Categories
Fréttir

Afar já­kvæð tíðindi fyr­ir kenn­ara lands­ins

Deila grein

23/01/2019

Afar já­kvæð tíðindi fyr­ir kenn­ara lands­ins

„Meg­in­styrk­leiki ís­lenska mennta­kerf­is­ins er að nem­end­um líður vel og mikið traust rík­ir á milli kenn­ara og nem­enda. Í þessu fel­ast mik­il sókn­ar­færi sem hægt er að byggja á og nýta til að efla mennt­un í land­inu enn frek­ar. Það er sam­vinnu­verk­efni skóla­sam­fé­lags­ins, for­eldra, sveit­ar­fé­laga og at­vinnu­lífs. Séu styrk­leik­arn­ir nýtt­ir sem skyldi og tek­ist á við áskor­an­ir á rétt­an hátt eru okk­ur all­ir veg­ir fær­ir til þess að byggja upp framúrsk­ar­andi mennta­kerfi til framtíðar.“ Þetta skrifar Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í grein er birtist í Morgunblaðinu 21. janúar sl.
Lilja tekur út þrjú atriði er vekja athygli hennar:

  • svara um 90% nem­enda að þeim líði þokka­lega eða mjög vel í skól­an­um.
  • telja flest­ir nem­end­ur að kenn­ur­um sé annt um þá eða um 81% nem­enda í 6. bekk og 65% í 10. bekk.
  • telja um 70% nem­enda í öll­um ár­göng­um sig sjald­an eða aldrei finna fyr­ir dep­urð.

Grein Lilju er hægt að nálgast hér.

Categories
Fréttir

Flýtum framkvæmdum – fækkum slysum

Deila grein

16/01/2019

Flýtum framkvæmdum – fækkum slysum

„Markmiðið með metnaðarfullri samgönguáætlun verður ekki mælt í kílómetrum, heldur mannslífum og lífsgæðum. Til að stuðla að fækkun slysa og auka umferðaröryggi er áhrifaríkast að endurbæta vegakerfið sem lætur víða á sjá í kjölfar aukinnar umferðar og þungaflutninga, m.a. vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna. Sambærileg framlög og á undanförnum árum mæta engan veginn uppsafnaðri þörf til að breikka og tvöfalda vegi til að mæta aukinni umferð. Tekjur af ökutækjum og eldsneyti renna að stærstum hluta til vegagerðar en spár gera ráð fyrir að með aukinni nýtingu annarra orkugjafa muni þær minnka á næstu árum. Ný leið í fjármögnun er að fólk greiði fyrir notkun sína.“ Þetta skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í grein í Fréttablaðinu 15. janúar sl.
Sigurður Ingi fer yfir í grein sinni að líf fólks og lífsgæði séu undir vegna ástands samgangna. Vegakerfið verði að færa upp um umferðaröryggisflokka. Flýtiframkvæmdir séu um 10% af heildarsamgönguáætlun, eða um 60 milljarðar króna. Þetta eru framkvæmdir um breikkun vega, tvöföldun á vegum og aðskildar akstursstefnur.
„Fjármagn vegna ökutækja og eldsneytis skilar ríkissjóði um 47 milljörðum og er hlutfall þess sem rennur til vegagerðar um 70%. Restin, eða um 30% af fjármagni vegna ökutækja og eldsneytis fer í tengda liði, okkar sameiginlegu sjóði, og deilist út í heilbrigðiskerfið, tollgæslu og löggæslu, meðal annars til að standa undir kostnaði við eftirlit og afleiðingar af notkun ökutækja. Á allra næstu árum munu orkuskipti leiða til þess að þróun skatttekna af ökutækjum fer minnkandi.“
Grein Sigurðar Inga Jóhannssonar má lesa hér.

Categories
Fréttir

Stafræn verksmiðja

Deila grein

15/01/2019

Stafræn verksmiðja

„Meðal mikilvægustu verkfæra unga fólksins okkar, sem móta mun framtíð samfélagsins, eru samvinnuhæfni, frumkvæði, skapandi hugsun og það að geta unnið með upplýsingar og tækni á fjölbreyttan hátt. Fjórða iðnbyltingin krefur okkur með sínum öru samfélags- og tæknibreytingum um nýja nálgun á ýmis kerfi, þar með talið menntun og starfþjálfun af öllu tagi.“
Þetta skrifar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í grein í Morgunblaðinu 11. janúar.
Lilja Dögg ræsti hugmynda- og uppfinningakeppni nemendum efstu bekkja grunnsóla, deginum áður, sem er ætlað að raungera og útfæra hugmyndir sínar. Verkefnið er unnið í samstarfi Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Ríkisútvarpsins og framkvæmt með stuðningi mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Verksmiðjan er stafræn og til húsa á slóðinni ungruv.is/verksmidjan.
„Ég er bjartsýn á að grunnskólanemendur muni taka Verksmiðjunni fagnandi og hún muni opna hug þeirra, og foreldranna, fyrir þeim möguleikum sem fólgnir eru í fjölbreyttu námsframboði hér á landi,“ skrifar Lilja Dögg.
Sjá nánar: ungruv.is/verksmidjan
Grein Lilju Alfreðsdóttur má lesa hér.

Categories
Fréttir

„Hvað lærðir þú í dag?“

Deila grein

09/01/2019

„Hvað lærðir þú í dag?“

„Við vitum að menntun er æviverk og nám getur farið fram með ýmsum hætti. Símenntun einskorðast ekki við stofnanir eða staði og núorðið er auðveldara að fá hæfni sína metna óháð því hvernig hennar var aflað.“
Þetta skrifar Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í grein í Fréttablaðinu 8. janúar.
Hröð samfélagsbreyting og tæknibreytingar kallar á mikilvægi þess að einstaklingar hafi aðgang að fjölbreyttum símenntun og framhaldsfræðslu. Unnið er að endurskoðun laga um fullorðinsfræðslu og að frumvarpi um lýðskóla.
„Á tímum mikilla breytinga þurfum við öll að huga að þróun okkar eigin hæfni og þekkingar og leyfa forvitninni og fróðleiksþorstanum að ráða för. Námstækifærin blasa víða við og galdurinn virðist vera að velja og hafna úr hafsjó upplýsinga og að þekkja réttindi sín og áhugasvið. Því þegar vel er á málum haldið er aukin menntun í víðum skilningi tæki til jafnaðar og ábata fyrir alla.“
Sjá nánar: Símenntun og fullorðinsfræðsla – heildarlög um nám fullorðinna
Grein Lilju Alfreðsdóttur má lesa hér.

Categories
Fréttir

Forgangsraðað í þágu menntunar

Deila grein

09/01/2019

Forgangsraðað í þágu menntunar

„Samkeppnishæfni þjóða mun á næstu áratugum ráðast af hæfni og færni fólksins þeirra. Sú hæfni og færni ræðst ekki síst af gæðum menntakerfa í viðkomandi landi. Kennarar bera uppi menntakerfin og eru því lykilaðilar í mótun samfélaga til framtíðar. Alþjóðavæðing og örar tæknibreytingar gera enn ríkari kröfu um að stjórnmálin forgangsraði í þágu menntunar.“
Þetta kemur fram í grein eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í Morgunblaðinu 2. janúar sl.
Kennarar eru lykilaðilar þegar kemur að þjálfa upp hæfni og færni nemanda og því er mikilvægt að hlúa að gæðum menntakerfis okkar. „Alþjóðavæðing og örar tæknibreytingar gera enn ríkari kröfu um að stjórnmálin forgangsraði í þágu menntunar,“ segir Lilja ennfremur.
„Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar er afar skýr í þessum efnum en þar er lögð rík áhersla á að efla menntun í landinu með hagsmuni þjóðarinnar allrar að leiðarljósi. Fram kemur að mikilvægt sé að stuðla að viðurkenningu á störfum kennara, efla faglegt sjálfstæði þeirra og leggja áherslu á skólaþróun á öllum skólastigum. Jafnframt kemur fram að bregðast þurfi við kennaraskorti með samstarfi ríkis, sveitar- og stéttarfélaga.“
Sjá nánar grein Lilju hér.

Categories
Fréttir

Gleðileg jól!

Deila grein

24/12/2018

Gleðileg jól!

Framsókn sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár!

Categories
Fréttir

Barnafjölskyldur í fyrirrúmi í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar

Deila grein

14/12/2018

Barnafjölskyldur í fyrirrúmi í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar

Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Ísaksen, bæjarfulltrúar Framsóknar á Akureyri, skrifa grein í Vikudag ásamt öðrum bæjarfulltrúm meirihlutans, um forgangsverkefni á árinu 2019 og á kjörtímabilinu verði að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla með fjölbreyttum leiðum.
„Undirbúningur er þegar hafin að byggingu nýs leikskóla við Glerárskóla sem taka á í notkun árið 2021 og þar að auki á að hefja undirbúning á frekari fjölgun leikskólarýma í upphafi næsta árs. Næsta haust verður börnum mánuði yngri en áður boðið rými á leikskóla samhliða því sem að á árinu 2019 verða hafnar jöfnunargreiðslur til foreldra baran 17 mánaða og eldir hjá dagforeldrum til jafns við kostnað á leikskólum,“ segja Guðmundur Baldvin og Ingibjörg, ásamt öðrum bæjarfulltrúm meirihlutans.
Ennfremur segja bæjarfulltrúar meirihlutans, „veittir verða stofnstyrkir til dagforeldra, þeir studdir til endur- og símenntunar og dagforeldrum gefinn kostur á að nýta önnur rými en eigin heimahús til starfseminnar. Með þessu vonumst við til að fjölga dagforeldrum hratt og örugglega á meðan unnið er að fjölgun leikskólarýma.“
Greinina má lesa hér.

Categories
Fréttir

Landgræðsla – nýmæli um landgræðsluáætlun

Deila grein

14/12/2018

Landgræðsla – nýmæli um landgræðsluáætlun

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, fór yfir í ræðu á Alþingi í dag, frumvarp um landgræðslu. Markmið með nýjum lögum er að vernda, endurheimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands.
„Með þessu frumvarpi um landgræðslu verða mjög mikilvæg tímamót þar sem þau koma í stað 50 ára gamalla laga um landgræðslu og jafnframt í stað laga gegn landbroti,“ sagði Líneik Anna.
„Landgræðsla er mjög mikilvæg fyrir okkur til að varðveita þá auðlind sem jarðvegur og gróður er í landinu. En landgræðslan er líka mikilvæg á heimsvísu. Því að við hér höfum í gegnum árin flutt út þekkingu sem nýtist annarsstaðar í heiminum þar sem landeyðing er mjög víða mikið vandamál, sérstaklega í Afríku, svo að sú heimsálfa sé nefnd, en einnig í Mið-Asíu og víðar. En hingað hafa þessar þjóðir sótt sér þekkingu í gengum Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna, sem er sú stofnun sem vinnur gegn landeyðingu í heiminum og horfir til þess hvernig við Íslendingar höfum nálgast þau mál,“ sagði Líneik Anna.
Ræða Líneikar Önnu Sævarsdóttur, alþingismanns, á Alþingi 14. desember 2018.

Landgræðsluáætlun er nýmæli fest í sessi í frumvarpinu og er ætlað að kveða á um framtíðarsýn og stefnu stjórnvalda í landgræðslu með hliðsjón af markmiðum um:

  • hvernig nýting lands styður best við atvinnu og byggðir í landinu,
  • hvernig gæði lands eru best varðveitt og
  • hvernig efla megi og endurheimta vistkerfi sem skert hafa verið og koma með tillögur um breytingar á nýtingu lands, t.d. friðun fyrir tiltekinni nýtingu þar sem það á við.

Einnig á að nýta betur fjármagn og mannafla og samþætta áætlunina við aðrar áætlanir ríkis og sveitarfélaga sem og alþjóðlegar skuldbindingar.
„Áætlunin getur verið leiðbeinandi fyrir aðalskipulagsvinnu sveitarfélaga. Í raun er gert ráð fyrir að sveitarfélög geti tekið upp áform um landgræðsluáætlun við endurskoðun aðalskipulagsáætlana sinna.
Gert er ráð fyrir að áætlunin þurfi að fara í gegnum umhverfismat áætlana þar sem hún getur falið í sér mörkun stefnu er varðar leyfisveitingar til framkvæmda sem tilgreindar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum og einnig þarf hún að taka mið af landsskipulagsstefnu,“ segir í greinargerð.

Categories
Fréttir

„Aflið er svo sannarlega afl til góðs í samfélaginu“

Deila grein

14/12/2018

„Aflið er svo sannarlega afl til góðs í samfélaginu“

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur gert samning við samtökin Aflið á Akureyri, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Aflið á Akureyri fær 18 milljóna króna framlag til að standa straum af starfsemi sinni. Ásmundur Einar og Hjalti Ómar Ágústsson fyrir hönd Aflsins undirrituðu samninginn á Akureyri í gær.
„Aflið er svo sannarlega afl til góðs í samfélaginu. Sjálfboðaliðar og fagfólk sinna störfum sínum af miklum metnaði og það er augljóst, því miður, að þörfin fyrir þessa starfsemi er mikil. Það er því ástæða til að þakka fjárlaganefnd Alþingis fyrir að hafa greitt götu Aflsins með ákvörðun um 18 milljóna króna framlag á næsta ári til starfseminnar. Samningurinn byggist á því,“ segir Ásmundur Einar Daðason.
Ásmundur Einar segir starfsemi Aflsins skipta miklu máli eins og komi glöggt fram í nýjustu ársskýrslu samtakanna þar sem meðal annars er birt tölfræði sem varpar ljósi á umfangið. Árið 2017 fjölgaði til að mynda einstaklingsviðtölum um 15,3% frá fyrra ári og voru þá rúmlega 1400 talsins, nýjum skjólstæðingum fjölgaði um 43% milli ára og svo mætti áfram telja.
Þjónusta Aflsins felst í faglegri ráðgjöf og stuðningi við þolendur, forvarnarfræðslu og handleiðslu. Aflið var stofnað árið 2002 í framhaldi af tilraunastarfsemi Stígamóta og Jafnréttisstofu. Undanfarin ár hefur Aflið verið með þjónustusamning við Akureyrarbæ og átt í samvinnu við bæjaryfirvöld sem á móti veitt hafa félaginu afnot af húsnæði fyrir starfsemi sína í Aðalstræti 14. Samstarfið felst meðal annars í viðveru og sýnileika sjálfboðaliða á vegum Aflsins á fjölmennum viðburðum og einnig á tjaldstæðum og víðar þegar margmennt er í bænum um helgar. Auk þess veita ráðgjafar Aflsins fræðslu í grunnskólum bæjarins samkvæmt samkomulagi.

Á myndinni eru frá hægri: Hjalti Ómar Ágústsson, Ásmundur Einar Daðason og Elínbjörg Ragnarsdóttir

Heimild: stjornarradid.is

Categories
Fréttir

Símenntun og fullorðinsfræðsla – heildarlög um nám fullorðinna

Deila grein

13/12/2018

Símenntun og fullorðinsfræðsla – heildarlög um nám fullorðinna

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, svaraði fyrirspurn um símenntun og fullorðinsfræðslu á Alþingi í vikunni. Fyrirspyrjandi var Guðjón S. Brjánsson, alþingismaður.
„Þörfin á símenntun og endurmenntun er sífellt að aukast vegna þeirra tæknibreytinga sem eru að eiga sér stað í okkar samfélagi með sjálfvirknivæðingu og öðru slíku. Og svo er það líka þannig að málefni líðandi stundar eru að breytast talsvert mikið, m.a. vegna þeirra breytinga sem eru að eiga sér stað varðandi loftslagsmálin. Samfélög eru að verða sífellt meðvitaðri um það sem er að gerast og þau sem taka á þessum málum á skilvirkan og uppbyggilegan hátt mun vegna betur er varðar samkeppnishæfni þjóða,“ sagði Lilja Dögg.
Ræða Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra á Alþingi 10. desember 2018.

„Hv. þingmaður spurði hvaða áform væru uppi um stefnumótun í fullorðinsfræðslu og starfsemi símenntunarstöðva, ekki síst á landsbyggðinni. Þá vil ég nefna að á vegum ráðuneytisins er nú verið að undirbúa frumvarp til laga um nám fullorðinna og undir þá vinnu fellur endurskoðun á lögum um framhaldsfræðslu. Þau lög taka sérstaklega til fullorðinna sem ekki hafa lokið formlegu námi á framhaldsskólastigi og afmarkast við starfsemi sem ekki er skipulögð á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla.
Hugtakið fullorðinsfræðsla nær yfir mun stærri hóp. Þessi víðari nálgun er en megin ástæða þess að ákveðið var að hefja vinnu við ný heildarlög um nám fullorðinna og um leið einfalda regluverkið og breyta hugtakarammanum þannig að lögin ávarpi stærra mengi en ella. Þannig getum við enn betur styrkt stoðirnar undir það að allir búi yfir nægilegri grunnfærni til að lifa og starfa og mæta áskorunum dagsins í dag. Ég legg mikla áherslu á það að heyra rödd hagsmunaaðila í þessum málaflokki. Þess vegna skipaði ég 20 manna samráðshóp um nám fullorðinna í byrjun þessa árs og gildir skipunin til fjögurra ára,“ sagði Lilja Dögg.
„Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir að setja þessi mál á dagskrá þingsins. Þau skipta máli er varðar framvindu málaflokksins og við viljum efla grunnfærni sem flestra á íslenskum vinnumarkaði svo að hægt sé að efla hann,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir.