Categories
Greinar

Okkar sameiginlega sköpunarverk

Deila grein

08/12/2014

Okkar sameiginlega sköpunarverk

Silja-Dogg-mynd01-vefAtvinnumálin á Suðurnesjum hafa verið í brennidepli í mörg ár. Árið 2006 hurfu mörghundruð störf vegna brotthvarfs bandaríska hersins og tveimur árum síðar hrundi íslenska bankakerfið. Helguvíkurverkefnið hefur ekki gengið sem skyldi og nú glímir Reykjanesbær við gríðarlega erfiða fjárhagslega stöðu. Hvað er til ráða og hver á að gera hvað? Er einhverra breytinga að vænta? Svarið er já og öll gegnum við mikilvægu hlutverki í umbreytingunni sem framundan er.

Sérkennileg þróun
Á sama tíma og störf hurfu af svæðinu þá fjölgaði íbúum Reykjanesbæjar um mörg prósent. Reynslan sýnir hins vegar að þegar störfum fækkar þá fækki íbúum jafnframt, þ.e. íbúar leita venjulega til staða þar sem störf er að finna. Hér var því öfugt farið. Afleiðingar þessarar öfugþróunar þekkjum við of vel; atvinnuleysi og stóraukinn kostnaður félagsþjónustunnar. En þrátt fyrir að hér sé enn mesta atvinnuleysi á landsvísu þá tala atvinnurekendur um að erfitt sé að fá fólk til vinnu. Þeir sem sækja um mæta jafnvel ekki eða seint og illa þegar til kemur. Slæmt er ef rétt reynist.

Lausn í sjónmáli
Helguvíkin er enn ekki farin að skila því sem væntingar stóðu til. Staðreyndin er sú að bæjaryfirvöld fóru í kostnaðarsamar framkvæmdir án þess að hafa vilyrði stjórnvalda fyrir ríkisstyrk. ESA reglur um opinberan stuðning setja ríkisvaldinu þröngar skorður um með hvaða hætti slíkur stuðningur má vera til að teljast lögmætur. Núverandi iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín, hefur markvisst að málinu síðan hún tók við ráðuneytinu og vonandi finnst viðunandi lausn innan tíðar.

Störf á næsta leyti
Hið opinbera býr ekki til störf. Alþingi og ríkistjórn móta rammann en það er fólkið, heimamenn sem búa til atvinnutækifærin. Þar reynir á sköpunargáfuna, dugnað og úthald. Frá því að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tók við vorið 2013 hefur iðnaðar- og viðskiptaráðherra gert þrjá fjárfestingasamninga um verkefni á Suðurnesjum, m.a. við örþörungaverksmiðjuna Algalíf á Ásbrú, United Silicon kísilverksmiðju í Helguvík og Thorsil. Þessi fyrirtæki munu skapa hundruð starfa í framtíðinni. Til viðbótar við einstök verkefni má nefna að frumvarp iðnaðarráðherra um ívilnanir vegna nýfjárfestinga mun styðja við atvinnuuppbyggingu um allt land, ekki síst á Suðurnesjum. Eitt af fyrstu verkum ráðherra var tryggja lönd á Vatnsleysuströnd fyrir lagningu Suðvesturlínu og tryggja þar með orkuflutning sem er nauðsynleg undirstaða áframhaldandi uppbyggingar atvinnulífsins.

En við getum öll gert betur. Öll gegnum við mikilvægu hlutverki og berum ábyrgð, því samfélagið er við sjálf.

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist á vf.is 6. desember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Tekjurnar aukast og hallalaus ríkisrekstur

Deila grein

04/12/2014

Tekjurnar aukast og hallalaus ríkisrekstur

Vigdís HauksdóttirÖnnur umræða fjárlaga hófst á Alþingi í gær og verið framhaldið í dag. Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar mælti fyrir nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar og fór yfir áform meirihlutans.
Fjárlaganefnd hefur haft frumvarpið til umfjöllunar eftir að málið gekk til hennar þann 12. september. Fjölmargir gestir hafa verið kallaðir fund nefndarinnar, þar má nefna fulltrúa 43 sveitarfélaga, fulltrúa landshlutasamtaka sveitarfélaga, fulltrúa allra ráðuneyta, Hagstofunnar, Ríkisendurskoðunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Seðlabanka Íslands auk annarra gesta.

