Categories
Fréttir

Dagskrá 36. Flokksþings Framsóknar

Deila grein

11/03/2022

Dagskrá 36. Flokksþings Framsóknar

Helgina 19.-20. mars verður 36. Flokksþing Framsóknar haldið á Grand hótel Reykavík. Það verða heldur betur fagnaðarfundir þegar flokksmenn geta loksins hist á staðnum og rætt saman augliti til auglitis ásamt því að gera sér glaðan dag.

Laugardagur 19. mars
Kl. 08.00 Skráning, afhending þinggagna og sala miða á kvöldverðarhóf á upplýsingaborði
Kl. 09.00Þingsetning
Kl. 09.10Kosning þingforseta (4) 
   Kosning þingritara (4) 
   Kosning kjörbréfanefndar (5) 
   Kosning kjörstjórnar (7) 
   Kosning samræmingarnefndar (3)
   Kosning dagskrárnefndar (3)
Kl. 09.15Skýrsla ritara
Kl. 09.30Mál lögð fyrir þingið –
Kl. 09.45Nefndastörf hefjast –
Kl. 12.00 Hádegishlé
Kl. 12.40Setningarathöfn
Yfirlitsræða formanns
Kl. 13.10 Almennar umræður
Kl. 15.30 Nefndarstörf halda áfram fram eftir degi
Kl. 20:30 Kvöldverðarhóf
Sunnudagur 20. mars
Kl. 08.30-11.00 Skráning, afhending þinggagna
Kl. 09:00 Afgreiðsla mála
Kl. 14.30Kosningar – samhliða  verður haldið áfram með afgreiðslu mála í hléum
Formaður, varaformaður, ritari, laganefnd, siðanefnd og skoðunarmenn reikninga
Kl. 16.00Afgreiðsla mála – framhald
Kl. 17.30Þingi slitið
Categories
Fréttir

Einar Þorsteinsson leiðir lista Framsóknar í Reykjavík

Deila grein

10/03/2022

Einar Þorsteinsson leiðir lista Framsóknar í Reykjavík

Aukakjördæmaþing Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti í kvöld framboðslista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor. Einar Þorsteinsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og stjórnmálafræðingur, skipar efsta sæti á lista flokksins. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, rithöfundur og dósent í viðskiptafræði, skipar annað sæti listans. Magnea Gná Jóhannsdóttir, MA-nemi í lögfræði og formaður Ung Framsókn í Reykjavík, er í þriðja sæti og Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður, í fjórða.

