Categories
Fréttir

Micro:bit-tölvan

Deila grein

22/11/2018

Micro:bit-tölvan

„Ég er mjög hlynnt þessu verkefni og mun skoða það enn frekar hvernig á því stendur að staðan á því er eins og hv. þingmaður lýsir. En það er fullur vilji hjá þessum ráðherra til að halda áfram með þetta verkefni“, sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.
En fyrirspyrjandi, Björn Leví Gunnarsson, alþingismaður, telur að menntamálaráðuneytið ætli að hætta fjárveitingum til verkefnisins þar sem að tölvunni hafi ekki verið dreift núna í haust til allra nemenda í 6. og 7. bekk á Íslandi. Björn Leví benti á að micro:bit-tölvan væri lítil, handhæg og forritunarleg tölva fyrir unga sem aldna. „Þann 5. maí síðastliðinn var tilkynnt á vef Stjórnarráðsins að hópur nemenda í tölvunarfræði hefði lokið við að þýða forritunarritil tölvunnar yfir á íslensku. Þetta eða sambærilegt verkefni er gríðarlega mikilvægt fyrir vegferð íslenska menntakerfisins inn í 4. iðnbyltinguna. Þetta er fullkomið innlegg fyrir eflingu stafrænna smiðja, samanber tillögu sem samþykkt var í þinginu í vor“, sagði Björn Leví.
Lilja Dögg benti á að ríkisstjórnin leggi mikla áherslu á nýsköpun, rannsóknir og þróun. „Við sjáum að framlög til þessara málaflokka hækka á milli ára um 16,3%. Verið er að setja gríðarlega metnaðarfulla stefnu af stað á vegum ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að efla þennan málaflokk.“
„Varðandi þetta verkefni þá erum við bara mjög hlynnt því. Við viljum að það haldi áfram. Búið er að fjárfesta heilmikið í því og við munum sjá til þess að sú mikla fjárfesting sem við erum búin að setja í það verkefni geti haldið áfram. Við vitum að það er mikil ánægja með það í grunnskólanum og það er rétt sem fram kemur í máli hv. þingmanns, þetta er einföld tölva. Hún kennir forritun og hjálpar verulega til við það. Það er því ekki á stefnuskrá þessara ráðherra að hætta við þetta verkefni”, sagði Lilja Dögg.
***
Til upplýsingaMicro:bit tölvan

Categories
Fréttir

Stjórnmálaályktun haustfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins

Deila grein

19/11/2018

Stjórnmálaályktun haustfundar miðstjórnar Framsóknarflokksins

Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins, haldinn að Hótel Smyrlabjörgum í Suðursveit dagana 17.-18. nóvember 2018, hvetur ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs áfram til góðra verka en leggur áherslu á nauðsyn þess að halda áfram öflugri uppbyggingu innviða, atvinnutækifæra og lyfta grettistaki í húsnæðismálum.

Þjóðarátak í húsnæðismálum

Lyfta þarf grettistaki í húsnæðismálum í samstarfi ríkis og sveitarfélaga með það að markmiði að auka framboð af íbúðarhúsnæði á landinu öllu á viðráðanlegu verði. Það er óviðunandi hversu hægt sum sveitarfélög, með Reykjavík í broddi fylkingar, hafa dregið lappirnar í lóðaúthlutunum og ýtt þannig undir miklar og óraunhæfar verðhækkanir á húsnæði. Sérstaklega þarf að huga að stöðu fyrstu kaupenda og þeirra sem koma að nýju inn á húsnæðismarkaðinn og Skorar miðstjórn Framsóknarflokksins á ríkisstjórnina alla að vinna svissnesku leiðinni brautargengi á kjörtímabilinu enda eru húsnæðismál velferðarmál.

Menntamál eru efnahagsmál

Ríkisstjórnin á að halda áfram sókn sem er hafin í menntamálum landsins. Menntastefna og atvinnustefna verða að haldast í hendur enda getur skortur á vinnuafli í ýmsum fagstéttum haft neikvæð áhrif á verðlagsþróun og hagvöxt í landinu. Í því samhengi er þarf að halda áfram að efla sérstaklega verk-, iðn-, og starfsnám á landinu öllu og auka nýliðun í kennarastétt. Mennta- og námslánakerfið á að tryggja jöfn tækifæri fólks til að auka færni sína og þekkingu. Klára þarf heildarendurskoðun námslánakerfisins á kjörtímabilinu með það að markmiði að skapa jákvæða hvata fyrir námsmenn til náms og vinnu. Huga þarf að vellíðan nemenda á öllum skólastigum og tryggja greiðan aðgang þeirra að nauðsynlegri sérfræðiþjónustu.

Afnám verðtryggingarinnar

Miðstjórn Framsóknarflokksins telur afar brýnt að húsnæðisliðurinn verði tekinn  úr vísitölu neysluverðs og að verðtryggingin verði bönnuð  af nýjum neytendalánum á kjörtímabilinu. Miðstjórn telur að kostnaður við eigið húsnæði sem reiknast til neysluverðsvísitölu sé  fremur fjárfesting  en neysla og í því ljósi skal húsnæðisliðurinn undanþeginn. Breytingunni er ætlað að vera til hagsbóta fyrir þorra lánþega. Framsóknarflokkurinn vill enn fremur að skapa hvata og stuðning til þess að heimili geti breytt verðtryggðum lánum í óverðtryggð.

Þriðji orkupakkinn

Orkuauðlindin er ein af mikilvægustu forsendum velmegunar í landinu. Miðstjórn Framsóknarflokksins áréttar mikilvægi þess að allar ákvarðanir í orkumálum verði í höndum Íslendinga og minnir á að stjórnarskrá Íslands leyfir ekki framsal ríkisvalds til erlendra stofnana. Aðstæður Íslands í orkumálum eru gjörólíkar þeim sem liggja til grundvallar orkulöggjöf ESB og því er óskynsamlegt að innleiða það regluverk hér. Auk þess hefur Ísland enga tengingu við orkumarkað ESB og Framsóknarflokkurinn telur slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Því skal fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakkans.

Matvæli

Miðstjórn Framsóknarflokksins vill herða löggjöf á innfluttum matvælum til að verja lýðheilsu gegn matvælum sem geta haft skaðleg áhrif á lífríkið hér á landi auk þess að kolefnisspor þess er stórt. Ísland stendur öðrum þjóðum framar hvað varðar framleiðslu á heilnæmum matvælum, þar sem lyfjanotkun er með því allra minnsta sem þekkist í heiminum. Aðrar kröfur um aðbúnað dýra og heilbrigði matvæla eru með þeim metnaðarfyllstu sem um getur.  Ísland býr við þá sérstöðu umfram önnur lönd að auðveldara er að verjast sjúkdómum, forðast sýklalyfjaónæmi og draga úr útbreiðslu slíkra baktería vegna þess við erum eyja með hreina búfjárstofna. Miðstjórn krefst þess að stjórnvöld taki það upp við Evrópusambandið að núgildandi reglur um innflutning á hráu kjöti, ógerilsneyddri mjólk og ógerilsneyddum eggjum fái að gilda áfram.

Landbúnaður

Miðstjórn Framsóknarflokksins skorar á Alþingi að samþykkja frumvarp sem stuðlar að eflingu afurðastöðva í kjötiðnaði. Veita þarf innlendum kjötiðnaði tækifæri til samvinnu og bregðast við ört vaxandi samkeppni með því að undanþiggja afurðastöðvar frá ákvæðum samkeppnislaga. Uppgræðsla á landi og skógrækt eru verðmæt verkefni fyrir bændur til kolefnisjöfnunar og sem styður við metnaðarfullt loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar. Þá áréttar fundurinn mikilvægi þess að stjórnsýsla í kringum landbúnaðinn verði efld nú þegar til að halda á hans málum innan ríkisstjórnarinnar meðal annars með nýju matvælaráðuneyti.

Samgöngumál

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins fagnar þeirri miklu aukningu á fjármunum sem nú er varið til vegamála, bæði þegar kemur að nýfjárfestingum og viðhaldi. Þá fagnar Framsókn markmiðum ríkisstjórnarinnar um að draga úr loftmengun með því að auka rafvæðingu og orkuskipti í samgöngum. Hlutfall umhverfisvænna bifreiða fer ört vaxandi, nú þegar eru nýskráningar í okt 26% sem er jákvætt og í ljósi þess er nauðsynlegt að útfæra nýjar fjármögnunarleiðir sem renna til vegakerfisins. Miðstjórn Framsóknarflokksins styður tekjuleiðir sem endurspegla afnot af þjóðvegakerfinu og sanngjarnt flýtigjald til að hraða stærri framkvæmdum.
Framsókn leggur áherslu á uppbyggingu millilandaflugs á landsbyggðinni.
Fundurinn leggur áherslu á að gerð eigendastefnu fyrir Isavia verði lokið sem fyrst með stækkandi atvinnugrein og hag þjóðarinnar í huga. Slík stefna þarf að liggja fyrir áður en ráðist er í skuldbindingar vegna stórframkvæmda.

Kjaramál

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins leggur áherslu á að jafna kjör í komandi kjarasamningum og að undið verði ofan af því launaskriði sem hefur verið í efstu lögum samfélagsins. Hér á landi eiga að vera jöfn tækifæri og samtal stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins um stefnu í húsnæðismálum, launaþróun, atvinnuleysistrygginga, stefnu í menntamálum, samspil launa, bóta og skatta er lykillinn að farsælli lausn fyrir allt samfélagið.

Efling nýsköpunar og rannsóknar

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins fagnar því að lagt hefur verið fram stjórnarfrumvarp um hækkun á þaki á endurgreiðslu á rannsóknar- og þróunarkostnaði úr 300 m. í 600m.kr. auk þess sem skattaafsláttur til handa einstaklingum sem fjárfesta í nýsköpunarfélögum er framlengdur. Hér er um mikilvægt skref að ræða til að efla nýsköpun fyrir Ísland. Miðstjórn Framsoknar fagnar einnig þingsályktunartillogu þingflokksins um mótun klasastefnu fyrir Ísland. Miðstjórnarfundur flokksins skorar á ríkisstjórnina að beita sér fyrir að auka hvata til nýsköpunar enn frekar með því að hækka endurgreiðsluhlutfall vegna rannsóknar og þróunarkostnað og með því að stofna sérstakan mótframlagssjóð ríkisins sem myndi fjárfesta með viðurkenndum fjárfestum í nýsköpunarfyrirtækjum.

Áframhaldandi uppbygging fiskeldis

Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein og mun skapa okkur miklar útflutningstekjur.
Samhliða þeirri uppbyggingu þarf að tryggja verndun villta laxstofnsins við Ísland, þess vegna er fiskeldi á afmörkuðum svæðum.
Mikil verðmæti eru fólgin í því að byggja upp fiskeldið og Framsóknarflokkurinn sem byggðastefnuflokkur mun styðja við þá uppbyggingu sem snýr að fiskeldi því að þau svæði sem hafa verið í uppbyggingu í greininni þurfa að hafa möguleika á að blómstra. Áfram þarf að vinna að mótvægisaðgerðum sem tryggja verndun alls lífríkis og lágmarka hættu á erfðablöndun við íslenska laxastofninn.
Framsóknarflokkurinn er umhverfissinnaður flokkur. Því er mikilvægt  að finna jafnvægi á milli þessara hagsmuna, þeirra sem vilja vernda og nýta. Eitt útilokar ekki annað og alli hagsmunaaðilar eiga að geta blómstrað á Íslandi. Framsóknarflokkurinn mun hér eftir sem hingað til standa með þeim byggðum sem eiga undir högg að sækja.

Réttlæti handa heimilunum

Miðstjórn Framsóknarflokksins ítrekar ályktun sem samþykkt var á flokksþinginu í mars 2018 um að skipuð verði rannsóknarnefnd um þær aðgerðir sem stjórnvöld og fjármálafyrirtæki réðust í eftir hrunið.
Það getur hvorki talist eðlilegt né ásættanlegt að um 10.000 fjölskyldur hafi misst heimili sín á nauðungaruppboðum eftir hrun og þegar fjöldinn er slíkur er ekki hægt að líta svo á að um „einkamál“ sé að ræða, heldur djúpstæðan kerfislægan galla sem verður að finna, skoða og leiðrétta.
Framsóknarflokkurinn mun ekki standa aðgerðarlaus hjá á meðan fleiri fjölskyldur missa heimili sín. Lög um nauðungaruppboð og aðfarir eru hliðholl fjármálafyrirtækjum og þau þarf að endurskoða. Jafnframt er kominn tími til að heimilin njóti vafans sem sannanlega er fyrir hendi í viðskiptum þeirra við fjármálafyrirtæki.

Upprunavottorð raforku

Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins vill að leita verði leiðað til að sölu upprunavottana raforku úr landi verði hætt og að orkufyrirtækin verði hvött til að láta af þeirri stefnu. Það er mikilvægt skref í rétta átt í sívaxandi umræðu um kolefnislosun.

Categories
Fréttir

Ályktanir Kjördæmaþings Framsóknarmanna í Reykjavík (KFR)

Deila grein

13/11/2018

Ályktanir Kjördæmaþings Framsóknarmanna í Reykjavík (KFR)

11. Kjördæmaþing Framsóknarmanna í Reykjavík, haldið þriðjudaginn 13. nóvember 2018, fagnar farsælu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins. Þau mál sem brenna heitast á fjölskyldum og almenningi í Reykjavík eru helstu stefnumál flokksins. Þau snúa öll að réttlæti. Bann við verðtryggðum húsnæðislánum er réttlæti, lægri vextir með tilkomu samfélagsbanka er réttlæti, húsnæðisliður úr vísitölu er réttlæti, Svissneska leiðin í húsnæðiskaupum er réttlæti, uppskurður lífeyrissjóðakerfisins og lýðræðisvæðing er réttlæti, verja þarf rétt neytenda gegn ofurvaldi fjármálafyrirtækja, því það er réttlæti. Löngu er tímabært að almenningur geti leitað skjóls gegn fjármálastofnunum sem fara offari. Framsóknarmenn fagna því að gerð verði skýrsla um framferði yfirvalda og fjármálafyrirtækja eftir hrun.
11. Kjördæmaþing Framsóknarmanna í Reykjavík, haldið þriðjudaginn 13. nóvember 2018, telur að margt hafi áunnist með EES samningnum en leggur áherslu á að vegna sérstöðu Íslands beri að gæta þess að taka ekki upp ónauðsynlegt og hamlandi regluverk sem sniðið er að aðstæðum á meginlandi Evrópu. Til dæmis er ástæða til að hafna þriðja orkupakka ESB og leita allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi.

Categories
Fréttir

Ályktanir Kjördæmaþings Framsóknarmanna í Reykjavík (KFR)

Deila grein

13/11/2018

Ályktanir Kjördæmaþings Framsóknarmanna í Reykjavík (KFR)

11. Kjördæmaþing Framsóknarmanna í Reykjavík, haldið þriðjudaginn 13. nóvember 2018, fagnar farsælu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins. Þau mál sem brenna heitast á fjölskyldum og almenningi í Reykjavík eru helstu stefnumál flokksins. Þau snúa öll að réttlæti. Bann við verðtryggðum húsnæðislánum er réttlæti, lægri vextir með tilkomu samfélagsbanka er réttlæti, húsnæðisliður úr vísitölu er réttlæti, Svissneska leiðin í húsnæðiskaupum er réttlæti, uppskurður lífeyrissjóðakerfisins og lýðræðisvæðing er réttlæti, verja þarf rétt neytenda gegn ofurvaldi fjármálafyrirtækja, því það er réttlæti. Löngu er tímabært að almenningur geti leitað skjóls gegn fjármálastofnunum sem fara offari. Framsóknarmenn fagna því að gerð verði skýrsla um framferði yfirvalda og fjármálafyrirtækja eftir hrun.
11. Kjördæmaþing Framsóknarmanna í Reykjavík, haldið þriðjudaginn 13. nóvember 2018, telur að margt hafi áunnist með EES samningnum en leggur áherslu á að vegna sérstöðu Íslands beri að gæta þess að taka ekki upp ónauðsynlegt og hamlandi regluverk sem sniðið er að aðstæðum á meginlandi Evrópu. Til dæmis er ástæða til að hafna þriðja orkupakka ESB og leita allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi.