  • Nefndarálit um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015. Frá meirihluta fjárlaganefndar.
  • Breytingartillaga við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015. Frá meirihluta fjárlaganefndar.

Fór Vigdís yfir í ræðu sinna að forgangsraðað hefur verið í þágu grunnþátta samfélagsins, heilbrigðismála, menntamálin, samgöngumál, þ.e. aukið fé í flugvelli, vegi og ljósleiðaravæðingu landsins.
Á næstu missirum verður kynnt losun hafta og samninga við kröfuhafa þannig að þá skapast svigrúm til þess að ríkið geti grynnkað á skuldum sínum. Vaxtakostnaðurinn nemur í dag hærri fjárhæð en öll framlög ríkisins til reksturs Landspítalans og Sjúkratrygginga Íslands. „Miklar skuldir ríkissjóðs eru ávísun á að börn okkar og barnabörn muni að öllu óbreyttu ekki njóta sömu lífsgæða og núverandi kynslóðir,“ sagði Vígdís.
„Mikið vantar upp á að skilningur sé í stjórnkerfinu á mikilvægi hagræðingar og forgangsröðunar innan ríkiskerfisins. Meiri hluti fjárlaganefndar vekur sérstaklega athygli á verkefnum um útboð og innkaup ríkisstofnana. Aðföng í rekstri ríkisstofnana nema um 130 milljörðum kr. á ári. Ljóst er að endurbætur á innkaupaferlum geta skilað umtalsverðri hagræðingu fyrir ríkissjóð og ríkisstofnanir. Innkaup eru á hendi fjölmargra aðila og því er mikilvægt að leggja innkaupaaðilum í hendur markvisst verklag og skilvirk verkfæri til þess að árangur verði sem mestur. Almenn útboð á vöru eða þjónustu og rammasamningsútboð eru slík verkfæri,“ sagði Vígdís.
„Fyrir réttu ári skilaði hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar tillögum sínum. Meiri hluti fjárlaganefndar telur að of hægt gangi að koma þeim til framkvæmda. Af 95 tillögum sem voru á ábyrgðarsviði einstakra ráðherra hefur nú 14 tillögum verið hrundið í framkvæmd, 53 tillögur eru í vinnslu og 17 eru í forathugun. 11 tillögur eru ekki hafnar eða verða ekki framkvæmdar. Meiri hlutinn leggur ofuráherslu á að framkvæmdarvaldið komi þessum tillögum í framkvæmd sem fyrst til að ná fram enn frekari sparnaði í ríkisrekstrinum,“ sagði Vígdís ennfremur.
Framlög til Íbúðalánasjóðs hafa numið 53,5 milljörðum kr. frá árinu 2009 og að öllu óbreyttu verða framlögin 5,7 milljarðar kr. á árinu 2015. Að þeim meðtöldum hafa framlögin frá árinu 2009 numið svipaðri fjárhæð og nemur byggingarkostnaði nýs Landspítala.
Ríkisútvarpið fær aukið 181,9 millj. kr. skilyrt framlag til rekstrar í þessum tillögum. Sú tímabundna fjárheimild er háð þeim skilyrðum að fram fari vinna á fjárhagslegri endurskipulagningu Ríkisútvarpsins. Þá verði útborgun fjárheimildarinnar enn fremur háð því að haldbærar rekstraráætlanir séu lagðar fram þar sem fram komi hvernig starfsemi stofnunarinnar verði komið á réttan kjöl og hún verði sjálfbær til frambúðar.
Að meirihluta áliti fjárlaganefndar standa auk Vigdísar, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ásmundur Einar Daðason, Willum Þór Þórsson, Haraldur Benediktsson og Valgerður Gunnarsdóttir.
Framsaga Vigdísar Hauksdóttur formanns fjárlaganefndar:

