Categories
Fréttir

Fleiri skemmtilegar staðreyndir um þingflokk Framsóknar

Deila grein

30/04/2013

Fleiri skemmtilegar staðreyndir um þingflokk Framsóknar

Fylgi Framsóknar hefur ekki verið meira síðan í kosningum 1979 en þá hlaut Framsókn 24,9% og 17 þingmenn. Framsókn fékk síðast 19 þingmenn árið 1963.
Hérna eru nokkar skemmtilegar staðreyndir til viðbótar um þingflokk Framsóknar:

  • Höskuldur Þór Þórhallsson er reynslumesti þingmaður þingflokksins en hann settist á þing 2007, næst á eftir kemur Eygló Harðardóttir, hún tók sæti Guðna Ágústssonar þegar hann lét af þingmennsku 2008.
  • Jóhanna María af Vestfjörðum og Þórunn frá Vopnafirði eru báðar með slæmt internetsamband á bóndabæjum sínum og lítið eða ekkert farsímasamband. 
  • Karl Garðarsson er ötull hjólamaður og hjólaði einu sinni frá Kanada niður Norður-Ameríku.
  • Silja Dögg á sama afmælisdag og Framsókn, 16. desember.
  • Sigmundur Davíð hefur verið þekktur fyrir að grípa í pensill og mála í frítíma sínum, ein jólin eftir að hann settist á Alþingi sendi hann jólakort þar sem mynd eftir hann prýddi kortið.
  • Elsa Lára og Sigmundur Davíð eru jafn gömul, bæði fædd árið 1975.
  • Aðeins skilja 20 dagar að Líneik og Þórunni í aldri en báðar eru fæddar í nóvember 1964.
  • 20% þingflokksins á stórafmæli í ár. Það eru þau Höskuldur, Silja Dögg, Willum Þór og Þorsteinn. Silja Dögg og Höskuldur verða fertug, Willum verður fimmtugur og Þorsteinn sextugur.
Categories
Fréttir

Staðreyndir um hin nýja þingflokk Framsóknar

Deila grein

29/04/2013

Staðreyndir um hin nýja þingflokk Framsóknar

Gaman er að skoða nokkrar staðreyndir um hin nýja þingflokk Framsóknar.

  • Meðalaldur þingmanna í þingflokknum er tæplega 44 ára.
  • Þar af er helmingur þingmanna yngri en 45 ára.
  • Bæði verður yngsti og elsti þingmaður Alþingis í þingflokk Framsóknar. Það eru þær Jóhanna María Sigmundsdóttir (fædd 1991) og Sigrún Magnúsdóttir (fædd 1944) en 47 ár skilja þær að.
  • Kynjaskiptingin er 57,8% karlar og 42,1% konur.
  • Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Sigurður Ingi eru allir fyrstu þingmenn síns kjördæmis. 

Aðrar skemmtilegar staðreyndir um þingflokk framsóknarmanna:

  • Frosti Sigurjónsson spilar á gítar og er meðlimur í bílskúrsbandi.
  • Jóhanna María sem er sauðfjárbóndi, á um 100 háhæluð skópör
  • Haraldur Einarsson er fljótastur á landinu, hann er Íslandsmeistari í 60m hlaupi 2013.
  • Gunnar Bragi á tvíbura syni.
  • Willum Þór þjálfaði KR til sigurs í úrvalsdeildinni 2002 og 2003 í knattspyrnu og gerði Val að Íslandsmeistörum 2007.
  • Sigrún Magnúsdóttir kom á fót Sjóminjasafni Reykjavíkur.
  • Vigdís Hauksdóttir varð Íslandsmeistari í blómaskreytingum áður en hún lærði lögfræði og settist á þing.

Fleiri skemmtilegar staðreyndir um þingflokk Framsóknar verða birtar á morgun.

Categories
Fréttir

Framsókn fékk 19 þingmenn

Deila grein

28/04/2013

Framsókn fékk 19 þingmenn

Framsókn fékk 19 þingmenn, alla kjördæmakjörna í Alþingiskosningum 2013.
Þeir eru:

Norðaustur

– Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
– Höskuldur Þór Þórhallsson
– Líneik Anna Sævarsdóttir
– Þórunn Egilsdóttir

Norðvestur

– Gunnar Bragi Sveinsson
– Ásmundur Einar Daðason
– Elsa Lára Arnardóttir
– Jóhanna María Sigmundsdóttir

Suður

– Sigurður Ingi Jóhannsson
– Silja Dögg Gunnarsdóttir
– Páll Jóhann Pálsson
– Haraldur Einarsson

Suðvestur

– Eygló Harðardóttir
– Willum Þór Þórsson
– Þorsteinn Sæmundsson

Reykjavík suður

– Vigdís Hauksdóttir
– Karl Garðarsson

Reykjavík norður

– Frosti Sigurjónsson
– Sigrún Magnúsdóttir
Til þess að kynnast þingmönnum Framsóknar nánar má skoða youtube rás framsóknar  eða lesa um þá hér

Categories
Fréttir

Kosningavaka í Reykjavík

Deila grein

27/04/2013

Kosningavaka í Reykjavík

Kosningavaka Framsóknar hefst kl 21 á Hótel Borg.

Allir hjartanlega velkomnir!

 
framsoknrvk

Categories
Fréttir

Kosningavaka og kjördagur í Kraganum

Deila grein

27/04/2013

Kosningavaka og kjördagur í Kraganum

 
Kosningavaka Framsóknar í Kraganum hefst kl. 21 á Spot í Kópavogi.
Slide23

Categories
Greinar

Af hverju FramSókn?

Deila grein

26/04/2013

Af hverju FramSókn?

Sigurður Ingi JóhannssonÁ laugardag 27. apríl, göngum við til kosninga til Alþingis. Kosningar eru alltaf mikilvægar – en aldrei sem nú.

Heimili landsins eru grunnstoðir samfélagsins. Framsókn mun berjast fyrir framtíð þeirra. Að nýta ekki ofurhagnað vogunarsjóða og annarra kröfuhafa bankanna væri glapræði. Við Framsóknarmenn ætlum að setja á oddinn leiðréttingu stökkbreyttra verðtryggðra lána heimilanna og afnám verðtryggingar.  Samhliða þeirri aðgerð er lausn „snjóhengjunnar“ svokölluðu, sem er forsenda fyrir afnámi gjaldeyrishafta.

Við munum beita okkur fyrir uppbyggingu alls atvinnulífsins – við þurfum aukna fjárfestingu og hagvöxt. Við viljum úthýsa atvinnuleysi úr samfélaginu.  Tækifærin í suðurkjördæmi og öllu Íslandi eru gríðarleg hvort sem er í hefðbundnum atvinnugreinum til sjávar og sveita, ferðaþjónustu eða orkugeiranum.  Þá er þekkingariðnaðurinn með mannshugann óþrjótandi auðlind. Þá auðlind viljum við virkja til að fá fram fjölbreytt atvinnulíf og betri lífskjör. Hér á Suðurnesjum er eimreið ferðaþjónustannar á Íslandi – flugstöð Leifs Eiríkssonar – hún mun eflast og þjónusta í kringum hana mun koma Suðurnesjum vel. Álverið í Helguvík þarf að rísa og munum við Framsóknarmenn gera það sem við getum til að það verkefni gangi eftir. Fjölbreytt atvinnulíf vex í kringum stórverkefni og stórfyrirtæki – það mun gerast á Suðurnesjum líka.

Með því að setja X við B sýnir þú stuðning í verki til að koma stefnu okkar Framsóknarmanna í framkvæmd. Þannig getum við skapað saman aðstæður til sóknar í atvinnumálum, byggt upp heilbrigðiskerfið og löggæsluna og leiðrétt kjör aldraðra og öryrkja.

Og – með leiðréttingu skulda og afnámi verðtryggingar, lyftum við saman okinu af heimilunum. Sækjum fram saman – XB.

Með sumarkveðju,
Sigurður Ingi Jóhannsson

Categories
Greinar

Takk fyrir mig!

Deila grein

25/04/2013

Takk fyrir mig!

Karl GarðarssonVerðtryggða húsnæðislánið mitt hefur hækkað um 350.000 krónur á 28 dögum. Takk fyrir mig. Staðan er svipuð og jafnvel mun verri hjá þúsundum annarra heimila.

Mánaðamótin eru orðin tími skelfingar hjá íbúðareigendum, enda stjórnar vísitala neysluverðs lífi þeirra. Þetta er eins og að vera sífellt í rússneskri rúllettu. Allt að helmingur íslenskra heimila er tæknilega gjaldþrota. Við erum að tala um tugþúsundir heimila. Þeim fjölgar sífellt, miðstéttin er að hverfa og þúsundir Íslendinga sjá fram á skuldaánauð í framtíðinni.

Takk fyrir skjaldborgina, kæru stjórnvöld. Takk, þið fastapennar blaðanna og netmiðla sem sjáið Ísland breytast í eyðimörk nema verðtrygging húsnæðislána fái að haldast. Takk fyrir hina farsælu efnahagsstjórn sem hefur leitt til stöðugleika í efnahagsmálum, eða hitt þó heldur. Og svo þarf alveg sérstaklega að þakka þeim sem sjá enga aðra lausn en að afsala Evrópusambandinu fullveldi þjóðarinnar – enda erum við auðvitað fullkomlega ófær um að sjá um okkur sjálf. Svo er þetta allt krónunni að kenna, enda er hún ekkert annað en verkfæri djöfulsins. Lifir sjálfstæðu lífi og hefur það eina markmið að ganga frá heimilum landsins og skapa verðbólgu. Auðvitað er það henni að kenna að verðtryggð lán heimila landsins hafa hækkað um 23 milljarða króna á einum mánuði. Það hefur ekkert að gera með skelfilega hagstjórn. Eða hvað?

Stjórnarflokkarnir þegja þunnu hljóði, enda fullkomið ráðaleysi þegar kemur að skuldum heimilanna. Minni spámenn þessara flokka tala áfram um nauðsyn þess að viðhalda verðtryggingu, enda megi annars fastlega búast við ragnarökum. Sjálfstæðismenn hvetja til minna vægis verðtryggingar. Á mannamáli þýðir það að flokkurinn ætlar ekki að hrófla við henni.

Hagnaður bankanna
Á sama tíma birtast fréttir af góðum hagnaði bankanna, sem er fenginn með peningaprentun sem á sér enga stoð í veruleikanum. Peningaprentun sem leiðir einungis til meiri þenslu og verðbólgu. Laun bankastjóranna hafa tekið stökk á undanförnum tveimur árum og að óbreyttu verður stemningin í bankakerfinu fljótlega orðin meiri en nokkru sinni fyrr – bíðum bara í tvö til þrjú ár. Stjórnvöld hafa horft opinmynnt á, án þess að aðhafast nokkuð. Reyndar er það ekki alveg rétt – forsætisráðherra hefur þó sagt að hún skilji ekkert í launum skilanefnda.

Það er ekki bara almennt verðlag sem er stjórnlaust. Þannig hafa stjórnvöld staðið fyrir gegndarlausum gjaldskrár- og skattahækkunum allt kjörtímabilið, sem hafa farið beint út í verðlagið og kynt undir verðbólgu og þar með hækkun skulda heimilanna. Bankarnir hafa skálað, lífeyrissjóðirnir líka. Núna um mánaðamótin bættist síðan það nýjasta við, sykurskatturinn. Stjórnvöldum er ekkert óviðkomandi. Þau vilja hafa puttana í því hvað við borðum og drekkum. Þessi forsjárhyggja þýðir að verðtryggð húsnæðislán hækka um 1 milljarð króna, enda fer hækkunin beint í neysluvísitöluna. Takk fyrir mig.

Sú fylgisaukning sem Framsóknarflokkurinn hefur séð í skoðanakönnunum að undanförnu er ekki tilviljun. Hann er eini flokkurinn sem er með klára stefnu í verðtryggingamálum – hún skal í burtu. Afnám verðtryggingar dugar hins vegar ekki eitt og sér – jafnframt þarf að grípa til annarra aðgerða til að tryggja stöðugleika í efnahagslífi og stöðugra gengi. Það verður gert.

Það er með hreinum ólíkindum að nokkur stjórnmálaflokkur skuli geta mælt með því óréttlæti sem viðgengst í þessu landi. Það er með ólíkindum að nokkur maður skuli geta stungið niður penna og mælt með þeirri gegndarlausu eignaupptöku sem á sér stað um hver mánaðamót með verðtryggingunni. Val kjósenda er því einfalt í komandi kosningum – X-B.

Karl Garðarsson

Categories
Greinar

Ert þú þolinmóði skuldarinn?

Deila grein

24/04/2013

Ert þú þolinmóði skuldarinn?

Sveinbjörg Birna SveinbjörnsdóttirVið í Framsóknarflokknum erum stolt af því öfluga starfi sem við höfum unnið síðastliðin misseri við að móta stefnu flokksins okkar sem byggð hefur verið á mikilli greiningarvinnu og aðkomu fjölda fólks og sérfræðinga til að leita leiða til hagsbóta fyrir íslenskt samfélag.  Við höfum sett okkur skýrar siðareglur og tekist á við þann fortíðarvanda sem flokkurinn glímdi við.  Við teljum að í öllum ákvarðanatökum okkur eigum við að hafa það meginsjónarmið að leiðarljósi að setja manngildi ofar auðgildi og aðeins þannig getum við virkjað þann kraft og auð sem í þjóðinni okkar býr og við hvetjum þig kjósandi góður til að taka upplýsta ákvörðun á kjördag þar sem sömu meginsjónarmið verða höfð að leiðarljósi.

Í dag dynja á kjósendum okkar allskonar lausnir á skuldavanda heimilanna, svo mikið að mörgum þykir nóg um.  Við fögnum því að ráðamenn þjóðarinnar og þeir sem er að sækja um vinnu á Alþingi til næstu fjögurra ára hafa nú loksins viðurkennt og gert sér grein fyrir því að um raunverulegan vanda er að ræða.  Frá árinu 2009 hefur Framsóknarflokkurinn verið meðvitaður um þennan vanda og lagði fram tillögur til lausnar á honum á þeim tíma.  Þær tillögur fengu ekki hljómgrunn á sínum tíma, en flestir stjórnmálaflokkar hafa í dag viðurkennt að rétt og gerlegt hefði verið að leiðrétta hann með tillögum Framsóknarflokksins á þeim tíma.  Vegna aðgerðarleysis stjórnvalda þá hefur þessi vandi nánast útrýmt millistéttinni á Íslandi, valdið því að eldra fólk hefur skuldsett sig langt umfram getu, með því að gangast í ábyrgðir eða veita veð í fasteignum sínum fyrir íbúðakaupum erfingja sinna og sem hefur líka valdið því að kynslóðin sem kemur til með að erfa landið finnur mjög þröngar leiðir, ef nokkrar til að eignast þak yfir höfuðið.

Í umræðum um lausnir í skuldamálum höfum við lagt áherslu á að leiðrétta stökkbreytt húsnæðislán.  Við viljum nýta það svigrúm sem skapast við uppgjör þrotabúa gömlu bankanna til að leiðrétta stökkbreytt, verðtryggð húsnæðislán og ástæðan er sú að það er ekkert sem réttlætir að lánþegar sitji einir uppi með afleiðingar stökkbreytingar lána af völdum efnahagshrunsins.  Um slíkt réttlætismál er að ræða að þjóðinni ber skylda til að standa saman eins og einn maður, eins og hún hefur sýnt að hún gerir þegar hamfarir hafa átt sér stað.

