Categories
Fréttir

Mæta þörfum samfélagsins á hverjum tíma

Deila grein

28/02/2019

Mæta þörfum samfélagsins á hverjum tíma

„Að undanförnu hafa bæst við ýmsir nýir námskostir á framhalds- og háskólastigi hér á landi, námsbrautir framhaldsskóla hafa verið endurskoðaðar og skipulag námsins tekið talsverðum breytingum. Það er okkar að tryggja að menntakerfið geti sem best mætt fjölbreyttum nemendahópum og þörfum samfélagsins á hverjum tíma en það er eitt af markmiðum í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030.“ Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í grein í Fréttablaðinu 14. febrúar.
Menntadagur atvinnulífsins var haldinn 14. febrúar og er honum ætlað að vera vettvangur fyrir samtal og samráð um framtíðina á milli atvinnulífs og stjórnvalda. Bendir Lilja á að mikilvægi þessa til að auka samkeppnishæfni Íslands.
„Dæmi um árangursríka samvinnu af því tagi er nýlegt samkomulag menntamálaráðuneytisins við Keili um nýja námsleið til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð en þar komu Samtök iðnaðarins, Samtök leikjaframleiðenda og Samtök verslunar og þjónustu öll að borðinu. Námið er framfaraskref, þar sem það svarar áhuga ungs fólks á menntun í skapandi greinum og svarar ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki í þeim geira,“ segir Lilja.
Grein Lilju má lesa í heild sinni hér.

Categories
Fréttir

Tryggja áreiðanlega og góða þjónustu til allra landsmanna

Deila grein

28/02/2019

Tryggja áreiðanlega og góða þjónustu til allra landsmanna

„Ný drög að heildstæðri stefnu um almenningssamgöngur fara nú til umsagnar til almennings í samráðsgátt stjórnvalda. Stefnan er rökrétt framhald af nýrri samgönguáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og verður leiðarljós að bættri þjónustu fyrir almenning. Ég hvet sem flesta til þess að kynna sér tillögurnar á vef samráðsgáttar – samradsgatt.island.is – og vænti þess að sú stefnumótun sem lögð er hér fram muni tryggja áreiðanlega og góða þjónustu til allra landsmanna, stuðla að bættum þjóðarhag og styrkja byggðir landsins í sessi.“ Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í grein í Fréttablaðinu 14. febrúar.
Stjórnvöld ætla sér að jafna aðgengi að þjónustu og til atvinnu með að byggja upp almenningssamgöngur um land allt og að til verði heildstætt kerfi. Í því felst að bæta þjónustustig, hafa sameiginlega upplýsingaveitu og þéttari tengingar á milli áfangastaða.
„Fyrir farþega er lykilatriði að hægt sé að rata um leiðarkerfið með skjótum og einföldum hætti. Sá sem ætlar að fara frá Vopnafirði til Ísafjarðar eða Kaupmannahafnar til Dalvíkur á ekki að þurfa að leita að fari nema í einni gátt. Upplifunin þarf að vera að eitt far sé pantað, óháð staðsetningu,“ segir Sigurður Ingi.
Grein Sigurðar Inga má lesa í heild sinni hér.

Categories
Greinar

Áhersla á hæfni í menntakerfinu

Deila grein

27/02/2019

Áhersla á hæfni í menntakerfinu

Öflugt menntakerfi er forsenda framfara og það kerfi er borið uppi af kennurum. Grunnurinn að öllum störfum í samfélaginu er lagður af kennurum og því er starf þeirra sérstaklega mikilvægt vegna þessa. Í stjórnarsáttmálanum er boðuð stórsókn í menntamálum og mikilvægur liður í henni er að bæta starfsumhverfi kennara og stuðla að nýliðun. Kennarafrumvarpið, ný lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda, er leið að því markmiði en frumvarpsdrög þess eru nú aðgengileg í Samráðsgátt stjórnvalda.

Með kennarafrumvarpinu er ráðgert að lögfesta ákvæði um hæfni sem kennarar þurfa að búa yfir til samræmis við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra. Áhersla á hæfni er orðin sífellt viðameiri hluti stefnumörkunar í menntamálum og hafa kennarar og kennaramenntunarstofnanir meðal annars kallað eftir slíkri áherslu. Þannig gerir frumvarpið ráð fyrir skilyrðum um sérhæfða hæfni til kennslu fyrir hvert skólastig í stað núgildandi laga þar sem inntak og umfang menntunar kennara og skólastjórnenda er skilyrði fyrir veitingu starfsleyfis. Að auki er tillaga um að framvegis verði gefið út eitt leyfisbréf til kennslu hér á landi í stað þriggja.