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

03/12/2014

B – hliðin

Jóhanna María - fyrir vefHanna María, sýnir B – hliðina og hún segir, m.a. þetta: „Ég held líka að við séum frekar heppin í þingflokknum hvað það varðar að ná vel saman“.
Fullt nafn: Jóhanna María Sigmundsdóttir.
Gælunafn: Hanna María, Hannsa.
Aldur: 23 ára.
Hjúskaparstaða? Einhleyp.
Börn? Engin, en á rosalega mikið í börnum systkina minna.
Hvernig síma áttu? Svona svartan epla síma.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Fræðslu- og gamanþættir. Það léttir lundina að hlæja og svo er alltaf gaman að læra meira og fræðast um eitthvað nýtt.
Uppáhalds vefsíður: Ef ég skoða toppsíðurnar í vafranum þá er þar að finna althingi.is, youtube.com, bbl.is og trendnet.is.
Besta bíómyndin? A Hard days night, svarthvít og klassísk.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég er virkilega alæta á því sviðinu, en eldri tónlist nær betur til mín, The Shadows, Vilhjálmur Vilhjálmsson, The Beatles, The Platters, Haukur Mortens, Ellý…
Uppáhaldsdrykkur: Ísköld ógerilsneydd mjólk.
Hvað finnst þér best að borða? Lambakjötið hefur sjaldan brugðist.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? Út á gólfið – Hemmi Gunn.
Ertu hjátrúarfull? Ég hélt ekki, en ég hendi samt annað slagið salti yfir öxlina við eldamennskuna.
Hverslags viðfangsefni myndirðu ekki leggja nafn þitt við? Það er mat í hverju máli fyrir sig, en til að mynda er ég mótfallin því að leyfa sölu áfengis í öðrum verslunum heldur en verslunum ÁTVR, sem hefur komið mörgum á óvart vegna aldurs míns. Önnur viðfangsefni eru m.a. ofbeldi, einelti og Evrópusambandið.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Auðvitað horfir maður upp til foreldra og systkina. En ég leit mikið upp til Guðna Ágústssonar, hann gat fengið fólk til að hlægja en einnig til að hlusta þegar alvaran átti við. Ég vildi þróa það með mér að geta fengið fólk til að hlusta en einnig til að brosa.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Simbi afi sem sagði alltaf það sem honum brann í brjósti, mikill samvinnuhugsjónar maður.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Bjarkey Gunnarsdóttir og Katrín Júlíusdóttir.
Hver eru helstu áhugamálin? Landbúnaður, félagsmál, matreiðsla, hönnun og tónlist.
Besti vinurinn í vinnunni? Elsa mín í NV er mín stoð og stytta og svo er óendanlega gott að hafa Gunnar Braga og Ásmund („strákana okkar“) með okkur. Ég held líka að við séum frekar heppin í þingflokknum hvað það varðar að ná vel saman.
Helsta afrekið hingað til? Hingað til er það að komast inn á Alþingi sem kjörinn fulltrúi og þar með vera yngst í sögu lýðveldisins til að komast þar inn, en er hvergi nærri hætt í að afreka meira.
Uppáhalds manneskjan? Ég get ekki gert upp á milli í fjölskyldunni. Foreldrar mínir og systkini styðja mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og reyna að tala um fyrir mér þegar það á við, þegar eitthvað gleðilegt kemur upp er ekki nóg að hringja bara í einn fjölskyldumeðlim, það er öll línan tekin.
Besti skyndibitinn? Skútupylsa í Skútunni á Akranesi og Kleifarbúinn-pizza í Besta bitanum á Patreksfirði.
Það sem þú borðar alls ekki? Hrútakjöt *hrollur*
Lífsmottóið? Til að forðast gagnrýni skaltu segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert.
Þetta að lokum: Við ákveðum sjálf hvenær tindinum er náð og hvar hann er, ekkert er ómögulegt.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Heilbrigðiskerfið í forgang

Deila grein

03/12/2014

Heilbrigðiskerfið í forgang

Karl_SRGB_fyrir_vefHeilbrigðiskerfið okkar er ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins. Við erum öll sammála um það að niðurskurður síðari ára var alltof mikill og gekk nánast af heilbrigðiskerfinu dauðu. Grunnþjónustan skertist til muna og biðlistar lengdust. Laun lækna hafa nánast staðið í stað frá árinu 2008.

Hér þurfti að snúa við blaðinu.

Fjárlög þessa árs bera vitni um áherslubreytingar til batnaðar. Ríkisstjórnin setur heilbrigðiskerfið í forgang og hefur okkur sannarlega tekist að snúa við blaðinu. Fjárlög sýna það svart á hvítu. Kostnaðarhlutdeild sjúklinga, sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, lækkar og þátttaka einstaklinga í lyfjakostnaði minnkar um 5%, með 150 milljóna króna aukinni greiðsluþátttöku ríkisins. Lyfjakostnaður sjúklinga lækkar jafnframt með lækkun efra þreps VSK úr 25,5% í 24%. Framlög til Landspítalans hafa aldrei verið hærri en á fjárlögum nú – frá stofnun spítalans – eða 49,4 milljarðar króna. Framlag vegna hönnunar nýs Landspítala hefur verið stóraukið um sem nemur 875 milljónum króna.

Sérstök framlög til rekstrar og stofnkostnaðar heilbrigðisstofnana aukast um rúman 2,1 milljarð króna. Rekstrarframlög til heilbrigðismála almennt eru aukin, tækjakaup á landsbyggðinni um 100 milljónir króna, styrking á rekstrargrunni heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva um 100 milljónir króna og FSA um 50 milljónir króna.

Læknar eru í verkfalli, já. Það er skilningur fyrir því eftir langt fjársvelti. Samningaviðræður eru í gangi milli lækna og stjórnvalda. Vildum við að búið væri að semja? Já, auðvitað. Gætu viðræður gengið hraðar fyrir sig? Mögulega. En ferlið er flókið og að mörgu þarf að huga. Samningsniðurstaða er vissulega aðkallandi en mikilvægt er að sem flestir geti unað við hana og að almenn sátt ríki um niðurstöðuna.

Það er þreytandi að hlusta á endalausa neikvæðni ákveðinna aðila innan stjórnarandstöðunnar þegar kemur að jákvæðum hlutum, eins og stórauknum framlögum til Landspítalans. Hér ættu allir að vera sammála. Vissulega þarf að gera meira fyrir Landspítalann til að vinna upp uppsafnaðan vanda eftir gríðarlegan niðurskurð á síðasta kjörtímabili. Því neitar enginn. Enda er það stefna þessarar ríkisstjórnar að koma heilbrigðiskerfinu í það stand sem við viljum að það sé í. Slíkur viðsnúningur á sér ekki stað á einni nóttu. Það er langhlaup.

Karl Garðarsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 3. desember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Motivating men to fight for gender equality

Deila grein

28/11/2014

Motivating men to fight for gender equality

Gunnar bragi_SRGB_fyrir_vefGender inequality is one of the most significant human rights and development challenges facing the world. It harms women and girls and limits the potential of communities and nations. The effort to promote gender equality is too often seen as a “women’s issue”, with only women interested or responsible. But gender inequality is a global challenge and to solve it we must bring men and boys into the conversation. In essence, we need to tear down the stereotypes of men and women that are reinforced among men. Men are not only the problem; men are part and parcel of the solution and need to assume responsibility for the way things stand.

Twenty years ago, the Fourth World Conference on Women resulted in the most progressive blueprint ever for advancing women’s rights.  But in 2014, too many inequalities still exist, in politics, business, the law, culture, education and beyond. Our progress is stagnating on a global scale.

The problems are serious. In many parts of the world, rape is not considered a crime, violence of all kinds against women is routine, and forced prostitution is not uncommon. Even in countries where progress in gender equality has been achieved, women earn less than men, do not have equal representation in parliaments, hold too few executive positions, and are slotted into gender-specific professions.

The involvement of men in the effort to achieve gender equality is widely recognised as a necessity. Countless UN Goodwill Ambassadors have spoken of the vital role men must play in mobilising communities, speaking out against inequality and sexism, and taking action against this pressing global issue, most recently through the HeForShe campaign.

At the UN General Assembly in September this year Iceland and Suriname launched the “Barbershop Conference”, to be held in New York 14-15 January 2015. The Barbershop conference is an initiative that aims at activating men and boys in the fight for gender equality and changing the discourse among men and boys. We believe that by having men talk about masculinity and gender equality with other men we may get a different kind of insight and may produce innovative ways of engaging, mobilizing and motivating men to fight for gender equality and address unhealthy stereotypes of masculinity.

The focus of the Conference is ending violence against women – the most pervasive violation of human rights and an unacceptable manifestation of gender-based discrimination and inequality. In particular, men will be encouraged to look at their own attitudes and behaviour and how they relate to the perpetuation of men’s violence against women. Various studies have shown linkages between rigid definitions of what it means to be a man or a woman and men’s use of violence against women. And in a wide variety of settings, the most consistent predictor of attitudes condoning violence against women is beliefs about appropriate roles for men and women. With the Barbershop Conference initiative, Iceland adds its weight to the Liberal International’s important Campaign on the Istanbul Convention.

