Categories
Greinar

Fræ sem verða blóm

Deila grein

26/05/2021

Fræ sem verða blóm

Mennt er máttur og menningin auðgar andann og því þurfa mennta- og menningarstofnanir okkar að vera lifandi og kröftugar. Undirrituð hefur átt sæti í allsherjar- og menntamálanefnd síðustu misseri og fengið að fylgja eftir nokkrum málum í gegnum nefndina sem menntamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir hefur lagt fram. Þar eru mál sem þjóna að sjálfsögðu landinu öllu en líka nokkur verkefni sem snúa beint að Suðurlandinu og ætla ég að rekja nokkur þeirra hér.

Menningarsalurinn
Menningarsalurinn í Hótel Selfossi hefur staðið fokheldur í tæp 40 ár. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2021 var aukafjárveiting upp á 140,5 milljónir króna til framkvæmda við menningarsalinn og gert er ráð fyrir annarri eins upphæð árið 2022. Framkvæmdirnar eru hluti af fjárfestingarákvæði ríkisstjórnarinnar til að sporna gegn niðursveiflu í efnahagslífinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Stefnt er á að framkvæmdum við salinn verði lokið á næstu tveimur árum. Við getum verið sammála um að nýr menningarsalur verði mikil lyftistöng fyrir menningarlíf á Suðurlandi.

Niðurfelling námslána
Meðal þeirra framfaramála sem Alþingi hefur samþykkt frá menntamálaráðherra á kjörtímabilinu eru lög um lýðskóla, lög um Menntasjóð sem fela m.a. í sér 30% niðurfellingu á námslánum, styrki til barnafólks og afnám ábyrgðamannakerfisins, menntastefna, kvikmyndastefna, lög um leyfisbréf kennara, hvatar til fjölgunar nema í kennaranámi og nýlega samþykkti Alþingi lög um breytingum á aðgengi í háskóla. Nú getur fólk sem hefur lokið 3. hæfnisstigi í starfs- eða tækninámi fengið aðgang í háskólanám. Nú gildir ekki einungis stúdentspróf, eins og áður. Ég tel að þessi breyting svari kalli atvinnulífsins um fjölbreyttari hæfni á vinnumarkaði, sér í lagi hæfni á tæknisviði og starfsmenntun.

Ný heimavist
Ákall var um að komið yrði upp heimavist fyrir nemendur FSu sem geta ekki farið daglega á milli heimilis og skóla vegna fjarlægðar. Sér í lagi fyrir yngri nemendur. Ráðherra tók vel í hugmyndina og heimavistin var opnuð sl. haust. Ásókn hefur verið minni en gert var ráð fyrir sem skýrist fyrst og fremst af áhrifum Covid-19. Ný heimavist er ánægjuefni fyrir Sunnlendinga enda er um að ræða lykilþátt þess að tryggja jafnrétti til náms fyrir ungmenni í landshlutanum.

Græn framtíð
Málefni Garðyrkjuskóla Íslands eru á borði ráðherra til úrlausnar og ég geri ráð fyrir að niðurstaðan verði farsæl fyrir framtíð garðyrkjunáms hér landi. Markmiðið er að efla garðyrkjunámið. Við sem tölum fyrir grænni framtíð og aukinni sjálfbærni, vitum að öflug menntastofnun á þessu sviði gerir þessi framtíðarsýn okkar að raunhæfum möguleika.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á sunnlenska.is 25. maí 2021.

Categories
Fréttir

Lilja Dögg og Ásmundur Einar leiða lista Framsóknar í Reykjavík

Deila grein

20/05/2021

Lilja Dögg og Ásmundur Einar leiða lista Framsóknar í Reykjavík

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, munu leiða framboðslista Framsóknar í Reykjavík norður fyrir komandi alþingiskosningar þann 25. september. Listar flokksins voru samþykktir á auka kjördæmisþingi á Hilton Hóteli í kvöld.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun leiða framboðslista Framsóknar í Reykjavík suður. Í öðru sæti á eftir henni er Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og MPM, í þriðja sæti er Sigrún Elsa Smáradóttir, framkvæmdastjóri og fyrrverandi borgarfulltrúi, í fjórða sæti er Íris E. Gísladóttir, frumkvöðull í menntatækni og í fimmta sæti er Þorvaldur Daníelsson, stofnandi Hjólakrafts og MBA.

„Ég er gríðarlega stolt af þessum lista, sem endurspeglar framtíðarsýn Framsóknar; framúrskarandi menntakerfi, öflugt atvinnulíf og velferðarkerfi sem tryggir öllum gott líf. Ég vil þakka öllum sem hafa lagt hönd á plóg. Þetta kjörtímabil hefur gengið vonum framar og í mennta- og menningarmálum hafa róttækar umbætur átt sér stað, sem við getum öll verið stolt af,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir.

Ásmundur Einar leiðir Reykjavík norður. Í öðru sæti er Brynja Dan Gunnarsdóttir, frumkvöðull og framkvæmdastjóri, í þriðja sæti er Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir, fráfarandi formaður Landssambands eldri borgara, í fjórða sæti er Gauti Grétarsson, sjúkraþjálfari og í fimmta sæti er Magnea Gná Jóhannsdóttir, laganemi.

„Í dag erum við að kynna gríðarlega öflugan lista og ég er mjög spenntur að vinna með þessum frábæra hópi. Við höfum komið mörgum mikilvægum og stórum málum í gegn á líðandi kjörtímabili og með þessum kraftmikla fólki er ég sannfærður um að við munum gera enn betur á næsta kjörtímabili. Við ætlum áfram að leggja áherslu á málefni barna og vinna fyrir fólkið í landinu. Þetta er breiður og samstilltur hópur sem er tilbúinn að láta hendur standa fram úr ermum. Við erum rétt að byrja,“ sagði Ásmundur Einar Daðason.

Framboðslisti Framsóknar í Reykjavík suður fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021:

  1. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, 47 ára, mennta- og menningarmálaráðherra
  2. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, 47 ára, framkvæmdastjóri, MPM og formaður FR
  3. Sigrún Elsa Smáradóttir, 46 ára, framkvæmdastjóri og f.v. borgarfulltrúi
  4. Íris E. Gísladóttir, 29 ára, frumkvöðull í menntatækni og formaður UngFramsókn í Reykjavík
  5. Þorvaldur Daníelsson, 50 ára, stofnandi Hjólakrafts og MBA
  6. Guðni Ágústsson, 72 ára, f.v. alþingismaður og landbúnaðarráðherra
  7. Hafdís Inga Helgudóttir Hinriksdóttir, 40 ára, félagsráðgafi
  8. Ólafur Hrafn Steinarsson, 30 ára, formaður Rafíþróttasambands Íslands
  9. Ágúst Guðjónsson, 20 ára, lögfræðinemi
  10. Helena Ólafsdóttir, 51 árs, knattspyrnuþjálfari og þáttastjórnandi
  11. Guðrún Lolý Jónsdóttir, 21 árs, leikskólaliði og nemi
  12. Ingvar Mar Jónsson, 47 ára, flugstjóri
  13. Hinrik Viðar B. Waage, 28 ára, nemi í rafvirkjun
  14. Jóhanna Sóley Gunnarsdóttir, 59 ára, sjúkraliði
  15. Björn Ívar Björnsson, 33 ára, verkamaður
  16. Jón Finnbogason, 40 ára, sérfræðingur
  17. Þórunn Benný Birgisdóttir, 40 ára, BA í félagsráðgjöf og iðnnemi
  18. Stefán Þór Björnsson, 47 ára, viðskiptafræðingur
  19. Ásta Björg Björgvinsdóttir, 35 ára, tónlistarkona og forstöðukona í félagsmiðstöð
  20. Níels Árni Lund, 70 ára, f.v. skrifstofustjóri
  21. Frosti Sigurjónsson, 58 ára,  f.v. alþingismaður
  22. Sigrún Magnúsdóttir, 76 ára, f.v. ráðherra og borgarfulltrúi

Framboðslisti Framsóknar í Reykjavík norður fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021:

  1. Ásmundur Einar Daðason, 38 ára, félags- og barnamálaráðherra
  2. Brynja Dan, 35 ára, frumkvöðull og framkvæmdastjóri
  3. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, 75 ára, fráfarandi formaður LEB
  4. Gauti Grétarsson, 60 ára, sjúkraþjálfari
  5. Magnea Gná Jóhannsdóttir, 24 ára, lögfræðingur
  6. Lárus Helgi Ólafsson, 33 ára, kennari og handboltamaður
  7. Unnur Þöll Benediktsdóttir, 25 ára, háskólanemi
  8. Guðjón Þór Jósefsson, 20 ára, laganemi
  9. Kristjana Þórarinsdóttir, 43 ára, sálfræðingur
  10. Ásrún Kristjánsdóttir, 72 ára, hönnuður og myndlistarkona
  11. Bragi Ingólfsson, 83 ára, efnafræðingur
  12. Snjólfur F. Kristbergsson, 81 árs, vélstjóri
  13. Eva Dögg Jóhannesdóttir, 38 ára, líffræðingur
  14. Sveinbjörn Ottesen, 61 árs, verkstjóri
  15. Gerður Hauksdóttir, 62 ára, skrifstofufulltrúi
  16. Friðrik Þór Friðriksson, 67 ára, kvikmyndagerðarmaður
  17. Þórdís Arna Bjarkarsdóttir, 25 ára, læknanemi
  18. Birna Kristín Svavarsdóttir, 68 ára, f.v. hjúkrunarforstjóri
  19. Haraldur Þorvarðarson, 44 ára, kennari og handboltaþjálfari
  20. Dagbjört S. Höskuldsdóttir, 73 ára, fyrrum verslunarkona
  21. Guðmundur Bjarnason, 76 ára, f.v. ráðherra
  22. Jón Sigurðsson, 74 ára, f.v. ráðherra og seðlabankastjóri
Categories
Fréttir

Yfirlýsing þingflokks Framsóknarmanna

Deila grein

19/05/2021

Yfirlýsing þingflokks Framsóknarmanna

Þingflokkur Framsóknarflokks fordæmir harðlega árásir ísraelska hersins á Palestínumenn á Gaza ströndinni. Fórnarlömbin eru helst íbúar Palestínu, óbreyttir borgarar, konur og börn. Árásir ísraelska hersins eru gróft brot á alþjóðasamningum, alþjóðalögum og glæpur gegn mannúð.

Fyrir tíu árum samþykkti Alþingi viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu og rétt til eigin ríkis. Átökum verður að linna til að vinna megi að tveggja ríkja lausn á svæðinu. Ofbeldi gegn almennum borgurum eykur vonleysi, vonleysi leiðir til haturs og til verður vítahringur sem þarf að stöðva. Í friði finnst von.

Þingflokkur Framsóknarmanna

Categories
Greinar

Endurreisn hafin!

Deila grein

11/05/2021

Endurreisn hafin!

Grund­vall­ar­breyt­ing hef­ur orðið á viðhorf­um til starfs­mennt­un­ar á und­an­förn­um árum og áhug­inn á starfs­námi hef­ur auk­ist. Fag­stétt­ir sem glímdu við mikla mann­eklu horfa fram á breytt­an veru­leika og færniþarf­ir sam­fé­lags­ins eru bet­ur upp­fyllt­ar en áður. Í dag eru verk- og tækni­mennta­skól­ar meðal vin­sæl­ustu fram­halds­skóla lands­ins og laða í mikl­um mæli til sín hæfi­leika­fólk á öll­um aldri. Ég er því gríðarlega ánægð í hvert sinn sem við tök­um fleiri skref í átt­ina að bættu um­hverfi starfs- og iðnnema hér á landi.

Eitt slíkt skref verður tekið von bráðar á Alþingi Íslend­inga. Frum­varp mitt um breyt­ing­ar á inn­töku­skil­yrðum há­skóla er langt komið í meðför­um þings­ins. Þetta frum­varp er mikið rétt­læt­is­mál og fagnaðarefni fyr­ir allt mennta­kerfið, sér­stak­lega nem­end­ur. Mark­mið frum­varps­ins er að jafna mögu­leika fram­halds­skóla­nema sem ljúka prófi af þriðja hæfniþrepi sam­kvæmt aðal­nám­skrá fram­halds­skóla til frek­ara náms. Mik­il­vægt er að há­skól­arn­ir móti skýr og gegn­sæ viðmið fyr­ir nám, sem tek­ur mið af hæfni, færni og þekk­ingu nem­enda. Slík viðmið eru jafn­framt til þess fall­in að vera leiðbein­andi fyr­ir fram­halds­skól­ana við skipu­lag og fram­setn­ingu náms­brauta, ásamt því að nem­end­ur eru bet­ur upp­lýst­ir um inn­töku­skil­yrði í há­skól­um. Frum­varpið fel­ur því í sér aukið jafn­ræði til náms á há­skóla­stigi.

Frum­varpið er liður í aðgerðaáætl­un til að efla starfs- og tækni­mennt­un í land­inu sem unnið er að í sam­starfi við fjölda hagaðila. Í mín­um huga er end­ur­reisn iðnnáms haf­in hér á landi. Þrennt kem­ur til.

Í fyrsta lagi, aukið jafn­ræði á milli bók­náms og starfs­náms eins og fram kem­ur í þessu frum­varpi. Í öðru lagi eru breyt­ing­ar á vinnustaðanámi, sem styrk­ir það veru­lega og eyk­ur fyr­ir­sjá­an­leika. Í þriðja lagi hafa fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins stór­auk­ist – tækja­kost­ur end­ur­nýjaður og svo er búið að tryggja fjár­mögn­un í ný­bygg­ingu við Fjöl­brauta­skól­ann í Breiðholti fyr­ir starfs- og list­nám – einnig er vinna haf­in við nýj­an Tækni­skóla.

Íslenskt iðnnám stend­ur mjög vel í sam­an­b­urði við er­lent, kenn­ar­ar vel menntaðir, þeir búa að fjöl­breyttri reynslu og náms­braut­irn­ar metnaðarfull­ar. Við erum því vel í stakk búin til að taka á móti gríðarleg­um fjölda nem­enda á næstu árum. Aðsókn hef­ur auk­ist mikið á síðustu árum og fyrstu vís­bend­ing­ar um inn­rit­un í fram­halds­skól­anna fyr­ir næsta skóla­ár gefa til kynna aðsókn­ar­met í verk­nám.

Það er mitt hjart­ans mál að við efl­um iðn- og starfs­mennt­un í land­inu og til þess þurf­um við góða aðstöðu og skýra sýn til framtíðar. End­ur­reisn iðnnáms hér á landi er sam­vinnu­verk­efni fjöl­margra. Ég þakka öll­um þeim sem leggja mál­inu lið!

Við erum klár­lega á réttri leið!

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. maí 2021.

Categories
Fréttir

Willum sigraði í Suðvestur

Deila grein

09/05/2021

Willum sigraði í Suðvestur

Prófkjör fór fram um fimm efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 25. september 2021.

Kjördagur var 8. maí og kosið var utankjörfundar 5. – 7. maí. Niðurstaðan er þessi:

1. sæti, Willum Þór Þórsson, alþingismaður. Hann fékk 308 atkvæði í 1. sæti.

2. sæti, Ágúst Bjarni Garðarsson, form. bæjarráðs. Hann fékk 262 atkvæði í 1.-2. sæti.

3. sæti, Anna Karen Svövudóttir, þýðandi og samskiptaráðgjafi hjá Heilbrigðisráðuneytinu. Hún fékk 226 atkvæði í 1.–3. sæti.

4. sæti, Kristín Hermannsdóttir, háskólanemi. Hún fékk 198 atkvæði í 1.-4. sæti.

5. sæti, Ívar Atli Sigurjónsson, flugmaður og háskólanemi. Hann fékk 247 atkvæði í 1.-5. sæti.

Aðrir sem tóku þátt í prófkjörinu voru:

Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, og Þórey Anna Matthíasdóttir, ökuleiðsögumaður.

