33. flokksþing framsóknarmanna verður sett í dag, kl. 10.30, að Gullhömrum í Grafarholti. Yfirskrift flokksþingsins er: Framsókn í forystu. Í inngangi draga að flokksþingsályktunum segir m.a.: Fagnað er sérstaklega þeim mikla og mikilvæga árangri sem ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur náð við uppbyggingu efnahagslífs og endurreisn samfélagsins.
Sérstaklega er fagnað að Leiðréttingin skuli hafa verið framkvæmd á svo skömmum tíma sem raun er, og að aðgerðin nýtist þeim skuldurum best sem lægstar hafa tekjurnar. Þá hafa barnabætur verið hækkaðar og 40 milljörðum króna verið skilað til heimilanna í formi lægri skatta á almenning. Bætt staða heimilanna er mikilvæg forsenda frekari uppbyggingar í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Flokksfélög framsóknarmanna hafa á liðnum vikum verið að velja þingfulltrúa á flokksþingið. Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. En allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþingið og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Miðstjórnarmenn eiga sæti á flokksþingi með atkvæðisrétti.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun flytja yfirlitsræðu sína í dag kl. 13.15 við setningarathöfn flokksþingsins. Kvennakórinn Vox feminae mun flytja nokkur lög við þessa athöfn.
Ritari flokksins og formaður landsstjórnar, Eygló Harðardóttir, og framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, Hrólfur Ölvisson, munu flytja skýrslur um störf sín fyrir hádegi í dag.
Kosningar til forystu í flokknum fara fram á laugardag, 11. apríl, en kosið er til formanns, sem jafnframt er formaður miðstjórnar flokksins, varaformanns og ritara.
Sigrún Magnúsdóttir, ráðherra, mun verða með „Sögustund um Rannveigu Þorsteinsdóttur“ þar sem brugðið verður upp svipmyndum frá ferli þessarar merku forvígiskonu okkar framsóknarmanna. Þessi dagskrárliður á flokksþinginu verður á morgun laugardag kl. 11.00. Magnús Ragnar Sigurðsson flytur ljúfa tóna á mandólínið.
Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins verða veitt í dag kl. 11.40.
Jafnréttisviðurkenning Framsóknarflokksins verður veitt kl. 15.00 á laugardaginn.
Dagskrá 33. flokksþings framsóknarmanna:
Föstudagur 10. apríl
Kl. 10.30 Þingsetning
Kl. 10.40 Kosning þingforseta (6)
– Kosning þingritara (6)
– Kosning kjörbréfanefndar (5)
– Kosning kjörstjórnar (7)
– Kosning samræmingarnefndar (3)
– Kosning dagskrárnefndar (3)
Kl. 11.00 Skýrsla ritara
Kl. 11.20 Skýrsla framkvæmdastjóra
Kl. 11.30 Mál lögð fyrir þingið
– Málefnanefnd
Kl. 11:40 Bjartsýnisverðlaun Framsóknarflokksins 2015
Kl. 12.00 Matarhlé
– Sameiginlegur fundur SUF og LFK á flokksþingi
Kl. 13.15 Setningarathöfn
– Yfirlitsræða formanns
Kl. 14.10 Almennar umræður
Kl. 16.00 Nefndastörf hefjast – unnið í málefnahópum fram eftir kvöldi og á laugardag
1. Landbúnaður og sjávarútvegur.
2. Ferðaþjónusta.
3. Iðnaður og orkumál.
4. Efnahagsmál, fjármál ríkisins og skattamál.
5. Viðskipta- og neytendamál.
6. Stjórnskipan, kirkju-, dóms- og mannréttindamál.
7. Sveitarstjórnarmál.
8. Samgöngur, fjarskipti og byggðarmál.
9. Mennta- og menningarmál.
10. Velferðarmál.
11. Utanríkismál.
12. Umhverfis- og auðlindarmál.
Laganefnd
Kl. 21:30 SUF-partý í Framsóknarhúsinu
Laugardagur 11. apríl
Kl. 09.00-12.00
– Skráning, afhending þinggagna og sala miða á kvöldverðarhóf
Kl. 09.00 Almennar umræður – framhald
Kl. 11:00 „Konan sem ruddi braut framsóknarkvenna“ – erindi Sigrúnar Magnúsdóttur, ráðherra
Kl. 11:30 Fundur sveitarstjórnarmanna á flokksþingi
Kl. 12.00 Matarhlé
Kl. 13.00 Kosningar:
– Formaður, varaformaður, ritari, laganefnd og siðanefnd
Kl. 14.00 Afgreiðsla mála
Kl. 15.00 Jafnréttisviðurkenning Framsóknarflokksins 2015
Kl. 17.30 Þingi frestað
Kl. 20.00 Kvöldverðarhóf
Sunnudagur 12. apríl
Kl. 10.00 Afgreiðsla mála
Kl. 11.00 Tillögur að lagabreytingum
Kl. 12.30 Afgreiðsla mála – framhald
Kl. 14.00 Þingslit
***