Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður, gerði að umræðuefni í störfum þingsins stöðu vegakerfisins og það augljósa að þeir séu ekki gerðir fyrir þá þungu umferð, þann fjölda bíla eða þá atvinnuvegi sem um þá aka í dag. Það að ekki hafi tekist að samþykkja nýja samgönguáætlun skapi ýmiss konar vandræði, áframhaldandi gott viðhald og að uppbygging sé á áætlun.
„Við búum svo vel að því að hafa samgönguáætlun þar sem forgangsröðun þingsins kemur fram hvað varðar framkvæmdir í vegamálum. Samgönguáætlun var lögð fram hér á síðasta löggjafarþingi. Hún kláraðist því miður ekki og við sjáum að það hefur skapað ýmiss konar vandamál. Það er ljóst að fyrri samgönguáætlun á að vera enn í gildi,“ sagði Lilja Rannveig.
„En varðandi þessi mál vil ég nefna sérstaklega stöðuna í mínu kjördæmi, Norðvesturkjördæmi. Framkvæmdir á Vestfjörðum eru núna stopp. Malarvegir eru flestir á Vesturlandi og Norðvesturlandi og sumir vegir sem hafa bundið slitlag bera einfaldlega ekki þá umferð sem á þeim er og þeim var breytt í malarvegi aftur. Þetta gerðist í sumar í Dalabyggð og hefur nú að mestu verið lagfært. En það er ljóst að þetta getur gerst aftur. Það er ljóst að uppbygging vega í Norðvesturkjördæmi er nauðsynleg og það þarf að gæta að því að það svæði verði ekki undir í samgönguáætlun sem á að koma fram hér í haust.
Vegir eru lífæðar samfélaga og þess vegna þarf fólk að geta treyst á það að viðhald og uppbygging þeirra séu á áætlun og að áætlanir standist,“ sagði Lilja Rannveig að lokum.
Ræða Lilju Rannveigar í heild sinni á Alþingi:
„Hæstv. forseti. Nú er mikið rigningarsumar að baki, ef sumar má kalla. Það kom þó ekki í veg fyrir að landsmenn settust undir stýri og keyrðu um landið. Eins og margir landsmenn tóku eftir er staða vegakerfisins þannig að þó að vegir séu á mörgum stöðum mjög góðir þá er augljóst að þeir eru ekki gerðir fyrir þá þungu umferð, þann fjölda bíla eða þá atvinnuvegi sem þeir bera í dag. Við búum svo vel að því að hafa samgönguáætlun þar sem forgangsröðun þingsins kemur fram hvað varðar framkvæmdir í vegamálum. Samgönguáætlun var lögð fram hér á síðasta löggjafarþingi. Hún kláraðist því miður ekki og við sjáum að það hefur skapað ýmiss konar vandamál. Það er ljóst að fyrri samgönguáætlun á að vera enn í gildi.
En varðandi þessi mál vil ég nefna sérstaklega stöðuna í mínu kjördæmi, Norðvesturkjördæmi. Framkvæmdir á Vestfjörðum eru núna stopp. Malarvegir eru flestir á Vesturlandi og Norðvesturlandi og sumir vegir sem hafa bundið slitlag bera einfaldlega ekki þá umferð sem á þeim er og þeim var breytt í malarvegi aftur. Þetta gerðist í sumar í Dalabyggð og hefur nú að mestu verið lagfært. En það er ljóst að þetta getur gerst aftur. Það er ljóst að uppbygging vega í Norðvesturkjördæmi er nauðsynleg og það þarf að gæta að því að það svæði verði ekki undir í samgönguáætlun sem á að koma fram hér í haust. Vegir eru lífæðar samfélaga og þess vegna þarf fólk að geta treyst á það að viðhald og uppbygging þeirra séu á áætlun og að áætlanir standist.“
Húsnæðismál lögreglunnar á Suðurnesjum
17/09/2024
Húsnæðismál lögreglunnar á SuðurnesjumJóhann Friðrik Friðriksson, alþingismaður, fór yfir í störfum þingsins húsnæðismál lögreglunnar á Suðurnesjum, en staða þess sé óviðunandi og að embættið sé annað stærsta embætti landsins og hafi vaxið gríðarlega á undanförnum árum.
„Ég velti fyrir mér hvernig það má vera að ekkert plan liggi fyrir um varanlegt húsnæði heldur sé unnið að þarfagreiningu og bráðabirgðalausnum. Embættið mun ekki gera annað en að vaxa. Svona vinnubrögð eru óboðleg í mínum huga,“ sagði Jóhann Friðrik.
Lögreglufélag Suðurnesja skoraði í yfirlýsingu á Framkvæmdasýsluna og stjórnvöld í vor um úrbætur: „Útkallsliðið deilir nú húsnæði með rannsóknardeild, lögfræðisviði og yfirstjórn sem væri undir eðlilegum kringumstæðum besta staðan ef það húsnæði væri ekki skrifstofurými sem er ætlað rúmlega 40 starfsmönnum en hýsir nú tæplega 70 manns á dagvinnutíma.“
„Í fjármálaáætlun sem við samþykktum í vor ávarpaði meiri hluti fjárlaganefndar nauðsyn þess að setja húsnæðismál embættisins í forgang. Hæstv. dómsmálaráðherra þarf að gera það sem í hennar valdi stendur til að fyrir liggi plan um varanlegt húsnæði sem allra fyrst og hraða vinnu við bráðabirgðaaðstöðu fyrir sunnan. Ég hef áhyggjur af því að óboðleg vinnuaðstaða ofan á aukið álag geri það að verkum að lögreglumenn á Suðurnesjum leiti einfaldlega í önnur störf eða til annarra embætta. Við megum ekki missa frá okkur hæft fólk. Því hvet ég ráðherra til dáða í þessu máli og heiti að sjálfsögðu mínum stuðningi. Tímasetning á nýrri lögreglustöð á Suðurnesjum verður að líta dagsins ljós í haust,“ sagði Jóhann Friðrik að lokum.
Ræða Jóhanns Friðriks í heild sinni á Alþingi:
17/09/2024
„Okkar skylda að tryggja þeim besta mögulega grunn til að þroskast og dafna“Ingibjörg Isaksen, alþingismaður og formaður þingflokks Framsóknar, gerði að umtalsefni, í störfum þingsins, stöðu barna og mikilvægi þess að skapa umgjörð heilbrigðs samfélags með því að kenna þeim samkennd og ábyrgð, samhug og samstöðu og þau finni nærveru og kærleika „svo að þau skilji að samfélagið verður aðeins sterkt þegar við vinnum saman.“
„Áföllin hafa dunið yfir samfélagið okkar undanfarna daga og vikur. Eftir sitjum við mörg hver orðlaus og eflaust fallast mörgum okkar hendur. Áskorunin er stór og ábyrgðin mikil en sú mikilvægasta er ábyrgðin sem við berum gagnvart börnunum okkar og ungmennum,“ sagði Ingibjörg.
„Börnin eru það mikilvægasta í lífi okkar og það er okkar skylda að tryggja þeim besta mögulega grunn til að þroskast og dafna.“
„Þegar upp koma vandamál í uppeldi eða menntun barna okkar höfum við oft tilhneigingu til þess að vísa ábyrgðinni á aðra; ríki, sveitarfélög, kennara, menntakerfið og jafnvel nágranna okkar, í stað þess að líta í eigin barm. En sannleikurinn er sá að við öll, hver sem á í hlut, hvert og eitt, getum gert betur. Börnin okkar þurfa á því að halda. Þau þurfa samveru með okkur, hlustun, stuðning og leiðsögn, sérstaklega á tímum þegar tæknin er farin að rjúfa félagsleg tengsl. Það er okkar hlutverk að tryggja að þau finni fyrir nærveru og kærleika. Við berum ábyrgð á því að kenna börnunum okkar mikilvægi samkenndar og ábyrgðar, sýna þeim hvernig samhugur og samstaða er undirstaða heilbrigðs samfélags svo að þau skilji að samfélagið verður aðeins sterkt þegar við vinnum saman. Stöndum með hvert öðru og öxlum ábyrgð á heildinni, ekki bara okkur sjálfum. Börnin okkar eru einstök, þau standa sig vel og eru framar okkur að mörgu leyti, en við megum ekki gleyma þeim sem þurfa aukna aðstoð og stuðning. Það er okkar sameiginlega ábyrgð að tryggja að enginn verði út undan, að öll börn fái tækifæri til að blómstra, sama hvaða áskorunum þau standa frammi fyrir.“
„Við erum ekki einungis að byggja samfélag fyrir okkur sjálf heldur fyrir komandi kynslóðir. Tökum öll höndum saman, gefum okkur tíma og tryggjum að börnin okkar fái að dafna í öruggu, kærleiksríku og ábyrgðarmiklu samfélagi,“ sagði Ingibjörg að lokum.
Ræða Ingibjargar í heild sinni á Alþingi:
17/09/2024
Hver er okkar ábyrgð á ofbeldi meðal barnaÁ síðustu vikum hefur okkur verið tíðrætt um ofbeldi barna gagnvart hvort öðru. Það kemur ekki á óvart í ljósi skelfilegra atburða sem hafa átt sér stað hér á landi þar sem börn ganga í meira mæli með eggvopn á sér.
Það eitt og sér að börn gangi vopnuð, eða telji sig þurfa að gera það, er óásættanleg þróun. Hvort sem að ofbeldi barna og ungmenna hafi aukist eða sé orðið sýnilegra, þá er augljóst að staðan er alvarleg og nauðsynlegt er að grípa í taumana og gera allt sem í okkar valdi stendur. Foreldrar, félagsþjónustan og stjórnvöld þurfa öll að taka höndum saman og stoppa þessa þróun.
Ofbeldi barna og ungmenna
Undanfarin ár hafa stjórnendur innan skólakerfisins lýst yfir áhyggjum af auknu ofbeldi m.a. innan skólalóðarinnar. Það á jafnvel við um börn á yngsta skólastigi. Það sama á við utan skólalóðarinnar og á samfélagsmiðlum. Foreldrar, lögreglan og skólayfirvöld benda öll á það að virðingarleysi barna gagnvart hvort öðru er sífellt meira áberandi þar sem ljót samskipti og líkamlegt ofbeldi færast í aukana.
Hvað er verið að gera?
Síðastliðinn júní kynnti Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, 14 aðgerðir gegn ofbeldi meðal barna í samvinnu við dómsmálaráðherra. Þar á að leiða saman fjölbreytta þjónustu- og viðbragðsaðila í samstilltu átaki gegn vaxandi ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi. Þessar aðgerðir snúa að auknu forvarnarstarfi, inngripi og meðferð og varða ýmsa aðila innan ríkisins, stjórnsýslunnar og sveitarfélaga.
Viðfangsefnið er víðfeðmt og aðgerðirnar því margskonar og varða m.a. aukna þverfaglega nálgun í ofbeldismálum meðal barna, að mynda verklag fyrir sakhæf og ósakhæf börn og úrræði fyrir þau sem beita alvarlegu ofbeldi, að efla samfélagslögreglu, að auka fræðslu og forvarnir og efla ungmennastarf. Aðgerðir þessar miða að því að fræða börn og ungmenni um afleiðingar, útvega þeim stað þar sem þau geta eflt samskipti í skipulögðu starfi og hvernig eigi að bregðast við þegar ofbeldi á sér stað. Allar þessar aðgerðir eru nauðsynleg skref sem þarf sífellt að endurskoða og meta á meðan á þeim stendur. Hins vegar er ofbeldi barna og ungmenna samfélagslegt mein sem allt samfélagið verður að taka höndum saman við að vinna bug á.
Það þarf heilt þorp til að ala upp barn
Við erum öll uggandi yfir framangreindri þróun ofbeldis, enda varðar hún okkur öll. Vörumst það að leggjast í skotgrafir og leita að sökudólgum. Þó þurfum við að komast til botns í það hvað veldur, hvar við erum að bregðast og gangast við þeirri ábyrgð. Foreldraeftirlit hvers foreldris fyrir sig með sínu barni og öðrum í sínu nærumhverfi verður að vera öflugt. Samfélagið allt verður að koma saman og vinna að því að kynna börnum okkar fyrir þeim hættum sem stafa af ofbeldi af því tagi sem við heyrum af nánast vikulega. Við þurfum að gangast að okkar ábyrgð sem foreldrar og þar komum við aftur að því að samvera er besta forvörnin eins og okkur hefur verið tíðrætt um undanfarin ár. Foreldrasamfélagið þarf að virkja vel í þessum aðgerðum og hér á landi höfum við góða reynslu af öflugu forvarnarstarfi og aðgerðum til að vinda ofan af óæskilegri hegðun.
Við berum öll ábyrgð á því að koma börnunum okkar vel til manns og kenna þeim samfélagsreglurnar, það gerum við ekki með því að vera fjarverandi sem foreldrar og setja ábyrgðina á aðrar stofnanir eða jafnvel að skella skuldinni á menntakerfið eða heilbrigðiskerfið. Auðvitað þurfum við að hafa öflugt geðheilbrigðiskerfi sem kemur í veg fyrir alvarlegan hegðunarvanda eða vanlíðan meðal barna og ungmenna en það verður ekki fram hjá því litið hver ábyrgð okkar er sem foreldrar.
Við eigum að hafa vökult auga fyrir ofbeldi í okkar nærumhverfi, eiga samtal við ungmennin okkar og grípa einstaklinga í áhættuhópum sem gætu beitt eða lent í ofbeldi. Þegar kemur að velferð barnanna í okkar samfélagi er okkur sem ætlum að vera virkir og góðir þátttakendur í samfélaginu ekkert óviðkomandi, og við eigum að sjá til þess að börnin okkar mótist í rétta átt til framtíðar.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Greinin birtist fyrst á visir.is 17. september 2024.
17/09/2024
Skelfiskræktun og vinnslaKræklingarækt hefur verið reynd hér við land en átt erfitt uppdráttar. Áhugi stjórnvalda hefur verið dræmur og lýsir sér best í hvað regluverk um ræktun af þessu tagi hefur verið veikburða og ófullnægjandi. Víða um heim er slík ræktun í blóma og það er ekkert sem segir að það sama geti átt við á Íslandi, en umgjörð stjórnvalda þarf að styðja við framleiðsluna svo að hægt sé að tryggja hámarksábata til framleiðenda og samfélagsins.. Náttúran er ekki til fyrirstöðu, en sjórinn við Ísland er mjög frjósamur og getur vaxtahraði kræklings hér við land verið álíka og það sem þekkist í Evrópu.
Kræklingur
Kræklingaræktun er lífræn og umhverfisvæn starfsemi. Engin fóðrun á sér stað og ekki eru notuð nein efni við ræktunina. Aðeins búnaðurinn sjálfur hefur áhrif á umhverfið en öll framkvæmdin er afturkræf og sjónræn áhrif hennar eru haldin í lágmarki. Þó þarf að hafa varann á þar sem ræktun í of miklum mæli getur haft neikvæð áhrif á þörunga, enda nærast skeldýr á þeim.
Undirrituð óskaði eftir skýrslu frá matvælaráðherra á vordögum um skeldýrarækt, umfang hennar frá árinu 2011 og samanburð á starfsumhverfi og samkeppnishæfni við önnur Evrópulönd. Skýrslan var birt í byrjun þessa mánaðar.
Ræktun og veiðar skeldýra eru einungis heimilar á ræktunarsvæðum sem Matvælastofnun hefur viðkennt á grundvelli heilnæmiskannana. Á útgefnum leyfum má sjá að framleiðsla hefur farið fram í fjörðum víða um land, að undanskildu Suðurlandinu.
Lög og reglur
Um ræktun á skeldýrarækt gilda lög nr. 90/2011 og voru það fyrstu heildarlögin á Íslandi um skeldýrarækt. Samkvæmt mati matvælaráðuneytisins er erfitt að meta áhrif lagasetningunnar á ræktun á kræklingi á Íslandi, en fyrstu árin eftir lagasetninguna jókst ræktun hér við land allt til ársins 2018. Þá fór að halla undir fæti.
Nokkur vinna hefur farið fram í undirbúningi að setningu reglugerðar um skeldýrarækt með stoð í áðurnefndum lögum en meðgangan hefur tekið á og engin afurð litið dagsins ljós né er hún í sjónmáli.
Samanburður á starfsumhverfi
Hér á landi fellur allur kostnaður við sýnatökur og greiningar á þann ræktanda sem hyggst setja krækling á markað. Er það í samræmi við framleiðslu matvæla almennt. En þegar er litið á umfang kræklingaræktunar hér við land verður þetta að segja að kröfurnar eru umtalsverðar. Því almennt vantar mikið upp á rannsóknir og stefnu stjórnvalda varðandi þessa starfsemi. Það hefur letjandi áhrif og vinnur gegn framþróun í starfsgeiranum. Í sumum löndum Evrópu hafa stjórnvöld ákveðið að standa alfarið straum af kostnaði við eftirlit og vöktun á ræktunarsvæði kræklings. Þarna ráða hagsmunir um almannaheill, þar sem sýkingar og eitrun geta komið upp og skiptir því miklu máli að heilnæmi vörunnar skili sér til neytenda. Það á að vera stefna stjórnvalda að styðja við frumkvöðla á þessu sviði hér við land, því sú ræktun sem farið hefur fram hér er enn að slíta barnsskónum og ræktun hvers fyrirtækis er í smáum stíl. Ávinningur að rannsóknum, eftirliti og vöktun fyrir ríkið er mikill m.a. þar sem mikilvægt er að byggja undir stefnu og regluverk um greinina til framtíðar.
Byggðamál
Uppbygging atvinnu um allt land skiptir máli. Það skiptir líka máli að byggt sé undir fjölbreytni og sjálfbæra nýting auðlinda. Það er staðreynd að þessi starfsemi getur þrifist á þeim svæðum þar sem byggðir hafa farið halloka í atvinnumálum og getur því reynst mikilvæg hvað varðar styrkingu byggða um landið.
Matvælaráðherra hefur þegar sett á stað stefnumótun er varðar skeldýrarækt og er hún hluti af stærri stefnumótun um nýtingu þangs og þara. Það er ánægjulegt að sjá aukin áhuga stjórnvalda á málaflokknum. En það er ljóst að hraða þurfi setningu regluverks í kringum greinina. Það hefur nú þegar farið fram vinna í þeim undirbúningi og greinin kallar sterkt eftir föstum grunni til að byggja sína starfsemi á. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að kræklingarækt þróist og vaxi, enda höfum við aflað mikillar þekkingar í þessum efnum á undanförnum árum og hún má ekki tapast.
Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknar
Greinin birtist fyrst á bb.is 13. september 2024.
„Það sló að manni óhug“
16/09/2024
„Það sló að manni óhug“Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, átti orðastað við innviðaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi um viðbragðsáætlanir og brunavarnir í samgöngumannvirkjum.
„Það sló að manni óhug að fylgjast með bruna rútunnar rétt fyrir utan gangnamunan á Vestfjarðagöngum á föstudaginn. Hvað ef rútan hefði verið inn í jarðgöngunum, margar spurningar vakna, mörgu er ósvarað,“ segir Halla Signý á facebook.
„Mig langar að beina fyrirspurn til hæstv. innviðaráðherra á þeim forsendum að samkvæmt gildandi regluverki um brunavarnir í samgöngumannvirkjum þá ber eigandi samgöngumannvirkis ábyrgð á brunavörnum í þeim og einnig ábyrgð á að brunavarnir séu virkar og að haft sé reglubundið eftirlit með þeim. Fyrir sérhvert samgöngumannvirki skal vera til viðhaldsáætlun þar sem gerð er grein fyrir viðhaldi alls búnaðar sem varðar öryggi vegfarenda. Viðhald öryggisbúnaðar skal vera í höndum viðurkenndra fagaðila. Samkvæmt sömu reglugerð skal vera viðhaldsáætlun þar sem gerð er grein fyrir viðhaldi alls búnaðar og varðar öryggi vegfarenda. Á Íslandi eru 12 jarðgöng, mislöng, hönnuð og gerð á mismunandi tíma. Vestfjarðagöng eru samtals 9 km, þar af eru einungis 2 km tvíbreiðir. Að innan er nokkuð um að þau séu klædd efni sem varnar leka í göngum. Það efni er óvarið og bruni í þeim getur skapað alvarlegar eiturgufur og nóg er nú samt.
Því spyr ég hæstv. innviðaráðherra:
- Eru viðbragðsáætlanir, sem og áhættumat, vegna jarðganga reglulega uppfærðar?
- Er til viðeigandi búnaður, bílar og tæki, þar með talið súrefnisbirgðir hjá slökkviliði þess sveitarfélags þar sem eru jarðgöng samkvæmt öryggisstöðlum?
- Er eftirlit af hálfu ríkisins með því að slökkviliðsæfingar séu haldnar reglulega í jarðgöngum á Íslandi?
- Ef svo er, hversu reglulegar eru þær?“
Átti samtal við Innviðaráðherra í dag varðandi brunavarnir í jarðgöngum, viðbragðsáætlanir og áhættumat. Það sló að…
Posted by Halla Signý Kristjánsdóttir on Mánudagur, 16. september 2024
Innviðaráðherra svaraði svo til að „viðbragðsáætlanir eru unnar í upphafi þegar jarðgöng eru opnuð. Þær hafa verið uppfærðar á fimm ára fresti. Annars vegar er þá um að ræða viðbragðsáætlanir sem eru sameiginlegar áætlanir með slökkviliðunum og svo innanhússáætlun um það hvernig Vegagerðin vinnur með viðkomandi slökkviliði.“
Um búnað og súrefnisbirgðir og eftirlit af hálfu ríkisins
- Að ábyrgð á því að slökkviliðsæfingar séu haldnar, m.a. við jarðgöng, liggur hjá sveitarfélögum í samræmi við lög um brunavarnir.
- Slökkvilið á hverjum stað ber ábyrgð á því að móta brunavarnaáætlun þar sem m.a. er tekið á brunavörnum í jarðgöngum, þ.m.t. búnaði og nauðsynlegri þjálfun slökkviliðsmanna.
- HMS hefur eftirlit með og samþykkir brunavarnaáætlanir.
„Vegagerðin hefur á síðustu árum hvatt til þess að haldnar séu slökkviliðsæfingar í jarðgöngum og auk þess hefur Vegagerðin fjárfest í æfingabúnaði, reykvél sem slökkviliðið notar við æfingar. Það hefur gengið vel og auðveldað mjög æfingarnar sem hafa verið haldnar í Norðfjarðargöngum, Hvalfjarðargöngum, Strákagöngum, Fáskrúðsfjarðargöngum og Almannaskarðsgöngum,“ sagði innviðaráðherra.
12/09/2024
Öryggismál verða áfram á oddinumÁ undanförnum 15 árum hefur ferðaþjónusta átt stóran þátt í því að renna styrkari stoðum undir íslenskt efnahagslíf. Vöxtur hennar hefur aukið fjölbreytni atvinnulífsins um allt land og skapað ný tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki. Vexti nýrrar atvinnugreinar fylgja áskoranir sem mikilvægt er að fást við. Þannig leiðir til að mynda fjölgun ferðamanna af sér verkefni sem snúa að öryggismálum og slysavörnum. Eitt af forgangsmálunum í menningar- og viðskiptaráðuneytinu á þessu kjörtímabili hefur verið að styrkja umgjörð ferðaþjónustunnar í víðum skilningi og búa henni hagfelld skilyrði til þess að vaxa og dafna með sjálfbærum hætti til framtíðar í sátt við náttúru, menn og efnahag. Í þingsályktun um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030, sem samþykkt var í júní 2024 og unnin var í breiðri samvinnu fjölda hagaðila, er á nokkrum stöðum að finna áherslur sem lúta að öryggismálum í ferðaþjónustu. Öryggi ferðamanna snertir málaflokka sem heyra undir ýmis ráðuneyti, stofnanir og samtök, og úrbætur á því sviði krefjast samstarfs og samhæfingar þvert á stjórnvöld og atvinnulíf.
Í aðgerðaáætlun ferðamálastefnu er að finna sérstaka aðgerð sem snýr að bættu öryggi ferðamanna.
Markmiðið er skýrt: að tryggja öryggi ferðamanna um land allt, eins og kostur er, hvort sem um er að ræða á fjölsóttum áfangastöðum eða á ferð um landið almennt. Sérstakur starfshópur mun á næstu vikum taka til starfa til þess að fylgja þessari aðgerð eftir, en verkefni hans er að greina öryggismál í ferðaþjónustu, vinna að framgangi þeirra og tryggja samtal á milli aðila. Í því samhengi mun hópurinn meðal annars skoða upplýsingagjöf, hvernig skráningu slysa og óhappa er háttað, áhættumat á áfangastöðum, uppfærslu viðbragðsáætlunar, fjarskiptasamband, viðbragðstíma viðbragðsaðila og samræmda og skýra upplýsingagjöf til ferðamanna. Starfshópurinn starfar á víðum grunni en hann skipa fulltrúar Ferðamálastofu, menningar- og viðskiptaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis, innviðaráðuneytis, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis og Samtaka ferðaþjónustunnar. Miðað er við að starfshópurinn hafi víðtækt samráð í starfi sínu, meðal annars við aðrar stofnanir, sveitarfélög, fagfélög, menntastofnanir og ferðaþjónustufyrirtæki. Miðað er við að hópurinn skili tillögum sínum í áföngum og að fyrstu skil verði 1. desember 2024. Við erum staðráðin í því að efla Ísland sem áfangastað í víðum skilningi þess orð, og byggja á þeim góða grunni sem hingað til hefur verið lagður. Alltaf má hins vegar gera betur og það er markmiðið með því að hrinda nýrri ferðamálastefnu í framkvæmd, meðal annars með öryggismálin áfram á oddinum.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar.
Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 12. september 2024.
Stjórnarandstaðan skilar auðu!
11/09/2024
Stjórnarandstaðan skilar auðu!Ræða Lilju Daggar Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformanns Framsóknar, við umræðu á Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra miðvikudaginn 11. september 2024:
„Virðulegur forseti, góðir landsmenn.
Við í Framsókn ætlum að vera á skóflunni í allan vetur og vinna og við ætlum að vinna meira og við ætlum að taka ábyrgð á því sem er að gerast hér og við stjórn landsins. En það er ekkert nýtt, við erum jú elsti stjórnmálaflokkur landsins sem hefur fylgt þessari þjóð ansi lengi. Og árangurinn hefur bara verið býsna góður. Við horfum alltaf til þess að reyna að leysa mál og reynum að vinna með fólki af því að við kunnum bara frekar vel við fólk og teljum að það sé lausnin að því að okkur gangi vel sem þjóð.
Sumir segja að það sé framsóknarmennska í okkur öllum, en henni þykir afskaplega vænt um sveitir landsins, elskar tungumálið sitt, styður við grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og virðir menningu landsins og við teljum að það sé gríðarlega mikilvægt að halda í þessi grunngildi þjóðarinnar.
En kæru landsmenn, mig langar aðeins að víkja að málflutningi stjórnarandstöðunnar og vitna í Kópavogsskáldið Árna Pál Árnason, herra hnetusmjör. ,,En ekki er öll vitleysan eins“, með leyfi forseta. Formaður Samfylkingarinnar kom og þau eru búin að fara rosalega mikið inná við, svo mikið inná við að þau eru búin að kasta öllum sínum stefnumálum. Ekkert Evrópusamband, engin evra, ekkert slíkt. En hvert er planið? Formaður Samfylkingarinnar vék ekki einu orði að þessu plani. Það sem ég hef bara heyrt er: Hún er bara svolítið að taka yfir, því miður fyrir okkur og sýnir það við þurfum aðeins að standa okkur betur, stefnumál Framsóknarflokksins. Búin að henda öllu út. Ekki er öll vitleysan eins.
Síðan kemur formaður Viðreisnar og heldur hér ansi góða ræðu, enda skörungur. Hvernig ætlar hún að leysa allt? Jú, það er evrópusambandið. Taka upp evruna. Það er ekkert annað, engar lausnir, ekkert að að frétta og hefur ekkert verið að frétta. En mest kom formaður Miðflokksins mér á óvart. Minn gamli félagi. Ég bjóst við að hér myndi hann koma og tala í lausnum. Hvernig ætti að ná tökum á verðbólgunni? Hvernig ætti að skera niður í ríkisrekstri? Ekkert. Ekki neitt. Það var sú tíð þegar við vorum saman í Framsóknarflokknum, þá vorum við að vinna að stórum málum og gekk bara býsna vel. Mér finnst bara dálítið mikilvægt þegar við erum að fara yfir stjórnmálasviðið að við höldum því líka til haga að það er alveg rétt eins og formaður Miðflokksins sagði. Það er stutt í kosningar, en við verðum þá svolítið að vita hvað þessi ágæta stjórnarandstaða ætlar að gera. Samfylkingin ætlar að taka stefnumál Framsóknar, búin að kasta öllu út. Viðreisn, jú það er bara evran, hefur alltaf verið evra. Og Miðflokkurinn? Ég veit ekki hvað ég á að segja meira. En svona er þetta.
En það er svo, virðulegur forseti og góðir landsmenn, að við höfum haft góða sögu að segja á Íslandi undanfarin ár. Hagvöxtur hefur jú verið mikill og landsframleiðslan vaxið verulega. Atvinnustig hefur verið mjög hátt og atvinnulífið er orðið mun fjölbreyttara en það var áður, útflutningur vaxið og gengi krónunnar verið nokkuð stöðugt. Og það hefur að mörgu leyti gengið vel í íslensku hagkerfi og ég held að landsmenn hafi fundið það. Það breytir hins vegar ekki því að verðbólga er enn of há og vextir eru of háir. Þess vegna erum við að sjálfsögðu, allt sem við erum að gera og leggjum auðvitað allt undir til þess að verðbólga og vextir lækki! Við verðum að ná þessu niður og til þess að það gerist þá verðum við að líta til þess og líta á það hvernig vísitala neysluverðs er samsett þegar við tökum út húsnæðisliðinn þá er hún 3,6% og hún hefur verið að lækka. En eina leiðin og raunhæfa lausnin til þess að við náum verðbólgunni enn frekar niður, það er að auka framboð á húsnæði. Reykjavíkurborg hefur verið að stíga mjög stór skref undanfarið og að tvöfalda lóðaframboðið og það er nauðsynlegt, vegna þess að það þarf að byggja meira. Unga fólkið okkar það verður að geta keypt sér húsnæði á viðráðanlegu verði, það er framtíð landsins.
En kæru landsmenn ég get lofað ykkur því að við í Framsóknarflokknum munum leggja okkur öll fram við þetta verkefni. Verðbólga verður að lækka, vextir verða að lækka til þess að framtíðin verði betri og að okkur líði öllum betur í þessu landi.
Við í Framsókn viljum svo bara að fólk gangi almennt vel og við höfum trú á samvinnu fólks. Þannig náum við betri árangri sem þjóð.
Virðulegi forseti.
Við höfum haft góða sögu að segja á Íslandi undanfarin ár. Hagvöxtur hefur verið mikill og landsframleiðsla vaxið verulega. Atvinnustig er mjög hátt og atvinnulífið mun fjölbreyttara en áður. Útflutningur vaxið og gengi krónunnar verið nokkuð stöðugt. Þannig að mörgu leyti hefur gengið vel í íslenskum efnahagsmálum. Landsmenn hafa fundið það.
Hins vegar höfum við verið að glíma verðbólgu mun lengur en við hefðum viljað – sem hefur valdið því að stýrivextir Seðlabankans eru afar háir. Auðvitað reynir hátt vaxtastig á heimili og fyrirtæki, eins og sjá má í vaxandi vanskilum þeirra. Við finnum öll að róðurinn hefur verið að þyngjast en þá er afar brýnt að öll efnahagsstefna stjórnvalda miði að því að verðbólgan lækki.
Við erum farin að sjá einhvern árangur að því og verðbólgan mælist hún 3,6% án húsnæðisliðarins. Því miður hefur húsnæðisliður vísitölu neysluverðs knúið verðbólguna áfram að mestu. Lausnin að þessum vanda er að auka framboð af húsnæði. Því, fyrst og síðast, þá vantar húsnæði, þrátt fyrir að þá miklu aukningu sem hefur verið síðustu árum og að ráðist hafi verið í stórar aðgerðir á vegum stjórnvalda.
Hins vegar, þá verðum við gera betur og því er ánægjulegt að stærsta sveitarfélag landsins, Reykjavíkurborg, hefur skuldbundið sig til að tvöfalda byggingahæfar lóðir frá síðasta kjörtímabili. Önnur sveitarfélög hafa einnig lýst yfir skýrum vilja og getu til að auka framboð af lóðum.
Eina leiðin til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði er á framboðshliðs hans, og það þarf allar heldur á dekk og leita allra leið til að liðka fyrir auknu framboði.
Framtíð landsins treystir á að hægt sé að koma sér upp heimili á viðráðanlegum kjörum!
Virðulegi forseti!
Það er jákvætt að náðst hafist langtímakjarasamningar á vinnumarkaði og frumvarp til fjárlaga miðar því að draga úr þenslu ásamt því að létta undir með fjölskyldufólki. Barnabætur hafa verið auknar verulega og eru nú skólamáltíðir aðgengilegar öllum börnum þessa lands án kostnaðar. Þessar áherslur skipta máli, þær auka jöfnuð og draga úr áhrifum verðbólgu fyrir þá sem höllustum fæti standa.
Erindi þessarar ríkisstjórnar snýst um að tryggja að verðbólgan lækki. Ríkisstjórnarflokkarnir leggja allt kapp á að mjúk lending náist í hagkerfinu til að heimilin njóti efnahagslegs öryggis. Þetta er brýnasta verkefni vetrarins.
Góðir landsmenn.
Framsóknarflokkurinn hefur staðið með þjóðinni í blíðu og stríðu og á mikinn þátt í því, í samvinnu við aðra flokka á Alþingi, að velmegun sé almennt mikil á Íslandi. Við höfum borið gæfu til þess að einblína á hag heimilanna, sem er lykillinn að farsæld hverrar þjóðar.
Við munum á komandi vetri leggja allt á okkur til að verðbólga og vextir lækki, og að kaupmáttur heimilanna aukist að nýju, fyrir ykkur, fólkið í landinu.
Eigið góðar stundir!“
11/09/2024
„Mikil atvinnuþátttaka er grunnur að lífsgæðum okkar“Ræða Sigurðar Inga Jóhannssonar, fjármála- og efnahagsráðherra og formanns Framsóknar, við umræðu á Alþingi um stefnuræðu forsætisráðherra miðvikudaginn 11. september 2024:
„Virðulegi forseti. Kæru landsmenn.
Það er farið að hausta. Eftir sumar sem aldrei kom. Reyndar er veðrið í sumar líklega það eina sem ríkisstjórninni er ekki kennt um.
Eftir nokkrar vikur eru sjö ár liðin frá því ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs tók við stjórnartaumunum á Íslandi. Í stjórnartíð þessara flokka hefur mikið áunnist í umbótum á Íslandi á flestum sviðum. Í stjórnartíð þessara flokka hefur samfélagið líka þurft að takast á við stór og krefjandi verkefni. Eldsumbrot. Heimsfaraldur.
Í heimsfaraldrinum var ríkissjóði beitt til að milda áhrifin af þeirri fordæmalausu stöðu sem við stóðum frammi fyrir. Ríkissjóði var beitt til að tryggja afkomu fólks. Þá þótti stjórnarandstöðunni ekki nóg að gert. Nú þykir henni of langt hafa verið gengið. Útsýnið af hliðarlínunni er misgott.
Við höfum á þeim stutta tíma sem liðinn er frá faraldrinum náð undraskjótum efnahagslegum bata. En það eru aukaverkanir af hröðum vexti. Við höfum síðustu misserin búið við alltof háa verðbólgu, alltof háa vexti, sem koma niður á lífsgæðum okkar – tímabundið.
Síðasta vetur var skrifað undir langtímakjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Aðkoma ríkisstjórnarinnar gerði þessa samninga mögulega. Megináherslan var á að koma til móts við barnafjölskyldur með hækkun barnabóta, gjaldfrjálsum skólamáltíðum auk sérstaks vaxtastuðnings sem greiddur var út um síðustu mánaðamót. Þessi aðkoma ríkisins var til að styðja aðila vinnumarkaðarins í þeirra góðu vegferð sem fólst í því að gera hófsama kjarasamninga sem myndu stuðla að lækkun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. Og við sjáum nú til lands í þeirri sameiginlegu baráttu. Þetta er allt að koma.
Við sjáum fram á mjúka lendingu hagkerfisins, farsæla aðlögun. Það plan sem ríkisstjórnin lagði upp með er að bera árangur. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og langtímakjarasamningar hafa þar mest að segja. Og megináhersla þessarar ríkisstjórnar, reyndar megináhersla í stefnu Framsóknar frá stofnun flokksins, er að koma í veg fyrir atvinnuleysi.
Sterkt atvinnulíf og mikil atvinnuþátttaka er grunnur að lífsgæðum okkar hér á Íslandi. Það er nefnilega svo að þegar talað er um lága verðbólgu á Spáni þá búa Spánverjar við tæplega 12 prósent atvinnuleysi þegar atvinnuleysi á Íslandi er 3,3 prósent. Atvinnuleysi í Svíþjóð er 8,5 prósent og svipað í Finnlandi. Atvinnuleysi ungs fólks á Íslandi er milli átta og níu prósent. Á Spáni er það tæp 27% og í Svíþjóð og Finnlandi um og yfir 20 prósent. Myndum við sætta okkur við slíkar atvinnuleysistölur? Það held ég ekki. Af því að atvinnuleysi fylgir vanmáttartilfinning sem er óholl fólki og samfélögum.
Á morgun mæli ég fyrir frumvarpi til fjárlaga ársins 2025. Í þeim er boðað áframhaldandi aðhald en mikilvægustu málaflokkunum sem snúa að velferð og menntun hlíft. Það eru ekki tekin nein heljarstökk heldur stigin markviss skref í átt að meira jafnvægi. Við munum innan skamms sjá árangurinn af því erfiði sem samfélagið hefur tekið á sig. Auðvitað er skiljanlegt að fólk vilji sjá hraðari atburðarás, auðvitað er skiljanlegt að pólitískir andstæðingar vilji nýta þreytu samfélagsins á verðbólgunni til að komast að áður en fólk fer að upplifa auðveldari mánaðamót. Það er einfalt að hrópa hæðnislegar athugasemdir til þeirra sem standa í eldlínunni. Einfalt að koma með hnyttnar líkingar. En það eru ekki merkileg stjórnmál sem byggja á hæðni fremur en samvinnu og dugnaði.
Virðulegi forseti. Kæru landsmenn.
Við höfum sem samfélag upplifað miklar breytingar á síðustu árum. Það á enginn samfélag. Við erum hins vegar öll hluti af samfélagi og getum lagt til þess bæði gott og illt. Við þurfum að vera meðvituð um það sem við eigum sameiginlegt. Við þurfum að vera stolt af því sem íslenskt samfélag hefur áorkað í gegnum aldirnar.
Sú bylting sem hefur orðið með tilkomu samfélagsmiðla hefur breytt samskiptum okkar. Við erum orðin tvístraðri sem samfélag. Og sú þróun ýtir undir skautun og einangrun. Það hefur líklega aldrei verið mikilvægara en nú að við horfum á það sem sameinar okkur fremur en að ýkja sérstöðu okkar, bæði sem manneskjur og samfélag.
Ég vona að okkur sem sitjum á Alþingi lánist í vetur að vinna saman að þeim málum sem helst brenna á þjóðinni. Við í Framsókn munum ekki láta okkar eftir liggja.“
10/09/2024
„Við viljum sjá íslenska ferðaþjónustu vera leiðandi í sjálfbærri þróun“Ný ferðamálastefna verður framkvæmd af krafti og fyrstu aðgerðir kynntar nú í vikunni. Samkvæmt nýbirtu frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2025 er heildarfjárheimild til málaflokks ferðaþjónustu áætluð 2.415,3 m.kr. Undir málaflokkinn heyrir meðal annars Ferðamálastofa, Flugþróunarsjóður og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.
,,Ferðaþjónustan er stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein landsins og það er mikilvægt að tryggja henni sterka umgjörð til þess að vaxa og dafna. Við viljum sjá íslenska ferðaþjónustu vera leiðandi í sjálfbærri þróun á grunni efnahags-, umhverfis- og samfélagslegs jafnvægis og að hún sé arðsöm og samkeppnishæf í samanburði við önnur ríki,‘‘ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar-, viðskipta- og ferðamálaráðherra.
Fjölbreyttar aðgerðir raungerast
Um 200 milljónum króna verður ráðstafað í forgangsaðgerðir í nýju stefnunni. Má sem dæmi nefna:
- Bætt öryggi ferðamanna.
- Fjármögnun og rekstur áfangastaða.
- Þróun verkfærakistu til að meta þolmörk og bregðast við álagi á áfangastöðum ferðamanna.
- Innleiðing álagsstýringar á áfangastöðum ferðamanna.
- Stutt við áfangastaðastofur landshlutanna sem stoðkerfi ferðaþjónustunnar.
- Aukið fjármagn til rannsókna, opið gagnarými fyrir ferðaþjónustu og samstarf um rannsóknir á sviði ferðamála.
- Aukin áhersla á sanngildi og sérstöðu íslenskrar tungu og menningar.
Þá er greiningarvinnu á framtíðarhorfum í ferðaþjónustu, í samvinnu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, menningar- og viðskiptaráðuneytisins og Íslandsstofu að ljúka. Greiningarvinnan verður nýtt til að undirbyggja frekari ákvarðanatöku í tengslum við markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað ferðamanna.
Stutt betur við aukna dreifingu ferðamanna um landið
Aukin áhersla verður lögð á dreifingu ferðamanna um landið með hækkun á fjárheimild Flugþróunarsjóðs sem nemur 100 m.kr. Flugþróunarsjóður hefur það að markmiði að styðja við uppbyggingu nýrra flugleiða til Íslands svo koma megi á reglulegu millilandaflugi um alþjóðaflugvellina Akureyri og Egilsstaði. Síðustu ár hefur náðst mikill árangur, nú síðast með tilkomu beins flugs með EasyJet til og frá London Gatwick. Beint flug stuðlar að betri rekstrarskilyrðum fyrirtækja víðar um land, meiri nýtingu innviða utan háannar, bættum búsetuskilyrðum og auknum lífsgæðum heimamanna.
Heimild: stjr.is