Menu

Monthly Archives: ágúst 2019

//ágúst

Atvinnuuppbygging á landsbyggðinni strandar á íbúðaskorti

Greinar|

Húsnæðismál hafa verið ofarlega á baugi síðastliðin ár enda ríkir skortur á íbúðarhúsnæði víða um land. Ríkisstjórnin hefur langt mikla áherslu á að efla húsnæðismarkaðinn og stuðla að auknu jafnvægi á honum óháð efnahag og búsetu. Fjölmörgum aðgerðum hefur nú þegar verið hrundið í framkvæmd til að bregðast við og eru aðrar í bígerð. Landsbyggðin [...]

„Við flýjum ekki af hólmi þegar berjast þarf fyrir hagsmunum þjóðarinnar“

Fréttir|

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar, sagði í umræðu um 3. orkupakkan, ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn, að ekkert nýtt hafi komið fram sem ekki hefur verið hrakið af helstu lögspekingum landsins og öðrum sérfræðingum, bæði varðandi stjórnarskrá Íslands og einnig varðandi EES-samninginn sjálfan. [...]

Liður í að bæta lífskjör blindra og sjónskertra

Greinar|

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnaði áttatíu ára afmæli þann 19. ágúst síðastliðinn. Frá upphafi hefur félagið unnið að hagsmunamálum blindra og sjónskertra auk þess að veita margvíslega þjónustu og standa fyrir öflugu félagsstarfi, fræðslu og jafningjastuðningi. Félagið hefur jafnframt stuðlað að því að tryggja samræmda heild í þjónustunni þar sem ríki, sveitarfélög [...]

Í upphafi skyldi endirinn skoða

Fréttir, Greinar|

Fá mál á vettvangi löggjafans hafa verið jafn mikið rædd síðustu ár og innleiðing 3 orkupakkans í löggjöf um raforkumál nú á þessu ári. Þá hefur þetta mál allt vakið upp miklar tilfinningar og ótta meðal almennings, enda erfitt að sjá og skilja hvað þessi innleiðing á regluverki geri fyrir land og þjóð. Hafa þeir, [...]

Aðgerðir á húsnæðismarkaði að skila árangri

Greinar|

Hlutfall fyrstu kaupenda af heildarfjölda íbúðarkaupenda hefur farið stöðugt vaxandi á síðastliðnum misserum og árum að því er fram kemur í nýjustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Það eru mjög jákvæðar fréttir og sýna að nú sé orðið auðveldara en áður fyrir stærri hóp að safna fyrir útborgun í íbúð. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að [...]

Hringnum lokað

Greinar|

Fyr­ir ná­kvæm­lega 45 árum og ein­um mánuði, 14. júlí 1974, var blásið í lúðra við Skeiðar­ár­brú og hald­inn dans­leik­ur á palli fram eft­ir kvöldi. Til­efnið var vígsla brú­ar­inn­ar, en með henni var hringn­um lokað og Hring­veg­ur­inn, sem teng­ir byggðir um­hverf­is landið, form­lega opnaður. Skeiðar­ár­brú var án nokk­urs efa ein mesta sam­göngu­bót Íslend­inga fyrr og síðar. [...]

Ályktun sveitarstjórnarráðs Framsóknar

Fréttir|

Sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins skorar á þingmenn flokksins að beita sér hratt og af fullum þunga í þeirri viðleitni að koma böndum og regluverki á jarðarkaup erlendra aðila. Sú þróun sem hefur átt sér stað síðustu ár er óviðunandi. Forsenda fyrir heilbrigðri byggð í landinu og því að samfélög þrífist í dreifðari byggðum hlýtur að vera tengd [...]

Aðgerðir gegn einelti og ofbeldi á vinnustöðum

Greinar|

Ný­lega lauk þingi Alþjóðavinnu­mála­stofn­un­ar­inn­ar, Alþjóðavinnu­málaþing­inu, sem var hið 108. í röðinni. Þess var minnst með marg­vís­leg­um hætti að öld er liðin frá því að stofn­un­in hóf starf­semi árið 1919. Henni var sett það mark­mið að ráða bót á fé­lags­leg­um vanda­mál­um sem öll ríki áttu við að stríða og aðeins yrði sigr­ast á með sam­eig­in­legu fé­lags­legu [...]

„Skylda okk­ar Íslend­inga að rækta þessi tengsl af alúð og al­vöru“

Fréttir|

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir það hafa verið stór­kost­legt að taka þátt í Íslend­ingadög­un­um í Mountain í Norður-Dakóta í Banda­ríkj­un­um og í Gimli í Manitoba-fylki í Kan­ada um liðna helgi. Þetta kemur fram í grein hennar í Morgunblaðinu í vikunni, „Fjársjóður í vesturheimi“. „Vest­ur-Íslend­ing­ar leggja mikið á sig til þess að rækta tengsl sín við Ísland og halda sögu [...]

Kynning á sveitarstjórnarfólki Framsóknar – Sigríður Bragadóttir

Uncategorized|

Á Vopnafirði leiddi Sigríður Bragadóttir, fyrrverandi bóndi og oddviti Vopnafjarðarhrepps, lista Framsóknar og óháðra í sveitarstjórnarkosningunum 2018. Sigríður er gift Halldóri Georgssyni og hafa þau stundað búskap í um 40 ár en eru núna fyrrverandi bændur. Þau eiga 4 börn, 15 barnabörn og 3 barnabarnabörn. „Samfélagsmál hafa alltaf heillað mig“ „Samfélagsmál hafa alltaf heillað mig [...]

Load More Posts