The Barbershop Conference is not a question of the men “taking it from here” but rather of men facing up to the issues. We extend an invite to join us in this debate. And our hope is that the Barbershop conference in New York will be a meaningful contribution to change hearts and minds and towards for gender equality.

Gunnar Bragi Sveinsson

Greinin birtist í Liberal International Human Rights Bulletin 26. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Mikil skuldabyrði heimila hægir á efnahagsbata

Deila grein

27/11/2014

Mikil skuldabyrði heimila hægir á efnahagsbata

frosti_SRGB_fyrir_vefWillum Þór ÞórssonÍ skýrslu AGS frá 2012 um horfur í heimsbúskapnum var Ísland í hópi ríkja þar sem skuldabyrði heimilanna var einna mest. Hlutfall skulda íslenskra heimilanna náði 133% af vergri landsframleiðslu (VLF) árið 2010. Að mati AGS getur mikil skuldsetning heimila bæði dýpkað niðursveiflur í hagkerfi þjóða og hægt á efnahagsbata. Það sé því mikilvægt að draga úr skuldsetningu.

Skuldastaða íslenskra heimila fer batnandi
Skuldastaða heimilanna hefur farið batnandi frá 2010, ekki síst vegna gengislánadóma, 110% leiðar bankanna og heimilin hafa lagt kapp á að greiða upp skuldir og dregið úr neyslu. Eftir að höfuðstólslækkun verðtryggðra lána og séreignarsparnaðarleið hefur nýst að fullu er útlit fyrir að heildarskuldir íslenskra heimila verði komnar í 90% af VLF og húsnæðislán í rúm 60% af VLF. Með leiðréttingunni mun eiginfjárstaða 54 þúsund heimila styrkjast og um fjögur þúsund aðilar færast úr því að eiga minna en ekki neitt yfir í að eiga jákvætt eigið fé í fasteignum sínum. Þótt þetta sé mikil framför er skuldsetning íslenskra heimila eftir sem áður hærri en góðu hófi gegnir.

Lægri skuldsetning heimila eykur stöðugleika og hagvöxt
Eftir því sem skuldsetning heimila er meiri því líklegra er að efnahagsáföll þjóðarbúsins verði meiri og afturbatinn hægari. Þetta kemur fram í skýrslu AGS frá 2012 um efnahagshorfur í heiminum og er byggt á greiningu á hagtölum frá fjölda ríkja undanfarna þrjá áratugi. Í sömu skýrslu kemur fram sú skoðun að djarfar efnahagsaðgerðir til lækkunar á skuldum heimila geti flýtt umtalsvert fyrir því að hagkerfi rétti úr kútnum eftir áföll. Það er ekki tilviljun að bæði í aðdraganda kreppunar miklu í Bandaríkjunum 1930 og fjármálakreppunar 2008, höfðu skuldir heimila farið hraðvaxandi.

Skuldavandi víðar en á Íslandi
Á meðan skuldir íslenskra heimila hafa farið lækkandi, hafa skuldir heimila í ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við, ýmist staðið í stað eða hækkað. Í Noregi og Sviss hafa skuldir heimila vaxið, en staðið í stað í Danmörku og Hollandi. Skuldir heimila í Hollandi námu í árslok 2012 um 127% af VLF.

Á Íslandi er nú spáð góðum hagvexti og minnkandi atvinnuleysi á meðan útlit er fyrir slakan hagvöxt og viðvarandi atvinnuleysi í mörgum evrópuríkjum, ekki síst þeim ríkjum sem búa við evruna. Í Bandaríkjunum hefur skuldsetning heimila hins vegar farið minnkandi og hagvöxtur farið vaxandi.

Góðar horfur fyrir íslensk heimili
Hagvöxtur næstu ára mun halda áfram að bæta lífskjör hér á landi svo um munar. Það mun veita heimilunum mikilvægt tækifæri til að draga enn frekar úr skuldsetningu sinni. Leiðréttingin er mikilvæg efnahagsaðgerð sem eflir viðnámsþrótt hagkerfisins, eykur hagvöxt og bætir þannig lífskjör almennt í landinu.

Frosti Sigurjónsson og Willum Þór Þórsson

Greinin birtist í Viðskiptablaðinu 20. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

26/11/2014

B – hliðin

Eygló HarðardóttirÍ þessari viku er það félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir, sem sýnir B – hliðina. „Styrkur hinna smáu liggur í samvinnu og gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup.“
Fullt nafn: Eygló Þóra Harðardóttir.
Aldur: 41.
Hjúskaparstaða? Gift Sigurði E. Vilhelmssyni.
Börn? Hrafnhildur Ósk (14) og Snæfríður Unnur (8).
Hvernig síma áttu? Samsung Galaxy S4.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Morðgátur og matreiðsla. Ekkert betra en skammtur af Miss Marple og Anthony Bourdain No Reservations.
Uppáhalds vefsíður: nytimes.com, guardian.co.uk, dn.se, bbc.co.uk/food, arla.se og foodnetwork.com.
Besta bíómyndin? Svo margar … the Commitments, the Breakfast Club, La Reine Margot, G.I. Jane, Star Trek (2009), öll Alien serían, the Murder on the Orient Express (1974) og Hringadróttinssaga e. Peter Jackson. Nú þegar fer að líða að jólum er einnig notalegt að kíkja á Die Hard seríuna með Bruce Willis og the Long Kiss Goodnight með Geena Davis og Samuel Jackson.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Popp, r&b og blues.
Uppáhaldsdrykkur: Kolsýrt vatn.
Hvað finnst þér best að borða? Allur matur er góður, svo lengi sem hann er vel eldaður. Lengi vel var indverskur matur í miklu uppáhaldi, en hef verið að prófa mig áfram með ítalskan, franskan, amerískan og breskan mat auk þess að norræn matur er alltaf að verða betri og betri.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? River deep, mountain high eða Hung up með Madonnu.
Ertu hjátrúarfull? Nei.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Móðir mín og Vigdís Finnbogadóttir.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Móðir mín, Vigdís Finnbogadóttir, Hillary Clinton og eiginmaður minn.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra.
Hver eru helstu áhugamálin? Stjórnmál, vinnan, matreiðsla og útsaumur.
Helsta afrekið hingað til? Fimmtán ára gott og hamingjuríkt hjónaband og dætur mínar.
Besti skyndibitinn? Kjötbollurnar í Ikea.
Það sem þú borðar alls ekki? Súrsaðan mat og hákarl.
Lífsmottóið? „Styrkur hinna smáu liggur í samvinnu og gefstu ekki upp, velgengni í lífinu er langhlaup“. Geðráðin 10 eru einnig mjög góð lífsmóttó.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

33. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA

Deila grein

26/11/2014

33. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA

logo-framsokn-gluggi33. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA verður haldið 10.-12. apríl 2015 í Reykjavík, en boðun þingsins var samþykkt á miðstjórnarfundi Framsóknar á Hornafirði um liðan helgi.
Framsóknarflokkurinn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.
FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans. Á flokksþingi skal kjósa formann Framsóknarflokksins og skal hann jafnframt vera formaður miðstjórnar flokksins. Þá skal á flokksþingi kjósa varaformann, ritara og tvo skoðunarmenn reikninga. Einnig skal kjósa tvo meðstjórnendur í laganefnd og tvo til vara. Ennfremur skal kjósa tvo meðstjórnendur siðanefndar og tvo til vara.
flokksthingHvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Fulltrúatala skal miðast við félagatal eins og það liggur fyrir á skrifstofu flokksins 30 dögum fyrir flokksþing, þó að teknu tilliti til gr. 2.4. Um fyrirkomulag kosninga fulltrúa fer eftir lögum einstakra aðildarfélaga. Aðildarfélög skulu tilkynna val sitt á fulltrúum á flokksþing til skrifstofu flokksins eigi síðar en viku áður en flokksþing er sett. Allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþing og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.
Miðstjórnarmenn eiga sæti á flokksþingi með atkvæðisrétti.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Hvar eru karlarnir?

Deila grein

25/11/2014

Hvar eru karlarnir?

Gunnar bragi_SRGB_fyrir_vefÍ dag, 25. nóvember, er alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Með þessum degi er ætlunin að vekja athygli á brýnu máli sem snertir a.m.k. 35% kvenna víðs vegur um heimsbyggðina með beinum hætti, raunar er hlutfallið mun hærra að mati sumra. Það felst veruleg mótsögn í því að kynbundið ofbeldi sé jafn útbreitt og raun ber vitni á sama tíma og heimsbyggðin virðist þokast nær jafnrétti kynjanna. En er það svo? Þokumst við áleiðis?

Þrátt fyrir jafnréttisbaráttu sem staðið hefur um áratugaskeið eigum við enn langt í land með að ná jafnrétti kynjanna og uppræta kyndbundið ofbeldi. Nýbirt úttekt World Economic Forum á jafnrétti kynjanna sýnir að umtalsverðum árangri hefur verið náð en niðurstöðurnar benda þó til þess að við eigum enn nokkuð í land. Á þetta bæði við um Ísland og Súrínam, eða í raun sérhvert land sem litið er til. Jafnréttisbaráttan snýst nefnilega um fleira en stefnumið, lagasetningu og reglugerðir. Baráttan fyrir jafnrétti kallar á breytingar á atferli og breytt hugarfar, ekki síst er kemur að neikvæðum staðalímyndum um bæði konur og karla. Hvernig getum við stuðlað að varanlegu jafnrétti kynjanna á meðan hugmyndum um kyn og valdahlutföll er viðhaldið, kynslóð fram af kynslóð?

Það er alltof útbreitt viðhorf að jafnréttismálin séu kvennamál sem rædd séu af konum, fyrir konur. Hugmyndir okkar um ólík hlutverk kynjanna koma þannig í veg fyrir að karlar taki þátt í þessari umræðu með virkum hætti og fela í sér að það sé í raun ekki hlutverk karla að taka þátt í þessari umræðu, hvað þá heldur að vera hluti af lausninni. Fyrir fjölmarga karla eru þetta óþægileg mál sem auðveldara er að forðast.

Fyrir réttum tíu árum ávarpaði frú Vigdís Finnbogadóttir norrænt hátíðarmálþing um jafnréttismál í Borgarleikhúsinu að viðstöddum fjölda gesta. Í ávarpi Vigdísar var spurt: „Af hverju eru konur ávallt sendar á fundi þar sem ræða á stöðu kvenna í samfélaginu?“ Spurningin „hvar eru karlarnir“ lá í loftinu þegar Vigdís varpaði fram hugmyndinni um heimsráðstefnu um stöðu kvenna, þar sem aðeins karlar tækju þátt. Orð Vigdísar náðu að fanga staðreynd sem birst hefur á óteljandi alþjóðlegum ráðstefnum og í fundarsölum um gervallan heim undanfarna áratugi. Þessu verður að breyta. Jafnrétti kynjanna er málefni sem tilheyrir okkur öllum; mér, þér, honum og henni.

Fyrr í haust steig leikkonan Emma Watson, sérstakur sendiboði Sameinuðu þjóðanna, fram og ræddi hlutverk karla í jafnréttisbaráttunni og bauð körlum formlega til þátttöku í jafnréttisumræðunni. Við höfum þekkst þetta boð. Í janúar á næsta ári munu Ísland og Súrínam standa að svokallaðri rakarastofuráðstefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York með það að markmiði að virkja karla og drengi í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og gegn kynbundnu ofbeldi. Við erum ekki þeir fyrstu til að upphugsa slíkt. En við erum hins vegar sannfærðir um að það er mál að linni, nú er tíminn til að færa þessa brýnu umræðu ofar á dagskrána á æðsta vettvangi alþjóðasamskipta. Rakarastofuráðstefnan er eitt skref í þá átt.

Með sama hætti og í #HeforShe-átakinu þá höfum við sett okkur það markmið að taka þátt í jafnréttisumræðunni á þeirri forsendu að hér sé ekki um kvennamálefni að ræða heldur réttindamál sem snertir okkur öll og kallar á þátttöku allra. Rakarastofuráðstefnan er framlag okkar til jafnréttisbaráttunnar og til að stöðva hvers kyns ofbeldi og mismunun sem konur og stúlkur verða fyrir dag hvern um allan heim.

Hvergi í heiminum hefur náðst að rétta fullkomlega af þann halla sem ríkir milli karla og kvenna, þótt framþróun hafi átt sér stað. Ísland heldur áfram fyrsta sætinu í jafnréttisrannsókn World Economic Forum og á hinum endanum er Súrinam sem hefur tekið að sér forystuhlutverk í jafnréttismálum í Mið- og Suður-Ameríku. Rakarastofuráðstefnan er þannig skýrt dæmi um hvernig tvær smáar þjóðir, sitt hvorum megin á hnettinum, geta lagst á árar og reynt að stuðla að jákvæðum breytingum. Með samhæfðu átaki er unnt að ná árangri. En öll þurfum við að leggja okkar af mörkum til að þoka málinu áfram.

Sem utanríkisráðherrar þessara tveggja þjóða heitum við á þjóðarleiðtoga, þjóðkjörna fulltrúa, athafnamenn og almenning að taka virkan þátt í þessari umræðu og leggjast þannig á sveif með jafnrétti kynjanna. Takið þátt! Hvernig sem þið leggið málinu lið, hvort sem það er með því vekja athygli á alþjóðlegum degi SÞ gegn kynbundnu ofbeldi eða taka þátt í orðræðu í anda rakarastofuráðstefunnar, þá hvetjum við alla til þátttöku.
Ertu með?

Gunnar Bragi Sveinsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 25. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Staðgöngumæðrun og samkynhneigð

Deila grein

25/11/2014

Staðgöngumæðrun og samkynhneigð

Jóhanna maría_SRGB_fyrir_vefNú hafa fyrstu drög að frumvarpi um staðgöngumæðrun litið dagsins ljós og byrjar í formlegu umsagnarferli. Vinna hefur greinilega verið ítarleg enda allt gert til að framkvæmd staðgöngumæðrunar verði fagleg. »Það skilyrði er einnig sett að hinir væntanlegu foreldrar geti ekki af læknisfræðilegum ástæðum eignast barn eða líffræðilegar ástæður útiloki meðgöngu.« Þarna er komið inn í frumvarpið að samkynhneigðir megi notast við þessa leið. Því er ekki haldið fram að það séu sjálfsögð mannréttindi að fá að eignast barn. Að geta eignast barn og svo að eignast barn og ala það upp eru forréttindi. En í dag hafa ekki allir jafnan rétt til mögulegra úrræða. Til að mynda getur kona sem vantar eggjastokka fengið alla þá læknisfræðilegu hjálp sem möguleg er í dag til að verða ólétt á meðan kona sem ekki er með leg eða getur af öðrum ástæðum ekki gengið með barn fær engar hjálp. Kona sem er án legs, en með eggjastokka sem framleiða heilbrigð egg, má ekki láta búa til fósturvísa og geyma en má hins vegar gefa egg sín annarri konu í velgjörðarskyni sem leiðir að því að eggþeginn má fæða og eiga líffræðilega barn þeirrar konu sem ekki er með leg en hefur heilbrigðar eggfrumur. Með því að koma staðgöngumæðrun á sem hefur strangan lagaramma, gott aðhald lækna og sérfræðinga auk samþykkis einstaklings sem uppfyllir þær kröfur sem settar eru fram í frumvarpinu ætti staðgöngumæðrun alls ekki að vera verri leið.

Íslensk heilbrigðis- og félagsþjónusta
Andstæðingar staðgöngumæðrunar hafa farið mikinn í baráttunni gegn því að frumvarpið líti dagsins ljós og reyna að slá ryki í augu fólks með því að benda á þær aðstæður sem eru í umhverfi staðgöngumæðra í hinum fátækustu löndum, slæm og oft engin læknisþjónusta, nauðung til þátttöku og mikil fátækt sem hvetur konur til að reyna allt ef það færir mat á borðið. En hérlendis yrði raunin ekki sú. Lykilpunktur í umræðunni er sá að staðgöngumæðrun í hagnaðarskyni verður óheimil, þá er einnig bannað að leita eftir eða nýta sér staðgöngumæðrun í útlöndum sem uppfyllir ekki skilyrði laganna. Það er ekki verið að reyna að fara framhjá neinu heldur tryggja vandaða framkvæmd, hag og réttindi barnsins, rétt, sjálfræði og velferð staðgöngumóðurinnar og farsæla aðkomu hinna væntanlegu foreldra. Þá eru álíka ákvæði og við ættleiðingu þegar kemur að því að segja barninu frá fæðingu þess með staðgöngumæðrun, en það skal gera eigi síðar en fyrir sex ára afmælisdag þess. Ég fagna því að drögin eru komin fram og hlakka til umræðunnar, því þrátt fyrir að einstaklingur geti nýtt sér ættleiðingu þá hugnast sú leið ekki öllum og með frumvarpinu værum við að stíga skref í átt að jafnari rétti til mögulegra úrræða en að sjálfsögðu með réttindi barnsins að leiðarljósi.

Jóhanna María Sigmundsdóttir

Greinin birtist í Morgunblaðinu 21. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.