Framboðslistinn

1. Einar Þorsteinsson, f.v. fréttamaður og stjórnmálafræðingur
2. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og rithöfundur
3. Magnea Gná Jóhannsdóttir, M.A. nemi í lögfræði og formaður Ung Framsókn í Reykjavík
4. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður
5. Þorvaldur Daníelsson, framkvæmdastjóri Hjólakrafts og MBA
6. Unnur Þöll Benediktsdóttir, öldrunarfræðinemi og frumkvöðull
7. Gísli S. Brynjólfsson, markaðsstjóri
8. Ásta Björg Björgvinsdóttir, forstöðumaður í félagsmiðstöð og tónlistarkona
9. Kristjana Þórarinsdóttir, sálfræðingur
10. Lárus Helgi Ólafsson, kennari og handboltamaður
11. Ásrún Kristjánsdóttir, myndlistarkona og hönnuður
12. Tetiana Viktoríudóttir, leikskólakennari
13. Fanný Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
14. Jón Eggert Víðisson, teymisstjóri hjá Reykjavíkurborg
15. Berglind Bragadóttir, kynningarstjóri
16. Trausti Friðbertsson, viðskiptafræðingur og þjónustustjóri
17. Inga Þyrí Kjartansdóttir, f.v. framkvæmdastjóri
18. Griselia Gíslason, matráður
19. Sveinn Rúnar Einarsson, veitingamaður
20. Gísli Jónatansson, f.v. kaupfélagsstjóri
21. Jón Ingi Gíslason, grunnskólakennari
22. Þórdís Jóna Jakobsdóttir, fíkniráðgjafi og markþjálfi hjá Hlaðgerðarkoti
23. Ágúst Guðjónsson, laganemi
24. Birgitta Birgisdóttir, háskólanemi
25. Guðjón Þór Jósefsson, laganemi
26. Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og þáttastjórnandi
27. Hinrik Bergs, eðlisfræðingur
28. Andriy Lifanov, vélvirki
29. Björn Ívar Björnsson, hagfræðingur
30. Gerður Hauksdóttir, skrifstofustjóri
31. Bragi Ingólfsson, efnafræðingur
32. Dagbjört S. Höskuldsdóttir, f.v. kaupmaður
33. Ingvar Andri Magnússon, laganemi og fyrrum ólympíufari ungmenna í golfi
34. Sandra Óskarsdóttir, grunnskólakennari
35. Stefán Þór Björnsson, viðskiptafræðingur
36. Þórdís Arna Bjarkarsdóttir, læknanemi
37. Ívar Orri Aronsson, stjórnmálafræðingur
38. Jóhanna Gunnarsdóttir, sjúkraliði
39. Þorgeir Ástvaldsson, fjölmiðlamaður
40. Halldór Bachman, kynningarstjóri
41. Sandra Rán Ásgrímsdóttir, verkfræðingur
42. Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður
43. Níels Árni Lund, f.v. skrifstofustjóri
44. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri
45. Jóna Björg Sætran, f.v. Varaborgarfulltrúi, M.ed. og PCC markþjálfi
46. Sigrún Magnúsdóttir, f.v. ráðherra og borgarfulltrúi.

Fréttin birtist fyrst á ruv.is 10. mars 2o22

Categories
Fréttir

Halldóra Fríða leiðir lista Framsóknar í Reykjanesbæ

Deila grein

10/03/2022

Halldóra Fríða leiðir lista Framsóknar í Reykjanesbæ

Á félagsfundi Framsóknar í Reykjanesbæ þann 10. mars var listi Framsóknar kynntur og samþykktur. Halldóra Fríða varaþingmaður og verkefnastjóri leiðir listann.

1. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri í íslensku sem öðru máli og varaþingmaður
2. Bjarni Páll Tryggvason, forstöðumaður hjá Isavia
3. Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar
4. Róbert Jóhann Guðmundsson, málarameistari
5. Trausti Arngrímsson, viðskiptafræðingur
6. Sighvatur Jónsson, tölvunarfræðingur og fjölmiðlamaður
7. Aneta Zdzislawa Grabowska, einkaþjálfari, zumba kennari og snyrtifræðingur.
8. Sigurður Guðjónsson, framkvæmdastjóri, bílasali
9. Friðþjófur Helgi Karlsson, skólastjóri
10. Bjarney Rut Jensdóttir, lögfræðingur
11. Birna Ósk Óskarsdóttir, grunnskólakennari
12. Unnur Ýr Kristinsdóttir, verkefnastjóri hjá KFUM og K á Íslandi
13. Gunnar Jón Ólafsson, verkefnastjóri í eldvarnareftirliti
14. Andri Fannar Freysson, tölvunarfræðingur
15. Birna Þórðardóttir, viðurkenndur bókari hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
16. Halldór Ármannsson, trillukall
17. Karítas Lára Rafnkelsdóttir, ráðgjafi hjá Björginni
18. Eva Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandair og MBA nemi
19. Ingibjörg Linda Jones, hjúkrunarnemi og starfsmaður Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja
20. Sævar Jóhannsson, húsasmíðameistari
21. Kristinn Þór Jakobsson, viðskiptafræðingur og innkaupastjóri
22. Jóhann Friðrik Friðriksson, Alþingismaður

