Categories
Fréttir

Jöfnum raforkukostnað að fullu

Deila grein

11/03/2015

Jöfnum raforkukostnað að fullu

PállLög um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku voru samþykkt á Alþingi þann 3. mars. Markmið laganna er að jafna raforkukostnað dreifbýlis og þéttbýlis og er mikilvægt skref í þá átt að jafna aðstæður til búsetu á landinu öllu. Samkvæmt lögunum verður lagt sérstakt jöfnunargjald á þá raforku sem dreifiveitur taka á móti frá flutningskerfi Landsnets.
Í ræðu sinni við 2. umræðu um frumvarpið á Alþingi fagnaði Páll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins því að málið væri nú loks komið til afgreiðslu þó hann hefði viljað að það næði fram að ganga fyrir áramót. Páll Jóhann benti á að kostnaður við dreifingu raforku er mun meiri í dreifbýli en í þéttbýli og að dreifbýlisgjaldskrár veitna séu því talsvert hærri en gjaldskrár sem gilda fyrir dreifingu raforku í þéttbýli.
Að óbreyttu liggi því fyrir að hækka þyrfti frekar taxta í dreifbýli þar sem færri geti staðið undir kostnaðinum við það kerfi. Á meðan fjölgi hins vegar notendum í þéttbýli og þar með aukist hagkvæmni þess kerfis.
Nauðsynlegt er að bregðast við þessari þróun og á því er tekið í frumvarpinu með því að tekið verði upp í áföngum sérstakt jöfnunargjald á raforku sem fer um dreifikerfi dreifiveitna til að standa undir fullum jöfnuði kostnaðar við dreifingu raforku.
Páll Jóhann vísaði til þess að vilji hefði komið fram hjá ríkisstjórinni til lengri tíma stefnumótunar um að niðurgreiða að fullu kostnað við flutning og dreifingu raforku til húshitunar frá og með árinu 2016.
„Ég held að það sé fullur vilji hjá öllum til þessa,“ sagði Páll Jóhann, „þannig að ég get ekki annað en fagnað þessu skrefi, en við erum ekki hætt. Við ætlum okkur að jafna kostnaðinn algerlega og ég vona að fólk verði sammála og samstiga í því.“
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Af börnum og brjóstarhöldurum

Deila grein

10/03/2015

Af börnum og brjóstarhöldurum

Jóhanna María - fyrir vefMóðir skrifaði frásögn á netið, þar segir hún frá upplifun sem byrjaði með símtali frá skóla dóttur hennar. Hún var beðin um að koma úr vinnu þar sem dóttir hennar hefði lent í stimpingum við annan nemanda. Þegar hún mætir er henni heldur brugðið að ganga inn í herbergi fullt af fólki. Þarna sat dóttir hennar ásamt skólastjóranum, umsjónakennara, samnemanda og foreldrum hans ásamt umsjónamanni árgangsins. Samnemandi dóttur hennar, sem var karlkyns, sat með blóðugt nef og konan fann strax hvernig horft var ásakandi á sig. Þá voru málin reifuð, drengurinn hafði verið að fikta í brjóstarhaldara dóttur hennar og þrátt fyrir að hafi beðið hann um að hætta, sagt umsjónakennaranum frá því hvað hann væri að gera þá hélt drengurinn áfram og náði að lokum að opna brjóstarhaldarann hennar. Þegar hann náði því kýldi hún drenginn tvisvar.
Móðirin lét sér hvergi bregða og spurði hvort hún hefði verið kölluð úr vinnu til að athuga hvort hún og dóttir hennar ætluðu að kæra drenginn fyrir kynferðislega áreitni. Þá kom annað hljóð í belginn. Atvikið var „ekki svo alvarlegt“ að mati viðstaddra og móðirin beðin um að slaka á og hugsa aðeins hvað hefði gengið á. Dóttirin benti réttilega á að hún hefði beðið drenginn um að hætta og þegar hún hafði látið kennarann vita fékk hún bara svar um að láta sem ekkert væri og þá myndi hann hætta þessu.
Móðirin spurði þá kennarann af hverju hann hefði leyft þetta í stað þess að ganga á milli og stoppa drenginn. Í beinu framhaldi spurði hún hvort hún mætti snerta klofið á honum eða hvort hann gæti ekki opnað brjóstarhaldarann á móður drengsins, svona fyrst þetta væri allt svo smávægilegt og eðlilegt. Það urðu allir orðlausir, kennarinn hélt áfram að benda á að dóttir hennar hefði kýlt drenginn. Móðirin sagði það ekkert skrýtið, hún hefði verið að verja sig fyrir kynferðislegri áreitni.

Þetta er spurningin, hvenær hætti stríðni að vera bara stríðni, hvenær er það orðið kynferðisleg áreitni og hvað kennum við börnum með því að segja : „Hundsaðu þetta bara“?

Ef ókunnugur maður myndi strjúka lærið á dóttur þinni eða opna brjóstarhaldara hennar án samþykkis, þá yrðir þú brjáluð/brjálaður. Það á ekki að vera öðruvísi þó þar sé á ferð jafnaldri hennar. Ef barninu líður illa vegna hegðun samnemenda verður að taka á því.
Ein lélegasta afsökun fyrr og síðar hjá kennurum sem nenna ekki að taka á málunum hefur verið: „Hann er bara skotinn í þér.“ Og hvað með það?
Það réttlætir það ekkert að viðkomandi reyndi að kyssa mig í frímínútum, sló mig í rassinn frammi á gangi eða potaði í brjóstið á mér þegar ég vildi það ekki, bað hann um að hætta og jafnvel ýtti honum í burtu.
Við sátum nokkrar yfir kaffibolla um daginn og vorum að ræða þessi mál. Sem stelpur fengum við áhugalaus skilaboð um að láta þetta framhjá okkur fara, hundsa viðkomandi eða að taka þessu sem hrósi því „hann væri bara skotinn“.

Talandi um kolröng skilaboð. Voru skilaboðin s.s. að segja ekki frá því ef einhver snerti okkur á óviðeigandi hátt, að láta sem ekkert væri þó það væri verið að káfa á okkur og verst af öllu að þykja við eftirsóknarverðar ef einhver elti okkur á röndum til að snerta okkur og kyssa, gegn okkar vilja. Allt þetta er alveg jafn alvarlegt þó viðkomandi sé jafnaldri manns. 12 ára stelpa sem er kannski að byrja á kynþroskaskeiðinu á skilið að fá heilbrigðari skilaboð út í lífið en þetta.

Og hvaða skilaboð gefum við ungum strákum með því sama? Að það sé í lagi að snerta stelpur þó þær vilji það ekki því þær segja ekki frá og ef þær gera það er þeim sagt að hundsa þetta.
Svona hegðun væri ekki liðin á kennarastofunni, að sögukennarinn læddist að stærðfræðikennaranum og klipi í rassinn á henni. Þegar hún snéri sér að honum og spyr hvað þetta eigi að þýða þá komi líffræðikennarinn aðsvífandi og segði kæruleysislega: „Hvaaaða, láttu bara eins og ekkert sé, no biggie!“

Hugsum aðeins um hvaða skilaboð við sendum börnum, það hefur áhrif á þau út lífið. Jafningjafræðsla er orðin svo mikilvægur þáttur af menntun barna og hana þarf að byrja sem fyrst. Er það ekki líka tilgangur skóla, að kenna þeim eitthvað sem þau eiga eftir að nota út lífið.

Jóhanna María Sigmundsdóttir

Greinin birtist í DV 6. mars 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Hver er þinn réttur?

Deila grein

10/03/2015

Hver er þinn réttur?

Elsa-Lara-mynd01-vefurFjármögnunarfyrirtækið Lýsing, hefur tapað nokkrum dómsmálum á undanförnum mánuðum. Um er að ræða mál sem rekin hafa verið fyrir héraðsdómi og einnig í Hæstarétti. Oft er um að ræða mál sem hafa fordæmisgildi fyrir aðra lánasamninga, er hafa verið gefnir út hjá fjármögnunarfyrirtækinu.

Í síðustu viku tapaði Lýsing tveimur dómsmálum vegna gengistryggðra lána í Hæstarétti Íslands. Ágreiningur í málunum laut að því hvort lántakendur gætu borið fyrir sig fullnaðarkvittanir vegna greiddra vaxta frá stofndegi lánasamningsins til maí 2010, vegna þess hluta lánanna sem bundnir voru ólögmætri gengistryggingu.

Talið er það séu allt að 10 þúsund lánasamningar sem dómarnir í síðustu viku geta haft áhrif á. Því miður virðist það vera svo að hver og einn sem hefur gengistryggðan lánasamning, sem hafi sömu lánaskilmála og dæmdir voru ólögmætir, þurfi að sækja mál sitt til að fá réttlætinu fullnægt. Það mun þó koma í ljós á næstu dögum eða vikum, samkvæmt tilkynningu á vef Lýsingar. Sá háttur hefur verið hafður á hingað til í þessum málum, innan þessa fjármögnunarfyrirtækis.

Lögfræðingurinn sem sótti málin í síðustu viku gegn Lýsingu telur að allar varnir fjármögnunarfyrirtækisins séu brostnar. Þeir dómar sem hafi fallið séu fordæmisgefandi og nái til mikils hluta lána, af þessu tagi. Lána sem Lýsing hefur til þessa hafnað útreikningi á.

Óþolandi og ólíðandi vinnubrögð

Í ræðum mínum í Störfum þingsins í síðustu viku, ræddi ég framgang fjármála- og fjármögnunarfyrirtækja í málum sem þessum. Málum þar sem þessi fyrirtæki neita að endurreikna lán, nema einstaklingar fari í mál til að leita réttar síns. Þrátt fyrir að samskonar lán, með sömu lánaskilmála hafi verið dæmd ólögmæt bæði fyrir héraðsdómi og í Hæstarétti. Margir þeirra sem standa í þessum sporum finnst erfitt að sækja mál sín. Finnst það bæði kostnaðarsamt og flókið. Vegna þessara þátta er talsverður fjöldi einstaklinga sem fer á mis við það sem þau geta átt rétt á. Þessi vinnubrögð fjármála –  og fjármögnunarfyrirtækja eru algjörlega óþolandi og ólíðandi með öllu.

Hvað getur þú gert?

Það eru lögfræðingar sem sérhæfa sig í málum sem þessum. Nokkrir þeirra bjóða þeim sem eru m.a. með gengistryggð lán, upp á forathugun á lánunum. Sú athugun kostar ekki neitt. Að henni lokinni er hægt að fá að vita með talsverðri vissu, hvort lánið falli undir sömu skilmála og hafa verið dæmdir ólögmætir fyrir dómstólum. Ef svo er þá er jafnframt hægt að fá grófa áætlun um áætlaða inneign hjá fjármála – eða fjármögnunarfyrirtækinu. Ef áhugi er síðan fyrir að stefna fyrirtækinu, þá taka lögfræðingarnir málskostnaðargjald fyrir það. Þeir einstaklingar sem hafa fjölskyldutryggingar eru margir tryggðir fyrir þeim kostnaði. Það ætti öllum að vera auðvelt að hafa samband við tryggingarfélagið sitt og kanna stöðu sína í þessum málum.

Hvað getur Alþingi gert?

Nauðsynlegt er að endurskoða lög um neytendavernd og tryggja með öllu að fjármála – og fjármögnunarfyrirtæki, geti ekki leikið þennan leik til framtíðar. Endurskoða þarf lög og reglugerðir um fjármála- og fjármögnunarfyrirtæki og skerpa betur á réttindum neytenda, með það í huga að neytandinn beri ekki einn ábyrgð ef efnahagsleg áföll eiga sér stað. Ábyrgðin verður einnig að liggja hjá lánveitanda. Auk þessa hefur verið kallað eftir endurskoðun á skilyrðum til gjafsókna, m.a. að kanna hvort hægt sé að endurskoða þau tekjuviðmið sem sett eru fram í skilyrðum umsóknar.

Elsa Lára Arnardóttir

Greinin birtist í DV 10. mars 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Grænt kynlíf

Deila grein

08/03/2015

Grænt kynlíf

Jóhanna María - fyrir vefOrðið þalöt ber ekki mikið yfir sér, en þalöt eru efni sem hafa þá eiginleika að mýkja plast. Vegna eiginleika þeirra eru þau vinsæl í iðnaði og m.a. notuð í framleiðslu leikfanga og húsbúnaðar.

Einhvern tíma var það mikið í umræðunni að karlmenn ættu að forðast það að drekka úr plastglösum og flöskum því það gæti valdið ófrjósemi. Sumir hristu hausinn en þarna var í raun umræða um skaðsemi þalata sem hefur verið þekkt um áratugaskeið. Unnið hefur verið markvisst að því að banna og takmarka notkun þeirra til verndar heilsu almennings. Notkun þalata hér á landi er ekki mikil en þau geta fundist í innfluttum vörum. Eftirlit með þalötum í innfluttum vörum er gott í dag en mætti vera betra, þá er helst notast við tilkynningar á evrópskum markaði sem og frá nágrannalöndum til að gæta þess að vörur sem innihalda þalöt komist ekki í dreifingu hérlendis. Ábyrgðin er þó á hendi framleiðenda, þeir eiga að tryggja að vörur sem innihalda þalöt komi ekki á markað.

Það er mikilvægt að fólk sé meðvitað um hvar þalöt er að finna. Þá geta hjálpartæki ástarlífsins, sem eru misjöfn að gæðum og gerðum, innihaldið þalöt. Sleipiefni og smokkar geta einnig verið úr eða innihaldið mýkt plastefni.

Til að vísa aftur í umræðuna um ófrjósemi hérna ofar þá geta þalöt haft skaðleg áhrif á frjósemi bæði hjá körlum og konum, þau geta einnig skaðað fóstur. En fóstur og nýfædd börn eru viðkvæmust fyrir þessum efnum. Það er mikilvægt fyrir ungar konur og konur á barneignaraldri að forðast þalöt, því fái þær þalöt í líkama sinn geta þau borist í ófætt barn og skaðað þroska þess. Það á líka við um lítil börn sem eiga eftir að taka út mikinn þroska, en sem dæmi hafa þalöt fundist í brjóstamjólk.

Eins og kemur fram í svari umhverfisráðherra við fyrirspurn um þalöt sem lagt var fram í vikunni þá hefur notkun skaðlegustu þalatanna í leikföngum og öðrum vörum sem börn geta komist í snertingu við minnkað til muna en í staðinn eru notuð þalöt sem talin eru minna skaðleg. Þalöt eru eftir sem áður notuð við framleiðslu vöru úr PVC-plasti sem þarf að vera mjúk og sveigjanleg.

En þalöt hafa ekki einungis áhrif á okkur mennina því þau brotna misvel niður í umhverfinu og hafa mælst víða. Á sumum stöðum getur lífríkinu stafað hætta af þeim svo endurvinnsla, förgun og meðferð hluta sem innihalda þalöt er einnig mikilvæg.

Jóhanna María Sigmundsdóttir

Greinin birtist í Morgunblaðinu 7. mars 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Viðbrögð við afbrotum barna – sáttamiðlun

Deila grein

07/03/2015

Viðbrögð við afbrotum barna – sáttamiðlun

líneikLíneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, ræddi viðbrögð við afbrotum barna og þá sérstaklega sáttamiðlun í störfum þingsins í vikunni. En umboðsmaður barna sendi innanríkisráðherra nýlega bréf um viðbrögð við afbrotum barna. Þar er komið inn á sáttamiðlun og mikilvægi hennar sem úrræði fyrir börn sem hafa brotið af sér. Er ráðherra spurður m.a. um notkun á þessu úrræði á síðustu árum. Jafnframt er spurst fyrir um framtíðarsýn ráðherra varðandi úrræði.
„Tilraunaverkefni í sáttamiðlun hófst hér á landi árið 2006. Sáttamiðlun byggist á hugmyndafræði uppbyggilegrar réttvísi og felur í sér að leitast er við að ná sáttum milli þess sem brýtur af sér og brotaþola. Úrlausn minni háttar mála er færð til einstaklinganna sjálfra sem gefur möguleika á skjótvirkari meðferð mála. Á sama tíma er ákveðinn þungi tekinn af ákæruvaldinu. Sáttamiðlun er talin henta sérstaklega vel fyrir börn og ungmenni þar sem þau þurfa að horfast í augu við afleiðingar háttsemi sinnar og bæta fyrir brot sitt,“ sagði Líneik Anna.
Og hún bætti við: „Slíkt er almennt talið mun betur til þess fallið að hafa uppbyggileg og þroskandi áhrif en hefðbundnar refsingar. Er því ljóst að sáttamiðlun er það úrræði sem er best í samræmi við hagsmuni og réttindi barna og hefur barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna sérstaklega hvatt aðildarríki til að beita úrræðum sem byggja á uppbyggilegri réttvísi.“
„Mér finnst fullt tilefni til að allsherjar- og menntamálanefnd kynni sér svar hæstv. ráðherra þegar þar að kemur og leiti frekari upplýsinga ef tilefni verður til,“ sagði Líneik Anna að lokum.
Ræða Líneikar Önnu Sævarsdóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Er þá ekki kominn tími til að gefa orðum sjómanna gaum?

Deila grein

07/03/2015

Er þá ekki kominn tími til að gefa orðum sjómanna gaum?

Páll„Í gær flutti ég þingheimi aflafréttir af miðunum allt í kringum landið þar sem smábátar tvíhlaða sama daginn, togarar og stórir línubátar mokfiska á öllum grunnum og djúpum,“ sagði Páll Jóhann Pálsson, alþingismaður, í upphafi ræðu sinnar störfum þingsins í vikunni. Í framhaldi vakti hann svo athygli þingheims á nýrri frétt um stærð norsk–íslenska síldarstofnsins. En fram er komið að stofninn sé 6,2 milljónir tonna en ekki 3,5 milljónir tonna eins og Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur miðað við, samkvæmt útreikningum norskra fiskifræðinga.
Norskir sjómenn og útgerðarmenn hafa lengi dregið í efa mælingar fiskifræðinga á þessum stofni  eða allt frá því að hann fór að mælast minni ár eftir ár allt frá árinu 2009.
„Sjómenn og útgerðarmenn vilja veiða meira og telja að miklu meira sé af fiski í sjónum. Viti menn, vísindamennirnir féllust á að hlusta á reynslumikla sjómenn. Ekki veit ég hvort þeir voru orðnir leiðir á tuðinu, alla vega varð það úr að fiskifræðingar í Noregi og sjómenn tóku höndum saman og skipulögðu einn viðamesta rannsóknarleiðangur til þessa á norsk-íslenska hrygningarstofninum og var hann farinn á nokkrum norskum fiskiskipum. Markmið leiðangursins var að mæla hrygningarstofn síldarinnar á þann hátt sem fiskifræðingar og fiskimenn töldu bestan. Árangurinn lét ekki á sér standa, allt bendir til þess að hrygningarstofninn mælist tæpum þremur milljónum tonna stærri, það munar um minna,“ sagði Páll Jóhann.
„Getum við Íslendingar, og þá íslenskir vísindamenn, lært eitthvað af þessu nú þegar þorksgengdin er eins og fiskimenn segja og aflatölur staðfesta? Er þá ekki kominn tími til að gefa orðum sjómanna gaum? Vorrall Hafró stendur nú yfir og bind ég miklar vonir við að niðurstöður verði í takti við veiðina hjá fiskimönnunum, annars er eitthvað mikið að. Fiskifræðingar verða að hlusta eftir röddum þeirra sem hafa umgengist Íslandsmið í tugi ára,“ sagði Páll Jóhann að lokum.
Ræða Páls Jóhanns Pálssonar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Neytendavernd verði tryggð í nýjum lögum um gengistryggð krónulán

Deila grein

06/03/2015

Neytendavernd verði tryggð í nýjum lögum um gengistryggð krónulán

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, hefur beðið samflokksþingmenn sína í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis að halda vel til haga neytendavernd við alla vinnu við frumvarp er heimilar fjármálastofnunum að veita gengistryggð krónulán.
„Ég hljóma eflaust eins og biluð plata þegar ég segi næstu setningar: Núna, nokkrum árum eftir hrun, eru enn einstaklingar og fjölskyldur í landinu sem sitja eftir með sárt ennið, eru með gengistryggð lán, sams konar lán og dæmd hafa verið ólögmæt, með sams konar lánaskilmála og dæmdir hafa verið ólögmætir, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti, en of margir af þessum einstaklingum fá ekki leiðréttingar á lánum sínum nema að sækja mál sitt fyrir dómstólum. Það er algjörlega óþolandi,“ sagði Elsa Lára á Alþingi í vikunni og bætti við, „við megum ekki horfa upp á sama ástand skapast aftur.“
Ræða Elsu Láru Arnardóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Fæðingarþjónusta verið skert

Deila grein

05/03/2015

Fæðingarþjónusta verið skert

Silja-Dogg-mynd01-vefFæðingarþjónusta hefur nokkuð verið til umfjöllunar á liðnum misserum. Hefur verið kallað eftir skýrri stefnumótun stjórnvalda til hagsbóta fyrir fjölskyldur. Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra þar sem m.a. er leitað svara við hvort að á einhvern hátt sé komið til móts við fólk er þarf að ferðast langan veg. Litlum fæðingarstöðum hefur verið lokað eða þá þjónustan mikið skert. En Silja Dögg vill fá svör við eftirfarandi spurningum:

  1. Hve margar fæðingardeildir eru starfandi á landinu nú og hvernig hefur þróunin verið undanfarin tíu ár?
  2. Á hvaða sjúkrastofnunum eru starfræktar fæðingardeildir?
  3. Hve margar fæðingar hafa verið á hverri fæðingardeild sl. fimm ár?
  4. Hvernig er komið til móts við þær konur sem ekki eiga kost á fæðingarþjónustu í heimabyggð?
  5. Standa þeim konum og fjölskyldum þeirra íbúðir til boða í nágrenni við fæðingarstað? Ef svo er, hvar eru þær íbúðir, hvernig er þeim úthlutað og hvernig eru þær kynntar? Ef svo er ekki, stendur þá til að breyta því fyrirkomulagi þannig að verðandi mæður og makar þeirra geti dvalið í nágrenni við fæðingardeild og sótt um opinbera styrki fyrir þeim kostnaði sem af hlýst?
  6. Telur ráðherra að fjölga þurfi fæðingarstöðum út um land til að bæta öryggi fæðandi kvenna og ef svo er, hvernig telur ráðherra best að standa að þeirri uppbyggingu?

Hér má nálgast fyrirspurnina á vef Alþingis.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Auðveldum einstaklingum og heimilum að sækja rétt sinn

Deila grein

04/03/2015

Auðveldum einstaklingum og heimilum að sækja rétt sinn

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, vakti máls í störfum þingsins á erfiðleikum margra einstaklinga sem standa í ströngu við fjármálastofnanir og ýmis fjármögnunarfyrirtæki.
„Það er í of mörgum tilvikum sem fjármálastofnanir og ýmis fjármögnunarfyrirtæki hundsa þá dóma sem hafa fallið og það er að öllu leyti óásættanlegt. Margir þeirra einstaklinga sem standa í þessum sporum eiga erfitt með að sækja rétt sinn, það er bæði kostnaðarsamt og einnig getur það verið mjög flókið,“ sagði Elsa Lára.
„Er ekki kominn tími til að liðka fyrir ýmsum þáttum sem gera einstaklingum og heimilum landsins mögulegt að fá vissu í sín mál?
Ef við reynum að skoða lausnir í þeim málum væri mögulegt að endurskoða þau skilyrði sem sett eru fram um gjafsókn mála. Væri ekki gagnlegt til dæmis að hækka þau mörk sem sett eru fram um tekjur? Nú er það svo að einstaklingur má ekki hafa meira en 2 millj. kr. í heildarárstekjur fyrir skatt og hjón mega ekki hafa meira en 3 millj. kr. í heildarárstekjur fyrir skatt ef þau eiga að uppfylla öll skilyrði fyrir að fá gjafsókn. Hvernig má það vera að þeir sem eru á atvinnuleysisbótum eða á lægstu launum í landinu, eru of tekjuháir fyrir þetta ferli? Þetta þarf að hugsa upp á nýtt,“ sagði Elsa Lára.
„Því má fagna að á kjörtímabilinu hefur fyrningarfrestur hefur verið lengdur í málum sem varða endurupptöku á því að kanna hvort lán séu ólögmæt eða ekki. Við þurfum þó að halda áfram og jafnvel hugsa upp á nýtt hluti sem munu auðvelda einstaklingum og heimilum landsins að sækja rétt sinn,“ sagði Elsa Lára að lokum.
Ræða Elsu Láru Arnardóttur:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Aflabrögð helst rædd í sjávarplássum

Deila grein

04/03/2015

Aflabrögð helst rædd í sjávarplássum

PállPáll Jóhann Pálsson, alþingismaður, gerði í störfum þingsins í gær að umtalsefni aflabrögðin sem eru helst rædd í sjávarplássum en ekki svo oft í ræðustól Alþingis.
„Nánast sama hvar er á landinu, alls staðar er landburður af fiski, aðallega boltaþorski sem æskilegastur er til hrygningar að mati fiskifræðinga en einnig smár þorskur ef leitað er sérstaklega. Ekki þykir það fréttnæmt þótt smábátar tvíhlaði sama daginn og gildir það jafnt á netum eða línu, togarar og stóru línuskipin liggja í landi einn til tvo daga með fullfermi og bíða löndunar, rétt eins og loðnubátarnir. Fiskur á hverjum krók uppi í fjöru við Suðurnesin, úti á banka, úti í dýpunum og úti í kanti. Jökuldýpið, Jökultungan, Flákinn, Víkurállinn og norður úr, Húnaflóinn, Skagagrunn og austur úr, Austfirðir eins og þeir leggja sig og suður í Hornafjarðardýpi og grunn og kantar vestur fyrir Eyjar, allt fullt af fiski. Sú var tíðin að kostnaðarsamt var fyrir fiskiskipaflotann að leita uppi þorskinn og allt of mörg skip voru um þá fáu fiska sem fundust. Þess vegna var brugðist við með miklum niðurskurði og skömmtunarkerfið sett á, kvótakerfið,“ sagði Páll Jóhann.
„Nú er vandamálið að fá ekki of mikið í einu og mestur tími fer í að velja réttar tegundir og réttar stærðir eftir því sem markaðurinn kallar á. Við síðustu mælingu á þorskstofninum komu fram vangaveltur hjá fiskifræðingum um að skortur væri á fæði fyrir þann þorsk sem var að vaxa og að hver einstaklingur þyngdist ekki nóg. Í vetur mældist mikið af loðnu og útbreiðslan nánast hringinn í kringum landið þannig að nú hlýtur að vera nóg æti fyrir stóran þorskstofn til að moða úr,“ sagði Páll Jóhann.
„En hvað með ýsuna?,“ spurði Páll Jóhann og hélt áfram: „Nú er mikil niðursveifla í ýsustofninum og þá mætti draga þá ályktun að vandamálið væri að finna ýsuna eins og þorskinn forðum, en því miður eða öllu heldur sem betur fer, er því öfugt farið og mestur tími hjá flotanum fer í að forðast ýsu. Ýsan veiðist á svæðum sem hún sást ekki á fyrir nokkrum árum, t.d. fyrir Norðurlandi. Fyrir tveimur árum var nóg að fara niður fyrir 90 faðma, þá vorum við lausir við ýsuna. Nú er tækifæri til að nýta tæknivæddan sjávarútveg til að skapa meiri verðmæti fyrir land og þjóð.“
Ræða Páls Jóhanns Pálssonar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.