Menu

Monthly Archives: mars 2019

//mars

Fiskeldi – áhætta eða ágóði?

Greinar|

Þau samfélög sem aðhyllast sjálfbærni horfa til þess að athafnir okkar skili auðlindum jarðar til komandi kynslóða í líku ástandi og við njótum nú. Samkvæmt skilgreiningu verður ákveðin athöfn að uppfylla þrjá þætti til að teljast sjálfbær félagslega, umhverfislega og efnahagslega. Ellefta markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun snýr að sjálfbærni borga og samfélaga. Þar [...]

Hafnarfjörður hljóti viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag

Fréttir|

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir í yfirlýsingu í gær að Hafnarfjarðarbæjar hafi skrifað undir samstarfssamning við UNICEF og að sveitarfélagið muni hefja vinnu við að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Við stefnum að því að hljóta viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag UNICEF á Íslandi,“ segir Ágúst Bjarni. „Börn eru í for­grunni hjá Hafn­ar­fjarðarbæ og með [...]

Heildarendurskoðun og lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði

Greinar|

Við Íslendingar getum verið stolt af fæðingarorlofskerfinu okkar. Það gerir foreldrum kleift að njóta samvista við börn sín fyrstu mánuðina í lífi þeirra. Á þeim tíma fer fram gríðarlega mikilvægt mótunarferli auk þess sem koma barns kallar á miklar breytingar í fjölskyldunni. Á næsta ári eru 20 ár síðan núverandi fæðingarorlofskerfi tók gildi. Það var [...]

Norðurlöndin

Greinar|

Sem samstarfsráðherra Norðurlanda á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni átta ég mig enn betur á hve norrænt samstarf skiptir Íslendinga gríðarlega miklu máli. Rúmlega 30 þúsund Íslendingar búa á hinum Norðurlöndunum, sem eru samanlagt stærsta einstaka viðskiptaland Íslands. Við flytjum meira inn og út frá Norðurlöndunum heldur en til Bandaríkjanna eða Bretlands. Þátttaka í norrænu [...]

Hafa neytendamál fengið nægt vægi hér á Íslandi?

Fréttir|

Willum Þór Þórsson, alþingismaður, var málshefjandi í sérstakri umræðu um stöðu Íslands í neytendamálum á Alþingi í gær. Willum Þór fór yfir að mikilvægt væri að neytendamál væru ekki aðeins rædd á vettvangi þingsins er fram koma lagafrumvörp eða þingsályktanir „heldur ekki síður að við veltum því upp hver staða þessara mála er, hver staða [...]

Tap ríkissjóðs gæti numið 4-5 milljörðum kr.

Fréttir|

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, gerði loðnubrest og samning við Færeyinga að umtalsefni í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Áður hefur Líneik Anna gert loðnubrest að umtalsefni í störfum þingsins þann 28. febrúar sl. Loðnubrestur hefur víðtæk áhrif í íslensku samfélagi. „Bein áhrif eru á uppsjávarfyrirtækin sem og fjölda fyrirtækja um land allt sem þjónusta [...]

„Að algjört gagnsæi sé í öllum vinnubrögðum“

Fréttir|

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fór yfir í ræðu á Alþingi í gær viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Að mínu mati er þrennt sem við þurfum að fjalla um. Það er í fyrsta lagi hreinlega réttaröryggi á Íslandi. Í öðru lagi hvort óska eigi eftir því að málið verði tekið til endurskoðunar af hálfu [...]

„Endurgreiða allt að 50% af fargjöldum“

Fréttir|

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir í viðtali við Bændablaðið, frá 15. mars, „að tillögu, sem samþykkt var á Alþingi fyrir skömmu, um að ISAVIA taki yfir rekstur allra millilandaflugvalla á Íslandi, sé ætlað að stórauka öryggi í fluginu. Þetta eigi líka að geta leitt til eflingar á uppbyggingu þessara valla sem og annarra [...]

Leikskólavist verði háð því að börn séu bólusett

Fréttir|

Sveitarstjórnarfulltrúar Framsóknarflokks í Borgarbyggð lögðu fram tillögu á fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar, fimmtudaginn 14. mars, þess efni að foreldrum barna á leikskólaaldri verði gert að láta bólusetja börn sín, vilji þau fá dagvistunarpláss fyrir þau á leikskólum í sveitarfélaginu. Var samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar að vísa tillögunni til byggðarráðs og velferðarnefndar. Tillagan í heild sinni [...]

Ísland nýtur góðs af alþjóðasamstarfi eins og Schengen

Fréttir|

Ásgerður K. Gylfadóttir, varaþingmaður, ræddi Schengen-samstarfið í umræðum á Alþingi á dögunum. „Ísland hóf þátttöku í Schengen-samstarfinu þann 25. mars árið 2001, fyrir 18 árum. Mikil fjölgun ferðamanna hefur orðið til og frá landinu á þeim tíma, auk mikilla breytinga á komu flóttafólks og hælisleitenda til landsins. Þótt dregið hafi úr ferðamannastraumnum undanfarið, eða hann [...]

Load More Posts