Kjósendur spyrja sig hvernig er þetta hægt?  Margar leiðir eru tækar, en sú sem hugnast okkur í Framsóknarflokknum best er hægt að lýsa í stuttu máli þannig að  skuld þrotabús (föllnu bankanna) er eign þess sem á viðkomandi kröfu í búið. Verðmæti krafna í þrotabú ræðst fyrst og fremst af væntingum um hversu mikið fáist úr búinu upp í þær kröfur. Þær væntingar ráðast aðallega af ætluðu verðmæti þeirra eigna sem í búinu eru. Kröfur í Glitni og Kaupþing munu eftir hrun hafa selst á nálægt 5% af nafnvirði. Líklegt er að hinir svonefndu vogunarsjóðir hafi eignast sínar kröfur á verði nálægt því. Talið er að allt að 95% af kröfum í bú gömlu bankanna séu nú í eigu erlendra aðila, að langstærstum hluta vogunarsjóðanna. Í vetur bárust fréttir af því að kröfurnar seldust á 25-30% af nafnverði. Kröfurnar hafa því margfaldast í verði.  Þegar þeir keyptu þessar kröfur vissu þeir af gjaldeyrishöftum þeim í gildi eru á Íslandi.  Þeir vissu eða máttu vita að þeir þyrftu að semja við íslensk stjórnvöld um það hvernig þeir kæmu eignum sínum úr landi og þannig er íslenska þjóðin í góðri samningsaðstöðu sem okkur ber skylda til að nýta.

Þá er það sanngirnismál að svokölluð „lyklalög“ verði sett sem geri lánþegum mögulegt að afsala eign sinni til lánveitenda án þess að slíkt hið sama leiði til gjaldþrots.  Í gegnum tíðina hefur staðan verið sú að fjármálastofnanir og lífeyrisjsóðir hafa lánað gegn fasteignaveðum, en þegar lán hækka vegna verðtryggingar umfram fasteignaverð, eða jafnvel þegar lækkanir verða á fasteignamarkaði, þá hefur það verið lántakinn sem ber áhættuna af því og ef eignin er seld þá standa eftirstöðvarnar eftir sem skuld á lánþegann oft með þeim afleiðingum að hann á sér þá einu leið út úr skuldafeninu að fara í gjaldþrot.

Það er hagsmunamál allra aldurshópa í þjóðfélaginu og ekki síst ófæddrar kynslóðar að afnema verðtryggingu af neytendalánum.  Fyrir því eru margar ástæður.  Sú fyrsta  er sú að verðtrygging leiðir til hærri vaxta vegna þessa að verðtryggð lán hafa verið útbreidd hérlendis og því hafa stýrivaxtahækkanir haft minni áhrif á neyslu og því dregið minna úr þenslu en ella og því má færa rök fyrir því að stýrivextir hafi hækkað meira og verið lengur hærri, en ef verðtrygging hefði ekki verið jafn útbreidd.  Önnur er að verðtrygging leiðir sjálfkrafa til meiri verðbólgu þar sem hún hækkar höfuðstól verðtryggðra útlána.  Sú hækkun er færð til tekna hjá bönkum, með því hækkar eigið fé bankanna og svigrúm þeirra til peningamyndunar eykst sjálfkrafa.  Nýti bankar sér þetta svigrúm til peningamyndunar, eykur það verðbólgu og eftir því sem árin líða magnast áhrif þessarar hringrásar.  Í þriðja lagi þá veldur verðtrygging því að erfiðlega gengur að greiða lánin upp og helsta von fasteignaeigenda er sú að verð eigna þeirra hækki hraðar en skuldir.  Frá hruni hefur eignaverð nánast staðið í stað á meðan að lán hafa hækkað og þúsundir lánþega hafa því tapað öllum þeim sparnaði sem þeir lögðu í íbúðakaup.  Í fjórða lagi þá hvetur verðtrygging beint til  verðbólgu  þar sem viðskiptabankar eiga meira verðtryggt en þeir skulda og því græða þeir þegar verðbólga hækkar.  Ríkissjóður skuldar um 700 milljarða óverðtryggt og hagnast því um 7 milljarða við hvert 1% sem verðbólgan hækkar um.  Bankar og stjórnvöld eru í lykilstöðu til að hafa áhrif á verðbólgu, en hafa lítinn hvata til þess. Síðastliðin þrjú ár hafa skattahækkanir stjórnvalda skilað því að skuldir heimilanna hækkuðu um 22 milljarða króna og þykir flestum nóg um og í fimmta lagi þá er engin leið til þess að verðtryggðar skuldir lækki í kreppu og er allt tal um slíkt hugarórar einir.  Ekki eru ókostir verðtryggingar hér tæmandi taldir.

