Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar, sendir mikilvæg skilaboð til ungra kjósenda.
24/04/2013
Bréf frá Sigmundi Davíð til ungra kjósenda23/04/2013
Einherji kominn útEinherji, blað framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, er komið út.
Hér getið þið nálgast blaðið á PDF formi
23/04/2013
Róttækar fyrirætlanir FramsóknarSigmundur Davíð kveðst hafa áhyggjur af því að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking hyggist koma saman ríkisstjórn til að koma í veg fyrir að róttækar fyrirætlanir Framsóknarflokksins nái fram að ganga. Hann undrast hörð viðbrögð forystumanna annarra stjórnmálaflokka við þessum tillögum á sama tíma og sífellt fleiri stígi fram og viðurkenni að svigrúm sé til staðar, með samkomulagi við kröfuhafa og eigendur aflandskróna um hina svonefndu snjóhengju.
„Miðað við umræðuna síðustu vikur virðist vera ljóst að annað af tvennu muni gerast. Annað hvort fær Framsóknarflokkurinn nógu mikið fylgi til að hafa nógu sterka samningsstöðu til að geta knúið á um að þessi stefna nái fram að ganga, að komið verði loksins til móts við skuldsett heimili og tekið á verðtryggingunni eða að aðrir stjórnmálaflokkar mynda ríkisstjórn um að vera á móti stefnu Framsóknarflokksins í skuldamálum heimilanna, sem yrði þá ríkisstjórn um verðtryggingu og ríkisstjórn um óbreytt ástand,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali við Eyjuna nú þegar aðeins eru fimm dagar til kosninga.
Formaður Framsóknarflokksins kveðst gera sér glögga grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgi því að setja fram slík kosningaloforð. Hann viti að við þau þurfi að standa. „Ef við fáum stuðning til að ráðast í þetta verkefni, að veita heimilunum það réttlæti sem þau hafa beðið eftir í fjögur og hálft ár, þá er enginn annar valkostur en að uppfylla þær væntingar og klára það dæmi.“
Og hann tekur skýrt fram að Framsóknarflokkurinn muni ekki semja sig frá þessum loforðum til þess eins að komast í ríkisstjórn. „Það kemur ekki til greina að semja sig frá þessu, Framsókn mun ekki gefa þetta eftir,“ segir hann.
Viðtal við Sigmund Davíð á eyjan.is er hér.
22/04/2013
Framundan í Norðausturkjördæmi22/04/2013
Þjóðólfur kominn útÞjóðólfur er tímarit sem gefið er út í Suðurkjördæmi. Blaðið kom út í mars 2013 og í því eru viðtöl og greinar eftir frambjóðendur Framsóknar í kjördæminu. Blaðinu var dreift á öll heimili og fyrirtæki í kjördæminu.
Þess má geta að í því er sérstaklega skemmtileg umfjöllun um sveitir kjördæmisins sem kallast “Blessuð sértu sveitin mín” þar sem forsvarsmenn sveitarfélaga segja stuttlega frá sínu sveitarfélagi.
22/04/2013
Dagur Austri kominn út20/04/2013
Ríkisstjórn sem þorir„Miðað við málflutning annarra flokka er nú komin upp augljós hætta á því að hér muni skapast verðtryggingarríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjórn sem mun standa vörð um verðtrygginguna og lítur sem svo á að íslensk heimili eigi ekki inni leiðréttingu eftir hrunið. Ríkisstjórn sem er tilbúin að beygja sig undir kröfur erlendra kröfuhafa en er ekki tilbúin að standa með íslenskum heimilum. Ég trúi því ekki að Íslendingar vilji þannig ríkisstjórn, ég trúi því að Íslendingar vilji ríkisstjórn sem þorir.“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson m.a. í ræðu sinni á fjölmennum fundi Framsóknar á Grand Hótel í dag. „Við megum ekki, enn og aftur, glata þeim tækifærum sem stendur þjóðinni til boða þegar kemur að réttlæti fyrir heimilin.“
Nú þegar slétt vika er í kosningar hefur kosningabaráttan harðnað og mikið hefur verið sótt að Framsókn sem hefur mælst stærsti flokkur landsins upp á síðkastið. Sigmundur varaði fundargesti við erfiðri viku framundan en biðlaði jafnframt til þeirra að halda sig á málefnalegum nótum í allri gagnrýni á aðra flokka: „Þetta verður ljót kosningabarátta. Andstæðingar okkar, bæði til hægri og vinstri, virðast ekki sjá aðra leið en að ráðast á Framsókn og það er ekki gert á málefnalegum grundvelli. Flestir aðrir flokkar hafa síðustu vikur viðurkennt að aðferðir Framsóknar eru raunhæfar. En þrátt fyrir það hafa þeir ekki þor til að taka á verkefnunum. Rökþrota um málefnin ráðast þeir því á okkur á persónulegan hátt. Þann hátt sem ég vildi að væri horfinn úr íslenskum stjórnmálum. Framsóknarmenn munu ekki taka þátt í þannig kosningabaráttu. Við munum standa fyrir málefnalegri kosningabaráttu og berjast fyrir því að okkar baráttumál, afnám verðtryggingar og leiðrétting stökkbreyttra lána, nái fram að ganga. Eina leiðin til að tryggja að þessi mál nái fram að ganga er að Framsókn fái nægilega mikinn og góðan stuðning til að samningsstaða flokksins sé sem sterkust þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn.“
Hér má finna myndir af fundinum:
https://www.flickr.com/photos/
14/04/2013
Kosningastefnuskráin komin á vefinnKosningastefnuskrá Framsóknar 2013 er komin á netið í PDF formi sem bæði er hægt að skoða á vefnum eða hlaða niður.
Hér nálgist þið stóra útgáfu af kosningastefnuskránni
Hér nálgist þið minni útgáfu af kosningastefnusránni
11/04/2013
Sigmundur Davíð í Forystusætinu á RÚVSigmundur Davíð mætti í Forystusætið á RÚV, miðvikudaginn 10. apríl, þar sem hann útskýrði og svaraði algengum spurningum um stefnu Framsóknar.
Smellið hér til að sjá þáttinn í heild sinni.