Menu

Greinar

/Greinar

Rannsóknir og nýsköpun til framtíðar

Greinar|

Störf framtíðar­inn­ar verða í aukn­um mæli byggð á ný­sköp­un í at­vinnu­líf­inu og sam­spili þess við rann­sókn­ar­störf. Þess vegna hafa stjórn­völd stór­aukið fjár­fram­lög sín til rann­sókna og ný­sköp­un­ar. Viðspyrna Íslands er byggð á skýrri framtíðar­sýn um aukna verðmæta­sköp­un. Gott aðgengi að mennt­un og öfl­ugt vís­inda- og rann­sókn­ar­starf um allt land er mik­il­vægt. Með aukn­um áhersl­um á [...]

Opinber störf á landsbyggðinni

Greinar|

Varnir, vernd og viðspyrna er yfirskrift á aðgerðaáætlun stjórnvalda við þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir. Það er mikilvægt hverju samfélagi að halda uppi þéttu og fjölbreyttu atvinnulífi. Það er svo sannlega tími til að virkja þann mikla mannauð sem býr í landsmönnum. Við höfum allt til staðar, viljann, mannauðinn og tæknina. Samgöngur fara [...]

Fjárfest í framtíðinni

Greinar|

Til að stuðla að hag­vexti til framtíðar þarf að efla tækn­ina með vís­ind­um og ný­sköp­un. Mik­il­vægt er að skapa framúrsk­ar­andi aðstæður til rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­starfs til að fyr­ir­tæk­in í land­inu sjá hag sinn í að fjár­festa í þekk­ing­ar­sam­fé­lagi. Í gegn­um tíðina hef­ur rann­sókn­ar­vilj­inn og sann­leiksþráin knúið vís­ind­in áfram. Reynsla síðustu vikna hef­ur sýnt okk­ur að [...]

Rannsóknarsetur um allt land

Greinar|

Gott aðgengi að mennt­un og öfl­ugt vís­inda- og rann­sókn­astarf um allt land er mik­il­vægt. Við sem þjóð höf­um ekki efni á að láta tæki­fær­in fara fram hjá okk­ur, jafn­vel án þess að taka eft­ir þeim. Þetta á við bæði um tæki­færi til ný­sköp­un­ar inn­an hefðbund­inna at­vinnu­greina, land­búnaðar og sjáv­ar­út­vegs, en ekki síður inn­an menn­ing­ar­starfs, ferðaþjón­ustu [...]

Sumar­störf fyrir náms­menn

Greinar|

Vegna Covid-19 faraldursins stendur ferðaþjónusta á Íslandi frammi fyrir algjöru hruni, að minnsta kosti tímabundið. Áhrifa faraldursins gætir einnig í öðrum atvinnugreinum og við stöndum frammi fyrir dýpstu kreppu sem við höfum séð í langan tíma. Fjöldi fólks á atvinnuleysisskrá hefur aukist mikið undanfarið, margir eru á hlutabótum en einnig er nokkur fjöldi atvinnulaus. Í [...]

Varlega af stað

Greinar|

Við för­um var­lega af stað í opn­un lands­ins eft­ir að hafa náð ótrú­leg­um tök­um á út­breiðslu veirunn­ar og treyst­um á vís­ind­in. Það er mik­il­vægt að við för­um var­lega og það er mik­il­vægt að við nýt­um þekk­ingu okk­ar á veirunni til að koma hjól­un­um bet­ur af stað. Það verður ekki litið fram hjá því að fjöl­marg­ar [...]

Nýsköpunarstofa fyrir námsfólk í Hafnarfirði

Greinar|

Nýverið ákvað Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, að verja 2.200 milljónum króna til að fjölga störfum fyrir námsmenn í sumar og munu þau skiptast á milli opinberra stofnana og sveitarfélaga. Í síðustu viku samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar að skapa 250 ný sumarstörf fyrir hafnfirskt námsfólk og frumkvöðla og er ákvörðunin liður í nýsamþykktri aðgerðaáætlun bæjarfélagsins [...]

Áfram veginn

Greinar|

Ríkisstjórnin kynnti í dag áætlun sína um opnun landsins frá fimmtánda júní. Það er gríðarlega mikilvægt skref fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu. Það er ekki síst merki um mikinn árangur sem íslenskt heilbrigðis- og vísindafólk hefur náð í baráttunni við kórónuveiruna á síðustu mánuðum. Ákvörðunin um opnun landsins byggist á því að vísindin telja okkur [...]

Lærdómssamfélagið

Greinar|

Skólafólk lyfti grettistaki þegar takmarkanir á skólastarfi komu til framkvæmda snemma í mars. Kennarar og stjórnendur þurftu á augabragði að umbylta öllu skólastarfi og koma til móts við nemendur, svo námsframvindan yrði fyrir sem minnstum skaða. Skólar brugðust ólíkt við eftir aðstæðum, og færðu sig mismikið yfir í rafræna kennslu og samskipti. Alls staðar voru [...]

Menntun er lausnin

Greinar|

Viðbrögð þjóða heims munu ráða mestu um það hverj­ar var­an­leg­ar af­leiðing­ar Covid-19 far­ald­urs­ins verða. Ástandið hef­ur sann­ar­lega þjappað þjóðum sam­an en það er afar brýnt að stjórn­völd haldi vöku sinni gagn­vart sam­fé­lags­hætt­unni sem blas­ir við. Þjóðfé­lags­hóp­ar eru mis­vel bún­ir und­ir höggið sem hlýst af ástand­inu. At­vinnu­leysi er mis­skipt eft­ir at­vinnu­grein­um og landsvæðum. Þeir sem búa [...]

Load More Posts