Categories
Fréttir

Jafnréttissjóður Íslands ver 500 milljónum króna til aukins jafnréttis

Deila grein

22/06/2015

Jafnréttissjóður Íslands ver 500 milljónum króna til aukins jafnréttis

Síðastliðinn föstudag var haldinn á Alþingi hátíðarfundur í tilefni 100 ára kosningaréttarafmælis kvenna á Íslandi. Á fundinum var samþykkt, í tilefni tímamótanna, að stofna Jafnréttissjóð Íslands sem njóti framlaga af fjárlögum næstu fimm ár, 2016–2020, 100 millj. kr. á ári. Jafnréttissjóður Íslands mun styrkja verkefni sem auka jafnrétti kynjanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, flutti tillöguna í félagi við alla aðra forystumenn flokkanna sem eiga sæti á Alþingi. Hér er tillagan sem samþykkt var í heild sinni, https://www.althingi.is/altext/144/s/1456.html
Fundinn sóttu m.a. nokkrar hressar konur í Framsókn sem hafa tekið sæti á Alþingi.
IMG_6164
Fyrrverandi og núverandi þingkonur þingflokks framsóknarmanna 19. júní 2015 – 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna.
Efri röð frá vinstri: Fjóla Hrund Björnsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Dagný Jónsdóttir, Sæunn Stefánsdóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir, Jóhanna María Sigmundsdóttir, Anna María Elíasdóttir, Eygló Harðardóttir og Elsa Lára Arnardóttir.
Neðri röð frá vinstri: Siv Friðleifsdóttir, Þórunn Egilsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir.