Categories
Greinar

Skref í átt að jafnvægi á húsnæðismarkaði

Deila grein

10/03/2022

Skref í átt að jafnvægi á húsnæðismarkaði

Það eru vá­lynd veður í heims­mál­un­um þessa stund­ina. Það breyt­ir ekki því að það er mik­il­vægt að halda fókus í lands­mál­un­um. Eitt er það mál sem er mik­il­vægt að við tök­umst á hend­ur með festu og það eru hús­næðismál­in, sá mála­flokk­ur sem teng­ist beint líf­gæðum allra íbúa þessa lands. Við horf­um upp á það að hús­næðis­verð hef­ur hækkað mikið, sér­stak­lega á höfuðborg­ar­svæðinu, á síðustu miss­er­um sem ekki aðeins ger­ir fólki erfitt fyr­ir að kom­ast inn á hús­næðismarkaðinn held­ur hef­ur þessi hækk­un bein áhrif á verðbólgu og þar með lífs­kjör fólks um allt land.

Fortíð er fortíð – horf­um fram á veg­inn

Ekki hef­ur farið fram hjá nein­um að þeir aðilar sem bera sam­eig­in­lega ábyrgð á stöðunni á hús­næðismarkaði eru ekki sam­mála um ástæður þess­ara miklu hækk­ana. Að mínu mati er ljóst að þessi ágrein­ing­ur mun ekki skila okk­ur neitt áfram og veld­ur óá­sætt­an­legri patt­stöðu. Nú er tím­inn til að leggja þenn­an ágrein­ing og þess­ar skær­ur til hliðar. Fortíð er fortíð og nú verðum við, ríki, sveit­ar­fé­lög, aðilar vinnu­markaðar­ins og bygg­ing­ariðnaður­inn að horfa fram á veg­inn og skapa jafn­vægi á hús­næðismarkaði.

All­ir verða að leggja hönd á plóg

Stofn­un nýs innviðaráðuneyt­is sem und­ir heyra hús­næðismál, skipu­lags­mál, mál­efni sveit­ar­fé­laga, sam­göngu­mál og byggðamál er mik­il­væg­ur þátt­ur í því að ná nauðsyn­legri yf­ir­sýn svo hægt sé að taka mark­viss skref í því að ná jafn­vægi. Und­ir ráðuneytið heyr­ir viðamik­il gagna­söfn­un sem mun nýt­ast vel í því átaki sem ráðast þarf í. Það er hins veg­ar ljóst að all­ir þeir sem koma að hús­næðismál­um þurfa að leggja sitt af mörk­um í þeirri vinnu sem er fram und­an.

Fjár­fest­um í jafn­vægi á hús­næðismarkaði

Á næstu dög­um mun ég skipa stýri­hóp til að móta hús­næðis­stefnu fyr­ir Ísland sem unn­in verður í víðtæku sam­ráði við hags­munaaðila víða í þjóðfé­lag­inu. Hús­næðis­stefn­an verður lögð fyr­ir Alþingi til samþykkt­ar í formi þings­álykt­un­ar.

Ef mín áform ganga eft­ir verður lagður grund­völl­ur að því að hér á landi verði hægt að stór­auka hús­næðis­upp­bygg­ingu á næstu árum og jafn­vel horft til þess að setja markið á að það verði byggðar allt að 20.000 íbúðir á næstu fimm árum og þar af 7.000 með aðkomu hins op­in­bera í formi fjöl­breytts hús­næðisstuðnings. Við erum með skýr mark­mið.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 10. mars 2022.

Categories
Greinar

Landsvirkjun er ekki til sölu

Deila grein

09/03/2022

Landsvirkjun er ekki til sölu

Undanfarna daga hefur sú umræða sprottið upp hvort íslenska ríkið eigi að selja hluti sína í Landsvirkjun til að bregðast við halla á ríkissjóði sem tilkominn er vegna kórónuveirufaraldursins. Einstaka þingmenn hafa viðrað hugmyndir um að selja hluti í Landsvirkjun en þingmenn Framsóknar eru alfarið á móti þessum hugmyndum og koma ekki til með að breyta þeirri afstöðu.

Landsvirkjun er samfélagslega mikilvægt fyrirtæki og mun halda því áfram með aukinni eftirspurn eftir grænni orku á komandi árum. Landsvirkjun hefur verið að greiða upp skuldir sínar og mun því geta á næstu árum farið að skila ríkissjóði arði árlega. Sá hagnaður getur skipt sköpum um afkomu ríkissjóðs, sem þarf traustan og tryggan hagnað næstu áratugi, sérstaklega eftir efnahagslegar aðgerðir ríkisins vegna Covid-19. Fjölbreyttur kaupendahópur mun smám saman styðja við og auka verðmæti seldrar orku, þ.e. hámarka afrakstur orkuauðlindanna á eðlilegum nýtingartíma.

Framsókn tekur afstöðu með almenningi

Það er skýrt að samfélagið allt á að njóta arðsins sem Landsvirkjun mun skila um ókomin ár. Landsvirkjun gegnir lykilhlutverki í nýtingu hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa til framtíðar. Áframhaldandi eignarhald íslenska ríkisins í Landsvirkjun getur leitt til mikillar hagsældar fyrir þjóðina. Við stjórnmálamenn allra flokka þurfum að hlusta á og vinna að vilja almennings, enda er vilji hans skýr að orkumál verði ekki færð í hendur einkaaðila. Áskorunin er að sigra þann freistnivanda sem myndast við skjótan gróða af einkavæðingu. Einkavæðing getur lagað fjárhag ríkisins í nokkur ár, en í stóru myndinni er langtímahagnaður af áframhaldandi eignarhaldi í Landsvirkjun töluvert meira aðlaðandi. Það hefur aldrei talist góð hugmynd að slátra mjólkurkúnni fyrir skjótfenginn gróða.

Við eigum að nýta náttúruauðlindir þjóðarinnar af varúð og virðingu. Nýting þeirra á að vera samfélaginu öllu til hagsbóta. Arðurinn á að vera til uppbyggingar og velferðar. Landsvirkjun er eitt af fjöreggjum þjóðarinnar og mun gegna lykilhlutverki í nýtingu hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa til framtíðar. Því kemur ekki til greina að einkavæða félagið, selja í því hluti eða framkvæmdir. Ekki á okkar vakt.

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 9. mars 2022.

Categories
Greinar

Að­gengi allra, líka þegar snjóar

Deila grein

08/03/2022

Að­gengi allra, líka þegar snjóar

Síðustu vikur hefur færð á landinu verið mörgum erfið. Við heyrum fréttir af því að fatlað fólk, sem nú þegar glímir oft við erfitt aðgengi almennt, hefur þurft að hætta við læknisheimsóknir og að sækja aðra grunnþjónustu þar sem erfitt hefur verið, ef ekki ómögulegt, að komast úr húsi. Nú gerum við ríkar kröfur til framkvæmdaaðila um að hanna skuli og byggja á grundvelli algildrar hönnunar. Það þýðir einfaldlega að byggingar og aðkomu að þeim skuli nýtast öllum. Í ljósi færðar á landinu er vert að benda á það að aðgengi að samfélaginu má ekki binda við veðráttu. Aðgengi þarf einnig að vera tryggt að vetri til þegar snjó kyngir niður og hefur áhrif á færð.

Bandarísk löggjöf til fyrirmyndar?

Í þessu sambandi má nefna að innan ADA, bandarísku löggjafarinnar um bann á mismunun á grundvelli fötlunar, er að finna sérstakt ákvæði sem krefur bæði opinbera aðila og einkaaðila um að gera viðeigandi ráðstafanir til að göngustígar, bílastæði, inngangar og almenningssamgöngur séu aðgengilegir fötluðu fólki, líka þegar snjóar og færð verður erfið. Snjór skal hreinsaður af bílastæðum, ryðja þarf við rampa hjá kantsteinum og aldrei má hlaða snjó í stæði fyrir fatlaða. Einnig skal tryggja að gangstígar og gangbrautir skuli vera stöðugt aðgengilegar og allar inn- og útgönguleiðir verði að vera snjólausir og tryggja öruggan og greiðan aðgang að og úr byggingu. Þarna er auðvitað að finna ýmislegt meira og annað.

Gerum nauðsynlegar úrbætur

Ég held að öllum okkar þyki þetta nokkuð sjálfsagt og gerist jafnvel að sjálfu sér. En því miður er það ekki svo. Með sambærilegri löggjöf og þeirri bandarísku opnast kæruleið fyrir fatlað fólk telji það sig vera mismunað um aðgengi vegna athafnaleysis við að ryðja frá snjó. Á þetta hefur verið bent síðustu daga. Skoðun mín er því sú að slík löggjöf væri til bóta. Í raun yrði hún hvati og myndi stuðla að frumkvæði hins opinbera og einkaaðila við að tryggja aðgengi fyrir alla í öllum veðrum og aðstæðum, allt árið um kring. Ég mun vinna málið áfram og vona að þetta sé eitthvað sem við getum sameinast um á þingi.

Ágústs Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 8. mars 2022.

Categories
Fréttir

Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér

Deila grein

08/03/2022

Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér

„Á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars er tilefni til að fagna árangri í jafnréttismálum en um leið að benda á verk sem þarf að vinna.

Jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér, það er stöðug vinna að viðhalda árangri og berjast fyrir frekara jafnrétti.  Það er fjölbreytt samfélagslegt verkefni á heimsvísu og því miður er eru ekki einungis stigin framfaraskref stundum lendum við mörg skref til baka.

Stríðið í Úkraínu er eitt slíkt bakslag – það bitnar á venjulegu fólki og þar með á jafnrétti. Fjölskyldur sundrast, konur og börn verða illa úti. 

Það er því vel við hæfi að UN Women á Íslandi beinir sjónum að stöðu kvenna og stúlkna í Úkraínu í tilefni dagsins.

Hjá UN WOMEN er unnið að því alla daga ársins að tryggja réttindi kvenna og stúlkna um allan heim og þrýsta á aðildarríki SÞ taki mið af sáttmálum sem varða réttindi kvenna og stúlkna.

Stríði fylgja auknar líkur á kynbundnu ofbeldi, mansali og almennri neyð.

Það er því miður farnar að berast fréttir af því að líkamar kvenna séu orðnir vettvangur stríðsátaka í Úkraínu, eins og alla tíð hefur tíðkast í stríði.

Konur neyðast til að flýja heimili sín með ung börn, skilja eftir syni og maka.

Syni sem þær höfðu vonast eftir að fylgjast með vinna afrek í íþróttum, námi og starfi en ekki í hörmungunum sem fylgja stríði. Maka og bræður sem þær vita ekki hvort þær sjá aftur.

Stuðningur miðaður að þörfum kvenna er brýnn ekki síst til þeirra jaðarsettu.

Leggjum okkar á vogarskálarnar til að styðja úkraínskar konur og stuðlum að því að þær fái tækifæri til að vinna að friði.  Friður er grundvöllur jafnréttis.“

Líneik Anna Sævarsdóttir, í störfum þingsins á Alþingi 8. mars 2022.

Categories
Fréttir

Listi Framsóknar í Ísafjarðarbæ samþykktur

Deila grein

08/03/2022

Listi Framsóknar í Ísafjarðarbæ samþykktur

Listi Framsóknarfélags Ísafjarðarbæjar var samþykktur einróma á félagsfundi í Holti mánudaginn 7. mars. Uppstillinganefnd hafði verið skipuð á félagsfundi þann 1. febrúar og vann hún hratt og vel við að setja saman listann.

