Categories
Greinar

Leiðréttingin í höfn

Deila grein

10/11/2014

Leiðréttingin í höfn

Sigmundur Davíð GunnlaugssonÍ dag verða niðurstöður leiðréttingar á verðtryggðum húsnæðislánum kynntar og á morgun verða niðurstöðurnar birtar 69 þúsund heimilum á heimasíðu verkefnisins, leiðrétting.is. Þetta er gleðistund fyrir heimilin í landinu. Jafnframt er þetta gleðistund fyrir ríkisstjórnina sem setti bætta stöðu heimila í forgang í stefnuyfirlýsingu sinni.

Af hverju leiðrétting?

Leiðréttingin færir verðtryggð lán heimilanna í þau stöðu sem þau hefðu verið í ef óvænt og mikil verðbólga hefði ekki sett skuldastöðu heimilanna í uppnám á árunum 2008 og 2009. Á þessum tíma var mikið ójafnvægi í íslenskum þjóðarbúskap. Gengi íslensku krónunnar hrapaði, verðbólga fór úr böndunum, eignaverð hrundi og samdráttur varð í landsframleiðslu. Verðbólga hefur áður farið úr böndunum á Íslandi og gengið fallið en það sem skilur forsendubrestinn frá öðrum verðbólgutímabilum eru þættir sem tengjast fylgifiskum fjármálakreppa, svo sem þróun launa, kaupmáttar og eignaverðs.

Leiðréttingin er óhefðbundin aðgerð til að bæta hag heimila. En stjórnvöld og seðlabankar fjölmargra ríkja beittu sér fyrir óhefðbundnum og fordæmalausum aðgerðum í fjármálakreppunni til að draga úr hættu á langvarandi stöðnun. Gríðarleg inngrip seðlabanka leiddu til mikilla vaxtalækkana. Víða á Vesturlöndum hagnaðist yngra og skuldsettara fólk vegna lægri vaxta á húsnæðislánum en eldra fólk og fjármagnseigendur töpuðu vöxtum sem þeir hefðu ella fengið.

Á Íslandi voru einstakar aðstæður til að takast á við bankahrunið og fjármálakreppuna. Lausnin lá í því að landið hafði að miklu leyti verið afskrifað efnahagslega. Það gafst því tækifæri til að nýta þá staðreynd til að leiðrétta stöðu landsins og heimilanna. Bent var á að íslenska ríkið ætti að kaupa kröfur á hina föllnu banka og færa ætti niður skuldir heimilanna í ljósi þess að verðmæti þeirra hefði þegar verið afskrifað að verulegu leyti. Hvorugt var gert og um tíma leit út fyrir að tækifærið til að koma til móts við heimili með verðtryggð fasteignalán hefði farið forgörðum. Með útsjónarsemi og mikilli vinnu fjölda fólks hefur nú tekist að snúa við stöðu sem virtist töpuð og ná bestu mögulegu niðurstöðu.

Leiðréttingin er réttlætismál. Ólík lánsform með ófyrirsjáanlegri áhættu eiga ekki að ákvarða örlög heimila. Sá stóri hópur sem var með hefðbundin verðtryggð lán en gat ekki nýtt sér 110% leiðina hefur legið óbættur hjá garði þar til nú.

Framkvæmdin

Þó hugmyndafræðin að baki leiðréttingunni sé einföld og réttlát er framkvæmdin hins vegar tæknilega flókin. Það kemur einkum til af því að mörg ár eru liðin frá því að heimilin urðu fyrir forsendubresti og einkahagir margra hafa tekið breytingum frá þeim tíma. Þrátt fyrir þetta hefur framkvæmdin gengið afar vel. Framkvæmdin er umfangsmikið samstarfsverkefni hins opinbera, lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja. Samvinna þessara aðila hefur verið til mikillar fyrirmyndar.

Tökum höndum saman

Leiðréttingin tengist uppgjöri slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja. Verja skal hluta af fyrirsjáanlegu svigrúmi sem myndast við uppgjörið til að koma til móts við heimilin. Þar sem meira liggur á leiðréttingunni en uppgjöri slitabúa er bilið brúað með aðkomu ríkissjóðs. Svigrúmið er hins vegar þegar byrjað að myndast fyrir milligöngu ríkisins en slitabúin greiða nú tugi milljarða í skatta árlega.

Leiðréttingin er einungis fyrsta aðgerð af mörgum sem ríkisstjórnin hyggst innleiða á kjörtímabilinu í því skyni að skapa heilbrigðara umhverfi bæði heimila og fjármálamarkaðar. Losun fjármagnshafta, afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum, uppbygging húsnæðiskerfisins og endurskipulagning Íbúðalánasjóðs eru mikilvægar vörður á þeirri leið. Þannig munu öll heimili, óháð fjölskyldugerð og láns- eða leiguformi, njóta góðs af breytingunum.

Öll þessi verkefni taka tíma og geta krafist þolinmæði, enda verða aðstæður að vera hagfelldar svo að ekki verði lögð veruleg fjárhagsleg áhætta á heimilin. Flest bendir til að hagstæðar aðstæður séu að skapast til þessara verka þó vissulega séu blikur á lofti, t.d. vegna óvissu um kjarasamninga.

Tvíþætt aðgerð

Eins og kunnugt er eru skuldalækkunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar tvíþættar. Annars vegar aðgerðir til beinnar niðurfærslu á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar lækkun höfuðstóls með skattleysi séreignarlífeyrissparnaðar í þrjú ár. Þessar aðgerðir falla mjög vel saman. Heimili sem nýtur hámarksleiðréttingar getur lækkað höfuðstól láns síns um meira en sex milljónir króna á þremur árum. Til dæmis getur heimili með meðallán tekið um aldamótin lækkað höfuðstól lánsins um 20% nýti það sér hámarks skattfrelsi séreignarlífeyrissparnaðar. Bein lækkun höfuðstóls í leiðréttingunni er að meðaltali um 1,3 milljónir króna.

Heimilin í landinu eru hornsteinn okkar samfélags. Með því að skila fjármagni til heimila sem urðu fyrir ófyrirséðu tjóni mun þessi umfangsmikla leiðrétting ekki aðeins bæta stöðu tugþúsunda heimila með beinum hætti heldur einnig koma samfélaginu öllu til góða.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Greinin birtist í Morgunblaðinu 10. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Hversu há eru vaxtagjöldin?

Deila grein

06/11/2014

Hversu há eru vaxtagjöldin?

Elsa-Lara-mynd01-vefurÞað væri áhugavert að fá upplýsingar um vaxtagjöld ríkisins frá hruni, vegna lána til bjargar fjármálakerfinu. Heyrst hefur að sú tala gæti verið í kringum 58 milljarða króna. Til að fá fullkomna vissu um kostnaðinn þá er ég að leggja fram skriflega fyrirspurn til fjármála – og efnahagsráðherra um málið. Svör ættu að berast upp úr miðjum nóvembermánuði.

Áhugaverðar upplýsingar
Áhugavert er að vita hvort þessar tölur séu réttar. Ástæðan er sú að all nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa komið fram með stór orð. Orð þessa efnis að þeir 80 milljarðar króna sem renna munu til heimila á næstu dögum í gegnum leiðréttinguna, sé illa varið. Þeirra skoðun er að nýta eigi peningana í aðra og þarfari hluti.
 
Furðulegur málflutningur
Ég skil ekki þennan málflutning. Af hverju er í góðu lagi að greiða tugi milljarða til fjármálastofnanna, en þegar kemur að heimilum landsins þá ætlar allt um koll að keyra? Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa komið fram með orð eins og ,,arfavitlaus skuldaniðurfelling“ og ,,við teljum arfavitlausa fásinnu að fara í þessar skuldaleiðréttingar með þessum gríðarlega tilkostnaði fyrir hið opinbera.“

Hvað er vaxtakostnaður vegna fjármálakerfisins annað en gríðarlegur tilkostnaður fyrir hið opinbera? Hvers vegna finnst sumum þingmönnum stjórnarandstöðunnar það í lagi að fjármálastofnanir sogi sífellt til sín fjármagn frá heimilum landsins? Af hverju finnst nokkrum þeirra ekki í lagi að krefja föllnu fjármálastofnanirnar um að borga hluta tilfærslunnar til baka? Það er að mínu mati algjörlega óskiljanlegt.

Rangur málflutningur
Á sama tíma fara þingmenn stjórnarandstöðunnar með rangan málflutning og segja leiðréttinguna gagnast að mestu hátekjufólki, sá málflutningur er rangur. Staðreyndin er sú að skuldaleiðréttingin er þannig útfærð að þeir tekjulægri fá hlutfallslega meira. Hátt í helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með undir 6 milljón krónur í árslaun. Heimili þar sem tveir einstaklingar eru hvor um sig með undir 250 þús. krónur í mánaðarlaun.

Staðreyndir úr gögnum ráðuneyta
Staðreyndin sú að 110 % leiðin nýttist aðeins 10 % heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Um 1% heimilanna hrepptu helming niðurfærslunnar, það eru 20 milljarða króna. Þessi 775 heimili fengu hvert yfir 15 milljón króna niðurfærslu og var meðaltal niðurfærslu um 26 milljónir. Meðaltekjur þessara heimila voru 750 þúsund á mánuði og talsvert mörg dæmi um að menn hafi haft 2 milljónir á mánuði.

Mig langar því að biðja þingmenn stjórnarandstöðunnar að líta sér aðeins nær. Skoða sín eigin verk áður en farið er að gagnrýna verk annarra.

Elsa Lára Arnardóttir

Greinin birtist á visir.is 6. nóvember 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli

Deila grein

06/11/2014

Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli

144. löggjafarþing 2014–2015.
Þingskjal 478  —  361. mál.

Frumvarp til laga

um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli.

Flm.: Höskuldur Þórhallsson, Ásmundur Einar Daðason, Elsa Lára Arnardóttir,
Frosti Sigurjónsson, Haraldur Einarsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir,
Karl Garðarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Páll Jóhann Pálsson,
Sigrún Magnúsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Vigdís Hauksdóttir,
Willum Þór Þórsson, Þorsteinn Sæmundsson, Þórunn Egilsdóttir.

 
1. gr.
Gildissvið og markmið.
Lög þessi gilda um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli.
Að öðru leyti en mælt er fyrir um í lögum þessum gilda ákvæði skipulagslaga, nr. 123/ 2010, og laga um mannvirki, nr. 160/2010, um framkvæmd laga þessara eftir því sem við getur átt.
Markmið laga þessara er að tryggja ábyrgð Alþingis á gerð skipulagsáætlana og þátttöku í veitingu framkvæmdaleyfa og byggingarleyfa á Reykjavíkurflugvelli.
2. gr.
Reykjavíkurflugvöllur.
Með Reykjavíkurflugvelli í lögum þessum er átt við svæði í Reykjavík sem er afmarkað í uppdrætti sem ráðherra birtir í B-deild Stjórnartíðinda.
3. gr.
Stjórn skipulags- og mannvirkjamála á Reykjavíkurflugvelli.
Ráðherra fer með yfirstjórn skipulags- og mannvirkjamála á Reykjavíkurflugvelli.
Alþingi skipar fimm menn í skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar. Tveir skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu ráðherra, tveir samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar og einn án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar.
Ráðherra setur skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar starfsreglur.
4. gr.
Framkvæmd skipulagsmála á Reykjavíkurflugvelli.
Alþingi ber ábyrgð á að gert sé aðalskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll. Skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar annast í umboði Alþingis vinnslu, kynningu og afgreiðslu aðalskipulags. Alþingi ber ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags og leggur fyrir nefndina til afgreiðslu. Samþykkt Alþingis á deili- eða aðalskipulagstillögu fyrir Reykjavíkurflugvöll telst fullnaðarafgreiðsla málsins.
Skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar fjallar um leyfisumsóknir og veitir framkvæmdaleyfi.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar starfar með skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar. Hann hefur umsjón með skipulagsgerð, eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum og annast að öðru leyti þau verkefni sem honum eru falin af nefndinni og mælt er fyrir um í skipulagslögum, nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúi situr fundi nefndarinnar með málfrelsi og tillögurétt.
5. gr.
Framkvæmd mannvirkjamála á Reykjavíkurflugvelli.
Byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar annast eftirlit með mannvirkjagerð á Reykjavíkurflugvelli í samræmi við ákvæði laga um mannvirki, nr. 160/2010. Skilyrði fyrir útgáfu byggingarfulltrúa á byggingarleyfi vegna hvers kyns mannvirkja á Reykjavíkurflugvelli er að skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar hafi fjallað um byggingarleyfisumsókn og samþykkt byggingarleyfi.
Leiki vafi á hvort framkvæmd eða mannvirki samræmist skipulagsáætlunum Reykjavíkurflugvallar skal byggingarfulltrúi leita umsagnar skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurflugvallar.
6. gr.
Gildistaka.
Lög þessi öðlast þegar gildi.
7. gr.
Breyting á öðrum lögum.
1.     Skipulagslög, nr. 123/2010: Við 8. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar fer með skipulagsmál á Reykjavíkurflugvelli í samræmi við ákvæði laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli.
2.     Lög um mannvirki, nr. 160/2010: Við 4. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
Um stjórn mannvirkjamála á Reykjavíkurflugvelli fer eftir ákvæðum laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli.
Ákvæði til bráðabirgða.
Gildandi skipulagsáætlanir vegna þess svæðis sem heyrir undir Reykjavíkurflugvöll halda gildi sínu þar til nýjar skipulagsáætlanir taka gildi í samræmi við ákvæði 4. gr., sbr. 2. mgr. 1. gr.
Greinargerð.
Reykjavíkurflugvöllur er sameign allrar þjóðarinnar. Hinn 6. júlí 1946 afhentu Bretar Íslendingum flugvöllinn í Vatnsmýri til eignar en Bretar lögðu völlinn og notuðu hann sem herflugvöll í seinni heimsstyrjöldinni. Það er lýsandi fyrir mikilvægi flugvallarins fyrir þjóðina alla að það var forsætisráðherra Íslands, Ólafur Thors, sem tók formlega við flugvellinum í júlí 1946 úr höndum Breta. Reykjavíkurflugvöllur hefur æ síðan leikið stórt hlutverk í sögu þjóðarinnar sem miðstöð flugsamgangna á Íslandi. Flutningsmenn telja nauðsynlegt að standa vörð um það fjölþætta og þýðingarmikla hlutverk sem Reykjavíkurflugvöllur hefur með því að festa staðsetningu hans í sessi á tryggan hátt til hagsbóta fyrir landsmenn alla.
Í hinni þéttbýlu miðborg Reykjavíkur hafa á liðnum árum risið álitamál um fyrirkomulag skipulags og mannvirkjagerðar á Reykjavíkurflugvelli. Við úrlausn slíkra mála er ljóst að ekki fara alltaf saman hagsmunir Alþingis, Reykjavíkur og landsbyggðarinnar. Þótt Reykjavíkurflugvöllur sé staðsettur í miðborg Reykjavíkur er hann eftir sem áður flugvöllur þjóðarinnar allrar. Til þess stendur pólitískur vilji að Alþingi hafi áhrif á skipulag og mannvirkjagerð á Reykjavíkurflugvelli. Með frumvarpi þessu er að því stefnt að slík áhrif verði virk en um leið sé gætt að því að Reykjavíkurborg, sem fer með hið lögbundna skipulagsvald Reykjavíkur, sé jafnsett þinginu við mótun og gerð skipulags á svæðinu.
Skipulagsvald ríkis og sveitarfélaga.
Skipulags- og mannvirkjamál eru almennt í höndum sveitarfélaganna, líkt og rakið er hér að aftan. Skv. 1. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, skulu sveitarfélög ráða málefnum sínum sjálf eftir því sem lög ákveða. Það fer eftir almennum lögum hvaða verkefni eru á hendi sveitarfélaga og er það því í verkahring löggjafans að ákveða það. Með almennum lögum er þannig bæði hægt að láta sveitarfélögunum ný verkefni í té sem og að færa ákveðin verkefni frá sveitarfélögunum til annarra stjórnvalda. Fyrrgreint ákvæði stjórnarskrárinnar gerir þá kröfu hins vegar að slíkt sé gert með lögum.
Samkvæmt 1. mgr. 3. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, fer ráðherra með yfirstjórn skipulagsmála og Skipulagsstofnun er ráðherra til aðstoðar, sbr. 4. gr. laganna. Sveitarstjórnir annast hins vegar gerð svæðis-, aðal- og deiliskipulagsáætlana, sbr. 3. mgr. 3. gr. sömu laga. Þannig bera sveitarstjórnir ábyrgð á að gert sé aðalskipulag fyrir sveitarfélagið, sbr. 2. mgr. 29. gr., og þær bera jafnframt ábyrgð á og annast gerð deiliskipulags, sbr. 1. mgr. 38. gr. Í tilviki deiliskipulags heyrir það undir sveitarstjórnir að samþykkja það endanlega og gildir hið sama um breytingar á slíku skipulagi, sbr. 40.–43. gr. skipulagslaga. Skipulagsáætlanir sveitarfélaga verða að vera í innbyrðis samræmi og mega ekki vera í andstöðu við skipulagslög.
Samkvæmt 1. mgr. 4. gr. mannvirkjalaga, nr. 160/2010, fer ráðherra með yfirstjórn mannvirkjamála samkvæmt lögunum og Mannvirkjastofnun er ráðherra til aðstoðar, sbr. 5. gr. laganna. Sveitarstjórnir bera hins vegar ábyrgð á að stjórnsýsla og eftirlit byggingarfulltrúa sé í samræmi við ákvæði laganna og annast byggingarfulltrúi eftirlit með mannvirkjagerð sem fellur undir 1. og 2. mgr. 9. gr. mannvirkjalaga, sbr. 2. mgr. 4. gr. laganna. Það er almennt í höndum byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi, sbr. III. kafla mannvirkjalaga. Þó veitir Mannvirkjastofnun byggingarleyfi vegna mannvirkja á hafi utan sveitarfélagamarka og á varnar- og öryggissvæðum, sbr. 3. mgr. 9. gr. laganna. Þá getur sveitarstjórn sett á fót byggingarnefnd sem fjallar um byggingarleyfisumsókn áður en byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi, sbr. 1. mgr. 7. gr. laganna. Í slíkum tilvikum er sveitarstjórn heimilt að gera það að skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis af hálfu byggingarfulltrúa, vegna allra eða tiltekinna mannvirkjagerða, að byggingarnefnd og/eða sveitarstjórn hafi samþykkt útgáfuna, sbr. 2. mgr. 7. gr. laganna.
Skipulags- og mannvirkjavald sveitarstjórna er hins vegar ekki takmarkalaust þar sem löggjafinn getur með almennum lögum fært verkefni til sveitarfélaga eða fækkað verkefnum á þeirra hendi. Gera verður þó ákveðnar kröfur til slíkrar lagasetningar enda almennt litið svo á að 78. gr. stjórnarskrárinnar tryggi sveitarfélögum ákveðið sjálfstæði sem takmarka má á almennan hátt með lögum. Þannig verða að liggja að baki slíkri lagasetningu ríkir almannahagsmunir, verkefni þau sem færð eru frá sveitarfélögum þurfa að vera skýrt afmörkuð og lagasetningin má ekki vera víðtækari en þarf í hvert sinn með hliðsjón af tilgangi viðkomandi laga. Slíkar takmarkanir er að finna nokkuð víða í lögum og hér eru reifuð dæmi um slíka lagasetningu sem snýr að skipulagsvaldi sveitarfélaganna.. Þannig er kveðið á um það í 2. mgr. 3. gr. skipulagslaga og 1. mgr. 62. gr. mannvirkjalaga að ráðherra er fer með málefni varnar- og öryggissvæða fari með yfirstjórn skipulags- og mannvirkjamála á varnar- og öryggissvæðum eins og þau eru skilgreind í varnarmálalögum, nr. 34/2008, sbr. og lög nr. 110/1951 og lög nr. 176/2006. Í 8. gr. laga nr. 76/2008, um stofnun opinbers hlutafélags um rekstur Keflavíkurflugvallar o.fl., er mælt fyrir um að ráðherra skipi sex menn í skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar og sér sú nefnd um að afgreiða aðal- og deiliskipulag fyrir flugvallarsvæðið. Þá er í 2. mgr. 10. gr. mannvirkjalaga mælt fyrir um að byggingarfulltrúi skuli leita umsagnar skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar vegna mannvirkja á flugvallarsvæði Keflavíkurflugvallar. Samkvæmt þessu er ljóst að skipulagsvald flugvallarsvæðisins er í höndum skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar sem er einnig umsagnaraðili í þeim tilvikum þegar reisa á mannvirki á svæðinu. Þá má nefna að óheimilt er að gera nokkurt jarðrask eða reisa mannvirki innan þjóðgarðsins á Þingvöllum nema að fengnu samþykki Þingvallanefndar, sbr. 5. gr. laga nr. 47/2004, um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Þingvallanefnd fer því með mannvirkjavald innan marka þjóðgarðsins. Þá má einnig nefna að í samgönguáætlun, sbr. lög um samgönguáætlun, nr. 33/2008, er mörkuð stefna og markmið fyrir allar greinar samgangna til 12 ára og í samgönguáætlun til fjögurra ára er gerð áætlun um einstakar framkvæmdir, t.d. í vegamálum, fyrir hvert fjögurra ára tímabil. Með samþykkt samgönguáætlunar hefur Alþingi óbeint áhrif á skipulagsvald sveitarfélaganna. Þá má einnig nefna sérlög sem sett hafa verið um einstakar framkvæmdir, líkt og lög um Landeyjahöfn, nr. 66/ 2008, og lög um heimild til handa ráðherra f.h. ríkissjóðs til að fjármagna gerð jarðganga undir Vaðlaheiði, nr. 48/2012. Með samþykkt sérlaga sem þessara hefur Alþingi með almennum lögum tekið ákvörðun um einstakar framkvæmdir innan marka viðkomandi sveitarfélaga. Af framangreindu má ráða að skipulagsvald sveitarfélaga er háð þeim takmörkunum sem lög gera ráð fyrir að uppfylltum þeim skilyrðum sem slík löggjöf þarf að standast.
