Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Árborg samþykktur

Deila grein

13/12/2013

Framboðslisti Framsóknar í Árborg samþykktur

helgisigFramboðslisti Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Árborg 2014 var samþykktur á fjölmennum félagsfundi í Framsóknarhúsinu á Selfossi í kvöld. Það var mikill einhugur á fundinum og stefnan sett hátt fyrir næsta vor. Uppstillingarnefnd sem skipuð var í byrjun október lagði fram tillögu sína sem var samþykkt samhljóða. Helgi S. Haraldsson bæjarfulltrúi skipar fyrsta sæti listans og Íris Böðvarsdóttir er í öðru sæti. Ragnar Geir Brynjólfsson situr í þriðja sæti og Karen H. Karlsdóttir Svendsen er í fjórða sæti. Í kosningum árið 2010 fékk flokkurinn einn bæjarfulltrúa kjörinn í bæjarstjórn.
Listinn í heild sinni:

  1. Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi og svæðisstjóri, Selfossi
  2. Íris Böðvarsdóttir, varabæjarfulltrúi og sálfræðingur, Óseyri
  3. Ragnar Geir Brynjólfsson, kerfisstjóri og framhaldsskólakennari, Selfossi
  4. Karen Karlsdóttir Svendsen, leiðbeinandi og háskólanemi, Selfossi
  5. Guðrún Þóranna Jónsdóttir, sérkennari, Selfossi
  6. Þorgrímur Óli Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Selfossi
  7. Gissur Kolbeinsson, fulltrúi hjá BHM, Selfossi
  8. Björgvin Óli Ingvarsson, trésmiður og sjúkraflutningamaður, Geirakoti
  9. Renuka Perera, veitingakona, Tjarnarbyggð
  10. Björn Harðarson, bóndi, Holti
  11. Guðbjörg S. Kristjánsdóttir, grunnskólakennari, Selfossi
  12. Arnar Elí Ágústsson, sölustjóri, Tjarnarbyggð
  13. Sylwia Konieczna, matráður, Selfossi
  14. Þórir Haraldsson, lögfræðingur, Selfossi
  15. Jón Ólafur Vilhjálmsson, stöðvarstjóri, Selfossi
  16. Sigrún Jónsdóttir, þjónustufulltrúi, Selfossi
  17. Ármann Ingi Sigurðsson, tæknimaður, Selfossi
  18. Margrét Katrín Erlingsdóttir, löggiltur bókari, Stóra-Aðalbóli

Málefnavinna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hefst strax eftir áramót en öllum íbúum sveitarfélagsins verður boðið að koma að þeirri vinnu með einum eða öðrum hætti.

Categories
Fréttir

Mikilvægt er að raddir kvenna heyrist

Deila grein

11/12/2013

Mikilvægt er að raddir kvenna heyrist

Eygló Harðardóttir„Ég vonast til að Ísland geti lagt af mörkum í samstarfi þjóðanna og tekið virkan þátt í því mikilvæga sameiginlega verkefni að bæta stöðu kvenna og stuðla að jafnrétti kynjanna, hvar sem er í heiminum“ sagði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, þegar hún veitti viðtöku jafnréttisverðlaunum fyrir Íslands hönd á þingi Alþjóðasamtaka þingkvenna (Women in Parliaments) í síðustu viku í Brussel á vegum Evrópuþingsins.

