Categories
Fréttir

Fundur fólksins – dagskrá

Deila grein

11/06/2015

Fundur fólksins – dagskrá

Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu.
fundurfolksins
Dagskrána er líka að finna á Facebook síðu Fundar fólksins.
Hér er dagskráin í Tjaldi atvinnulífsins:
Dagskrá (með fyrirvara um breytingar):
Þátttaka alþingsmanna er með fyrirvara um skyndilegar breytingar í dagskrá Alþingis.

Dagskrá síðast uppfærð 8. júní kl. 13:57

Föstudagurinn 12. júní 2015
09:00 – 10:00 – Stand up for truth! Morgunverðarfundur um uppljóstranir.
Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Kristinn Rafnsson ræðir við Norman Solomon.

09:00 – 12:00 – Heldri borgarar bjóða upp á kaffi og kleinur. Stjórnmálabúðir.

11:00 – 12:00 – Umhverfi og samfélag. Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Umræður um jarðveg, loftslagsmál og náttúrugæði af mannavöldum. Andri Snær Magnason stýrir umræðum. Björn Guðbrandur Jónsson talar fyrir Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs.
11:00 – 12:30 – Formbreyting upplýsinga. Kjallari Norræna hússins.
  • Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur fjallar um formbreytingu upplýsinga frá prenti til stafrænna forma, hlutverk ríkisins og hvað einkennir upplýsingasamfélag framtíðarinnar. Halldór Auðar Svansson fjallar um upplýsingastefnu borgarinnar.

12:00 – 13:00 – Verndun miðhálendisins. Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • Landvernd býður til umræðu um verndun hálendisins og kynnir niðurstöður málþings Landverndar sem haldið var 16. apríl síðastliðinn.

12:00 – 15:00 – Kjörnir fulltrúar taka á móti gestum. Stjórnmálabúðir.

  • Kjörið tækifæri fyrir alla að kynnast þingmönnum okkar.

13:10 – 13:30 – Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs.Útisvæðið.

  • Þeir aðilar sem tilnefndir eru til verðlaunanna kynna verkefni sín og Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir frá því hvers vegna Reykjavíkurborg hlaut verðlaunin árið 2014. Siv Friðleifsdóttir kynnir tilnefningarnar.

13:00 – 14:00 – Ekkert hatur – orð hafa ábyrgð. Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • Fulltrúar samtakanna Heimili og skóli bjóða til umræðu um hvernig best er að stuðla að opnara og betra samfélagi þar sem hatursáróður fær ekki að þrífast.

13:00 – 14:00 – Hvaða máli skiptir móðurmálið? Fundarherbergi Norræna hússins.

  • Mikilvægi viðurkenningar á móðurmáli barna af erlendum uppruna.
14:00 – 15:00 – Hverjar eru skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga?
Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Fjölmiðlanefnd stendur fyrir málstofunni. Þátttakendur eru; Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og fyrrv. mennta- og menningarmálaráðherra, Finnur Beck, formaður nefndar mennta- og menningarmálaráðherra um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga sem skilaði tillögum 2013, Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, og Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, lögfræðingur fjölmiðlanefndar. Málstofustjóri verður Arna Schram, nefndarmaður í fjölmiðlanefnd.

14:00 – 15:00 – Svavar Knútur. Útisvæðið.

  • Svavar Knútur, tónlistarmaður, kemur fram á sviðinu á útisvæðinu.

14:00 – 15:00 – Trúnó á fundi fólksins. Kjallari Norræna hússins.

  • Ilmur Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar fer á trúnó með gestum um velferðarmál.

14:00 – 17:00 – Allt sem þú vildir vita um ESB en þorðir ekki að spyrja.
Fundarherbergi Norræna hússins.

  • Hnitmiðað námskeið um ESB sem er skipt upp í tvo hluta: saga og uppbygging/stefna og hlutverk. Kennarar eru Eiríkur Bergmann og Magnús Árni Skjöld Magnússon.

14:00 – Geta Norðurlöndin reddað heiminum frá loftslagshörmungum? Norræna tjaldið.

  • Svandís Svavarsdóttir alþingismaður og fleiri.
    Tryggvi Felixson, ráðgjafi hjá Norðurlandaráði, opnar og stýrir umræðum.

