Categories
Fréttir

Framsókn breytti nefndarskipan til að jafna kynjahlutföll

Deila grein

14/06/2013

Framsókn breytti nefndarskipan til að jafna kynjahlutföll

althingiGerðar voru breytingar á nefndarskipunum hjá  stjórnarflokkunum til þess að leiðrétta kynjahlutföll í fasta- og alþjóðanefndum Alþingis.

  • Allsherjar- og menntamálanefnd: Elsa Lára Arnardóttir tekur sæti í stað Willums Þórs Þórssonar.
  • Efnahags- og viðskiptanefnd: Willum Þór Þórsson verður 2. varaformaður í stað Páls Jóhanns Pálssonar, Líneik Anna Sævarsdóttir tekur sæti í stað Páls Jóhanns Pálssonar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir tekur sæti í stað Brynjars Níelssonar.
  • Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd: Willum Þór Þórsson tekur sæti í stað Líneikar Önnu Sævarsdóttur.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd: Brynjar Níelsson tekur sæti í stað Ragnheiðar Ríkharðsdóttur.
  • Velferðarnefnd: Páll Jóhann Pálsson tekur sæti í stað Elsu Láru Arnardóttur.
  • Íslandsdeild Evrópuráðsins: Unnur Brá Konráðsdóttir tekur sæti varamanns í stað Guðlaugs Þórs Þórðarsonar.
  • Íslandsdeild þings ÖSE: Guðlaugur Þór Þórðarson tekur sæti varamanns í stað Unnar Brár Konráðsdóttur.

Var þetta tilkynnt við upphaf þingfundar í gær, 13. júní.

Categories
Fréttir

Jómfrúrræður þingmanna

Deila grein

14/06/2013

Jómfrúrræður þingmanna

IMG_0021Nýir þingmenn Framsóknar hafa verið að stíga í ræðustól Alþingis og flytja sínar fyrstu ræður en þær eru gjarnan kallaðar jómfrúrræður.
Á þessu er þó ein undantekning á þinghópnum. En það er Sigrún Magnúsdóttir er flutti sína jómfrúrræðu fyrir 31 ári síðan þegar hún tók sæti sem varaþingmaður.
Hægt er að smella á nöfn þingmanna hérna fyrir neðan til þess að horfa á/lesa jómfrúrræðu viðkomandi þingmanns.
 
Elsa Lára Arnardóttir
Frosti Sigurjónsson
Haraldur Einarsson
Jóhanna María Sigmundsdóttir (á eftir að flytja sína fyrstu ræðu)
Karl Garðarsson
Líneik Anna Sævarsdóttir
Páll Jóhann Pálsson
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Willum Þór Þórsson
Þorsteinn Sæmundsson
Þórunn Egilsdóttir
 
 

Categories
Fréttir

Baldursbráin í hvers manns barmi

Deila grein

13/06/2013

Baldursbráin í hvers manns barmi

rannveigÞann 19. júní næstkomandi verður útvarpsþáttur á Rás1 um Rannveigu Þorsteinsdóttur, fyrstu þingkonu Framsóknarflokksins
Þátturinn hefst kl 13:00 og heitir “Baldursbráin í hvers manns barmi”
Í þættinum verður meðal annars upptaka frá 23. febrúar sl.  en þá var haldin vegleg dagskrá um Rannveigu Þorsteinsdóttur á Hallveigarstöðum.  Þar vörpuðu fram fulltrúar félaga sem Rannveig starfaði með og var í forystu fyrir svipmyndum um hana og störf hennar: Kvenfélagssamband Íslands, Kvenstúdentafélagið, Kvenréttindafélag Íslands, Reykjavíkurklúbbur Soroptimista, UMFÍ, Lögfræðingafélagið og Glímufélagið Ármann.
 
Hægt er að sjá myndir af viðburðinum hér

Categories
Fréttir

Aðgerðaáætlun vegna skuldavanda heimila

Deila grein

12/06/2013

Aðgerðaáætlun vegna skuldavanda heimila

frambjodendurFram er komin á Alþingi aðgerðaáætlun í tíu liðum til þess að taka á skuldavanda heimila á Íslandi. Hún tiltekur markvissar aðgerðir til að taka á skuldavanda íslenskra heimila sem er tilkominn af hinni ófyrirsjáanlegu höfuðstólshækkun verðtryggðra húsnæðislána sem leiddi af hruni fjármálakerfisins. Grunnviðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007–2010. Um er að ræða almennar aðgerðir óháðar lántökutíma með áherslu á jafnræði og skilvirkni úrræða.
Nokkrir af þeim þáttum sem nauðsynlegt er að horfa til við útfærslu og framkvæmd tillagna um skuldaleiðréttingu eru:

  • Kostnaður við aðkomu ríkissjóðs.
  • Peningamagn í umferð og áhrif á verðbólgu.
  • Áhrif á fjármálakerfið.
  • Kostnaður fjármálakerfisins við framkvæmd tillagnanna.

Gert er ráð fyrir að ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna hafa eftirlit með verkefninu í heild en einstakir ráðherrar sem eiga sæti í henni beri ábyrgð á tilteknum aðgerðum. Við vinnuna verður lögð áhersla á að leita eftir víðtækri sátt um þær leiðir sem farnar verða til að ná því markmiði að leysa skuldavanda íslenskra heimila.
Aðgerðirnar eru annars vegar beinar og snúast um framlagningu frumvarpa á næstu vikum og mánuðum og hins vegar tímasettar athuganir sem miða að því að skila skýrum aðgerðaáætlunum í kjölfar greininga sérfræðinga á þeim leiðum sem mögulegar eru til þess að ná því marki að leiðrétta forsendubrestinn sem varð með hruni fjármálakerfisins.
Hér er tillagan í heild sinni, adgerdir-vegna-skuldavanda-heimila.

Categories
Fréttir

Breytingar á kjörum lífeyrisþega lagðar fram á sumarþingi

Deila grein

04/06/2013

Breytingar á kjörum lífeyrisþega lagðar fram á sumarþingi

Eygló Þóra HarðardóttirEygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, mun á næstunni leggja fyrir ríkisstjórn frumvarp sem miðar að því að draga úr þeim skerðingum sem lífeyrisþegar hafa orðið fyrir frá árinu 2009. Ráðherra kynnti fyrirhugaðar breytingar á ársfundi Tryggingastofnunar í dag.
Eygló sagðist stefna að því að leggja frumvarpið fram á sumarþingi sem hefst í vikunni. Hún vísaði í stjórnarsáttmálann þar sem sérstaklega er nefnd hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega og fjármagnstekna og sagðist þar að auki vilja beita sér fyrir því að hætt verði að skerða grunnlífeyri almannatrygginga vegna lífeyrissjóðstekna: „Enn eitt vil ég nefna sem mér finnst mjög mikilvægt að breyta sem fyrst. Árið 2009 var skerðingarhlutfall tekjutryggingar hækkað úr rúmum 38% í 45%. Þetta olli því að greiðslur til langflestra lífeyrisþega lækkuðu umtalsvert. Þessi breyting var gerð með bráðabirgðaákvæði í lögum og að óbreyttu rennur það út um næstu áramót. Ég tel hins vegar að við þurfum að gera betur“ sagði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, í ávarpi sínu á ársfundinum.
Ráðherra gerði mikla atvinnuþátttöku hér á landi að umtalsefni sem hefði skapað Íslendingum sérstöðu meðal þjóða um langt skeið, meðal annars vegna mikillar atvinnuþátttöku kvenna, fólks á efri árum og einnig atvinnuþátttöku fólks með örorku eða langvarandi sjúkdóma sem væri mun hærri hér en gerðist hjá hinum OECD-ríkjunum. Meðal annars vegna þessa væru sterk rök fyrir því að hækka frítekjumark vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega eins og stefnt sé að.
Frítekjumark á fjármagnstekjur er líka orðið alltof lágt sagði Eygló í ávarp sínu: „Það verður að tryggja að fólk sem á hóflegan sparnað á bankareikningum fái notið hans án þess að til komi skerðingar á bótum til viðbótar 20% fjármagnstekjuskatti. Þessu er brýnt að breyta.

Þróun örorku og innleiðing starfsgetumats

Ráðherra ræddi þróun örorku á undanförnum árum og sagði gleðilegt að mikið atvinnuleysi í kjölfar efnahagshrunsins hefði ekki leitt til mikillar fjölgunar í hópi örorkulífeyrisþega líkt og óttast var. Það væri þó nauðsynlegt að vera sívakandi yfir þeirri staðreynd að sterk tengsl eru milli örorku og atvinnuleysis og fylgjast með öllum vísbendingum um breytingar á verri veg: „Því miður eru blikur á lofti. Réttur fólks til atvinnuleysisbóta var lengdur tímabundið úr þremur árum í fjögur til að mæta erfiðum aðstæðum á vinnumarkaði. Þessi breyting hefur nú gengið til baka og mér er kunnugt um að þess sjái þegar merki hér hjá Tryggingastofnun þar sem nú séu fleiri farnir að knýja dyra en áður í von um einhverja aðstoð. Við verðum að finna leiðir til að bregðast við þessu og mæta fólki í vanda með viðeigandi lausnum – en meginverkefnið felst auðvitað í því að efla atvinnulífið þannig að störfum fjölgi“ sagði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Eygló ræddi einnig innleiðingu starfsgetumats í stað örorkumats sem unnið hefur verið að á liðnum árum og sagði: „Í þessu felst jafnframt ný og mun jákvæðari nálgun en áður þar sem litið er á rétt fólks til þess að nýta starfsorku sína, jafnt í sína þágu og samfélagsins. Ég vil að aukinn kraftur verði settur í þetta verkefni en legg auðvitað áherslu á að það verði unnið í nánu og góðu samstarfi við hagsmunaaðila, þ.e. samtök öryrkja, lífeyrissjóði, aðila vinnumarkaðarins og þá sem skipuleggja, fjármagna og veita endurhæfingu. Takist þetta verkefni vel má binda vonir við að þegar fram líða stundir verði mun fleira fólki unnt að nýta krafta sína á vinnumarkaði – og það er allra hagur.“
Ávarp ráðherra í heild
–  Segir í frétt frá velferðarráðuneytinu sjá hér 

Categories
Fréttir

Fagleg vinnubrögð við Rammaáætlun

Deila grein

04/06/2013

Fagleg vinnubrögð við Rammaáætlun

Sigurður Ingi JóhannssonUmhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, átti á fimmtudag fund með formanni verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar, Stefáni Gíslasyni. Á fundinum kom fram vilji ráðherra til að halda áfram með vinnu þá sem er hafin í ráðuneytinu við rammaáætlun með skipun verkefnisstjórnar. Jafnframt kom fram eindreginn vilji allra aðila til að halda fast í markmið um fagleg vinnubrögð í starfi verkefnisstjórnar og faghópa, svo að sem víðtækust sátt megi nást um niðurstöðu starfsins.
Ráðherra lagði sérstaka áherslu á að fagleg vinna verkefnisstjórnar haldi áfram eins og lagt hefur verið upp, svo og þeirra faghópa sem hún skipar, m.a. vinna við rannsóknir og greiningu á þeim virkjunarkostum sem nú eru í biðflokki. Lagði ráðherra til að við sína forgangsröðun tæki verkefnisstjórn til skoðunar þá orkukosti, sem fjallað er um í 12. kafla álits meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis frá því í vetur. Eru þessar áherslur í samræmi við lög um rammaáætlun og áherslur í fyrirliggjandi þingsályktunartillögu.
Jafnframt hefur ráðherra áhuga á að tekið verið til athugunar í ráðuneytinu og eftir atvikum í samstarfi við verkefnisstjórn rammaáætlunar skoðun á þeim möguleikum sem felast í stækkun núverandi vatnsaflsvirkjana á svæðum sem þegar eru röskuð og hvernig þau áform geti fallið að vinnu verkefnisstjórnar rammaáætlunar.
Samkvæmt erindisbréfi verkefnisstjórnar þriðja áfanga rammaáætlunar ber henni að skila fyrstu niðurstöðum sínum til ráðherra snemma á næsta ári.
– Þessa frétt af vef Umhverfisráðuneytisins sjá hér

Categories
Fréttir

Sigurður Ingi og Höskuldur heimsækja bændur í dag

Deila grein

03/06/2013

Sigurður Ingi og Höskuldur heimsækja bændur í dag

Sigurður Ingi JóhannssonSigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Höskuldur Þór heimsóttu í dag bændur á Norðurlandi  til að kynna sér stöðu mála en ljóst er að bændur á stórum landssvæðum allt frá Ströndum og yfir til Austurlands standa frammi fyrir miklum vanda vegna kals í túnum og ótíðar í vetur og vor.
Sigurður Ingi flaug í morgun ásamt Sindra Sigurgeirssyni formanni Bændasamtakanna til Sauðarkróks. Þaðan munu þeir ásamt Höskuldi keyra út í Fljótin, taka hús á bændum í Svarfaðardal og Eyjafirði og enda yfirreiðina í Þingeyjarsýslum.
Ráðherra  og Höskuldur munu hitta að máli bændur og ráðunauta en ljóst má vera að ástandið er víða mjög slæmt og er talið að á einstaka bæjum sé allt að 90% kal í túnum.
– segir í frétt á heimasíðu Atvinnuvegaráðuneytisins, sjá hér.

Categories
Fréttir

Fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar

Deila grein

23/05/2013

Fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar

Fyrsti ríkisráðsfundur nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var í dag.
Meðfylgjandi mynd er fengin að láni frá www.tíminn.is

 

Categories
Fréttir

Sumarferð Framsóknar í Reykjavík

Deila grein

23/05/2013

Sumarferð Framsóknar í Reykjavík

Nú ætla framsóknarmenn að gera sér góða sumarferð austur fyrir fjall, fimmtudaginn 30. maí, nánar tiltekið til Hvolsvallar. Lagt verður af stað frá Húsi verslunarinnar kl. 17.00.
Farið verður í Sögusetrið, það skoðað undir leiðsögn og svo grillað í hlöðunni hjá Ísólfi Gylfa sveitarstjóra. Það verður skemmtun og gaman. Léttar veitingar í boði. Lagt verður af stað heim á leið kl. 22.00.
Miðverð er kr. 2.000,- á mann fyrir allan pakkann, rútuna og allt annað.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir miðvikudaginn 29. maí á netfangið: framsokn@framsokn.is eða í síma: 540 4300.
Ekki missa af þessari frábæru ferð framsóknarmanna – það eru allir velkomnir!
 
FRAMSÓKN Í REYKJAVÍK

Categories
Fréttir

Stjórnarsáttmáli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks

Deila grein

22/05/2013

Stjórnarsáttmáli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
 Smellið hér til þess að lesa stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks