikils virði en þær eru eyðileggjandi. Segja má að öfgarnar næri hvor aðra en leiði aldrei til niðurstöðu því það eru aðrar og skynsamari stjórnmálahreyfingar sem leiða fólk saman og hreyfa samfélagið til betra horfs.

Samtal, samvinna: framfarir

Á síðasta degi þingsins voru samþykkt lög og þingsályktanir sem gera fjárfestingu í samgöngum upp á 900 milljarða króna mögulega. Í þeim pakka var, auk fjölmargra brýnna verkefna um allt land, samgöngusáttmáli um uppbygginu á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að algjör stöðnun hefur ríkt í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár og áratugi. Það var eitt af helstu markmiðum mínum þegar ég settist í stól samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að stórauka samgönguframkvæmdir og þar með talið að höggva á þann hnút sem hefur verið í samskiptum ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Með markvissu samtali og samráði tókst það og íbúar höfuðborgarsvæðisins sjá fram á bjartari tíma í samgöngum og á það jafnt við um þá sem nota fjölskyldubílinn, almenningssamgöngur eða eru gangandi og hjólandi.

Sundrað samfélag er veikt samfélag

Stjórnmál verða alltaf samvinna og samkomulag nema við viljum búa í sundruðu samfélagi. Þeir sem mest níða niður stjórnmálin virðast líta svo á að málamiðlanir milli ólíkra sjónarmiða séu óásættanlegar og að öll samvinna sé svik. Þegar þessar raddir verða ráðandi í umræðunni, hjá fjölmiðlum og álitsgjöfum, þá eykst krafan um enginn flokkur gefi neitt eftir og þá verður ekkert samtal, engin samvinna og þar af leiðandi engin framþróun; bara stöðnun, tortryggni og ófullnægja allra. Allra nema þeirra sem njóta þess að segja að allir séu prinsipplausir; allir nema þeir sjálfir.

Heimsfaraldurinn getur leitt til sundrungar og átaka en líkt og þegar kemur að því að ráða niðurlögum veirunnar sjálfrar þá þurfum við samvinnu til að byggja upp sterkara samfélag. Framsókn mun hér eftir sem hingað til vinna að sátt um framþróun samfélagsins. Sú sátt verður ekki til með öfgum til hægri eða vinstri. Framtíðin ræðst á miðjunni.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. ágúst 2020.