14:30 – 15:30 – Pírataskólinn. Gróðurhúsið.

  • Liðsmenn Pírata hafa umsjón með dagskrá.

14:30 – 15:30 – Stefnumót við VG. Kjallari Norræna hússins.

  • Kíktu á Vinstri græn og spurðu þingmenn hreyfingarinnar spjörunum úr.

14:40 – Bætum heilsuna með samstarfi við grannlöndin – tillögur Könbergs. Norræna tjaldið.

  • Jóhann María Sigmundsdóttir alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði og Guðbjartur Hannesson, alþingismaður og varaforseti Norðurlandaráðs. Geir Oddsson ráðgjafi hjá Norræna ráðherraráðinu opnar og stýrir umræðum.

15:00 – 16:00 – Sveitastjórnarfulltrúar taka á móti gestum.Stjórnmálabúðir.

  • Kynnist sveitastjórnarfulltrúum!
15:00 – 17:00 – Mikilvægi félagasamtaka. Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Umræða um virði frjálsra félagasamtaka í samfélagsumræðunni og sem þrýstiafl.
15:30 – 17:00 – Nýjar bækur um þjóðmál. Kjallari Norræna hússins.
  • Bókaspjall um nýjar, íslenskar bækur um þjóðmál. Rætt verður við: Björn Þorláksson (Mannorðsmorðingjar?), Eggert Skúlason (Andersenskjölin) og Héðin Unnsteinsson (Vertu úlfur). Fundarstjóri: Helgi Seljan, fjölmiðlamaður á RÚV.

15:30 – Allt í hring! Lífhagkerfið er framtíðin! Norræna tjaldið.

  • Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði. Geir Oddsson, ráðgjafi hjá Norræna ráðherraráðinu, opnar og stýrir umræðum.

16:00 – Gildin í náttúrunni – virðing og vinsemd. Norræna tjaldið.

  • Gunnar Hersveinn segir frá.
16:30 – Norrænn málskilningur – skiptir hann máli? Norræna tjaldið.
  • Björg Eva Erlendsdóttir, formaður Norræna félagsins í Reykjavík.
17:00 – 18:00 – Ungt fólk og Norðurslóðir. Kjallari Norræna hússins.
  • Málþing Norðurslóðaseturs.

17:00 – 18:30 – 100 ára kosningaafmæli kvenna. Hátíðarsalur Norræna hússins.

18:00 – 19:00 – Baráttusöngvarnir! Kjallari Norræna hússins.
  • Félagar í VG syngja baráttusöngva! Allir velkomnir.

18:00 – 20:00 – Konur fagna 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna.Stjórnmálabúðir.

19:00 – 21:00 – Diskósúpa. Útisvæðið.
  • Ungliðahreyfing Slow Food og Vinstri grænna standa fyrir diskósúpu.

20:00 – 21:00 – Opið hús hjá ungliðahreyfingum. Stjórnmálabúðir.

20:00 – 22:00 – Á norrænum nótum, vísnasöngur og spé. Norræna tjaldið.
  • Aðalsteinn Ásberg og Ása Aðalsteinsdóttir syngja norræn vísnalög. Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir syngja Norræna slagara. Ari Eldjárn fer með norrænt spé.
20:30 – 22:30 – Kvikmyndin Blueberry Soup. Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Stjórnarskrárfélagið og Píratar standa sameiginlega að sýningu heimildarmyndarinnar Blueberry Soup sem var tekin hér á landi. Myndin er á ensku og án þýðingartexta. Umræður um efni myndarinnar við leikstjórann Eileen Jerrett strax á eftir sýningu hennar. Þau Andri Snær Magnason, Katrín Oddsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Svavar Knútur taka þátt í umræðunum.

21:00 – 22:00 – 3 basískar, tónlistaratriði. Útisvæðið.
21:30 – 22:00 – Ástin og leigumarkaðurinn. Kjallari Norræna hússins.

  • Þær stöllur, Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir fá til sín góðan gest og ræða pólitísk málefni líðandi stundar.

 

Laugardagurinn 13. júní 2015
10:00 – 11:00 – Ferðalag um ferðaþjónustuna Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Rannsóknarmiðstöð ferðamála stendur fyrir málþingi um íslenska ferðaþjónustu sem stendur nú á tímamótum.