Niðurstaðan er öflugur listi sem er skipaður fjölbreyttum hópi fólks alls staðar að úr sveitarfélaginu. Framboðslistan skipa:

1. Kristján Þór Kristjánsson, hótelstjóri. Ísafirði

2. Elísabet Samúelsdóttir, mannauðsstjóri. Ísafirði

3. Sædís Ólöf Þórsdóttir, framkvæmdastjóri. Suðureyri

4. Bernharður Guðmundsson, stöðvarstjóri. Flateyri

5. Þráinn Ágúst Arnaldsson, þjónustu-og fjármálafulltrúi. Ísafirði

6. Gerður Ágústa Sigmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og bóndi. Mosvöllum Önundarfirði

7. Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri. Ísafirði

8. Elísabet Jónasdóttir, skrifstofu-og fjármálastjóri. Bæ Súgandafirði

9. Birkir Kristjánsson, skipstjóri. Þingeyri

10. Anton Helgi Guðjónsson, framkvæmdastjóri. Ísafirði

11. Bríet Vagna Birgisdóttir, nemi og formaður NMÍ. Þingeyri

12. Halldór Karl Valsson, forstöðumaður Ísafirði

13. Brynjar Proppe, vélstjóri Þingeyri

14. Hrefna E. Valdimarsdóttir, framkvæmdastjóri. Flateyri

15. Jóhann Bæring Gunnarsson, framkvæmdastjóri. Ísafirði

16. Gísli Jón Kristjánsson, útgerðarmaður. Ísafirði

17. Guðrún Steinþórsdóttir, bóndi. Brekku Dýrafirði

18. Guðríður Sigurðardóttir, fv. kennari. Ísafirði

Categories
Greinar

Martröð í Úkraínu og biðraðir frá Múrmansk til Moskvu

Deila grein

07/03/2022

Martröð í Úkraínu og biðraðir frá Múrmansk til Moskvu

Á mín­um upp­vaxt­ar­ár­um var kalda stríðið í al­gleym­ingi og heims­stjórn­mál­in gengu út á það. Ég, líkt og önn­ur börn, hafði mikl­ar áhyggj­ur af kjarn­orkukapp­hlaupi Banda­ríkj­anna og Sov­ét­ríkj­anna. Eins und­ar­legt og það kann að hljóma, þá var ég mjög meðvituð um 5. gr. Stofn­sátt­mála Atlants­hafs­banda­lags­ins um að árás á eitt ríki væri árás á þau öll. Þetta létti ekki á öll­um áhyggj­um en í því var ein­hver hugg­un að Ísland stæði ekki eitt úti á ball­ar­hafi. Því miður hafa ör­ygg­is- og varn­ar­mál­in aft­ur orðið meg­in­viðfangs­efni heims­mál­anna eft­ir að Rúss­land réðst á Úkraínu. Það er þyngra en tár­um taki að fylgj­ast með at­b­urðarás­inni og horfa á blóðugt mann­fall og hundruð þúsunda flótta­manna yf­ir­gefa ástkæra fóst­ur­jörð sína. Vest­ur­lönd­in hafa í sam­ein­ingu brugðist við með því að beita Rúss­land þyngstu efna­hagsþving­un­um sem gripið hef­ur verið til í nú­tíma­hag­sögu.

Efna­hagsþving­an­ir og áhrif­in

Efna­hagsaðgerðirn­ar sem gripið hef­ur verið til ná til um fimm­tíu ríkja sem standa und­ir stór­um hluta af heims­fram­leiðslunni. Rúss­neska hag­kerfið er 11. stærsta hag­kerfi ver­ald­ar­inn­ar. Lokað hef­ur verið á greiðslumiðlun­ar­kerfi heims­ins gagn­vart rúss­nesk­um viðskipt­um, sem hef­ur mik­il áhrif á alla þá aðila sem stunda viðskipti við Rúss­land og fryst­ir greiðslur til og frá land­inu. Að auki ná aðgerðirn­ar til hins um­fangs­mikla gjald­eyr­is­forða Rúss­lands, sem nem­ur um 630 ma.kr. banda­ríkja­dala. Stærsti hluti forðans er í reynd fryst­ur. Þessi aðgerð er tal­in vega þyngst og áhrif­anna gætti strax þar sem gjald­miðill­inn féll um 30% og verð á hluta­bréfa­mörkuðum hríðféll á fyrsta viðskipta­degi eft­ir að aðgerðirn­ar tóku gildi. Seðlabanki Rúss­lands var knú­inn til að hækka stýri­vexti sína úr 9,5% í 20%. Al­menn­ing­ur finn­ur strax fyr­ir þessu í minni kaup­mætti og vöru­skorti. Frek­ari af­leiðing­ar eru að sett hafa verið ströng gjald­eyr­is­höft og biðraðir mynd­ast í banka­úti­bú­um og í mat­vöru­versl­un­um. Áhrif­in á aðra markaði eru þau að olíu­verð hef­ur hækkað mikið ásamt ann­arri hrávöru. Þrátt fyr­ir að Rúss­land fram­leiði um þriðjung alls þess jarðgass sem nýtt er í Evr­ópu og að það sé ann­ar stærsti olíu­fram­leiðandi heims er hlut­ur Rússa á hrávörumarkaðnum á heimsvísu aðeins um 3%, en á móti kem­ur að 85% af út­flutn­ingsaf­urðum Rússa eru hrávör­ur. Það þýðir að áhrif­in af efna­hagsþving­un­um verða mun meiri á rúss­neska hag­kerfið en á heimsvísu. Lands­fram­leiðsla í Rússlandi er tal­in munu drag­ast sam­an um a.m.k. 11% og lík­lega verður sam­drátt­ur­inn meiri en í krepp­unni 1998. Öll þessi þróun mun leiða til hækk­un­ar á verðbólgu til skamms tíma.

Staða Íslands

Hin efna­hags­legu áhrif eru þó létt­væg í sam­an­b­urði við þann mann­lega harm­leik sem á sér stað. Gæfa Íslands í ut­an­rík­is­mál­um þjóðar­inn­ar er að í ný­stofnuðu lýðveldi var tek­in ákvörðun um ann­ars veg­ar að ger­ast stofnaðild­ar­ríki að Atlants­hafs­banda­lag­inu árið 1949 og hins veg­ar að gera varn­ing­ar­samn­ing við Banda­rík­in árið 1951. Þetta eru meg­in­stoðir í þjóðarör­ygg­is­stefn­unni og hafa tryggt ör­yggi Íslands í ára­tugi. Það var fram­sýn þjóð sem valdi rétt á sín­um tíma og hef­ur í krafti friðar og ör­ygg­is náð að blómstra sem eitt öfl­ug­asta lýðræðis­sam­fé­lag ver­ald­ar. Mér þótti sem lít­illi telpu ágætt að vita til þess að við ætt­um sterka banda­menn. Á móti nýt­ur Úkraína þess ekki að vera aðild­ar­ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins og því eru varn­ir rík­is­ins litl­ar við hliðina á Rússlandi. Okk­ur ber skylda til þess að styðja við Úkraínu og að vinna að því að þess­um hild­ar­leik ljúki sem fyrst!

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­-ókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 5. mars 2022.

Categories
Greinar

Mikilvægi samstöðu

Deila grein

07/03/2022

Mikilvægi samstöðu

Að morgni 24. fe­brú­ar síðastliðins vaknaði heims­byggðin upp við frétt­ir sem settu hug­mynd­ir okk­ar um ör­uggt líf í Evr­ópu til hliðar. Hug­mynd­ir og von­ir um að mann­rétt­indi og lýðræði séu virt í milli­ríkja­sam­skipt­um. Við urðum vör við það að ein­ræðis­herra sem dul­býr sig sem lýðræðis­leg­an leiðtoga stærstu þjóðar Evr­ópu virðist vera al­veg sama um rétt­indi og sjálf­stæði ríkja og hvað þá grund­vall­ar­mann­rétt­indi fólks, hvort sem það séu hans eig­in þegna eða annarra ríkja.

Sátt­máli hinna Sam­einuðu þjóða

Þann 26. júní árið 1945, í kjöl­far seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar var stofn­sátt­máli Sam­einuðu þjóðanna und­ir­ritaður.

Þar seg­ir: „Vér, hinar sam­einuðu þjóðir, staðráðnar í að bjarga kom­andi kyn­slóðum und­an hörm­ung­um ófriðar, sem tvisvar á ævi vorri hef­ur leitt ósegj­an­leg­ar þján­ing­ar yfir mann­kynið, að staðfesta að nýju trú á grund­vall­ar­rétt­indi manna, virðingu þeirra og gildi, jafn­rétti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stór­ar eru eða smá­ar, að skapa skil­yrði fyr­ir því, að hægt sé að halda uppi rétt­læti og virðingu fyr­ir skyld­um þeim, er af samn­ingn­um leiðir og öðrum heim­ild­um þjóðarrétt­ar, að stuðla að fé­lags­leg­um fram­förum og bætt­um lífs­kjör­um án frels­is­skerðing­ar og ætl­um í þessu skyni að sýna umb­urðarlyndi og lifa sam­an í friði, svo sem góðum ná­grönn­um sæm­ir, að sam­eina mátt vorn til að varðveita heims­frið og ör­yggi.“

Nóg komið!

Yf­ir­stand­andi hernaðaraðgerðir rúss­nesku rík­is­stjórn­ar­inn­ar gagn­vart úkraínsku þjóðinni stríðir gegn öllu því sem Sam­einuðu þjóðirn­ar standa fyr­ir og stofn­sátt­mál­ans. Of­beldið verður að stöðva og mann­rétt­inda­lög­gjöf og alþjóðleg mann­rétt­indi verða að vera virt, lýðræði og sam­tal sé í for­grunni. António Guter­res, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, seg­ir að rúss­nesk yf­ir­völd verði að draga herlið sitt út úr Úkraínu án taf­ar og leiðtog­ar þjóðanna beiti sér fyr­ir því að friður verði í Evr­ópu á ný. Það er ekki í boði að gera ekk­ert og með því mynd­um við grafa und­an því sem Sam­einuðu þjóðirn­ar voru stofnaðar utan um í upp­hafi.

Mik­il­vægi sam­stöðunn­ar

Samstaða vest­rænna þjóða á fyrstu dög­um þess­ara átaka og af­drátt­ar­laus stuðning­ur við úkraínsku þjóðina. Íslensk stjórn­völd hafa sýnt það af­drátt­ar­laust vilja sinn til að aðstoða úkraínsku þjóðina og hafa gripið til aðgerða með skýr­um hætti. Það skipt­ir máli í sam­fé­lagi þjóða að við stönd­um sam­an gegn hvers kon­ar ógn gagn­vart ein­staka þjóðum og að við leggj­um okk­ur fram við það að tryggja ör­yggi og frið í alþjóðasam­fé­lag­inu.

Fé­lag Sam­einuðu þjóðanna á Íslandi stend­ur með úkraínsku þjóðinni og for­dæm­ir harðlega árás rúss­neskra yf­ir­valda. Við eig­um öll þann skil­yrðis­lausa grund­vall­ar­rétt að lifa ör­uggu lífi, án áreit­is og að mann­rétt­indi okk­ar séu virt til hlít­ar!

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar og formaður Félags UN á Íslandi.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 5. mars 2022.