Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Höskuldur Þór heimsóttu í dag bændur á Norðurlandi til að kynna sér stöðu mála en ljóst er að bændur á stórum landssvæðum allt frá Ströndum og yfir til Austurlands standa frammi fyrir miklum vanda vegna kals í túnum og ótíðar í vetur og vor.
Sigurður Ingi flaug í morgun ásamt Sindra Sigurgeirssyni formanni Bændasamtakanna til Sauðarkróks. Þaðan munu þeir ásamt Höskuldi keyra út í Fljótin, taka hús á bændum í Svarfaðardal og Eyjafirði og enda yfirreiðina í Þingeyjarsýslum.
Ráðherra og Höskuldur munu hitta að máli bændur og ráðunauta en ljóst má vera að ástandið er víða mjög slæmt og er talið að á einstaka bæjum sé allt að 90% kal í túnum.
– segir í frétt á heimasíðu Atvinnuvegaráðuneytisins, sjá hér.
03/06/2013
Sigurður Ingi og Höskuldur heimsækja bændur í dag