Categories
Fréttir

Stjórnmálaályktun 18. Kjördæmisþings Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi (KFSV)

Deila grein

12/11/2018

Stjórnmálaályktun 18. Kjördæmisþings Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi (KFSV)

18. Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) haldið í Kópavogi, föstudaginn 9. nóvember 2018, lýsir yfir ánægju sinni með stjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og þann stjórnarsáttmála sem samstarfið byggir á.
Kjördæmisþingið þakkar þann góða stuðning sem listar flokksins fengu í kjördæminu í sveitastjórnarkosningunum sem leiddi til þess að framsóknarmenn eru nú í meirihluta í tveimur af stærstu sveitarfélögum landsins, Kópavogi og Hafnarfirði.
Kjördæmisþingið fagnar því að tillaga samgönguráðherra að samgönguáætlun sé komin fram og að fimm ára samgönguáætlun sé fullfjármögnuð.  Fátt er þó mikilvægara í daglegu amstri íbúa kjördæmisins en bættar samgöngur og er ljóst að væntingar eru um mun hraðari uppbyggingu samgangna í kjördæminu en þar birtist.
Kjördæmisþingið leggur áherslu á að helstu mál flokksins í húsnæðismálum gangi eftir er varðar möguleikann á að nýta lífeyrisiðgjald til að kaupa á fyrstu íbúð (svissneska leiðin), að afborgunarhlé verði á námslánum af sama tilefni, bann við verðtryggingu á nýjum neytenda- og íbúðalánum og að húsnæðiskostnaður falli út úr vísitölu neysluverðs.
Kjördæmisþingið leggur áherslu á að jafna kjör í komandi kjarasamingum og að undið verði ofan af því launaskriði sem hefur verið í efstu lögum samfélagsins.  Hér á landi eiga að vera jöfn tækifæri og samtal stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins um stefnu í húsnæðismálum, launaþróun, atvinnuleysistryggingar, stefnu í menntamálum, samspil launa, bóta og skatta er lykilinn að farsælli lausn fyrir allt samfélagið.
Kjördæmisþingið telur menntun, menningu og íþróttir vera lykilstoðir í samfélagi okkar.  Því skiptir miklu máli að auka fjárveitingar til háskólanna og framhaldsskólanna til að efla starf þeirra. Lengi hefur verið beðið eftir breytingum á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna.  Tekur kjördæmisþingið undir áherslur menntamálaráðherra um að breyta hluta námslána í námsstyrk, nýta LÍN til að stuðla að jafnræði til náms út um allt land og bregðast við alvarlegum skorti á ákveðnum starfsstéttum.
Kjördæmisþigið lýsir yfir áhyggjum af skorti á kennaramenntuðum starfsmönnum í leikskólum landsins. Rannsóknir sýna fram á að snemmtæk íhlutun í menntun og öðrum málefnum barna skiptir sköpum um þroska og velferð hvers einstaklings . Mikilvægt er að grípa til úrræða sem gerir starf innan leikskóla eftir sóknarvert svo hæfasta fólkið veljist til starfa.
Kjördæmisþingið lýsir yfir áhyggjum af aukinni vanlíðan ungs fólks og brottfalli þess úr framhaldsskóla. Mikilvægt er að skimma fyrir líðan nemenda í grunnskóla og grípa inn í fyrr en nú er gert og veita börnum aðstoð og þjálfun við hæfi. Einnig er mikilvægt að börn, unglingar og ungt fólk eigi greiðan aðgang að sálfræðiaðstoð og öðrum stuðningi sem hvetur þau til samfélagslegrar virkni og stuðlar að vellíðan.
Kjördæmisþingið telur að margt hafi áunnist með EES samningnum en leggur áherslu á að vegna sérstöðu Íslands beri að gæta þess að taka ekki upp ónauðsynlegt og hamlandi regluverk sem sniðið er að aðstæðum á meginlandi Evrópu. Til dæmis er ástæða til að hafna þriðja orkupakka ESB og leita allra leiða til að verja íslenskan landbúnað fyrir hættum sem stafa af óheftum innflutningi.

Categories
Fréttir

Stjórnmálaályktun 18. Kjördæmisþings Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi (KFNA)

Deila grein

21/10/2018

Stjórnmálaályktun 18. Kjördæmisþings Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi (KFNA)

18. Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi, haldið á Fljótsdalshéraði þann 20. október 2018, telur brýnt  að áfram verði unnið með stöðugleika, traust og jöfnuð í fyrirrúmi til framtíðar, landi og þjóð til heilla.
Þingið leggur áherslu á að nýrri og metnaðarfyllri byggðaáætlun verði fylgt eftir af fullum þunga og áhersla verði lögð á jöfnuð óháð búsetu. Jafnaður verði húshitunarkostnaður landsmanna og byggð verði upp traust heilbrigðisþjónusta. Standa verður vörð um starfsemi sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana í kjördæminu og stórauka þarf fjölda hjúkrunarrýma og tryggja fjármuni til reksturs þeirra. Þá verður að gera stórátak í geðheilbrigðismálum um land allt til að hlú að þeim sem slíka þjónustu þurfa.
Um leið og þingið fagnar því að búið sé að leggja fram fullfjármagnaða samgönguáætlun þá minnir það á þá miklu þörf sem er í kjördæminu fyrir bættum samgöngum til að rjúfa vetrareinangrun byggðarlaga og styrkja atvinnusvæði innan þess. Því hvetur þingið til þess að leitað verði allra leiða til að flýta sem mest brýnum slíkum verkefnum sem bíða og hefur verið raðað aftar á samgönguáætlun.
Þingið fagnar forystu framsóknar í menntamálum enda er sá málaflokkur ein mikilvægasta stoð samfélagsins. Í þeim efnum minnir þingið á nauðsyn þess að efla hlut iðn- og tæknigreina í menntakerfinu. Þá er brýnt að standa vörð um tungumálið okkar og auka lestur ungmennna.
Þingið lýsir yfir ánægju sinni með þá vinnu sem félagsmálaráðráðherra hefur hafið í húsnæðismálum á landsbyggðinni þar sem meðal annars er horft til þess markaðsbrest sem víða er. Er mikilvægt að þeirri vinnu ljúki sem fyrst.
Þá leggur þingið áherslu á það að atvinnuuppbygging um land allt geti þrifist innan þess regluverks sem gildandi er og ekki sé hægt leggja stein í götu slíkrar uppbyggingar með flækjustigum og óskýrum lagabókstöfum eins og til að mynda í fiskeldi. Regluverk atvinnulífsins þarf að vera einfalt, heilbrigt og skýrt til að uppbygging geti átt sér stað um land allt.
Þingið hvetur ráðherra og ríkisstjórn í samvinnu við verkalýðshreyfinguna að leiða til lykta farsæla lausnir í komandi kjarasamningum sem treysta mun efnahag og hagsæld landsins með jöfnuð og félagshyggju í forgrunni.
Þá minnir þingið á mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið allt og þá miklu þörf sem er fyrir aðgerðir af hálfu ríkisvaldsins til að mæta þeim tímbundnu erfiðleikum sem að landbúnaðinum steðja. Þar þarf framsóknarflokkurinn að stíga fast til jarðar og leiða slíka vinnu. Ekki þarf að fjölyrða neitt um nauðsyn matvælaöryggis fyrir þjóðina og er landbúnaðurinn ein af grunnstoðum í því. Þá þarf að ljúka vinnu við regluverk um eignarhald á bújörðum og stefnu í málefnum ríkisjarða. Þessi mál þola enga bið og hafa þarf hagsmuni bænda að leiðarljósi við hana.
Þá leggur þingið þunga áherslu á að fjölgað verði innkomuleiðum ferðamanna inn í landið með frekari uppbyggingu millilandaflugvalla kjördæmisins, Akureyri og Egilsstöðum, þannig að þeir geti sinnt hlutverki sínu. Isavia verði gerð eigandastefna með þetta í huga þannig að jafnræði sé gætt milli millilandaflugvalla landsins. Þá verði hin svokallaða „Skoska leið“ innleidd þannig að flugsamgöngur á landsbyggðinni geti gengt hlutverki sínu sem almenningssamgöngur sem þær sannarlegu eru fyrir þá sem lengst búa frá höfuðborginni.
***
18. Kjördæmisþing KFNA, haldið á Egilsstöðum þann 20. október 2018, fagnar auknu fjármagni til vegamála í tillögu að samgönguáætlun, en harmar að framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng skuli ekki vera á framkvæmdaáætlun næstu fimm ára og skorar á þingmenn Framsóknarflokksins að sjá til þess að því verði breytt.

Categories
Fréttir

Þingflokkur og landsstjórn funduðu á Hellu

Deila grein

13/10/2018

Þingflokkur og landsstjórn funduðu á Hellu

Landsstjórn og þingflokkur  Framsóknarflokksins funduðu á Hellu um helgina. Fundurinn er liður í flokksstarfinu og hluti undirbúnings fyrir fyrirhugaðan miðstjórnarfund í nóvember. 
Farið var yfir áherslumál þingflokks og landsstjórnar. Áherslan verður á húsnæðismálin, kjaramálin, málefni barna, menntamál og fjölskyldna.  Mótun stefnu í málefnum aldraðra er í farvatninu, vinna skal áfram að bættum kjörum öryrkja og leggja áherslu á forvarnir í öllum aldurshópum
Fundurinn lagði áherslu á að innleiða svissnesku leiðina og að afnema verðtryggingu.
Byggðamál eru í brennidepli og mikilvægi íslensks landbúnaðar, matvælaöryggi er þjóðinni dýrmætt og ljóst að dómur hæstaréttar kallar á viðbrögð við innflutningi á hráu kjöti. Íslensk stjórnvöld þurfa að taka upp viðræður við Evrópusambandið um matvælalöggjöf.
Eigendastefna opinberra fyrirtækja þarf að vera gagnsæ og þjóna þörfum landsmanna betur.
Fundurinn lagði ríka áherslu á mikilvægi samgangna, þær eru grunnur að velferð þjóðarinnar og framþróunar atvinnulífs. Nú hefur verið lögð fram fjármögnuð samgönguáætlun, með stefnumótun til framtíðar, sem nauðsynlegt er að fylgja eftir svo árangur náist.

Categories
Fréttir

Stjórnmálaályktun 18. Kjördæmisþings Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS)

Deila grein

07/10/2018

Stjórnmálaályktun 18. Kjördæmisþings Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS)

18. Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS), haldið í Þingborg í Flóahreppi, laugardaginn 6. október, lýsir ánægju sinni með stjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og þann stjórnarsáttmála sem samstarfið byggir á. Þingið lýsir fullum stuðningi við þingflokkinn og ráðherra flokksins í þeirra mikilvægu störfum fyrir land og þjóð. Ráðherrum flokksins hafa verið falin mikilvæg og stór málefni en þingið leggur áherslu á að halda til haga stefnumálum Framsóknarflokksins í ríkisstjórnarsamstarfinu í heild og gæta þess að rödd hans heyrist sem víðast.
Mikil sóknarfæri eru í Suðurkjördæmi og liggja tækifærin víða. Ör íbúafjölgun á svæðinu með miklum vaxtaverkjum samhliða sprengingu í fjölgun ferðamanna reynir mjög á alla innviði. Helst má nefna heilbrigðisþjónustu, en mikilvægt er að samræmd heilbrigðistefna sé unnin fyrir landið með hliðsjón af þörfum allra landsmanna. Auk þess er afar brýnt að auka fjármuni til löggæslu í kjördæminu til að tryggja öryggi íbúa og ferðamanna bæði erlendra og innlendra.
Kjördæmisþingið fagnar tillögu samgönguráðherra að samgönguáætlun. Þýðingarmikið er að hún er fjármögnuð um leið. Ljóst er þó að væntingar voru um hraðari uppbygginu á Suðurlandi en þarna birtist. KSFS fagnar þeirri umræðu sem snýr að umferðaröryggi og styður skoðun á þeim möguleika að göngum í gegnum Reynisfjall og nýrri Ölfusárbrú við Selfoss verði flýtt með innheimtu vegatolla. Jafnframt er lögð rík áhersla á að einbreiðar brýr í kjördæminu heyri sögunni til enda eru þær dauðagildrur í þeim umferðarþunga sem nú er staðreyndin.
Í gegnum árin hefur ekki verið gefið jafnt til allra landsmanna og eru helsta dæmið um það sú mismunun sem í verðlagningu á flutningi á raforku. Þessi mismunum stendur uppbyggingu landsbyggðarinnar fyrir þrifum og nú þegar ríkistjórnin hefur samþykkt háleit markmið um orkuskipti í samgöngum er rétt að Alþingi Íslendinga taki af skarið leiðrétti þetta misrétti með lagasetningu. Eðlilegt væri að landið væri allt eitt gjaldsvæði eins og í símaþjónustu.
Framsókn vill öflugt menntakerfi þar sem ný tækifæri eru sköpuð á umbreytingartímum. Kjördæmisþing KSFS fagnar áherslum mennta- og menningarmálaráðherra við að efla menntakerfið á öllum skólastigum með auknum fjárframlögum til að auka gæði náms.
Kjördæmisþing KSFS leggur áherslu á að lausnir í húsnæðismálum eins og kynntar voru í stjórnasáttmálanum nái fram að ganga og er þá afnám verðtryggingar af lánum einn veigamesti liðurinn í því. Erfiðleikar við að koma sér upp eigin húsnæði eru eitt alvarlegasta vandamálið í íslensku samfélagi og á því þarf núverandi ríkisstjórn að taka. Einnig er mjög brýnt að taka á stórkostlegum vanda á húsaleigumarkaði hið fyrsta.
Leggja þarf áherslu á í komandi kjarasamningum að jafna kjör og vinda ofan af því launaskriði sem hefur verið í efstu lögum samfélagsins á meðan millistéttir og láglaunafólk hafa setið eftir. Með þessu næðist fram sátt á vinnumarkaði og áframhaldandi stöðugleiki í íslensku efnahagslífi.
Standa þarf vörð um íslenskan landbúnað og fylgja fast eftir ákvæðum í stjórnarsáttmálanum um greinina. Koma þarf til móts við þann tímabundna vanda sem nú er uppi í sauðfjár- og loðdýrarækt.
Kjördæmisþing KSFS leggur áherslu á í ljósi þeirrar náttúruvár sem er í kjördæminu að lokið verði við stofnun hamfarasjóðs sem fyrirhugað er að leysi viðlagatryggingu og A- deild bjargráðsjóðs af hólmi.
 

Categories
Fréttir

Sveitarstjórnarstigið til framtíðar

Deila grein

27/09/2018

Sveitarstjórnarstigið til framtíðar

Sig­urður Ingi Jó­hann­es­son, sveit­ar­stjórn­ar og sam­göngu­málaráðherra, vill að far­in verði blönduð leið hvata og skil­yrða við sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga á Íslandi. Í ræðu Sigurðar Inga við upp­haf Landsþings Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sagði hann það ljóst að marg­ar áskor­an­ir sem sveit­ar­fé­lög­in standa frammi fyr­ir séu af þeirri stærðargráðu og hraða að fyr­ir sum fá­menn sveit­ar­fé­lög verði þær óyf­ir­stíg­an­leg­ar.
Glærur með ræðu Sigurðar Inga Jóhannssonar.

Ræða Sigurður Inga Jóhannssonar á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018:

Sveitarstjórnarstigið til framtíðar

Ávarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga; landsþingsfulltrúar; aðrir gestir.

Ég vil byrja á því að óska sveitarstjórnarfólki til hamingju með kjörið í kosningunum í vor.
Það er í senn heiður og mikil áskorun að veljast til forystu í sínu sveitarfélagi. Íbúar hafa væntingar um að vel takist til við stjórn sveitarfélagsins síns og að það vaxi og dafni á komandi árum.
Sjálfur sat ég í sveitarstjórn Hrunamannahrepps í 15 ár og þar af sjö ár sem oddviti þannig að ég þekki vel þessa ábyrgð sem þið eru að takast á hendur.
Vissulega fer mikill tími í þessi störf, sem væri hægt að nýta með fjölskyldu og í ýmislegt annað, en ekki vildi ég vera án þessarar reynslu
Áhugaverðast er þó að vinna að framfaramálum með öllu því góða fólki sem starfar á þessum vettvangi, hvort sem það eru aðrir kjörnir fulltrúar, starfsmenn sveitarfélagsins og ekki síst íbúarnir sjálfir.
Störf kjörinna fulltrúa
Það er því ánægjulegt að sjá allan þann mikla fjölda fólks sem býður sig fram til ábyrgðar í sveitarstjórnum landsins.
Mikil endurnýjun  var í röðum kjörinna fulltrúa í vor. Rannsóknir sýna að tæp 60 % kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa snúa ekki til baka að loknum kosningum – og hefur hlutfallið farið hækkandi.
Endurnýjun er í sjálfu sér eðlileg og af hinu góða, en þegar um eða yfir helmingur kjörinna fulltrúa velur að halda ekki áfram í aðdraganda hverra kosninga þarf að staldra við – Kannski er réttara að kalla þetta brottfall frekar en endurnýjun.
Kannanir benda til þess að aukið álag, flóknari verkefni og að einhverju leyti lág þóknun skýri þessa stöðu.
Þá kann að vera að óvægin umræða á samfélagsmiðlun fæli fólk frá því að bjóða sig fram til slíkra starfa.
Þetta þarf að skoða og mun ég við tækifæri taka málið upp við stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Meðal annars þarf að meta hvort þörf er á að bæta kjör og vinnuskilyrði kjörinna fulltrúa frá því sem nú er.
Við getum hins vegar glaðst yfir því að hlutur kvenna í sveitarstjórnum hefur aukist, en þær eru nú 47% kjörinna. Þá fáum við góðar fréttir af því að fleiri konur hafi tekið við sem bæjar- og sveitarstjórar en var á síðasta kjörtímabili.
Við Íslendingar erum fyrirmynd annarra þjóð þegar kemur að stöðu og viðhorfum í jafnréttismálum og framlag ykkar, kæra sveitarstjórnarfólk, skiptir miklu máli fyrir jafnréttisstarfið í landinu.
Þróun sveitarstjórnarstigsins
Þegar við lítum yfir farinn veg þá getum við sagt að þróunin í málefnum sveitarfélaga hafi verið jákvæð.
Sveitarstjórnarstigið gegnir þýðingarmiklu hlutverki fyrir samfélagið allt. Sveitarfélögin hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að ráða sjálf málefnum sínum eftir því sem lög ráðstafa eigin tekjustofnum.
Þessi réttur hefur verið á hávegum hafður á Íslandi.
Sveitarfélögum hefur ekki verið gert að sameinast líkt og t.d. í Danmörku og Noregi – íbúarnir hafa sjálfir haft það í sínum höndum hvort þeir vilja að sveitarfélagið sameinist nágrannasveitarfélagi eða ekki.
Tekjustofnar sveitarfélaga eru þannig samsettir að í norrænum samanburði er hlutfall eiginfjármögnunar mun hærra hér á landi. Þá er horft til þess hve hátt hlutfall útsvar og fasteignaskattar eru í heildartekjum þeirra – og hve lágt hlutfall kemur í gegnum jöfnunarkerfi.
Hlutdeild Jöfnunarsjóðs í heildatekjum sveitarfélaga er t.d. um 13% –  en er allt að 50% sambærilegu kerfi í Noregi. Útsvarið og fasteignaskattar samanlagt eru á hinn bóginn um 70% hér.
Eðlileg umræða og skoðanaskipti fer fram um það hvort tekjustofnar séu nægjanlegir frá einum tíma til annars – en sem betur fer hafa ríki og sveitarfélög náð að semja sig til niðurstöðu í flestum slíkum álitamálum.
Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga hefur líka tekið breytingum. Verkefni hafa færst til sveitarfélaga á umliðnum árum – markmiðið er að tryggja að ákvarðanir séu teknar sem næst þeim sem þjónustunnar njóta.
Yfirfærsla grunnskólans árið 1996 og málefna fatlaðs fólks 2011 var mjög mikilvæg leið til að efla og styrkja sveitarstjórnarstigið hér á landi.
Þetta hefur leitt til þess að hlutur sveitarfélaganna í opinberum búskap hefur vaxið, tekjur sveitarfélaga sem hlutfall af vergri landsframleiðslu var innan við 7,5 prósent 1980 en er nú komið vel yfir 12 og hálft prósent.
Við erum þó fjarri því að ná þeirri hlutdeild sem sveitarfélög á Norðurlöndum hafa í þessum sambandi. Það skýrist að einhverju leyti af því að þar er fylkin eru einnig talin með sveitarstjórnarstiginu – hið svokallaða þriðja stjórnsýslustigi.
Það er vilji fyrir því að halda áfram á þessari braut. Öldrunarmál og rekstur framhaldsskóla hafa t.d. verið nefnd sem ákjósanleg verkefni sveitarfélaga. Með því móti væri hægt að samþætta sambærileg verkefni á einu stjórnsýslustigi, nýta betur fé skattborgaranna og umfram allt – bæta þjónustuna.
Þá er vert að nefna að margvíslegar umbætur voru innleiddar með sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi í ársbyrjun 2012. Fjármálakafli laganna tók gagngerum breytingum m.a. með tilkomu nýrra fjármálareglna. Ennfremur voru ákvæði laganna um byggðasamlög og samstarfsverkefni bættur til að auka gengsæi og skýrleika varðandi framsal á valdheimildum sveitarstjórna.
Ég tel að samstarf ríkis og sveitarfélaga sé í föstum og góðum skorðum. Lögin kveða á um reglulegt samráð sveitarstjórnarráðherra og fjármálaráðherra með stjórn sambandsins.
Svokölluð Jónsmessunefnd fundirbýr fundina og fjallar jafnframt um þau mál sem efst eru á baugi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga hverju sinni.
Ríkisstjórnin er líka meðvituð um um mikilvægi sveitarfélaganna – í stefnuyfirlýsingu hennar er lýst yfir vilja til að auka samráð við sveitarfélögin um verkefni þeirra og fjárhagsleg samskipti.
Vinna er þegar hafin við að skilgreina hlutverk landshlutasamtaka og styrk sveitarfélaga til að rísa undir nauðsynlegri þjónustu.
Þá vill ríkisstjórnin treysta enn betur samráð og stuðning við ykkur er varðar uppbyggingu innviða, byggðaþróun og fjármálaleg samskipti.
Áskoranir sem sveitarstjórnarstigið stendur frammi fyrir
En – ágæta sveitarstjórnarfólk – þrátt fyrir þessa jákvæðu þróun stendur sveitarstjórnarstigið frammi fyrir margvíslegum áskorunum sem við þurfum að ræða og taka afstöðu til – hvernig ætlum að bregðast við.
Í fyrsta lagi gera íbúarnir eðlilega kröfu um góða þjónustu á öllum sviðum. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem nefnd á vegum ráðuneytisins vann kalla íbúar sveitarfélaga eftir góðri þjónustu og góðu mannlífi en virðast minna uppteknir af því hver veitir þjónustuna.
Í öðru lagi hafa komið til ný lagafyrirmæli sem leggja auknar kröfur á stjórnsýslu sveitarfélaga. Ég hef nefnt sveitarstjórnarlögin, sem hafa aukið kröfur um formfestu og aga í stjórnsýslu og fjármáum sveitarfélaga.
Ný lög um opinber fjármál gera ráð fyrir miklu meiri samhæfingu og samstillingu en áður og eftir því sem hlutur sveitarfélaganna í opinberum búskap stækkar vex þörfin fyrir samráð á þessu sviði.
Upplýsingalögum gera einnig ríkar kröfur um aðgengi almennings að gögnum og upplýsingum.
Þá eru verið að innleiða nýja löggjöf á sviði persónuverndar sem leggur miklar og að einhverju leyti nýjar skyldur á opinbera aðila. Sveitarfélögin fara ekki varhluta af þeim breytingum og eru að gera viðeigandi ráðstafanir til að mæta þeim skyldum.
Í þriðja lagi eru allskonar áskoranir tengdar breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar. Meðallíftími lengist og við erum virkari lengur en áður í félagslífi og samfélaginu öllu.
Erlendir ríkisborgarar og innflytjendur eru nú hærra hlutfall þjóðarinnar en áður.
Þá hefur þéttbýlismyndun gengið hratt fyrir sig, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu, við sjáum einnig byggðalögin allt þar í kring vaxa með miklum hraða.
Nýrri byggðaáætlun er hins vegar er ætlað að jafna tækifæri allra landsmanna óháð búsetu.
Í fjórða lagi stöndum við frammi fyrir miklum umbyltingum í tækni.
Rafræn stjórnsýsla riður sér til rúms og fjórða iðnbyltingin er hafin og fer á ógnarhraða þar sem gervigreind, sjálfkeyrandi bílar, drónar eru meðal orðin hluti af daglegu lífi
Þetta allt er að gerast NÚNA.
Í nýrri samgönguáætlun er t.d. verið að leitast við að ná utan um þau tækifæri sem nútíma tækni býður upp á í dag og næstu árin.
Að lokum vil ég nefna umhverfis- og loftlagsmál, þar eru risaverkefni framundan. Sveitarfélögin eru og verða lykilaðilar í að vinna að sjálfbærum lausnum á öllum sviðum.
Ríkisstjórn Íslands samþykkti nýlega tillögur verkefnastjórnar um forgangsröðun á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Þið ætlið á þessu landsþingi að ákveða aðkomu sveitarfélaganna að verkefninu, en virk þátttaka ykkar er gríðarlega mikilvæg.
Þannig að áskoranirnar eru margar og stórar.
Stærð og geta sveitarfélaganna
Á sama tíma stöndum við frammi fyrir því að mörg sveitarfélaganna eru fámenn. Og sú spurning gerist áleitnari hvort þau séu nægjanlega vel í stakk búin til að takast á við þessarar áskoranir.
Meira en helmingur sveitarfélaga er með færri en eittþúsund íbúa, það er að segja 39, og 25 sveitarfélög hafa færri en 500 íbúa – ríflega þriðjungur!
Verkefnisstjórn um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga, sem skilaði áliti sínu og tillögum á síðasta ári – sem verður rædd hér á landsþinginu – komst að þeirri niðurstöðu að sveitarfélögin væru of fámenn. Það viðhorf hafi einnig komið fram í samtölum verkefnisstjórnar við sveitarstjórnarfólk um land allt.
Mikill tími og fjármunir fara í rekstur sveitarfélaga og of lítið er aflögu til stefnumótunar og til að móta framtíðarsýn fyrir sveitarfélögin. Það var mat verkefnisstjórnar að núverandi sveitarstjórnarskipan sé að hluta til haldið við með samstarfi á milli sveitarfélaga, með samningum um samvinnu, byggðasamlögum eða á vettvangi landshlutasamtaka. Núverandi uppbygging Jöfnunarsjóðs komi þar einnig við sögu.
Ég get tekið undir þetta.
Ráðuneytið hefur skoðað þessi mál sérstaklega og kallað eftir öllum samningum sem hvert og eitt sveitarfélag gerir við önnur sveitarfélög um samrekstur verkefna. Markmiðið er að afla heildstæðra upplýsinga um þá samstarfssamninga sem starfað er eftir og leggja mat á hversu vel þeir samræmast kröfum sem gerðar eru til slíkra samninga.
Þessi athugun leiðir einnig í ljós ákveðið munstur þegar hver landshluti er tekin fyrir með hliðsjón af því hvaða sveitarfélög innan landshlutans vinnan saman.
Tökum Suðurland sem dæmi – mitt góða svæði sem ég þekki vel. Þar vinna sveitarfélögin mikið saman í formi byggðasamlaga er. Samstarfið fylgir oft á tíðum hinum gömlu sýslumörkum, þ.e. Árnessýsla, Rangárvallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla, en Sveitarfélagið Hornafjörður og Vestmannaeyjar skera sig þó úr hvað þetta varðar. Svo fer auðvitað einnig fram samstarf einstakra sveitarfélaga innan sýslumarkanna og á milli þeirra.
Þetta samstarf gengur allt ljómandi vel – segja menn – en er það alltaf svo?
Stóra spurningin er – Viljum við hafa þetta svona?
Verkefnisstjórn um stöðu og framtíð sveitarfélaga komst amk. að þeirri niðurstöðu að fjöldi samninga um samvinnu og fjöldi byggðasamlaga undirstriki nauðsyn þess að fækka og stækka sveitarfélög, m.a. til þess að auka gagnsæi og tryggja lýðræðislegt umboð kjörinna fulltrúa gagnvart íbúum.
En hvað viljum við, kæra sveitarstjórnarfólk, gera? Hvernig sjáum við þetta fyrir okkur eftir 10 eða 15 ár.
Frekari umbætur – efling sveitarstjórnarstigsins
Við getum byrjað á því að velta fyrir okkur valkostum og taka umræðuna þaðan.
Fyrsti valkostur væri t.d. að gera ekki neitt – láta þetta bara gerast af sjálfu sér.
Það má alveg segja að árangur hafi náðst hvað fjölda sveitarfélaga varðar – þau voru um 200 árið 1990 en eru núna 72. En hættan er sú að sveitarfélögin þróist með ólíkum hætti, stefnulítið og geta þeirra til að sinna verkefnum og skyldum verði afar ólík.
Annar valkostur væri sá að halda áfram þessum reglulegu átaksverkefnum – þar sem stjórnvöld bjóða fram einhverja fjármuni og setja skilyrði um að tillögur verði settar fram í sveitarfélögum og um þær kosið.
Það var gert árið 1994 og aftur 2005 – en enginn sérstakur árangur held ég megi segja, kannski einhver óbein áhrif.
Verkefnisstjórnin benti á að komin ákveðin þreyta í slík átaksverkefni, þau skapi alltaf einhverja úlfúð í héraði og þá sé betra að fá ákvörðunina að ofan.
Þriðji valkosturinn væri að setja lög sem ákveða sveitarfélagaskipanina. Það væri t.d. hægt að setja ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga í sveitarstjórnarlög, t.d. eittþúsund líkt og frumvarp sem Kristján Möller þáverandi sveitarstjórnarráðherra kynnti í ríkisstjórn árið 2009.
Eistland fór t.d. þessa leið, það voru sett lög og sveitarfélögin höfðu eitt og hálft ár til að ná markmiðum um lágmarkíbúafjölda. Ég kynnti mér nýlega þeirra mál og hitti m.a. formann sambands sveitarfélaga þar – hann fullyrti að þegar allt væri um garð gengið hefði þetta bara verið hið besta mál.
Fjórði valkosturinn gæti verið sá að bú til þriðja stjórnsýslustigið – líkt og Finnar eru að gera um þessar mundir.
Þar hafa menn ákveðið að hverfa frá þeirri stefnum að sameina sveitarfélögin með frjálsum kosningum en færa þess í stað meginþorra verkefna þeirra til hinna nýju landshlutabundnu stjórnsýslueininga.
Sveitarfélögin missa um 60% tekjum sínum – en fá að vera í friði með þau verkefni sem skilin eru eftir.
Ég held þó að fæstir hér inni séu spenntir fyrir þessum valkosti.
Fimmti valkosturinn væri sá að fara blandaða leið, og þá væri ég að horfa á annan og þriðja valkost.
Byrja á átaki þar sem sveitarfélög hafa tiltekin tíma, segjum fjögur til átta ár til að ná tilteknum markmiðum í frjálsum sameiningum.
Samhliða yrði veittur rausnarlegur stuðningur úr Jöfnunarsjóði við sameiningar og til  endurskipulagningu á stjórnsýslu og skuldalækkunar. Ég gæti séð það fyrir mér að allt að 15 milljarðar færu í slíkan stuðning á tímabilinu – að Jöfnunarsjóður legði verkefninu til milljarð á ári í 15 ár.
Ef til vill næðist einnig samstaða um einhverja með fjármögnun ríkisins.
Eftir að þessu fjögurra til átta ára tímabili lyki tæki hins vegar gildi nýtt ákvæði sveitarstjórnarlaga um lágmarksíbúafjölda. Þau sveitarfélög sem ekki hefðu nýtt tímann til að ná settu markmiði þyrftu þar með að sameinast nágrannasveitarfélagi til að uppfylla skilyrði laganna um íbúafjölda.
Ekki kæmi til íbúakosninga um sameiningar frá þeim tíma – heldur yrði um skyldubundna sameiningu að ræða – líkt og verkefnisstjórnin lagði til.
Ég verð að segja að þetta er sú leið sem mér hugnast best – en ég hlakka til að heyra ykkar sjónarmið.
Tekjustofnar og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
Samhliða þessum breytingum þyrftum við einnig að huga að ýmsum útbótum á tekjustofnakerfinu.
Málefni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafa verið til umræðu í langan tíma án þess að heildaruppstokkun á kerfinu hafi farið fram. Menn hafa bent á að núverandi skipulag sjóðsins hamli sameiningum og dragi þannig úr hvata til umbóta. Bent er á að sjóðurinn ívilni litlum sveitarfélögum á kostnað stærri, og að sveitarfélög sem nýta ekki útsvarsheimildir að fullu fái það bætt úr Jöfnunarsjóði.
Ég hef kynnt mér tillögur um breytingar á þessu kerfi. Þær ganga út á að byrja með einfalda aðlögun á gildandi regluverki og í framhaldinu, t.d. þegar liggur nánar fyrir um sameiningarmál sé hægt að taka stærra skref.
Þessi leið hugnast mér ágætlega en vil gjarnan hlusta á ykkar sjónarmið.
Þessi vinna heldur því áfram, en ég vil undirstrika að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga gegnir mikilvægu hlutverki við það að jafna aðstöðu sveitarfélaga og tryggja að þau geti sinnt sínum lögbundnu verkefnum óháð stærð og staðsetningu.
Byggðaleg þýðing sjóðsins er einnig mikil og ég sem ráðherra byggðamála hlýt að minna okkur á að allar breytingar sem verðar gerðar þurfa að hafa slík sjónarmið að leiðarljósi.
Hvað aðra tekjustofna varðar þá er það vilji ríkisstjórnarinnar að færa gistináttagjaldið til sveitarfélaganna á kjörtímabilinu. Gjaldið skilar nú um 1,4 milljarði í ríkissjóð og það væri þá sú fjárhæð sem við erum að tala um að óbreyttum lögum.
Það er síðan sérstök umræða hvernig fjármagninu verður skipt á milli sveitarfélaga. Þar eru ýmsar leiðir færar, t.d. að horfa til þess hvar tekjurnar verða til. Það er þó ekki bara þar sem sveitarfélög verða fyrir útgjöldum vegna mikils fjölda ferðamanna, ferðamenn fara víða um og uppbygging innviða og þjónustu er í gangi um allt land. Því dugar sú leið ekki ein og sér – við þurfum að mínu mati að horfa á blandaða leið þar.
Að endingu nefna það réttlætismál að jafna þarf betur tekjur sem sveitarfélög hafa af mannvirkjum sem nýtt eru til orkuframleiðslu og dreifingar. Á þessu sviði eru margvísleg mannvirki ekki metin fasteignamati eða undanþegin álagningum meðan lagðir eru fasteignaskattar á önnur. Þau sveitarfélög sem eru svo lánsöm að stöðvarhúsið lendir á þeirra svæði fá góðar tekjur en hin ekkert.
Þetta þekkið þið vel og ég held að við getum öll verið sammála um að það er réttlætismál að gera breytingar á lögum um skráningu og mat fasteigna hvað þetta varðar. Þjóðskrá Íslands hefur unnið fyrir ráðuneytið nokkrar sviðsmyndir sem sýna hvernig hægt væri að ná slíkum markmiðum. Það væri síðan samningsatriði hve tekjuauki sveitarfélaga gæti orðið við slíka breytingu.
Ég hef ákveðið að skipa starfshóp með fulltrúum ykkar og fleiri aðilum til að vinna áfram með þær hugmyndir sem liggja á borðinu og móta tillögur í þessa veru.
Stefnumótun í sveitarstjórnarmálum – Lokaorð
Ágætu landsþingsfulltrúar.
Verkefnishópurinn um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga lagði til að stjórnvöld marki skýra langtímastefnu fyrir sveitarfélög til allt að 20 ára þar sem allt er undir, byggðamál, samgöngumál og fjármál sveitarfélaga. Kallað var eftir nýrri nálgun; horft verði til sveitarfélaga út frá þeirri þjónustu sem þau eru að veita og sem þeim er ætlað að veita, hún kortlögð og útfærð meðal annars með tilliti til landfræðilegra og lýðfræðilegra þátta.
Ég er hjartanlega sammála þessari áherslu og hef þegar tekið fyrsta skrefið. Með nýjum lögum sem Alþingi samþykkti í júní síðastliðinn verða áætlunum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála samræmdar.
Við í samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu leyfum okkur að halda því fram að með þessum breytingum sé verið að marka nýja hugsun í opinberri stefnumótun.
Við setjum fram skýra framtíðarsýn fyrir okkar málaflokka.
Sveitarstjórnarstigið er þar ekki undanskilið því nú er lögbundið að taka saman í eina áætlun stefnumörkun ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Ráðherra málaflokksins skal leggur að minnsta kosti á þriggja ára festi fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga til fimmtán ára í senn. Í áætluninni skal jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára á þessu sviði.
Það er því kærkomið, við upphaf þessar vinnu, að fá tækifæri til að hitta ykkur hér á Akureyri, heyra sjónarmið og áherslur ykkar um það sem gæti orðið efni og inntak stefnumörkunar til framtíðar fyrir sveitarstjórnarstigið.
Ég veit að sjónarmiðin verða ólík og áherslurnar mismunandi. En verkefnið er skýrt – við ætlum saman að móta eina stefnu fyrir íslensk sveitarfélög, fyrir framtíðin.
Ég er sammála mati verkefnisstjórnar um stöðu og framtíð íslenskra sveitarfélaga, að jarðvegur sé til breytinga á sveitarstjórnarstiginu sem nauðsynlegt er að gefa gaum og nýta.
„Framtíðin er hér“ er yfirskrift þessa landsþings – Ég segi: Framtíðin er núna.
Kæru landsþingsfulltrúar. Ég hlakka til samtalsins við ykkur og samstarfsins – mínar dyr í ráðuneytinu standa alltaf opnar fyrir ykkur.
Ég vil að endingu þakka Halldóri Halldórssyni kærlega fyrir hans góðu störfu í þágu Sambands íslenskra sveitarfélaga og óska honum góðs gengis á nýjum vettvangi.
Gangi ykkur vel í störfum ykkar.

Categories
Fréttir

Ræða Sigurðar Inga Jóhannssonar í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á 149. löggjafarþingi

Deila grein

12/09/2018

Ræða Sigurðar Inga Jóhannssonar í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra á 149. löggjafarþingi

Virðulegi forseti, góðir landsmenn.
Samfélagið er á fleygiferð. Þannig viljum við líka hafa það. Án breytinga verður stöðnun og engin framþróun. Tækni- og upplýsingabyltingin á eftir að breyta því hvernig við lifum, högum störfum okkar og menntun. Störfin munu breytast og færast til, óháð landamærum. Miklu skiptir að samfélagið sé undir það búið að taka á móti tækifærum framtíðarinnar, en þar vega þættir eins og menntun og nýsköpun þungt svo stöðugt megi auka verðmætasköpun og bæta lífskjör.
Markmiðið er skýrt hjá ríkisstjórninni. Að koma Íslandi í fremstu röð og efla samkeppnishæfni á sem flestum sviðum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á fjölbreytt atvinnulíf til að styrkja gjaldeyrisöflun, draga úr sveiflum og tryggja fyrirsjáanleika í afkomu heimila og fyrirtækja. Framsækin ferðaþjónusta, traustur sjávarútvegur og íslenskt hugvit eru þar mikilvægir drifkraftar tækifæra í komandi framtíð.
Fordæmalaus vöxtur hefur verið í flugsamgöngum en framlag þessara atvinnugreinar til vergrar landsframleiðslu skipta orðið miklu sem lifibrauð og eru margfeldisáhrifin umtalsverð. Nú er farin af stað vinna við að móta fyrstu flugstefnu á Íslandi sem mun taka á öllum þáttum er varða flugstarfsemi hér á landi.
Kæru landsmenn.
Þrátt fyrir góðæri og mikinn uppgang þá eru ákveðnir hópar í samfélaginu sem ekki njóta ávaxta þess til fulls. Við eigum ekki að sætta okkur við það. Hér á landi eiga að vera jöfn tækifæri fyrir alla þannig að allir njóti aukins kaupmáttar og verðmætasköpunar.
Í nýútkominni skýrslu varar Gylfi Zoëga við því að mikið launaskrið geti gert ferðaþjónustuna ósamkeppnishæfa þegar til lengri tíma er litið sem leiði til verri lífskjara. Orðrétt segir: „Verði það að veruleika mætti segja að Íslendingar hefðu farið eins illa að ráði sínu og þegar þeir ofnýttu fiskistofnana á liðnum áratugum. Í hagsögunni yrði ferðaþjónustan þá einungis enn eitt „síldarævintýrið“.
Jöfn tækifæri fyrir alla krefst samvinnu og heiðarlegs samtals þar sem sameiginlegar lausnir eru fundnar svo verðmætasköpunin skiptist jafnar sem stuðlar jafnframt að pólitískum stöðugleika sem kjósendur báðu um fyrir ári síðan.
Stefna í húsnæðismálum, kjararáð, launaþróun, atvinnuleysistryggingar, stefna í menntamálum, samspil launa, bóta, skatta og ráðstöfunartekna eru áherslur sem hafa verið á dagskrá ríkisstjórnarinnar, aðila vinnumarkaðsins og forsvarsmanna Sambands sveitarfélaga. sl. níu mánuði eða frá því að ríkisstjórnin var mynduð. Viðræðurnar hafa m.a. skilað því að Kjararáð var lagt niður, atvinnuleysisbætur og ábyrgðarsjóður launa hafa hækkað. Slíkir fundir eru mikilvægt veganesti til að hlusta eftir áherslum verkalýðshreyfingarinnar og í því samtali að huga sérstaklega að lægri tekjuhópum. Að því vinnur ríkisstjórnin.
Til marks um það er boðuð veruleg hækkun á barnabótum og hækkun á persónuafslætti í fjárlagafrumvarpi sem kemur lægri tekjuhópum vel.
Húsnæðismál eru eitt af stóru málunum. Fasteignaverð er hátt, allt of hátt fyrir suma, sem skýrist einna helst af of litlu framboði húsnæðis fyrir tekjuminni hópa. Afleiðingar þess smitast út til allra heimila í landinu í formi hærri húsnæðiskostnaðar vegna vísitölutengingar. Félagsmálaráðherra hefur talað skýrt um að bregðast verði við húsnæðisvandanum í samráði við sveitarfélög.
Þá er það áhyggjuefni að vaxtamunur í íslenskum bönkum sé fyrir utan eðlilegra marka, samanborið við Norðurlöndin.
Virðulegi forseti
Verkefnin eru mörg sem setið hafa á hakanum síðustu ár. Ríkisstjórnin er að styrkja mennta-, samgöngu-, velferðar- og heilbrigðismál. Samkeppnishæfni þjóðar byggir á því að þessir grunnþættir séu skilvirkir og standist alþjóðlegan samanburð.
Í fyrstu fjárlögum þessara ríkisstjórnar var verulega bætt í og í fjárlagafrumvarpi sem kynnt var í gær má sjá að enn er sótt fram.
Góðar samgöngur eru forsenda blómlegs mannlífs í landinu en rík áhersla er á að auka viðhald á vegakerfinu enda hefur þörfin aldrei verið meiri en nú. Ljóst er að mikið verk er óunnið við að byggja upp samgöngukerfið og færa til ásættanlegs horf. Fjármagn hefur verið stóraukið en í ár fara 12 milljarðar til viðhalds og lagfæringa samanborið við 5,5 milljarða 2016. Fyrr í sumar var fjórum milljörðum bætt við gildandi áætlun þessa árs til að verja vegakerfið fyrir frekari skemmdum í kjölfar stóraukins umferðarþunga. Þá er í fjármálaáætlun gert ráð fyrir sérstöku 5,5 milljarða árlegu framlagi sem bætist við til næstu þriggja ára. Í heildina er gert ráð fyrir að 160 milljörðum verði varið í viðhald og framkvæmdir í vegakerfinu á næstu 5 árum.
Samgönguáætlun sem verður lögð fram í næstu viku mun taka mið af fjármálaáætlun og verkefnunum forgangsraðað út frá umferðaröryggi og þróun undanfarinna ára.
Þá er verið að skoða útfærslur á því hvernig hægt er að stórauka þá upphæð sem rynni til nýrra framkvæmda vegakerfisins með sérstöku notendagjaldi af einstökum mannvirkjum svo þau verði að veruleika.
Góðir landsmenn
Aðgerðaráætlun loftslagsmála hefur verið kynnt til næstu 12 ára. Þar verða allir að láta til sín taka og leggja sitt af mörkum. Meðal aðgerða eru orkuskipti en á næstum árum mun rafbílum fjölga stórkostlega sem flýtir fyrir orkuskiptum og uppfyllir um leið metnaðarfull loftlagsmarkmið. Ánægjulegt er að loftlagsmarkmið og efnahagslegir hvatar fara saman. Ódýrara er að reka rafmagnsbíla, jafnframt er það jákvætt að skipta út aðfluttri orku fyrir hreina innlenda orku. Til þess þarf að tryggja aðgengi að orku fyrir rafknúin ökutæki um land allt.
Fyrir mér er brýnt að íbúar víðs vegar um landið hafi jöfn tækifæri en sumir hverjir hafa mátt þola mikla óvissu í sínum rekstri. Þannig eru mál sauðfjárbænda enn óleyst. Í þeirri vinnu sem nú stendur yfir verður að tryggja að horft sé til sveiflujöfnunarverkfæra til að jafna eftirspurn og framboð. Ávinningurinn er samfélagslegur og liggur í beinum og óbeinum störfum víðs vegar um landið.
Þá hefur þróun á eignarhaldi jarða breyst hratt allra síðustu ár sem hefur eðlilega valdið miklum áhyggjum. Í því sambandi er ekki óeðlilegt að horfa til Norðurlandana m.t.t að setja skilyrði fyrir kaupum á bújörðum.
Framþróun á næstu áratugum veltur á því hversu vel okkur tekst til við að auka á fjölbreytni í atvinnulífi. Samfélag okkar er framsækið, starfar á grunni samvinnu og stendur vörð um rétt fólks til þess að lifa í sátt og samlyndi við umhverfi sitt. Það er mikilvægt fyrir okkur sem hér störfum að leggja okkur fram við að sjá og skynja heildarmyndina til að taka ákvörðun út frá hagsmunum þjóðarinnar, til skemmri og lengri tíma. Til að finna skynsamlegustu leiðina hefur reynslan kennt mér að það er mikilvægast að hlusta.
Góðar stundir.