Menu

Monthly Archives: september 2016

//september

Fullgilding Parísarsamningsins rædd á Alþingi

Fréttir|

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra mælti í dag fyrir þingsályktunartillögu um fullgildingu Parísarsamnings Sameinuðu þjóðanna. Samningurinn, sem samþykktur var í desember síðastliðinn og undirritaður í apríl, skuldbindur ríki heims til að vinna saman að því að bregðast við loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. „Parísarsamningurinn er metnaðarfyllsti loftslagssamningur sem ríki heims hafa gert til þessa og leggur hornstein að [...]

Styðja unga afbrotamenn

Fréttir|

„Virðulegi forseti. Í gær kom fram í fréttum að tæplega 500 börn 18 ára og yngri voru kærð fyrir brot á hegningarlögum á síðasta ári. Af þeim börnum eru 169 14 ára og yngri og því ósakhæf. 11 börn fengu skilorðsbundinn dóm á síðasta ári og lögreglan kemur árlega að 20–40 sáttamiðlunum vegna brota ungmenna. [...]

Hindranir við rafbílavæðingu

Fréttir|

„Hæstv. forseti. Yfirvöld hafa stefnt að því að hverfa frá brennslu jarðefnaeldsneytis í samgöngum á Íslandi og lögð hefur verið áhersla á eflingu innviða fyrir rafbíla á landsvísu. Sú uppbygging er komin nokkuð á veg og er töluverð eftirspurn eftir að hraða henni því áhugi manna og meðvitund um nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa hefur vissulega vaxið. [...]

Gamaldags aðferðir í Seðlabankanum

Fréttir|

„Hæstv. forseti. Mig langar að vekja athygli á grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær eftir dr. Eric Stubbs. Hún heitir, með leyfi forseta: „Ísland myndi hagnast á öðruvísi vaxtastefnu“. Sá ágæti maður er fjármálaráðgjafi hjá Royal Bank of Canada í New York. Hann hefur oft verið hér á undanförnum árum og fylgst með íslensku [...]

Hvar eru þessar lækkanir?

Fréttir|

„Virðulegur forseti. Ég kem hér upp til að auglýsa eftir verðlækkunum á innfluttum vörum vegna styrkingar krónunnar og lækkunar á sköttum og gjöldum sem þessi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir. Hvar eru þessar lækkanir? Ég hef ekki séð þær nema að litlu leyti. Þannig bendir Alþýðusamband Íslands á að afnám vörugjalda á byggingarvörur, lægri virðisaukaskattur [...]

Stjórnmálaályktun kjördæmisþings Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi

Fréttir|

Stjórnmálaályktun Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi haldið að Bifröst Borgarfirði 3. og 4. september 2016 Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi fagnar góðum árangri í mörgum stórum málum undir forystu Framsóknarflokksins. Má þar nefna aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna, viðsnúning á rekstri ríkissjóðs, hvernig tekið var á kröfuhöfum hinna föllnu banka og aukin framlög til rannsókna og nýsköpunar. Þingið [...]

Sigrún Magnúsdóttir ávarpar aðalfund Skógræktarfélags Íslands

Fréttir|

Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, ávarpaði á dögunum aðalfund Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var á Djúpavogi. Þá heimsótti hún fyrirtækið Skógarorku sem rekur viðarkyndistöð á Hallormsstað. Fjölmenni sótti aðalfund Skógræktarfélags Íslands um helgina sem haldinn var í Djúpavogskirkju og á hótel Framtíð. Í ávarpi sínu kynnti ráðherra m.a. nýtt verkefni varðandi aukna skógrækt á skóglausum [...]

Upplýsingar frá landsstjórn

Fréttir|

Landsstjórn Framsóknarflokksins kom saman miðvikudaginn 31. ágúst til að ræða ákvörðun þriggja kjördæmisþinga um boðun flokksþings í aðdraganda alþingiskosninga í samræmi við gr. 9.1. í lögum flokksins. Fyrir fundinn hafði verið óskað eftir áliti laganefndar flokksins um hvernig mætti bregðast við ákvörðun kjördæmisþinganna þriggja, þar sem engin fordæmi lágu fyrir. Niðurstaða laganefndar var að í [...]

Mikilvægt að fullgilda Parísarsamninginn

Fréttir|

„Virðulegi forseti. Ég ætla að byrja á því að lýsa ánægju minni með gang þingstarfanna frá því að þing kom saman í ágúst, bæði hér í þingsal og ekki síður við vinnu í nefndum með fjölda mála. Staðreyndin er að þingmenn allra flokka vinna af krafti í nefndum, sækja nefndarfundi og lesa heilu doðrantana milli [...]

80 milljarða fjárfestingu stefnt í voða

Fréttir|

„Hæstv. forseti. Nú er verulega illt í efni svo ekki sé meira sagt. Staðan sem komin er upp vegna framkvæmda í tengslum við Bakkaverkefni svokallað er með fádæmum slæm. Nú standa menn frammi fyrir því að uppbygging og ferli sem hefur verið unnið að árum saman er í hættu. Um er að ræða 80 milljarða [...]

Load More Posts