Categories
Greinar

Jafnrétti er verkefni allra

Deila grein

20/06/2015

Jafnrétti er verkefni allra

Sigmundur-davíð19. júní er merkisdagur í sögu íslenskrar jafnréttisbaráttu. Þann dag fyrir 100 árum fengu íslenskar konur og verkamenn kosningarétt og kjörgengi til Alþings. Réttindi sem virðast sjálfgefin nú til dags en þóttu það ekki þegar Ísland varð eitt fyrstu landa heims til að tryggja konum kosningarétt. Síðan þá hefur 19. júní verið tileinkaður baráttunni fyrir jafnrétti á Íslandi.

Gríðarmikið hefur áunnist í jafnréttismálum. Þar geta Íslendingar reyndar státað af betri árangri en allar aðrar þjóðir. Þrátt fyrir það er mikilvægt að við höldum áfram baráttunni fyrir jöfnum tækifærum allra óháð kyni. Árangur jafnréttisbaráttunnar leiðir líka stöðugt í ljós ný verkefni til að takast á við. Nú eru til að mynda bætt staða drengja í skólakerfinu og betri kjör og réttindi kvenna í láglaunastörfum að fá aukna athygli sem mikilvæg verkefni í jafnréttisbaráttunni.

Jafnrétti kynjanna varða alla, fólk á öllum aldri og karla jafnt sem konur. Það er mikilvægt að sem flestir láti sig málefnið varða, líti á það sem skyldu sína að vinna að og verja jafnrétti. Það á að vera jafnmikið keppikefli karla og kvenna.

Karlar hafa tilefni til að fagna deginum í dag ekki síður en konur. Ekki aðeins vegna þess að karlmenn sem áður höfðu ekki notið kosningaréttar fengu þann rétt fyrir hundrað árum, heldur vegna þess að kosningaréttur kvenna er ekki síður fagnaðarefni fyrir karla en konur. – Á sama tíma og við vinnum að enn betri árangri í jafnréttismálum á Íslandi er mikilvægt að við látum gott af okkur leiða á sviði jafnréttismála í öðrum heimshlutum. Land sem er álitið öðrum fyrirmynd hefur skyldu til að hjálpa öðrum. Ísland nýtur mikillar virðingar á alþjóðavettvangi vegna árangurs á sviði jafnréttismála og fyrir vikið er því veitt athygli þegar fulltrúar okkar ræða þau mál.

Með því að hjálpa öðrum þjóðum að bæta stöðu sína á sviði kynjajafnréttis erum við ekki aðeins að vinna að réttlæti fyrir konur heldur um leið að bæta samfélögin að öllu leyti því fátt er betur til þess fallið að stuðla að framþróun á ólíkum sviðum og aukinni velmegun en aukið jafnrétti.

Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna verður Ísland áfram virkur þátttakandi í jafnréttisbaráttunni, meðal annars í verkefninu HeForShe (HeForHer) á vegum UN Women, sem ég hvet alla til að kynna sér á www.HeForShe.is

Stúlkur og piltar eiga að alast upp við að þau séu metin að verðleikum en ekki á grundvelli kyns. Þau eiga rétt á sömu framtíðardraumum og það er skylda okkar sem eldri erum að tryggja þeim sömu tækifæri til að láta þá drauma rætast.

Til hamingju með daginn íslenskir karlar og konur.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 19. júní 2015.