Categories
Fréttir

Jafnréttissjóður Íslands

Deila grein

20/06/2015

Jafnréttissjóður Íslands

ÞórunnÍ greinargerð með þingsályktunartillögu um jafnréttissjóð Íslands er forystumenn allra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga á Alþingi leggja fram segir:
„Tillagan gerir ráð fyrir að stjórn Jafnréttissjóðs Íslands verði skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara, kjörnum til fimm ára af Alþingi. Lögð er áhersla á að stjórn sjóðsins eigi samvinnu við samtök kvenna, aðila á vinnumarkaði, ráðuneyti, skóla, sjóði og stofnanir um viðfangsefni sjóðsins. Miðað er við að sjóðurinn fái til verkefna sinna 100 millj. kr. á ári frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2020. Kveðið er á um að úthlutun úr sjóðnum fari fram 19. júní ár hvert og er með því lögð áhersla á þann sess sem kvenréttindadagurinn skipar í íslensku samfélagi.“
Ræða Þórunnar Egilsdóttur, alþingismanns og formanns þingflokks Framsóknarmanna, við aðra umræðu á hátíðarfundi á Alþingi 19. júní:
„Hæstv. forseti. Fyrir tæpum 160 árum fæddist á Haukagili í Vatnsdal kona sem átti eftir að marka fyrstu sporin í réttindabaráttu kvenna á Íslandi. Bríetar Bjarnhéðinsdóttur er minnst fyrir margra hluta sakir en í dag langar mig, með leyfi forseta, að biðja þingheim að fylgja mér vestur í Húnavatnssýslu árið 1872 þar sem Bríet skrifaði hugsanir sínar á blað, þá 16 ára gömul. Þessar hugsanir sýndi hún engum næstu 13 árin þar til þær birtust í Fjallkonunni árið 1885, undir dulnefninu Æsa.
„Það er næsta eftirtektarvert, hversu karlmenn halda öllu frelsi kvenna og réttindum í helgreipum … En þrátt fyrir öll rök sín og allar sínar mótbárur, geta þeir þó aldrei fært gildar ástæður fyrir þeirri skoðun sinni, að konur séu óhæfari til hvers konar framfara og menntunar en karlar, eða að þær eigi minni rétt og heimtingu til þess en þeir.“
„En því meiri furðu gegnir það, hve fáir hafa fundið köllun hjá sér til að rita um það málefni, sem þó má efalaust kallast eitt af hinum mikilvægustu, en það er um menntun og réttindi kvenna. Og þó getur naumast neinum blandast hugur um, að þetta mál má heita grundvöllur allrar sannrar menntunar og framfara.“
„… konan er sköpuð til þess að gegna sömu skyldum og njóta sömu réttinda og karlmaðurinn, að svo miklu leyti sem hæfileikar hennar og vilji leyfa. Hún er jafningi bræðranna og félagi mannsins.“
Þannig voru hugsanir hinnar 16 ára gömlu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur tveimur árum áður en Íslendingar fengu stjórnarskrá. Fyrir henni átti meðal annars síðar að liggja að stofna Hið íslenska kvenfélag, vera formaður Kvenréttindafélags Íslands um árabil, gefa út Kvennablaðið, verða ein fjögurra fyrstu kvenna kjörin í bæjarstjórn Reykjavíkur og fyrsta konan sem bauð sig fram til Alþingis eftir að konur fengu kosningarrétt og kjörgengi, svo eitthvað sé nefnt.
Íslendingar eiga Bríeti og öðrum sporgöngukonum og -körlum þessa tíma mikið að þakka.
Hugsjónin um jöfn réttindi kynjanna sem birtist í verkum þeirra hefur lifað og dafnað á Íslandi, styrkst og vaxið svo mjög að nú, 100 árum eftir að Ísland varð eitt fyrsta landið í heiminum til að veita konum kosningarrétt, er landið í efsta sæti í alþjóðlegum samanburði um jafnrétti kynjanna. Sá árangur var aldrei sjálfgefinn, heldur hefur náðst vegna ötullegrar og ódrepandi baráttu fólks af báðum kynjum alla tíð síðan.
En þrátt fyrir það er fullu jafnrétti ekki náð í íslensku samfélagi. Betur má ef duga skal. Sú hugsjón sem hin 16 ára Bríet Bjarnhéðinsdóttir setti á blað í íslenskri sveit fyrir 143 árum þarf áfram að brenna með íslenskum almenningi og stjórnvöldum. Við megum aldrei veita afslátt af hinni sjálfsögðu kröfu um jöfn mannréttindi allra þegna samfélagsins. Aldrei.
Hæstv. forseti. Það er ánægjulegt fyrir mig, sem þingmann Framsóknarflokksins, að rifja það upp að jafnréttissjóðurinn sem nú er í forsætisráðuneytinu var settur á fót í tilefni af 30 ára afmæli kvennafrídagsins í tíð Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Sá sjóður var settur á fót á grundvelli ríkisstjórnarsamþykktar. En hér erum við að fjalla um tillögu sem sett er fram með aðkomu allra flokka sem fulltrúa eiga á Alþingi. Það er vel og undirstrikar um leið hve mikilvægt málefnið er. Auk þess fer vel á því að sjóðurinn heyri undir forsætisráðuneytið. Með því er lögð þung áhersla á að jafnréttismál eru í raun málefni þess ráðuneytis og allra annarra ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, eins og reyndar Alþingis og dómstóla og allra opinberra stofnana.
Það er einnig mikilvægt að við látum gott af okkur leiða á sviði jafnréttismála í öðrum heimshlutum. Land sem nýtur þess heiðurs að vera álitið fyrirmynd í þessum málaflokki hefur skyldu til að nýta þá stöðu til að hjálpa öðrum.
Hæstv. forseti. Ég er sannfærð um að hinn nýi og öflugi Jafnréttissjóður Íslands eigi eftir að verða mikil lyftistöng og styrkja okkur til áframhaldandi forustu í þessum málaflokki, vera okkur vopn í baráttu sem aldrei má ljúka.
Bríet Bjarnhéðinsdóttir var opinberlega baráttukona fyrir réttindum kvenna í 30 ár áður en konur fengu kosningarrétt og kjörgengi 19. júní 1915. Á þeirri baráttu þreyttist hún aldrei og ekki heldur þeirri köllun að vekja konur og karla til lags við þennan réttsýna málstað. Bríet lauk grein sinni í Fjallkonunni meðal annars á þessum orðum, ákalli sem á eins vel við í jafnréttisbaráttu dagsins í dag og fyrir 100 árum, með leyfi forseta:
„Það er vonandi, að menn taki nú þetta mál til alvarlegrar umhugsunar áður langt líður, og að það verði ekki aðeins hinir einstöku menn, sem hingað til hafa hafið máls á því, heldur almenningur.“
Góðir Íslendingar, konur og karlar, stelpur og strákar: Til hamingju með daginn!“

Categories
Fréttir

Ályktun LFK: Jafnrétti er ekki einkamál annars kynsins

Deila grein

19/06/2015

Ályktun LFK: Jafnrétti er ekki einkamál annars kynsins

logo-lfk-gluggiFramkvæmdastjórn Landssambands Framsóknarkvenna (LFK) fagnar tillögu formanna stjórnmálaflokkanna um jafnréttissjóð í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að m.a. konur fengu kosningarétt.
Þrátt fyrir að vera efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins í jafnrétti kynjanna er enn nokkuð í land að fullu jafnrétti sé náð á Íslandi. Afar jákvætt er að vinna eigi sérstaklega í því að ná enn lengra en sjóðinum er ætlað að styrkja verkefni til eflingar jafnréttis innanlands sem utan.

Mikilvægt er að styðja við konur í þeim löndum þar sem þær njóta ekki lagalegra réttinda á við karlmenn.
Í 52 ríkjum heims er ekki skilyrt í lögum að kynin njóti sömu réttinda. 26 ríki í heiminum í dag mismuna konum samkvæmt lögum um erfðarétt þar í landi. Efnahagslegt frelsi er grunnurinn að sjálfstæði kvenna en án þess eru þær dæmdar í fátækt og að vera háðar karlmönnum. Ísland á að vera fyrirmynd og í forystu í þessum mikilvæga málaflokki.
Jafnrétti er ekki einkamál annars kynsins og fagnar LFK áherslum UN Women um að auka þátttöku og skilning karla og drengja á mikilvægi þeirra í baráttu fyrir jafnari stöðu kynjanna.
Categories
Fréttir

Heildstæð aðgerðaáætlun til losunar fjármagnshafta kynnt

Deila grein

12/06/2015

Heildstæð aðgerðaáætlun til losunar fjármagnshafta kynnt

  • Sigmundur-davíð1.200 milljarða króna vandi leystur og stöðugleiki tryggður
  • Stöðugleikaskilyrði og stöðugleikaskattur á slitabú fallinna fjármálafyrirtækja
  • Gjaldeyrisuppboð fyrir aflandskrónueigendur í haust

Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í gær að leggja fyrir Alþingi tvö frumvörp fjármála- og efnahagsráðherra sem saman leggja grundvöll að heildstæðri aðgerðaáætlun um afnám fjármagnshafta.

Ríkir almannahagsmunir krefjast þess að losun fjármagnshafta nái fram að ganga án þess að efnahagslegum og fjármálalegum stöðugleika sé ógnað. Markmið fyrirliggjandi áætlunar byggist á því meginsjónarmiði að höftum verði lyft í áföngum án þess að jafnvægi í hagkerfinu verði raskað og án þess að ríkissjóður eða almenningur taki á sig auknar fjárhagslegar byrðar.
Heildarumfang vandans sem tekið er á í aðgerðaráætlun stjórnvalda nemur um 1.200 milljörðum króna. Eignirnar felast í krónueignum slitabúa fallinna fjármálastofnana að fjárhæð 500 milljarða, kröfum slitabúanna í erlendri mynt gagnvart innlendum aðilum að fjárhæð 400 milljarða og aflandskrónum í eigu erlendra aðila að fjárhæð 300 milljarðar. Með afnámsáætlun stjórnvalda er komið í veg fyrir að þessar eignir flæði inn á gjaldeyrismarkað og hafi þannig neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð þjóðarbúsins.
Stöðugleikaskilyrði og stöðugleikaskattur á slitabú fallinna fjármálafyrirtækja
Lausn stjórnvalda gagnvart slitabúum fallinna fjármálafyritækja er tvíþætt: Annars vegar eru sett fram stöðugleikaskilyrði og hins vegar er lagður á stöðugleikaskattur. Stöðugleikaskilyrðin hafa verið samþykkt af ráðherranefnd um efnahagsmál og stýrinefnd um losun fjármagnshafta,  en þeim er ætlað að koma í veg fyrir óæskileg áhrif vegna útgreiðslu fjármuna. Ljúki slitabú nauðasamningum fyrir árslok geta þau fengið að flytja fjármagn að því gefnu að þau uppfylli stöðugleikaskilyrðin, en að öðrum kosti verða þau felld undir stöðugleikaskattinn. Með frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, er ætlunin að einfalda þær reglur sem gilda um framkvæmd nauðasamningsumleitana fjármálafyrirtækja frá því sem nú er. Auk þess er í frumvarpinu ákvæði um að frumvarp að nauðasamningi fjármálafyrirtækis skuli ekki hljóta staðfestingu héraðsdómara nema fyrir liggi mat Seðlabanka Íslands um að það raski ekki stöðugleika í gengis- og peningamálum eða fjármálastöðugleika.
Með frumvarpi um stöðugleikaskatt er lagður til 39% einskiptis skattur á heildareignir fallinna viðskiptabanka eða sparisjóða, eins og þær verða metnar 31. desember 2015. Skattinum er ætlað að mæta þeim neikvæðu áhrifum sem leiða myndu af óskertri útgreiðslu fjármuna í tengslum við lok slitameðferðar skattaðila. Eftir að skatturinn hefur verið greiddur, og að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, fá skattaðilar undanþágu frá lögum nr. 87/1992 um gjaldeyrismál. Þeir aðilar sem nú sæta slitameðferð en ljúka henni með staðfestum nauðasamningi fyrir 31. desember 2015 teljast ekki til skattskyldra aðila.
Að auki er breytingum á lögum um gjaldeyrismál, sem Alþingi samþykkti í gærkvöldi, ætlað að treysta forsendur aðgerða ríkisstjórnarinnar til losunar fjármagnshafta og vega á móti þeirri áhættu sem skapast þegar fjármagnshreyfingar og gjaldeyrisviðskipti tiltekinna aðila eru losuð í skrefum.
Saman mynda þessi frumvörp heildstæða áætlun um lausn á þeim vanda sem útgreiðsla fjármuna frá föllnum fjármálafyrirtækjum til kröfuhafa við uppgjör þeirra myndi hafa að óbreyttu. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti geti orðið 682 milljarðar króna að teknu tilliti til frádráttarheimildar, en skattupphæð án frádráttar nemur tæpum 850 milljörðum króna. Stöðugleikaskilyrðin leysa vandann með áþekku umfangi og stöðugleikaskattur en samkvæmt annarri aðferðafræði og nálgun.
Mikilvægt er að fjármunir sem renna til ríkisins vegna stöðugleikaskilyrða eða skatts hafi ekki óæskileg áhrif á peningamagn eða önnur þensluhvetjandi áhrif sem gætu raskað efnahagslegum stöðugleika. Verður þessum fjármunum, eftir því sem tækifæri gefast, varið til lækkunar skulda hins opinbera, enda hefur ríkissjóður borið mikinn kostnað af hruni fjármálakerfisins.  Þegar uppgjör slitabúanna og losun fjármagnshafta er lokið verður stórum óvissuþætti eytt um efnahag ríkissjóðs og gert er ráð fyrir að vaxtaálag og vaxtakostnaður lækki umtalsvert.
Gjaldeyrisuppboð fyrir aflandskrónueigendur
Aflandskrónur skapa vanda við losun fjármagnshafta þar sem um er að ræða auðseljanlegar krónueignir erlendra aðila sem gera má ráð fyrir að hefðu veruleg áhrif á gengisstöðugleika ef tilraun væri gerð til að losa þær út allar í einu. Aflandskrónuvandinn er leystur með uppboði á gjaldeyri og sölu skuldabréfa í íslenskum krónum og evrum með endurgreiðsluferli sem samræmist greiðslujöfnuði þjóðarbúsins. Eigendur aflandskróna geta valið milli þriggja kosta: Gjaldeyrisuppboðs, fjárfestinga í ríkisskuldabréfum til lengri tíma eða vaxtalausra og læstra reikninga. Uppboðsaðferðin tryggir að böndum verður komið á allar aflandskrónur. Þeir aflandskrónueigendur sem nýta uppboðið til að bjóða í gjaldeyri í skiptum fyrir íslenskar krónur munu greiða fyrir það álag og bera þannig nauðsynlegan kostnað af því að losna undan fjármagnshöftum.
Nánari upplýsingar er að finna á www.fjr.is/afnam

Categories
Fréttir

Aðgerðaáætlunin er heildstæð lausn sem byggist upp á gagnsæi og viðurkenndri aðferðafræði

Deila grein

11/06/2015

Aðgerðaáætlunin er heildstæð lausn sem byggist upp á gagnsæi og viðurkenndri aðferðafræði

Elsa-Lara-mynd01-vefurElsa Lára Arnardóttir, alþingismaður, fór yfir nokkur atriði í störfum þingsins í gær er vörðuðu fréttaflutning sem birst hefur vegna haftamála.
„„Losun hafta ætti ekki að hafa áhrif á gengi íslensku krónunnar“ er fyrirsögn á frétt sem birtist í fréttum í gær. Í fréttinni segja þeir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, að það eigi að vera hægt að losa um höftin án þess að það hafi áhrif á gengi krónunnar. Þeir telja að sú áætlun sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar kynnti á dögunum muni styrkja nýgerða kjarasamninga og viðhalda stöðugleika. Hér sýnir það sig vel að aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um afnám hafta er heildstæð lausn sem byggist upp á gagnsæi og viðurkenndri aðferðafræði. Hér eru öllu dekri við kröfuhafana hætt og loksins eru hagsmunir almennings settir í forgang,“ sagði Elsa Lára.
„Einnig langar mig að vitna í orð Sigurðar Hannessonar, en hann segir í frétt sem birtist í morgun að sú fullyrðing stjórnarandstöðunnar að aðgerðaáætlun um afnám hafta byggi á áætlun sem gerð var 2011 sé bara alls ekki rétt. Málið er að afnámsáætlun síðustu ríkisstjórnar tók ekki til slitabúa, annaðhvort gleymdu þeir kröfuhöfunum eða fannst að það mætti nota skuldsettan gjaldeyrisforða til að borga þá út, eins og sumir þeirra lögðu til. Aðgerðaáætlun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tekur á 1.200 milljarða vandamáli, þar af eru slitabúin 900 milljarðar. Heildarlausnin liggur því í að tekið sé á slitabúunum,“ sagði Elsa Lára.
Ræða Elsu Láru Arnardóttur:

Categories
Fréttir

Með kylfu og gulrót á fundum

Deila grein

11/06/2015

Með kylfu og gulrót á fundum

Karl_SRGBKarl Garðarsson, alþingismaður, vakti athygli á orðum lögmannsins Lee Buchheit í Morgunblaðinu, í störfum þingsins í gær, að það muni ekki koma á óvart ef áætlun íslenskra stjórnvalda um afnám hafta yrði notuð í kennslubókum í framtíðinni.
„Í sömu grein segir að hann hafi lagt fram kylfu og gulrót á fundum með kröfuhöfum slitabúanna, aðferðafræði sem byggir á hörku eða umbun. Það var ekki lítið hlegið að frambjóðendum Framsóknarflokksins þegar þeir minntust á kylfur og gulrætur í síðustu kosningabaráttu. Pólitískir andstæðingar höfðu aldrei heyrt aðra eins firru, aldrei heyrt annað eins bull að hægt væri að nálgast kröfuhafa á þeim nótum. Annað hefur komið á daginn. Það væri kannski smámanndómur í því ef þetta sama fólk sem situr hér á þingi mundi biðjast afsökunar á þessum ummælum og öðrum í kosningabaráttunni. Framsóknarflokkurinn hefur nefnilega staðið við stóru orðin,“ sagði Karl.
„Ég vil ljúka þessu með orðum Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns á samfélagsmiðlum í gær. Hann segir: „Vonandi skynja kjósendur að það þarf stjórnmálamenn með getu til að láta greina og taka ákvarðanir til að reka ríkið. Núverandi ríkisstjórn er ekki með neitt kröfuhafadekur eins og stjórn Jóhönnu og Steingríms var. Þeirrar stjórnar verður helst minnst fyrir það að gefa banka og siga vogunarsjóðum á einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki.“ Það þarf ekki að segja neitt meira um þetta mál,“ sagði Karl.
Ræða Karls Garðarssonar:

Categories
Fréttir

Fundur fólksins – dagskrá

Deila grein

11/06/2015

Fundur fólksins – dagskrá

Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu.
fundurfolksins
Dagskrána er líka að finna á Facebook síðu Fundar fólksins.
Hér er dagskráin í Tjaldi atvinnulífsins:
Dagskrá (með fyrirvara um breytingar):
Þátttaka alþingsmanna er með fyrirvara um skyndilegar breytingar í dagskrá Alþingis.

Dagskrá síðast uppfærð 8. júní kl. 13:57

Föstudagurinn 12. júní 2015
09:00 – 10:00 – Stand up for truth! Morgunverðarfundur um uppljóstranir.
Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Kristinn Rafnsson ræðir við Norman Solomon.

09:00 – 12:00 – Heldri borgarar bjóða upp á kaffi og kleinur. Stjórnmálabúðir.

11:00 – 12:00 – Umhverfi og samfélag. Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Umræður um jarðveg, loftslagsmál og náttúrugæði af mannavöldum. Andri Snær Magnason stýrir umræðum. Björn Guðbrandur Jónsson talar fyrir Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs.
11:00 – 12:30 – Formbreyting upplýsinga. Kjallari Norræna hússins.
  • Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur fjallar um formbreytingu upplýsinga frá prenti til stafrænna forma, hlutverk ríkisins og hvað einkennir upplýsingasamfélag framtíðarinnar. Halldór Auðar Svansson fjallar um upplýsingastefnu borgarinnar.

12:00 – 13:00 – Verndun miðhálendisins. Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • Landvernd býður til umræðu um verndun hálendisins og kynnir niðurstöður málþings Landverndar sem haldið var 16. apríl síðastliðinn.

12:00 – 15:00 – Kjörnir fulltrúar taka á móti gestum. Stjórnmálabúðir.

  • Kjörið tækifæri fyrir alla að kynnast þingmönnum okkar.

13:10 – 13:30 – Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.Útisvæðið.

  • Þeir aðilar sem tilnefndir eru til verðlaunanna kynna verkefni sín og Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir frá því hvers vegna Reykjavíkurborg hlaut verðlaunin árið 2014. Siv Friðleifsdóttir kynnir tilnefningarnar.

13:00 – 14:00 – Ekkert hatur – orð hafa ábyrgð. Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • Fulltrúar samtakanna Heimili og skóli bjóða til umræðu um hvernig best er að stuðla að opnara og betra samfélagi þar sem hatursáróður fær ekki að þrífast.

13:00 – 14:00 – Hvaða máli skiptir móðurmálið? Fundarherbergi Norræna hússins.

  • Mikilvægi viðurkenningar á móðurmáli barna af erlendum uppruna.
14:00 – 15:00 – Hverjar eru skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga?
Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Fjölmiðlanefnd stendur fyrir málstofunni. Þátttakendur eru; Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og fyrrv. mennta- og menningarmálaráðherra, Finnur Beck, formaður nefndar mennta- og menningarmálaráðherra um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga sem skilaði tillögum 2013, Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, og Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, lögfræðingur fjölmiðlanefndar. Málstofustjóri verður Arna Schram, nefndarmaður í fjölmiðlanefnd.

14:00 – 15:00 – Svavar Knútur. Útisvæðið.

  • Svavar Knútur, tónlistarmaður, kemur fram á sviðinu á útisvæðinu.

14:00 – 15:00 – Trúnó á fundi fólksins. Kjallari Norræna hússins.

  • Ilmur Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar fer á trúnó með gestum um velferðarmál.

14:00 – 17:00 – Allt sem þú vildir vita um ESB en þorðir ekki að spyrja.
Fundarherbergi Norræna hússins.

  • Hnitmiðað námskeið um ESB sem er skipt upp í tvo hluta: saga og uppbygging/stefna og hlutverk. Kennarar eru Eiríkur Bergmann og Magnús Árni Skjöld Magnússon.

14:00 – Geta Norðurlöndin reddað heiminum frá loftslagshörmungum? Norræna tjaldið.

  • Svandís Svavarsdóttir alþingismaður og fleiri.
    Tryggvi Felixson, ráðgjafi hjá Norðurlandaráði, opnar og stýrir umræðum.

14:30 – 15:30 – Pírataskólinn. Gróðurhúsið.

  • Liðsmenn Pírata hafa umsjón með dagskrá.

14:30 – 15:30 – Stefnumót við VG. Kjallari Norræna hússins.

  • Kíktu á Vinstri græn og spurðu þingmenn hreyfingarinnar spjörunum úr.

14:40 – Bætum heilsuna með samstarfi við grannlöndin – tillögur Könbergs. Norræna tjaldið.

  • Jóhann María Sigmundsdóttir alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði og Guðbjartur Hannesson, alþingismaður og varaforseti Norðurlandaráðs. Geir Oddsson ráðgjafi hjá Norræna ráðherraráðinu opnar og stýrir umræðum.

15:00 – 16:00 – Sveitastjórnarfulltrúar taka á móti gestum.Stjórnmálabúðir.

  • Kynnist sveitastjórnarfulltrúum!
15:00 – 17:00 – Mikilvægi félagasamtaka. Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Umræða um virði frjálsra félagasamtaka í samfélagsumræðunni og sem þrýstiafl.
15:30 – 17:00 – Nýjar bækur um þjóðmál. Kjallari Norræna hússins.
  • Bókaspjall um nýjar, íslenskar bækur um þjóðmál. Rætt verður við: Björn Þorláksson (Mannorðsmorðingjar?), Eggert Skúlason (Andersenskjölin) og Héðin Unnsteinsson (Vertu úlfur). Fundarstjóri: Helgi Seljan, fjölmiðlamaður á RÚV.

