Menu

Monthly Archives: desember 2013

//desember

Plássfreka kynið

Greinar|

Sveitarstjórnarkosningar eru á næsta leiti. Í aðdraganda þeirra tel ég brýnt sem ráðherra jafnréttismála að benda á þá kynjaskekkju sem augljós er á vettvangi stjórnmálanna og hvetja til umræðu og aðgerða til að auka stjórnmálaþátttöku kvenna. Í síðstu kosningum til sveitarstjórna og Alþingis hafa konur verið um helmingur frambjóðenda en þeim fækkar hlutfallslega eftir því [...]

Desemberuppbót atvinnuleitenda tryggð

Fréttir|

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, undirritaði í dag reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Óskert uppbót nemur 51.783 krónum. Rétt til desemberuppbótar eiga atvinnuleitendur sem eru tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hafa staðfest atvinnuleit einhvern tíma á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember 2013. Greiðslur verða í hlutfalli við lengd þess tíma sem viðkomandi hefur verið skráður [...]

Umfang aðgerðanna hóflegt

Fréttir|

Willum Þór Þórsson, alþingismaður, vék athygli á áliti Moody's á skuldaleiðréttingartillögunum ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag er varðar lánshæfismat á Íbúðalánasjóði. Sagði hann m.a.: „Hér mitt í fjárlagaumræðunni er um afar jákvæð skilaboð að ræða og ekki síður mikilvæg í því ljósi að það hafa verið vangaveltur uppi, og það með réttu, um að lánshæfi ríkissjóðs mundi lækka. [...]

Stórkostleg fjárlög

Greinar|

Þessa dagana eru miklir annatímar á Alþingi. Löng umræða varð um Fjáraukalög fyrir árið 2013 og Fjárlög næsta árs liggja fyrir til afgreiðslu. Við sem styðjum ríkisstjórnina erum ánægð með gang mála og horfum vonglöð til framtíðar. Aðalbaráttumál stjórnarflokkanna í síðustu kosningum er að fá farsælan framgang. Fundin var sameiginleg niðurstaða þar sem helstu áherslur [...]

Framsókn 97 ára

Fréttir|

Framsóknarflokkurinn var stofnaður á Alþingi 16. desember árið 1916. Fyrstu árin starfað hann eingöngu sem þingflokkur en uppúr 1930 var honum breytt í formlega fjöldahreyfingu með flokksfélög sem grunneiningar. Framsóknarflokkurinn var stofnaður til að virkja framfaraaflið í þjóðinni og íslenskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum. Framfarasaga Íslands og sú hugmyndafræði sem Framsóknarflokkurinn byggir á, frjálslyndi, framsækni, samvinna [...]

Tómur þingsalur – hvar eru allir?

Greinar|

Sú mynd sem margir hafa af störfum Alþingis er hálftómur þingsalur eða þingsalur þar sem menn skiptast á að vera með skæting og jafnvel rífast. Fyrirsagnir í blöðum undirstrika oft þetta ósætti og togstreitu sem á sér stað á Alþingi. Þó er það langt frá raunveruleikanum. Samvinna og lýðræðisleg vinnubrögð Sannleikurinn er hins vegar sá [...]

Hvað gerir þú á daginn?

Greinar|

-„Ég starfa sem Alþingismaður.“ -„Já, já. En eruð þið bara ekki að rífast í þingsal alla daga? Er þetta ekki hundleiðinlegt?“ Svona spurningar fær nýr þingmaður gjarnan. Það má segja að gjá hafi myndast milli þings og þjóðar og þá á ég við að það virðist óljóst í hverju starf þingsmannsins felst. Þessi greinarstúfur er [...]

Framboðslisti Framsóknar í Árborg samþykktur

Fréttir|

Framboðslisti Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg 2014 var samþykktur á fjölmennum félagsfundi í Framsóknarhúsinu á Selfossi í kvöld. Það var mikill einhugur á fundinum og stefnan sett hátt fyrir næsta vor. Uppstillingarnefnd sem skipuð var í byrjun október lagði fram tillögu sína sem var samþykkt samhljóða. Helgi S. Haraldsson bæjarfulltrúi skipar fyrsta sæti listans og [...]

Verjum aukinn hlut kvenna í bæjar- og sveitarstjórnum

Greinar|

Um þessar mundir standa allar Norðurlandaþjóðirnar á þeim merku tímamótum að öld er liðin frá því að konur fengu fyrst kosningarétt og kjörgengi til jafns við karla. Við Íslendingar fögnum þessum tímamótum árið 2015. Jafn kosningaréttur og kjörgengi kynja var einn mikilvægasti áfangi lýðræðisþróunar okkar. Þessi réttur felur í sér þau grundvallarmannréttindi að geta haft [...]

Mikilvægt er að raddir kvenna heyrist

Fréttir|

„Ég vonast til að Ísland geti lagt af mörkum í samstarfi þjóðanna og tekið virkan þátt í því mikilvæga sameiginlega verkefni að bæta stöðu kvenna og stuðla að jafnrétti kynjanna, hvar sem er í heiminum“ sagði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, þegar hún veitti viðtöku jafnréttisverðlaunum fyrir Íslands hönd á þingi Alþjóðasamtaka þingkvenna (Women in [...]

Load More Posts