Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og frjálslyndra á Seyðisfirði

Deila grein

09/05/2018

Framboðslisti Framsóknar og frjálslyndra á Seyðisfirði

Framboðslisti Framsóknarflokks og frjálslyndra á Seyðisfirði er kominn fram. Listann leiðir Vilhjálmur Jónsson bæjarstjóri, í öðru sæti er Eygló Björg Jóhannsdóttir, bókari og í því þriðja er Snorri Jónsson, vinnslustjóri.
Framboðslisti Framsóknar og frjálslyndra á Seyðisfirði:

  1. Vilhjálmur Jónsson, bæjarstjóri
  2. Eygló Björg Jóhannsdóttir, bókari
  3. Snorri Jónsson, vinnslustjóri
  4. Gunnhildur Eldjárnsdóttir, eldri borgari
  5. Ingvar Jóhannsson, verkamaður
  6. Óla B. Magnúsdóttir, skrifstofumaður
  7. Unnar B. Sveinlaugsson, vélsmiður
  8. Snædís Róbertsdóttir, leikskólaleiðbeinandi og háskólanemi
  9. Birkir Friðriksson, vélvirki
  10. Ingibjörg Svanbergsdóttir, eldri borgari
  11. Hjalti Þór Bergsson, bifreiðarstjóri
  12. Þórdís Bergsdóttir, fyrrv. framkvæmdastjóri
  13. Þorvaldur Jóhannsson, fyrrv. bæjarstjóri
  14. Jóhann P. Hansson, fyrrv. yfirhafnarvörður
Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar og óháðra á Vopnafirði

Deila grein

09/05/2018

Framboðslisti Framsóknar og óháðra á Vopnafirði

Framboðslisti Framsóknar og óháðra á Vopnafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí hefur verið lagður fram. Sigríður Bragadóttir, fyrrv. bóndi, leiðir listann. Í öðru sæti er Bárður Jónasson, tæknistjóri og sveitarstjórnarmaður og í því þriðja er Axel Örn Sveinbjörnsson, vélstjóri.
Framboðslisti Framsóknar og óháðra á Vopnafirði:

  1. Sigríður Bragadóttir, fyrrv. bóndi
  2. Báður Jónasson, tæknistjóri og sveitarstjórnarmaður
  3. Axel Örn Sveinbjörnsson, vélstjóri
  4. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, sóknarprestur
  5. Sigurjón H. Hauksson, vaktformaður
  6. Fanney Björk Friðriksdóttir, vaktformaður
  7. Hreiða Geirsson, afgreiðslumaður
  8. Linda Björk Stefánsdóttir, ræstitæknir
  9. Ólafur Ásbjörnsson, bóndi
  10. Heiðbjörg Marín Óskarsdóttir, afgreiðslukona
  11. Thorberg Einarsson, sjómaður
  12. Elíasa Joensen Creed, fiskverkunarkona
  13. Sigurþóra Hauksdóttir, bóndi
  14. Árni Hynur Magnússon, rafverktaki
Categories
Greinar

Jöfn tækifæri til íþróttaiðkunar óháð íþrótt og efnahag

Deila grein

08/05/2018

Jöfn tækifæri til íþróttaiðkunar óháð íþrótt og efnahag

Íbúar Kópa­vogs fara ekki var­hluta af því fjöl­breytta íþrótta­lífi sem ein­kennir íþrótta­bæj­ar­fé­lagið Kópa­vog. Nán­ast er hægt að full­yrða að hver ein­asta fjöl­skylda í bænum teng­ist eða eigi barn í ein­hvers­konar íþrótta­starfi.
Hreyf­ing og fræðsla er nauð­syn­legur hluti af upp­eldi barna og það starf sem á sér stað innan íþrótta­hreyf­ing­ar­innar er að mörgu leyti mjög gott, aðstaðan til fyr­ir­myndar og starf félag­anna öfl­ugt.

Allt þetta starf kostar hins vegar umtals­verða fjár­muni sem að stórum hluta leggst á for­eldra iðk­enda. Kostn­að­ar­hlut­deild iðk­enda er því miður orðin slík að ekki aðeins launa­lægri fjöl­skyldur veigra sér við kostn­að­in­um, heldur eiga milli­tekju­fjöl­skyldur einnig í vand­ræðum með að standa skil á hon­um. Mögu­leikar barna til að stunda fleiri en eina íþrótt eða tóm­stund eru nán­ast úti­lok­að­ir.

Þá má velta því upp hvort æfinga­á­lag barna sé of mik­ið, enda hefur verið sýnt fram á að fylgni fjölda æfinga­stunda í skipu­lögðu starfi barna undir 12 ára aldri og lang­tíma árang­urs er hverf­andi. Sam­spil æfinga og leiks er talið vega mun þyngra á mót­un­ar­árum ein­stak­lings.

Hér­lendis byrjum við fyrr á skipu­lögðu starfi, æfum oftar og við borgum marg­falt meira fyrir starfið mið­aða við nágranna­lönd­in. Að auki er sjaldn­ast neitt inni­falið í grunnæf­inga­gjöld­um, og því er raun­kostn­aður við iðkun oft­ast tölu­vert hærri en þau segja til um.

Af þessu leiðir að kostn­aður barna­fjöl­skyldna við íþrótta­starf hefur aldrei verið hærri þrátt fyrir að bæj­ar­fé­lagið leggi til frí­stund­ar­styrk sem hefur hækkað með hverju árinu. Það hefur hins vegar sýnt sig að þær hækk­anir frí­stund­ar­styrks­ins duga skammt á móti þeim hækk­unum sem lagst hafa beint á fjöl­skyldur iðk­enda.

Þessi þróun getur ekki haldið áfram og nýrra leiða þarf að leita til að koma til móts við fjöl­skyldur með börn í íþrótta­starfi, bæði hvað varðar hóf­semd í kostn­að­ar­þátt­töku og hóf­semd í æfinga­á­lagi. Brýn þörf er á sterk­ari stefnu­mörkun um hvernig opin­berum fjár­munum skuli varið þegar kemur að íþrótta og tóm­stunda­starfi. Hver séu mark­mið bæj­ar­fé­lags­ins með stuðn­ingi við íþrótta­starf og aðrar tóm­stundir barna? Á grunni slíkrar stefnu­mörk­unar yrði öll eft­ir­fylgni með því hvort fjár­út­lát bæj­ar­fé­lags­ins skili árangri mark­viss­ari í fram­hald­inu.

Með fram­boði mínu til bæj­ar­stjórnar í Kópa­vogi mun ég leggja áherslu á að berj­ast fyrir lækkun kostn­aðar við íþrótta og tóm­stund­ar­starf í sveita­fé­lag­inu og að Kópa­vogur verði leið­andi í stefnu­mótun starfs sem býður upp á meiri sveigj­an­leika sem mun henta öll­um, ekki aðeins þeim efna­meiri. Þá fyrst verður lof­orð Kópa­vogs um jöfnuð til íþrótta­iðk­unar óháð íþrótt og efna­hag ekki aðeins orðin tóm.

Sverrir Kári Karlsson er verk­fræð­ingur og þriggja barna faðir sem skipar 5. sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Kópa­vogi fyrir kom­andi bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 18. apríl 2018.

Categories
Greinar

Hello Rehkjavic!

Deila grein

08/05/2018

Hello Rehkjavic!

Við sem búum í Kópa­vogi höfum flest heyrt sög­una af því hvernig bær­inn byggð­ist. Fólkið sem ekki hafði fjár­hags­lega burði eða sam­bönd til að fá lóð í Reykja­vík fékk tæki­færi í bænum okk­ar. Sjálf sagan ber það með sér að Kópa­vogur sé minni og ódýr­ari útgáfa af höf­uð­borg­inn­i.

Úthverfið Kópa­vogur
Á mínum yngri árum heyrði ég oft frá utan­bæj­ar­fólki að ég væri Reyk­vík­ing­ur. Þegar ég leið­rétti það af barns­legu stolti komst ég fljótt að því að mörgum fannst þetta allt sama tóbak­ið. Kópa­vogur væri eins og hvert annað úthverfi. Á þessum árum fannst mér erfitt að koma orðum að því hvernig við skærum okkur frá stóra nágrann­an­um. Þess má geta að ég ólst upp á myrkum tímum í sögu Kópa­vogs – pönkið liðið undir lok, búið að loka eina bíói bæj­ar­ins og brand­ar­inn um hvað væri grænt og félli á haustin var enn vin­sæll.

