Categories
Fréttir

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs skipar fyrsta sæti lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra

Deila grein

25/03/2022

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs skipar fyrsta sæti lista Framsóknar og stuðningsmanna þeirra

Framboðslisti Framsóknar og stuðningsmanna þeirra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí n.k. var samþykktur á félagsfundi Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga í kvöld.

Ásgerður Kristín Gylfadóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs skipar fyrsta sæti listans, í öðru sæti er Björgvin Óskar Sigurjónsson, byggingartæknifræðingur og bæjarfulltrúi, í þriðja sæti er Gunnar Ásgeirsson, vinnslustjóri hjá Skinney Þinganesi og í fjórða sæti er Gunnhildur Imsland, heilbrigðisgagnafræðingur hjá HSU á Höfn.

Listann skipar kraftmikill hópur með fjölbreyttan bakgrunn sem brennur fyrir öflugu og góðu samfélagi í Sveitarfélaginu Hornafirði. Framundan eru fundir með íbúum um málefni sveitarfélagsins þar sem áhugasömun gefst tækifæri til að taka þátt í sefnu framboðsins og þau verkefni sem framundan eru.

Listinn í heild sinni:

1. Ásgerður Kristín Gylfadóttir, 53 ára. Hjúkrunarfræðingur og formaður bæjarráðs.

2. Björgvin Óskar Sigurjónsson, 40 ára. Byggingartæknifræðingur og bæjarfulltrúi.

3. Gunnar Ásgeirsson, 31 árs. Vinnslustjóri hjá Skinney-Þinganesi.

4. Gunnhildur Imsland, 53 ára Heilbrigðisgagnafræðingur hjá HSU á Höfn.

5. Íris Heiður Jóhannsdóttir, 46 ára. Framkvæmdastjóri IceGuide ehf.

6. Finnur Smári Torfason, 35 ára. Tölvunarfræðingur hjá Kivra.

7. Þórdís Þórsdóttir, 39 ára. Sérkennari hjá Grunnskóla Hornafjarðar.

8. Bjarni Ólafur Stefánsson, 36 ára. Vinnslustjóri hjá Skinney-Þinganesi.

9. Guðrún Sigfinnsdóttir, 50 ára. Móttökuritari hjá HSU á Höfn.

10. Arna Ósk Harðardóttir, 53 ára. Skrifstofumaður hjá Rafhorn ehf.

11. Lars Jóhann Andrésson Imsland, 47 ára. Framkvæmdastjóri East Coast Travel ehf.

12. Aðalheiður Fanney Björnsdóttir, 50 ára. Leikskólakennari á Sjónarhóli á Höfn.

13. Nejra Mesetovic, 25 ára. Ferðamálafræðingur og verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands.

14. Ásgrímur Ingólfsson, 54 ára. Skipstjóri á Ásgrími Halldórssyni SF-250 og forseti bæjarstjórnar.

Categories
Fréttir

Jóhanna Ýr skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi leiðir lista Framsóknar í Hveragerði

Deila grein

25/03/2022

Jóhanna Ýr skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi leiðir lista Framsóknar í Hveragerði

Framsókn í Hveragerði kynnti framboðslista sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar á fjölmennum fundi á Gróðurhúsinu í Hveragerði fimmtudaginn 24. mars síðastliðinn.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri Framsóknar og bæjarfulltrúi í Hveragerði, leiðir listann en í öðru sæti er Halldór Benjamín Hreinsson, framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Þjóðskrá Íslands.

Framsókn bauð fram fyrir fjórum árum undir merkjum Frjálsra með framsókn og fékk þá einn bæjarfulltrúa kjörinn. Það var Garðar R. Árnason en hann fór í leyfi á miðju kjörtímabili og Jóhanna Ýr tók þá sæti í bæjarstjórn. Garðar skipar heiðurssæti listans.

Listi Framsóknar í Hveragerði er þannig skipaður:
1. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri og bæjarfulltrúi
2. Halldór Benjamín Hreinsson, framkvæmdastjóri
3. Andri Helgason, sjúkraþjálfari og eigandi Tinds sjúkraþjálfun
4. Lóreley Sigurjónsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Fitnessbilsins
5. Thelma Rún Runólfsdóttir, háskólanemi og leiðbeinandi á leikskóla
6. Snorri Þorvaldsson, lögreglumaður
7. Kolbrún Edda Jensen Björnsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla
8. Arnar Ingi Ingólfsson, byggingarfræðingur og húsasmíðameistari
9. Hanna Einarsdóttir, háskólanemi og söngkona
10. Halldór Karl Þórsson, körfuknattleiksþjálfari
11. Brynja Sif Sigurjónsdóttir, hjúkrunarfræðinemi
12. Örlygur Atli Guðmundsson, tónlistarkennari og kórstjóri
13. Magnea Ásdís Árnadóttir, eftirlaunaþegi
14. Garðar R. Árnason, grunnskólakennari og fyrrv. bæjarfulltrúi

Categories
Fréttir

Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri skipar fyrsta sæti lista Framsóknar og annarra framfararsinna í Rangárþingi eystra

Deila grein

25/03/2022

Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri skipar fyrsta sæti lista Framsóknar og annarra framfararsinna í Rangárþingi eystra

Framboðslisti Framsóknar og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra vegna sveitarstjórnarkosninganna 2022 var samþykktur á opnum félagsfundi Framsóknarfélags Rangæinga í dag.

Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra skipar fyrsta sæti listans, í öðru sæti er Rafn Bergsson, bóndi í Hólmahjáleigu A-Landeyjum, í þriðja sæti er Bjarki Oddsson, lögregluvarðstjóri og fjórða sæti skipar Guri Hilstad Ólason kennari.

Uppstillingarnefnd, skipuð Bergi Pálssyni og Sigrúnu Þórarinsdóttur, hefur undanfarnar vikur unnið að uppstillingu listans. Óskað var eftir áhugasömum einstaklingum sem vildu taka sæti á listanum og fóru viðtökur langt fram út væntingum, að því er fram kemur í tilkynningu frá framboðinu.

„Listinn er skipaður kraftmiklu fólki á öllum aldri úr Rangárþingi eystra. Þeir sem skipa listann koma úr mismunandi stéttum samfélagsins með fjölbreyttan bakgrunn. Öll höfum við þann metnað að vinna af krafti við að styrkja og efla okkar góða samfélag.Við hlökkum til komandi vikna í kosningabaráttunni og vonumst til að kosningabaráttan verði háð á drengilegan hátt þar sem málefnin og hagsmunir sveitarfélagsins verða hafðir að leiðarljósi. Við teljum að það sé mikilvægt að heyra raddir sem flestra og því viljum við eiga gott samtal við íbúa Rangárþings eystra. Við munum auglýsa opna fundi okkar þar sem íbúum er boðið að koma og hafa áhrif á þau stefnumál sem við munum leggja upp með,“ segir í tilkynningunni.

Framboðslisti Framsóknar- og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra er þannig skipaður:


1. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri
2. Rafn Bergsson, bóndi
3. Bjarki Oddsson, lögregluvarðstjóri
4. Guri Hilstad Ólason, kennari
5. Kolbrá Lóa Ágústsdóttir, starfsmaður á Kirkjuhvol
6. Sigurður Þór Þórhallsson, starfsmaður íþróttamiðstöðvarinnar
7. Stefán Friðrik Friðriksson, sérfræðingur í markaðsmálum
8. Ingibjörg Marmundsdóttir, eldri borgari
9. Ástvaldur Helgi Gylfason, leiðbeinandi og þjálfari
10. Oddur Helgi Ólafsson, nemi
11. Lea Birna Lárusdóttir, nemi
12. Konráð Helgi Haraldsson, bóndi
13. Ágúst Jensson, bóndi
14. Ásta Brynjólfsdóttir, sérkennari

Categories
Fréttir

Samstöðutónleikar fyrir Úkraínu

Deila grein

23/03/2022

Samstöðutónleikar fyrir Úkraínu

Í kjölfar óverjanlegrar innrásar Rússlands í hina frjálsu og fullvalda Úkraínu gjörbreyttist sá friðsami veruleiki sem Evrópa hefur búið við. Borgir og bæir hafa nánast verið jafnaðir við jörðu og milljónir manna hafa neyðst til þess að flýja heimili sín til vinveittra nágrannaríkja. Þar hefur lofsvert framlag Póllands skipt gríðarlega miklu máli en Pólverjar hafa með hlýju tekið á móti mestum fjölda þeirra Úkraínubúa sem flúið hafa landið sitt.

Nýverið átti ég áhrifamikinn fund með Gerard Pokruszyñski, sendiherra Póllands á Íslandi, þar sem hugmynd að Samstöðutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands til stuðnings Úkraínu fæddist. Við ræddum saman um þann fjölda flóttamanna sem kemur daglega frá Úkraínu til Póllands og veltum því fyrir okkur hvernig við gætum sýnt táknrænan stuðning. Sinfóníuhljómsveit Íslands tók þessari hugmynd afar vel og setti tónleikana strax á dagskrá með stuðningi ríkisstjórnar Íslands. Sameiningar- og samtakamáttur menningar er mikill og við erum stolt af því hvernig menningarlífið á Íslandi getur sýnt stuðning sinn í verki fyrir þau sem eiga um sárt að binda. Samstöðutónleikarnir fara fram á morgun, fimmtudaginn 24. mars klukkan 19.30 í Hörpu og fer miðasala fram á vefsíðunni sinfonia.is þar sem einnig er hægt að nálgast frekari upplýsingar um dagskrána. Allur ágóði af tónleikunum rennur óskiptur til hjálpar fötluðu fólki í Úkraínu sem er sérstaklega berskjaldað í stríðinu sem nú geisar. Þessi hópur getur síður flúið og orðið sér úti um mat, lyf og aðrar nauðsynjar og því mikilvægt að leggja honum lið.

Ég hef trú á því að samtakamáttur í sinni víðustu mynd skipti máli í þeirri stöðu sem uppi er. Þannig hafa vestræn ríki sýnt fordæmalausa samstöðu við að refsa Rússum fyrir framferði þeirra sem og við að styðja Úkraínu á þessum erfiðu tímum með ýmsum hætti. Ég er þakklát öllu því fólki sem leggur málstað lið. Samstöðutónleikarnir eru þar eitt innlegg af mörgum.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á frettabladid.is 23. mars 2022

Categories
Greinar

Ný Framsókn um allt land

Deila grein

23/03/2022

Ný Framsókn um allt land

Fátt er stjórn­mál­un­um óviðkom­andi þegar kem­ur að því að skapa hag­felld skil­yrði fyr­ir fólk til þess að lifa góðu lífi. Hring­inn í kring­um landið tek­ur fólk úr ýms­um átt­um þátt í stjórn­mál­um til þess að bæta sam­fé­lagið sitt og stuðla að aukn­um lífs­gæðum.

Um liðna helgi fór fram 36. flokksþing Fram­sókn­ar und­ir yf­ir­skrift­inni Ný Fram­sókn um allt land, en sá vett­vang­ur fer með æðsta vald í mál­efn­um flokks­ins. Þar var sam­an kom­inn öfl­ug­ur hóp­ur fólks sem brenn­ur fyr­ir því að bæta sam­fé­lagið með sam­vinn­una að leiðarljósi. Virki­lega ánægju­legt var að sjá þá miklu breidd og þau fjöl­mörgu nýju and­lit sem hafa gengið til liðs við flokk­inn og taka þátt af full­um krafti í mál­efn­a­starfi hans. Það end­ur­spegl­ar þann mikla meðbyr sem Fram­sókn nýt­ur um allt land sem er já­kvæður upp­takt­ur fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar þann 14. maí.

Und­an­far­in sex ár hafa verið ágæt­is­prófraun fyr­ir Fram­sókn. Á þess­um tíma hef­ur gengið á ýmsu, meðal ann­ars þrjár alþing­is­kosn­ing­ar, klofn­ing­ur og fleira. And­spæn­is slík­um áskor­un­um hef­ur fram­sókn­ar­fólk hring­inn í kring­um landið risið upp og tekið slag­inn fyr­ir hug­sjón­um sín­um, rúm­lega aldr­ar gamla flokk­inn sinn og sótt fram til sig­urs. Flokk­ur­inn kem­ur vel nestaður og full­ur orku til leiks í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar eft­ir vel heppnaðar alþing­is­kosn­ing­ar í sept­em­ber síðastliðnum.

Ljóst er að fjöl­marg­ir kjós­end­ur sam­sama sig vel með því sem Fram­sókn stend­ur fyr­ir, því sem flokk­ur­inn iðkar og áork­ar fyr­ir sam­fé­lagið. Rót­gró­in aðferðafræði sam­vinnu er ekki sjálf­gef­in – en hana höf­um við í Fram­sókn stuðst við í allri okk­ar vinnu, hvort sem um er að ræða í rík­is- eða sveit­ar­stjórn­um.

Und­an­farið hafa fram­boðslist­ar Fram­sókn­ar fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar verið kynnt­ir. Þeir eru skipaðir úr­vals­sveit­um fólks með fjöl­breytt­an bak­grunn, reynslu og þekk­ingu. Það skipt­ir miklu máli hvernig haldið er utan um stjórn­artaum­ana í sveit­ar­fé­lög­um enda bera þau ábyrgð á mik­il­vægri nærþjón­ustu við íbú­ana.

Ég tel að fólk sé ekki að kalla eft­ir ein­streng­ings­legri vinstri- eða hægri­stefnu – held­ur miðju­stefnu líkt og Fram­sókn­ar, stefnu sem virk­ar og eyk­ur raun­veru­lega lífs­gæði íbú­anna. Þetta á sér­stak­lega við í Reykjar­vík­ur­borg þar sem önd­verðir pól­ar hafa tek­ist hart á und­an­far­in ár. Þétt­ing eða dreif­ing byggðar, bíll eða hjól eru dæmi um orðræðu sem hafa her­tekið borgar­póli­tík­ina á sama tíma og þjón­ustu borg­ar­inn­ar hrak­ar. Í þessu krist­all­ast þörf­in fyr­ir sterka rödd Fram­sókn­ar á miðjunni. Hið aug­ljósa er að tala um þétt­ingu og dreif­ingu byggðar, bíl og hjól. Þannig eig­um við að nálg­ast viðfangs­efni sam­fé­lags­ins, út frá þörf­um fólks sem vill ein­fald­lega að hlut­irn­ir virki. Á það mun Fram­sókn leggja áherslu á í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um um allt land, brúa bilið milli ólíkra sjón­ar­miða og stuðla að já­kvæðri um­bót­um fyr­ir sam­fé­lagið allt.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 21. mars 2022

Categories
Fréttir Uncategorized

Ragnar B. Sæmundsson leiðir lista Framsóknar og frjálsra á Akranesi

Deila grein

22/03/2022

Ragnar B. Sæmundsson leiðir lista Framsóknar og frjálsra á Akranesi

Framboðslisti Framsóknar og frjálsra á Akranesi var kynntur og samþykktur á flokksfundi á Breiðinni fyrir skemmstu.

Oddviti listans verður Ragnar B Sæmundsson bæjarfulltrúi og verslunarmaður.

Listinn í heild er þannig:

Nr. 1. Ragnar Baldvin Sæmundsson, verslunarmaður og bæjarfulltrúi

Nr. 2 Liv Åse Skarstad, verkefnastjóri

Nr. 3. Sædís Alexía Sigurmundsdóttir, verkefnastjóri

Nr. 4. Magni Grétarsson, byggingatæknifræðingur

Nr. 5. Aníta Eir Einarsdóttir, hjúkrunarnemi

Nr. 6. Guðmann Magnússon, löggildur áfengis- og vímuefnaráðgjafi

Nr. 7. Elsa Lára Arnardóttir, aðstoðarskólastjóri og bæjarfulltrúi

Nr. 8. Ellert Jón Björnsson, fjármálastjóri

Nr. 9. Martha Lind Róbertsdóttir, forstöðumarður búsetuþjónustu fatlaðra

Nr. 10. Róberta Lilja Ísólfsdóttir, lögfræðinemi og knattspyrnukona

Nr. 11. Monika Górska, verslunarmaður

Nr. 12. Jóhannes Geir Guðnason, birgðastjóri og viðskiptafræðingur

Nr. 13. Sigrún Ágústa Helgudóttir, þjónusturáðgjafi

Nr. 14. Eva Þórðardóttir, stuðningsfulltrúi og tækniteiknari

Nr. 15 Sigfús Agnar Jónsson, vélfræðingur og vaktstjóri

Nr. 16. Þórdís Eva Rúnarsdóttir, framhaldsskólanemi

Nr. 17. Þröstur Karlsson, vélstjóri

Nr. 18. Gestur Sveinbjörnsson, eldriborgari, fyrrum sjómaður.

Categories
Fréttir

Ný Framsókn fyrir landið allt

Deila grein

21/03/2022

Ný Framsókn fyrir landið allt

Samantekt af 36. Flokksþingi Framsóknar

Nú um helgina kom Framsókn saman á fyrsta flokksþingi í 4 ár. Góð mæting var á þingið og greina mátti mikla ánægju með það að lífið er að færast í eðlilegt horf eftir heimsfaraldur Covid-19.

Í stjórnmálaályktun frá þinginu kemur fram að Framsókn standi heils hugar með fólkinu í Úkraínu. Með innrás sinni brjóta yfirvöld í Rússlandi landamæri og alþjóðleg lög og stefna milljónum saklausra borgara á flótta frá heimilum sínum. Þingið var sammála um að við eigum að gera allt það sem í okkar valdi stefndur til þess að hjálpa úkraínsku þjóðinni og taka á móti fólki sem neytt hefur verið á flótta. Á þinginu var meðal annars ályktað um eftirfarandi málaflokka.

Erfið staða er á húsnæðismarkaði, tryggja þarf nægjanlegt lóðaframboð og stórauka húsnæðisbyggingu á næstu árum um allt land. Takast þarf á við hækkandi verðbólgu og halda þarf áfram að reka ábyrga hagstjórn sem byggir á stöðugleika og hefur það að markmiði að tryggja kaupmátt hins almenna borgara.

Styðja þarf við uppbyggingu hringrásarhagkerfis og sporna gegn sóun. Framsókn vill að markvisst verði stefnt að því að uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal þau sem varða umhverfis- og loftlagsmál og að almenningur hafi tækifæri til þess að hafa áhrif á þau.

Tryggja þarf að nægt framboð sé til staðar af grænni orku fyrir heimilin í landinu, atvinnulífið og orkuskiptin, ásamt framleiðslu á rafeldsneyti. Ísland hefur öll tækifæri til þess að verða leiðandi í grænum lausnum sem leysa munu jarðefnaeldsneyti af hólmi og í því samhengi er mikilvægt að hið opinbera og almenningur styðji við nýsköpunarfyrirtæki.

Innlend matvælaframleiðsla hefur aldrei verið brýnni en nú þar sem hún eykur fæðuöryggi og dregur úr kolefnisspori landsins í heild. Tryggja þarf matvælaframleiðendum á Íslandi sanngjörn starfsskilyrði og ýta undir nýsköpun í allri matvælaframleiðslu. Sækja þarf fram í íslenskum matvælaiðnaði og draga fram sérstöðu íslenskra matvæla. Mikilvægt er að við séum sjálfum okkur nóg.

Hlúa þarf vel að fjölskyldufólki og létta byrðar á þeim sem þyngstar bera og þá sérstaklega einstæðum foreldrum. Endurskoða þarf sérstaklega stuðningskerfi ríkisvaldsins með hliðsjón af þessu.

Huga þarf að okkar eldri fólki og tryggja að þau hafi sjálfræði yfir eigin lífi. Setja á málefni eldra fólks í sama farveg og málefni barna. Einstaklingurinn á að vera hjartað í kerfinu. Framsókn vill fjárfesta í fólki.

Fara þarf í heildarendurskoðun á málefnum öryrkja með það að markmiði að bæta stöðu þeirra og virkni innan samfélagsins og vinnumarkaðarins. Koma þarf til móts við húsnæðisvanda öryrkja með húsnæðisátaki.

Flokksþing Framsóknar haldið á Grand hótel Reykjavík 19.-20. mars 2022

Halda þarf áfram markvissri uppbyggingu heilsugæslunnar og auka þátt hennar í fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu. Auka þarf fjarheilbrigðisþjónustu og bæta aðgengi að sérfræðiþjónustu á landsbyggðinni. Skoða þarf einnig til hlítar hvernig skilvirkni í heilbrigðiskerfinu er aukin, hvort sem þjónustan byggir á einka- eða ríkisrekstri.

Mikilvægt er að styðja enn frekar við skapandi greinar, listir og menningarstarfsemi, ekki síst vegna þess að sýnt hefur verið fram á að slíkur stuðningur skilar sér margfalt til baka til samfélagsins. Þá vill Framsókn hækka endurgreiðslu til kvikmyndargerðar í 35%, en kvikmyndagerð er ört vaxandi iðngrein sem hefur alla burði til að styðja við verðmætasköpun og samkeppnishæfni þjóðarbúsins á næstu árum og áratugum.

Categories
Fréttir

Anton og Úrsúla leiða lista Framsóknar í Suðurnesjabæ

Deila grein

17/03/2022

Anton og Úrsúla leiða lista Framsóknar í Suðurnesjabæ

Framboðslisti Framsóknar í Suðurnesjabæ var samþykktur á félagsfundi í kvöld.

Anton Guðmundsson, matreiðslumeistari og formaður Framsóknarfélags Suðurnesjabæjar, leiðir lista flokksins og Úrsúla María Guðjónsdóttir, meistaranemi í lögfræði skipar annað sæti listans. Það er mikill hugur í hópnum sem er að bjóða sig fram fyrir Framsókn í Suðurnesjabæ. Sveitarfélagið er ört stækkandi sem kallar á uppbyggingu innviða.

Í ræðu á fundinum sagði Anton Guðmundsson að framundan væru spennandi tímar. „Við viljum setja málefni barnafjölskyldna í forgang. Einnig viljum við bregðast við vandanum á húsnæðismarkaði með því að bjóða upp á fleiri lóðir til úthlutunar í Suðurnesjabæ. Það er gríðarlega ánægjulegt að við skulum bjóða fram svona ungan og öflugan lista. Frambjóðendur Framsóknar munu halda áfram að fjárfesta í fólki og vera hreyfiafl framfara í samfélaginu,“ sagði Anton.

Úrsúla María Guðjónsdóttir, meistaranemi í lögfræði, sagðist virkilega þakklát og ánægð að fá að vinna með þessu frábæra fólki sem er á framboðslistanum. „Listinn samanstendur af ungu fólki og fólki með reynslu, úr báðum byggðarkjörnum, en allir eiga það sameiginlegt að vilja efla og betrumbæta Suðurnesjabæ. Ég trúi því að það séu svo sannarlega bjartir tímar framundan þar sem allir eiga möguleika að koma á framfæri skoðunum sínum og hafa áhrif. Það eru fullt af tækifærum í Suðurnesjabæ sem þarf bara að grípa,“ sagði Úrsúla María á fundinum.

Framboðslisti Framsóknar í Suðurnesjabæ:

1. Anton Guðmundsson, 29 ára, matreiðslumeistari, Sandgerði.

2. Úrsúla María Guðjónsdóttir, 27 ára, meistaranemi í lögfræði, Garði.

3. Sunneva Ósk Þóroddsdóttir, 25 ára, sjávarútvegs- og viðskiptafræðingur og gæðastjóri, Sandgerði.

4. Sigfríður Ólafsdóttir, 27 ára, meistaranemi í félagsráðgjöf og sjálfboðaliði hjá Frú Ragnheiði á Suðurnesjum, Garði.

5. Gísli Jónatan Pálsson, 38 ára, trésmiður og nemi í húsasmíði, Sandgerði.

6. Elvar Þór Þorleifsson, 34 ára, umsjónarmaður farþegaafgreiðslu Icelandair, Garði.

7. Baldur Matthías Þóroddsson, 28 ára, sundlaugarvörður í Íþróttamiðstöðinni Garði, Sandgerði.

8. Agata Maria Magnússon, 37 ára, starfsmaður farþegaafgreiðslu Icelandair, Garði.

9. Elías Mar Hrefnuson, 33 ára, Sandgerði.

10. Óskar Helgason, 48 ára, pípulagningarnemi, Sandgerði.

11. Hulda Ósk Jónsdóttir, 42 ára, nemi í kennslufræði og starfsmaður á leikskóla, Sandgerði.

12. Karel Bergmann Gunnarsson, 27 ára, flugöryggisvörður hjá Isavia, Garði.

13. Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir, 57 ára, Garði.

14. Gunnlaug María Óskarsdóttir, 20 ára, stuðningsfulltrúi, Sandgerði.

15. Jóhanna Óttars Sigtryggsdóttir, 37 ára, leikskólaliði og hópstjóri á leikskólanum Sólborg, Sandgerði.

16. Guðrún Sif Pétursdóttir, 31 árs, hópstjóri og kjarnastýra á leikskóla, Sandgerði.

17. Rebekka Ósk Friðriksdóttir, 27 ára, snyrtifræðingur, Sandgerði.

18. Jón Sigurðsson, 72 ára, bóndi, Sandgerði.

Categories
Greinar

Nýtt hlutverk með öflugu samferðafólki

Deila grein

17/03/2022

Nýtt hlutverk með öflugu samferðafólki

Á dögunum tók ég að mér nýtt hlutverk sem ég tel með þeim stærri í mínu lífi, oddviti Framsóknarflokksins á Akureyri. Er mjög spennt fyrir þessu nýja hlutverki og ætla að gefa mig alla í það. Ég veit að þessi vegferð verður á við nokkrar háskólagráður. Það sem tekur þó af mér allan vafa um að ég hafi tekið rétta ákvörðun er það öfluga fólk sem leiðir þennan lista með mér. Tel að reynsla mín af sveitarstjórnarmálum muni nýtast vel en sú þekking og reynsla sem fylgir samferðafólki mínu, Gunnari Má Gunnarssyni, Ölfu Jóhannsdóttur, Sverre Jakobsson og Theu Rut Jónsdóttur, er ekki síður mikilvæg í þeim verkefnum sem okkur bíða.

Það er ekki spurning í okkar huga að verkefni næsta kjörtímabils eru málefni barna og að koma farsældarlögunum í framkvæmd þeim til heilla. Þar kemur Alfa sterk inn sem hefur unnið að innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og starfar nú sem forvarnarfulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gunnar Már hefur sérhæft sig í málefnum norðurslóða og starfar að byggðaþróun sem mun nýtast okkur vel í því verkefni að móta enn frekar svæðisbundið hlutverk Akureyrar og hvernig við ætlum að sækja fram sem sterkt atvinnusvæði. Sverre, leiðtogi úr íþróttahreyfingunni með reynslu úr fjármálum og viðskiptalífinu, og lokum Thea sem mun veita okkur góða innsýn inn í heilbrigðismálin á Akureyri en hún starfar sem skurðhjúkrunarfræðingur.

Af hverju Framsókn?

Sem fulltrúi í fastanefndum sveitarfélagsins og sem varabæjarfulltrúi hefur áhugi minn á bæjarmálunum vaxið jafnt og þétt og í Framsókn hef ég fundið minn hljómgrunn. Ég trúi því staðfastlega að framtíðin ráðist á miðjunni. Framsókn er flokkur samvinnu og frjálslyndis sem leggur ríka áherslu á opinskátt samtal milli íbúa og kjörinna fulltrúa.

Er mjög ánægð með störf Framsóknarflokksins síðustu ár og tel þau ríma mjög vel við áherslur okkar í vor. Hlakka til að eiga gott samstarf við okkar þrjá öflugu þingmenn í kjördæminu og þau fjögur ráðuneyti sem Framsóknarflokkurinn fer fyrir eru okkur líka mikilvæg. Einu sinni var ég þeirrar skoðunar að flokkar skiptu ekki máli á sveitarstjórnarstiginu, þetta snerist bara um einstaklinga í framboði, en það er alls ekki rétt. Þetta skiptir hellings máli.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir, í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar á Akureyri í vor.

Greinin birtist fyrst á akureyri.net 17. mars 2022.

Categories
Fréttir

Jónína leiðir lista Framsóknar í Múlaþingi

Deila grein

16/03/2022

Jónína leiðir lista Framsóknar í Múlaþingi

Félagsfundur samþykkti í kvöld samhljóða og með lófataki tillögu uppstillingarnefndar að skipan framboðslista Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Múlaþingi.

B-listi Framsóknarflokksins í Múlaþingi fyrir sveitarstjórnarkosningar 14.maí. 2022

Eftirtalin skipa listann:

  1. Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiftalögfræðingur
  2. Vilhjálmur Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi
  3. Björg Eyþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  4. Eiður Gísli Guðmundsson, leiðsögumaður
  5. Guðmundur Bj. Hafþórsson, málarameistari
  6. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðimeistari
  7. Þórey Birna Jónsdóttir, kennari og bóndi
  8. Einar Tómas Björnsson, leiðtogi í  málmvinnslu
  9. Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri
  10. Jón Björgvin Vernharðsson, verktaki og bóndi
  11. Sonia Stefánsson, forstm bókasafns Seyðisfj
  12. Atli Vilhelm Hjartarson, framleiðslusérfræðingur
  13. Inga Sæbjörg Magnúsdóttir, lyfjafræðingur
  14. Dánjal Salberg Adlersson, tölvunarfræðingur
  15. Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, leikskólakennari
  16. Kári Snær Valtingojer, rafvirkjameistari
  17. Íris Dóróthea Randversdóttir, grunnskólakennari
  18. Þorsteinn Kristjánsson, bóndi
  19. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, búfræðingur
  20. Unnar Hallfreður Elísson, vélvirki og verktaki 
  21. Óla Björg Magnúsdóttir, fyrrv skrifstofumaður
  22. Stefán Bogi Sveinsson, sveitarstjórnarfulltrúi

Við þökkum öllu þessu öfluga fólki fyrir að taka að sér að skipa framboðslistann og göngum til kosninga full bjartsýni og tilhlökkunar.