Í frumvarpi þessu er lagt til að Reykjavíkurflugvöllur verði skýrt afmarkaður og þar fari ráðherra með yfirstjórn skipulags- og mannvirkjamála. Gerð aðal- og deiliskipulags verði hins vegar í höndum skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurflugvallar, eftir atvikum í samstarfi við skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að starfsemi skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurflugvallar verði með svipuðu sniði og skipulagsnefndar Keflavíkurflugvallar, að breyttu breytanda. Þó eru í frumvarpinu nokkuð ítarlegri ákvæði um framkvæmd skipulagsmála, auk þess sem lagt er til að skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar fari með sambærilegt mannvirkjavald og byggingarnefndir sveitarstjórna skv. 2. mgr. 7. gr. mannvirkjalaga. Þannig sé nefndin ekki einungis umsagnaraðili um byggingarleyfi, eins og skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar á flugvallarsvæðinu, heldur sé það skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis á Reykjavíkurflugvelli að nefndin hafi samþykkt útgáfu þess.
Mikilvægi Reykjavíkurflugvallar.
Reykjavíkurflugvöllur gegnir fjölþættu og mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Völlurinn er miðstöð innanlandsflugs og gegnir í því sambandi mikilvægu hlutverki í samgöngum höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar. Um flugvöllinn fara að jafnaði um 400 þúsund farþegar á ári og af þeim er tilgangur um 4% almennra ferða að sækja læknisþjónustu á höfuðborgarsvæðið. Er þá ekki verið að vísa til sjúkraflugs en árlega fara um 600 sjúkraflug um völlinn. Flugvöllurinn er þannig helsta tenging landsbyggðarinnar utan Suðvesturhornsins við Landspítalann. Flugvöllurinn gegnir einnig lykilhlutverki í tengingu landsbyggðarinnar við kjarnaþjónustu opinberrar þjónustu, sem er að mestu á höfuðborgarsvæðinu, við heilbrigðiskerfið, menntakerfið og almenna verslun og þjónustu. Þá gegnir flugvöllurinn æ stærra hlutverki í tengslum við ferðaþjónustu og þar eru sóknarfæri fyrir hendi. Flugvöllurinn er einnig mikilvæg miðstöð kennsluflugs, eftirlits, leitar- og björgunarflugs og mikilvægur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Öll framangreind atriði eru afar mikilvæg og þess eðlis að nauðsynlegt er að flugvöllurinn verði í Vatnsmýrinni svo að hann geti með sóma sinnt sínu hlutverki þannig að landsmenn allir hafi greiðan aðgang að höfuðborginni.
Í nýlegri skýrslu innanríkisráðuneytisins um félagshagfræðilega greiningu á framtíð innanlandsflugs kemur fram að innanlandsflug muni að öllum líkindum dragast mikið saman og verði jafnvel ekki fýsilegt verði innanlandsflugið flutt til Keflavíkurflugvallar. Það er því forsenda fyrir virku innanlandsflugi á Íslandi að miðstöð innanlandsflugs sé í Reykjavík og þannig í nánum tengslum við þá þjónustu sem landsmenn sækja til höfuðborgarinnar. Í skýrslunni kemur einnig fram að innanlandsflugið sé þjóðhagslega arðbært og að þjóðhagslegur ávinningur af því til næstu 40 ára séu um 70 milljarðar á verðlagi dagsins í dag. Öll skynsamleg rök hníga því í þá átt að halda flugstarfsemi í Vatnsmýrinni en verði þar einhver breyting á er nauðsynlegt að öll þjóðin fái að koma að þeim ákvörðunum á lýðræðislegan hátt í gegnum lagasetningu á Alþingi.
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
Í þessari grein er að finna gildissvið og markmið frumvarpsins. Í 1. mgr. er mælt fyrir um að lögin gildi um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli. Lögin verða því sérlög gagnvart skipulagslögum, nr. 123/2010, og mannvirkjalögum, nr. 160/2010, að því marki sem mælt er fyrir um í frumvarpinu.
Í 2. mgr. er mælt fyrir um að ákvæði skipulagslaga og mannvirkjalaga og reglugerða settra samkvæmt þeim eigi að öðru leyti við um framkvæmd laganna eftir því sem við getur átt. Þannig gilda t.d. ákvæði VII. og VIII. kafla skipulagslaga, nr. 123/2010, um afgreiðslu á aðal- og deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.
Í 3. mgr. er kveðið á um markmið laganna, sem er að mæla fyrir um þátttöku og ábyrgð Alþingis á gerð skipulagsáætlana og veitingu framkvæmdaleyfa og byggingarleyfa á Reykjavíkurflugvelli í samræmi við skipulagslög, nr. 123/2010, og mannvirkjalög, nr. 160/2010.
Um 2. gr.
Í þessari grein er kveðið á um afmörkun Reykjavíkurflugvallarsvæðisins sem hefur grundvallarþýðingu við framkvæmd laganna. Til þess að taka af allan vafa um afmörkun svæðisins er lagt til að ráðherra sem fer með skipulagsmál birti í B-deild Stjórnartíðinda auglýsingu þar sem svæðið er afmarkað í uppdrætti.
Um 3. gr.
Grein þessi mælir fyrir um það hvernig stjórnsýslu skipulags- og mannvirkjamála á Reykjavíkurflugvelli verður háttað. Í 1. mgr. er tilgreint að ráðherra sem fer með skipulagsmál fari með yfirstjórn skipulags- og mannvirkjamála á Reykjavíkurflugvelli.
Í 2. mgr. er kveðið á um fimm manna skipulags- og byggingarnefnd fyrir Reykjavíkurflugvöll sem skipuð er af Alþingi. Samkvæmt greininni skipar Alþingi tvo nefndarmenn samkvæmt tilnefningu ráðherra, tvo samkvæmt tilnefningu Reykjavíkurborgar og einn án tilnefningar.
Í 3. mgr. er ráðherra gert að setja nefndinni starfsreglur.
Um 4. gr.
Grein þessi mælir fyrir um framkvæmd skipulagsmála á Reykjavíkurflugvelli.
Í 1. mgr. er mælt fyrir um að Alþingi beri ábyrgð á að gert sé aðalskipulag fyrir Reykjavíkurflugvöll og að skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar annist í umboði Alþingis vinnslu, kynningu og afgreiðslu aðalskipulags. Þetta fyrirkomulag er að mestu leyti sambærilegt 2. mgr. 29. gr. skipulagslaga þar sem mælt er fyrir um að sveitarstjórn beri ábyrgð á að gert sé aðalskipulag fyrir sveitarfélag og skipulagsnefnd sveitarfélagsins annist í umboði sveitarstjórnar vinnslu, kynningu og afgreiðslu aðalskipulags. Í 2. mgr. 29. gr. skipulagslaga er hins vegar gert ráð fyrir því að sveitarstjórn þurfi að samþykkja aðalskipulag áður en það er sent Skipulagsstofnun til staðfestingar, en í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurflugvallar sé endanleg á sveitarstjórnarstigi.
Í 1. mgr. er einnig mælt fyrir um að Alþingi beri ábyrgð á og annist gerð deiliskipulags. Endanleg afgreiðsla deiliskipulags er í höndum Alþingis. Af þessu leiðir að leggja þarf tillögurnar fyrir Alþingi til samþykktar. Í tilviki aðalskipulags er það þó háð staðfestingu Skipulagsstofnunar og ráðherra í þeim tilvikum sem hann skal staðfesta aðalskipulag, sbr. 3. mgr. 29. gr. og 3.–5. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
Í 2. mgr. er mælt fyrir um að skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar fjalli um leyfisumsóknir og veiti framkvæmdaleyfi. Í þessu felst sambærilegt hlutverk og sveitarstjórnum er ætlað skv. 2. málsl. 3. mgr. 3. gr. skipulagslaga.
Í 3. mgr. er mælt fyrir um að skipulagsfulltrúi Reykjavíkurborgar starfi með skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar og að hann hafi umsjón með skipulagsgerð, eftirlit með framkvæmdaleyfisskyldum framkvæmdum og annist að öðru leyti þau verkefni sem honum eru falin af nefndinni og mælt er fyrir um í skipulagslögum, nr. 123/2010. Þá situr skipulagsfulltrúi fundi nefndarinnar og er með málfrelsi og tillögurétt. Ákvæði þetta er sambærilegt 1., 3. og 4. mgr. 7. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010. Að því marki sem frumvarpið mælir ekki fyrir um starfsemi og skyldur skipulagsfulltrúa gagnvart nefndinni er gert ráð fyrir að skipulagslög gildi.
Um 5. gr.
Grein þessi mælir fyrir um framkvæmd mannvirkjamála á Reykjavíkurflugvelli.
Í 1. mgr. er lagt til að byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar hafi eftirlit með mannvirkjagerð á Reykjavíkurflugvelli í samræmi við ákvæði mannvirkjalaga, nr. 160/2010, sbr. 2. mgr. 4. gr., 1. og 2. mgr. 9. gr. og 10.-14. gr. laganna. Þannig þarf að sækja um byggingarleyfi til byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar vegna allra byggingarleyfisskyldra framkvæmda á svæðinu. Aftur á móti er í ákvæðinu mælt fyrir um að það sé skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis hvers kyns mannvirkja á Reykjavíkurflugvelli af hálfu byggingarfulltrúa að skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar hafi fjallað um byggingarleyfisumsókn og samþykkt byggingarleyfi. Nefndin hefur því svipað vald og byggingarnefndir sveitarfélaga og/eða sveitarstjórnir geta haft skv. 2. mgr. 7. gr. mannvirkjalaga.
Í 2. mgr. er mælt fyrir um að leiki vafi á hvort framkvæmd eða mannvirki samræmist skipulagsáætlunum Reykjavíkurflugvallar þurfi byggingarfulltrúi að leita umsagnar skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurflugvallar. Ákvæðið svipar til 2. málsl. 2. mgr. 10. gr. mannvirkjalaga, þar sem kemur fram að byggingarfulltrúi þurfi að leita umsagnar skipulagsfulltrúa í slíkum tilvikum.
Um 6. gr.
Greinin þarfnast ekki skýringa.
Um 7. gr.
Í greininni er mælt fyrir um breytingar á skipulagslögum og mannvirkjalögum, en talið er nauðsynlegt að í skipulagslögum og mannvirkjalögum sé vísað með beinum hætti til ákvæða laga þessara svo að ekki fari á milli mála að þessi lög eru sérlög gagnvart þeim.
Um ákvæði til bráðabirgða.
Í ákvæðinu er gert ráð fyrir því að núgildandi skipulagsáætlanir Reykjavíkurborgar vegna þess svæðis sem heyrir undir Reykjavíkurflugvöll haldi gildi sínu þar til skipulags- og byggingarnefnd Reykjavíkurflugvallar hefur látið útbúa nýjar skipulagsáætlanir, þ.e. aðal- og deiliskipulag, í samræmi við ákvæði laganna.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Launaákvarðanir og hagstjórn, vaxtagjöld ríkisins, Reykjavíkurflugvöllur og dagur ljóðsins

Deila grein

06/11/2014

Launaákvarðanir og hagstjórn, vaxtagjöld ríkisins, Reykjavíkurflugvöllur og dagur ljóðsins

Þingmenn Framsóknar hreyfðu við ýmsum málum í stöfum þingsins í gær, miðvikudag.
 
Karl GarðarssonVerðum að vera á varðbergi varðandi launaákvarðanir og hagstjórn
Karl Garðarsson fór yfir í störfum þingsins um mikilvægi þess að semja af skynsemi um kjör lækna, ekki sé hægt lengur að horfa upp á ástandið á Landspítalanum. „Við megum einfaldlega ekki við því að missa fleiri lækna úr landi,“ sagði Karl. Ennfremur sagði Karl: „það þarf að hækka laun þeirra lægst launuðu sem hafa dregist aftur úr.“

Elsa-Lara-mynd01-vefur
 
Hver eru vaxtagjöld ríkisins í samanburði við skuldaleiðréttinguna?
Elsa Lára Arnardóttir taldi mikilvægt að vita hver vaxtagjöld ríkisins séu frá hruni vegna lána sem tekin voru til að bjarga fjármálakerfinu. Það er áhugavert að vita hversu há þessi upphæð er því að sumir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa haft uppi stór orð og talað um að þeim 80 milljörðum sem fara eigi til heimilanna sé illa varið. „Af hverju er í góðu lagi að greiða tugi milljarða til fjármálastofnana? Þegar kemur að heimilum landsins láta nokkrir þingmenn svona orð falla: Arfavitlaus skuldaniðurfelling.“

Páll Jóhann Pálsson
 
Höfuðborgin berst fyrir því að fá að eyðileggja sinn flugvöll
Páli Jóhanni Pálssyni fannst „svolítið skondið að á meðan sveitarfélög um allt land berjast fyrir því að halda uppi samgöngum við höfuðborgina, halda uppi flugvöllum, halda flugbrautum við úti á landi, skuli eitt sveitarfélag, höfuðborgin, berjast fyrir því að fá að eyðileggja sinn flugvöll.“ Páll Jóhann sagði „er fólk ekki alveg með á nótunum? Reykjavíkurflugvöllur er í 80% tilfella í öllu utanlandsflugi notaður sem varavöllur sem þýðir — hvað? Að ef Reykjavíkurflugvöllur er ekki fyrir hendi og við þurfum að nota völlinn á Akureyri eða á Egilsstöðum sem varavöll fyrir utanlandsflug þá þurfa vélarnar að bera upp undir 5 tonn af aukaeldsneyti. Ætli það kosti ekki um 500 kíló? Hvar eru umhverfissinnar? Hvaða mengun er það fyrir flugið, fyrir utan kostnaðinn, að þurfa að bera fleiri tonn af eldsneyti á milli? Í mörgum tilfellum þarf utanlandsflug að nota Glasgow sem varavöll í norðanáttum þannig að þá fyrst fer þetta að telja.“

 
Þorsteinn SæmundssonFæðingardagur Einars Benediktssonar sem dagur ljóðsins
Þorsteinn Sæmundsson vakti athygli á 150 ár væru liðin frá því að Einar Benediktsson skáld fæddist. „Ég vil byrja á að lýsa ánægju minni með þá ákvörðun menntamálaráðherra að útnefna fæðingardag skáldsins sem dag ljóðsins.“ Þorsteinn óskaði eftir leyfi forseta til að fara með smábrot úr kvæðinu „Móðir mín“:

Við spor hvert um Bifröst, að Heljar hyl,
til himins vor tunga hjó vörðu.
Þú last — þetta mál með unað og yl
yngdan af stofnunum hörðu.
— Ég skildi, að orð er á Íslandi til
um allt sem er hugsað á jörðu.
Dagar þíns lífs, þínar sögur, þín svör,
voru sjóir með hrynjandi trafi.
Móðir. Nú ber ég þitt mál á vör
og merki þér ljóðastafi.
Til þess tók ég fari, til þess flaut minn knör.
Til þess er ég kominn af hafi.


Höskuldur Þór Þórhallsson
 
Fordæmir þá ákvörðun sem meiri hluti borgaryfirvalda tók
Höskuldur Þórhallsson vildi „hnykkja á máli sem tveir hv. þingmenn hafa vakið máls á og það er ákvörðun meiri hluta umhverfis- og skipulagsráðs sem var tekin rétt áðan. Þar var samþykkt að breyta deiliskipulagi Hlíðarendasvæðisins þannig að byggingarmagn yrði aukið úr 360 íbúðum í 600.“ Höskuldur sagði ennfremur „við í Framsóknarflokknum höfum verið samhljóma um að við viljum að öll þjóðin fái að taka ákvörðun um þetta mikilvæga málefni og við munum leggja fram frumvarp þess efnis væntanlega á morgun.“

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

05/11/2014

B – hliðin

vigdishauksdottirFormaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir alþingismaður í Reykjavík sýnir B – hliðina að þessu sinni.
Fullt nafn: Vigdís Hauksdóttir.
Gælunafn: Vigga.
Aldur: 49.
Hjúskaparstaða? Einhleyp.
Börn? Hlynur 21 árs og Sólveig 16 ára.
Hvernig síma áttu? Iphone 3S.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Fræðsluþættir.
Uppáhalds vefsíður: Fréttasíður.
Besta bíómyndin? Titanic.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Það sem er í útvarpinu hverju sinni.
Uppáhaldsdrykkur: G&T = gin og tonic.
Hvað finnst þér best að borða? Nautakjöt og humar.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? I will survive.
Ertu hjátrúarfull? Já.
Hverslags viðfangsefni myndirðu ekki leggja nafn þitt við? Að ganga í Evrópusambandið.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Faðir minn.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Faðir minn.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Silja Dögg og Óttar Proppé.
Hver eru helstu áhugamálin? Garðrækt og pólitík.
Besti vinurinn í vinnunni? Á marga.
Helsta afrekið hingað til? Að hafa hlotið kjör í tvígang sem alþingismaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, Íslandsmeistaratitill í blómaskreytingum og sigur í fjöltefli við Íslands – og Færeyjameistara í skák.
Uppáhalds manneskjan? Börnin mín tvö.
Besti skyndibitinn? Subway.

Það sem þú borðar alls ekki? Hvalkjöt.
Lífsmottóið? Horfa aldrei um öxl því fortíðinni breytum við ekki, lifa í nútíðinni og hafa uppbyggileg áhrif á framtíðina – gera betur í dag en í gær.
Þetta að lokum: Taka ákvörðun um að vera sólarmegin í lífinu og sjá spaugilegu hliðarnar á öllum málum. Þegar ein hurð lokast þá opnast tuttugu gluggar.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Skuldir heimilanna lækka um 80 milljarða

Deila grein

05/11/2014

Skuldir heimilanna lækka um 80 milljarða

ásmundur_Srgb_fyrir_veffrosti_SRGB_fyrir_vefWillum Þór ÞórssonHöfuðstólsleiðrétting ríkisstjórnarinnar skilar hátt í 70 þúsund heimilum lækkun á húsnæðisskuldum sem nemur samtals 80 milljörðum. Aðgerðin er fjármögnuð með hækkun skatta á fjármálafyrirtæki og ekki síst með því að afturkalla skattundanþágu sem fyrri ríkisstjórn hafði veitt slitabúum gömlu bankanna.

Það er dapurlegt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur (JS) hafi ákveðið að undanskilja slitabúin og þar með erlenda kröfuhafa frá skatti upp á tugi milljarða. Þess í stað var í þrígang reynt að koma skuldum fallinna einkabanka á herðar íslenskra heimila með Icesave-samningum. Það er ljóst að sá gríðarlegi niðurskurður í heilbrigðis- og velferðarkerfi sem ríkisstjórn JS fór í hefði ekki þurft að koma til hefði ríkisstjórnin ákveðið að skattleggja eignir erlendu kröfuhafanna eins og Framsóknarmenn bentu á.

Um 69 þúsund heimili sóttu um niðurfærslu lána vegna húsnæðiskaupa. Sýnir það hve þörfin var brýn, enda þurftu heimilin í landinu að bera uppi kostnaðinn á hruninu, með auknum sköttum, hækkandi verðlagi á sama tíma og húsnæðislán heimilanna hækkuðu mikið. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili verður líklega vel yfir 1 mkr.

110%-leið fyrri ríkisstjórnar nýttist aðallega tekjuhæstu heimilum en skildi þau tekjulægri eftir með vandann. 110%-leiðin fól í sér að bankar afskrifuðu lán sem voru yfir 110% af markaðsvirði fasteigna. Leiðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Um 1% heimilanna hrepptu helming niðurfærslunnar, rúmlega 20 milljarða króna. Þessi 775 heimili fengu hvert yfir 15 mkr. niðurfærslu og var meðaltal niðurfærslu um 26 mkr. Dæmi eru um einstaklinga sem fengu meira en 100 milljónir afskrifaðar. Fyrri ríkisstjórn ber þannig ábyrgð á 20 milljarða króna niðurfærslu á lánum auðugasta hluta þjóðarinnar. Ríkisstjórn JS lækkaði skuldir tekjumesta fólksins á sama tíma og erlendir kröfuhafar voru undanskildir eðlilegum skattgreiðslum.

Skuldaleiðrétting
Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fór aðra og sanngjarnari leið. Hámarksleiðrétting á hvert heimili var ákveðin fjórar milljónir króna. Skuldaleiðréttingin er þannig útfærð að þeir tekjulægri fá hlutfallslega meira. Hátt í helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með undir 6 milljón krónur í árslaun. Heimili þar sem tveir einstaklingar eru hvor um sig með undir 250 þús. krónur í mánaðarlaun.

Skuldaleiðréttingin er efnahagsleg aðgerð og fær jákvæðar umsagnir hjá erlendum aðilum og lánshæfismatsfyrirtæki hafa t.d. hækkað lánshæfismat Íslands. Þá hefur alþjóðlegt lánshæfismat fjármálafyrirtækja hér á landi einnig hækkað. Lækkun skulda er að mati margra erlendra hagfræðinga skilvirkasta leiðin til að draga úr neikvæðum afleiðingum efnahagsáfalls og flýta fyrir endurbata hagkerfisins.

Talsmenn stjórnarandstöðunnar, sem á hátíðarstundum kenna sig við velferð og jöfnuð, reyna að gera lítið úr leiðréttingu ríkisstjórnarinnar á skuldum heimilanna. En hið rétta er að leiðréttingin dreifist mun jafnar en aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og heimilin munar um að fá skuldalækkun upp á 80 milljarða. Í stað þess að slá ryki í augu almennings ættu þingmenn stjórnarandstöðunnar að styðja ríkisstjórnina í því að lækka skuldir íslenskra heimila.

Ásmundur Einar Daðason, Frosti Sigurjónsson og Willum Þór Þórsson

Greinin birtist í Fréttablaðinu 5. nóvember 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Söguríkt Rauðarárholt

Deila grein

04/11/2014

Söguríkt Rauðarárholt

sigrunmagnusdottir-vefmyndMiðborgarkjarni
Skólavörðuholtið sem og Öskuhlíðin blómstra sem viðkomustaðir fjölmargra ferðalangra. Báðir staðir skarta sögu hvað varðar atvinnulíf og félagsstarf skólanema. Við eigum fleiri holt og hæðir innan borgarinnar ekkert síður en Rómaborg. Rauðarárholtið er ekki síður þrungið sögu atvinnulífs og skólastarfs.

Sjómannaskólinn var lengi eitt aðalkennileiti borgarinnar, enda sást hann víða að og var tekin sem viðmið til glöggvunar fyrir ferðamenn í Reykjavík. Enda innsiglingavitinn fyrir sjófarendur settur í turn skólans og hann var í orðsins fyllstu merkingu vitinn, sem lýsti mönnum leið í örugga höfn.

Hinn mikli fjöldi ferðalanga sem kýs að sækja okkur heim, hefur komið okkur nokkuð í opna skjöldu. Dagsskipunin er því að reyna að dreifa álaginu og opna sýn á fleiri staði til að taka á móti gestum okkar. Mig langar að vekja athygli á Rauðarárholtinu og hvað það er kyngimagnað og býr yfir miklum möguleikum til að laða að og hafa ofan af fyrir mörgum gestum.

Kirkja seiðir að ferðamenn
Það eru ekki mörg holt sem státa af tveim kirkjum. Þegar sækja ferðamenn mikið til Rauðarárholtsins til að skoða og mynda eina fallegustu kirkju borgarinnar – Háteigskirkju. Hvað svo? Enginn staður til að sækja í fræðslu eða upplýsingar. Ekkert kaffihús – nema heppnin sé með og einhver vegfarandi geti vísað á Kjarvalsstaði. Hvers vegna er ekki notalegt kaffihús á Rauðarárholti fyrir heimamenn, nemendur og ferðalanga? Það er sagt að ferðamenn sækist sérstaklega eftir að koma á staði þar sem heimafólk er fyrir. Það er enginn smáfjöldi fólks sem sækir vinnu og nám á Rauðarárholtið á hverjum virkum degi fyrir utan afar fjölbreytta íbúasamsetningu svæðisins.

Útsýnispallur og útileikhús
Á Rauðarárholtinu er kaldavatnstankur, sem settur var upp til að eiga ávallt nægjanlegt vatn tiltækt, en hann var settur upp eftir brunann mikla í Reykjavík árið 1925. Uppi á tankinum er lítill útsýnispallur, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir borgina og hafið. Það væri ekkert stórmál að gera trébekki í hálfhring til norðurs út frá tankinum niður á melinn. Það væri tilvalið svæði til að vera með leiksýningar eða kynningar fyrir ferðamenn. Einnig gætu hinir fjölmennu skólar Rauðarárholtsins nýtt sér slíkt útisvið til ýmissa athafna og fræðslu.

Rétt við Vatnstankinn stendur fallegt listaverk eftir Sigurjón Ólafsson „Saltfiskstöflun“ af konum við þurrkun og stöflun saltfisks. Á Rauðarárholtinu fór fram töluverð saltfiskvinnsla. Á klöppunum – grjótinu var saltfiskurinn þurrkaður í sólinni. Nokkrir steinar þar bera menjar um að á þeim var fiskur barinn. Þetta eru mikilvægar minjar í borginni um atvinnugreinina sem flutti okkur inn í nútímann. Við fórum að salta fisk í auknum mæli þegar bátar stækkuðu og gátu sótt lengra til hafs. Þá var bakarinn Bernhöft sóttur til útlanda um 1845 til að baka rúgbrauð í vertíðarbáta. Bernhöftsbakari er sennilega elsta starfandi fyrirtæki borgarinnar. Rúgbrauð og saltfiskur ættu að vera eitt aðaleinkenni í matargerð okkar og sem við eigum að miðla til heimamanna sem og ferðamanna.

Menntabraut
Eigum við kannski að kalla staðinn Menntaholtið, mér er tjáð að stígur þar beri nafnið menntabraut, enda ekki óeðlilegt því að óvíða er þéttara samfélag nema á öllum aldri að feta sinn menntastíg. Á holtinu er grunnskóli, leikskóli, dansskóli, tækniskóli og kennaraháskóli – slær einhver staður þetta holt út hvað varðar fjölbreyttni í menntun á litlu svæði?

Umhverfisparadís
Síðast en ekki síst er unnt að gera Rauðarárholtið að umhverfisvænasta svæði borgarinnar – svæði án bíla. Bortækni fleygir fram og næsta víst að unnt er að bora stóran bílahelli undir holtið með innakstri frá Skipholti. Stigar og lyftur kæmu upp úr hellinum á nokkrum stöðum. Þá væri unnt að halda magnaða tónleika í slíkum bergsal.

Sannarlega er hægt að gera Rauðarárholtið að flottum söguríkum miðborgarkjarna með kaffihúsum, leikhúsum, verslunum og fleiru sem prýðir slíka staði.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Höskuldur Þórhallsson nýr forseti Norðurlandaráðs

Deila grein

31/10/2014

Höskuldur Þórhallsson nýr forseti Norðurlandaráðs

Höskuldur Þór ÞórhallssonHöskuldur Þórhallsson, alþingismaður, er nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs. Í ræðu nýkjörins forseta kom fram að í áætluninni er horft til framtíðar, byggt á fyrri formennskuáætlunum og stuðlað að stöðugleika og lýðræðisþróun á nærsvæðum Norðurlanda til framtíðar.
Höskuldur hefur setið á Alþingi Íslendinga frá árinu 2007 og átt sæti í menntamálanefnd, umhverfisnefnd, viðskiptanefnd, fjárlaganefnd og saksóknarnefnd. Hann situr í dag í kjörbréfanefnd, þingskapanefnd og er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Höskuldur hefur verið formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs frá 2013 og átt sæti i forsætisnefnd ráðsins. Höskuldur er menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands.
Yfirskrift formennskuáætlunar Íslands er „Framtíð Norðurlanda“ og hefur áætlunin þrjú áherslusvið: Alþjóðlegt samfélag, velferðarsamfélag og borgaralegt samfélag. Áherslusviðin eru öll miklvæg fyrir norræn samfélög og stöðu Norðurlandanna í samfélagi þjóðanna.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

29/10/2014

B – hliðin

Silja-Dogg-mynd01-vefÞað er Silja Dögg Gunnarsdóttir alþingmaður í Suðurkjördæmi sem sýnir okkur áhugaverða B-hlið í þessari viku.
Fullt nafn: Silja Dögg Gunnarsdóttir.
Gælunafn: Hef ekki fundið neitt sniðugt, Silja verður að duga.
Aldur: 40 ára.
Hjúskaparstaða? Sérlega vel gift.
Börn? Þrjú stykki.
Hvernig síma áttu? Iphone. Mjög praktísk græja, annars hef ég engan áhuga á tækjum. Reyni að forðast þau nema þessi allra nauðsynlegustu. Öll þessi tæki eru frekar truflandi fyrirbæri.
Uppáhaldssjónvarpsefni? Breskir sakamálaþættir eins og Lewis, Scott og Baily, Barnaby og DCI Banks. Amerísku þættirinir True Detectives með Woody Harrelson og Matthew McConaughey voru líka algert listaverk; leikararnir, sagan, tónlistin og myndmálið. Er með meiriháttar óþol fyrir amerískum grínþáttum; sérstaklega svona fjölskyldugríni.
Uppáhalds vefsíður: Að sjálfsögðu www.framsokn.is og www.siljadogg.is
Besta bíómyndin? Tvímælalaust Dirty Dancing. Fæ alltaf gæsahúð þegar ég horfi á hana. Frábær tónlist. En svona af alvarlegri myndum þá myndi ég segja þríleikurinn; Rauður, Hvítur og Blár og Breaking the Waves. Sannkölluð meistaraverk.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Allt mögulegt en fer eftir veðri og vindum hverju sinni. Fíla t.d. Mugison og Dranga. Geggjaðir live! Fíla flott fönk, t.d. Jagúar og almennilega rokkara eins og Quarashi…Já, íslenskt er best!
Uppáhaldsdrykkur: Vatn, kaffi og rauðvín – í þessari röð.
Hvað finnst þér best að borða? Segi það sama á við og um tónlistina, fer eftir aðstæðum og mjög mikið eftir veðri. Kjötsúpa er alltaf góð en hún bragðast til dæmis einstaklega vel á köldum dögum. Nætursöltuð ýsa með soðnum rófum og hamsatólg og plokkfiskur með rúgbrauði og smjöri, eru réttir sem koma sterkir inn á virkum dögum. Grillaður humar með hvítlauk og smjöri á ljúfum sumardögum. Í útlöndum vil ég fá eitthvað spennandi þá myndi ég segja að arabískur og ítalskur matur sé í uppáhaldi. En allra best þykir mér þegar mér er komið á óvart. Gott hráefni og ástríðufull eldamennska eru almennt lykilatriði þegar maturinn á að verða góður.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? Þessa dagana; titillagið úr kvikmyndinni París Norðursins; ömurleg mynd en lagið mjög töff. Annars kemur lagið Baseline og Stick´em up, með hljómsveitinni Quarashi mér alltaf í brjálað stuð og flest lögin með Skunk Anansie.
Ertu hjátrúarfull? Ég er sannfærð um að það séu til fleiri víddir en við nemum. Ég útiloka ekki að til séu álfar. Búálfarnir geta t.d. verið skæðir þegar þeir taka uppá því að fela hluti fyrir manni.
Hverslags viðfangsefni myndirðu ekki leggja nafn þitt við? Lögleiðingu fíkniefna og sölu áfengis í matvöruverslunum.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Verð að nefna ömmurnar mínar sem ég kynntist á lífi; amma Lóa, Sigga og Gústa. Sterkar, heilsteyptar, gáfaðar, skemmtilegar og frábærar mæður og ömmur.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Ömmurnar og tengdamamma heitin. Hugsa oft til þeirra og fæ styrk og leiðsögn hjá þeim.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Steingrímur J. og Vigdís Hauksdóttir.
Hver eru helstu áhugamálin? Ríf reglulegaí lóðin eins og enginn sé morgundagurinn. Líka mjög hressandi og orkugefandi að fara í sjósund. Mín helsta nautn er þó bóklestur, þá les ég helst skáldsögur og ævisögur. Tækifærin sem ég fæ til lesturs nú til dags eru á ferðalögum og á næturna á sumrin. Þá er ljúft að liggja uppi á háalofti í sumarbústaðnum þegar aðrir sofa, njóta næturbirtunnar og lesa. Í æsku dreymdi mig um að lokast inni á bókasafni og dvelja þar næturlangt, alein, í félagsskap bóka. Ég hugleiddi oft að fela mig þegar safninu lokaði, en lét þó ekki verða af því. Ég er víst ekki nógu mikill villingur.
Besti vinurinn í vinnunni? Elsa Lára og Sigurður Ingi. Þórunn og Eygló koma einnig sterkar inn. Ási verður kannski móðgaður þegar hann sér þetta…”Ási, þú ert fínn gaur!”
Helsta afrekið hingað til? Að fara í sjósund með Elsu Láru.
Uppáhalds manneskjan? Get ekki gert upp á milli barnanna minna. Þau eru tvímælalaust uppáhaldsfólkið mitt (nú verður Ási aftur sár: “Ási, þú ert í alvöru fínn gaur”).
Besti skyndibitinn? Arabísk vefja (shawarma) í sjoppunni Mandi, við Ingólfstorg. Soldið skotin í arabískum mat.
Það sem þú borðar alls ekki? Borða nú flest nema það sem er illa eldað og bragðlaust. Nenni ekki að borða svoleiðis mat.
Lífsmottóið? Lífið er ekki áfangastaður heldur ferðalag. Ég ætla mér að halda áfram að njóta ferðalagsins og þakka fyrir hvern einasta dag sem ég fæ og öll tækifærin sem mér bjóðast.
Þetta að lokum: Það sem þið vissuð sennilega ekki um mig era ð ég var orðin altalandi 14 mánaða. Þótti æði bráðger og kerlingaleg með eindæmum. Mér skilst að ég hafi þó ekki verið sérlega skemmtilegt barn, hafði a.m.k. ekki mikinn húmor fyrir öðrum. Ein af mínum uppáhaldssetningum lengi vel var: “Þetta er ekkert fyndið”. Sagði þetta gjarnan með miklum þunga þegar galgopaháttur fjölskyldumeðlima gekk algjörlega fram af mér.
Ég get líka upplýst hér með að ég var fjögurra ára þegar ég lærði að reima. Tók því að mér að reima skóna á félagana í leikskólanum og síðan á bekkjarfélagana í sex ára bekk þar sem kennarinn komst ekki yfir að reima á allan skarann tímanlega fyrir frímínútur (þetta var fyrir tíma stuðningsfulltrúa).
Ég tók einnig að mér (óbeðin) að raða bekkjarfélögunum í raðir, eftir stærð. Ég vildi sjá ákveðna samfellu í röðinni, lágvaxnir fremst og hávaxnir afast. Menn voru mis ánægðir með það frumkvæði mitt þar sem aðal málið hjá flestum var að komast fremst röðina. Menn lögðu jafnvel á sig að mæta eldsnemma í skólann til að komast fremst í röðina eða fórnuðu hluta af leiktíma í frímínútum og stylltu sér ábúðarfullir upp fremst eða framarlega í röðinni. Það dugði þó ekki til þegar ég mætti og hóf að raða öllum upp á nýtt. Ég lenti aldrei í slagsmálum út af þessari áráttu minni, sem ég tel stórmerkilegt. Ég hlýt að hafa verið mjög sannfærandi.
Þegar ég fer nú í þessa naflaskoðun (þökk sé þér Kolla) og hugsa til baka, þá finnst mér ótrúlegt að ég skuli hafa átt vini í grunnskóla. Þetta gat náttúrulega ekki endað nema á einn veg;-)
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Skjaldborgin rís eftir langa bið

Deila grein

29/10/2014

Skjaldborgin rís eftir langa bið

Silja-Dogg-mynd01-vefElsa-Lara-mynd01-vefurInnan skamms verða verðtryggð húsnæðislán heimilanna leiðrétt. Um jafnræðisaðgerð er að ræða sem mun koma flestum íslenskum heimilum til góða. Loksins fá heimilin að njóta einhverrar sanngirni og réttlætis. Húsnæðismálin eru einnig í brennidepli en húsnæðismálaráðherra mun leggja fram fjögur frumvörp þessa efnis á yfirstandandi þingi. Lengi hefur verið talað um þörf á nýju húsnæðiskerfi og loksins sjáum við fram á að það verði að veruleika.

Stóra planið gengur upp

Á sumarþingi 2013 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu um  aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Tillagan var í tíu liðum og leiðréttingin er aðeins einn liður af tíu. Aðrir þættir aðgerðaráætlunar eru t.d. að gerðar verði tillögur um framtíðarskipan húsnæðismála. Umsóknir um leiðréttingu á lánum voru 69 þúsund frá 105 þúsund einstaklingum. Umsóknarferlið var einfalt og vinnan við að reikna út leiðréttinguna gengur mjög vel. Innan skamms munu tilkynningar berast um leiðréttingu lána

Spunameistararnir

Nú þegar leiðréttingin er handan við hornið er eins og sumir hafi gleymt af hverju farið var í þessa vegferð. Á síðasta kjörtímabili vildu sumir þingmenn þáverandi stjórnarflokka fara í aðgerðir til að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán. Úr því varð ekki. Þáverandi forsætisráðherra sagði nefnilega að ekki yrði meira gert fyrir skuldsett heimili. Á sama tíma var ráðist í stórar efnahagsaðgerðir; skuldir fyrirtækja afskrifaðar og gengistryggð lán voru endurreiknuð. Þeir sátu eftir sem skulduðu verðtryggð lán.

Tekjulágir fá meira

Sama fólk og talaði á síðasta kjörtímabili fyrir nauðsyn þess að leiðrétta stökkbreytt lán, talar nú gegn aðgerðum ríkisstjórnarinnar og kastar vísvitandi ryki í augu almennings. Talað er um kaldar pizzur og visa skuldir í þessu samhengi. Sannleikurinn er sá að hlutfall fjárhæðar niðurfærslu og árstekna er hærra hjá tekjulægri heimilum en þeim tekjuhærri. Þannig að þeir tekjulægri fá hlutfallslega meira. Tæpur helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með undir 6 milljón kr.í árslaun sem eru t.d. heimili þar sem tveir einstaklingar eru hvor um sig með undir 250 þús. kr. í mánaðarlaun. Meðalfjárhæð niðurfærslu hækkar eftir því sem fjöldi barna er meir, þar sem stærri fjölskyldur eiga iðulega stærra húsnæði og meiri skuldir. Rétt er að benda á að ef þessi leiðrétting kæmi ekki til nú, þá yrði hækkun höfuðstóls enn meiri vegna verðbólgunnar.  Unnið er hörðum höndum innan ráðuneyta að afnámi verðtryggingar og munu niðurstöður þeirrar vinnu liggja fyrir í mars 2015.

Skattgreiðendur og hrægammar

Það hefur legið fyrir frá því framkvæmd leiðréttingarinnar var kynnt að bankaskattur yrði hækkaður og undanþága fjármálastofnana í slitameðferð frá skattinum  afnumin. Í fyrsta sinn eru þrotabúin skattlögð og gert er ráð fyrir að þessar breytingar auki tekjur ríkissjóðs um 92 m.kr. á fjórum árum.  Það er fráleitt að halda því fram að heimilin borgi leiðréttinguna í þeim skilningi sem sumir kjósa að túlka svo. Þeir sem ekki eiga húsnæði geta einnig notið góðs af aðgerðum ríkisstjórnarinnar með því að nýta séreignarsparnað og safna í sjóð til húsnæðiskaupa . Nýtt húsnæðiskerfi mun einnig tryggja hagmuni leigjenda mun betur en nú er.

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar stendur með heimilunum og ræðst í verkefni sem fyrri ríkisstjórn taldi ógerlegt. Núverandi ríkisstjórnar verður minnst í sögubókum framtíðarinnar fyrir að hafa reist hina langþráðu skjaldborg um heimilin í landinu.

Silja Dögg Gunnarsdóttir og Elsa Lára Arnardóttir

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.