Categories
Greinar

Klárum leikinn: Framsókn í stuðningi á vinnumarkaði

Deila grein

07/05/2021

Klárum leikinn: Framsókn í stuðningi á vinnumarkaði

Síðastliðinn föstudag kynnti ríkisstjórnin frekari aðgerðir til að mæta afleiðingum Covid-19 í samfélaginu. Þetta er í takt við fyrri störf ríkisstjórnarinnar, en hún hefur sýnt kjark og ítrekað lagt fram metnaðarfullar aðgerðir með jákvæðum og áþreifanlegum niðurstöðum mörgum til hagsbóta. Hér er engin undantekning.

Eins og allir vita, þá hefur Covid-19 veiran haft töluverð áhrif á vinnumarkaði hér á landi. Mikill fjöldi hefur misst sína atvinnu og heilar starfsstéttir hafa lamast. Þó svo að þessi staða er tímabundin þá getum við ekki einungis beðið eftir því að hlutirnir komast aftur á/í réttan kjöl. Mikill fjöldi landsmanna þarfnast aðgerða strax, og þeirri þörf er ríkisstjórnin að svara. Við þurfum að klára leikinn og undirbúa viðspyrnu framtíðarinnar, sem hefst strax að loknum bólusetningum.

Meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur lagt á laggirnar er átak Ásmundar Einars, félags- og barnamálaráðherra, „Hefjum störf“. Átakinu er ætlað að styðja fyrirtæki, sveitarfélög og félagasamtök við að ráða til sín starfsmenn og með því fjölga störfum á vinnumarkaði. Þetta átak hefur gengið vonum framar og mikill fjöldi atvinnuleitenda hefur nýtt það til að stíga aftur inn á vinnumarkað. Í ljósi velgengninnar hefur verið ákveðið að víkka átakið með eftirfarandi úrræðum:

Fyrirtæki með starfsmann í ráðningarsambandi sem fær greiddar hlutabætur geta fengið styrk til endurráðningar hans í fyrra starfshlutfall. Sá styrkur miðast við hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta í hlutfalli við hækkun starfshlutfalls viðkomandi einstaklings, auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að fjóra mánuði.

Styrkur að hámarki 100.000 kr. verður greiddur til atvinnuleitenda sem hafa verið án atvinnu frá því fyrir tíma Covid-19 og hefur ekki notið lengingar á tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta. Styrkurinn verður greiddur í hlutfalli við bótarétt til þeirra atvinnuleitenda sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur vegna aprílmánaðar og höfðu fengið greiddar atvinnuleysisbætur samfellt í fjórtán mánuði eða lengur þann 1. maí 2021.

Tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verður framlengt til 1. febrúar 2022. Réttur til greiðslu tekjutengdra atvinnuleysisbóta var lengdur tímabundið úr þremur mánuðum í sex til að mæta tekjufalli vegna Covid-19 og upprunalega var gert ráð fyrir að heimilt yrði að nýta réttinn til 1. október 2021. Þetta tímabil verður nú framlengt til 1. febrúar 2022.

Þetta er allt gert til að laga stöðuna á vinnumarkaði og styðja við atvinnuleitendur. Til þess er leikurinn gerður.

Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og frambjóðandi til Alþingis fyrir sama flokk.

Greinin birtist fyrst á visir.is 6. maí 2021.

Categories
Greinar

Klárum leikinn með samvinnu

Deila grein

06/05/2021

Klárum leikinn með samvinnu

Framsóknarflokkurinn hefur allt síðasta ár lagt áherslu á stuðningsaðgerðir til að fleyta fólkinu í landinu í gegnum kreppuna sem Covid skapar. Nú þegar við sjáum til lands í glímunni við farsóttina er mikilvægt að halda út og brúa síðustu vikurnar með lokaspretti sem tengir saman aðgerðir, viðheldur tekjum fólks og auðveldar fyrirtækjum að hefja vöxt.

Stjórnvöld hafa nú kynnt á annan tug aðgerða sem miða að þessu markmiði. Lokunarstyrkir verða framlengdir, fleiri geta sótt um viðspyrnustyrki, endurráðningar í fyrra starfshlutfall styrktar, bætt í ýmsar félagslegar ráðstafanir og úrræðum í menntakerfinu framhaldið.

Fjárfestum í fólki

Það er mikilvægt að fjárfesta í fólki með því að tryggja afkomu heimila, en samhliða því þarf að vinna gegn neikvæðum áhrifum faraldursins á einstaklinga. Það er best gert með því að tryggja fólki tækifæri til sjálfseflingar hvort sem er í gegnum nám, félagslega þátttöku eða þjónustu heilbrigðiskerfisins. Í gegnum allan faraldurinn hefur verið lögð áhersla á tækifæri til menntunar, þátttöku barna í íþróttum og ýmis félagsleg úrræði.

Ákveðið er að hlutabótaleiðin falli nú inn í atvinnuátakið „Hefjum störf“. Þannig að þeir sem nýta hlutabótaleiðina geta farið í fyrra starfshlutfall hjá vinnuveitanda og að hann fær styrk á móti í allt að fjóra mánuði. Stuðningurinn er þá bæði við fólk og fyrirtæki.

Bætt verður í fjölbreyttar félagslegar aðgerðir fyrir viðkvæma hópa þar sem sérstök áhersla verður lögð á geðheilbrigðismál barna og ungmenna. Í því skyni verður 600 milljóna króna viðbótarframlagi veitt til geðheilbrigðismála og 200 milljónum inn í aðgerðaáætlun um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum faraldursins á börn, eldri borgara, öryrkja og fólk af erlendum uppruna.

Ákveðið er að í sumar verði boðið upp á sumarlán fyrir námsmenn hjá Menntasjóði námsmanna eins og á síðasta ári. Auk þess verða tiltekin viðbótarlán í boði.

Fólk grípur tækifærin

Úrræðin sem gripið hefur verið til hafa nýst samfélaginu vel af því að fólk er tilbúið að nýta þau. Það liggur fyrir að fólk er sveigjanlegt, bregst við þegar einar dyr lokast og endurskoðar sín framtíðarplön.

Þannig fjölgaði nemendum töluvert bæði á framhalds- og háskólastigi milli skólaára. Ársnemum í framhaldsskóla fjölgaði um 1.340 og háskólanemum um 1.800 á haustönn 2020 frá því sem gert hafði verið ráð fyrir. Ef þessi fjölgun nemenda hefði komið fram í atvinnuleysi hefði það aukist um 1,5%. Þannig var ein af lykilákvörðun síðasta árs yfirlýsing Menntamálaráðherra um að tekið yrði við öllum nemum sem skólarnir gætu tekið við og nauðsynlegt fjármagn tryggt til kennslu þeirra.

Það liggur svo fyrir að þau mörgu félagslegu úrræði sem gripið hefur verið til hafa reynst það vel að þau eru komin til að vera. Einkum úrræði sem efla viðkvæma hópa samfélagsins.

Áfram veginn.

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. mai 2021.

Categories
Greinar

Snúum (sótt)vörn í (fram)sókn

Deila grein

03/05/2021

Snúum (sótt)vörn í (fram)sókn

Efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa frá upphafi faraldursins verið markvissar og árangursríkar. Aðgerðirnar hafa verið fjölbreyttar og settar af stað með því markmiði að vernda afkomu fólks og fyrirtækja í landinu.

Hlutabótaleiðin

Sú aðgerð sem hefur kannski vakið mesta athygli er hlutabótaleið Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Hlutabótaleiðin er afskaplega vel heppnað úrræði og hefur þjónað tilgangi sínum afar vel. Hlutabótaleiðin virkar þannig að greiddar eru tímabundnar atvinnuleysisbætur í hlutfalli við minnkað starfshlutfall starfsmanna. Hugmyndin að baki þessum aðgerðum er að viðhalda ráðningasambandi í gegnum þetta tímabundna ástand sem skapast hefur vegna Covid.

Hefjum störf

Í síðasta mánuði kynnti Ásmundur Einar til leiks vinnumarkaðsátakið „Hefjum Störf“. Með þessu úrræði á að skapa á 7.000 störf í samvinnu við atvinnulífið, félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög. Viðtökurnar í því verkefni hafa verið fram úr björtustu vonum en hátt í 4.000 ný störf hafa nú þegar verið komið á laggirnar.

Viðspyrna framundan

Bólusetningar innanlands eru á fleygiferð og sumarið er komið, nú þurfum við að vera tilbúin að stíga næstu skref og huga að viðspyrnunni. Það er mikilvægt að íslenskt atvinnulíf sé í stakk búið að takast á við þau verkefni sem framundan eru og hafi nægt súrefni til þess að veita öfluga viðspyrnu.

Því er afar jákvætt og jafnvel táknrænt að sjá hlutabóta leiðina renna út og sjá vinnumarkaðsátakið „Hefjum Störf“ taka við. Eitt mikilvægasta verkefnið er að koma þeim sem hafa verið á hlutabótum aftur í virkni. Með þessu úrræði geta aðilar snúi aftur til fyrri starfa í fullu ráðningasambandi og fá fyrirtækin stuðning til þess í 4 mánuði. Þetta er rökrétt og skynsamlegt skref. Með þessu fá fyrirtæki í landinu stuðning til að starfa aftur á fullu afli þar til hjól atvinnulífsins verða farin að rúlla á eðlilegum hraða í haust.

Þetta er tímapunkturinn sem við snúum vörn í sókn. Það er bjart framundan og með kraftmikilli viðspyrnu munum við ná að grípa þau tækifæri sem framundan eru.

Klárum leikinn!

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á visir.is 3. maí 2021.

Categories
Fréttir

Kynningarblað á frambjóðendum í Suðvestur

Deila grein

03/05/2021

Kynningarblað á frambjóðendum í Suðvestur

Sjö verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri 8. maí 2021. Kosið verður um fimm efstu sætin. Talning atkvæða mun fara fram sunnudaginn 9. maí.

Kosið verður í lokuðu prófkjöri Framsóknar í Suðvesturkjördæmi laugardaginn 8. maí í Bæjarlind 14 – 16, Kópavogi, frá klukkan 10:00- 18:00.

Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar 5.-7. maí frá klukkan 16:00-19:00 í Bæjarlind 14 – 16, Kópavogi.

Kosið er um fimm efstu sætin og kjósandi setur tölustaf fyrir framan nafn þess sem hann vill kjósa, 1 fyrir framan þann sem hann vill í fyrsta sæti, 2 fyrir framan þann sem hann vill í annað sæti og svo framvegis upp í fimm sæti.

Athugið að ekki má merkja við færri eða fleiri frambjóðendur en fimm, annars verður atkvæðið ógilt.

Categories
Fréttir

Sjö í framboði í prófkjöri Framsóknar í Suðvesturkjördæmi

Deila grein

03/05/2021

Sjö í framboði í prófkjöri Framsóknar í Suðvesturkjördæmi

Sjö verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri 8. maí 2021. Kosið verður um fimm efstu sætin. Talning atkvæða mun fara fram sunnudaginn 9. maí.

Kosið verður í lokuðu prófkjöri Framsóknar í Suðvesturkjördæmi laugardaginn 8. maí í Bæjarlind 14-16, Kópavogi, frá klukkan 10:00- 18:00.
Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar 5.-7. maí frá klukkan 16:00-19:00 í Bæjarlind 14 – 16, Kópavogi.

Kosið er um fimm efstu sætin og kjósandi setur tölustaf fyrir framan nafn þess sem hann vill kjósa, 1 fyrir framan þann sem hann vill í fyrsta sæti, 2 fyrir framan þann sem hann vill í annað sæti og svo framvegis upp í fimm sæti.

Athugið að ekki má merkja við færri eða fleiri frambjóðendur en fimm, annars verður atkvæðið ógilt.

Í framboði eru:

Willum Þór Þórsson, Kópavogi – sækist eftir 1. sæti.

Ágúst Bjarni Garðarsson, Hafnarfirði – sækist eftir 2. sæti.

Linda Hrönn Þórisdóttir, Hafnarfirði – sækist eftir 2. sæti.

Anna Karen Svövudóttir, Hafnarfirði – sækist eftir 3. sæti.

Kristín Hermannsdóttir, Kópavogi – sækist eftir 3.-4. sæti.

Þórey Anna Matthíasdóttir, Hafnarfirði – sækist eftir 3.-4. sæti.

Ívar Atli Sigurjónsson, Kópavogi – sækist eftir 4. sæti.