Með þessum breytingum eru stigin mikilvæg skref í þá átt að tryggja betur réttindi og starfsöryggi kennara óháð skólastigum. Með þeim mun sveigjanleiki aukast og þekking flæða í meira mæli á milli skólastiga en áður. Við teljum að frumvarpið muni stuðla að aukinni viðurkenningu á störfum kennara og auka faglegt sjálfstæði þeirra sem og styrkja stöðu kennara í íslensku samfélagi og innan skólakerfisins. Frumvarpið er einn liður af mörgum í heildstæðri nálgun stjórnvalda til að efla menntun á Íslandi. Á morgun, fimmtudag, verða kynntar sértækar aðgerðir sem snúa að því að efla kennaranám og fjölga kennaranemum.

Mig langar að þakka þeim fjölmörgu sem hafa lagt sitt af mörkum í þeirri umfangsmiklu vinnu sem býr að baki þessum frumvarpsdrögum en undirbúningur hefur staðið yfir frá því sl. haust. Frumvarpið var unnið í samráði við helstu félagasamtök íslenskra kennara, Samband íslenskra sveitarfélaga og kennaramenntunarstofnanir.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 27. febrúar 2019.

Categories
Greinar

Ísland ljóstengt

Deila grein

26/02/2019

Ísland ljóstengt

Brátt styttist í að Ísland verði ljóstengt að fullu. Ljósleiðaravæðingin er eitt mesta byggðaverkefni seinni ára í samstarfi við sveitarfélögin og býr samfélagið enn betur undir þá upplýsingatækniöld sem hefur hafið innreið sína. Verkefnið hefur verið farsælt en næstsíðasta úthlutun styrkja til sveitarfélaga á grundvelli landsátaksins Ísland ljóstengt er í undirbúningi. Með úthlutunni verður stígið stórt skref að því lokatakmarki að gefa öllum lögheimilum og fyrirtækjum í dreifbýli kost á ljósleiðaratengingu sem er árangur á heimsmælikvarða.

Aðdragandinn

Ísland ljóstengt á sér nokkurn aðdraganda en gott fjarskiptanet er og hefur verið áherslumál Framsóknarflokksins. Segja má að kveikjan að alvöru umræðu og undirbúningi þessa mesta byggðaverkefnis seinni ára, sé grein sem ég skrifaði í mars 2013 og bar yfirskriftina ,,Ljós í fjós“. Þá var mér og öðrum þegar orðið ljóst að ljósleiðaratæknin væri framtíðarlausn fyrir landið allt og ekki síst fyrir dreifbýlið þar sem erfiðara eða jafnvel ógjörningur er að beita annarri þráðbundinni aðgangsnetstækni. Málið var sett á dagskrá í stjórnarsáttmálanum 2013 og landsátak sem ber heitið „Ísland ljóstengt“ var sett af stað til að ýta undir þann möguleika að fólk geti valið sér störf óháð staðsetningu. Fimm árum seinna var farið að hilla undir lok verkefnisins en ennþá vantaði töluvert upp á að strjálbýlar byggðir væru með gott fjarskiptasamband. „Ísland ljóstengt“ var því sett aftur inn í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar og er eitt af brýnum verkefnum ríkisstjórnarinnar að ljúka ljósleiðaravæðingu landsbyggðarinnar til að byggja upp gott og samkeppnishæft samfélag í hinum dreifðu byggðum. Síðasta úthlutun úr fjarskiptasjóði vegna átaksins verður árið 2020.

Samfélagslegar breytingar

Framundan er tæknibylting sem breytir því hvernig við lifum og störfum. Störfin munu breytast og þau munu færast til. Tæknin tengir saman byggðir og Ísland við umheiminn. Ljósleiðarinn og verkefnið „Ísland ljóstengt“ er gott dæmi um framsækna stefnu okkar framsóknarmanna. Gott og skilvirkt fjarskiptasamband við umheiminn er lykillinn að því að taka þátt í þeim samfélagslegu breytingum sem hafnar eru . Áður réðst búsetan af því hvar viðkomandi fékk starf. Nú er hægt að sjá fram á að þessu verði öfugt farið og að fólk geti í auknum mæli valið sér búsetu óháð störfum. Þannig höfum við náð að skapa hvata til að ungt vel menntað fólk geti sest að á landsbyggðinni og jafnað aðgang landsmanna að atvinnu og menntun.

Hvað var gert

Fyrir fjórum árum síðan höfðu einungis fáein fjársterk sveitarfélög þegar ljósleiðaravætt allt sitt dreifbýli án aðkomu ríkisins eða milligöngu fjarskiptafyrirtækja. Fyrsta úthlutun Fjarskiptasjóðs vorið 2016 grundvallaðist einfaldlega á að ríkið legði sveitarfélögum um allt land til fjármagn við eigin uppbyggingu ljósleiðarakerfa.

Fjarskiptasjóður hefur nú í þrjú ár sett styrktum verkefnum sveitarfélaga einfaldar skorður og lagt til fjármuni á grundvelli samkeppnisfyrirkomulags. Það hefur þýtt að sveitarfélög með sterkari efnahag og eða ódýrari verkefni hafa mörg hver komist lengra í sínum framkvæmdum en ella. Með 400 m.kr. stuðningi úr byggðaáætlun  hefur tekist að aðstoða þau sveitarfélög sem staðið hafa höllum fæti í því samhengi. Fyrirséð var þó að snúið yrði að ljúka þessu landsátaki á skynsamlegan hátt með óbreyttu fyrirkomulagi.

Samvinnuleiðin til að klára

Forsvarsmenn verkefnisins hafa séð við þessu og hyggjast nú bjóða svokallaða samvinnuleið og verður því ekki viðhöfð samkeppni um styrki líkt og áður. Samvinnuleiðin býr til fyrirsjáanleika um fjárveitingar bæði frá fjarskiptasjóði og úr byggðaáætlun þannig að áhugasöm sveitarfélög sem eiga eftir styrkhæf verkefni, geti hagað undirbúningi sínum og framkvæmdum á hnitmiðaðri og hagkvæmari hátt en ella.

Samstaða

Lykill að þessu öllu hefur verið einstök samstaða og samvinna allra hlutaðeigandi í þessari vegferð þar sem áræðni og kraftur heimamanna í sveitum landsins hefur gert gæfumun. Ég er stoltur yfir því að hafa opnað umræðuna um þetta viðfangsefni og geta nú stuðlað að verklokum þessa mikilvæga landsátaks sem er ,,Ísland ljóstengt“.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Categories
Fréttir

Ísland Framtíðar – Heilbrigði þjóðarinnar

Deila grein

21/02/2019

Ísland Framtíðar – Heilbrigði þjóðarinnar

Ísland tækifæranna
Heilbrigði þjóðarinnar
Fundur um lýðheilsu, hrein matvæli og heilbrigði dýra, fimmtudaginn 21. febrúar í Súlnasal Hótel Sögu, kl. 20:00
 
Framsókn stendur fyrir opnum fundi um innflutning á hráu kjöti og þær ógnir sem stafa af sýklalyfjaónæmum bakteríum. Aðalframsögumenn eru Lance Price, prófessor við George Washington háskóla, Karl G. Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir við sýklafræðideild Landspítalans ásamt Herborgu Svönu Hjelm, forstöðukonu Matartímans og eiganda Fjárhússins.

Categories
Greinar

Stúdentspróf í tölvuleikjagerð

Deila grein

14/02/2019

Stúdentspróf í tölvuleikjagerð

Menntadagur atvinnulífsins er í dag en þá gefst stjórnvöldum og fyrirtækjum tækifæri til að bera saman bækur sínar og líta til framtíðar. Góð samvinna þessara aðila gerir okkur betur kleift að auka samkeppnishæfni Íslands. Dæmi um árangursríka samvinnu af því tagi er nýlegt samkomulag menntamálaráðuneytisins við Keili um nýja námsleið til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð en þar komu Samtök iðnaðarins, Samtök leikjaframleiðenda og Samtök verslunar og þjónustu öll að borðinu. Námið er framfaraskref, þar sem það svarar áhuga ungs fólks á menntun í skapandi greinum og svarar ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki í þeim geira.

Nýja námsleiðin er til marks um grósku í íslensku menntakerfi og er til þess fallin að styðja við hugverkadrifið hagkerfi framtíðarinnar. Tölvuleikjaiðnaðurinn hefur vaxið ört undanfarin ár en uppsöfnuð velta hans hér á landi nam um 68 milljörðum kr. á árunum 2009-2017. Innan iðnaðarins fyrirfinnast fjölbreytt, spennandi og verðmæt störf sem byggja á hugviti.

Að undanförnu hafa bæst við ýmsir nýir námskostir á framhalds- og háskólastigi hér á landi, námsbrautir framhaldsskóla hafa verið endurskoðaðar og skipulag námsins tekið talsverðum breytingum. Það er okkar að tryggja að menntakerfið geti sem best mætt fjölbreyttum nemendahópum og þörfum samfélagsins á hverjum tíma en það er eitt af markmiðum í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030.

Áherslur stjórnvalda á nýsköpun, starfs- og tæknimenntun má glöggt sjá í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fjármálaáætlun hennar. Það verður spennandi að sjá hvaða viðtökur þessi nýja námsleið fær þegar skráning hefst síðar í vetur. Ég hvet alla til þess að kynna sér þá fjölbreyttu námskosti sem bjóðast í íslenskum skólum og vera vakandi fyrir þeim tækifærum sem opnast með aukinni menntun og nýrri þekkingu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttirmennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. febrúar 2019.

Categories
Greinar

Almenningssamgöngur fyrir allt landið

Deila grein

14/02/2019

Almenningssamgöngur fyrir allt landið

Skilvirkar samgöngur eru undirstaða verðmætasköpunar. Almenningssamgöngur eru stór liður í þeirri breytu ásamt því að ná settum markmiðum í umhverfismálum. Sterkt almenningssamgöngukerfi um land allt, sem tengir saman byggðakjarna landsins og höfuðborgarsvæðið við landsbyggðina, er forsenda þess að jafna stöðu landsmanna og færa okkur nær hvert öðru. Notkun á almenningssamgöngum verður ekki aukin nema að þjónustustigið taki mið af þörfum notandans þar sem lykilatriði er að hægt sé að rata um leiðarkerfið með skjótum og einföldum hætti. Nýrri stefnu ríkisins um almenningssamgöngur sem mótuð hefur verið í fyrsta sinn er ætlað að tryggja að þær verði raunhæfur valkostur fyrir alla landsmenn.

Jafnt aðgengi

Markmið núverandi ríkisstjórnar er að jafna aðgengi að þjónustu og til atvinnu. Í stjórnarsáttmálanum er lögð áhersla á að byggja áfram upp almenningssamgöngur um land allt, gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa og að stutt verði við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Nýsamþykkt samgönguáætlun á Alþingi kveður á um að almenningssamgöngur verði skipulagðar sem heildstætt kerfi og í byggðaáætlun er lög áhersla á að skilgreina net almenningssamgangna á landinu öllu og reglur mótaðar um niðurgreiðslu fargjalda.

Vandamálin víkja

Helstu viðfangsefni og vandamál í almenningssamgöngum hér á landi eru viðvarandi halli á rekstri almenningsvagn milli byggða, hátt farmiðaverð, rjómafleytingar einkafyrirtækja, skortur á yfirsýn og erfiðar tengingar milli samgöngumáta. Þar fyrir utan er Ísland eitt erfiðasta svæði í heimi til reksturs almenningssamgangna, en þær þrífast að jafnaði best í fjölmenni og ekki síst þar sem íbúaþéttleiki er hár. Núverandi skipulag almenningssamgangna í lofti, láði og legi milli byggða byggir á þróun sem hefur átt sér stað yfir áratuga skeið og hafa samgöngumátarnir þrír reknir að stærstum hluta hver á sinn hátt, án heildarsýnar.

Eitt leiðakerfi og sameiginleg upplýsingagátt

Lykilatriði í nýju stefnumótuninni eru bætt þjónustustig, sameiginleg upplýsingaveita og þéttari tengingarnar svo ferðamátinn sé sem þægilegastur. Þá er lagt til að upplýsingar um áfangastaði og tímasetningar verði aðgengilegar og stefnt að því að öllum upplýsingum um leiðarkerfi almenningssamgangna verði komið á einn gagnvirkan upplýsingavef. Fyrir farþega er lykilatriði að hægt sé að rata um leiðarkerfið með skjótum og einföldum hætti. Sá sem ætlar að fara frá Vopnafirði til Ísafjarðar eða Kaupmannahafnar til Dalvíkur á ekki að þurfa að leita að fari nema í einni gátt. Upplifunin þarf að vera að eitt far sé pantað, óháð staðsetningu.

Ný drög að heildstæðri stefnu um almenningssamgöngur fara nú til umsagnar til almennings í samráðsgátt stjórnvalda. Stefnan er rökrétt framhald af nýrri samgönguáætlun sem Alþingi hefur samþykkt og verður leiðarljós að bættri þjónustu fyrir almenning. Ég hvet sem flesta til þess að kynna sér tillögurnar á vef samráðsgáttar – samradsgatt.island.is – og vænti þess að sú stefnumótun sem lögð er hér fram muni tryggja áreiðanlega og góða þjónustu til allra landsmanna, stuðla að bættum þjóðarhag og styrkja byggðir landsins í sessi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 14. febrúar 2019.

 

Categories
Greinar

Lói skapar gjaldeyristekjur

Deila grein

10/02/2019

Lói skapar gjaldeyristekjur

Íslensk tónlist hef­ur notið mik­ill­ar vel­gengni bæði hér­lend­is sem er­lend­is. Grunn­ur­inn að þeirri vel­gengni er metnaðarfullt tón­list­ar­nám um allt land í gegn­um tíðina, sem oft­ar en ekki er drifið áfram af fram­sýnu hug­sjóna­fólki. Þjóðin stend­ur í þakk­ar­skuld við ein­stak­linga sem hafa auðgað líf okk­ar með tón­list­inni og bæði gleður og sam­ein­ar.

Stjórn­völd hafa í gegn­um tíðina stutt við efl­ingu tón­list­ar­inn­ar bæði í gegn­um stuðning við mennt­un og svo sér­tæk­ar aðgerðir á borð við stofn­un Útflutn­ings­skrif­stofu ís­lenskr­ar tón­list­ar, Útflutn­ings­sjóðs, laga­setn­ingu um tíma­bundn­ar end­ur­greiðslur vegna hljóðrit­un­ar tón­list­ar og stofn­un Hljóðrita­sjóðs. Á síðasta ári var gerð hagrann­sókn á tekj­um tón­listar­fólks og hagrænu um­hverfi tón­list­ar­geir­ans á Íslandi. Helstu niður­stöður henn­ar voru að heild­ar­tekj­ur ís­lenska tón­list­ariðnaðar­ins á ár­un­um 2015-16 voru um það bil 3,5 millj­arðar kr., auk 2,8 millj­arða kr. í af­leidd­um gjald­eyris­tekj­um til sam­fé­lags­ins vegna komu tón­list­ar­ferðamanna til lands­ins. Ljóst er að þetta er um­fangs­mik­ill iðnaður á Íslandi sem drif­inn er áfram af sköp­un og hug­viti.

Sem gott dæmi um vöxt og metnað í tón­list­ar­starfi má nefna starf Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Norður­lands. Sam­hliða því að bjóða lands­mönn­um upp á glæsi­lega dag­skrá í hart­nær 25 ár hef­ur hljóm­sveit­in einnig tekið upp tónlist fyr­ir ýms­ar kvik­mynd­ir og sjón­varpsþætti í menn­ing­ar­hús­inu Hofi und­an­far­in ár. Í Hofi er búið að gera framúrsk­ar­andi aðstöðu til að vinna og fram­leiða slíka tónlist. Sem dæmi um verk sem tek­in hafa verið upp er tón­list­in fyr­ir kvik­mynd­ina Lói – þú flýg­ur aldrei einn, en það er eitt um­fangs­mesta tón­list­ar­verk­efni sem ráðist hef­ur verið í fyr­ir kvik­mynd hér á landi. Það er ótrú­lega verðmætt og mik­il viður­kenn­ing fyr­ir Ísland að okk­ar tón­listar­fólk hafi burði til að verða leiðandi í kvik­mynda­tónlist á heimsvísu ásamt því að laða til lands­ins hæfi­leika­ríkt fólk frá öll­um heims­ins horn­um.