Með afnámi verðtryggingar verður jafnframt að huga að því að skapa skilyrði til að auðvelda fólki að flytja lánaviðskpti milli lánastofnana og setja þak á innheimtu lántökugjalda við skuldskeytingu t.d. og afnámi stimpilgjalda í þeim tilfellum.

Okkur sem byggjum þetta land, ber skylda til að standa saman um lausn skuldamála heimilanna og vonum að við fáum umboð þitt ágæti kjósandi til þess.

Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir

(Meðhöfundur að greininni er Vigdís Hauksdóttir og birtist hún fyrst í Hverfablaði Háaleitis- og Bústaðar)

Categories
Fréttir

Bréf frá Sigmundi Davíð til ungra kjósenda

Deila grein

24/04/2013

Bréf frá Sigmundi Davíð til ungra kjósenda

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, sendir mikilvæg skilaboð til ungra kjósenda.
Brefungir2013

Categories
Greinar

Að hugsa lengra og í lausnum

Deila grein

23/04/2013

Að hugsa lengra og í lausnum

Hjalmar_Bogi_klipptKrafan um breytingar í samfélaginu er hávær og hefur alltaf verið. Þannig hefur maðurinn þróað samfélag sitt til hins betra með ýmsum feilsporum og lært af mistökum sínum. En hvernig breytum við samfélaginu til hins betra nema ræða okkur niður á skynsamlegustu leiðina sem allra flestir geta sætt sig við? Í því hraðadýrkandi samfélagi sem við lifum í þurfum við í fyrsta lagi að átta okkur á að skyndilausnir til skamms tíma hafa ekki varanleg áhrif. Þess vegna þurfum við að hugsa lengra, til þess sem hefur áhrif á samfélagið til hins betra.

Hvert og eitt okkar vill alltaf gera gott samfélag betra. Þess vegna tekur fólk þátt í stjórnmálastarfi til að ná fram umbótum og hafa áhrif. Stefna Framsóknarflokksins er róttæk miðjustefna með rökhugsun og skynsemi að leiðarljósi þar sem öfgum til hægri og vinstri er hafnað.

Til að ná fram breytingum verðum við að velta ýmsum leiðum fyrir okkur án þess að taka fyrirfram afstöðu með eða á móti. Við þurfum að átta okkur á því að engin ein miðlæg lausn gildir endilega fyrir allt samfélagið. Því til stuðnings vil ég nefna heilbrigðikerfið. Heilsugæsluna þarf að styrkja sem allra víðast þannig að heilbrigðiskerfið í heild sinni verði ódýrara í rekstri til lengri tíma.

Það þýðir að efla þarf heilsugæslustöðvar um allt land, styrkja hverja útstöð sem fækkar komum á stærri spítala.
Við verðum að vera óhrædd að varpa fram nýjum hugmyndum. Hvert samfélag á allt sitt undir jafnvægi. Víða á Íslandi hafa lífskjör verið fengin að láni, láni sem stökkbreyttist vegna hamfara í efnahagskerfinu. Á þessum vanda verður að taka þannig að sagan endurtaki sig ekki og það verður m.a. gert með því að afnema verðtryggingu af neytendalánum. Ekkert réttlætir að lánþegar sitji einir uppi með afleiðingar stökkbreyttra lána. Íslensk heimili eru mörg of skuldsett. Á móti skuldinni ætti að vera eign. Við hrunið hrapaði húsnæðisverð og því eru skuldir hærri en eignin sjálf þegar lánin stökkbreyttust.

Efnahagskerfið sem við mennirnir sköpuðum hrundi og afleiðingar þess sjáum við nú líkt og náttúruhamfarir. Þetta kallar á hugarfarsbreytingu.

Hugsum lengra, verum óhrædd við setja fram nýjar hugmyndir sem kalla á breytingar á samfélaginu til hins betra.

Hjálmar Bogi Hafliðason,
skipar 5. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.