Categories
Fréttir

SEF hefur vetrarstarfið

Deila grein

05/09/2018

SEF hefur vetrarstarfið

Samband eldri Framsóknarmanna (SEF) er að hefja vetrarstarf sitt á næstu dögum. Mikilvægt verður að virkja eldri félagsmenn í spennandi starf sem framundan er í góðu samstarfi við kjörna fulltrúa flokksins um land allt. Víðsvegar er úrbóta þörf og mikilvægt að ná utan um verkefni er þarfnast úrlausna sem fyrst.
Mikilvægi þess að losna við skerðingar á tekjum eldri borgara hefur verið ofarlega á baugi í umræðunni og aldursfordómar sem fólk mætir ekki síst á vinnumarkaði. Skoða þarf alvarlega að aldursviðmið fyrir töku á ellilífeyri verði ekki hækkað frá því sem nú er enda ljóst að fólk eftir fimmtugt á iðulega í erfiðleikum með að fá vinnu. Fólk á þessum aldri sem hefur menntun, reynslu, getu og vilja til að vinna fær það ekki vegna aldursfordóma. Eins hefur verið rætt um að með sama hætti og jafnað er kynjahlutföll þá gæti reynst mikilvægt að jafna aldursbil hjá ríkinu.
SEF hélt aðalfund sinn snemmsumars og var Drífa Sigfúsdóttir kjörin formaður sambandsins. Aðrir í stjórn eru:
Ólafur Hjálmarsson, Hafnarfirði
Kristinn Snævar Jónsson, Reykjavík
Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, Garðabæ
Sigurlaug Þóra Gunnarsdóttir, Akureyri
Varastjórn:
Vilhjálmur Sörli Pétursson, Árborg
Þórey Anna Matthíasdóttir, Hafnarfirði
Jóngeir H. Hlinason, Vogum
Loks eru fulltrúar úr öllum kjördæmum í trúnaðarráði SEF.

Categories
Fréttir

Ingi Tryggvason látinn

Deila grein

28/08/2018

Ingi Tryggvason látinn

Ingi Tryggvason, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins er látinn. Ingi lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík 22. ágúst, 97 ára að aldri.
Ingi var alþingismaður Norðurlands eystra 1974–1978, en hafði verið varaþingmaður Norðurlands eystra mars 1972, janúar–febrúar og nóvember 1973 og maí 1974.
Ingi var fæddur á Litlu-Laugum í Reykjadal 14. febrúar 1921. Foreldrar hans voru Tryggvi Sigtryggsson bóndi á Laugabóli í Reykjadal og Unnur Sigurjónsdóttir. Eiginkona Inga var Anna Septíma Þorsteinsdóttir kennari og húsmóðir. Synir Inga og Önnu eru: Haukur Þór, Tryggvi, Þorsteinn Helgi, Steingrímur og Unnsteinn. Sambýliskona Inga síðustu árin var Unnur Kolbeinsdóttir.
Ingi tók kennarapróf KÍ 1942 og sótti kennaranámskeið í Askov á Jótlandi 1946. Hann nam í kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn 1946–1947 og í The Polytechnic School of Modern Languages í Lundúnum 1947–1948.
Kennari í Lundarreykjadal 1942–1943, við barnaskólann á Eskifirði 1943–1944, skólastjóri barnaskólans í Grenivík 1944–1945, kennari við Héraðsskólann á Laugum 1945–1946 og 1949–1970 og við Gagnfræðaskólann á Siglufirði 1948–1949. Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykdæla 1952–1974. Bóndi á Kárhóli í Reykjadal 1955–1986. Ferðaþjónustubóndi á Narfastöðum í Reykjadal frá 1988.
Ingi var í stjórn Sparisjóðs Reykdæla 1952–1982. Í hreppsnefnd Reykdælahrepps 1966–1974. Í stjórn Sambands íslenskra sparisjóða 1967–1981. Í stjórn Stéttarsambands bænda 1969–1987, formaður stjórnarinnar frá 1981. Skipaður 1971 í endurskoðunarnefnd laga um framleiðsluráð landbúnaðarins o. fl. Í Sexmannanefnd — verðlagsnefnd landbúnaðarins 1972–1987. Í skólanefnd Héraðsskólans á Laugum 1974–1982, formaður 1974–1978. Í tryggingaráði 1974–1978. Í stjórn Landverndar 1975–1981. Í Framleiðsluráði landbúnaðarins 1976–1987, formaður þess frá 1980. Forstöðumaður ullar- og skinnaverkefnis Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins 1978–1980. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1978. Stjórnarformaður Grænmetisverslunar landbúnaðarins 1980–1987. Í stjórn Norrænu bændasamtakanna 1981–1987. Í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins 1982–1990 og í stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins 1982–1988.
Við Framsóknarmenn minnumst alþingismanns með djúpri virðingu og þakklæti og vottum aðstandendum innilega samúð.

Categories
Fréttir

Sumarlokun flokksskrifstofu

Deila grein

14/07/2018

Sumarlokun flokksskrifstofu

Skrifstofa Framsóknar verður lokuð vegna sumarleyfa starfsmanna frá og með 16. júlí til og með 8. ágúst.
Opnum aftur fimmtudaginn 9. ágúst.
Hægt er að senda erindi og fyrirspurnir á netfangið, framsokn@framsokn.is.
Framsóknarflokkurinn

Categories
Fréttir

Þinglok

Deila grein

13/06/2018

Þinglok

Eitt að okkar kosningaloforðum fyrir Alþingiskosningarnar sl. haust var að húsnæðisliðurinn yrði tekinn út úr vísitölunni. Jafnframt að samstarf yrði aukið á milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um hvernig hægt er að stuðla að lækkun vaxta til að mynda við kjarasamningsgerð.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnnar segir að fasteignaverð er liður í neysluvísitölu hér á landi og mikil hækkun þess á undanförnum árum hefur af þeim sökum leitt til þess að höfuðstóll verðtryggðra lána hefur hækkað meira en ella. Ríkisstjórnin mun hefja skoðun á því hvernig megi fjarlægja fasteignaverð úr mælingu neysluvístölunnar.
Þingmenn Framsóknarflokksins lögðu fram þingsályktunartillögu í lok janúar um upptöku samræmdar vísitölu neysluverðs. Einkar ánægjulegt var að sjá að allur þingheimur samþykkti tillöguna okkar. Flutningsmenn voru Willum Þór Þórsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir.
Þá kom í síðustu viku út skýrsla peningastefnunefndar þar sem lagt er til að fjarlægja húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs því hann hafi alvarleg áhrif á húsnæðismarkaðinn. Gott er að finna faglegan rökstuðning sérfræðinga með þeirri tillögu.
Verðbólga hér á landi hefur verið há. Verðbólgumæling, þar sem stuðst er við vísitölu neysluverðs, sýnir jafnan hærri verðbólgu en ef stuðst er við samræmda vísitölu neysluverðs.
Framsóknarflokkurinn hefur barist fyrir þessu máli í mörg ár og því er ánægjulegt að sjá að  hagfræðingar og verkalýðshreyfingin séu komin á vagninn með okkur. Við höfðum undirbúið þetta mál, talað um fyrir því, unnið að því og þess vegna fengum við þingsályktunartillöguna afgreidda í 8.maí sl. Enginn greiddi atkvæði á móti.
Við erum að vinna samkvæmt stefnu Framsóknar, við erum að vinna samkvæmt stjórnarsáttmálanum og við erum að vinna samkvæmt þeirri þingályktun sem við lögðum fram með Willum Þór Þórsson í broddi fylkingar og þingheimur samþykkti.
Af öðrum málum sem bar hæst á Alþingi má nefna að ein metnaðarfyllsta Byggðaáætlun fyrir næstu árin var samþykkt, sem felur í sér raunhæfar aðgerðir til styrkingar byggða. Byggðaáætlunin hafði verið í undirbúningi sl. tvö ár þar sem stefna og kosningaloforð Framsóknarflokksins komu skýrt fram.
Í stjórnarsáttmálanum má sjá fjöldamörg mál sem endurspegla markmið, stefnu og gildi Framsóknarflokksins. Á næsta þingvetri munum við sjá mikilvæg mál koma fram sem unnið er af fullum krafti. Uppbyggingin grunnstoða samfélagsins er hafin eins og við lofuðum fyrir kosningar.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Categories
Fréttir

Ungir framsóknarmenn halda upp á 80 ára afmæli

Deila grein

12/06/2018

Ungir framsóknarmenn halda upp á 80 ára afmæli

Samband ungra Framsóknarmanna (SUF) fagnar 80 ára starfsafmæli þann 13. júní n.k. en í tilefni afmælisins var blásið til  hátíðar í Menntaskólanum að Laugarvatni um nýliðna helgi. Fjölmenni sótti viðburðinn enda ekki á hverjum degi sem að ungliðahreyfing nær jafn háum starfsaldri. Meðal gesta voru þingmenn, ráðherrar, fyrrum formenn SUF og fulltrúar Nordiska Centerungdomens Förbund, regnhlífahreyfingar ungra miðjumanna á Norðurlöndum.
SUF var stofnað þann 13. júní 1938 í Héraðskólanum á Laugarvatni, þar var kjörin fyrsta stjórn sambandsins skipuð fulltrúum úr öllum kjördæmum landsins. Í gegnum árin hefur sambandið komið víða við og margir fyrrum formenn þess síðar orðið þingmenn, ráðherrar eða gegnt öðrum ábyrgðarstöðum í samfélaginu.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokkinn var meðal þeirra sem ávarpaði samkomuna á Laugarvatni og þá tók einnig til máls Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra. Bæði þökkuðu SUF ómældan stuðning í síðustu kosningabaráttum og vinnusemina sem býr í unga fólki flokksins. Emma Tcheng, ritari NCF bar þá góðar kveðjur frá norrænum systursamtökum og Helena Ólafsdóttir, þjálfari kvennaliðs ÍA talaði um liðsheildina og mikilvægi þess að setja sér markmið til að ná árangri.
„Það skiptir verulegu máli að hlúa að ungliðastarfi innan stjórnmálaflokka. Þetta er frábær vettvangur til þess að taka þátt félagsstörfum og auka lýðræðisvitund sína. Helgin var vel heppnuð í alla staði, góð mæting og ég er bjartsýn fyrir komandi árum í starfi sambandsins“, sagði Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður SUF.
Auk hátíðardagskrár í Menntaskólanum að Laugarvatni var svokölluð Steingrímsþúfa heimsótt þar sem að SUF tók flag í fóstur fyrir 30 árum síðan en þar stendur nú blómlegur lundur. Gróðursett var tré til merkis um áframhaldandi vöxt í starfi sambandsins og ávarpaði Gissur Pétursson, fyrrum formaður SUF, viðstadda og reifaði sögu þúfunnar.
 

 
Mynd 1: Sandra Rán Ásgrímsdóttir, formaður SUF
Mynd 2: Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitastjórnarráðherra
Mynd 3: Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra
Mynd 4: Helena Ólafsdóttir, þjálfari kvennaliðs ÍA og markþjálfi
Mynd 5: Fyrrum formenn SUF, frá vinstri: Sandra Rán Ásgrímsdóttir, Páll Marís Pálsson, Hafþór Eide Hafþórsson, Einar Kristján Jónsson, Gissur Pétursson, Guðjón Ólafur Jónsson og Siv Friðleifsdóttir

Categories
Fréttir

Eldhúsdagur – almennar stjórnmálaumræður á Alþingi

Deila grein

06/06/2018

Eldhúsdagur – almennar stjórnmálaumræður á Alþingi

Umræðurnar skiptust í þrjár umferðir og hafði hver þingflokkur átta mínútur í fyrstu umferð, fimm mínútur í annarri og fimm mínútur síðustu umferð.
Ræðumenn Framsóknarflokksins voru Willum Þór Þórsson, 9. þm. Suðvesturkjördæmis í fyrstu umferð, Þórunn Egilsdóttir, 4. þm. Norðausturkjördæmis, í annarri og í þriðju Ásgerður K. Gylfadóttir, 7. þm. Suðurkjördæmis.
Willum Þór Þórsson, 9. þm. Suðvesturkjördæmis

Þórunn Egilsdóttir, 4. þm. Norðausturkjördæmis

Ásgerður K. Gylfadóttir, 7. þm. Suðurkjördæmis

Categories
Fréttir

Um Vatnajökulsþjóðgarð

Deila grein

31/05/2018

Um Vatnajökulsþjóðgarð

Virðulegur forseti. Ég vil gera hér að umtalsefni málefni Vatnajökulsþjóðgarðs. Hann er einn af mikilvægustu seglum ferðaþjónustunnar á Íslandi og sækir stór hluti þeirra ferðamanna sem koma til landsins þjóðgarðinn heim. Stjórnunar- og verndaráætlun garðsins hafa verið í endurskoðun og atvinnustefna í mótun frá árinu 2013. Ný drög stjórnunar- og verndaráætlunar ná hins vegar ekki til Breiðamerkursands sem tekinn var inn í þjóðgarðinn með jörðinni Felli árið 2017. Því er engin áætlun í gangi á því svæði og enn síður atvinnustefna, sem þó er ekki vanþörf á.

Ég vil því benda á að atvinnustarfsemi og verndun svæðisins sem flestir gestir heimsækja er í ólestri og er nauðsynlegt að ríkið bregðist við með afgerandi hætti með því að vinna að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Breiðamerkursand og móta atvinnustefnu hið fyrsta með meginmarkmið Vatnajökulsþjóðgarðs að leiðarljósi.
Þriðja meginmarkmiðið hljóðar svona, með leyfi forseta:
„Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs leitast við, með stefnu sinni, ákvörðunum og í framkvæmd, að ýta undir að gæði og sérstaða þjóðgarðsins séu nýtt til frekari eflingar atvinnu og búsetu á svæðinu, til nýsköpunar í atvinnulífi, til listsköpunar og miðlunar á menningu svæðisins.“
En það er mikilvægt að undirstrika að væntingar til garðsins hafa verið og eru enn þá miklar. Fjölmargar fjölskyldur hafa á undanförnum árum lagt út í miklar fjárfestingar við að byggja upp fyrirtæki í afþreyingu fyrir ferðamenn, auk þeirra sem byggt hafa upp gisti- og veitingaþjónustu. Þessi litlu og viðkvæmu fyrirtæki gera út á jöklagöngur við Breiðamerkursand yfir veturinn þar sem stórbrotnir íshellar myndast. Nú skiptir máli að standa við þau orð að atvinnulíf geti þrifist á grunni náttúruverndar og efla þannig byggð á nærsvæðinu. Ef það mistekst í Vatnajökulsþjóðgarði má spá því að erfiðara verði fyrir ríkisvaldið að eiga í samstarfi við sveitarfélög um verndun annarra svæða.
Ásgerður Gylfadóttir, í störfum þingsins 29. maí 2018.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Reykjavík

Deila grein

09/05/2018

Framboðslisti Framsóknar í Reykjavík

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur verið lagður fram. Fyrsta sætið skipar Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri. Annað sætið skipar Snædís Karlsdóttir, lögfræðingar, og það þriðja Ásthildur Lóa Þórisdóttir, kennari.
„Framsóknarflokkurinn í Reykjavík ætlar að forgangsraða í þágu menntunar og gera kennarastarfið eftirsótt á ný. Hann vill raunhæfar lausnir í samgöngumálum sem borgarbúar finna strax fyrir. Að bifreiðum verður greidd leið um núverandi gatnakerfi með því að gera aðra valkosti fýsilega fyrir þá sem geta nýtt sér fjölbreyttan ferðamáta“, segir Ingvar Mar Jónsson, oddviti framboðs Framsóknar í Reykjavík.
Framboðslisti Framsóknar í Reykjavík:

  1. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri
  2. Snædís Karlsdóttir, lögfræðingur
  3. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, kennari
  4. Hjördís Guðný Guðmundsdóttir, grunnskólakennari
  5. Sandra Óskarsdóttir, kennaranemi
  6. Bergþór Smári Pálmason Sighvats, nemi
  7. Jón Ingi Gíslason, grunnskólakennari
  8. Guðmundur Hlynur Gylfason, framkvæmdastjóri
  9. Sverrir Steinn Stefánsson, verkfræðinemi
  10. Birna Kristín Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  11. Alex Björn Bulow Stefánsson, háskólanemi
  12. Finnlaugur Pétur Helgason, bílstjóri
  13. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri
  14. Matthildur Birgisdóttir, grunnskólakennari
  15. Höskuldur Örn Arnarson, sjávarútvegsfræðingur
  16. Guðmundur Kristinn Kristinsson, bílstjóri
  17. Guðrún Þóra Bjarnadóttir, grunnskólakennari
  18. Björn Ívar Björnsson, háskólanemi
  19. Guðrún Loly Jónsdóttir, leiðbeinandi í leikskóla
  20. Helga Rún Viktorsdóttir, heimspekingur
  21. Agnes Veronika Hauksdóttir, leikskólakennari
  22. Baldur Bjarnason, flugstjóri
  23. Þórður Viggó Guðjohnsen, viðskiptafræðingur
  24. Ásgeir Harðarson, sölumaður
  25. Aðalheiður Lilja Hlynsdóttir, grunnskólakennari
  26. Heiðrún Hafný Hafsteinsdóttir, sérfræðingur
  27. Hildur Júlíusdóttir, lífeindafræðingur
  28. Þór Símon Ragnarsson, fyrrverandi útibússtjóri
  29. Indiana Óskarsdóttir, stuðningsfulltrúi
  30. Sara Heiðrún Fawcett, kennaranemi
  31. Jóhanna Olga Hreiðarsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri
  32. Tanja Rún Kristmannsdóttir, hjúkrunarnemi
  33. Bragi Ingólfsson, eftirlaunaþegi
  34. Sigríður Nanna Jónsdóttir, flugfreyja
  35. Nína B. Ottósdóttir, flugfreyja
  36. Pétur Þormar, næturvörður
  37. Stefán Þór Björnsson, viðskiptafræðingur
  38. Fannar Sigurðsson, borari
  39. Jón Finnbogason, vörustjóri
  40. Gerður Hauksdóttir, þjónustufulltrúi
  41. Kjartan Þór Ragnarsson, framhaldsskólakennari
  42. Anna Rakel Aðalsteinsdóttir, grunnskólakennari
  43. Jón Karl Snorrason, fyrrverandi flugstjóri
  44. Griselia Gíslason, skólaliði
  45. Alfreð Þór Þorsteinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi
  46. Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og frjálslyndra á Seyðisfirði

Deila grein

09/05/2018

Framboðslisti Framsóknar og frjálslyndra á Seyðisfirði

Framboðslisti Framsóknarflokks og frjálslyndra á Seyðisfirði er kominn fram. Listann leiðir Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri, í öðru sæti er Eygló Björg Jóhannsdóttir, bókari og í því þriðja er Snorri Jónsson, vinnslustjóri.
Framboðslisti Framsóknar og frjálslyndra á Seyðisfirði:

  1. Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri
  2. Eygló Björg Jóhannsdóttir, bókari
  3. Snorri Jónsson, vinnslustjóri
  4. Gunnhildur Eldjárnsdóttir, eldri borgari
  5. Ingvar Jóhannsson, verkamaður
  6. Óla B. Magnúsdóttir, skrifstofumaður
  7. Unnar B. Sveinlaugsson, vélsmiður
  8. Snædís Róbertsdóttir, leikskólaleiðbeinandi og háskólanemi
  9. Birkir Friðriksson, vélvirki
  10. Ingibjörg Svanbergsdóttir, eldri borgari
  11. Hjalti Þór Bergsson, bifreiðarstjóri
  12. Þórdís Bergsdóttir, fyrrv. framkvæmdastjóri
  13. Þorvaldur Jóhannsson, fyrrv. bæjarstjóri
  14. Jóhann P. Hansson, fyrrv. yfirhafnarvörður
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og óháðra á Vopnafirði

Deila grein

09/05/2018

Framboðslisti Framsóknar og óháðra á Vopnafirði

Framboðslisti Framsóknar og óháðra á Vopnafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí hefur verið lagður fram. Sigríður Bragadóttir, fyrrv. bóndi, leiðir listann. Í öðru sæti er Bárður Jónasson, tæknistjóri og sveitarstjórnarmaður og í því þriðja er Axel Örn Sveinbjörnsson, vélstjóri.
Framboðslisti Framsóknar og óháðra á Vopnafirði:

  1. Sigríður Bragadóttir, fyrrv. bóndi
  2. Báður Jónasson, tæknistjóri og sveitarstjórnarmaður
  3. Axel Örn Sveinbjörnsson, vélstjóri
  4. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur
  5. Sigurjón H. Hauksson, vaktformaður
  6. Fanney Björk Friðriksdóttir, vaktformaður
  7. Hreiða Geirsson, afgreiðslumaður
  8. Linda Björk Stefánsdóttir, ræstitæknir
  9. Ólafur Ásbjörnsson, bóndi
  10. Heiðbjörg Marín Óskarsdóttir, afgreiðslukona
  11. Thorberg Einarsson, sjómaður
  12. Elíasa Joensen Creed, fiskverkunarkona
  13. Sigurþóra Hauksdóttir, bóndi
  14. Árni Hynur Magnússon, rafverktaki