Það er mik­il­vægt að halda áfram að styrkja um­gjörð skap­andi greina í land­inu. Stjórn­völd vilja að skap­andi grein­ar á Íslandi séu sam­keppn­is­hæf­ar og telja nauðsyn­legt að þær nái að dafna sem best. Mik­il­væg skref hafa verið stig­in í upp­bygg­ingu menn­ing­ar­húsa á lands­byggðinni en ljóst er að þau hafa sannað gildi sitt víða um land og haft ótví­ræð já­kvæð marg­feld­isáhrif á tón­list­ar- og menn­ing­ar­líf bæja og nærsam­fé­laga. Höld­um áfram veg­inn og styðjum við skap­andi grein­ar sem auðga líf okk­ar svo mjög.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­irmennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. febrúar 2019.

Categories
Fréttir

Áfram veginn – kjördæmavika Framsóknar um allt land!

Deila grein

07/02/2019

Áfram veginn – kjördæmavika Framsóknar um allt land!

Framsókn býður til samtals við ráðherra og þingmenn flokksins hringinn í kringum landið. Verið hjartanlega velkomin!

***

Dalvíkurbyggð, Menningarhúsinu Bergi, föstudaginn 8. febrúar, kl. 15.30.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórarráðherraÁsmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherraÞórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmis og Þórarinn Ingi Péturssonvaraþingmaður NA kjördæmis.

***

Ólafsfjörður, Höllinni veitingahús, föstudaginn 8. febrúar, kl. 20.30.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórarráðherraÁsmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherraÞórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmis og Þórarinn Ingi Péturssonvaraþingmaður NA kjördæmis.

***

Akureyri, Lionssalnum Skipagötu 14, 4. hæð, laugardaginn 9. febrúar, kl. 11.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarráðherraÞórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmisHalla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis og Þórarinn Ingi Péturssonvaraþingmaður NA kjördæmis.

***

Egilsstaðir, Austrasalnum, sunnudaginn 10. febrúar, kl. 12.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórarráðherra, Þórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmisLíneik Anna Sævarsdóttirþingmaður NA kjördæmis og Ásgerður Kristín Gylfadóttirvaraþingmaður í S kjördæmi

***

Reyðarfjörður, Björgunarsveitarhúsinu, sunnudaginn 10. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórarráðherraÞórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmisLíneik Anna Sævarsdóttirþingmaður NA kjördæmis og Ásgerður Kristín Gylfadóttirvaraþingmaður í S kjördæmi.

***

Hvammstangi, Sjávarborg, mánudaginn 11. febrúar, kl. 12.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis.

***

Djúpivogur, Hótel Framtíð, mánudaginn 11. febrúar, kl. 12.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórarráðherraÞórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmisLíneik Anna Sævarsdóttirþingmaður NA kjördæmis og Ásgerður Kristín Gylfadóttirvaraþingmaður í S kjördæmi.

***

Höfn í Hornafirði, Cafe Tee, mánudaginn 11. febrúar, kl. 17.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarráðherraÁsgerður Kristín Gylfadóttirvaraþingmaður í S kjördæmi og bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs og Líneik Anna Sævarsdóttirþingmaður NA kjördæmis

***

Sauðárkrókur, Framsóknarhúsinu Suðurgötu 3, mánudaginn 11. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis.

***

Grundarfjörður, Sögumiðstöðinni, þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 12.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis.

***

Kirkjubæjarklaustri, Icelandair Hótel Klaustri, þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 17.00.

Gestur fundarins verður: Ágerður Kristín Gylfadóttirvaraþingmaður S kjördæmis.

***

Reykjavík, Hótel Saga (Kötlusal) , þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Lilja Alfreðsdóttirmennta-og menningamálaráðherra og Willum Þór Þórssonþingmaður SV kjördæmis og formaður fjárlaganefndar.

***

Stykkishólmur, Lionshúsinu, þriðjudaginn 12. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis.

***

Selfoss, Framsóknarslnum á Eyravegi, þriðjudaginn 12. febrúar kl. 20.00. 

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður í S kjördæmi.

***

Bíldudalur, veitingstofunni Vegamót, miðvikudaginn 13. febrúar á  kl. 12.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður NV kjördæmis.

***

Reykjanesbær, Framsóknarhúsinu við Hafnargötu, miðvikudaginn 13. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Silja Dögg Gunnarsdóttirþingmaður S kjördæmis.

***

Patreksfjörður, fundarsal Félagsheimilisins, miðvikudaginn 13. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis.

***

Akranes, Stúkuhúsinu, fimmtudaginn 14. febrúar, kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Halla Signý Kristjánsdóttirþingmaður NV kjördæmis.

***

Hella, föstudaginn 15. febrúar, kl. 12.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður í S kjördæmi.

***

Hveragerði, Skyrgerðinni, föstudaginn 15. febrúar kl. 16.00.

Gestir fundarins verða: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Silja Dögg Gunnarsdóttirþingmaður í S kjördæmi.

***

Kópavogur, Framsóknarsalurinn Bæjarlind 14-16, laugardaginn 16. febrúar kl. 11.00.

Gestur fundarins verður: Lilja Alfreðsdóttir, mennta-og menningamálaráðherra.

***

Garðabær, Bjarnastöðum á Álftanesi, laugardaginn 16. febrúar kl. 11.00.

Gestur fundarins verður: Willum Þór Þórssynialþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis.

***

Borgarnes, Icelandair Hótel Hamar, laugardaginn 16. febrúar, kl. 11.00.

Gestur fundarins verður: Ásmundur Einar Daðasonfélags- og barnamálaráðherra og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttirvaraþingmaður í NV kjördæmi og formaður SUF.

***

Húsavík, Kiwanis salurinn, laugardaginn 16. febrúar kl. 11.00.

Þórunn Egilsdóttirþingflokksformaður og þingmaður NA kjördæmis, Líneik Anna Sævarsdóttirþingmaður NA kjördæmis og Þórarinn Ingi Péturssonvaraþingmaður NA kjördæmis.

***

Hvolsvöllur, N1 þjónustumiðstöð Hlíðarenda, fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.00.

Gestir fundarins verða: Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra og Silja Dögg Gunnarsdóttirþingmaður í S kjördæmi.

***

Categories
Fréttir

Við sem þjóð stefnum á græna framtíð – látum verkin tala

Deila grein

04/02/2019

Við sem þjóð stefnum á græna framtíð – látum verkin tala

Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður, ræddi í störfum þingsins um orkuöryggi og hvort að það væri til staðar á Íslandi og hvort flutningskerfi okkar gæti annað auknum orkuflutningi.
„Virðulegi forseti. Það er enn meira um orku. Orkuöryggi snýst um skýra orkustefnu, framboð sem uppfyllir þarfir þjóðarinnar, skilvirkt og hagkvæmt regluverk og trausta orku fyrir innviði. Er orkuöryggi á Íslandi? Eigum við næga tiltæka orku til að uppfylla orkuþarfir okkar og getur flutningskerfi raforku annað auknum orkuflutningi? Allt eru þetta þættir sem við verðum að geta svarað því við stefnum sem þjóð á græna framtíð.
Ræða Þórarins Inga Péturssonar, varaþingmanns, í störfum þingsins 30. janúar 2019.

Orkuspá gerir ráð fyrir að árið 2030 hafi orkuþörf okkar aukist um 230 MW ef miðað er við hægar framfarir, 480 MW ef miðað er við græna framtíð. Til að setja það í samhengi þá þurfum við níu Hvalárvirkjanir til að anna því. Flutningur á orku er síðan annað mál. Ljóst er að þar er mikið verk óunnið. Í dag er staðan sú að nær allir þéttbýlisstaðir á landsbyggðinni fá ekki nægjanlega orku til atvinnuuppbyggingar og rafvæðingu hafna, svo eitthvað sé nefnt. Á Akureyri t.d. eru fyrirtæki sem þurfa að reiða sig á brennslu olíu til að geta mætt sínum orkuþörfum.
Orkuöryggi er stór þáttur í því að við getum nálgast framtíðina á þann hátt sem við viljum. Í mínum huga er ljóst að við verðum að nýta okkur sem flesta virkjunarkosti sem landið gefur okkur. Þar á ég við virkjun fallvatna, vindorku og jarðhita, en með virkjunum komum við alltaf til með að hafa áhrif á umhverfi okkar. Annað er óumflýjanlegt. Markmiðið á samt alltaf að vera það að allar okkar gjörðir miðist við að lágmarka umhverfisáhrif við svona framkvæmdir.
Virðulegi forseti. Við sem þjóð stefnum á græna framtíð. Látum verkin tala,“ sagði Þórarinn Ingi.