15:30 – Allt í hring! Lífhagkerfið er framtíðin! Norræna tjaldið.

  • Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði. Geir Oddsson, ráðgjafi hjá Norræna ráðherraráðinu, opnar og stýrir umræðum.

16:00 – Gildin í náttúrunni – virðing og vinsemd. Norræna tjaldið.

  • Gunnar Hersveinn segir frá.
16:30 – Norrænn málskilningur – skiptir hann máli? Norræna tjaldið.
  • Björg Eva Erlendsdóttir, formaður Norræna félagsins í Reykjavík.
17:00 – 18:00 – Ungt fólk og Norðurslóðir. Kjallari Norræna hússins.
  • Málþing Norðurslóðaseturs.

17:00 – 18:30 – 100 ára kosningaafmæli kvenna. Hátíðarsalur Norræna hússins.

18:00 – 19:00 – Baráttusöngvarnir! Kjallari Norræna hússins.
  • Félagar í VG syngja baráttusöngva! Allir velkomnir.

18:00 – 20:00 – Konur fagna 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna.Stjórnmálabúðir.

19:00 – 21:00 – Diskósúpa. Útisvæðið.
  • Ungliðahreyfing Slow Food og Vinstri grænna standa fyrir diskósúpu.

20:00 – 21:00 – Opið hús hjá ungliðahreyfingum. Stjórnmálabúðir.

20:00 – 22:00 – Á norrænum nótum, vísnasöngur og spé. Norræna tjaldið.
  • Aðalsteinn Ásberg og Ása Aðalsteinsdóttir syngja norræn vísnalög. Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir syngja Norræna slagara. Ari Eldjárn fer með norrænt spé.
20:30 – 22:30 – Kvikmyndin Blueberry Soup. Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Stjórnarskrárfélagið og Píratar standa sameiginlega að sýningu heimildarmyndarinnar Blueberry Soup sem var tekin hér á landi. Myndin er á ensku og án þýðingartexta. Umræður um efni myndarinnar við leikstjórann Eileen Jerrett strax á eftir sýningu hennar. Þau Andri Snær Magnason, Katrín Oddsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Svavar Knútur taka þátt í umræðunum.

21:00 – 22:00 – 3 basískar, tónlistaratriði. Útisvæðið.
21:30 – 22:00 – Ástin og leigumarkaðurinn. Kjallari Norræna hússins.

  • Þær stöllur, Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir fá til sín góðan gest og ræða pólitísk málefni líðandi stundar.

 

Laugardagurinn 13. júní 2015
10:00 – 11:00 – Ferðalag um ferðaþjónustuna Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Rannsóknarmiðstöð ferðamála stendur fyrir málþingi um íslenska ferðaþjónustu sem stendur nú á tímamótum.

10:00 – 12:00 – Sjálfstæðisflokkurinn býður til umræðu. Kjallari Norræna hússins.

10:00 – 12:00 – Heldri borgarar bjóða upp á kaffi og kleinur.Stjórnmálabúðir.
11:00 – 12:00 – Aðallinn og lýðurinn – umræða um nýjan samfélagssáttmála. Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Dr. Antoni Abat Ninet, sérfræðingur í stjórnskipunarrétti við Kaupmannahafnarháskóla, flytur erindi. Íslenskir fræðimenn ræða við Antoni og svara spurningum gesta. Fer fram á ensku.

12:00 – 13:00 – Say So Scotland. Kjallari Norræna hússins.

  • Þjóðfundurinn 2009 varð innblástur fyrir ferli sem nú á sér stað í Skotlandi.
12:00 – 13:00 – Matti Kallio. Útisvæðið.
  • Finnski harmonikkuspilarinn Matti Kallio leikur nokkur vel valin lög.

12:00 – 13:30 – Framtíðarsýn leiðtoga stjórnmálaflokkanna.Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna ræða um framtíð Íslands.

13:00 – 15:00 – Norrænt menningarmót. Norræna tjaldið.

  • Fulltrúar frá öllum norrænu löndunum segja gestum frá lífi sínu og taka með sér persónulega muni.

13:00 – 13:30 – Teitur Magnússon. Útisvæðið.

  • Teitur Magnússon, tónlistarmaður, skemmtir gestum og gangandi.

13:30 – 14:00 – Umræðan – Heiða Kristín Helgadóttir. Bókasafn Norræna hússins.

  • Heiða Kristín Helgadóttir, umsjónarmaður Umræðunnar á Stöð 2 fær til sín góða gesti og ræðir mál líðandi stundar.

13:30 – 15:30 – Siðmennt. Fundarherbergi Norræna hússins.

  • Málstofa og umræður með Jóhanni Björnssyni.
13:30 – 14:30 – Trio Nord. Gróðurhúsið.
  • Jazztríó leikur lög með norrænu ívafi.

13:45 – 14:30 – Borgaralaun. Kjallari Norræna hússins.

  • Halldóra Mogensen, varaþingmaður Pírata, fjallar um borgaralaun.

14:00 – 16:00 – Verkalýðsbaráttan og stjórnmálin í tónlist, máli og myndum.
Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • ASÍ og Starfsgreinasambandið standa fyrir málþingi þar sem boðið verður upp framsögur og pallborðsumræður milli  fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og stjórnmálaflokka. Auk þess verður boðið upp á tónlistaratriði og myndasýningu.
14:00 – 15:00 – Formenn flokkanna taka á móti gestum.Stjórnmálabúðir.
14:30 – 15:30 – Pírataskólinn. Gróðurhúsið.
  • Liðsmenn Pírata hafa umsjón með dagskránni.
15:00 – 16:00 – Þáttur neytenda í umhverfisvernd. Kjallari Norræna hússins.
  • Margrét Marteinsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar Framtíðar, ræðir þátt neytenda í umhverfisvernd.

15:00 – Gjörningur í minningarlundi um fórnarlömbin í Utøya. Norræna tjaldið.

  • Þorvaldur S. Þorvaldsson, Bogi Ágústsson og Una Hildardóttir sjá um dagskránna.

16:00 – 16:45 – Fuglaleiðsögn um friðlandið. Útisvæðið.

  • Fuglavernd býður til léttrar göngu um friðlandið í Vatnsmýri.

16:00 – 17:00 – Þingmenn taka á móti gestum. Stjórnmálabúðir.

16:00 – 17:00 – Alþýðufylkingin kennir baráttusöngva. Útisvæðið.
16:15 – 17:00 – Af hverju erum við Píratar til og hvaðan komum við? Kjallari Norræna hússins.
  • Birgitta Jónsdóttir, Pírati, ræðir um sögu Pírata.

17:00 – 18:00 – Lokaathöfn Fundar fólksins 2015.

Categories
Fréttir

Þetta sagði Sigmundur Davíð um kröfuhafa 2013

Deila grein

10/06/2015

Þetta sagði Sigmundur Davíð um kröfuhafa 2013

Sigmundur-davíðSigmundur Davíð var þráspurður í Kastljósinu fyrir kosningarnar vorið 2013, meðal annars af Heiðari Erni Sigurfinnssyni sem sagði: ,,Getur þú ábyrgst að það fáist einhverjir 300 milljarðar, á næstu fjórum árum, út úr samningaviðræðunum við kröfuhafana?“
,,Engu að síður virðist þið vera eina framboðið sem er tilbúið að tala eins og að þessir peningar séu í hendi?,“ sagði Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóssins, í sama viðtali við Sigmund Davíð.
,,Hvernig getur þú ábyrgst að það verði til einhverjir 300 milljarðar í samningaviðræðum sem varla eru farnar af stað?,“ sagði Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóssins jafnframt.

Categories
Fréttir

Fjármagnshöft á mannamáli – myndband

Deila grein

08/06/2015

Fjármagnshöft á mannamáli – myndband

Losun fjármagnshafta er stórt og flókið mál. Hér er málið tekið saman á einfaldan hátt. Samantektin er hvorki ítarleg né tæknileg, en ætti að skýra meginatriði málsins.

Categories
Fréttir

Glærur frá kynningarfundi um heildstæða aðgerðaáætlun til losunar fjármagnshafta

Deila grein

08/06/2015

Glærur frá kynningarfundi um heildstæða aðgerðaáætlun til losunar fjármagnshafta

losunfjarmagnshaftaÞað er frumskylda stjórnvalda að verja þjóðarhagsmuni. Allar aðgerðir stjórnvalda beinast að þeim aðilum sem áttu verulegan þátt í að skapa þær aðstæður sem ógna efnahagslegri velferð almennings á Íslandi. Með áætlun stjórnvalda er almannahagsmunir varðir, forgangsraðað í þágu raunhagkerfisins og fordæmalaus staða leyst með fordæmalausum aðgerðum og forgangsraðað er í þágu raunhagkerfisins.
Glærur frá kynningarfundi ríkisstjórnarinnar.