Categories
Fréttir

Skóflustunga tekin að þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi

Deila grein

14/08/2016

Skóflustunga tekin að þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi

sigrunmagnusdottir-vefmyndSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri þjóðgarðsmiðstöð fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul í gær á Hellissandi. Þá setti ráðherra málþing um framtíð Þjóðgarðsins í kjölfarið.
Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 2001 og fimm árum síðar var efnt til opinnar samkeppni um þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi. Hönnun hefur því legið fyrir um nokkurt skeið og er byggingunni ætlað að uppfylla allar þarfir þjóðgarðsmiðstöðvar, bæði hvað varðar upplýsingagjöf, þjónustu og fræðslu til gesta, auk starfsaðstöðu fyrir rekstur þjóðgarðsins sjálfs.
""
Við athöfnina sagði ráðherra að með byggingu þjóðgarðsmiðstöðvar yrðu innviðir þjóðgarðsins Snæfellsjökuls styrktir, þetta yrði lyftistöng fyrir ferðaþjónustu á svæðinu og að með henni yrði þjóðgarðurinn betur í stakk búinn til að taka á móti ferðamönnum sem heimsækja svæðið allt árið um kring.
Yfirskrift málþingsins sem haldið var í Röst á Hellissandi í kjölfar skóflustungunnar var „Þjóðgarður á leið til framtíðar“ en auk ráðherra tóku þar til máls, Kristinn Jónasson, bæjastjóri Snæfellsbæjar, Sturla Böðvarsson, bæjastjóri Stykkishólms, Ragnhildur Sigurðardóttir, Svæðisgarðinum Snæfellsnesi, Kristín Huld Sigurðardóttir, Minjastofnun, Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður og Sæmundur Kristjánsson, sagnaþulur og svæðisleiðsögumaður.
Í ávarpi sínu beindi ráðherra sjónum að ""fjölbreyttri náttúru og menningarminjum á Snæfellsnesi, mikilvægi þessa að vernda og tryggja sjálfbæra nýtingu jafnframt því að draga fram að þjóðgarðssvæðið byði upp á fjölbreytta möguleika til útivistar og ferðaþjónustu. „Það er brýnt að huga tímanlega vel að skipulagi til að dreifa ferðamannastraumnum með spennandi ferðamannaleiðum og byggja upp nauðsynlega innviði til verndar náttúrunni,“ sagði Sigrún.
 
 

Heimild: www.umhverfisraduneyti.is

Categories
Fréttir

Frumvarp um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi til umsagnar

Deila grein

13/08/2016

Frumvarp um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi til umsagnar

Eygló HarðardóttirEygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, leggur hér með fram til umsagnar drög að frumvarpi til breytinga á lögum um fæðingar- og foreldraorlof sem áformað er að leggja fyrir komandi þing. Umsagnarfrestur rennur út 23. ágúst næstkomandi.
Efni frumvarpsins byggist á tillögum starfshóps sem ráðherra skipaði í lok árs 2014 til að móta framtíðarstefnu stjórnvalda í fæðingarorlofsmálum. Helstu markmið þeirra breytinga sem kveðið er á um í frumvarpinu eru að tryggja börnum samvistir við báða foreldra sína, jafnframt því að gera foreldrum betur kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Í þessu skyni er áhersla lögð á að raska sem minnst tekjum heimila þegar foreldrar leggja niður störf í fæðingaroflofi til að annast börn sín.
Helstu breytingar samkvæmt frumvarpsdrögunum eru eftirfarandi:

300.000 kr. óskertar viðmiðunartekjur

Samkvæmt gildandi lögum fær foreldri fæðingarorlofsgreiðslur sem nema 80% af meðaltali heildarlauna á tilteknu tímabili, en þó aldrei hærri upphæð en 370.000 kr. á mánuði. Samkvæmt áformuðum breytingum munu foreldrar fá fyrstu 300.000 kr. af viðmiðunartekjum óskertar og 80% af þeim viðmiðunartekjum sem eru umfram 300.000 kr. á mánuði.

Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækka um 62%

Miðað er við að hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi hækki úr 370.000 kr. á mánuði í 600.000 kr. á mánuði.

Fæðingarorlofið verður lengt í áföngum

Kveðið er á um að samanlagt fæðingarorlof foreldra á vinnumarkaði verði lengt úr níu mánuðum í tólf. Gert er ráð fyrir að lengingin taki gildi í áföngum á árunum 2019, 2020 og 2021. Þegar lenginin er að fullu komin til framkvæmda er miðað við að hvort foreldri um sig geti átt rétt til fimm mánaða fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks en að sameiginlegur réttur foreldra verði tveir mánuðir.
Umsagnarfrestur: Óskað er eftir að umsagnir og athugasemdir berist velferðarráðuneytinu á netfangið: postur@vel.is í síðasta lagi 23. ágúst 2016.
Umsagnaraðilum til hægðarauka fylgir hér auk frumvarpsins skjal þar sem áformaðar breytingar hafa verið færðar inn í gildandi lög.

Heimild: www.velferdarraduneyti.is

Categories
Fréttir

Sigrún opnar sýningu á Brjánslæk um Surtarbrandsgil

Deila grein

12/08/2016

Sigrún opnar sýningu á Brjánslæk um Surtarbrandsgil

sigrunmagnusdottir-vefmyndSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði í dag sýningu um náttúruvættið Surtarbrandsgil í gamla prestbústaðinum á Brjánslæk.
Surtarbrandsgil var friðlýst sem náttúruvætti árið 1975 en gilið er einn merkasti fundarstaður plöntusteingervinga á Íslandi. Þar hafa verið greindar um 65 tegundir plantna, aðallega lauftré. Surtarbrandsgil er þekkt víða utan landsteinanna og finna má steingervinga úr gilinu á náttúrugripasöfnum víða í Evrópu. Eins og nafnið gefur til kynna er talsvert af surtarbrandi í gilinu.
Tilgangurinn með sýningunni er að fræða almenning um jarðfræði Surtarbrandsgils og það loftslag og gróðurfar sem var fyrir um 11- 12  milljón árum en steingervingar úr gilinu geyma mikilvægar vísbendingar um það. Bæði steingervingar og surtarbrandur eru til sýnis á sýningunni auk þess sem mikilvægi þess að vernda fundarstaði steingervinga er undirstrikað.

""Sagði ráðherra vonast til að sýningin yrði til þess að styrkja byggð á svæðinu og myndi stuðla að heimsóknum gesta til að skoða þá sögu sem surtarbrandurinn varðveitir. „Það er trú mín að með aukinni fræðslu og leiðbeiningum takist okkur að vernda betur þær gersemar sem steingervingaflóran er – fyrir okkur og komandi kynslóðir og gefi vísindamönnum í dag og í framtíðinni tækifæri til rannsókna á jarðsögu landsins.“

 Mikið magn af steingervingum hafa verið fjarlægðir úr Surtarbrandsgili í gegnum árin og er svæðið á rauðum lista Umhverfisstofnunar. Nú hefur tekist að koma í veg fyrir það að mestu með því að auka landvörslu, setja upp hlið og skilti ásamt því að vera með skipulagðar fræðslugöngur í gilið með landverði fimm sinnum í viku yfir sumartímann.
Hönnuður sýningarinnar er Gunnlaugur Björn Jónsson arkitekt en Hákon Ásgeirsson sérfræðingur Umhverfisstofnunar sá um heimildaröflun og textagerð. Friðgeir Grímsson veitti leyfi fyrir notkun heimilda og mynda úr bók sinni „Late Cainozoic Floras of Iceland“.
Sýningin verður í gamla prestbústaðnum á Brjánslæk sem var byggt árið 1912 og ábúendur á staðnum hafa gert upp en þeir ætla að opna kaffihús í húsinu næsta sumar.

Heimild: www.umhverfisraduneyti.is

Categories
Fréttir

12 vilja í forystu fyrir Framsókn í Reykjavík

Deila grein

12/08/2016

12 vilja í forystu fyrir Framsókn í Reykjavík

Lilja Dögg Alfreðsdóttir03Tólf bjóða sig fram á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur en framboðsfrestur rann út á hádegi í dag.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sækist ein eftir efsta sætinu í Reykjavíkurkjördæmi suður en í Reykjavíkurkjördæmi norður sækjast þeir Karl Garðarsson alþingismaður, Þorsteinn Sæmundsson alþingismaður og Haukur Logi Karlsson lögfræðingur allir eftir efsta sætinu.
Þá sækist Lárus Sigurður Lárusson héraðsdómslögmaður eftir 2. sætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Aðrir sem sækjast eftir 2.-5. sæti eru: Alex Björn B. Stefánsson háskólanemi, Ásgerður Jóna Flosadóttir MBA og BA í stjórnmála- og fjölmiðlafræði, Björn Ívar Björnsson háskólanemi, Gissur Guðmundsson matreiðslumaður, Gunnar Kristinn Þórðarson stjórnsýslufræðingur, Ingvar Mar Jónsson flugstjóri og varaborgarfulltrúi og Sævar Þór Jónsson héraðsdómslögmaður.
Kosið verður um fimm efstu sætin á tvöföldu kjördæmisþingi laugardaginn 27. ágúst. Kjör­stjórn yf­ir­fer nú lög­mæti fram­boða, regl­ur um kynja­kvóta og annað fyr­ir þingið.
At­hygli er vak­in á að kosið er um hvert sæti fyr­ir sig og byrjað á efstu sæt­un­um. Eft­ir hverja um­ferð hafa frambjóðend­ur kost á að bjóða sig fram í sæti neðar á list­an­um nái þeir ekki kjöri í sætið sem þeir sækj­ast eft­ir.
 

Categories
Fréttir

Ofanflóðavarnargarður vígður á Bíldudal

Deila grein

12/08/2016

Ofanflóðavarnargarður vígður á Bíldudal

sigrunmagnusdottir-vefmyndSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, opnaði formlega snjóflóðamannvirki við Búðargil á Bíldudal í gær.  Þar með er lokið fyrsta áfanga ofanflóðavarna á Bíldudal.
Hættusvæði vegna ofanflóða nær til nokkuð stórs hluta byggðarinnar á Bíldudal.  Enn er ólokið framkvæmdum við varnir við Stekkjargil eða Gilsbakkagil og undir svokölluðum Milligiljum. Þar er unnið að endurskoðun á fyrirkomulagi fyrirhugaðra varna og stefnt að því að þeirri vinnu verði lokið í haustbyrjun. Í framhaldinu verða tillögur kynntar bæjaryfirvöldum og íbúum.
Í ræðu sinni fagnaði ráðherra því að með gerð varnargarðsins hafi öryggi bæjarbúa á Bíldudal gagnvart ofanflóðum verið aukið. Hún sagðist vona að íbúar myndu njóta útivistar á svæðinu en strax í undirbúningi verksins hafi verið lögð áhersla á útlit mannvirkisins, uppgræðslu og gerð göngustíga þannig að framkvæmdirnar féllu sem best að umhverfinu og stuðluðu um leið að bættri aðstöðu til útivistar. Þá sagði ráðherra sérstaklega ánægjulegt að vígja ofanflóðamannvirki á Bíldudal, þar sem hún hafi hafið sinn pólítíska feril í sveitarstjórn fyrir tæpri hálfri öld.

""

Vígsluathöfnin fór fram við varnargarðinn þar sem komið hefur verið fyrir upplýsingaskilti um mannvirkið.  Auk ráðherra ávarpaði Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð, vígslugesti.
Að lokinni vígslu varnargarðsins bauð Vesturbyggð til kaffisamsætis.

Heimild: www.umhverfisraduneyti.is

Categories
Fréttir

Mikilvægt er að rödd kvenna heyrist

Deila grein

11/08/2016

Mikilvægt er að rödd kvenna heyrist

logo-lfk-gluggiLandssamband framsóknarkvenna (LFK) vill hvetja konur til þess að gefa kost á sér á lista fyrir Framsókn í komandi kosningum. Mikilvægt er að rödd kvenna heyrist ásamt því að konur eru afar mikilvægar fyrirmyndir. Framsókn hefur verið leiðandi í kynjajafnrétti og við viljum halda því áfram þar sem sýnileiki kvenna eykur líkur á að gildi og viðhorf beggja kynja gefi farsælli sókn til framtíðar.
Einnig vill LFK vekja athygli á að í grein 15.8 í lögum flokksins segir: „Við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður innan flokksins sem og við val á framboðslista hans skal hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40% nema þegar gagnsæjar og augljósar ástæður eru því til fyrirstöðu. Jafnréttisnefnd og LFK skulu eftir þörfum vera til ráðgjafar um að ná markmiði þessu fram.“

Categories
Fréttir

Ertu með tillögu í Byggðaáætlun 2017-2023

Deila grein

27/07/2016

Ertu með tillögu í Byggðaáætlun 2017-2023

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherraMarkviss vinna við nýja byggðaáætlun sem mun gilda fyrir árin 2017-2023 hefur staðið yfir undanfarna mánuði og hefur mikil áhersla verið lögð á samráð og samtal við sveitarfélög og einstaklinga um allt land. Nú gefst öllum kostur á að koma með tillögur í byggðaáætlunina.

Tillögurnar sem berast verða lagðar fyrir verkefnisstjórn byggðaáætlunar og tekur hún afstöðu til þeirra.

Á heimasíðu Byggðastofnunar er jafnframt að finna upplýsingar um áætlunarvinnuna, fyrri byggðaáætlanir og sóknaráætlanir landshluta.

Í haust verður haldið Byggðaþing þar sem drög að nýrri byggðaáætlun verða rædd. Tillaga að nýrri byggðaáætlun á að liggja fyrir í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu 1. nóvember. Ráðherra byggðamála leggur þingsályktunartillögu um stefnumótandi byggðaáætlun 2017-2023 fyrir Alþingi.

Heimild: www.atvinnuvegaraduneyti.is

Categories
Fréttir

Ferskvatn og loftslagsbreytingar

Deila grein

14/07/2016

Ferskvatn og loftslagsbreytingar

sigrunmagnusdottir-vefmyndLoftslagsbreytingar og áhrif þeirra á vatnsbúskap voru í brennidepli á fundi evrópskra umhverfisráðherra í Bratislava í Slóvakíu 11.-12. júlí. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra sótti fundinn fyrir Íslands hönd. Ráðherra sagði að hröð rýrnun jökla væri áhyggjuefni, en hún gæti meðal annars haft áhrif á vatnsbúskap og nýtingu vatnsorku.
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði að Ísland ætti gnægð af ferskvatni og ekki væri fyrirsjáanlegur vandi hvað það varðar. Loftslagsbreytingar hefðu þó áhrif á vatnsbúskap á Íslandi, því vísindamenn spá að jöklar landsins gætu horfið að mestu leyti á einni eða tveimur öldum ef ekki tekst að koma böndum á losun gróðurhúsalofttegunda. Jöklar Íslands væru sýnileg birtingarmynd loftslagsbreytinga og unnið sé að verkefni til að fræða þá sem heimsækja þjóðgarða um samspil jökla og loftslags.
Ráðherra sagði að skoða þyrfti votlendi sérstaklega í samhengi við ferskvatn og loftslagsmál. Endurheimt votlendis gæti haft jákvæð áhrif með því að draga úr losun koldíoxíðs.
Ráðherra vakti athygli á rannsóknum og nýsköpun í loftslagsvænum lausnum á Íslandi. Nýjar niðurstöður úr tilraunaverkefni sýndu að niðurdæling koldíoxíðs og binding þess í steindum væri raunhæfur kostur í baráttu gegn loftslagsbreytingum. Tilraunaverkefni varðandi græna skipatækni væru líka að skila árangri. Ísland hefði áhuga á samstarfi við önnur ríki á þessum og fleiri sviðum.

Þurrkar, flóð og flóttamannavandi

Fram kom á fundinum að búist væri við miklum breytingum á úrkomu og vatnafari í Evrópu á þessari öld vegna loftslagsbreytinga. Tjón vegna bæði flóða og þurrka myndu aukast. Spár gera ráð fyrir aukinni úrkomu í norðanverðri Evrópu, en minni úrkomu í sunnanverðri álfunni. Sérstaklega er óttast að þurrkar á sumrum verði mikill vandi í suður-Evrópu þegar líður á öldina. Í lok 21. aldar gæti úrkoma þar verið svipuð og er í norður-Afríku nú. Þetta kallar á miklu betri nýtingu vatns, ekki síst í landbúnaði til að viðhalda fæðuframleiðslu.
Horfur varðandi ferskvatn væru slæmar í mörgum heimshlutum vegna aukinna þurrka og álags vegna fólksfjölgunar. Hætta væri á þurrkum og vatnsskorti í Miðausturlöndum og stórum hlutum Afríku, sem gæti stóraukið á flóttamannavanda.
Fundinn í Bratislava sóttu umhverfisráðherrar ríkja Evrópusambandsins og EFTA, auk Tyrklands og Albaníu.

Heimild: www.umhverfisraduneyti.is

Categories
Fréttir

Aukin atvinnutækifæri og fjölbreyttari störf fyrir fólk með fötlun

Deila grein

07/07/2016

Aukin atvinnutækifæri og fjölbreyttari störf fyrir fólk með fötlun

 
eyglooggissurEygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur veitt Vinnumálastofnun sjö milljóna króna framlag í verkefni sem hefur þann tilgang að fjölga starfstækifærum fyrir fólk með fötlun og auka fjölbreytni starfstilboða. Féð er veitt á grundvelli framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks.
Eygló Harðardóttir og Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, hafa undirritað samning um verkefnið en Vinnumálastofnun ber ábyrgð á framkvæmd þess. Byggt er á þeirri áherslu að nýta vinnuframlag sem flestra og vinna þannig gegn félagslegri einangrun og útilokun fatlaðs fólks frá vinnumarkaði og virkri samfélagsþátttöku. Sérstök áhersla verður lögð á atvinnutækifæri fyrir ungt fatlað fólk sem lokið hefur námi á starfsbrautum framhaldsskólanna eða diplómanámi frá Háskóla Íslands. Stefnt er að því að hlutaðeigandi fái starf og stuðning til að sinna því til lengri tíma.
Leitast verður við að þróa ráðgjöf og stuðning við atvinnuleitendur með fötlun sem eru í atvinnuleit, m.a. með valdeflingu og fræðslu og starfsþjálfum á vinnustöðum. Einnig verður efnt til fræðslu fyrir atvinnurekendur til að kynna tækifæri og áskoranir sem felast í því að ráða fatlað fólk til vinnu.
Markmið að til verði 30 ný störf fyrir fatlað fólk
Skipulag og undirbúningur verkefnisins hefst 1. september en verklok eru áætluð 1. september 2017. Stefnt er að því að í lok tímabilsins hafi orðið til 30 ný störf fyrir fötluð ungmenni sem lokið hafa námi á starfsbrautum eða diplómanámi frá Háskóla Íslands.
Samstarfsaðilar Vinnumálastofnunar í verkefninu verða Festa – miðstöð um samfélagslega ábyrgð, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og opinberar stofnanir og sveitarfélög sem tekið hafa virkan þátt í verkefninu Virkjum hæfileikana.

Heimild: www.velferdarraduneyti.is

Categories
Fréttir

Ferð þú í framboð?

Deila grein

06/07/2016

Ferð þú í framboð?

Kjördæmasamband Framsóknarfélaganna í Reykjavík (KFR) óskar eftir framboðum á lista flokksins í komandi alþingiskosningum. Röðun á lista flokksins í Reykjavík fer fram á tvöföldu kjördæmaþingi í Reykjavík laugardaginn 27. ágúst 2016.
Kosið er um fimm efstu sætin í hvoru kjördæmi í Reykjavík.
Frambjóðendur verða að hafa verið skráðir í Framsóknarflokkinn a.m.k. frá 27. júlí 2016. Það á einnig við um fulltrúa á kjördæmaþinginu sem valdir eru á félagsfundi félaganna í Reykjavík.
Framboðum skal skila á netfangið frambod-reykjavik@framsokn.is eigi síðar en föstudaginn 12. ágúst 2016, kl. 12:00.
Framboð-Reykjavík