Categories
Fréttir

„Metnaðarfullt samstarf hófst í barnaverndarmálum í dag“

Deila grein

28/06/2019

„Metnaðarfullt samstarf hófst í barnaverndarmálum í dag“

Birkir Jón Jónsson, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir í yfirlýsingu að það sé fagnaðarefni að Kópavogsbær, félagsmálaráðuneytið, UNICEF og Kara connect hafi sett af stað metnaðarfullt verkefni í barnaverndarmálum um bæta upplýsingagjöf og samstarf „innan kerfisins“ með að markmiði að koma börnum og fjölskyldum þeirra fyrr til aðstoðar en nú sé.
„Við lögðum mikla áherslu á snemmtæka íhlutun í málefnum barna í síðustu sveitarstjórnarkosningum og gleðilegt að sjá það áherslumál raungerast. Kópavogur verður í fararbroddi sveitarfélaga þegar kemur að barnaverndarmálum,“ segir Birkir Jón.
„Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra, er að gera virkilega góða hluti í þessum málaflokki og það verður spennandi að sjá afrakstur verkefnisins. Velferð barna er forgangsmál á Íslandi í dag þökk sé metnaðarfullum ráðherra.“

Categories
Fréttir

Notkun hjálma hjá reiðhjólafólki eykur hættu á reiðhjólaslysum

Deila grein

27/06/2019

Notkun hjálma hjá reiðhjólafólki eykur hættu á reiðhjólaslysum

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, segir í yfirlýsingu í dag að málflutningur Óðins Sigþórssonar, sem sat í starfshópi sjávarútvegsráðherra um stefnumörkun í fiskeldi, verulega villandi og hafi að geyma sérstaka nálgun. Óðinn fullyrðir við Morgunblaðið í vikunni að það geti stefnt í átök vegna nýrra fiskeldislaga því ekkert samráð hafi verið haft við þá sem vilja vernda villtu laxastofnana og ákvæði um áhættumat erfðablöndunar hafi verið veikt frá drögum að nýjum ákvæðum í lögum um fiskeldi.
Halla Signý segir, að „þær mótvægisaðgerðir sem settar voru inn í lögin eru einmitt til varnar villta laxinum og eru viðurkenndar af vísindamönnum og nýttar sem slíkar við fiskeldi í Noregi. Fyrst skal nefna mótvægisaðgerðir til að varna því að eldislaxinn sleppi úr kvíum og þar má nefna notkun stærri seiða, minni möskva og notkun ljósastýringar. Svo eru mótvægisaðgerðir sem skal beita ef að slysasleppingar verða en það er vöktun í ám og heimild Fiskistofu til að fjarlægja eldislax úr nærliggjandi ám ef heimild landeiganda liggur fyrir.“
„Fullyrðingar Óttars eru eins og að halda því fram að notkun hjálma hjá reiðhjólafólki auki hættu á reiðhjólaslysum,“ segir Halla Signý.
Eins heldur Óttar Sigþórsson því fram að Alþingi sé að úthluta gríðarlegum verðmætum til einstakra fyrirtækja með nýjum ákvæðum í lögum, en með afturvirkum hætti sé gripið inn í rekstur fyrirtækja er hafi verið búin að helga sér svæði með matsáætlunum á grundvelli eldri laga sem séu í sjálfu sér fólgin gríðarleg verðmæti.
Fullyrðingar Óttars segir Halla Signý um verðmæti eldisleyfa vera villandi. „Vissulega, þegar eldisfyrirtækin eru komin í fullan rekstur aukast virði fyrirtækisins í heild sinni líkt og með annan rekstur. En eldisfyrirtækin geta ekki selt leyfin frá sér að hluta eða að öllu leiti líkt og er með aflaheimildir í sjávarútvegi. Því þurfa eldisfyrirtækin að vinna sjálf að vermæti „lottóvinningsins“ með því að byggja upp sína starfsemi með umhverfislegum hætti. Þannig auka þau verðmæti þeirrar framleiðslu sem vinna skal að enda er eldisfiskurinn mjög viðkvæm markaðsvara,“ segir Halla Signý.
„Gjaldtaka í fiskeldi samkvæmt nýjum lögum er að færeyskri fyrirmynd. Það er bratt að svo ung atvinnugrein sem fiskeldi er hér á landi skuli gjaldsett líkt og verið er að gera. En hugsunin er að skapa sterkan ramma um þessa framleiðslu í sátt við nærsamfélög, umhverfið og þjóðarbúið allt,“ segir Halla Signý.
„Nú fyrst liggur fyrir rammi sem hægt er að vinna eftir sem tryggir sjálfbæra uppbyggingu fiskeldis til hagsbóta fyrir samfélögin og í sátt við náttúruna.“

Categories
Fréttir

Þingvallafundurinn 1919

Deila grein

26/06/2019

Þingvallafundurinn 1919

Fyrsta Flokksþing Framsóknarmanna var haldið fyrir 100 árum, var það sett þann 25. júní 1919 við Öxará.
Miðstjórn Framsóknarflokksins hafði fyrr um veturinn það ár samþykkt að efna til landsfundar á Þingvöllum, m.a. til að setja flokknum stefnuskrá er flokksmenn alls staðar af landinu kæmu að. Undirtektir voru umfram væntingar forystu flokksins og sóttu þetta þing um 100 fulltrúar úr flestum héruðum landsins. Um leið var þingið það fjölmennasta sem nokkur annar flokkur hafði haldið.
Jónas Jónsson frá Hriflu setti fundinn, lýsti hann tildrögum hans og verkefnum og gekkst fyrir kosningu fundarstjóra. Ólafur Briem var kosinn fundarstjóri, en til vara Sigurður Bjarklind kaupfélagsstjóri á Húsavík og sér Jakob Lárusson í Holti. Þingið á Þingvöllum stóð yfir í alls fjóra daga.
Á lokadegi þingsins voru fluttar tillögur um stefnu flokksins í öllum málum er málefnanefndir höfðu fjallað um. Þær voru í samræmi við stefnuskrá þingflokksins frá 1916 og Tímans frá 1918, en þó ýtarlegri og fleiri málaflokkar.
Sigurður Norðdal og Valtýr Stefánsson fluttu sérstök erindi á þinginu. Sigurður flutti erindi um menningarmál og Valtýr um framtíð landbúnaðarins.

Um Þingvallafundinn segir í Tímanum 2. júlí 1919:

„Það er ekki ýkja langt síðan að einn hinn tillögubesti maður í sjálfstæðisbaráttu þessa lands, Guðmundur prófessor Hannesson, taldi það gott til fróðleiks að sækja fund íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn; það væri að skygnast inn í framtíð Íslands.
Nú er þessi leið lokuð, og ekki fyrir það eitt að við eigum okkar eiginn háskóla. Svo eru nú tímarnir breyttir og breyttir til batnaðar. Það er segin saga, að því betri muni framtíðin, sem fleiri góðir menn leggjast á þá sveifina að hafa fyrirhyggju um að sjá framtíðarhag þjóðarinnar sem best borgið.
Það var sú tíð að allra frétta um framtíð Íslands varð að leita til Danmerkur — og það til danskra manna þar. Smám saman fóru svo íslenskir menn að slægjast eftir hlutdeild um þessi mál, og skiljanlega voru það einkum menntamennirnir. Þeim hefir með vaxandi viðreisnarhug þjóðarinnar á löngum tíma tekist að flytja völdin heim, og heima hafa þau undanfarið haft aðalaðsetur sitt í Reykjavík, enda var það ofur eðlilegt, meðan einkum var fengist um formshliðar sambandsfyrirkomulagsins við Dani. En nú eru völdin enn að flytja sig um set. Þau eru að komast í hendur hugsandi borgara hvar sem eru í landinu.
Ein sönnun þessa er fundur sá sem nýafstaðinn er á Þingvöllum; margir menn og úr öllum héruðum landsins koma þar saman til þess að leggja ráð á um það hvað við eigi að taka í öllum helstu málum landsins á næstu árunum; þeim er þelta enginn leikur, ekki er svo hægt um samgöngurnar; fundurinn er sprottinn upp af þörf þjóðarinnar um að láta málin til sín taka, og fundarhaldið styðst við það að nú séu völdin í raun og sannleika komin þangað sem þau eiga að vera, í hendur borgaranna sjálfra í landinu. Og sú trú er á fylstu rökum byggð. Síðasti áfanginn var farinn þegar sambandsdeilunni með forms- og lögskýringa-togstreitunni lauk. Þá lók við fyrirhyggjan um innanlandsmálin, og þar standa menn fastar í fæturna.
Og þessi fundur er ekki aðeins að því leyti eftirtektaverður, að hann skyldi hafa átt sér stað, heldur miklu fremur fyrir það hvernig hann fór úr hendi. Þarna voru menn af öllum stéttum, að undanskildum lögfræðingum, og þessir menn koma sér saman um aðalstefnuatriði í öllum stærstu dagskrármálum þjóðarinnar.
En það sem ef til vill er stærst og mest um vert, er hugblærinn, hrifningin sem þarna ríkti; að henni búa menn lengst og hún mun reynast öllum örðugleikum hættulegust sem kunna að verða á vegi sameiginlegu áhugamálanna sem þarna voru borin fyrir brjósti.
Enda mun það svo, að ýmsir þeir, og það ekki síst eldri og reyndari mennirnir, munu telja sig hafa skygnst inn í framtíð Íslands einmitt á þessum fundi.“

***

Frétt Tímans frá 5. júlí 1919 um samþykkt stefnumála Framsóknarmanna á sínu fyrsta þingi:




 

Categories
Fréttir

Ísland fyrst í heimi til að banna dreifingu matvæla sem innihalda sýklalyfjaónæmar bakteríur

Deila grein

20/06/2019

Ísland fyrst í heimi til að banna dreifingu matvæla sem innihalda sýklalyfjaónæmar bakteríur

Þórarinn Ingi Pétursson, alþingismaður, segir að með samþykkt breytinga á lögum um dýrasjúkdóma o.fl. og þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna, á Alþingi í gær, sé „Ísland fyrsta landið í heiminum sem setur á hreint og klárt bann við dreifingu matvæla sem sýkt eru af salmonellu og kampýlóbakter og sem innihalda ákveðnar tegundir sýklalyfjaónæmra baktería.“
„Vinna okkar Framsóknarmanna í meðferð málsins á Alþingi hefur skilað sér í gríðarlegum breytingum frá fyrstu drögum málsins. Þeir sem hafa enn efasemdir um málið hafa ekki kynnt sér það til hlítar. Í húfi er verndun búfjárstofna, varnir gegn dýrasjúkdómum og matvælaöryggi.“
„Ísland er núna í fararbroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis,“ segir Þórarinn Ingi, „og íslenskir bændur óttast ekki samkeppni erlendis frá, þar sem hún er á jafnréttisgrunni, það er lykilatriði og allt tal um eitthvert annað er bara rangt.“
Á grundvelli lýðheilsusjónarmiða munu íslensk stjórnvöld koma í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur. Þetta gerist með banni við dreifingu tiltekinna sýklalyfjaónæmra baktería í matvælum að undangenginni greiningu á stöðunni, uppsetningu eftirlits og í samræmi við opinbera stefnu í aðgerðum gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería.
„Ef þessi mikilvægustu skref Alþingis hefðu ekki verið stigin værum við búin að opna á innflutning á hráu kjöti, eins og heildsalar og ákveðin stjórnmálaöfl þeim hliðholl, hafa krafist.
Íslensk stjórnvöld væru þá einfaldlega að gera tilraun sem allar líkur eru á að endi með ósköpum. Bæði varðandi sýkingar í matvælum og sýklalyfjaónæmi sem virtar alþjóðlegar stofnanir og vísindamenn telja að muni draga fleiri jarðarbúa til dauða árið 2050 en ógnvaldurinn krabbamein. Tilraunastarfsemi af því tagi gerist ekki á vakt okkar Framsóknarmanna.
Og ótrúlegt að verslunin hafi verið tilbúin að taka þátt í slíkri tilraunastarfsemi í skiptum fyrir fleiri krónur í kassann,“ segir Þórarinn Ingi.
Í fjármálaáætlun hefur Alþingi tryggt fjárveitingu til aukinna matvælarannsókna og eftirlits, nýsköpunar og framþróunar og til áhættumatsnefndar.

Categories
Fréttir

Nýtum öll tæki­færi til heilsu­efl­ingar – er okk­ur öll­um mik­il­vægt

Deila grein

19/06/2019

Nýtum öll tæki­færi til heilsu­efl­ingar – er okk­ur öll­um mik­il­vægt

„Kvenna­hlaupið sam­ein­ar tvo mik­il­væga þætti í lífi okk­ar allra – sam­veru og hreyf­ingu. Þar er hvatt til sam­stöðu kvenna og að hver njóti þess að hreyfa sig á sín­um for­send­um og eigi ánægju­lega sam­veru­stund með fjöl­skyldu og vin­um,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í grein í Morgunblaðinu á dögunum.
„Mark­mið Kvenna­hlaups­ins er að hvetja kon­ur á öll­um aldri til auk­inn­ar heilsu­efl­ing­ar og til frek­ari þátt­töku í starfi íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar á Íslandi. Það hef­ur sann­ar­lega mælst vel fyr­ir og því til stuðnings seg­ir það sitt að Kvenna­hlaupið hef­ur lengi verið stærsti ein­staki íþróttaviðburður­inn á Íslandi.“
„Áfram­hald­andi hvatn­ing og vit­und­ar­vakn­ing um heilsu­efl­ingu er okk­ur öll­um mik­il­væg. Við ætt­um að nýta öll slík tæki­færi, ekki síst þegar þau stuðla að slík­um sam­ein­ing­ar­krafti og henta þátt­tak­end­um á öll­um aldri,“ segir Lilja.

Categories
Fréttir

Húsnæði fyrir alla – ábyrgð stjórn­valda rík

Deila grein

14/06/2019

Húsnæði fyrir alla – ábyrgð stjórn­valda rík

„Aðgengi að viðun­andi hús­næði er öll­um nauðsyn­legt. Í þeim efn­um bera stjórn­völd ríka ábyrgð. Ég er þess full­viss að þau skref sem við höf­um stigið síðustu miss­eri marki ákveðin vatna­skil, leggi grunn­inn að bættri um­gjörð í hús­næðismál­um og færi okk­ur í átt­ina að því mark­miði að tryggja jafn­vægi á hús­næðismarkaði ásamt nægj­an­legu fram­boði af hús­næði fyr­ir alla, óháð efna­hag og í öll­um byggðum lands­ins,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku.
„Hús­næðismál eru eitt stærsta vel­ferðar­mál þjóðar­inn­ar. Þak yfir höfuðið er ein af grunnþörf­um manns­ins og ör­uggt hús­næði óháð efna­hag og bú­setu er ein af grunn­for­send­um öfl­ugs sam­fé­lags.
Hús­næðismarkaður­inn hér á landi hef­ur ein­kennst af mikl­um sveifl­um í gegn­um tíðina, ekki síst síðastliðinn ára­tug. Í dag er staðan sú að stór hóp­ur fólks býr við þröng­an kost og óör­yggi í hús­næðismál­um og marg­ir, einkum þeir tekju­lægri, hafa tak­markaðan aðgang að viðun­andi hús­næði. Þeir verja sömu­leiðis of stór­um hluta tekna sinna í hús­næði. Við það verður ekki unað,“ segir Ásmundur Einar.
Víðtækar aðgerðir til aukins jafnvægis á húsnæðismarkaði
Nú­ver­andi rík­is­stjórn hef­ur frá upp­hafi haft skýra stefnu í hús­næðismál­um. Hún er að tryggja jafn­vægi á hús­næðismarkaði og nægj­an­legt fram­boð af viðun­andi hús­næði fyr­ir alla, óháð efna­hag og bú­setu. Hús­næðismál hafa verið sett í skýr­an for­gang en til marks um það má nefna að þriðjung­ur þeirra 38 aðgerða sem rík­is­stjórn­in lagði fram í tengsl­um við lífs­kjara­samn­ing­ana snýr að hús­næðismál­um. Gert er ráð fyr­ir að Íbúðalána­sjóður fylgi þeim aðgerðum eft­ir og skili stöðuskýrslu þris­var á ári svo að sem best yf­ir­sýn fá­ist yfir fram­gang þeirra.
Til að skapa auk­inn stöðug­leika á hús­næðismarkaði þarf breytta um­gjörð í hús­næðismál­um, sem grund­vall­ast á stefnu­mót­un og áætlana­gerð til langs tíma og er byggð á áreiðan­leg­um upp­lýs­ing­um. Mörg mik­il­væg skref hafa verið stig­in í þá átt á nýliðnum vetri. Íbúðalána­sjóði hef­ur verið falið mik­il­vægt hlut­verk í þeim efn­um með breyt­ingu á lög­um um hús­næðismál og er það fagnaðarefni að sterk stofn­un fari nú með sam­hæf­ingu og fram­kvæmd hús­næðismála á landsvísu.
Sveit­ar­fé­lög­un­um hefur verið falið veiga­mikið hlut­verk við gerð hús­næðisáætl­ana en þær munu fram­veg­is vera lyk­ilþátt­ur í stefnu­mót­un stjórn­valda í hús­næðismál­um. Í þeirri aðgerð krist­all­ast mik­il­vægi þess að gott sam­starf sé á milli rík­is og sveit­ar­fé­laga þegar kem­ur að hús­næðismál­um.
Mark­visst hef­ur einnig verið unnið að fjölg­un hag­kvæmra leigu­íbúða í gegn­um upp­bygg­ingu al­menna íbúðakerf­is­ins sem studd er af stofn­fram­lög­um rík­is og sveit­ar­fé­laga. Ljóst er að mik­il þörf er á slíku úrræði en al­menna íbúðakerfið mun auka aðgengi tekju- og eignalágra að ör­uggu leigu­hús­næði á viðráðan­legu verði.

Categories
Fréttir

30 mín­út­ur á dag gera 13,7 millj­ón­ir orða

Deila grein

14/06/2019

30 mín­út­ur á dag gera 13,7 millj­ón­ir orða

„Það er staðreynd að ef barn les ekk­ert yfir sum­ar­tím­ann get­ur orðið allt að þriggja mánaða aft­ur­för í lestr­ar­færni þess í frí­inu. Hið já­kvæða er að það þarf ekki mikið til að börn viðhaldi færn­inni eða taki fram­förum.“ Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í grein í Morgunblaðinu í vikunni.
„Sam­kvæmt breskri lestr­ar­rann­sókn skipt­ir ynd­is­lest­ur sköp­um þegar kem­ur að orðaforða barna, en orðaforði er grund­vall­arþátt­ur lesskiln­ings og þar með alls ann­ars náms. Rann­sókn­in leiddi í ljós að ef barn les í 15 mín­út­ur á dag alla grunn­skóla­göngu sína kemst það í tæri við 1,5 millj­ón­ir orða. Ef barnið les hins veg­ar í um 30 mín­út­ur á dag kemst það í tæri við 13,7 millj­ón­ir orða. Sá veld­is­vöxt­ur gef­ur skýr­ar vís­bend­ing­ar um hversu mik­il­væg­ur ynd­is­lest­ur er fyr­ir ár­ang­ur nem­enda.,“ segir Lilja.

Categories
Fréttir

Örtungumál vinni að tengslum við alþjóðleg hugbúnaðarfyrirtæki

Deila grein

13/06/2019

Örtungumál vinni að tengslum við alþjóðleg hugbúnaðarfyrirtæki

Silja Dögg Gunnarsdóttir, alþingismaður, ræddi tillögu Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins til þingsályktunar um tungumál í stafrænum heimi, á Alþingi á dögunum, um að Alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina í samráði við landstjórn Færeyja og heimastjórn Grænlands að stofna formlegan samstarfsvettvang vestnorrænu landanna um framtíð íslensku, færeysku og grænlensku.
Í greinargerð kemur kemur fram að á ársfundi Vestnorræna ráðsins 2018 hafi veri rætt að tungumálin standi frammi fyrir svipaðri ógn frá enskunni og að mikilvægt sé að kanna hvernig Ísland, Færeyjar og Grænland geti unnið saman á þessu sviði til að vernda og efla tungumál sín.
Þótt málin séu öll örtungumál er staða þeirra vissulega nokkuð mismunandi. Íslenska og færeyska eru mjög skyld tungumál en grænlenska alls óskyld þeim, og færeyska og grænlenska hafa lengi verið í nánu sambýli við dönsku en íslenskan verið næsta einráð á Íslandi. Þrátt fyrir þetta er enginn vafi á því að löndin þrjú geta haft margvíslegt gagn af samstarfi á þessu sviði. Vestnorræna ráðið er augljós vettvangur til að gangast fyrir slíku samstarfi og að löndin þrjú vinni saman að því að ná tengslum við alþjóðleg hugbúnaðarfyrirtæki í því skyni að koma tungumálum sínum inn í vörur þeirra.
„Þessi örtungumál, sem íslenskan tilheyrir, eiga undir högg að sækja í hinum rafræna heimi og maður finnur fyrir því sjálfur sem foreldri að börnin eru ansi ung jafnvel farin að tala saman á ensku og sletta mikið ensku í hversdagslegu tali.“ sagði Silja Dögg.
„Það er gott að kunna fleiri en eitt tungumál, tungumálaþekking er verðmæti. En ekki ef annað tungumál fer að taka yfir og tefja fyrir og rugla eðlilegan málþroska. Það eru fjölmargar rannsóknir sem liggja fyrir um málþroska. Það er óumdeilt að góður málþroski, góð undirstaða í móðurmálinu, lesskilningur, er ákveðið verkfæri til náms þannig að fólk nái að fóta sig ágætlega í samfélaginu til lengri tíma og öðlist ákveðna þekkingu. Annað er að móðurmálið og tungan okkar er hluti af menningararfi, bæði persónulegri og menningarlegri sjálfsmynd. Því er mikilvægt að hver þjóð hlúi að sinni tungu og rækti hana,“ sagði Silja Dögg.
„Niðurstaðan er að góð undirstaða í móðurmáli skipti okkur gríðarlega miklu máli. Það er okkar verkfæri til frekara náms og þroska, mótar okkar persónulegu og menningarlegu sjálfsmynd og við eigum að leita allra leiða nú sem fyrr til að deila reynslu okkar og þekkingu af þeim verkefnum sem unnin eru hér á landi með nágrönnum okkar í Færeyjum og Grænlandi.“
Nýlega hefur verið samin metnaðarfull máltækniáætlun fyrir íslensku og hefur sjálfseignarstofnuninni Almannarómi verið falið að reka miðstöð máltækniáætlunar til að sjá um framkvæmd áætlunarinnar. Mikilvægt er að hafa hliðsjón af því starfi og kanna vel hvort og þá hvernig það gæti einnig nýst til stuðnings færeysku og grænlensku.

Categories
Fréttir

Evrópugerðir á að þýða á lipra og skýra íslensku

Deila grein

12/06/2019

Evrópugerðir á að þýða á lipra og skýra íslensku

Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður, mælti fyrir nefndaráliti um sameiginleg umsýsla höfundarréttar á Alþingi í dag.
Tilgangurinn er að setja á lagaumhverfi sameiginlegra umsýslustofnana á sviði höfundarréttar er verði mun skýrara en áður hefur verið og að jafnframt sé lagaumhverfið samræmt á öllu EES-svæðinu. Sameiginleg umsýsla höfundarréttinda er mikilvægt úrræði til efnahagslegrar hagnýtingar fyrir fjölda rétthafa, innlendra sem erlendra. Slíkar stofnanir sýsla með verulegar fjárhæðir fyrir hönd rétthafa. Því er mikilvægt að reglur um slíka umsýslu séu skýrar og gagnsæjar og að þátttaka rétthafa sé tryggð í öllu ákvörðunarferli.
Fram kom gagnrýni við umfjöllun málsins að orðalagið á frumvarpinu væri óskýrt. En um sé að ræða lágmarksinnleiðingu með beinni skírskotun til uppbyggingar og orðalags tilskipunarinnar. Allsherjar- og menntamálanefnd telur að frumvarpið beri þess augljós merki að byggt sé á íslenskri þýðingu tilskipunarinnar og því sé orðalag ekki nægilega þjált og aðgengilegt.
„Allsherjar- og menntamálanefndefndin leggur þó ekki til breytingar á frumvarpinu vegna þessa en leggur áherslu á að almennt verði hugað að því að færa þýddan texta á eins lipra og skýra íslensku og unnt er við innleiðingu Evrópugerða,“ sagði Þórarinn Ingi.

Categories
Fréttir

Aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna

Deila grein

11/06/2019

Aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna

Atvinnuveganefnd Alþingis hefur lagt fram á Alþingi „Aðgerðaáætlun um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna“. Í tillögunni segir að með samþykkt Alþingis á ályktuninni er ríkisstjórninni falið að hrinda í framkvæmd 17 atriðum er miða að því að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu. Þingsályktunartillagan er lögð fram í tengslum við frumvarp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru.
Meðal atriða í aðgerðaráætluninni er að innleiða viðbótartryggingar gagnvart innfluttu kalkúnakjöti, kjúklingakjöti og eggjum og að óskað verði eftir viðbótartryggingum vegna innflutts svínakjöts og nautakjöts. Dreifing alifuglakjöts verður og bönnuð nema sýnt sé fram á að ekki hafi greinst kampýlóbakter.
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimilaði Íslandi í upphafi ársins að beita viðbótartryggingum er felst í að framleiðandi eða sendandi vörunnar til landsins taki sýni úr sérhverri sendingu á kjúklinga- og kalkúnakjöti og úr eggjum sem verða rannsökuð með tilliti til salmonellu.

  • Heimilt verður að gera kröfu að vottorð um sýnatöku og rannsókn fylgi hverri sendingu af framangreindum afurðum.

Sambærilegt kerfi viðbótartrygginga er einnig til staðar vegna svínakjöts og nautakjöts en Noregur, Finnland og Svíþjóð hafa þegar fengið slíkar viðbótartryggingar. Takist ekki að fá slíkar viðbótartryggingar er því beint til ráðherra að grípa til ráðstafana sem komi í veg fyrir dreifingu á salmonellusmituðu kjöti á markaði til að verja lýðheilsu – að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga.

  • Setti verði í lög að óheimilt sé að dreifa ómeðhöndluðum sláturafurðum alifuglakjöts á markaði nema sýnt sé fram á að kjötið sé frá eldishópum sem ekki eru sýktir af kampýlóbakter.

Aðgerðaráætlunin kveður á um að sett verði á fót áhættumatsnefnd og er hlutverk hennar að veita og hafa umsjón með framkvæmd vísindalegs áhættumats á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru og er ætlað að stuðla að bættri áhættustjórnun og vera til ráðgjafar í tengslum við stefnumótun yfirvalda í fyrrgreindum málaflokkum. Gengið verði frá skipan áhættumatsnefndar fyrir 1. júlí 2019. Seinni hluti ársins verði nýttur til að skipuleggja starf nefndarinnar, kostnaðarmeta það og tryggja nauðsynlegar fjárveitingar frá og með árinu 2020.
Átak verði gert til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi og að tryggð verði skjótari innleiðing reglugerða Evrópusambandsins þegar stöðva þarf innflutning á tilteknum vörum með skömmum fyrirvara. Innleidd verði reglugerð (EB) nr. 206/2009 um innflutning dýraafurða til einkaneyslu. Með henni verða sett skýr ákvæði um hvaða vörur og afurðir farþegar mega taka með sér á milli landa og í hvaða magni og jafnframt hertar reglur um innflutning kjöt- og mjólkurafurða farþega frá löndum utan EES og þeim verður almennt óheimilt að flytja þessar afurðir með sér til landsins.
Ísland ætlar að vera í fararbroddi í aðgerðum til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Innan ramma alþjóðlegra skuldbindinga og á grundvelli lýðheilsusjónarmiða munu íslensk stjórnvöld stefna að því að koma í veg fyrir dreifingu matvæla sem í greinast sýklalyfjaónæmar bakteríur. Þessu er ætlað að náð m.a. með:

  • banni við dreifingu tiltekinna sýklalyfjaónæmra baktería í matvælum að undangenginni greiningu á stöðunni,
  • uppsetningu eftirlits og í samræmi við opinbera stefnu í aðgerðum gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería.

Mikilvægt er að kallaðir séu til færustu sérfræðingar í því skyni að móta aðgerðir sem miði að því að lágmarka áhættu sem felst í sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skili Alþingi skýrslu um framgang þeirrar stefnu fyrir 1. mars 2020. Þar skulu mismunandi valkostir við framangreinda stefnu reifaðir og sett fram tímasett aðgerðaáætlun um næstu skref, m.a. hvenær bann verður sett við dreifingu matvæla sem innihalda tilteknar sýklalyfjaónæmar bakteríur. Fyrir 1. október 2020 verði settar reglur, á grundvelli framangreindrar vinnu, um það hvernig þessum markmiðum verður best náð.
Auka þarf sýnatökur á markaði og efla innviði til að geta sinnt betur þjónustu- og vísindarannsóknum, ráðgjöf og eftirliti í tengslum við sýklalyfjaónæmi. Þannig þarf sem fyrst að stofna sýklalyfjaónæmissjóð sem hefur það hlutverk m.a. að fjármagna auknar rannsóknir.

  • Byggja upp þekkingu sem þarf til að sýna fram á sérstöðu íslenskrar framleiðslu með tilliti til sýklalyfjaónæmis.
  • Þróa þarf fljótvirkar og ódýrar aðferðir til að greina sýklalyfjaónæmi í matvælum, en það er forsenda þess að lágmarka áhættu sem felst í sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum.
  • Á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar er samvinna um baráttuna gegn sýklalyfjaónæmi.

Opinberum eftirlitsaðilum verði tryggð heimild til að leggja stjórnvaldssektir á matvælafyrirtæki sem brjóta gegn banni við dreifingu alifuglakjöts án sönnunar fyrir því að ekki hafi greinst í því kampýlóbakter. Þannig verði lögð áhersla á ábyrgð matvælafyrirtækja á því að tryggja að matvæli á markaði séu örugg.
Tryggð verði aukin fræðsla til ferðamanna um innflutning afurða úr dýraríkinu.  Talið er að hætta sé á að sjúkdómsvaldar flytjist til landsins með matvælum og klæðnaði ferðafólks. Sú hætta er þegar til staðar og því mikilvægt að farþegar til landsins fái fræðslu um góða sjúkdómastöðu íslenskra búfjárstofna og hversu viðkvæmir þeir eru fyrir nýju smiti. Fjármagn verði sett í átak og þannig sé brýnt fyrir fólki sem hingað kemur, jafnt Íslendingum sem erlendum ferðamönnum, hvað beri að varast varðandi matvæli og klæðnað svo sem alþekkt er í löndum sem hafa hliðstæðar áherslur að þessu leyti.
Til að efla nýsköpun og þróun í innlendri matvælaframleiðslu er lagt til að settur verði á fót sjóður með sameiningu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og AVS-rannsóknasjóðs í sjávarútvegi. Talið er að með sameiningu sjóðanna megi efla og styrkja nýsköpunar- og þróunarumhverfi atvinnugreinanna. Til að ná því markmiði verður aukið fjármagn sett í slíkan sjóð. Tryggt verði að hlutfallsleg skipting fjármagns til þessara atvinnugreina verði með sambærilegum hætti og nú er.
Innleidd verði innkaupastefna opinberra aðila á matvælum en ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innkaupastefnu matvæla fyrir ríkisaðila. Markmið stefnunnar er að tryggja neytendum matvæli úr heilnæmum afurðum með tilliti til framleiðsluhátta og umhverfisáhrifa. Innkaupastefnan tekur mið af því að opinber innkaup matvæla stuðli að minnkun kolefnisspors við framleiðslu og flutning. Stefnunni verði í kjölfarið vísað til ráðherranefndar um matvælastefnu sem hafi það hlutverk að innleiða stefnuna.
Mótuð verði matvælastefna fyrir Ísland og hefur verkefnisstjórn þegar hafið vinnu sína. Tilgangur stefnunnar er að draga fram þær áherslur stjórnvalda að Ísland eigi að verða leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum ásamt því að móta framtíðarsýn, markmið og tillögur að aðgerðaáætlun til að innleiða í íslenskt atvinnulíf og stjórnkerfi. Mikilvægt er að ná til og virkja hagsmunaaðila og samtök á sem flestum sviðum í þeirri vinnu sem fram undan er og forsenda þess er m.a. að þeir ráðherrar sem fara með stjórnarmálefni sem snerta verkefnið komi með virkum hætti að mótun matvælastefnu fyrir Ísland. Því hefur verið skipuð sérstök ráðherranefnd til að fjalla um matvælastefnu Íslands undir forustu forsætisráðherra.
Ráðist verði í átak um betri merkingar matvæla. Aðilar samkomulagsins eru sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Bændasamtök Íslands, Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu, Félag atvinnurekenda og Samtök iðnaðarins. Markmið átaksins er að tryggja rétt neytenda til upplýsinga um uppruna, framleiðsluhætti, lyfjanotkun og umhverfisáhrif matvæla.
Könnuð verði þróun tollverndar og greind staða íslensks landbúnaðar gagnvart breytingum í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi.
Tekið verði til skoðunar að setja á fót sérstakan tryggingasjóð vegna tjóns sem framleiðendur geta orðið fyrir vegna búfjársjúkdóma þar sem að litið verði til nágrannaríkjanna og mögulegra úrræða innan Evrópusambandsins og þeirra úrræða sem nú þegar eru í boði fyrir bændur sem verða fyrir tjóni af völdum búfjársjúkdóma.
Ráðist verði í átak um aukið eftirlit í kjölfar afnáms leyfisveitingakerfisins. Að fjórum mánuðum liðnum verði tekin afstaða til hvernig framgangur eftirlitsins hefur verið. Komi í ljós miklar brotalamir á eftirliti er mikilvægt að fyrirkomulag þess verði endurskoðað frá grunni. Þar verði lögð sérstök áhersla á sýnatökur og að skoða vottorð vegna salmonellu og kampýlóbakter og tíðni skyndiskoðana aukin samhliða því. Með þeim hætti verði áreiðanleiki framangreindra þátta treystur. Þá verði Matvælastofnun falið að útfæra leiðbeiningar fyrir innflytjendur um þau vottorð og skírteini sem þurfa að vera til staðar fyrir innflutning matvæla.
Fyrir Alþingi á liggja skýrsla um framgang áætlunarinnar fyrir 1. nóvember 2019 og hún kynnt atvinnuveganefnd.

(Ljósmynd: Rakel Guðmundsdóttir)