Categories
Fréttir

Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur

Deila grein

11/02/2014

Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur

logo-framsokn-gluggiAðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður haldinn miðvikudaginn 19. febrúar í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 33, 3. hæð, í Reykjavík, kl. 19.30.
Dagskrá:
1. Fundarsetning.
2. Tilnefning eða kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
4. Gjaldkeri flytur skýrslu um fjárhag félagsins og leggur fram endurskoðaða reikninga.
5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
6. Reikningar bornir upp til samþykktar.
7. Lagabreytingar, löglega fram bornar.
8. Kosin stjórn félagsins:

8.1.  Formaður.
8.2.  Varaformaður.
8.3.  5 (fimm) meðstjórnendur.
8.4.  2 (tveir) menn í varastjórn.
8.5.  Kosnir 2 (tveir) skoðunarmenn reikninga.
8.6.  Kosnir 2 (tveir) skoðunarmenn reikninga til vara
8.7.  Kosnir fulltrúar á kjördæmisþing KFR.

9. Önnur mál.
10. Fundarslit.
Framboð til þeirra trúnaðarstarfa sem kosið er um á aðalfundi skulu berast stjórn eigi síðar en 3 sólarhringum fyrir aðalfund. Framboð síðar fram komin skulu einungis tekin gild sé ekki neitt framboð í umrædda ábyrgðarstöðu, sbr. 5.4 í lögum félagsins.
Flokksfélagar eru hvattir til að fjölmenna á aðalfundinn.
*****
Úr lögum Framsóknarfélags Reykjavíkur:
5. gr. Boðun, lögmæti og seturéttur.
5.1. Boða skal til aðalfundar með minnst viku fyrirvara á sannanlegan hátt. Í fundarboði skal getið dagskrár.
5.2. Aðalfundur er löglegur sé löglega boðað til hans.
5.3. Seturétt á aðalfundi með fullum atkvæðisrétti hafa þeir félagar, sem skráðir eru í félagið a.m.k. þrjátíu dögum fyrir aðalfund samkvæmt félagatali á skrifstofu flokksins og hafa lögheimili í Reykjavík. Allir félagar í Framsóknarfélagi Reykjavíkur hafa seturétt á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétt.
5.4. Framboð til þeirra trúnaðarstarfa sem kosið er um á aðalfundi skulu berast stjórn eigi síðar en 3 sólarhringum fyrir aðalfund. Framboð síðar fram komin skulu einungis tekin gild sé ekki neitt framboð í umrædda ábyrgðarstöðu.
5.5. Fulltrúar á kjördæmisþing KFR skulu hafa greitt félagsgjöld FR fyrir yfirstandandi ár og vera með lögheimili í Reykjavík.
*****
STJÓRN FRAMSÓKNARFÉLAGS REYKJAVÍKUR

Categories
Fréttir

Bætt kjör námsmanna á oddinn

Deila grein

05/02/2014

Bætt kjör námsmanna á oddinn

Stjorn-SUF-2014Á 39. Sambandsþingi Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) sem haldið er um helgina á Hótel Selfossi var Helgi Haukur Hauksson kjörinn nýr formaður sambandsins. Helgi tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Helgi Haukur er 29 ára gamall nemi við Háskólann á Bifröst.
Jafnframt var kjörin ný 12 manna stjórn SUF, hana skipa:
Alex Björn Bülow
Kjartan Þór Ingason
Davíð Freyr Jónsson
Ásta Hlín Magnúsdóttir
Kristjana Louise
Páll Maris Pálsson
Ágúst Bjarni Garðarsson
Sóley Þrastardóttir
Fjóla Hrund Björnsdóttir
Einar Freyr Elínarson
Jónína Berta Stefánsdóttir
Heiðrún Sandra Grettisdóttir
Varastjórn skipa:
Sandra Rán Ásgrímsdóttir
Sigurjón Nordberg Kjærnested
Marteinn Eyjólfur Sigurbjörnsson
Steinunn Anna Baldvinsdóttir
Gissur Kolbeinsson
Diljá Helgadóttir
Ísak Traustason
Elka Hrólfsdóttir
Magnús Arnar Sigurðsson
Tanja Kristmannsdóttir
Hafþór Eide Hafþórsson
Hulda Margrét Birkisdóttir
Ungir Framsóknarmenn vilja bæta kjör námsmanna
Á þinginu voru lagðar línur og áherslur fyrir komandi starfsár. Mikil umræða var um kjör námsmanna á þinginu og stóð vilji fundarmanna til að forysta sambandsins myndi leggja mikla áherslu á að bæta kjör námsmanna hið fyrsta. Umræða um hækkun frítekjumarks námslána var hávær og ljóst að ungir framsóknarmenn telja að það geti verið ein skilvirkasta leiðin til að bæta kjör námsmanna.
Hér eru ályktanir frá þinginu.

Categories
Fréttir

Auglýst eftir frambjóðendum í Hafnarfirð

Deila grein

05/02/2014

Auglýst eftir frambjóðendum í Hafnarfirð

logo-xb-14Framsóknarfélögin í Hafnarfirði auglýsa eftir áhugasömum frambjóðendum eða ábendingum um frambærilega frambjóðendur.
Fulltrúaráðsfundur í Framsóknarfélögunum í Hafnarfirði hefur falið uppstillingarnefnd að gera tillögu að framboðslista Framsóknarflokksins fyrir kosningar til bæjarstjórnar í Hafnarfirði í vor.
Uppstillingarnefnd auglýsir því hér með eftir framboðum eða ábendingum um frambærilega frambjóðendur til að taka sæti á lista Framsóknarflokksins. Frambjóðendur þurfa að uppfylla ákvæði laga um kjörgengi skv. 3. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna. Frambjóðandi skal hafa lögheimili í Hafnarfirði og hafa náð 18 ára aldri þegar kosning fer fram. Konur jafnt sem karlar, ungir sem aldnir, eru hvattir til að gefa kost á sér.
Uppstillingarnefnd lýsir einnig eftir áhugasömum aðilum sem hafa áhuga á að starfa með okkur fram að kosningum og vinna að ákveðnum málaflokkum eftir kosningar þó þeir gefi ekki kost á sér á framboðslistann. Þegar í bæjarstjórn er komið þarf að manna hinar ýmsu nefndir og ráð Hafnarfjarðarbæjar og má sjá lista um slíkt á vef bæjarins, www.hafnarfjordur.is
Framboðsfrestur er til kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 12. febrúar 2014.
Framboðum eða tilnefningum skal skila á netfangið 220framsokn@gmail.com eða til uppstillingarnefndar. Framsókn í Hafnarfirði er á Facebook og er hægt að koma ábendingum á framfæri þar með skilaboðum.
Uppstillinganefnd skipa:
Ingvar Kristinsson
Þórey Matthíasdóttir
Hildur Helga Gísladóttir
Guðmundur Fylkisson
Þórarinn Þórhallsson

Categories
Fréttir

Opinn fundur í Reykjavík

Deila grein

03/02/2014

Opinn fundur í Reykjavík

framsokn-auglysing-reykjavik

Categories
Fréttir

Verðtryggingarnefnd klofnaði

Deila grein

29/01/2014

Verðtryggingarnefnd klofnaði

STOPPSérfræðingahópur um afnám verðtryggingar á nýjum neytendalánum, sem forsætisráðherra skipaði þann 16. ágúst 2013, hefur skilað skýrslu sinni. Í skýrslu hópsins er lagt til að frá og með 1. janúar 2015 verði tekin veigamikil skref í átt að fullu afnámi verðtryggingar nýrra neytendalána með því að:

  • óheimilt verði að bjóða neytendum verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára,
  • lágmarkstími nýrra verðtryggðra neytendalána verði lengdur í allt að 10 ár,
  • takmarkanir verði gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána og
  • hvatar auknir til töku og veitingar óverðtryggðra lána.

Mikilvægt er að draga úr vægi verðtryggðra jafngreiðslulána. Slíkt mun styðja við fjármálastöðugleika til langs tíma, efla virkni stýrivaxta Seðlabankans og byggja undir jafnvægi í hagkerfinu. Greiðsluferill 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána veldur hættu á yfirveðsetningu á fyrri hluta lánstímans og eykur heildarvaxtakostnað yfir lánstímann þar sem verðbótum er velt yfir á höfuðstólinn. Þessi ókostur lánanna ágerist eftir því sem lánstíminn er lengri.
Helstu áhrif afnáms langra verðtryggðra jafngreiðslulána á neytendur eru hækkuð greiðslubyrði og erfiðara aðgengi að lánsfé fyrir tekjulága hópa. Því þarf að koma til móts við tekjulægri einstaklinga og fyrstu kaupendur með aðgerðum eins og betur skilgreindum vaxtabótum, skattaafslætti og úttekt séreignarlífeyrissparnaðar.
Verðtrygging hefur verið samofin íslensku efnahagslífi í 35 ár. Engar hömlur hafa verið settar á verðtryggingu frá árinu 1998 þrátt fyrir vilja og fyrirheit þar um. Þær breytingar sem hér eru lagðar til eru því fyrstu takmarkanir á notkun verðtryggingar í langan tíma.
Fullt afnám verðtryggingar nýrra neytendalána krefst hins vegar meiri tíma og yfirlegu. Án vandaðs undirbúnings gæti afnám ógnað fjármálastöðugleika og rýrt stöðu neytenda og lánveitenda. Forsendur fyrir því að unnt sé að afnema verðtryggingu að fullu eru einkum að takist hafi að leggja grunn að nýju húsnæðiskerfi, skýra stöðu Íbúðalánasjóðs og endurbæta lífeyrissjóðakerfið. Að þessu er nú þegar unnið á vegum stjórnvalda og mikilvægt að sú vinna gangi greiðlega.
Lagt er til að stjórnvöld hefji eigi síðar en á árinu 2016 vinnu við að meta reynslu af þessum stóru skrefum, sem hér eru lögð til, í átt að afnámi verðtryggingar og móti í framhaldinu áætlun um fullt afnám.
Forsætisráðherra skipaði sérfræðingahópinn 16. ágúst 2013. Í honum áttu sæti eftirfarandi:

  • Ingibjörg Ingvadóttir, hdl., formaður
  • Helga Hlín Hákonardóttir, hdl.
  • Iða Brá Benediktsdóttir, viðskiptafræðingur
  • Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneytinu
  • Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Valdimar Ármann, hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur
  • Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness

Allir fulltrúar sérfræðingahópsins sameinast um þessar niðurstöður nema Vilhjálmur Birgisson sem skilaði sinni eigin skýrslu. Í skýrslu sinni leggur Vilhjálmur til að verðtrygging nýrra neytendalána verði óheimil frá og með 1. júlí 2014 og gripið verði samhliða til ýmissa mótvægisaðgerða. Þá leggur hann til að böndum verði komið á vexti og verðtryggingu eldri verðtryggðra lána, að rannsakað verði hver raunverulegur vísitölubjagi er við útreikning verðbólgu og að stjórnvöld láti gera óháða rannsókn á íslenska lífeyrissjóðakerfinu.

Sjá einnig:

Categories
Fréttir

Kjördæmavika Framsóknar – NORÐAUSTURKJÖRDÆMI

Deila grein

28/01/2014

Kjördæmavika Framsóknar – NORÐAUSTURKJÖRDÆMI

Frambjóðendur Norðaustur 2013Opnir fundir í kjördæmaviku Framsóknar. Þingflokkurinn mun þá verða á faraldsfæti og boðar til opinna funda til að ræða stöðu landsmálanna og einstök mál þar að lútandi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:
Norðausturkjördæmi
Mánudagur 3. febrúar – Egilsstaðir, Austrasalurinn kl. 20:00
Þriðjudagur 4. febrúar – Norðfjörður, Egilsbúð kl. 12:00; Fáskrúðsfjörður, Björgunarsveitarhúsið kl. 20:00.
Miðvikudagur 5. febrúar – Vopnafjörður, Hótel Tangi kl. 12:00; Húsavík, Kiwanishúsið kl. 20:00.
Fimmtudagur 6. febrúar – Fjallabyggð, Allanum sportbar 2.hæð kl. 12:00; Dalvík, Gíslieiríkurhelgi-kaffihús kl. 17:00; Akureyri, salur RKÍ Viðjulundi 2 kl. 20:00.

Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð á Sprengisandi

Deila grein

26/01/2014

Sigmundur Davíð á Sprengisandi

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknar var viðmælandi í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má nálgast viðtal Sigurjóns M. Egilssonar við forsætisráðherra.
Sprengisandur (1): SDG og afnám verðtryggingar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir einfalt að afnema verðtryggingu, en samt verði að athuga vel hverjar afleiðingarnar verða. Hann segir ríkisstjórnina ekki hafa langan tíma til að vinna að málinu.
https://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP24033
Sprengisandur (2): Störukeppni í fullum gangi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að enn sé störukeppni milli Íslendinga og kröfuhafa bankanna. Hann segir einnig að breytingarnar á bankaskattinum hafi komið einna verst við MP banka.
https://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP24034

Categories
Fréttir

Kjördæmavika Framsóknar – SUÐURKJÖRDÆMI

Deila grein

24/01/2014

Kjördæmavika Framsóknar – SUÐURKJÖRDÆMI

Frambjóðendur Suður 2013Opnir fundir í kjördæmaviku Framsóknar. Þingflokkurinn mun þá verða á faraldsfæti og boðar til opinna funda til að ræða stöðu landsmálanna og einstök mál þar að lútandi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:
Suðurkjördæmi
Mánudagur 3. febrúar – Reykjanesbæ, Framsóknarhúsinu Hafnargötu 62 kl. 20:00.
Þriðjudagur 4. febrúar – Vestmannaeyjar, Kaffi Kró kl. 20:00.
Miðvikudagur 5. febrúar – Hornafjörður, kl. 12:00 (súpa); Kirkjubæjarklaustur, Icelandair Hótel Klaustur kl. 17:30; Vík, Hótel Vík kl. 20:30.
Fimmtudagur 6. febrúar – Hvolsvöllur, Hlíðarendi kl. 12:00 (súpa); Selfoss, Hótel Selfoss kl. 20:30.

Categories
Fréttir

Hreyft við málum að nýju

Deila grein

21/01/2014

Hreyft við málum að nýju

Fimm þingmenn Framsóknar tóku til máls undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og má sjá áherslur þeirra í hér að neðan.
Í morgun var greint frá því í fréttum að nokkrar fjölskyldur búi nú í hesthúsum í Almannadal og er þar um að ræða ný hesthús og hverfið er staðsett fyrir ofan Reykjavík. Í fréttinni kemur einnig fram að Félag hesthúsaeigenda í Almannadal hafi sótt um það hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík að einstaklingar fái að skrá lögheimili á efri hæðum hesthúsanna. – Elsa Lára Arnardóttir

Mig langar hér að vekja athygli á stórkostlegu íþróttaafreki sem Aníta Hinriksdóttir vann á sunnudaginn sem hefur kannski farið fram hjá fólki vegna handboltans. Aníta setti glæsilegt Íslandsmet í sínum aldursflokki í 800 metra hlaupi. – Sigrún Magnúsdóttir

Nú háttar svo til að fyrir dyrum er í störfum okkar að vinna úr margvíslegum málum sem snúa að húsnæðismarkaði, fjármögnun og framtíðarskipan húsnæðismála á Íslandi. Frumvörp um skuldaleiðréttingu munu koma til okkar kasta innan skamms. – Willum Þór Þórsson

Ársalgengi lyndis- og kvíðaraskana á Íslandi er áætlað um 10%. Eina einstaklingsmiðaða meðferðarúrræðið sem stendur til boða í heilsugæslunni er lyfjameðferð þrátt fyrir að árangur hennar sé misjafn og þrátt fyrir þá staðreynd að hagræn atferlismeðferð sé tilgreind sem forgangsmeðferð við lyndis- og kvíðaröskunum. – Þorsteinn Sæmundsson

Því miður er staðan þannig árið 2014 að þjóðin er enn að glíma við launamun kynjanna. Það hallar á annað kynið í stjórnunarstöðum og réttindi karla og kvenna eru ekki þau sömu þó að reynt sé með lagasetningu að jafna hana. En lagasetningunni er á mörgum jafnréttissviðum ábótavant. – Haraldur Einarsson

Categories
Fréttir

Kjördæmavika Framsóknar – NORÐVESTURKJÖRDÆMI

Deila grein

21/01/2014

Kjördæmavika Framsóknar – NORÐVESTURKJÖRDÆMI

Frambjóðendur Norðvestur 2013Opnir fundir í kjördæmaviku Framsóknar. Kjördæmavikan hefst 1. febrúar og stendur fram til 8. febrúar. Þingflokkurinn mun þá verða á faraldsfæti og boðar til opinna funda til að ræða stöðu landsmálanna og einstök mál þar að lútandi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:

Norðvesturkjördæmi

Laugardagur 1. febrúar – Skagaströnd – Kaffi Bjarmanes kl. 12:00 (súpa)
Sunnudagur 2. febrúar – Sauðárkrókur, Kaffi Krókur kl. 20:30.
Mánudagur 3. febrúar – Blönduós, Potturinn-Eyvindarstofa kl. 12:00 (súpa) ; Hvammstangi, Hlaðan kaffihús kl. 17:00; Hólmavík, Cafe Riis kl. 20:30.
Þriðjudagur 4. febrúar – Þingeyri, Sláturhúsið Hafnarstræti 18 kl. 12:00; Ísafjörður, Framsóknarhúsið, Pollgötu 4 kl. 20:00.
Miðvikudagur 5. febrúar – Patreksfjörður, Félagsheimilið kl. 20:00.
Fimmtudagur 6. febrúar – Búðardalur, Glerskálinn Samkaupum kl. 12:00 (súpa); Stykkishólmur, veitingastaðurinn Plássið kl. 17:30; Ólafsvík, Hótel Hellissandi kl. 20:30.
Föstudagur 7. febrúar – Mýrar, Breiðablik kl. 12:00; Borgarnes, Félagsbær kl. 20:00.
Laugardagur 8. febrúar – Akranes, Framsóknarhúsið, Sunnubraut kl. 10:00.