Konur á Nýja Sjálandi fyrstar kvenna með kosningarétt
Verðlaunaafhendingin fór fram í tilefni þess að 120 ár eru liðin frá því að konur á Nýja Sjálandi fengu kosningarétt, fyrstar kvenna. Þátttakendur komu víðs vegar að úr heiminum og í hópi þeirra voru margir vel þekktir stjórnmálamenn, Nóbelsverðlaunahafar, aðgerðasinnar og áhrifavaldar á sviði jafnréttismála sem ræddu hvernig konur í leiðtogastöðum geta stuðlað að mikilvægum breytingum í stjórnmálum og samfélaginu almennt.
Í nýlegri úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) á stöðu jafnréttismála sem tekur til 136 landa varð Ísland í fyrsta sæti þriðja árið í röð. Matið byggist á þáttum eins og stjórnmálaþátttöku, þátttöku í atvinnulífinu og efnahagslegum jöfnuði og tækifærum til þess að njóta menntunar og heilbrigðisþjónustu.
Viðurkenningunni fylgir ábyrgð
Eygló Harðardóttir velferðarráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tóku við viðurkenningum fyrir Íslands hönd fyrir þann framúrskarandi árangur sem náðst hefur í því að brúa bilið milli kynja líkt og fram kemur í úttekt Alþjóðaefnahagsráðsins. Í ávarpi sem Eygló flutti við þetta tækifæri sagði hún meðal annars:
eyglo-hardardottir-Fra-WIP-verdlaunaafhendingunni„Það er mér mikill heiður að standa í þessum sporum og veita viðtöku fyrir hönd Íslands þeirri viðurkenningu sem hér er veitt.
Réttindi kvenna eru mannréttindi og engin þjóð getur staðið undir nafni sem heil og sameinuð þjóð ef konur og karlar fá ekki notið til jafns allra réttinda og tækifæra sem samfélagið hefur upp á að bjóða.
Eins og við vitum er staða kvenna í heiminum afar ólík eftir löndum og heimshlutum. Ástæðurnar fyrir kynbundnu misrétti eru margvíslegar – og ræturnar geta legið djúpt og því reynst erfitt að uppræta þær. Þetta vitum við öll en við vitum líka að með þrotlausri vinnu, sterkum vilja og trú á málstaðinn getum við flutt fjöll og rutt öllum hindrunum úr vegi.
Jafnrétti kynja er mikilvæg forsenda fyrir hagsæld og velferð þjóða. Rannsóknir sýna að valdefling kvenna og kynjajafnrétti stuðlar að aukinni framleiðni, eflir stofnanir samfélagsins og leggur grunn að betri framtíð komandi kynslóða.
Sú þjóð sem tryggir ekki rétt kvenna til menntunar, atvinnuþátttöku, stjórnmálaþátttöku og efnahagslegra gæða til jafns við karla – sú þjóð sem heldur konum niðri með því að neita þeim um sjálfstæði og sjálfræði og fulla þátttöku og áhrif í samfélaginu – sú þjóð grefur undan sjálfri sér og möguleikum sínum til að blómstra og dafna í framtíðinni.“
Eygló lagði áherslu á að viðurkenningin feli ekki í sér að verkefninu sé lokið, hún sé miklu fremur hvatning til þess að gera enn betur í því að efla þátttöku kvenna á öllum sviðum samfélagsins, styrkja áhrif kvenna í atvinnulífinu og stjórnmálalífinu og útrýma kynbundnum launamun. „Það er ánægjulegt og mikils virði fyrir okkur Íslendinga að hafa öðlast þennan sess í samfélagi þjóðanna – að vera þjóð sem litið er upp til fyrir að tryggja konum mannréttindi sem ættu að vera sjálfsögð – en eru það því miður ekki svo víða um heim. Ég lít svo á að verðlaunin sem hér eru afhent feli ekki aðeins í sér viðurkenningu heldur fylgi henni einnig ábyrgð. Ég vonast til að Ísland geti lagt af mörkum í samstarfi þjóðanna og tekið virkan þátt í því mikilvæga sameiginlega verkefni að bæta stöðu kvenna og stuðla að jafnrétti kynjanna, hvar sem er í heiminum.“
Strengthening women’s political participation

LIBIERAL_Minister_Eyglo_03Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra var svo frummælandi á sameiginlegum fundi Liberal International og National Democratic Institute við sama tækifæri er bar yfirskriftina “strengthening women’s political participation” til heiðurs Madeleine Albright en hún hefur verið í forsvari fyrir samtökin í um 10 ár.

Umræður á ráðstefnunni tengdist, m.a. því hvernig ná má fram breytingum í stjórnmálum svo að þau laði að fleiri konur og í því sambandi voru viðraðar hugmyndir um hvernig konur geta búið sér til samskiptanet jafnvel þvert á lönd og landamæri til þess að efla böndin sín á milli. Einnig spunnust umræður um hvort og hvernig núverandi kosningakerfi hvetur eða letur konur til stjórnmálastarfa.
Eygló Harðardóttir sagði m.a. í erindi sínu að það ætti ekki aðeins að einblína á það að konur eru í minnihluta í stjórnmálum heldur verður að greiða götu þeirra svo að Líneik Anna Sævarsdóttirraddir þeirra heyrist. Konur gegna mikilvægu sjálfboðaliðastarfi innan stjórnmála og það verður að hlúa að hugmyndum þeirra. Einnig að það væri sameiginlegt verkefni að bæta stöðu kvenna og stuðla að jafnrétti kynjanna, hvar sem er í heiminum. Það er því ljóst að kvenkyns leiðtogar standa frammi fyrir ögrunum sem sem kallar á aukinn stuðning allra þeirra er málið varðar.
Á ráðstefnunni voru fulltrúar er komu víðsvegar að úr heiminum og tengjast þeir allir jafnréttismálum með einum eða öðrum hætti. Frummælendur sátu fyrir svörum og spunnust afar áhugaverðar umræður, m.a. talaði Fuziah Binti Salleh frá People´s Justice Party (PKR, Malasia) um reynslu sína og benti á mikilvægi þess að brjóta upp hefðbundnar staðalímyndir. Hún sagði einnig frá því að hennar flokkur væri eini aðilinn í Asíu sem hefur nú kynnt kynjakvóta og útskýrði í framhaldi mikilvægi þess að stuðla að hvatningu og þjálfun fyrir kvenkyns leiðtoga framtíðarinnar í stjórnmálum ásamt því að styðja við karla til að svo geti orðið.
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður var einnig fulltrúi Íslands á þessum fundum.

Categories
Fréttir

Leiðtogar frjálslyndra flokka minna á alþjóðadag mannréttinda

Deila grein

10/12/2013

Leiðtogar frjálslyndra flokka minna á alþjóðadag mannréttinda

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, tók þátt í að minna á alþjóðadag mannréttinda (International Human Rights Day) ásamt Nick Clegg, Shirin Ebadi og fleiri forystumönnum frjálslyndra flokka á vef Liberal International í dag. Sameinuðu þjóðirnar stofnuðu til Alþjóðadags mannréttinda árið 1950 til að vekja athygli á Mannréttindayfirlýsingunni og efla baráttu fyrir mannréttindum í heiminum.
Sigmundur Davíð minnti á að í dag heiðrar fólk um allan heim minningu Nelson Mandela, sem í lifanda lífi varð eitt af helstu táknum baráttunnar fyrir mannréttindum í heiminum, og hvatti til þess að minning hans yrði þeim sem eftir lifa hvatning til að gefast aldrei upp í baráttunni fyrir því að allir jarðarbúar fái notið mannréttinda, frelsis og réttlætis.
Lesa má hvatningu Sigmundar Davíðs og ummæli annarra á vef Liberal International.

Categories
Fréttir

Jólafundur kvennadeildar Framsóknarfélags Reykjavíkur

Deila grein

04/12/2013

Jólafundur kvennadeildar Framsóknarfélags Reykjavíkur

jolafundurKvennadeild Framsóknarfélags Reykjavíkur heldur jólafundinn sinn fimmtudaginn 5. desember í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 33, kl. 20:00.
Fundurinn verður  með hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár – rjúkandi súkkulaði með rjóma, piparkökur, stollen með smjöri og ostar. Málsháttasiðurinn verður í heiðri hafður og biðjum við fólk að muna eftir að taka pakka með sér til fundarins.
Dagskrá:

  1. Guðni Ágústsson les upp úr ný útkominni bók sinni
  2. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem skipar 2. sæti lista Framsóknarflokksins til borgarstjórnarkosninga les jólasögu
  3. Valgerður Sveinsdóttir, sem skipar 3. sæti lista Framsóknarflokksins til borgarstjórnarkosninga les ljóð
  4. Sigrún Magnúsdóttir, þingmaður stýrir málsháttaatriði
  5. Óvæntar uppákomur

Hlökkum til að sjá ykkur öll í aðventu – og jólaskapi
 
Kvennadeild Framsóknarfélags Reykjavíkur 

Categories
Fréttir

Uppstilling í Norðurþingi

Deila grein

04/12/2013

Uppstilling í Norðurþingi

Toggi-formadurÁ félagsfundi hjá Framsóknarfélagi Þingeyinga s.l. laugardag var samþykkt að stilla upp á B-lista Framsóknarflokks í Norðurþingi. Jafnframt var samþykkt tillaga þess efnis að stjórn félagsins skuli skipa uppstillingarnefnd sem síðan leggur tillögu sína fyrir félagsfund.

Þorgrímur Sigmundsson er formaður Framsóknarfélags Þingeyinga. FRÉTTABRÉFI FRAMSÓKNAR lék forvitni á að vita meira um Þorgrím og fengum hann til að segja okkur eitt og annað af sér og flokksstarfinu.

Hvar ertu fæddur og hvenær?  Ég er fæddur á sjúkrahúsinu á Húsavík 18. apríl 1976. Í logni og glampandi sól.

Við hvað starfar þú?  Ég er verktaki hjá Íslandspósti (landpóstur) og þar áður var ég forvarnarfulltrúi og ráðgjafi hjá félagsþjónustu Norðurþings.

Hvers vegna framsóknarmaður?  Félagshyggju og samvinnuhugsjónin hefur fallið vel að þeim gildum sem ég vil standa fyrir. Hún er laus við öfgar hvort heldur sem er til hægri eða vinstri og felur í sér bæði áherslu á frelsi til athafna sem og sameiginlega ábyrgð á því að allir eigi að geta notið grunnréttinda. Sem endurspeglast t.d. í þeim skilningi að ríkisvaldið getur þurft að koma með afgerandi hætti að uppbyggingu atvinnutækifæra án þess þó að hefta einstaklingsframtakið.

Hvernig hefur vetrarstarfið farið í gang hjá félaginu?  Við hittumst alla laugardagsmorgna í Kiwanishúsinu og ræðum það sem ber hæst hverju sinni hvort heldur sem er í bæjarmálunum eða landsmálunum. Þessir fundir eru alla jafna vel sóttir og oft mikið fjör í umræðunni. Einnig höldum við með reglubundnum hætti sérstaka bæjarmálafundi og erum þá örlítið formlegri, kjörnir fulltrúar gera okkur þá betur grein fyrir gangi mála í sveitarstjórnarmálunum en á hefðbundnum laugardagsfundum. Þessir fundir eru mjög mikilvægir fyrir okkur og gegna lykilhlutverki þegar kemur að því sem nú er svo mjög kallað eftir, þ.e. opnari stjórnsýslu.

HPIM0539Framundan hjá okkur núna er hinn geisivinsæli jólagrautur og verður hann laugardaginn 14. desember í Kiwanishúsinu og þangað eru allir velkomnir. Í framhaldi af samþykkt félagsfundar okkar er uppstillingarnefndin nú að hefja vinnu við að setja saman framboðslista og reikna ég með því að fulltrúaráðið verði kallað saman, nefndinni til stuðnings, til að nýta krafta sem flestra, en í því felst mikill styrkur.

Framsóknarflokkurinn í Norðurþingi hefur alloft staðið sig vel í kosningum, fengið nær 40% atkvæða, hvað eruð þið að gera sem skilar svo góðum árangri?  Þar er margt sem spilar saman og ekkert eitt sem hægt er að draga út fyrir sviga. En nefna má í þessu samhengi öflugt grasrótarstarf, laugardagsfundirnir, bæjarmálafundirnir og almennt góða samfellu í flokksstarfinu. Þá hefur málefnastaða flokksins verið traust og við höfum borið gæfu til að stilla upp öflugum frambjóðendum af báðum kynjum á mismunandi aldri og með ólíka reynslu. Allt þetta hefur skapað góðan grunn fyrir hverjar kosningar.

FRÉTTABRÉF FRAMSÓKNAR óskar Framsóknarfélagi Þingeyinga velfarnaðar í starfi.

 

Categories
Fréttir

Tillögur kynntar í ríkisstjórn

Deila grein

29/11/2013

Tillögur kynntar í ríkisstjórn

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSérfræðingahópur um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána skilaði ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna niðurstöðum sínum á fundi klukkan níu í morgun. Að því búnu kynnti forsætisráðherra tillögurnar í ríkisstjórn. Ríkisstjórnin samþykkti að halda áfram vinnu við undirbúning að framkvæmd tillagnanna, m.a. smíði lagafrumvarpa á grundvelli þeirra.
Útfærsla tillagnanna felur í sér viðamestu efnahagsaðgerð ríkisstjórnarinnar til þessa.
Tillögurnar og aðgerðaráætlunin verða kynntar á sérstökum fréttamannafundi á morgun eftir að þær hafa fengið umfjöllun hjá þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna. Tillögurnar verða síðan kynntar á vef ráðuneytisins í framhaldinu.
Sérfræðingahópurinn var skipaður 16. ágúst sl. undir formennsku Sigurðar Hannessonar. Hópurinn hefur síðan unnið að tillögum um útfærslu og framkvæmd höfuðstólslækkunar verðtryggðra húsnæðislána. Hópurinn byggði vinnu sína á þeim forsendum sem fram komu í þingsályktun sem samþykkt var í júní sl., þ.e. að leiðrétta skyldi þann forsendubrest sem heimili urðu fyrir vegna verðbólguskots áranna 2007-2010. Skipaðir voru fjórir undirhópar sérfræðinganefndarinnar sem unnið hafa samhliða henni að útfærslu einstakra þátta. Einnig hafa utanaðkomandi sérfræðingar verið fengnir til að vinna afmarkaða hluta t.d. mat á efnahagslegum áhrifum. Samhliða vinnu sérfræðingahópsins hefur verið unnið að gerð frumvarps um höfuðstólsleiðréttingar sem ríkisstjórnin væntir að geta lagt fram á yfirstandandi þingi.

Categories
Fréttir

Ræða Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundi

Deila grein

28/11/2013

Ræða Sigmundar Davíðs á miðstjórnarfundi

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, ávarpaði miðstjórn flokksins á Selfossi. Hlýða má á ræðu hans hér.
Raeda Sigmundar
Miðstjórnarfundurinn var mjög fjölsóttur og mikill hugur í mönnum. Á fundinum var sérstaklega til umræðu félagsstarf flokksins á komandi starfsári. Kosið var í fastanefndir miðstjórnar þ.e. í fræðslu- og kynningarnefnd og í málefnanefnd.

Categories
Fréttir

Sigurður Ingi brást skjótt við

Deila grein

25/11/2013

Sigurður Ingi brást skjótt við

Sigurður Ingi JóhannssonSigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur heimilað í ljósi þess að síld er gengin inn á Kolgrafafjörð síldveiðar séu frjálsar innan brúar í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi.Vonast er til þess að veiðar þessar geti hvoru tveggja bjargað verðmætum og haft mögulegan fælingarmátt þannig að síldin gangi fyrr út úr firðinum en ella. Þá mun Hafrannsóknarstofnun hefja tilraunir með að fæla síldina burt með sérstökum útbúnaði sem gefur frá sér háhyrningahljóð, sem vitað er að síldin forðast undir venjulegum kringumstæðum.
roskur-radherraÞað er rétt sem segir í leiðara Fréttablaðsins í dag að “á svona dögum er mikilvægt að stjórnvöld séu ekki föst í viðjum þunglamalegs kerfis. Yfirvöld verða að vera í stakk búin til að geta tekið skjótar ákvarðanir. Því miður gerist það of sjaldan að það er eins afdráttarlaust tekið af skarið og á föstudaginn. Lílega verður af nógu að taka í stórum ákvörðunum næstu daga.”
Tengill:
https://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=0a74c363-05ac-41d4-8eac-b197996210e1

Categories
Fréttir

Öll fyrirheit uppfyllt

Deila grein

23/11/2013

Öll fyrirheit uppfyllt

sdg-midstjorn-selfossi“Munum uppfylla öll þau fyrirheit sem við höfum gefið. Við ætlum að leiðrétta fyrir sérstökum verðbólguáhrifum sem bankarnir bjuggu til. Við blöndum leiðum í samræmi við stjórnarsáttmálann og þingsályktunartillögu og úr því kemur besta niðurstaðan. Það verður ekki vandamál fyrir okkur vegna þess að við lögðum sjálf til að skattaleiðin yrði farin. Hún hefur ýmsa kosti og spilar vel saman við hitt”, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins í ræðu sinni á haustfundi miðstjórnar á Selfossi.
“Athuganir sérfræðinganna hafa staðfest hversu öfugir hvatar hafa verið á síðasta kjörtímabili. Ótal raunveruleg dæmi sýna hvernig þeir sem ákváðu að borga ekki af lánum sínum fengu mun meiri leiðréttingu en þeir sem höfðu verið í sömu stöðu en stóðu í skilum. Höfum ótal dæmi sem sýna að það munar milljónum á því hvort fólk stóð í skilum eða ekki. Auk þess er þekkt að minnst hefur verið komið til móts við þá sem fóru varlega fyrir efnahagshrunið. Við munum ekki leysa skuldavanda allra. Þetta er réttlætisaðgerð; þetta er jafnræðisaðgerð; þetta er er efnahagsleg aðgerð. Þetta er aðgerð sem mun marka efnahagslegan og samfélagslegan viðsnúning”, sagði Sigmundur Davíð jafnframt.
sdg-midstjorn-selfossi-03Sigmundur Davíð fagnaði því mjög hve þingflokkur Framsóknarmanna hafi staðið sig vel, það væri ekki sjálfgefið þegar svo stór hluti þingflokks væri nýtt fólk og allir reyndari þingmenn störfum hlaðnir sem formenn nefnda og ráðherrar.
Unnið er skipulega að framgangi allra mála sem fjallað er um í stjórnarsáttmála. Staðan var erfið er ríkisstjórnin tók við, enda einkenndu frestunaraðgerðir allt síðasta kjörtímabil. Nú er komið að viðsnúningi og skapa raunverulegan vöxt en ekki lántöku.

Categories
Fréttir

Reykjavík fyrir alla – efstu sjö sætin ákveðin

Deila grein

20/11/2013

Reykjavík fyrir alla – efstu sjö sætin ákveðin

Kjördæmaþing framsóknarfélaganna í Reykjavík hefur samþykkt tillögu kjörstjórnar um skipan í efstu sjö sæti framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík gengur til kosninga undir kjörorðunum Reykjavík fyrir alla.
FRAMSOKN-Reykjavik-efstu-4-saetin
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Efstu sjö sætin skipa:

  1. Óskar Bergsson, rekstrarfræðingur og húsasmíðameistari
  2. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sjúkraliði og verkfræðingur
  3. Valgerður Sveinsdóttir, lyfjafræðingur
  4. Guðlaugur Gylfi Sverrisson, vélfræðingur
  5. Hafsteinn Ágústsson, kerfisstjóri
  6. Hallveig Björk Höskuldsdóttir, öryggisstjóri
  7. Trausti Harðarson, viðskiptafræðingur

Fjölmörg mál bíða úrlausnar í Reykjavík sem munu gera borgina að betri stað til að búa á.  Það er ekki nóg að hlusta á borgarbúa, en heyra  ekki hvað þeir segja. Ekki síst á það við skipulagsmál, en stórar ákvarðanir þarf að taka á næstunni svo þróun borgarinnar verði til hagsbóta fyrir alla Reykvíkinga, ekki bara suma. Liður í því er staðsetning flugvallarins í Reykjavík, en að mati Framsóknarflokksins  verður að tryggja núverandi staðsetningu hans, ekki síst ef borgin á að þjóna hlutverki sínu sem höfuðborg allra landsmanna.
Skipulagsmál eru umhverfismál og þau verður að nálgast með umræðu við þá sem í borginni búa. Skipuleggja þarf borgina þannig að búseta nærri vinnustað sé raunhæfur möguleiki. Sem dæmi má nefna að tæp 80% af öllum störfum í Reykjavík eru í vestur hluta hennar, þessu þarf að breyta.