Hug­myndir um Kópa­vog sem úthverfi heyr­ast enn. Stutt er síðan einn af rit­stjórum Kjarn­ans lagði í leið­ara til að Alþingi myndi ein­fald­lega setja lög um sam­ein­ingu Kópa­vogs og nágranna­bæj­ar­fé­laga við Reykja­vík. Þar að auki hefur Kópa­vogur í gegnum tíð­ina ekki þótt mjög „smart“, sem kom svo ynd­is­lega skýrt fram þegar Gísli Mart­einn Bald­urs­son bað á sínum tíma: „…til Guðs að ein­hver túristi lendi ekki í því að vera á ein­hverju glöt­uðu hót­eli í Kópa­vog­i“.

Kópa­vogur er ekki, og verður lík­leg­ast aldrei, sama lif­andi hring­iða menn­ingar og afþrey­ingar sem Reykja­vík er, þrátt fyrir gott menn­ing­ar­líf í bænum og þá stað­reynd að við erum aftur komin með bíó og Sleggj­una í kaup­bæti. Kópa­vogur hefur hins vegar aðra ótví­ræða kosti.

Fjöl­skyldu­bær­inn Kópa­vogur
Það er engin til­viljun að frasinn: „Það er gott að búa í Kópa­vogi“ lifir enn góðu lífi. Þessi ein­falda setn­ing orðar helsta kost bæj­ar­fé­lags­ins. Sam­fé­lagið hér er fjöl­breytt, en boð­leiðir stutt­ar. Hér er þægi­legt að búa. Hér eru góðir skól­ar, tón­list­ar­skólar og mynd­list­ar­skóli. Fjöl­breytt tóm­stunda­starf er fyrir eldri borg­ara og fram­úr­skar­andi íþrótta­starf hjá okkar öfl­ugu íþrótta­fé­lög­um. Þetta vitum við sem hér búum.

Margt má vit­an­lega færa til betri veg­ar, en í Kópa­vogi á öll stór­fjöl­skyldan að geta haft það gott. Þetta er það bæj­ar­fé­lag sem Fram­sókn tók þátt í að móta og við viljum standa vörð um.

Við getum því verið stolt og ánægð með bæinn okk­ar, þótt aðrir missi af sjarm­an­um. Og þótt Ju­stin­arn­ir ­sem halda risatón­leika hér í bæ kalli af lífs- og sál­ar­kröft­um: „Hell­o Rehkja­vic“ þá vitum við að Kór­inn er okk­ar.

Helga Hauksdóttir er lög­maður og í öðru sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Kópa­vogi fyrir kom­andi bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 6. maí 2018.

Categories
Greinar

Milljarðar til vegaframkvæmda

Deila grein

08/05/2018

Milljarðar til vegaframkvæmda

Ríkisstjórnin vill hraða uppbyggingu í vegamálum til að tryggja umferðaröryggi vegfarenda og treysta fjölbreytt atvinnulíf um land allt. Ríkisstjórnin samþykkti því að fjórir milljarðar króna færu aukalega núna strax til brýnna vegaframkvæmda.

Með auknu fjármagni er hægt að setja aukinn kraft í yfirlagnir á vegum, malbik, viðhald malarvega, styrkingar og ýmsar endurbætur. Með auknu fjármagni er hægt að flýta mikilvægum vegabótum um land allt sem ella hefðu þurft að bíða, t.d. á Grindavíkurvegi og Borgarfjarðarvegi. Með auknu fjármagni fær Vegagerðin svigrúm til að forgangsraða og ráðstafa því fjármagni sem er til reiðu og leggja áherslu á fjölda brýnna verkefna sem setið hafa á hakanum og eru tilbúin til framkvæmda strax.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að við forgangsröðun í vegamálum verði litið til ólíkrar stöðu svæða, ferðaþjónustu og öryggissjónarmiða. Umtalsverða aukningu á fjármagni má sjá í fjármálaáætlun til næstu ára, eða 16,5 milljarða.

Þá kallar síaukinn umferðarþungi á nýbyggingu og endurnýjun vega og nýjar leiðir í gjaldtöku á einstaka framkvæmdum. Margar brýnar framkvæmdir bíða og eru aðkallandi. Í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu er unnið að því að skoða hvaða leiðir hægt sé að fara, t.d. með því að stofna félög um gerð einstakra mannvirkja og taka upp afnotagjöld. Sem dæmi má nefna leiðir á hringveginum þar sem ökumenn hafa þann valkost að aka aðrar leiðir og eru því ekki bundnir af því að greiða gjöldin. Valið stæði þá á milli nýju leiðarinnar og þeirrar gömlu. Í þeirri sviðsmynd má hugsa sér nýja brú yfir Ölfusá, nýjan veg um Mýrdal og göng í gegnum Reynisfjall, sem myndi færa umferð frá byggðinni í Vík, nýjan veg um Öxi og nýja leið um Sundabraut. Til vegaframkvæmda gætu því runnið allt að 150 milljarðar á næstu fimm til sex árum.

Sigurður Ingi Jóhannssonsamgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á visir.is 4. maí 2018.

Categories
Greinar

Ákvað að taka baráttusætið

Deila grein

08/05/2018

Ákvað að taka baráttusætið

„Ég er fyrst og fremst að bjóða mig fram fyrir eldri borgara“, segir Baldur Þór Baldvinsson sem skipar þriðja sætið á lista Framsóknarflokksins í Kópavogi í þessum sveitarstjórnarkosningum. Hann segir að eldra fólki fari fjölgandi og menn séu að gera sér betur grein fyrir því. Uppstillinganefnd Framsóknarflokksins hafi boðið sér þriðja sætið og formaður nefndarinnar hafi sagt sér, að flokkurinn hefði ákveðið að eldri borgari yrði ofarlega á listanum. Hann segir að það hafi hins vegar verið algegnt að eldra fólki væri boðið að skipa uppfyllingasæti á listum flokkanna í kosningum. Aðspurður hvort eldra fólk sé ekki tregara að gefa kost á sér, segist hann ekki hafa orðið var við það. „Ég þekki engan sem hefur verið boðið sæti á lista sem eitthvað kveður að. Við höfum verið sniðgengin þó eldra fólki hafi í gegnum árin verið boðið að vera „til skrauts“ á framboðslistum flokkanna.

Er í baráttusætinu

Framsóknarflokkurinn í Kópavogi hefur nú einn bæjarfulltrúa og Baldur segist vera í baráttusætinu. „Við erum með gott lið“, segir hann og getur þess til gamans að fulltrúarnir í sætunum tveimur fyrir ofan hann, séu samanlagt jafngamlir honum, en Baldur verður 77 ára í júní. „Og stúlkan í fjórða sætinu, Kristín Hermannsdóttir, á milli okkar eru 56 ár“, segir hann og hlær. „Ég kem þarna og ætla að vinna fyrir eldri borgara. Þó ég komist ekki í bæjarstórn, fer ég í nefndir og get starfað betur fyrir eldra fólkið en ég geri í dag. Það eru óskaplega mörg mál í sveitarstjórnum sem varða eldri borgara.

Vildi kjörna fulltrúa í öldungaráðið

Baldur sem er formaður Félags eldri borgara í bænum, hefur lítið skipt sér af flokkspólitík og telur að annað gildi þegar menn eru að velja bæjarfulltrúa, en alþingismenn. Þá skipti flokkspólitíkin ekki jafn miklu máli. „Ég hef bara einu sinni á ævinni kosið sama flokkinn til Alþingis og sveitarstjórnar, annars hefur þetta verið sitt á hvað“, segir hann. Hann gekk á sínum tíma í Sjálfstæðislokkinn til að kjósa vin sinn Gunnar Birgisson, en var ekki alveg dús við framgöngu flokksins þegar velja átti fólk í nýtt öldungaráð bæjarins. Hann var þeirrar skoðunar að fulltrúar bæjarfélagsins í öldungaráðinu ættu að vera kjörnir fulltrúar, ekki embættismenn. Það gekk hægt að fá því framgengt. Málið leystist þegar fulltrúar minnihlutans tóku það uppá sína arma og að lokum var öldungaráðið skipað þremur bæjarfulltrúum og þremur fulltrúum frá Félagi eldri borgara. Þá skildu leiðir með Baldri og Sjálfstæðisflokknum.

Aldrei fullgert

Baldur segir gott fyrir eldri borgara að búa í Kópavogi. Þar eru til dæmis þrjár mjög öflugar félagsmiðstöðvar fyrir eldra fólk. „Það er margt mjög gott hér, en það er alveg á hreinu að það er aldrei fullgert. Við erum þannig með lægri afslátt af fasteignagjöldum en nágrannar okkar í Hafnarfirði og þar er í boði frístundastyrkur fyrir eldra fólk, en ekki hér“. Hann telur að reynsla eldri borgara sé ekki mjög mikils metin í samfélaginu. Það verði að breytast og þessi hópur verði að eiga fulltrúa alls staðar, þar sem fjallað sé um hans mál“.

Greinin birtist fyrst á lifdununa.is 25. apríl 2018.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Garðabæ

Deila grein

08/05/2018

Framboðslisti Framsóknar í Garðabæ

Listi Framsóknarflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur einróma á fimmtudag. Listann skipar öflugt fólk sem býr að fjölbreyttri menntun og reynslu úr atvinnulífinu, sem og breytt aldursbil. Málefnin verða kynnt á næstu dögum.
Ármann Höskuldssson eldfjallafræðingur leiðir lista Framsóknar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Í öðru sæti er María Júlía Rúnarsdóttir, lögfræðingur, í því þriðja er Sveinn Gauti Einarsson, umhverfisverkfræðingur, fjórða sætið skipar Einar Karl Birgisson, framkvæmdastjóri, og það fimmta sætið skipar Davíð Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri.
Framboðslisti Framsóknar í Garðabæ:

  1. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur
  2. María Júlía Rúnarsdóttir, lögfræðingur
  3.  Sveinn Gauti Einarsson, umhverfisverkfræðingur
  4.  Einar Karl Birgisson, framkvæmdarstjóri
  5.  Davíð Freyr Jónsson, framkvæmdarstjóri
  6.  Þórunn Kolbeins Matthíasdóttir, menntunarfræðingur, kennari og forstöðumaður
  7.  Inga Þyri Kjartansdóttir, eldri borgari
  8.  Sigurbjörn Rafn Úlfarsson, atvinnurekandi
  9.  Bryndís Einarsdóttir, sálfræðingur
  10.  Eyþór Rafn Þórhallsson, verkfræðingur og dósent
  11.  Sverrir Björn Björnsson, slökkviliðsmaður
  12.  Kári Kárason, flugstjóri
  13.  Halldór Guðbjarnason, viðskiptafræðingur
  14.  Eyjólfur Eyfells, verkefnastjóri
  15.  Þorsteinn Jónsson, verslunarmaður
  16.  Elín Jóhannsdóttir, fyrrv. kennari
  17.  Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi
Categories
Greinar

Gerum það sem virkar

Deila grein

07/05/2018

Gerum það sem virkar

Miklar félags- og efnahagslegar framfarir hafa átt sér stað á Norðurlöndum á liðinni öld. Félagslegur hreyfanleiki þessara samfélaga hefur verið mikill meðal annars vegna góðs aðgengis að menntun og heilbrigðisþjónustu óháð efnahagslegri stöðu. Samanlagt mynda  Norðurlöndin tólfta stærsta efnahagskerfi veraldar og framtíðarhorfurnar eru góðar.  Menntamálaráðherrar Norðurlandanna funduðu nýverið um þau tækifæri og áskoranir sem eru framundan í menntamálum.  Fundurinn var lærdómsríkur en það vakti sérstaka athygli mína hvernig Noregur hefur annars vegar náð að fjölga nýskráðum kennaranemum og hins vegar hversu hátt hlutfall grunnskólanema innritast í verk-, iðn-, starfs- og tækninám þar í landi. Þetta eru einmitt tvær stórar áskoranir sem íslenskt samfélag glímir við og þarf að takast á við.

Umtalsverður kennaraskortur blasir við á Íslandi ef ekki verður ráðist í róttækar aðgerðir. Þessa dagana er unnið að tillögum sem miða að því að bæta þessa stöðu. Þær snúa til dæmis að launuðu starfsnámi, námsstyrkjum, markvissri leiðsögn fyrir starfsnema og nýliða ásamt þjóðarsátt um starfskjör og kennara og skólastjórnenda. Í Noregi hefur svipuð staða verið uppi en hins vegar eru jákvæð teikn á lofti þar í landi. Í ár hefur umsóknum í grunnskólakennaranám fjölgað um 25% og um 15% í leikskólakennaranám. Þessi árangur hefur náðst með mikilli samvinnu milli kennara og menntamálayfirvalda. Þess má geta að kennaranámið í Noregi var nýverið lengt í fimm ár, samt sem áður er aukin aðsókn í það.

Aðsókn á Íslandi í verk-, iðn-, starfs- og tækninám endurspeglar ekki eftirspurnina eftir slíkri menntun á vinnumarkaðnum. Ákveðin verkþekking getur glatast ef ekki verður farið í markvissar aðgerðir á næstu árum. Staðreyndin er sú að mun færri eru í starfsnámi á Íslandi eða um 32 prósent meðan þetta hlutfall er um 50 prósent í Noregi og  öðrum ríkjum í Evrópu. Íslenskt starfsmenntakerfi er öflugt en það hefur skort hvatningu til að sækja námið, þrátt fyrir góðar atvinnuhorfur og tekjumöguleika. Við erum að vinna að því að einfalda aðgengi að náminu, auka skilvirkni þess og lækka kostnað nemenda við að sækja námið. Atvinnulífið er fullt af tækifærum fyrir einstaklinga með þessa menntun. Betur má ef duga skal í þessum efnum.

Allar þjóðir sem vilja vera leiðandi eru að fjárfesta í  fjölbreyttri menntun, rannsóknum og þróun til að takast á við þær áskoranir sem felast í tæknibyltingunni. Við Íslendingar stöndum á ákveðnum tímamótum í menntamálum og þurfum að  auka samstöðu og samvinnu til að ná árangri.  Við verðum í auknum mæli að horfa til ríkja sem ná árangri og leita lausna sem eru raunhæfar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 7. maí 2018.

Categories
Greinar

Mannauðurinn hjá Akureyrarbæ

Deila grein

07/05/2018

Mannauðurinn hjá Akureyrarbæ

Í stefnuskrá okkar Framsóknarfólks, sem kynnt verður formlega á næstu dögum, leggum við m.a. áherslu á mannauðsmál.  Akureyrarbær er stór vinnuveitandi og því er mikilvægt að þau framboð sem bjóða fram til kosninga hér í bæ hafi mótaða stefnu í málum er snúa að starfsaðstæðum og vinnufyrirkomulagi ríflega 1.500 starfsmanna Akureyrarbæjar.

Í undirbúningi við gerð stefnuskrár okkar höfum við átt samræður við starfsfólk bæjarins og ljóst er að víða er staðan orðin erfið.  Kröfur samfélagsins til starfsmanna og þjónustu af þeirra hálfu eru sífellt að aukast og mikið álag hefur orsakað aukin veikindi og ekki síst langtímaveikindi og við því þarf að bregðast.

Margt hefur áunnist í starfsmannamálum bæjarins á liðnum árum og á síðasta ári var m.a. samþykkt metnaðarfull mannauðsstefna fyrir Akureyrarbæ.  Við Framsóknarfólk teljum mikilvægt að stefnunni  verði fylgt eftir.  Leggja þarf áherslu á gott starfsumhverfi, heilsueflingu, starfsanda, aðbúnað og öryggi starfsfólks.  Við teljum mikilvægt að skoða sérstaklega vinnufyrirkomulag og starfsaðstæður m.a. í velferðarþjónustu og hjá Öldrunarheimilum Akureyrarbæjar.  Álag í leik- og grunnskólum er orðið þannig að flótti starfsfólks er staðreynd og við því þarf að bregðast.  Bæta þarf aðstöðu barna og starfsmanna í leikskólum og við teljum rétt að skoða möguleika á breyttri útfærslu á skráningu í vinnustund hjá grunnskólakennurum.

Ljóst er að gott samfélag byggist upp á góðri þjónustu af hendi sveitarfélagsins.  Sú þjónusta verður ekki veitt nema með hæfu og góðu starfsfólki sem starfar við ákjósanlegar starfsaðstæður og aðbúnað.  Við höfum gert margt gott en það er hægt að gera betur.  Það ætlum við Framsóknarfólk að gera.

Akureyri til framtíðar.  X-B

Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi.

Greinin birtist fyrst á kaffið.is 1. maí 2018.

Categories
Greinar

Um fjármál og atvinnumál Dalvíkurbyggðar

Deila grein

07/05/2018

Um fjármál og atvinnumál Dalvíkurbyggðar

Nú líður að því að gengið verði til kosninga til sveitarstjórnar. Því ákváðum við undirritaðir að festa á blað hugrenningar okkar um fjármál og atvinnumál þessa góða sveitarfélags.

Við getum verið stolt af rekstri sveitarfélagsins. Nýlega var ársreikningur fyrir árið 2017 lagður fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn og staðfestir hann sterka stöðu. Samkvæmt ársreikningi 2017 má sjá að veltufé frá rekstri, A og B hluta er mjög gott, eða um 343 milljónir kr. Þess má geta til fróðleiks að veltufé frá rekstri er það fé sem sveitarfélagið hefur til framkvæmda og afborgunar lána. Þá má nefna að skuldahlutfall sveitarfélagsins, það er heildarskuldir á móti tekjum hefur lækkað úr um 97% árið 2012 niður í um 50% árið 2017, sem er með því lægsta meðal íslenskra sveitarfélaga (sjá mynd sem sýnir þróunina 2012-2016). Þá er sú ánægjulega þróun að eiga sér stað að okkur er að fjölga aftur eftir nokkur ár fækkunar. Þannig fjölgaði íbúum byggðalagsins úr 1.831 þann 1. janúar 2017, í 1.880 þann 1. janúar 2018 eða um 2,7%.

Mynd. Þróun skuldahlutfalls Dalvíkurbyggðar 2012-2016. Tekið af vef sambands íslenskra sveitarfélaga.

Staðan í dag gefur því svigrúm til að efla gott samfélag. Samkvæmt fjárhagsáætlun 2018 , með áorðnum viðaukum, eru áætlaðar framkvæmdir sveitarfélagsins um 290 milljónir króna og samkvæmt þriggja ára áætlun, um 270 milljónir króna árið 2019. Það er því ljóst að mikið er verið að framkvæma á vegum sveitarfélagsins og því þarf að varast að fara ekki fram úr okkur því að eins og við vitum þá gengur efnahagslífið okkar í hæðum og lægðum ef litið er til sögunnar. Nú erum við á toppi hagsveiflunnar og gæta þarf þess að auka ekki á þensluna. Forgangsraða þarf þegar kemur að framkvæmdum og sinna þarf nauðsynlegu viðhaldi á eignum sveitarfélagsins. Ef til niðursveiflu kemur er gott að eiga borð fyrir báru til að geta viðhaldið því háa þjónustustigi sem hér er og getunni til að halda áfram uppbyggingu í sveitarfélaginu.

Tilefni er til bjartsýni um framtíð sveitarfélagsins og vel hefur gengið í rekstri  á líðandi kjörtímabili.. Við búum yfir miklum og góðum mannauði, ferðaþjónustan er á uppleið og öflug fyrirtæki í mörgum greinum atvinnulífsins til sjávar og sveita. Við höfum alla burði til að laða að okkur fyrirtæki og því þurfum við að auglýsa okkur vel sem fýsilegan kost. Við erum í samkeppni um fólk og fyrirtæki við önnur sveitarfélög og verðum við því að leggja áherslu á ágæti okkar sem sveitarfélags. Liður í því væri t.d. öflug markaðssetning byggðalagsins til þeirra er hyggja á atvinnurekstur og sem vænlegs búsetukosts, sem og stuðla að nýsköpun.

Vinna þarf nýtt aðalskipulag og deiliskipulegga bæði íbúðar og fyrirtækjalóðir þar sem markmið fulltrúa B lista er að efla byggðalagið með fjölgun íbúa og starfa á svæðinu. Búið er að sækja um mikið af byggingalóðum til íbúðabygginga og því þörf á að skipuleggja ný svæði.

Eins og áður hefur komið fram þá eru miklar framkvæmdir á árinu og á því næsta og boginn því vel spenntur á útgjaldahliðinni. Styrkleikar byggðalagsins, lág skuldastaða og góð afkoma gerir okkur kleift að standa undir mikilvægum framkvæmdum og háu þjónustustigi. Það er ósk frambjóðenda B lista, fáum við til þess umboð kjósenda, að halda áfram á sömu braut og undanfarið kjörtímabil. Við viljum halda áfram uppbyggingu sveitarfélagsins eins og verið hefur en jafnframt gæta aðhalds, varkárni og ráðdeildar í rekstri. Aðeins þannig getum við haldið áfram uppbyggingu og viðhaldið háu þjónustustigi til lengri tíma.

Sumarkveðjur, Felix Rafn Felixsson, sæti B-lista og Kristinn Bogi Antonsson, 8. sæti B-lista 2018.