Categories
Fréttir

Anna Kolbrún nýr formaður LFK

Deila grein

14/01/2015

Anna Kolbrún nýr formaður LFK

Anna kolbrúnAnna Kolbrún Árnadóttir var kjörin nýr formaður Landssambands framsóknarkvenna á 17. Landsþingi framsóknarkvenna sem fram fór síðastliðinn sunnudag 11. janúar. Hún tekur við af Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarfulltrúa sem hefur verið formaður frá hausti 2013. Anna Kolbrún er menntunarfræðingur og doktorsnemi frá Akureyri. Hún hefur áður gegnt formennsku í jafnréttisnefnd Framsóknar og átt sæti í skipulagsnefnd flokksins. Með Önnu Kolbrúnu í framkvæmdastjórn eru Sunna Gunnars Marteinsdóttir, Linda Hrönn Þórisdóttir, Bjarney Rut Jensdóttir og Bjarnveig Ingvadóttir.
Á þinginu ályktuðu framsóknarkonur, m. a. um mikilvægi þess að leiðrétta launamun kynjanna, efla fæðingarorlofssjóð, tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónusta óháð fjárhag eða búsetu. Einnig lýsa framsóknarkonur miklum áhyggjum yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu barna- og unglinga á öllu landinu. Þá lagði þingið til að Framsóknarflokkurinn tryggi jafnræði kynjanna í efstu sætum framboðslista með því að láta reglur um paralista ráða þeim sætum sem kosið er um í bindandi kosningu.
IMG_7761Framsóknarkonur fagna niðurstöðu miðstjórnar Framsóknar sem ályktaði í nóvember síðastliðnum að flokksþing Framsóknarflokksins árið 2015 endurspegli vilja til þess að heiðra 100 ára kosningaréttar kvenna. Framsóknarkonur hvetja ennfremur allar konur til þess að gefa kost á sér í allar stöður þjóðfélagsins.
 
 
 
 
 

Ályktanir 17. Landsþings framsóknarkvenna (LFK) 11. janúar 2015

Framsókn

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, fagnar niðurstöðu haustfundar miðstjórnar flokksins þar sem miðstjórn ályktar að flokksþing Framsóknarflokksins árið 2015 endurspegli vilja til þess að heiðra 100 ára kosningaréttar kvenna. Lfk lýsir einnig yfir ánægju sinni á viðburðum tengdum þessum mikilvægu tímamótum.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, leggur til að Framsóknarflokkurinn tryggi jafnræði kynjanna í efstu sætum framboðslista með því að láta reglur um paralista ráða þeim sætum sem kosið er um í bindandi kosningu. Bundin sæti skulu að lágmarki vera fjögur þegar valið er á lista.
    Með paralista er átt við að sitthvort kynið skal skipa 1. og 2. sætið og síðan í næstu tvö sæti og þannig áfram niður listann. Þegar efstu sætum sleppir skal hlutfall kvenna og karla vera sem jafnast á listanum öllum samanber lög og reglur flokksins. Víki framjóðandi sæti eftir að val fer fram, færist næsti frambjóðandi upp eftir þeirri reglu að áður samþykkt kynjahlutfall haldist gildi.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, leggur áherslu á að unnið verði áfram að jafnrétti kynjanna. Þar skiptir lagalegt, samfélagslegt og félagslegt réttlæti máli. Þótt lagalegt jafnrétti sé að mestu unnið er ennþá margt að vinna fyrir bæði kynin. Brjóta þarf niður venjur og hefðir sem hefta framþróun kynjajafnréttis bæði innan lands sem utan. Það er sameiginlegt verkefni kvenna og karla að stuðla að framþróun jafnréttis.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, fagnar endurreisn íslensks efnahagslífs undir forystu framsóknarmanna.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, tekur undir orð forystu Framsóknarflokksins um að aldrei má láta staðar numið og verkefnin eru næg, samfélagið er aldrei í kyrrstöðu og það verður að bera kyndilinn áfram til næstu kynslóða. Jafn réttur kynjanna er málefni allra.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, lýsir yfir ánægju sinni með bætt kynjahlutföll innan ríkisstjórnarinnar með skipun nýs ráðherra Framsóknar, Sigrúnar Magnúsdóttur í embætti umhverfis- og auðlindaráðherra og óskar henni velfarnaðar í starfi.

Fjölskyldur

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, leggur áherslu á að fæðingarorlof verði lengt og upphæð orlofsins hækkuð þar sem hagur ríkissjóðs fer batnandi, einnig má benda á að með þeim hætti er staðið við markmið laga. Sýnt hefur verið fram á að karlar með lægri tekjur taka síður fæðingarorlof en þátttaka þeirra dróst saman eftir 2009. Lfk bendir á að þrátt fyrir mikla þátttöku karlmanna í fæðingarorlofi er mikilvægt að auka hana enn frekar. Þá sýna rannsóknir að þeir feður sem taka feðraorlof eru líklegri til þess að taka þátt í uppeldi barna sinna sem stuðlar að jafnrétti kynjanna, einnig innan veggja heimilisins.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, fagnar fyrirhuguðum úrbótum í húsnæðismálum með nýrri húsnæðisstefnu sem mun gagnast hvað mest efnaminni fjölskyldum sem nú þurfa margar hverjar að búa í allt of dýru leiguhúsnæði.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, telur afar mikilvægt að lýðheilsusjónarmið verði umfram allt höfð að leiðarljósi við afgreiðslu frumvarps sem lagt hefur verið fram um breytingar á lögum um verslun með áfengi. Frumvarpið brýtur þvert á yfirlýsta stefnu stjórnvalda frá því í janúar síðast liðinum. Í þessu sambandi vill Lfk benda á að alþjóðlegum rannsóknum ber saman um að afnám einkasölu á áfengi leiði til aukinnar neyslu þess og að samhliða aukinni áfengisneyslu mun samfélagslegur kostnaður aukast vegna neyslutengdra vandamála þeirra sem neyta áfengis.

Vinnumarkaðurinn

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, leggur áherslu á að þrátt fyrir miklar breytingar á liðnum áratugum sé íslenskur vinnumarkaður enn mjög kynjaskiptur, því þarf að breyta með öllum tiltækum ráðum, óviðunandi er að laun í kvennastéttum eru lægri en í karlastéttum. Lfk vekur athygli á að launamunur kynjanna mælist ennþá 7–18% sem er með öllu óásættanlegt og fagnar innleiðingu jafnlaunastaðals stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, ályktar að mikilvægt er að stuðla að því að uppræta rótgróin kynjabundin gildi um mismunandi hæfni kvenna og karla sem hamla því að kynin hafi jafna möguleika á vinnumarkaði. Lfk bendir á að staðalímyndir virðast ráða miklu um námsval ungs fólks sem svo hefur áhrif á starfsval þegar að atvinnuþátttöku kemur. Einnig er erfitt fyrir konur sem komnar eru yfir miðjan aldur að fá störf þrátt fyrir að búa yfir fagmenntun.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, vill hvetja konur til þess að gefa kost á sér í allar stöður þjóðfélagsins og bendir á að ójöfn staða karla og kvenna hamlar þróun í átt til jafnréttis kynjanna. Lagasetning um kynjakvóta hefur skilað árangri en jafnframt vill Lfk leggja áherslu á að gera þarf betur.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, leggur áherslu á að þegar verið er að skipa í nefndir á vegum ríkis og sveitarfélaga og annarra opinberra stofnana séu kynjasjónarmið ætíð höfð að leiðarljósi. Lfk hvetur stjórnvöld til þess að endursenda þau tilnefningabréf sem ekki innihalda nöfn á báðum kynjum eða gera grein fyrir ástæðum þess að ekki var tilnefnt samkvæmt lögum.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, vill hvetja konur í atvinnurekstri að efla samstöðu sína og viðskiptatengslanet. Konur eru í minnihluta í hópi eigenda og stjórnenda fyrirtækja. Mikilvægt er að auka fjölbreytni atvinnulífsins og nýta sem best krafta allra. Það er sameiginlegt verkefni karla og kvenna.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, lýsir yfir ánægju sinni með stofnun félags kvenna í sjávarútvegi.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, ályktar að stytting vinnuviku íslendinga sé nauðsynleg í komandi kjarasamningum til þess að bæta lífskjör þjóðarinnar samanber ,,Measures work-life balance OECD” en þar kemur fram að Ísland og Pólland eru með sambærilegar tölur í unnum vinnutímum á viku á meðan nágrannaþjóðir okkar eru að ná hæstu gæðum og jafnvægi þegar kemur að því að sameina vinnu og fjölskyldulíf og er það tilkomið vegna styttri vinnuviku.

Byggðarmál

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, fagnar því að vinna sé hafinn við ljósleiðaravæðingu landsins sem verður að telja eitt stærsta framfaramál sem hægt er að ráðast í til að styrkja innviði og byggðir landsins.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, ályktar að eðilegt sé að flutningur ríkisstofnanna séu ætíð til skoðunar. Enda liggi að baki vel rökstudd fagleg rök.

Heilbrigðismál

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, fagnar að nú sé mikilvægum áfanga náð í markvissri uppbyggingu heilbrigðiskerfisins með samningi við lækna og vill benda á í því samhengi að á árinu 2015 verður meira fjármagni varið til Landspítalans en nokkurn tíma áður, auk sjöföldunar árlegs framlags til tækjakaupa á spítalanum.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu geðheilbrigðismála barna- og unglinga á öllu landinu. Það er með öllu óásættanlegt að aðgengi að geð- og sálfræðiþjónustu skuli ekki standa öllum til boða sem þurfa að nýta sér þjónustuna vegna kostnaðar, sem er ómanneskjulegur. Öll börn- og unglingar eiga að hafa rétt á sambærilegu aðgengi. Til að breyta þessu þarf aðeins reglugerðarbreytingu og Lfk bendir á að flokksþing Framsóknar ályktaði á flokksþingi sínu árið 2013 að gera öllum börnum og unglingum það kleift á landinu að njóta þessarar þjónustu óháð efnahag og búsetu. Lfk hvetur stjórnvöld til að flýta vinnu við þingályktunartillögu um bætta geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn- og unglinga og fjölskyldur þeirra og vinna samhliða aðgerðir vegna úrraæða fyrir börn- og fjölskyldur þeirra sem eru í neysluvanda. Lfk bendir á að tryggja þarf fjármagn til þess að hægt sé að standa vel að þessu brýna máli.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, fagnar skipun ráðherranefndar forsætisráðherra um lýðheilsu, sem ætlað er að móta lýðheilsustefnu og aðgerðaráætlun.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, vekur athygli á að stjórnvöld þurfa að skapa aðstæður til að auðvelda fólki að lifa heilsusamlegu lífi sem getur sparað umtalsvert fjármagn í heilbrigðiskerfinu.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, ályktar að góður svefn og svefnvenjur sé lykilatriði í heilsu hvers landsmanns. Rannsóknir hafa bent til þess að með leiðréttingu klukkunnar sé hægt að hafa jákvæð áhrif á svefn sem hefur einnig áhrif á líðan m.a. skólabarna. Lfk styður tillögu um breytingu klukkunnar.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, vill benda á að nauðsynlegt er að standa vörð um aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Samvinnufélagaformið sé mikilvægur valkostur í því sambandi. Þjónustan verði að vera öllum aðgengileg óháð fjárhag eða búsetu. Lfk hafnar allri einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, telur að bæta þurfi verulega í til að tryggja að þjónustukerfi innan velferðarsamfélagsins nái betur saman. Lfk leggur áherslu á að heilbrigðis- og skólakerfið vinni nánar saman með félagsþjónustu, foreldrum og barnavernd á hverjum stað. Það er brýn þörf á að þjónustuferlið sé heildstætt og allir aðilar vinni saman að markmiðum sem nýtast og eru hverju barni til góða.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, lýsir ánægju sinni með að nú verður MST fjölkerfameðferð í boði um allt land en úrræðið er ætlað fjölskyldum 12–18 ára barna sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda á mörgum sviðum.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, fagnar að tannlækningar 3 ára barna og barna frá 8 ára til 17 ára séu greiddar að fullu. Stefnt er að því að tannlækningar allra barna undir 18 ára verði greiddar að fullu af Sjúkratryggingum Íslands sem er stórt skref í tannheilbrigði landsmanna.

Ríkisfjármál

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, tekur undir sjónarmið formanns fjárlaganefndar að opinberar stofnanir þurfi að hagræða í rekstri sínum.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, leggur áherslu á forgangsraða og spara í ríkisrekstri sér í lagi þegar liggur fyrir að landsmenn eldast og hið opinbera er illa í stakk búið að takast á við þá stöðu. Allir skattgreiðendur verða að horfast í augu við þessa staðreynd og vera meðvitaðir um hvert álagðir skattar fara í þeirra þágu. Lfk skorar á stjórnvöld að fylgja hagræðingarstefnu sinni og hvetur í leiðinni opinbera aðila að hafa frumkvæði að sparnaði í rekstri sínum svo þetta markmið náist.

Skólamál

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, bendir á að grunnþættir menntunar eru samfélagsmiðaðir og þeim er ætlað að stuðla að auknu jafnrétti og lýðræði þannig að samfélagið njóti krafta allra til framtíðar. Því er það mikilvægt að standa vörð um að allir nemendur fái notið kennslu við hæfi og staðinn sé vörður um grunnþætti menntunar. Lfk leggur áherslu á að efnisval og inntak náms og kennslu mótist af þeim og ítrekar að ábyrgð fagfólks er mikil. Skólakerfið í heild sinni gegnir lykilstöðu í samvinnu við foreldra þegar samfélagsleg og siðferðileg málefni, staðalímyndir og kynímyndir eru mótaðar.

Kynbundið ofbeldi

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, vekur athygli á að grófasta birtingarmynd ójafnréttis er kynbundið ofbeldi og þ.m.t. nauðganir. Lfk telur afar brýnt að sú aðferðafræði þar sem gerandinn í ofbeldismálum fari af heimilinu en ekki fórnarlambið verði innleidd um allt land. Mikilvægt er að auka samstarf allra fagaðila og efla lögreglu og félagsþjónustu.

Samþætting kynja og jafnréttissjónarmiða

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, leggur áherslu á að sjónarmið beggja kynja séu til staðar þegar um breytingar í starfsemi eða þegar um er að ræða uppbyggingu nýrrar starfsemi. Með því er verið að tryggja að höfðað sé til beggja kynja og þarfir þeirra uppfylltar. Lfk bendir á að markmiðið er að tryggja að stefna og starfsemi mismuni ekki eftir kyni heldur stuðli að frekari uppbyggingu og auknu jafnrétti kynja. Hafa skal í huga að aðferðin getur nýst við fjölbreyttar aðstæður og auðvelt að aðlaga að því verkefni sem liggur fyrir. Í ljós hefur komið að kynjasamþætting getur haft jákvæð áhrif á rekstur og þjónustu og er gott gæðastjórnunartæki.

Alþjóðamál

  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, ályktar að mikilvægt sé að styðja við konur í þeim löndum þar sem þær njóta ekki lagalegra réttinda á við karlmenn. í 52 ríkjum heims er ekki skilyrt í lögum að kynin njóti sömu réttinda. 26 ríki í heiminum í dag mismuna konum skv lögum um erfðarétt þar í landi. Efnahagslegt frelsi er grunnurinn að sjálfstæði kvenna en án þess eru þær dæmdar í fátækt og að vera háðar karlmönnum. Ísland á að vera fyrirmynd og í forystu í þessum mikilvæga málaflokki.
  • 17. landsþing Landssambands framsóknarkvenna haldið í Reykjavík sunnudaginn 11. janúar 2015, fagnar áherslu Íslands á jafnréttismál á alþjóðagrundu. Jafnrétti kynjanna er efnahagslega mikilvægt og þarft áhersluefni en UN WOMEN er sú stofnun Sameinuðu þjóðanna sem Ísland leggur mest fé til. Ísland er eina ríki heims sem forgangsraðar stuðningi sínum við stofnanir Sameinuðu þjóðanna á þennan hátt. Væntanleg ráðstefna Íslands og Súrinam er fagnaðarefni þar sem verið er að efla karlmenn til dáða til þátttöku í baráttu fyrir mannréttindum um allan heim.

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Rakarastofuráðstefna – fyrir jafnrétti kynjanna

Deila grein

09/01/2015

Rakarastofuráðstefna – fyrir jafnrétti kynjanna

Gunnar Bragi SveinssonRáðstefna þar sem karlar eru virkjaðir í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna, verður haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku, 14.-15. janúar. Ísland og Súrinam standa saman að ráðstefnunni sem kallast Rakarastofuráðstefna en ætlunin með henni er að fá karla að borðinu til að fjalla um jafnrétti og hafa áhrif á umræðuna um kynjajafnrétti. Háttsettir erlendir ráðamenn, baráttufólk fyrir jafnrétti og þekktir einstaklingar taka þátt í ráðstefnunni sem verður að hluta til send beint út á vefnum www.barbershopconference.org
„Við verðum að fá karla að borðinu þegar verið að er að ræða um jafnrétti. „Hvar eru karlarnir?“, spurði Vigdís Finnbogadóttir á jafnréttisráðstefnu fyrir áratug og spurning hennar er því miður enn réttmæt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sem opnar ráðstefnuna. „Við viljum brýna karla til að stefna að raunverulegu jafnrétti, að breyta staðalímyndum og gera sér grein fyrir því að jafnréttismál eru fyrst og fremst mikilvægt mannréttindamál.“
Rakarastofuráðstefna hópurÁ ráðstefnunni, sem að hluta til verður opin, munu ráðherrar, sérfræðingar og fulltrúar ríkja og félagasamtaka ræða leiðir til að fá karla til að taka þátt í jafnréttisbaráttunni og hvernig unnt sé að fá karla til að beita sér frekar fyrir kynjajafnrétti. Á meðal þeirra sem munu ávarpa ráðstefnugesti, eru Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Donald McPherson, fyrrverandi atvinnumaður í bandarískum fótbolta, Gabriel Wikström, heilbrigðis- og velferðarráðherra Svíþjóðar, rapparinn Kyle “Guante” Tran Myhre, Todd Minerson, framkvæmdastjóra Hvíta borðans, sem eru baráttusamtök til að binda endi á ofbeldi gegn konum og Magnús Scheving. Frú Vigdís Finnbogadóttir, ástralski hershöfðinginn David Morrison og fleiri munu flytja ávörp af myndbandi. Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, lokar ráðstefnunni.
Rakarastofan er framlag Íslands til #HeforShe átaksins sem var hleypt af stokkunum með áhrifaríkum hætti af leikkonunni Emmu Watson, þar sem meginhugsunin er sú að það þurfi að breyta staðalmyndinni um karla.
Rakarastofan (Barbershop) er í mörgum löndum og menningarheimum ímynd fyrir staði þar sem karlar koma saman og ræða m.a. samskipti sín við konur. Þannig verða umræður á rakarastofum, búningsklefum eða öðrum samkomustöðum karla ein af ástæðum þess að staðalmyndir ef hlutverkum kvenna og karla festast í sessi. Hugmyndin á bak við þetta framlag Íslands og Súrinam er að nýta vettvang „rakarastofunnar“ til að breyta umræðunni á rakarastofum um allan heim þar sem kynjajafnrétti og virðing fyrir konum er fest í sessi og ofbeldi gegn konum hafnað.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
 [/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Liberal International President and liberal leaders condemn attack on Charlie Hebdo

Deila grein

09/01/2015

Liberal International President and liberal leaders condemn attack on Charlie Hebdo

Liberal-charliehebodThrough a meeting with the French Ambassador to Andorra, LI President, Dr. Juli Minoves, has shared the condolences of the international liberal family in a letter to the President of France, Francois Holland, after the horrific attack on the French satirical magazine, Charlie Hebdo. “#JeSuisCharlie is a motto that we all make our own, everywhere, to defend the principles of your democratic society… of all of our democratic societies”, read the LI President’s letter.

Together with liberal leaders from around the world, the LI President spoke in the strongest terms against the massacre that left 12 people dead and many injured.  At 5pm today, Dr. Juli Minoves, personally delivered a letter of condolence for President Hollande of France to the French Ambassador in Andorra, H.E. Mme. Ginette de Matha, who invited the LI President to sign a book of condolence. “Events such as the Charlie Hebdo attacks in Paris or the recent killings of over a hundred school children in Pakistan are murderous acts of terrorism against innocent people and against universal freedoms and liberalism”, wrote the LI President.
In a statement, LI President of Honour, Hans van Baalen MEP, said: “Together with Dutch Prime MinisterMark Rutte and leader of the VVD in the Tweede Kamer, Halbe Zijlstra MP, [fusion_builder_container hundred_percent=”yes” overflow=”visible”][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”no” center_content=”no” min_height=”none”][I] condemn the terrorist attack on freedom of speech. Nobody will be able to silence free men and women in Europe, that this attack is an attack on all of us”.
In a statement French Member of the European Parliament, Gérard Deprez, of LI full member ALDE Group in the European Parliament called the attack “a monstrosity without a name. No one and nothing can justify it. The shots that killed in Paris are in reality aimed at us all. They ransack the most sacred values and violate our common humanity. They want to silence us. They will not succeed. I extend my condolences to the families of all the victims and reaffirm my confidence in the ability of democracy overcome the furious assassins.” Many MEPs came together yesterday to condemn the attack, and to hold a minute of silence in front of the European Parliament. 
President of the Republic of Côte d’Ivoire and leader of LI full member Rassemblement des Républicains,Alassane Ouattara, described the killing as “a heinous act and unjustifiable attack”. President Ouattarainformed the assembled Ivoirian press of his message of sympathy to French President, Francois Hollande, saying: “It is with deep dismay and real grief that I learned of the horrible unjustified attack against the headquarters of the newspaper Charlie Hebdo, causing major casualties and many wounded.” He continued: “The people and the Ivorian government join me to condemn in the strongest terms this heinous act and to address to your excellence and to the bereaved families our sincere condolences and our wishes of a prompt recovery to the injured.”
Former Prime Minister of Lebanon and leader of LI full member the Future Movement, Saad Hariri, also condemned the attack, saying that the killers of the Charlie Hebdo editorial team targeted education and values of Islam. In a statement Hariri said: “Those who use the name of the Holy Prophet as a means to seek revenge and commit the most heinous acts are a group of misguided people who not only aim to harm Islamic-French relations, but also target Islam, as a religion, its values, education and its permanent call for moderation, dialogue and cohesion among religions.”
“In all cases, the attack on the French capital is a clumsy stab that harms Islam and hundreds of thousands of Muslims who have been living in France for decades and benefitting from social, political and human rights. [This attack] could only be executed and planned by those who want to harm Islam and Muslims and set fire to the relations of Arabs and Muslims with the world and other cultures”, Hariri concluded.
Leader of LI member the Partido de la U and President of Colombia, Juan Manuel Santos, declared his solidarity with the people of France and spoke out in defence of civil liberties everywhere. “Life, the freedom of expression and the freedom of the press are universal rights that cannot be violated,” he said.
Leader of Mouvement Réformateur and Prime Minister of Belgium, Charles Michel, expressed his “shock, dismay and fear following the shooting in Paris this morning”, saying all his “thoughts are with the victims and their loved ones.” Leader of LI full member Liberal Party of Canada, Justin Trudeau MP, expressed his dismay for the “horrific attacks,” and extended his condolences and support “to the people of France, the victims, and their families”. Dr Tsai Ing-wen of LI full member DPP Taiwan also condemned the attacks, calling on all to come forward to defend freedom of speech.
MEPs convened on Luxembourg Square in front of the European Parliament to commemorate the victims of the attack in Paris with a minute of silence.
A more comprehensive overview of the liberal response to the attacks in Paris can be found on LI’s Twitter account.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Áramótaávarp Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Deila grein

05/01/2015

Áramótaávarp Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Sigmundur-davíðÁramótaávarp Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, 31. desember 2014.
Kæru landsmenn. Gleðilega hátíð.
Við áramót er venjan að fagna, halda hátíð og gleðjast með þeim sem standa manni næst. Inn í gleðina getur blandast söknuður og eftirsjá eftir liðnum tíma eða ástvinum sem fallnir eru frá. En þótt áramót séu í senn tími til að líta yfir farinn veg og horfa fram á við, tími þar sem bæði söknuður og eftirvænting gera vart við sig, eru áramót fyrst og fremst gleðihátíð.
Þau eru gleðihátíð vegna þess að það liðna er búið og gert, af sumu getum við verið stolt, annað hefðum við viljað gera öðruvísi en við áramót fellst gildi hins liðna fyrst og fremst í því hvernig það nýtist okkur í framtíðinni, sem góðar minningar eða lærdómur og reynsla sem nýta má til að gera hlutina betur.
Framtíðin er hins vegar óráðin. Með allri sinni óvissu og áskorunum felur hún í sér fyriheit um nýjar upplifanir og möguleika, hún vekur forvitni og þrár, hún er forsenda framfara og nýrra tækifæra.
Það er ríkur þáttur í menningu okkar, og raunar í mannseðlinu, að vilja gera betur, ná lengra, upplifa fleira. Það er stundum sagt, og ekki að ástæðulausu, að við séum bara jafngömul og okkur finnst við vera.
Við hlúum best að æskunni í sálinni með því að viðhalda forvitni og þrá eftir að upplifa nýja hluti. Það þarf ekki að vera ferð til fjarlægra landa eða keppni á Ólympíuleikum, upplifunin getur líka falist í því að lesa nýja bók, fylgjast með barni þroskast eða sjá æskustöðvarnar í nýju ljósi.
Ég minnist þess að hafa heyrt viðtal við mann sem orðinn var 100 ára gamall. Hann sagðist vakna glaður á hverjum einasta morgni því honum þótti í senn merkilegt og skemmtilegt að fá að upplifa einn dag í viðbót og sjá sólina rísa einu sinni enn.
Þess vegna eru áramót tilefni fögnuðar um víða veröld, líka hjá þeim sem ekki búa við sömu gæði og sama öryggi og við Íslendingar. Um þessi áramót eigum við að leyfa okkur að gleðjast. Tækifærin sem bíða okkar hafa aldrei verið jafnmörg og stór og þau eru nú.
Íslendingar hafa náð nánast einstökum árangri við uppbyggingu samfélags á liðnum áratugum.
Sum ár hafa skilað okkur lengra fram á veginn en önnur en á heildina litið er saga íslenska lýðveldisins einstök framfarasaga.
Það er nánast sama hvaða alþjóðlegu samanburðarlistar eru skoðaðir, þar sem lagt er mat á lönd eftir hlutum á borð við jafnrétti, lífsgæði, öryggi, heilbrigðisþjónustu, læsi eða langlífi, alls staðar er Ísland á meðal þeirra efstu.
Fulltrúar þessarar fámennu þjóðar hafa líka unnið ótrúleg afrek, t.d. á sviði lista, vísinda og fræða. Jafnvel í stærstu keppnisíþróttum heims hafa fulltrúar okkar unnið frækna sigra og glatt íslensk hjörtu.
Við eigum að vera stolt af þessum árangri okkar Íslendinga og gleðjast yfir honum, ekki til að setja okkur á háan hest á kostnað annarra eða státa okkur af því sem við höfum áorkað og ímynda okkur að það sé sjálfsagður hlutur. Nei við eigum að vera stolt af því sem við og fyrri kynslóðir höfum áorkað vegna þess að það minnir okkur á að við getum gert enn betur.
Þannig segir sú staðreynd að á Íslandi sé lægst hlutfall fátæktar í Evrópu okkur ekki að við eigum að sætta okkur við það hlutfall, hún segir okkur að fátækt eigi ekki að þurfa að vera til á Íslandi.
Á heildina litið hefur árið 2014 skilað okkur vel fram veginn. Kaupmáttur launa hefur aukist um meira en 5% á einu ári en fá dæmi eru um slíkt hvort sem litið er til sögu Íslands eða til annarra landa. Verðmætasköpun jókst meira á árinu en í flestum ef ekki öllum öðrum Evrópulöndum.
Sjaldan hefur tekist jafnvel til og nú að koma á efnahagslegum stöðugleika sem endurspeglast meðal annars í lágri verðbólgu en hún hefur nú mælst undirverðbólgumarkmiði Seðlabankans í tæpt ár.
Atvinnuleysi er komið niður í 3 prósent, um 6.000 ný heilsársstörf hafa orðið til á einu og hálfu ári. Fjárfesting hefur aukist töluvert og mörg og fjölbreytileg atvinnuskapandi verkefni eru í burðarliðnum.
Á sama tíma er tugum milljarða skilað til heimilanna í landinu með lækkun skatta og gjalda og beinum framlögum þar sem sérstaklega er hugað að því að bæta stöðu lágtekjufólks og fólks með millitekjur.
Skerðingar á örorku- og lífeyrisbótum sem ráðist var í fyrir fimm árum hafa að fullu verið afnumdar og framlög til félagsmála aukin verulega. Þau hafa raunar aldrei í sögu landsins verið meiri en þau verða á nýja árinu.
Á árinu var líka hrint í framkvæmd einstæðri aðgerð til að rétta hlut íslenskra heimila sem tóku á sig umtalsverðar byrðar í kjölfar fjármálaáfallsins. Þessar aðgerðir og önnur úrræði fyrir þá sem vilja eignast heimili eða leigja munu hafa jákvæð áhrif á allt samfélagið. Þær draga úr greiðslubyrði og auka ráðstöfunartekjur og áhrifin koma ekki aðeins fram á árinu 2015, þeirra mun gæta áratugi fram í tímann.
Árið 2014 bætti stöðu okkar til mikilla muna en nú er rétt að líta fram á veginn og minnast þess að árangur ársins 2014 hefur alla burði til að verða traustur grunnur áframhaldandi framfara á árinu 2015.
Árangur ársins sem við kveðjum í kvöld náðist ekki af sjálfum sér. Margir lögðu mikið á sig til að gera hann að veruleika.
Því betur sem við stöndum saman að því að nýta tækifæri nýja ársins, þeim mun meiri verður afraksturinn.
En forsenda þess að ná árangri í framtíðinni verður hér eftir sem hingað til sú að við höfum trú á okkur sjálfum, trú á landinu okkar og trú á getu íslenskrar þjóðar til að byggja upp og sækja fram.
Á nýju ári mun ríkisstjórnin vinna að framþróun alls þess sem er til þess fallið að gera líf sem flestra betra. -Verkefnum sem bæta samfélagið, stuðla að betri heilsu, meira öryggi, betri kjörum, fallegra og heilnæmara umhverfi og meiri gleði.
Að þessu viljum við vinna með hverjum þeim sem vill leggja hönd á plóg með okkur. Við gerum okkur grein fyrir því að mestur árangur næst með samvinnu. Samfélag er samvinnuverkefni.
Takist að ná samstöðu, meðal annars um að huga sérstaklega að því að bæta kjör fólks með lægri- eða millitekjur má í upphafi hins nýja árs leggja grunn að áframhaldandi verðlagsstöðugleika og kaupmáttaraukningu.
Fátt er okkur meira virði en heilsa okkar og okkar nánustu. Þess vegna hefur verið forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónustu en á árinu 2015 verður meira fjármagni varið til Landspítalans en nokkurn tímann áður, auk sjöföldunar árlegs framlags til tækjakaupa á spítalanum.
Áfram verður haldið við að bæta heilbrigðiskerfið með það að markmiði að heilbrigðisþjónusta á Íslandi jafnist á við það sem best gerist í heiminum.
Samhliða því verður ráðist í sérstakt lýðheilsuátak.Það að hver og einn hugi að eigin heilsu er árangursríkasta og hagkvæmasta leiðin til að auka lífsgæði og styrkja heilbrigðiskerfið.
Stóraukin framlög til vísinda- og rannsókna munu þegar á árinu 2015 ýta verulega undir það mikla nýsköpunarstarf sem verið hefur að leysast úr læðingi á Íslandi á síðustu misserum.
Á nýju ári verður hafist handa við eitt stærsta framfaramál sem hægt er að ráðast í til að styrkja innviði og byggðir landsins. Hafin verður vinna við átaksverkefni við að ljósleiðaravæða allt landið, hvern einasta bæ, hvern dal og fjörð og tengja þannig landið allt við hraðbraut upplýsinga og samskipta.
Reynslan sýnir að umhverfi okkar, eins og veðrið, hefur mikil áhrif á lífsgæði, það hvernig okkur líður. Áfram verður allra veðra von á Íslandi en ný lög um verndarsvæði í byggð og önnur mál sem stuðla munu að fegrun borga, bæja og sveita munu færa Ísland í hóp þeirra landa sem mestum árangri hafa náð í fegrun umhverfisins.
Við getum því vonandi litið aftur til áranna 2013 og 2014 sem upphafsára mikils uppbyggingarskeiðs í íslensku samfélagi, sannkallaðs endurreisnartíma.
Þó má ekki gleyma því að enn á eftir að ljúka veigamiklum þætti í uppgjöri fjármálaáfallsins sem Íslendingar upplifðu af fullum þunga, fyrstir þjóða, fyrir rúmum sex árum.
Enn eru í landinu höft á flutningi fjármagns. Stærsta hindrunin í afnámi hafta eru svokölluð slitabú hinna föllnu banka en þau hafa þegar starfað lengur en æskilegt getur talist. Framan af nutu slitabúin skattleysis þrátt fyrir að vera að flestu leyti rekin eins og fyrirtæki. En með skattlagningu búanna er það efnahagslega svigrúm sem er óhjákvæmilegur liður í afnámi hafta nú loks byrjað að myndast.
Það er nauðsynlegt að þessi fyrirtæki leggi sitt af mörkum til samfélagsins.
Víða erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum, hafa fjármálafyrirtæki, sem í flestum tilvikum var haldið gangandi með aðgangi að ríkiskassa landanna verið látin greiða himinháar sektir ofan á endurgreiðslu lána til að bæta samfélögunum það tjón sem hlotist hafði af framgöngu þeirra.
Frá því að ný ríkisstjórn tók við hefur farið fram umfangsmikil vinna við að meta eftirstöðvar fjármálaáfallsins og hvernig best sé að vinna úr þeim. Sú vinna hefur skilað því að stjórnvöld eru nú vel í stakk búin til að ráðast í veigamiklar aðgerðir snemma á nýju ári.
Hvaða leið sem verður farin mun ríkisstjórnin aldrei hvika frá því að standa vörð um hagsmuni almennings í landinu. Íslenska þjóðin hefur þegar tekið á sig allan þann kostnað sem hægt er að ætlast til af henni vegna hins alþjóðlega fjármálaáfalls, kostnað sem hefði hæglega getað orðið enn þá meiri og jafnvel óbærilegur ef Íslendingar hefðu ekki staðið á rétti sínum.
Við lausn þessa verkefnis ríður mikið á að við stöndum öll saman Íslendingar, þá verður þetta mikla hagsmunamál þjóðarinnar, eins og önnur, farsællega til lykta leitt.
Kæru landsmenn.
Grunnstoðir íslensks samfélags eru sterkar og á þeim er gott að byggja. Það er afrakstur þrotlausrar vinnu og framsýni kynslóðanna sem á undan gengu. Við áramót er við hæfi að minnast þess, þakka það og virða. Það er líka við hæfi að færa sérstakar þakkir til þeirra tugþúsunda Íslendinga sem leggja á sig ómælt erfiði í sjálfboðvinnu til að bæta líf í þessu landi og auka velferð og öryggi samborgaranna.
Árið 2014 minnti okkur oft á að þótt náttúra landsins sé gjöful og fögur reynist hún oft viðsjárverð. Fórnfýsi og hugrekki íslenskra björgunarsveita reyndist okkur ómetanleg þetta árið eins og svo oft áður og minnti á að björgunarsveitirnar hljóta að teljast eitt mesta stolt þessarar þjóðar.
Á þessum tímamótum er líka viðeigandi að hugsa með hlýhug til þeirra sem eru að takast á við veikindi eða aðra erfiðleika og þeirra sem rétta þeim hjálparhönd.
Nýtt ár nýrra tækifæra er aðganga í garð. Leyfum okkur að gleðjast, með því sýnum við þakklæti fyrir þá gæfu sem okkur hefur hlotnast sem þjóð en með því að gleðjast verðum við líka betur í stakk búin til að gera lífið á Íslandi enn betra, hjálpa þeim betur sem þurfa hjálpar við hér heima og erlendis og halda áfram hinni miklu framfarasögu þessa góða lands.
Berum virðingu fyrir fortíðinni, trúum á framtíðina og fögnum því að nú hefjist nýtt ár nýrra tækifæra.
Ég óska ykkur öllum gleði og farsældar á nýju ári.

Categories
Fréttir

Sigrún tekur við lyklum að umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Deila grein

05/01/2015

Sigrún tekur við lyklum að umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

sigrunmagnusdottir-vefmyndSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók við lyklum að ráðuneytinu úr höndum Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2. janúar.
Sigrún tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra á ríkisráðsfundi á gamlársdag. Að lokinni lyklaafhendingu heilsaði nýr ráðherra upp á starfsfólk sitt.
Sigrún hefur ráðið Ingveldi Sæmundsdóttur aðstoðarmann sinn en Ingveldur var áður aðstoðarmaður Sigurðar Inga í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Sigrún nýr ráðherra

Deila grein

31/12/2014

Sigrún nýr ráðherra

sigrunmagnusdottir-vefmyndSigrún Magnúsdóttir tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra á ríkisráðsfundi í dag, gamlársdag.
Sigrún er fædd 15. júní 1944. Eiginmaður hennar er Páll Pétursson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og alls eiga þau fimm uppkomin börn. Sigrún lauk kvennaskólaprófi og landsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1961, prófi frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1962 og stundaði nám við öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð 1974-1976. Þá lauk hún BA-prófi í þjóðfræði og borgarfræðum frá Háskóla Íslands árið 2006.
Sigrún á að baki farsælan feril í stjórnmálum auk þess að búa að víðtækri reynslu úr atvinnulífinu. Sigrún hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir ríki og borg og sat í borgarstjórn Reykjavíkur í 16 ár, m.a. sem formaður borgarráðs í 6 ár og formaður borgarstjórnarhóps Reykjavíkurlistans frá 1994 til 2002. Hún hefur setið í stjórnum margra fyrirtækja og stofnana borgarinnar og leitt mikilvæg verkefni, t.d. á sviði mennta- og fræðslumála. Sigrún var kjörin á þing vorið 2013 og hefur setið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og verið formaður Þingvallanefndar auk þess að gegna embætti þingflokksformanns.
Sigrún tekur við lyklum að umhverfis- og auðlindaráðuneytinu næstkomandi föstudag, 2. janúar 2015 úr höndum Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Tómas Árnason látinn

Deila grein

30/12/2014

Tómas Árnason látinn

tomasarnasonTómas Árnason, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og seðlabankastjóri lést á Landspítalanum á aðfangadag, 91 árs að aldri.
Tómas var fæddur á Hánefsstöðum við Seyðisfjörð 21. júlí 1923. Forelrar hans voru Árni Vilhjálmsson (f. 9. apríl 1893, d. 11. jan. 1973) útgerðarmaður og síðar erindreki Fiskifélags Íslands og Guðrún Þorvarðardóttir (fædd 7. janúar 1892, dáinn 26. október 1957) húsmóðir. Eiginkona Tómasar var Þóra Kristín Eiríksdóttir (f. 13. mars 1926, d. 14. jan. 2007) húsmóðir. Synir þeirra eru: Eiríkur (1950), Árni (1955), Tómas Þór (1959), Gunnar Guðni (1963).
Nám í Alþýðuskólanum á Eiðum 1939—1941. Stúdentspróf MA 1945. Lögfræðipróf HÍ 1949. Framhaldsnám við Harvard Law School í Bandaríkjunum 1951—1952 og lauk þar prófi í alþjóðaverslunarrétti. Hdl. 1950. Hrl. 1964.
Rak málflutningsskrifstofu á Akureyri 1949—1951 og 1952—1953, jafnframt stundakennari við gagnfræðaskólann þar, erindreki framsóknarfélaganna og blaðamaður við Dag. Starfsmaður í utanríkisráðuneytinu 1953—1960, forstöðumaður og deildarstjóri varnarmáladeildar frá stofnun hennar 10. nóv. 1953 til 1960. Rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík ásamt Vilhjálmi bróður sínum 1960—1972. Framkvæmdastjóri Tímans 1960—1964. Framkvæmdastjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972—1978 og 1983—1984. Skip. 1. sept. 1978 fjármálaráðherra, lausn 12. okt. 1979, en gegndi störfum til 15. okt. Skip. 8. febr. 1980 viðskiptaráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí. Bankastjóri við Seðlabanka Íslands 1985—1993.
Gjaldkeri Framsóknarflokksins 1968—1978 og ritari hans 1979—1983. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1969. Fulltrúi á fundum Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1974—1977 og 1983—1984. Í stjórnarskrárnefnd 1976—1978. Fulltrúi Íslands á fundum Alþjóðabankans 1978—1982. Í ráðherraráði EFTA-landanna 1980—1983, formaður ráðsins 1982. Fulltrúi Íslands á fundum þingmannanefndar EFTA 1983—1984.
Alþingismaður í Austurlandskjördæmi 1974—1984.
Vþm. Eyfirðinga jan.—febr. 1956, Norður-Múlasýslu jan. og júlí—ágúst 1959 og Austurl. jan., febr.—mars og okt.—nóv. 1968, febr. og mars—apríl 1969, mars—apríl, okt.—nóv. og des. 1970, febr. 1971, febr.—mars 1972 og mars 1973.
Fjármálaráðherra 1978—1979, viðskiptaráðherra 1980—1983.
Framsóknarflokkurinn vottar aðstandendum sína dýpstu samúð.

Categories
Fréttir

Eflum starf á sviði forvarna og lýðheilsu

Deila grein

18/12/2014

Eflum starf á sviði forvarna og lýðheilsu

Sigmundur-davíðHaldið var málþing um lýðheilsumál í Safnahúsinu við Hverfisgötu á dögunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, ávarpaði málþingið og sagði að góð heilsa væri eitt það mikilvægasta í lífi hvers manns. Hann sagði að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kæmi fram að lýðheilsa og forvarnastarf yrði meðal forgangsverkefna. Ríkisstjórnin hefði mikinn vilja til að auka almenn lífsgæði landsmanna með því að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu og draga þannig úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar.
Nánar:  Verkefnisstjórn um lýðheilsu
„Stjórnvöldum ber að mínu mati að skapa aðstæður til að auðvelda fólki að efla heilsu sína. Þess vegna var skipuð sérstök ráðherranefnd um lýðheilsu í mars síðastliðnum. Við vitum að uppeldi og fyrirmyndir skipta miklu máli um hvernig við mótumst sem einstaklingar og að áhrif forráðamanna skipta þar miklu. Þó vitum við líka að áhrif frá vinahópnum, fjölmiðlum og öðrum skipa einnig stóran sess,“ sagði Sigmundur Davíð.
Sigmundur Davíð sagði áhuga vaxandi meðal sveitarfélaga á að gerast Heilsueflandi samfélög, þar sem reynt er að fá allt samfélagið til að vinna að sama marki; leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, vinnustaði og heimili.
„Við verðum öll að átta okkur á því að þrátt fyrir annasöm störf verðum við að gefa okkur tíma til að huga að heilsunni. Við þurfum öll að setja hreyfingu á dagskrá okkar um leið og við hugum að mataræðinu. Ég er sjálfur að reyna að taka mig á í því efni. Það tók dálítinn tíma að venja sig á reglubundna hreyfingu en eftir að það tókst vill maður síst af öllu missa það úr dagskránni. Og þegar tekst að venja sig á hollari mat langar mann ekki lengur í óhollustuna,“ sagði Sigmundur Davíð.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Hvers vegna ekki að tryggja umhverfisvænt rafmagn hér innan lands?

Deila grein

17/12/2014

Hvers vegna ekki að tryggja umhverfisvænt rafmagn hér innan lands?

lineikLíneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður ræddi á Alþingi í gær í störfum þingsins um verð á raforku og spurði hvort að ekki væri brýnt að tryggja umhverfisvænt rafmagn hér innan lands í stað þess að vinna að útflutningi okkar umhverfisvænu orku?
„Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í fiskmjölsiðnaðinum hér á landi því að í flestum verksmiðjunum eða bræðslunum er búið að koma upp rafskautakötlum í stað olíukatla þannig að skipt hefur verið úr olíunotkun yfir í rafmagnsnotkun,“ sagði Líneik Anna.
Nú ber hins vegar svo við að útlit er fyrir að rafskautakatlar verksmiðjanna standi ónotaðir í vetur og í staðinn verði brennt svartolíu á komandi loðnuvertíð, en orkufyrirtækin hafa tilkynnt miklar hækkanir á verði á ótryggðri orku á sama tíma og olíuverð lækkar.
„Verksmiðjurnar hafa haldið olíukötlunum við til að geta gripið til þeirra þegar rafmagn hefur verið skammtað. Nú virðist rafmagnsverðið vera að hækka um 30–50% þannig að einhver fyrirtæki hafa nú þegar ákveðið að skipta alfarið yfir í olíu,“ sagði Líneik Anna.
„Ég velti jafnframt fyrir mér hvaða áhrif þessar rafmagnshækkanir hafi á stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem hafa verið með nokkuð hagstæða samninga um notkun á umframorku í sínum rekstri,“ sagði Líneik Anna.
Nefndi Líneik Anna sem dæmi, hitaveitur, sundlaugar, íþróttahús, heilbrigðisstofnanir, elliheimili og skóla.
„Það getur ekki verið þjóðfélagi okkar til góðs að láta umframorkuna ónotaða, eyða þess í stað gjaldeyri í olíu og menga umhverfið þegar aðrar leiðir eru mögulegar,“ sagði Líneik Anna að lokum.

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Nettóáhrifin munu verða til lækkunar vöruverðs

Deila grein

17/12/2014

Nettóáhrifin munu verða til lækkunar vöruverðs

Þorsteinn sæmundsson_SRGB_fyrir_vefÞorsteinn Sæmundsson alþingismaður ræddi á Alþingi í gær breytingarnar á sköttum og vörugjöldum og áhrif þeirra til lækkunar vöruverðs á Íslandi.
„Þær munu leiða til lækkunar vegna þess að nettóáhrifin eru þannig að lækkun efra þreps virðisaukaskatts og vörugjalda mun gera meira en að vega upp á móti hækkun á neðra þrepinu.“
Þorsteinn minnti á að mikil væri ábyrgð þeirra sem sjá um vörudreifinguna, þe. ráðstöfuninni á áhrifinum afnámi vörugjalda.
„Það verður að segjast eins og er að undanfarið ár hefur sú stétt ekki staðið undir þeirri ábyrgð vegna þess að gengisstyrking krónunnar hefur ekki skilað sér í vöruverð eins og vera skyldi. Það er í raun þannig að sú inneign sem neytendur eiga hjá kaupmannastéttinni í landinu gerir meira ein og sér en að dekka hækkun lægra þreps virðisaukaskatts.“
Mikilvægt er að neytendur fylgist mjög vel með þróun vöruverðs á næstunni, það verður hlutverk allra landsmanna.

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]