10:00 – 12:00 – Sjálfstæðisflokkurinn býður til umræðu. Kjallari Norræna hússins.

10:00 – 12:00 – Heldri borgarar bjóða upp á kaffi og kleinur.Stjórnmálabúðir.
11:00 – 12:00 – Aðallinn og lýðurinn – umræða um nýjan samfélagssáttmála. Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Dr. Antoni Abat Ninet, sérfræðingur í stjórnskipunarrétti við Kaupmannahafnarháskóla, flytur erindi. Íslenskir fræðimenn ræða við Antoni og svara spurningum gesta. Fer fram á ensku.

12:00 – 13:00 – Say So Scotland. Kjallari Norræna hússins.

  • Þjóðfundurinn 2009 varð innblástur fyrir ferli sem nú á sér stað í Skotlandi.
12:00 – 13:00 – Matti Kallio. Útisvæðið.
  • Finnski harmonikkuspilarinn Matti Kallio leikur nokkur vel valin lög.

12:00 – 13:30 – Framtíðarsýn leiðtoga stjórnmálaflokkanna.Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna ræða um framtíð Íslands.

13:00 – 15:00 – Norrænt menningarmót. Norræna tjaldið.

  • Fulltrúar frá öllum norrænu löndunum segja gestum frá lífi sínu og taka með sér persónulega muni.

13:00 – 13:30 – Teitur Magnússon. Útisvæðið.

  • Teitur Magnússon, tónlistarmaður, skemmtir gestum og gangandi.

13:30 – 14:00 – Umræðan – Heiða Kristín Helgadóttir. Bókasafn Norræna hússins.

  • Heiða Kristín Helgadóttir, umsjónarmaður Umræðunnar á Stöð 2 fær til sín góða gesti og ræðir mál líðandi stundar.

13:30 – 15:30 – Siðmennt. Fundarherbergi Norræna hússins.

  • Málstofa og umræður með Jóhanni Björnssyni.
13:30 – 14:30 – Trio Nord. Gróðurhúsið.
  • Jazztríó leikur lög með norrænu ívafi.

13:45 – 14:30 – Borgaralaun. Kjallari Norræna hússins.

  • Halldóra Mogensen, varaþingmaður Pírata, fjallar um borgaralaun.

14:00 – 16:00 – Verkalýðsbaráttan og stjórnmálin í tónlist, máli og myndum.
Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • ASÍ og Starfsgreinasambandið standa fyrir málþingi þar sem boðið verður upp framsögur og pallborðsumræður milli  fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og stjórnmálaflokka. Auk þess verður boðið upp á tónlistaratriði og myndasýningu.
14:00 – 15:00 – Formenn flokkanna taka á móti gestum.Stjórnmálabúðir.
14:30 – 15:30 – Pírataskólinn. Gróðurhúsið.
  • Liðsmenn Pírata hafa umsjón með dagskránni.
15:00 – 16:00 – Þáttur neytenda í umhverfisvernd. Kjallari Norræna hússins.
  • Margrét Marteinsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar Framtíðar, ræðir þátt neytenda í umhverfisvernd.

15:00 – Gjörningur í minningarlundi um fórnarlömbin í Utøya. Norræna tjaldið.

  • Þorvaldur S. Þorvaldsson, Bogi Ágústsson og Una Hildardóttir sjá um dagskránna.

16:00 – 16:45 – Fuglaleiðsögn um friðlandið. Útisvæðið.

  • Fuglavernd býður til léttrar göngu um friðlandið í Vatnsmýri.

16:00 – 17:00 – Þingmenn taka á móti gestum. Stjórnmálabúðir.

16:00 – 17:00 – Alþýðufylkingin kennir baráttusöngva. Útisvæðið.
16:15 – 17:00 – Af hverju erum við Píratar til og hvaðan komum við? Kjallari Norræna hússins.
  • Birgitta Jónsdóttir, Pírati, ræðir um sögu Pírata.

17:00 – 18:00 – Lokaathöfn Fundar fólksins 2015.

Categories
Fréttir

Þetta sagði Sigmundur Davíð um kröfuhafa 2013

Deila grein

10/06/2015

Þetta sagði Sigmundur Davíð um kröfuhafa 2013

Sigmundur-davíðSigmundur Davíð var þráspurður í Kastljósinu fyrir kosningarnar vorið 2013, meðal annars af Heiðari Erni Sigurfinnssyni sem sagði: ,,Getur þú ábyrgst að það fáist einhverjir 300 milljarðar, á næstu fjórum árum, út úr samningaviðræðunum við kröfuhafana?“
,,Engu að síður virðist þið vera eina framboðið sem er tilbúið að tala eins og að þessir peningar séu í hendi?,“ sagði Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóssins, í sama viðtali við Sigmund Davíð.
,,Hvernig getur þú ábyrgst að það verði til einhverjir 300 milljarðar í samningaviðræðum sem varla eru farnar af stað?,“ sagði Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóssins jafnframt.

Categories
Fréttir

Fjármagnshöft á mannamáli – myndband

Deila grein

08/06/2015

Fjármagnshöft á mannamáli – myndband

Losun fjármagnshafta er stórt og flókið mál. Hér er málið tekið saman á einfaldan hátt. Samantektin er hvorki ítarleg né tæknileg, en ætti að skýra meginatriði málsins.

Categories
Fréttir

Glærur frá kynningarfundi um heildstæða aðgerðaáætlun til losunar fjármagnshafta

Deila grein

08/06/2015

Glærur frá kynningarfundi um heildstæða aðgerðaáætlun til losunar fjármagnshafta

losunfjarmagnshaftaÞað er frumskylda stjórnvalda að verja þjóðarhagsmuni. Allar aðgerðir stjórnvalda beinast að þeim aðilum sem áttu verulegan þátt í að skapa þær aðstæður sem ógna efnahagslegri velferð almennings á Íslandi. Með áætlun stjórnvalda er almannahagsmunir varðir, forgangsraðað í þágu raunhagkerfisins og fordæmalaus staða leyst með fordæmalausum aðgerðum og forgangsraðað er í þágu raunhagkerfisins.
Glærur frá kynningarfundi ríkisstjórnarinnar.
 

Categories
Fréttir

„Ef maður þyrfti ekki að sitja undir bölvi og dónaskap“

Deila grein

08/06/2015

„Ef maður þyrfti ekki að sitja undir bölvi og dónaskap“

Jóhanna María - fyrir vefJóhanna María Sigmundsdóttir, alþingismaður, „Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að tala aðeins um störf þingsins. Ég veit að einhverjir hv. þingmenn eiga eftir að taka ræðu mína inn á sig en ég vona að ég fái tækifæri til að flytja hana án frammíkalla.
Eins og umhverfið hefur verið á þessum vinnustað er það varla orðið boðlegt fyrir fólk að eiga að vinna við það, gróusögur, kýtingar, uppnefni, baktal og leiðindi. Ég hef alltaf verið þakklát fyrir þau gildi sem foreldrar mínir sendu mig með út í lífið, meðal annars að kurteisi kostaði ekkert, að ég ætti að bera virðingu fyrir mér eldra fólki og koma fram við aðra eins og ég vil að þeir komi fram við mig. Þessi gildi vil ég hafa áfram að leiðarljósi, en því miður gerir hegðun margra hv. þingmanna það mér mjög erfitt fyrir. Ég geri mér ekki miklar vonir um að allt breytist eftir þessa ræðu mína, en ef við eigum að sitja saman í þessum sal verðum við að fara að taka upp betra háttalag. Til að mynda væri það strax til bóta ef maður þyrfti ekki að sitja undir bölvi og dónaskap í sinn garð og flokksfélaga frá næstu sessunautum. Ef hv. þingmönnum líkar svona illa við ákveðið fólk, legg ég til að þeir færi það tal inn á þingflokksfundi sína eða bakherbergi í húsinu. Ef þetta væri einhver annar vinnustaður og mér dytti í hug að kalla samstarfsfélaga mína hryggleysingja, lindýr, talibana, dólga og einræðisherra, ef ég mundi líkja þeim við menn sem framið hafa hræðilega glæpi, fjöldamorð eða annað sem setur svartan blett á heimssöguna, þá væri ekki lengi verið að kalla mig inn á teppið.
Því, herra forseti, legg ég til að hv. þingmenn fari aðeins að skoða gildi sín og mannleg samskipti á þessum vinnustað. Einnig legg ég til að við látum öll af frammíköllum, því að það er jú bara lágmarkskurteisi að grípa ekki frammí fyrir fólki.“

Categories
Fréttir

Ferðamaðurinn upplifi náttúruna sem landið hefur upp á bjóða á sem bestan hátt

Deila grein

05/06/2015

Ferðamaðurinn upplifi náttúruna sem landið hefur upp á bjóða á sem bestan hátt

fjola-hrund-ha-upplausnFjóla Hrund Björnsdóttir, alþingismaður, fór yfir hversu verðmæt auðlind ferðaþjónustan væri, á Alþingi í vikunni. Telur hún að aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna brýnna verkefna á ferðamannastöðum um land allt muni skipta miklu máli.
„Ferðaþjónustan er gríðarlega verðmæt auðlind sem við verðum að fara varlega höndum um. Mikilvægt er að ferðamaðurinn upplifi þá náttúru sem landið hefur upp á bjóða á sem bestan hátt,“ sagði Fjóla.
„Til þess að tryggja ánægju og aukinn ferðamannastraum verðum við að bregðast við í takt við aukningu ferðamanna. Mikilvægt er að stýra ferðamönnum um land allt til að forðast þann gífurlega átroðning sem vinsælustu ferðamannastaðirnir verða fyrir ár hvert. Við vitum að ferðamaðurinn kemur hingað til lands í leit að fallegri náttúru og því er mikilvægt að byggja upp gott aðgengi að náttúrunni.“
Ræða Fjólu Hrundar Björnsdóttur:

Categories
Fréttir

Hækkanir á fasteignamarkaði koma verst niður á ungu fólki

Deila grein

05/06/2015

Hækkanir á fasteignamarkaði koma verst niður á ungu fólki

haraldur_SRGBHaraldur Einarsson, alþingismaður, ræddi aðgerðir á húsnæðismarkaði, í störfum þingsins á Alþingi í vikunni. En ríkisstjórnin hefur samþykkt ráðstafanir í tengslum við kjarasamninga, s.s. í skatta-, velferðar- og úrbótum á sviði hagstjórnar og opinberra fjármála.
Ætlunin er að stuðla að fjölgun ódýrari og hagkvæmari íbúða með því markmiði að tryggja tekjulágum fjölskyldum húsnæði til lengri tíma og ráðist í átak um byggingu 2.300 félagslegra íbúða á tímabilinu 2016–2019.
„Það hefur verið skortur á húsnæði á markaði í talsverðan tíma, sem hefur þær afleiðingar að verð hækkar mikið. Þær verðhækkanir gagnast einungis fagfjárfestum. Hækkanir á fasteignamarkaði koma verst niður á ungu fólki sem er að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið, einnig öllum leigumarkaði því að leiguverð fylgir fjármagnskostnaði. Þess vegna fagna ég því sérstaklega að verið er að fjölga íbúðum á markaði,“ sagði Haraldur.
„Fleira þarf að gera. Byggingarreglugerð þarf að taka til rækilegrar skoðunar. Hún gerir ráð fyrir að minnstu íbúðir geti verið allt að undir 30 fermetrum. Þannig íbúðir eru helst byggðar í fjölbýlishúsum og það þarf að skoða sérstaklega regluverkið, sem er mjög íþyngjandi í kringum íbúðirnar, fyrir utan þessa 30 fermetra. Þá hafa sveitarfélögin mjög mikil áhrif og þar er helst að nefna lóðarverð. Árið 2011 var lóðarverð 4% af byggingarkostnaði, nú er það í kringum 16%. Lóðarverð er grunnur að fasteignamati þannig að sveitarfélögin hafa beinar tekjur af háu lóðarverði. Lóðarverð hefur farið úr 500 þúsund í 5 milljónir á tíu árum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta bitnar tvöfalt á neytendum,“ sagði Haraldur að lokum.
Ræða Haraldar Einarssonar:

Categories
Fréttir

„Að reikna barn í konu og úr henni aftur“

Deila grein

03/06/2015

„Að reikna barn í konu og úr henni aftur“

Karl_SRGBKarl Garðarsson, alþingismaður, hefur orðið á Alþingi í gær: „Virðulegur forseti. Í sögu Davíðs Stefánssonar, Sólon Íslandus, unnu menn sér það til frægðar að reikna barn í konu og úr henni aftur. Þetta rifjaðist upp um helgina þegar ágætur vinur minn og hv. þm. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, fullyrti í fjölmiðlum að tekjuhæsti þriðjungur þjóðarinnar hefði fengið í sinn hlut rúma 50 milljarða út úr skuldaleiðréttingu núverandi ríkisstjórnar. Það er fjarri sanni. Í fyrsta lagi er framsetningin villandi því í útreikningana eru teknir þeir sem eru í hlutastörfum, í námi eða hreinlega ekki á vinnumarkaði þannig að sett er saman í einn pott og reiknað út frá því. Eini raunhæfi samanburðurinn er að skoða tekjudreifingu þeirra 74 þús. aðila sem er með verðtryggð húsnæðislán. Þetta eru þeir sem urðu fyrir forsendubresti.“
Og Karl hélt áfram: „Staðreyndirnar eru þessar: 60% heimila sem fengu leiðréttingu voru með 8 milljónir eða minna í árstekjur, eða sem samsvarar 670 þús. kr. á mánuði. Stærsti hluti leiðréttingarinnar fór til heimila með árstekjur undir 4 millj. kr. Vinstri stjórnin beitt sér fyrir svokallaðri 110%-leið. Þar fengu þeir 1.250 einstaklingar sem mest fengu að meðaltali 21 millj. kr. hver í sinn hlut, 21 milljón. Þeir 1.250 einstaklingar sem fengu mest í aðgerð núverandi ríkisstjórnar fengu að meðaltali 3,5 millj. kr. í sinn hlut. 21 millj. kr. frá fyrri ríkisstjórn, 3,5 millj. kr. frá þessari. Ég ætla ekki einu sinni að tala um þá einstaklinga sem fengu tugmilljónir kr. út úr 110%-leið Steingríms Sigfússonar.“
„Gagnrýni á leiðréttingu núverandi ríkisstjórnar kemur því úr hörðustu átt frá þeim sem settu heimsmet í óréttlæti. Heimsmet í óréttlætri dreifingu fjármuna,“ sagði Karl að lokum.
Ræða Karls Garðarssonar:

Categories
Fréttir

Miðstjórnarfundi frestað

Deila grein

02/06/2015

Miðstjórnarfundi frestað

logo-framsokn-gluggiFyrirhuguðum miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins 12. júní nk. hefur verið frestað.

Categories
Fréttir

Að forgangsraða í þágu innviðanna

Deila grein

01/06/2015

Að forgangsraða í þágu innviðanna

Vigdís HauksdóttirVigdís Hauksdóttir, alþingismaður, vakti máls á að allmargir ferðamannastaðir liggji undir skemmdum og því sé fyrirhuguð úthlutun 850 milljóna til brýnna verkefna á ferðamannastöðum í samræmi við stefnu að forgangsraða í þágu innviðanna. Þetta kom fram á Alþingi í liðinni viku.
„Þeir þingmenn sem hafa fylgst með fjárlagaumræðunni vita að ég er mikill talsmaður þess að fjáraukalögin séu notuð í lágmarki, en þær breytingar sem hafa verið kynntar núna snúa að því að ríkisstjórnin stendur við þá stefnu að forgangsraða í þágu innviðanna. Flestir ættu að vita að viðkvæmir ferðamannastaðir liggja undir skemmdum þannig að ég tel að þessu fjármagni sé vel ráðstafað. Við vitum alveg hvers vegna þetta er til komið núna, það er vegna þess að ekki hefur náðst samkomulag í þinginu um afgreiðslu um frumvarp um náttúrupassa,“ sagði Vigdís.
„Varðandi fjármagn til Vegagerðarinnar þá fagna ég því mjög því að ástand vegakerfis landsins eftir síðasta kjörtímabil er vægast sagt í molum, því engu fjármagni var varið í þann málaflokk á síðasta kjörtímabili. Að auki var farið með aukningu til Vegagerðarinnar milli 2. og 3. umr. í þinginu fyrir síðustu áramót þannig að það er alveg ljóst hvert þessi ríkisstjórn stefnir.“
Ræða Vigdísar Hauksdóttur: