Categories
Fréttir

Verðtryggingarnefnd klofnaði

Deila grein

29/01/2014

Verðtryggingarnefnd klofnaði

STOPPSérfræðingahópur um afnám verðtryggingar á nýjum neytendalánum, sem forsætisráðherra skipaði þann 16. ágúst 2013, hefur skilað skýrslu sinni. Í skýrslu hópsins er lagt til að frá og með 1. janúar 2015 verði tekin veigamikil skref í átt að fullu afnámi verðtryggingar nýrra neytendalána með því að:

  • óheimilt verði að bjóða neytendum verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára,
  • lágmarkstími nýrra verðtryggðra neytendalána verði lengdur í allt að 10 ár,
  • takmarkanir verði gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána og
  • hvatar auknir til töku og veitingar óverðtryggðra lána.

Mikilvægt er að draga úr vægi verðtryggðra jafngreiðslulána. Slíkt mun styðja við fjármálastöðugleika til langs tíma, efla virkni stýrivaxta Seðlabankans og byggja undir jafnvægi í hagkerfinu. Greiðsluferill 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána veldur hættu á yfirveðsetningu á fyrri hluta lánstímans og eykur heildarvaxtakostnað yfir lánstímann þar sem verðbótum er velt yfir á höfuðstólinn. Þessi ókostur lánanna ágerist eftir því sem lánstíminn er lengri.
Helstu áhrif afnáms langra verðtryggðra jafngreiðslulána á neytendur eru hækkuð greiðslubyrði og erfiðara aðgengi að lánsfé fyrir tekjulága hópa. Því þarf að koma til móts við tekjulægri einstaklinga og fyrstu kaupendur með aðgerðum eins og betur skilgreindum vaxtabótum, skattaafslætti og úttekt séreignarlífeyrissparnaðar.
Verðtrygging hefur verið samofin íslensku efnahagslífi í 35 ár. Engar hömlur hafa verið settar á verðtryggingu frá árinu 1998 þrátt fyrir vilja og fyrirheit þar um. Þær breytingar sem hér eru lagðar til eru því fyrstu takmarkanir á notkun verðtryggingar í langan tíma.
Fullt afnám verðtryggingar nýrra neytendalána krefst hins vegar meiri tíma og yfirlegu. Án vandaðs undirbúnings gæti afnám ógnað fjármálastöðugleika og rýrt stöðu neytenda og lánveitenda. Forsendur fyrir því að unnt sé að afnema verðtryggingu að fullu eru einkum að takist hafi að leggja grunn að nýju húsnæðiskerfi, skýra stöðu Íbúðalánasjóðs og endurbæta lífeyrissjóðakerfið. Að þessu er nú þegar unnið á vegum stjórnvalda og mikilvægt að sú vinna gangi greiðlega.
Lagt er til að stjórnvöld hefji eigi síðar en á árinu 2016 vinnu við að meta reynslu af þessum stóru skrefum, sem hér eru lögð til, í átt að afnámi verðtryggingar og móti í framhaldinu áætlun um fullt afnám.
Forsætisráðherra skipaði sérfræðingahópinn 16. ágúst 2013. Í honum áttu sæti eftirfarandi:

  • Ingibjörg Ingvadóttir, hdl., formaður
  • Helga Hlín Hákonardóttir, hdl.
  • Iða Brá Benediktsdóttir, viðskiptafræðingur
  • Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskiptafræðingur í forsætisráðuneytinu
  • Tómas Brynjólfsson, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu
  • Valdimar Ármann, hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur
  • Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness

Allir fulltrúar sérfræðingahópsins sameinast um þessar niðurstöður nema Vilhjálmur Birgisson sem skilaði sinni eigin skýrslu. Í skýrslu sinni leggur Vilhjálmur til að verðtrygging nýrra neytendalána verði óheimil frá og með 1. júlí 2014 og gripið verði samhliða til ýmissa mótvægisaðgerða. Þá leggur hann til að böndum verði komið á vexti og verðtryggingu eldri verðtryggðra lána, að rannsakað verði hver raunverulegur vísitölubjagi er við útreikning verðbólgu og að stjórnvöld láti gera óháða rannsókn á íslenska lífeyrissjóðakerfinu.

Sjá einnig:

Categories
Fréttir

Kjördæmavika Framsóknar – NORÐAUSTURKJÖRDÆMI

Deila grein

28/01/2014

Kjördæmavika Framsóknar – NORÐAUSTURKJÖRDÆMI

Frambjóðendur Norðaustur 2013Opnir fundir í kjördæmaviku Framsóknar. Þingflokkurinn mun þá verða á faraldsfæti og boðar til opinna funda til að ræða stöðu landsmálanna og einstök mál þar að lútandi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:
Norðausturkjördæmi
Mánudagur 3. febrúar – Egilsstaðir, Austrasalurinn kl. 20:00
Þriðjudagur 4. febrúar – Norðfjörður, Egilsbúð kl. 12:00; Fáskrúðsfjörður, Björgunarsveitarhúsið kl. 20:00.
Miðvikudagur 5. febrúar – Vopnafjörður, Hótel Tangi kl. 12:00; Húsavík, Kiwanishúsið kl. 20:00.
Fimmtudagur 6. febrúar – Fjallabyggð, Allanum sportbar 2.hæð kl. 12:00; Dalvík, Gíslieiríkurhelgi-kaffihús kl. 17:00; Akureyri, salur RKÍ Viðjulundi 2 kl. 20:00.

Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð á Sprengisandi

Deila grein

26/01/2014

Sigmundur Davíð á Sprengisandi

Sigmundur Davíð GunnlaugssonSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknar var viðmælandi í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má nálgast viðtal Sigurjóns M. Egilssonar við forsætisráðherra.
Sprengisandur (1): SDG og afnám verðtryggingar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir einfalt að afnema verðtryggingu, en samt verði að athuga vel hverjar afleiðingarnar verða. Hann segir ríkisstjórnina ekki hafa langan tíma til að vinna að málinu.
https://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP24033
Sprengisandur (2): Störukeppni í fullum gangi
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að enn sé störukeppni milli Íslendinga og kröfuhafa bankanna. Hann segir einnig að breytingarnar á bankaskattinum hafi komið einna verst við MP banka.
https://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP24034

Categories
Fréttir

Kjördæmavika Framsóknar – SUÐURKJÖRDÆMI

Deila grein

24/01/2014

Kjördæmavika Framsóknar – SUÐURKJÖRDÆMI

Frambjóðendur Suður 2013Opnir fundir í kjördæmaviku Framsóknar. Þingflokkurinn mun þá verða á faraldsfæti og boðar til opinna funda til að ræða stöðu landsmálanna og einstök mál þar að lútandi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:
Suðurkjördæmi
Mánudagur 3. febrúar – Reykjanesbæ, Framsóknarhúsinu Hafnargötu 62 kl. 20:00.
Þriðjudagur 4. febrúar – Vestmannaeyjar, Kaffi Kró kl. 20:00.
Miðvikudagur 5. febrúar – Hornafjörður, kl. 12:00 (súpa); Kirkjubæjarklaustur, Icelandair Hótel Klaustur kl. 17:30; Vík, Hótel Vík kl. 20:30.
Fimmtudagur 6. febrúar – Hvolsvöllur, Hlíðarendi kl. 12:00 (súpa); Selfoss, Hótel Selfoss kl. 20:30.

Categories
Fréttir

Hreyft við málum að nýju

Deila grein

21/01/2014

Hreyft við málum að nýju

Fimm þingmenn Framsóknar tóku til máls undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og má sjá áherslur þeirra í hér að neðan.
Í morgun var greint frá því í fréttum að nokkrar fjölskyldur búi nú í hesthúsum í Almannadal og er þar um að ræða ný hesthús og hverfið er staðsett fyrir ofan Reykjavík. Í fréttinni kemur einnig fram að Félag hesthúsaeigenda í Almannadal hafi sótt um það hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík að einstaklingar fái að skrá lögheimili á efri hæðum hesthúsanna. – Elsa Lára Arnardóttir

Mig langar hér að vekja athygli á stórkostlegu íþróttaafreki sem Aníta Hinriksdóttir vann á sunnudaginn sem hefur kannski farið fram hjá fólki vegna handboltans. Aníta setti glæsilegt Íslandsmet í sínum aldursflokki í 800 metra hlaupi. – Sigrún Magnúsdóttir

Nú háttar svo til að fyrir dyrum er í störfum okkar að vinna úr margvíslegum málum sem snúa að húsnæðismarkaði, fjármögnun og framtíðarskipan húsnæðismála á Íslandi. Frumvörp um skuldaleiðréttingu munu koma til okkar kasta innan skamms. – Willum Þór Þórsson

Ársalgengi lyndis- og kvíðaraskana á Íslandi er áætlað um 10%. Eina einstaklingsmiðaða meðferðarúrræðið sem stendur til boða í heilsugæslunni er lyfjameðferð þrátt fyrir að árangur hennar sé misjafn og þrátt fyrir þá staðreynd að hagræn atferlismeðferð sé tilgreind sem forgangsmeðferð við lyndis- og kvíðaröskunum. – Þorsteinn Sæmundsson

Því miður er staðan þannig árið 2014 að þjóðin er enn að glíma við launamun kynjanna. Það hallar á annað kynið í stjórnunarstöðum og réttindi karla og kvenna eru ekki þau sömu þó að reynt sé með lagasetningu að jafna hana. En lagasetningunni er á mörgum jafnréttissviðum ábótavant. – Haraldur Einarsson

Categories
Fréttir

Kjördæmavika Framsóknar – NORÐVESTURKJÖRDÆMI

Deila grein

21/01/2014

Kjördæmavika Framsóknar – NORÐVESTURKJÖRDÆMI

Frambjóðendur Norðvestur 2013Opnir fundir í kjördæmaviku Framsóknar. Kjördæmavikan hefst 1. febrúar og stendur fram til 8. febrúar. Þingflokkurinn mun þá verða á faraldsfæti og boðar til opinna funda til að ræða stöðu landsmálanna og einstök mál þar að lútandi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:

Norðvesturkjördæmi

Laugardagur 1. febrúar – Skagaströnd – Kaffi Bjarmanes kl. 12:00 (súpa)
Sunnudagur 2. febrúar – Sauðárkrókur, Kaffi Krókur kl. 20:30.
Mánudagur 3. febrúar – Blönduós, Potturinn-Eyvindarstofa kl. 12:00 (súpa) ; Hvammstangi, Hlaðan kaffihús kl. 17:00; Hólmavík, Cafe Riis kl. 20:30.
Þriðjudagur 4. febrúar – Þingeyri, Sláturhúsið Hafnarstræti 18 kl. 12:00; Ísafjörður, Framsóknarhúsið, Pollgötu 4 kl. 20:00.
Miðvikudagur 5. febrúar – Patreksfjörður, Félagsheimilið kl. 20:00.
Fimmtudagur 6. febrúar – Búðardalur, Glerskálinn Samkaupum kl. 12:00 (súpa); Stykkishólmur, veitingastaðurinn Plássið kl. 17:30; Ólafsvík, Hótel Hellissandi kl. 20:30.
Föstudagur 7. febrúar – Mýrar, Breiðablik kl. 12:00; Borgarnes, Félagsbær kl. 20:00.
Laugardagur 8. febrúar – Akranes, Framsóknarhúsið, Sunnubraut kl. 10:00.
 
 
 

Categories
Fréttir

Mikilvægt að hreyfa við málum

Deila grein

17/01/2014

Mikilvægt að hreyfa við málum

Þingmenn Framsóknar voru duglegir í ræðustól Alþingis sl. miðvikudag og tóku upp hin ýmsu mál til umfjöllunar líkt og sjá má hér að neðan.
„Ég kveð mér hljóðs til að ræða störf þingsins í orðsins fyllstu merkingu.“ – Sigrún Magnúsdóttir

„Um sérkennslu í skólum landsins.“ – Elsa Lára Arnardóttir

„Rétt fyrir jól voru undirritaðir nýir kjarasamningar sem ber að fagna sérstaklega, þeir eru hófsamir.“ – Þorsteinn Sæmundsson

„Síðustu daga hefur matvælaframleiðsla Íslands verið mikið til umræðu.“ – Jóhanna María Sigmundsdóttir

„Aðgerðaráætlun um lausn skuldavanda heimila á Íslandi.“– Willum Þór Þórsson

„ Nokkur bifreiðaumboð eru farin að auglýsa vaxtalaus lán.“– Frosti Sigurjónsson

 

Categories
Fréttir

39. Sambandsþing SUF

Deila grein

17/01/2014

39. Sambandsþing SUF

logo-SUF-2011Boðað er til 39. Sambandsþings Sambands ungra framsóknarmanna (SUF) á Hótel Selfossi dagana 1.-2. febrúar 2013. Allir ungir framsóknarmenn hafa rétt til setu á þinginu.
Samkvæmt grein 4.5 í lögum SUF skal framboðum til formanns skila til skrifstofu Framsóknarflokksins eigi síðar en viku fyrir setningu sambandsþings eða fyrir laugardaginn 25. janúar. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn SUF er bent á netfangið suf@suf.is.
SUF-arar hvattir til þess að skila inn tillögum að ályktunum sem fyrst á netfangið suf@suf.is. Þær tillögur sem liggja fyrir laugardaginn 25. janúar verða prentaðar með öðrum þinggögnum. Tillögurnar verða ræddar í þeim sex málefnahópum sem starfandi eru á þinginu.
Samkvæmt grein 6.4 í lögum SUF skal tillögum að lagabreytingum skilað eigi síðar en 14 dögum fyrir setningu þings sambandsins eða fyrir laugardaginn 18. janúar. Tillögum skal skilað á netfangið suf@suf.is.

Drög að dagskrá:

Laugardagur 1. febrúar
12.30 – Þingsetning
– Kosning þingforseta (2)
– Kosning þingritara (2)
– Kosning starfsnefndar (3)
12.40 – Skýrsla stjórnar og reikningar
13.00 – Málefnahópar kynntir
13.10 – Málefnahópar taka til starfa
– Hópur 1 – Stjórnskipun, mannréttindi, lýðræði og utanríkismál
– Hópur 2 – Efnahagsmál
– Hópur 3 – Atvinna, samgöngur og umhverfi
– Hópur 4 – Menntun, menning og íþróttir
– Hópur 5 – Velferð
– Hópur 6 – Lagabreytingar og aðrar tillögur
20.00 – Hátíðarkvöldverður og skemmtun fram eftir kvöldi
Sunnudagur 2. febrúar
10.00 – Afgreiðsla mála
12.30 – Hádegismatur
13.15 – Kosningar:
– Formaður
– Stjórn (12)
– Varastjórn (12)
– Skoðunarmenn reikninga (2)
– Varaskoðunarmenn reikninga (2)
16.00 – Þingslit
Gagnlegar upplýsingar:
– Þinggjöld
Þinggjald er 2.000 kr. innifalið í þinggjaldi er kaffi á laugardegi og sunnudegi, auk þinggagna. Tekið verður á móti greiðslu þinggjalda til kl. 10.30 á sunnudag 2. febrúar.
– Fundarstaður
Formleg þingstörf fara fram á Hótel Selfossi
– Gisting á Hótel Selfossi
Gisting eins manns herbergi með morgunverð per nótt kr. 8.500,-
Gisting tveggja manna herbergi með morgunverð per nótt kr. 9.900,-
– Hátíðarkvöldverður
Þriggja rétta hátíðarkvöldverður á laugardegi kostar kr. 4.900 kr.-
– Seturéttur á þinginu
Allir ungir framsóknarmenn hafa rétt til setu á þinginu. Þeir sem skráðir eru í Framsóknarflokkinn fyrir laugardaginn 3. janúar 2014 á aldrinum 16 til 35 ára og hafa greitt þinggjöld hafa atkvæðarétt á þinginu.
– Framboðsfrestur
Samkvæmt grein 4.5 í lögum SUF skal framboðum til formanns skila til skrifstofu Framsóknarflokksins eigi síðar en viku fyrir setningu sambandsþings eða fyrir laugardaginn 25. janúar. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn SUF er bent á netfangið suf@suf.is.
– Lagabreytingatillögur
Samkvæmt grein 6.4 í lögum SUF skal tillögum að lagabreytingum skilað eigi síðar en 14 dögum fyrir setningu þings sambandsins eða fyrir laugardaginn 18. janúar. Tillögum skal skilað á netfangið suf@suf.is.
– Málefnastarf
SUF-arar hvattir til þess að skila inn tillögum að ályktunum sem fyrst á netfangið suf@suf.is. Þær tillögur sem liggja fyrir laugardaginn 25. janúar verða prentaðar með öðrum þinggögnum. Tillögurnar verða ræddar í þeim sex málefnahópum sem starfandi eru á þinginu.
Birt með fyrirvara um breytingar.
 
STJÓRN SUF

Categories
Fréttir

Mikil stækkun á núverandi friðlandi Þjórsárvera

Deila grein

15/01/2014

Mikil stækkun á núverandi friðlandi Þjórsárvera

Sigurður Ingi Jóhannsson
Stefnt er að mikilli stækkun friðlands í Þjórsárverum. Núverandi friðland er 358 km² en tillagan gerir ráð fyrir að friðlandssvæðið verði 1558 km². Náttúruverndarlögin kveða á um að Umhverfisstofnun annast undirbúning friðlýsingar og gerð draga að friðlýsingarskilmálum og leggur fyrir landeigendur, viðkomandi sveitarfélög og aðra sem hagsmuna eiga að gæta. Tillaga um þessi nýju mörk friðlandsins, sem unnið hefur verið að undanfarna mánuði, var send í desember 2013 til Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Ásahrepps.
Ferill málsins
Árið 2007 náðist sameiginleg niðurstaða sveitarfélagana um talsvert minna friðland en síðari útfærslur sem komu fram í náttúruverndaráætlun 2009-2013. Til að rekja málið áfram þá samþykkti fyrrverandi ríkisstjórn í ágúst 2009 að hefja undirbúning að stækkun friðlandsins í samræmi við ákvæði laga um náttúruvernd.
Endanleg tillaga náttúruverndaráætlunar 2009-2013 var samþykkt í nóvember 2009 og var lagt til að friðlandsmörkin nái nokkuð sunnar en sameiginlega niðurstaðan með fulltrúum sveitarfélaga og Umhverfisstofnunnar kvað á um frá 2007.
Eftir að niðurstaða rammaáætlunar lá fyrir í janúar 2013 var ákveðið að mörkin skuli ná suður fyrir fyrirhugað Norðlingaölduveitulón. Ljóst var þá að ekki næðist sameiginleg niðurstaða hjá viðkomandi sveitarfélögum, að mörk til suðurs yrðu ekki samþykkt nema sérstakt rekstrarfé fylgdi með. Fallist var á stækkun til suðurs nokkrum dögum fyrir kosningar sl. vor og þáverandi umhverfisráðherra lýsti yfir vilja að leggja fram 28 m.kr. til uppbyggingar fyrir utan friðlandið. Auk þess hafði verið ákveðið áður að setja 40 m.kr. í rekstur og uppbyggingu á friðlandssvæðinu.
Umhverfisstofnun, að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið, sendi breytta friðlýsingartillögu til áðurnefnda sveitarfélaga til skoðunar í desember 2013.  Ástæðan var sú að í kjölfar ábendinga sem fram komu í sumar við lokafrágang um afmörkun svæðisins var gegnið lengra en næmi Norðlingaöldukosti sem settur var í verndarflokki í 2. áfanga. Mörkin hefðu þannig útilokað aðra hugsanlega kosti fyrir utan friðlandið sem á eftir að skilgreina, meta og flokka og komu upp álitamál varðandi lögmæti slíks gjörnings. Hins vegar er ekki gengið lengra en svo samkvæmt lögum um vernd og orkunýtingu að virkjunaraðili getur skilgreint nýjan orkukost utan friðlýsta svæðisins til mats í rammaáætlun í framtíðinni. Til hvers það mat mun leiða mun framtíðin leiða í ljós.
Sveitarfélögin hafa tekið málið fyrir og er ákvarðanatöku í öðru sveitarfélaginu frestað þar til fyrir liggur nákvæm afmörkun Norðlingaölduveitu 566-567,5 m.y.s. sem er í verndarflokki og í hinu var hún samþykkt með fyrirvörum um að  með fylgi rekstrarfé.
Næstu skref
Til að komast hjá því að mál af þessu tagi komi upp þá hefði verið hentugra ef nákvæm afmörkun hvers virkjunarkosts í verndarflokki kæmi fram í þingsályktun um áætlun um vernd- og orkunýtingu landsvæða. Gera má umbætur sem má skýra með reglugerð og munu vonandi verða til þess að styrkja rammaáætlun svo sátt megi nást um hana til þess að takast á við þessi máli til framtíðar. Það getur verið umdeilanlegt en þannig er það. Jafnframt þarf að skoða hvort heppilegt sé, líkt og unnið hefur verið með stækkað friðland, að blanda saman ákvörðunum á grundvelli náttúruverndaráætlunar og rammaáætlunar.
Friðlýsing á grundvelli náttúruverndaráætlunar kallar á miklu fleiri og víðtækari sjónarmið og samráð til að friðlýsing nái fram að ganga meðan heimild til rammaáætlunar snýst um vernd gegn orkunýtingu. Þetta hef ég áhuga á að láta skoða og er að skoða innan umhverfisráðuneytisins.
Ég vona að um þessa friðlýsingu geti náðst góð sátt við sveitarstjórnina á svæðinu svo að hægt verði að ganga frá þessari miklu stækkun á friðlandi Þjórsárvera og stofnun þessa glæsilega friðlands.
 
***
Kort af Þjórsárverum.

Categories
Fréttir

Desemberuppbót atvinnuleitenda tryggð

Deila grein

18/12/2013

Desemberuppbót atvinnuleitenda tryggð

Eygló HarðardóttirEygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, undirritaði í dag reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Óskert uppbót nemur 51.783 krónum.
Rétt til desemberuppbótar eiga atvinnuleitendur sem eru tryggðir innan atvinnuleysistryggingakerfisins og hafa staðfest atvinnuleit einhvern tíma á tímabilinu 20. nóvember til 3. desember 2013. Greiðslur verða í hlutfalli við lengd þess tíma sem viðkomandi hefur verið skráður atvinnulaus á þessu ári. Hafi fólk verið hluta ársins á vinnumarkaði á það rétt á hlutfallslegri greiðslu desemberuppbótar frá atvinnurekanda samkvæmt kjarasamningi. Óskert desemberuppbót nemur 51.783 kr. sem eru 30% af óskertum grunnatvinnuleysisbótum. Hjá þeim sem eiga hlutfallslegan rétt verður greiðslan ekki lægri en 12.946 kr.
Eygló Harðardóttir segir gleðilegt að tekist hafi að tryggja fjármuni til að greiða uppbótina sem skiptir atvinnuleitendur miklu máli: „Þetta tókst að lokum með góðu samstarfi þar sem margir lögðu hönd á plóg og fyrir það er ég þakklát.“