Categories
Fréttir

Jafnréttissjóður Íslands

Deila grein

20/06/2015

Jafnréttissjóður Íslands

ÞórunnÍ greinargerð með þingsályktunartillögu um jafnréttissjóð Íslands er forystumenn allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi leggja fram segir:
„Tillagan gerir ráð fyrir að stjórn Jafnréttissjóðs Íslands verði skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara, kjörnum til fimm ára af Alþingi. Lögð er áhersla á að stjórn sjóðsins eigi samvinnu við samtök kvenna, aðila á vinnumarkaði, ráðuneyti, skóla, sjóði og stofnanir um viðfangsefni sjóðsins. Miðað er við að sjóðurinn fái til verkefna sinna 100 millj. kr. á ári frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2020. Kveðið er á um að úthlutun úr sjóðnum fari fram 19. júní ár hvert og er með því lögð áhersla á þann sess sem kvenréttindadagurinn skipar í íslensku samfélagi.“
Ræða Þórunnar Egilsdóttur, alþingismanns og formanns þingflokks Framsóknarmanna, við aðra umræðu á hátíðarfundi á Alþingi 19. júní:
„Hæstv. forseti. Fyrir tæpum 160 árum fæddist á Haukagili í Vatnsdal kona sem átti eftir að marka fyrstu sporin í réttindabaráttu kvenna á Íslandi. Bríetar Bjarnhéðinsdóttur er minnst fyrir margra hluta sakir en í dag langar mig, með leyfi forseta, að biðja þingheim að fylgja mér vestur í Húnavatnssýslu árið 1872 þar sem Bríet skrifaði hugsanir sínar á blað, þá 16 ára gömul. Þessar hugsanir sýndi hún engum næstu 13 árin þar til þær birtust í Fjallkonunni árið 1885, undir dulnefninu Æsa.
„Það er næsta eftirtektarvert, hversu karlmenn halda öllu frelsi kvenna og réttindum í helgreipum … En þrátt fyrir öll rök sín og allar sínar mótbárur, geta þeir þó aldrei fært gildar ástæður fyrir þeirri skoðun sinni, að konur séu óhæfari til hvers konar framfara og menntunar en karlar, eða að þær eigi minni rétt og heimtingu til þess en þeir.“
„En því meiri furðu gegnir það, hve fáir hafa fundið köllun hjá sér til að rita um það málefni, sem þó má efalaust kallast eitt af hinum mikilvægustu, en það er um menntun og réttindi kvenna. Og þó getur naumast neinum blandast hugur um, að þetta mál má heita grundvöllur allrar sannrar menntunar og framfara.“
„… konan er sköpuð til þess að gegna sömu skyldum og njóta sömu réttinda og karlmaðurinn, að svo miklu leyti sem hæfileikar hennar og vilji leyfa. Hún er jafningi bræðranna og félagi mannsins.“
Þannig voru hugsanir hinnar 16 ára gömlu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur tveimur árum áður en Íslendingar fengu stjórnarskrá. Fyrir henni átti meðal annars síðar að liggja að stofna Hið íslenska kvenfélag, vera formaður Kvenréttindafélags Íslands um árabil, gefa út Kvennablaðið, verða ein fjögurra fyrstu kvenna kjörin í bæjarstjórn Reykjavíkur og fyrsta konan sem bauð sig fram til Alþingis eftir að konur fengu kosningarrétt og kjörgengi, svo eitthvað sé nefnt.
Íslendingar eiga Bríeti og öðrum sporgöngukonum og -körlum þessa tíma mikið að þakka.
Hugsjónin um jöfn réttindi kynjanna sem birtist í verkum þeirra hefur lifað og dafnað á Íslandi, styrkst og vaxið svo mjög að nú, 100 árum eftir að Ísland varð eitt fyrsta landið í heiminum til að veita konum kosningarrétt, er landið í efsta sæti í alþjóðlegum samanburði um jafnrétti kynjanna. Sá árangur var aldrei sjálfgefinn, heldur hefur náðst vegna ötullegrar og ódrepandi baráttu fólks af báðum kynjum alla tíð síðan.
En þrátt fyrir það er fullu jafnrétti ekki náð í íslensku samfélagi. Betur má ef duga skal. Sú hugsjón sem hin 16 ára Bríet Bjarnhéðinsdóttir setti á blað í íslenskri sveit fyrir 143 árum þarf áfram að brenna með íslenskum almenningi og stjórnvöldum. Við megum aldrei veita afslátt af hinni sjálfsögðu kröfu um jöfn mannréttindi allra þegna samfélagsins. Aldrei.
Hæstv. forseti. Það er ánægjulegt fyrir mig, sem þingmann Framsóknarflokksins, að rifja það upp að jafnréttissjóðurinn sem nú er í forsætisráðuneytinu var settur á fót í tilefni af 30 ára afmæli kvennafrídagsins í tíð Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Sá sjóður var settur á fót á grundvelli ríkisstjórnarsamþykktar. En hér erum við að fjalla um tillögu sem sett er fram með aðkomu allra flokka sem fulltrúa eiga á Alþingi. Það er vel og undirstrikar um leið hve mikilvægt málefnið er. Auk þess fer vel á því að sjóðurinn heyri undir forsætisráðuneytið. Með því er lögð þung áhersla á að jafnréttismál eru í raun málefni þess ráðuneytis og allra annarra ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, eins og reyndar Alþingis og dómstóla og allra opinberra stofnana.
Það er einnig mikilvægt að við látum gott af okkur leiða á sviði jafnréttismála í öðrum heimshlutum. Land sem nýtur þess heiðurs að vera álitið fyrirmynd í þessum málaflokki hefur skyldu til að nýta þá stöðu til að hjálpa öðrum.
Hæstv. forseti. Ég er sannfærð um að hinn nýi og öflugi Jafnréttissjóður Íslands eigi eftir að verða mikil lyftistöng og styrkja okkur til áframhaldandi forustu í þessum málaflokki, vera okkur vopn í baráttu sem aldrei má ljúka.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir var opinberlega baráttukona fyrir réttindum kvenna í 30 ár áður en konur fengu kosningarrétt og kjörgengi 19. júní 1915. Á þeirri baráttu þreyttist hún aldrei og ekki heldur þeirri köllun að vekja konur og karla til lags við þennan réttsýna málstað. Bríet lauk grein sinni í Fjallkonunni meðal annars á þessum orðum, ákalli sem á eins vel við í jafnréttisbaráttu dagsins í dag og fyrir 100 árum, með leyfi forseta:
„Það er vonandi, að menn taki nú þetta mál til alvarlegrar umhugsunar áður langt líður, og að það verði ekki aðeins hinir einstöku menn, sem hingað til hafa hafið máls á því, heldur almenningur.“
Góðir Íslendingar, konur og karlar, stelpur og strákar: Til hamingju með daginn!“

Categories
Fréttir

Ályktun LFK: Jafnrétti er ekki einkamál annars kynsins

Deila grein

19/06/2015

Ályktun LFK: Jafnrétti er ekki einkamál annars kynsins

logo-lfk-gluggiFramkvæmdastjórn Landssambands Framsóknarkvenna (LFK) fagnar tillögu formanna stjórnmálaflokkanna um jafnréttissjóð í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að m.a. konur fengu kosningarétt.
Þrátt fyrir að vera efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins í jafnrétti kynjanna er enn nokkuð í land að fullu jafnrétti sé náð á Íslandi. Afar jákvætt er að vinna eigi sérstaklega í því að ná enn lengra en sjóðinum er ætlað að styrkja verkefni til eflingar jafnréttis innanlands sem utan.

Mikilvægt er að styðja við konur í þeim löndum þar sem þær njóta ekki lagalegra réttinda á við karlmenn.
Í 52 ríkjum heims er ekki skilyrt í lögum að kynin njóti sömu réttinda. 26 ríki í heiminum í dag mismuna konum samkvæmt lögum um erfðarétt þar í landi. Efnahagslegt frelsi er grunnurinn að sjálfstæði kvenna en án þess eru þær dæmdar í fátækt og að vera háðar karlmönnum. Ísland á að vera fyrirmynd og í forystu í þessum mikilvæga málaflokki.
Jafnrétti er ekki einkamál annars kynsins og fagnar LFK áherslum UN Women um að auka þátttöku og skilning karla og drengja á mikilvægi þeirra í baráttu fyrir jafnari stöðu kynjanna.
Categories
Greinar

19. júní – „betur má ef duga skal“

Deila grein

19/06/2015

19. júní – „betur má ef duga skal“

Anna-Kolbrun-ArnadottirÞað er við hæfi að líta um öxl á þessum degi. Árið 1911 samþykkti Alþingi með miklum meirihluta frumvarp Hannesar Hafsteins um algert jafnrétti kynjanna til skólagöngu, námsstyrkja og embætta. Árið 1915, 19. júní, staðfesti konungur stjórnarskrána með réttindum kvenna, sem þær síðan hafa haft. Þessu ber að fagna og minnast, jafnvel 100 árum seinna. Við fögnum þessu í dag með hátíðarhöldum um allt land. En áfram þarf að vinna, það er ljóst að með jöfnum rétti kynja til skólagöngu var lagður grunnurinn að því jafnrétti sem við þekkjum hér á landi en það var og er ekki sjálfgefið.

Ísland er vissulega í fararbroddi á sviði jafnréttismála í alþjóðlegum samanburði, en betur má ef duga skal. Það eru enn verkefni sem við þurfum að vinna að eins og áður sagði, huga þarf að réttindum kvenna jafnt innan lands og utan. Launamunur kynjanna er enn til staðar hér á landi þó vísbendingar gefi nú til kynna að hann dragist saman. Einnig þarf að stuðla að og efla jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Við þurfum áfram að beita öllum hugsanlegum ráðum til þess að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og heimilisofbeldi, það á aldrei að líðast.

Hér hafa aðeins verið nefnd nokkur dæmi sem okkur ber að halda áfram að vinna að og það er mikilvægt að við hugum að jafnrétti á hverjum degi og minnumst þess jafnframt að samtakamáttur kvenna var og er mikill. Við megum ekki gleyma því að þegar konur komu saman á Austurvelli 1915 til að fagna kosningaréttinum var ákveðið að reisa spítala, ákvörðun sem velkst hafði fyrir körlum á Alþingi í mörg ár. Konur tóku málið að sér, hófu fjáröflun og Landsspítali reis.

Kæru konur um leið og við minnumst afreka innanlands er gott að við hugum einnig að konum utan landsteinanna, barnungar stúlkur eru enn þvingaðar í hjónabönd, umskurður kvenna viðgengst víða, stúlkum er meinaður aðgangur að menntun og eru jafnvel skotnar í höfuðið ef þær ákveða að sækja sér menntun þrátt fyrir augljósa hættu. Á þessum degi sem og aðra daga eigum við því einnig að sýna kynsystrum okkar stuðning hvar sem þær eru í heiminum.

Innilega til hamingu með daginn – höldum áfram að vera þær fyrirmyndir sem formæður okkar allra voru.

Anna Kolbrún Árnadóttir,
Formaður Landssambands Framsóknarkvenna.

Categories
Greinar

Afnám hafta skiptir okkur öll máli

Deila grein

18/06/2015

Afnám hafta skiptir okkur öll máli

ÞórunnElsa-Lara-mynd01-vefurAðgerðaáætlun um afnám fjármagnshafta hefur nú litið dagsins ljós. Um er að ræða heildstæða lausn sem setur hagsmuni almennings í forgang og byggjast aðgerðirnar upp á gagnsæi og viðurkenndri aðferðafræði.

Gríðarleg vinna hefur farið í undirbúning á þessu stóra og mikilvæga máli, sem skiptir öll heimili landsins miklu máli. Það er nú svo að allir Íslendingar tóku á sig verulegan skell í efnahagshruninu og þungar byrðar voru lagðar á landsmenn alla. Þess vegna er afar ánægjulegt að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur nú kynnt aðgerðir, sem eiga að tryggja að sú kollsteypa sem allir urðu fyrir, endurtaki sig ekki. Það verða ekki lagðar frekari byrðar á landsmenn vegna hafta.

Aðeins um tölur
Samkvæmt aðgerðaáætluninni hafa slitabú gömlu bankanna tvo möguleika til að koma sér út úr höftum. Annars vegar er um að ræða stöðugleikaframlag, en þá hafa slitabúin frest til ársloka 2015 til að uppfylla stöðugleikaskilyrðin. Ef slitabúin uppfylla ekki skilyrðin fyrir árslok verður lagður á þau stöðugleikaskattur. Skatturinn nemur 39% af heildareignum slitabúana og álagning fer fram hinn 15. apríl 2016. Skatturinn skal vera að fullu greiddur um mitt sama ár. Sama hvor leiðin verður farin er niðurstaðan sú sama fyrir þjóðarbúið: Losun hafta hefur ekki neikvæð áhrif á efnahagslífið og lífskjör almennings í landinu.

Áhrif á ríkissjóð
Nauðsynlegt er að lækka skuldir ríkissjóðs og ná niður þeim gríðarlega vaxtakostnaði sem greiða þarf á hverju ári. Vaxtagjöld ríkissjóðs fyrir þetta ár eru 77 milljarðar. Þessi fjárlagaliður er einn stærsti útgjaldaliður fjárlaga. Batnandi hagur ríkissjóðs mun birtast í batnandi hag almennings í landinu. Með lægri skuldum mun svigrúm aukast í ríkisfjármálum. Það getur orðið til þess að við höfum meiri möguleika en áður til að byggja upp okkar mikilvægu innviði og bæta grunnþjónustu samfélagsins. Aðalatriðið er að það verði gert í samræmi við ábyrga ríkisfjármálastefnu. Það er það sem skiptir öllu máli fyrir Íslendinga.

Svigrúmið sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talaði einn flokksformanna um í kosningabaráttunni árið 2015 er svo sannarlega til staðar. Það er 850 milljarðar.

Þórunn Egilsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir

Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. júní 2015.

Categories
Greinar

Vel gert!

Deila grein

16/06/2015

Vel gert!

Silja-Dogg-mynd01-vefPállGeir H. Haarde blessaði Ísland í frægri ræðu í sjónvarpssal þann 6. október árið 2008. Í ræðunni lýsti hann þeim efnahagserfiðleikum sem Ísland stóð frammi fyrir. Sama dag lagði hann fram frumvarp að neyðarlögum á Alþingi. Atburðarásin sem eftir fylgdi var ævintýraleg. Á Austurvelli loguðu eldar. Uppreisn fólksins og bylting. Á þessum miklu umbrotatímum í sögu þjóðarinnar tók Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við sem formaður Framsóknarflokksins.

Framsókn er flokkur heimilanna
Eftir að Geir H. Haarde baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt 26. janúar 2009 mynduðu vinstri flokkarnir minnihlutastjórn sem tók við völdum sex dögum síðar, þann 1. febrúar, og varði Framsóknarflokkurinn hana vantrausti. Framsókn setti fram þrjú skilyrði fyrir því að verja ríkisstjórnina falli. Þau voru að efna til stjórnlagaþings síðsumars 2009, að boðað yrði til þingkosninga í síðasta lagi 25. apríl 2009 og síðast en ekki síst að ráðist verði í miklar aðgerðir til hjálpar heimilum og fyrirtækjum í landinu. Síðasta loforðið sveik vinstri stjórnin. Skjaldborginni var slegið upp í kringum fjármálafyrirtækin, ekki heimilin. Íslenskum heimilum blæddi á meðan. Hlegið var að tillögum Framsóknar um 20% niðurfærslu stökkbreyttra húsnæðislána. Fyrirtækin réru lífróður og fólk missti vinnuna. Kaupmáttarskerðingin var gríðarleg og eignir brunnu upp. Það má ekki gleyma því að sumir þessara aðila hafa aldrei beðið þess bætur.

Þrennan
Vinstri stjórnin vildi samþykkja Icesave-samningana sem hefðu orðið til þess að núverandi og næstu kynslóðir Íslendinga tækju á sig gríðarlegar fjárhagslegar byrðar í erlendum gjaldeyri sem þjóðarbúið réð engan veginn við. Framsókn barðist gegn því og hafði sigur. Það var svo sannarlega kosið til þings að nýju vorið 2013 og þá vann Framsókn kosningasigur. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur leitt ríkisstjórnina sl. tvö ár með góðum árangri. Húsnæðislán heimilanna hafa verið leiðrétt og nú liggur fyrir áætlun um losun hafta. Forystumenn Samfylkingarinnar létu hafa eftir sér að þeir teldu nánast ómögulegt að afnema höftin án upptöku evru. Svo er ekki. Sú áætlun sem nú liggur fyrir er vel unnin og flestir sem hafa tjáð sig um hana hafa lýst ánægju sinni og telja hana betri en menn þorðu að vona.

Lækka skuldir ríkissjóðs
Ríkir almannahagsmunir liggja að baki afnámsáætlun stjórnvalda en hún byggist á gagnsæi og viðurkenndri aðferðafræði. Lausnin byggist á jafnræði, virðir lög og alþjóðlegar skuldbindingar. Hún stuðlar jafnframt að því að gengi krónunnar endurspegli raunhagkerfið eftir losun hafta. Í dag er ríkissjóður að greiða um 80 milljarða í vexti á ári en með þessari aðgerð gæti vaxtagreiðsla ríkisins lækkað um ca 35 til 40 milljarða sem samsvarar um 75% af rekstrarkostnaði Landspítalans.

Haftaafnámsferlið er grundvallað á hagsmunum heimilanna og fyrirtækja enda er það skilyrði aðgerðanna að raunhagkerfið taki ekki út frekari aðlögun en þegar er orðin. Svigrúmið er til staðar og það verður nýtt til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, öllum landsmönnum til heilla. Nánari upplýsingar um afnám hafta má finna á vef fjármálaráðuneytisins.

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Páll Jóhann Pálsson

Greinin birtist í DV 12. júní 2015.

Categories
Greinar

Hugmynd sett í framkvæmd – stóru orðin standa

Deila grein

16/06/2015

Hugmynd sett í framkvæmd – stóru orðin standa

Hjálmar Bogi HafliðasonÞað er draumur hvers manns að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Öll fáum við hugmyndir sem okkur langar til að verði að veruleika en aðeins brot af öllum þeim birtist okkur í raunveruleikanum. Allir stjórnmálamenn eiga sér drauma og setja þá fram í von um fylgi við málstað sinn. Eitt er að setja fram hugmynd og eiga drauma en hitt að sjá málstað sinn verða að veruleika.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við völdum fyrir tveimur árum og ljóst að margt hefur áunnist á þeim tíma, unnið að öðru og ýmislegt sem betur mátti fara. Það breytir því ekki að einu stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar hefur verið hrint í framkvæmd og til stendur losun gjaldeyrishafta. Slíkt var draumur og hugmyndir margra stjórnmálamanna.

Stór orð um losun gjaldeyrishafta féllu fyrir alþingiskosningar árið 2013. Þau orð standa. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hefur komið hugmyndum margra stjórnmálamanna og draum annarra í framkvæmd. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs hyggst verja hagsmuni þjóðarinnar með hagsmuni allra að leiðarljósi en ekki sérhagsmuni. Hótun um stöðugleikaskatt tryggir stöðu stjórnvalda og þrýstir á kröfuhafa að fallast á skilyrði stjórnvalda. Þessi leið er skynsamleg og leiðir til jafnvægis í kerfinu. Leið sem á sér ekki fordæmi í samtímanum og út fyrir hefðbundnar leiðir í efnahagsmálum. Sigmundur Davíð forsætisráðherra reynist því maður orða sinna, stóru orðanna sem aðra stjórnmálamenn dreymdi og höfðu hugmyndir um. Stóru orðin standa sama hvaða skoðun og viðhorf fólk hefur.

Þessi áætlun felur í sér mikil tímamót og eftir mikla vinnu forsætis- og fjármálaráðuneytis, Seðlabanka Íslands og ýmissa sérfræðinga hefur henni verið hrint í framkvæmd.

Hjálmar Bogi Hafliðason

Greinin birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2015.

Categories
Greinar

Vilji og staðfesta

Deila grein

15/06/2015

Vilji og staðfesta

SIJAfnám hafta er farið af stað. Ítarleg útfærsla á aðgerðunum var kynnt þann 8. júní síðastliðinn og óhætt að segja að viðbrögðin við þeirri kynningu hafi verið mikil og góð. Allt frá árinu 2009 hefur Framsóknarflokkurinn barist fyrir hagsmunum almennings og þjóðarinnar í heild. Þar hefur réttlæti og sanngirni spilað stórt hlutverk hjá flokknum. Eftir að síðasta ríkisstjórn tilkynnti að meira ætti ekki að gera fyrir heimilin í landinu var nóg komið. Sigmundur Davíð talaði alltaf um að svigrúm myndi skapast við afnám hafta og að leita þyrfti allra leiða til að hámarka það svigrúm, almenningi og þjóðinni til heilla.

Framsóknarfólk fékk svo sannarlega að heyra það í aðdraganda síðustu kosninga, bæði þegar talað var um leiðréttingu á skuldum heimilanna og glímuna við kröfuhafa föllnu bankanna. Ýmis orð voru notuð, sem ekki verða höfð hér eftir, til að lýsa því hversu fráleitur málflutningur flokksins var. Nú hefur það heldur betur komið í ljós að full innistæða var fyrir loforðum Framsóknarflokksins. Það hefur flokkurinn einfaldlega sýnt í framkvæmd það sem af er kjörtímabilinu.

Málflutningurinn skýr frá upphafi
Sigmundur Davíð, formaður Framsóknarflokksins, mætti í þáttinn Forystusætið á RÚV fyrir kosningarnar 2013. Þar spurðu fréttamenn hann ítrekað hvernig Framsóknarflokkurinn gæti leyft sér að tala með allt öðrum hætti en aðrir flokkar sem í framboði voru til þings, með öðrum hætti en fjölmargir sérfræðingar, fræðimenn og aðrir og lofa einhverju sem ekki væri fast í hendi. Þar svaraði formaðurinn því til að málið væri í raun og veru mjög einfalt og skýrt. Ríkið hefði öll þau tæki sem þyrfti til að ná fram þeirri niðurstöðu sem væri ásættanleg fyrir Ísland.

Næst sagði annar fréttamaður þáttarins formanninn vera að lofa því að á næstu fjórum árum myndi þetta svigrúm skapast, upp á 300 milljarða króna. Fréttamennirnir sögðu aðra flokka ekki hafa talað með þetta afdráttarlausum hætti eins og Framsóknarflokkurinn gerði á þessum tíma. Sigmundur Davíð sagði að ef menn hefðu viljann og væru fastir fyrir, hefði ríkið öll þau tæki sem þyrfti til þess að þrýsta enn frekar á samninga. Þessi málflutningur Framsóknarflokksins fyrir kosningar 2013 er nákvæmlega í takt við þá leið sem nú hefur verið boðuð af ríkisstjórninni við afnám hafta, orð hans fyrir tveimur árum lýsa einmitt því sem er að eiga sér stað með áætlun ríkisstjórnarinnar í dag.

Höldum áfram veginn
Gjaldþrot bankanna þriggja á Íslandi var eitt það stærsta í heiminum. Ríkissjóður hefur verið gríðarlega skuldsettur frá efnahagshruni og hefur sú staða hamlað ýmsum mikilvægum framkvæmdum. Nauðsynlegt er að nota fjármunina til að greiða niður skuldir við Seðlabanka Íslands og ríkið. Slík niðurgreiðsla gæti lækkað skuldir ríkisins um tugi prósenta og jafnframt sparað ríkinu vaxtagreiðslur um tugi milljarða á ári. Það sjá allir að þeim fjármunum er betur varið í aðra hluti. Með þessum aðgerðum er verið að tryggja hagsmuni almennings á Íslandi til framtíðar. Til hamingju með áfangann!

Sigurður Ingi Jóhannsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 15. júní 2015.

Categories
Fréttir

Heildstæð aðgerðaáætlun til losunar fjármagnshafta kynnt

Deila grein

12/06/2015

Heildstæð aðgerðaáætlun til losunar fjármagnshafta kynnt

  • Sigmundur-davíð1.200 milljarða króna vandi leystur og stöðugleiki tryggður
  • Stöðugleikaskilyrði og stöðugleikaskattur á slitabú fallinna fjármálafyrirtækja
  • Gjaldeyrisuppboð fyrir aflandskrónueigendur í haust

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fyrir Alþingi tvö frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem saman leggja grundvöll að heildstæðri aðgerðaáætlun um afnám fjármagnshafta.

Ríkir almannahagsmunir krefjast þess að losun fjármagnshafta nái fram að ganga án þess að efnahagslegum og fjármálalegum stöðugleika sé ógnað. Markmið fyrirliggjandi áætlunar byggist á því meginsjónarmiði að höftum verði lyft í áföngum án þess að jafnvægi í hagkerfinu verði raskað og án þess að ríkissjóður eða almenningur taki á sig auknar fjárhagslegar byrðar.
Heildarumfang vandans sem tekið er á í aðgerðaráætlun stjórnvalda nemur um 1.200 milljörðum króna. Eignirnar felast í krónueignum slitabúa fallinna fjármálastofnana að fjárhæð 500 milljarða, kröfum slitabúanna í erlendri mynt gagnvart innlendum aðilum að fjárhæð 400 milljarða og aflandskrónum í eigu erlendra aðila að fjárhæð 300 milljarðar. Með afnámsáætlun stjórnvalda er komið í veg fyrir að þessar eignir flæði inn á gjaldeyrismarkað og hafi þannig neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð þjóðarbúsins.
Stöðugleikaskilyrði og stöðugleikaskattur á slitabú fallinna fjármálafyrirtækja
Lausn stjórnvalda gagnvart slitabúum fallinna fjármálafyritækja er tvíþætt: Annars vegar eru sett fram stöðugleikaskilyrði og hins vegar er lagður á stöðugleikaskattur. Stöðugleikaskilyrðin hafa verið samþykkt af ráðherranefnd um efnahagsmál og stýrinefnd um losun fjármagnshafta,  en þeim er ætlað að koma í veg fyrir óæskileg áhrif vegna útgreiðslu fjármuna. Ljúki slitabú nauðasamningum fyrir árslok geta þau fengið að flytja fjármagn að því gefnu að þau uppfylli stöðugleikaskilyrðin, en að öðrum kosti verða þau felld undir stöðugleikaskattinn. Með frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, er ætlunin að einfalda þær reglur sem gilda um framkvæmd nauðasamningsumleitana fjármálafyrirtækja frá því sem nú er. Auk þess er í frumvarpinu ákvæði um að frumvarp að nauðasamningi fjármálafyrirtækis skuli ekki hljóta staðfestingu héraðsdómara nema fyrir liggi mat Seðlabanka Íslands um að það raski ekki stöðugleika í gengis- og peningamálum eða fjármálastöðugleika.
Með frumvarpi um stöðugleikaskatt er lagður til 39% einskiptis skattur á heildareignir fallinna viðskiptabanka eða sparisjóða, eins og þær verða metnar 31. desember 2015. Skattinum er ætlað að mæta þeim neikvæðu áhrifum sem leiða myndu af óskertri útgreiðslu fjármuna í tengslum við lok slitameðferðar skattaðila. Eftir að skatturinn hefur verið greiddur, og að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, fá skattaðilar undanþágu frá lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Þeir aðilar sem nú sæta slitameðferð en ljúka henni með staðfestum nauðasamningi fyrir 31. desember 2015 teljast ekki til skattskyldra aðila.
Að auki er breytingum á lögum um gjaldeyrismál, sem Alþingi samþykkti í gærkvöldi, ætlað að treysta forsendur aðgerða ríkisstjórnarinnar til losunar fjármagnshafta og vega á móti þeirri áhættu sem skapast þegar fjármagnshreyfingar og gjaldeyrisviðskipti tiltekinna aðila eru losuð í skrefum.
Saman mynda þessi frumvörp heildstæða áætlun um lausn á þeim vanda sem útgreiðsla fjármuna frá föllnum fjármálafyrirtækjum til kröfuhafa við uppgjör þeirra myndi hafa að óbreyttu. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti geti orðið 682 milljarðar króna að teknu tilliti til frádráttarheimildar, en skattupphæð án frádráttar nemur tæpum 850 milljörðum króna. Stöðugleikaskilyrðin leysa vandann með áþekku umfangi og stöðugleikaskattur en samkvæmt annarri aðferðafræði og nálgun.
Mikilvægt er að fjármunir sem renna til ríkisins vegna stöðugleikaskilyrða eða skatts hafi ekki óæskileg áhrif á peningamagn eða önnur þensluhvetjandi áhrif sem gætu raskað efnahagslegum stöðugleika. Verður þessum fjármunum, eftir því sem tækifæri gefast, varið til lækkunar skulda hins opinbera, enda hefur ríkissjóður borið mikinn kostnað af hruni fjármálakerfisins.  Þegar uppgjör slitabúanna og losun fjármagnshafta er lokið verður stórum óvissuþætti eytt um efnahag ríkissjóðs og gert er ráð fyrir að vaxtaálag og vaxtakostnaður lækki umtalsvert.
Gjaldeyrisuppboð fyrir aflandskrónueigendur
Aflandskrónur skapa vanda við losun fjármagnshafta þar sem um er að ræða auðseljanlegar krónueignir erlendra aðila sem gera má ráð fyrir að hefðu veruleg áhrif á gengisstöðugleika ef tilraun væri gerð til að losa þær út allar í einu. Aflandskrónuvandinn er leystur með uppboði á gjaldeyri og sölu skuldabréfa í íslenskum krónum og evrum með endurgreiðsluferli sem samræmist greiðslujöfnuði þjóðarbúsins. Eigendur aflandskróna geta valið milli þriggja kosta: Gjaldeyrisuppboðs, fjárfestinga í ríkisskuldabréfum til lengri tíma eða vaxtalausra og læstra reikninga. Uppboðsaðferðin tryggir að böndum verður komið á allar aflandskrónur. Þeir aflandskrónueigendur sem nýta uppboðið til að bjóða í gjaldeyri í skiptum fyrir íslenskar krónur munu greiða fyrir það álag og bera þannig nauðsynlegan kostnað af því að losna undan fjármagnshöftum.
Nánari upplýsingar er að finna á www.fjr.is/afnam

Categories
Fréttir

Aðgerðaáætlunin er heildstæð lausn sem byggist upp á gagnsæi og viðurkenndri aðferðafræði

Deila grein

11/06/2015

Aðgerðaáætlunin er heildstæð lausn sem byggist upp á gagnsæi og viðurkenndri aðferðafræði

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, fór yfir nokkur atriði í störfum þingsins í gær er vörðuðu fréttaflutning sem birst hefur vegna haftamála.
„„Losun hafta ætti ekki að hafa áhrif á gengi íslensku krónunnar“ er fyrirsögn á frétt sem birtist í fréttum í gær. Í fréttinni segja þeir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, að það eigi að vera hægt að losa um höftin án þess að það hafi áhrif á gengi krónunnar. Þeir telja að sú áætlun sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar kynnti á dögunum muni styrkja nýgerða kjarasamninga og viðhalda stöðugleika. Hér sýnir það sig vel að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um afnám hafta er heildstæð lausn sem byggist upp á gagnsæi og viðurkenndri aðferðafræði. Hér eru öllu dekri við kröfuhafana hætt og loksins eru hagsmunir almennings settir í forgang,“ sagði Elsa Lára.
„Einnig langar mig að vitna í orð Sigurðar Hannessonar, en hann segir í frétt sem birtist í morgun að sú fullyrðing stjórnarandstöðunnar að aðgerðaáætlun um afnám hafta byggi á áætlun sem gerð var 2011 sé bara alls ekki rétt. Málið er að afnámsáætlun síðustu ríkisstjórnar tók ekki til slitabúa, annaðhvort gleymdu þeir kröfuhöfunum eða fannst að það mætti nota skuldsettan gjaldeyrisforða til að borga þá út, eins og sumir þeirra lögðu til. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tekur á 1.200 milljarða vandamáli, þar af eru slitabúin 900 milljarðar. Heildarlausnin liggur því í að tekið sé á slitabúunum,“ sagði Elsa Lára.
Ræða Elsu Láru Arnardóttur: