Categories
Greinar

Áskorun til kaupmanna og neytenda

Deila grein

12/01/2015

Áskorun til kaupmanna og neytenda

Þorsteinn sæmundsson_SRGB_fyrir_vefGleðilegt ár landsmenn allir!

Nú um áramótin urðu miklar breytingar á skattkerfinu sem leiða eiga til lækkunar á vöruverði. Þar er um að ræða hækkun á lægra þrepi VSK úr 7 í 1 1% og lækkun efra þreps úr 25,5 í 24%. Einnig voru öll vörugjöld og sérstakur sykurskattur lögð af. Að auki er svo gripið til margháttaðra aðgerða til að tryggja h’fskjör þeirra sem höllum fæti standa. Samanlagt eiga þessar aðgerðir að hafa áhrif til lækkunar vöruverðs og aukningar kaupmáttar fyrir alla landsmenn.

Árangur aðgerðanna veltur á að kaupmenn og aðrir þeir sem dreifa vöru skili ábatanum að fullu til neytenda. í þessu er falið mikið tækifæri fyrir kaupmenn til að sýna að þeir séu verðugir þess trausts sem þeim er sýnt með því að þeir annist það að koma þessum breytingum að fullu til framkvæmda. Þar verður að viðurkennast að sporin hræða. Samkvæmt mælingum Hagstofunnar og verðlagsvaktar ASÍ hefur komið fram að styrking krónunnar undanfarin misseri hefur ekki skilað sér inn í vöruverð nema að hluta. Einnig hefur verslunin dregið að skila lækkun opinberra gjalda svo sem lækkun tóbaksgjalds síðasta sumar. Að auki má nefha að síðastliðið sumar þegar stjórnvöld lækkuðu verðtolla og magntolla á innfluttu nautahakkefhi um tvo þriðju (67%) hækkaði nautahakk á íslandi um 15%. Allt eru þetta dæmi sem eiga sér skýringar m.a. í fákeppni sem einkennir íslenskan markað svo og sauðmeinlausum neytendasamtökum sem ekki hafa tekið þátt í opinberri umræðu um verðlagsmál undanfarin misseri svo heitið geti.

Tryggjum jákvæð áhrif skattabreytinganna
Til að tryggja að áhrif aðgerðanna sem gripið hefur verið til nú verði í samræmi við það sem að er stefnt þurfa allir að vera á verði, neytendur, neytendasamtök, verkalýðshreyfingin og stjórnvöld. Það er á margan hátt erfiðleikum háð. Verðmyndun er ógagnsæ, álagning í landinu er frjáls, verkalýðshreyfingin er eignaraðili að stærstu verslunarkeðjum og eiginleg samkeppni á dagvörumarkaði er varla til. Nú á fyrstu dögum eftir breytingu gjaldanna hafa birst ýmis merki þess að verslunin ætli ekki að grípa tækifærið sem henni er rétt til að bregðast við auknu trausti. Það er miður og hlýtur að kalla á aðgerðir af hálfu neytenda og einnig stjómvalda verði ekki bragarbót hér á. Því skora ég á kaupmenn að sýna nú þegar í verki að þeir ætii sér að bregðast við breyttu skattumhverfi með því að lækka vöruverð í samræmi við breytingamar.

Ég skora einnig á kaupmenn að sýna í verki vilja sinn til að styrking krónunnar skili sér í verði á innfluttum vörum í ríkari mæli en þegar hefur verið gert. Ég skora á neytendasamtökin að reka af sér slyðruorðið og setja nú þegar upp verðvakt í samstarfl við neytendur. Ég skora á alþýðusamtökin að láta ekki eignarhald sitt á verslunarfyrirtækjum trufla sig í að tryggja hlut félagsmanna sinna í bættu skattumhverfl. Síðast en ekki síst skora ég á neytendur að halda vöku sinni. Að halda áfram að deila á samfélagsmiðlum því sem þeim þykir rangt gert líkt og þeir hafa gert nú á fyrstu dögum ársins. Ég skora líka á neytendur að sýna hug sinn í verki t.d. með því að sniðganga þau verslunarfyrirtæki sem ekki bregðast við nýju skattumhverfi með því að lækka verð. Allir sem verða varir við misbresti í framkvæmd breytinganna mega gjaman senda mér tölvupóst á netfangið thorsteinns@althingi.is. Það er sameiginlegt verkefhi okkar allra að tryggja að aðgerðir sem settar eru fram af hálfu stjómvalda til þess að lækka vöruverð í landinu nái takmarki sínu.

Þorsteinn Sæmundsson

Greinin birtist í DV 9. janúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Greinar

Afnám verðtryggingar – hvað er að frétta?

Deila grein

12/01/2015

Afnám verðtryggingar – hvað er að frétta?

Silja-Dogg-mynd01-vefEitt af stóru kosningamálunum vorið 2013 var afnám verðtryggingarinnar af neytendalánum. Þingmenn Framsóknar töluðu fyrir afnáminu og lofuðu að beita sér fyrir því ef þeir fengju umboð kjósenda. Flokkurinn vann stórsigur og nú er komið að efndum. Von er á frumvörpum þess efnis á komandi vorþingi.

Beltin, axlaböndin og beri karlinn

Flestir eru sammála um að verðtryggð neytendalán séu ekki sanngjörn viðskiptaaðferð. Það er ekki fullkomlega siðlegt að „meðal Jón“, með enga sérþekkingu á sviði viðskipta, geti tekið slíkt lán þar sem ómögulegt er að átta sig á áhættunni sem í slíkri lántöku felst. Slíkar lánveitingar ættu aðeins að vera í boði fyrir atvinnufjárfesta en ekki fyrir venjulegt launafólk sem einungis er að koma sér þaki yfir höfuðið.

Systurnar; verðtryggingin og verðbólgan

Verðtryggingin hefur einnig neikvæð áhrif á verðbólgumyndun; ýtir undir verðbólguna. Þannig að þeir sem segja að verðtryggingin skipti ekki máli, réttast væri að „afnema“ verðbólgu, hafa rangt fyrir sér því verðbólga og verðtryggingin eru sitt hvor hliðin á sama peningnum. Það er ástæða fyrir því að önnur lönd hafa ekki tekið upp verðtryggð kerfi. Verðtrygging neytendalána er mein sem nauðsynlegt er að uppræta með það að markmiði að skapa heilbrigðara efnahagsumhverfi hér á landi.

Sögulegt samhengi

Rétt er að halda til haga að það var fyrir tilstuðlan Framsóknarflokksins sem verðtryggingu var komið á árið 1979. En á þeim tíma voru bæði laun og lán verðtryggð. Fáum árum síðar voru launin tekin út fyrir sviga þannig að myndin skekktist allverulega, lántakendum í óhag. Ekki þarf að fjölyrða um hversu miklum breytingum íslenskt fjármálakerfið hefur tekið síðustu þrjá áratugina. Fjármálakerfið okkar er enn talsvert óþroskað eins og Hrunið sýndi okkur glögglega. Verðtryggingin er svo sannarlega ein af stóru göllunum og enn erum við að læra á viðskiptasiðferðið sem er heldur skammt á veg komið hjá okkur Íslendingum. Ég vil trúa því að efnhagshrunið og afleiðingar þess hafi kennt okkur eitthvað og aukið vilja til að gera stórtækar breytingar á núverandi lagaumhverfi og hugsunarhætti.

Ferð sem verður að fara

Skýrsla sérfræðihóps um afnám verðtryggingar af neytendalánum var birt í lok janúar 2014. Meirihluti sérfræðihópsins lagði til að frá og með 1. janúar 2015 yrðu stigin veigamikil skref í átt að fullu afnámi verðtryggingar nýrra neytendalána, en vinna við áætlun um fullt afnám yrði hafin eigi síðar en á árinu 2016. Mikil vinna hefur farið fram í ráðuneytunum þar sem tillögur minni- og meirihluta séfræðingahópsins eru hafðar til grundvallar.

Breytingar til batnaðar

Nú stendur til að leggja fram frumvarp á vorþingi sem felur í sér að óheimilt verði að bjóða verðtryggð lán með jöfnum greiðslum til lengri tíma en 25 ára, að lágmarkstími nýrra verðtryggðra neytendalána verði lengdur í allt að 10 ár og að takmarkanir verði gerðar á veðsetningu vegna verðtryggðra íbúðalána. Fjármálaráðherra hefur umsjón með þessum hluta verkefnisins. Húsnæðismálaráðherra er falið að auka hvata til töku og veitingar óverðtryggðra lána og forsætisráðherra mun skipa starfshóp um leiðir til að sporna gegn því að sjálfvirkar hækkanir á vöru og þjónustu og tenging ýmissa skammtímasamninga við vísitölu neysluverðs kyndi undir verðbólgu. Að auki mun ráðherranefnd um úrlausnir í skuldamálum heimilanna mun skipa Verðtryggingarvakt sem hefur það hlutverk að tryggja samfellu í framgangi áætlunar um afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum.

Verðtryggð húsnæðislán hafa verið leiðrétt, mikil vinna hefur farið fram í Velferðarráðuneytinu varðandi breytingar á húsnæðiskerfinu og frumvörp þess efnis verða kynnt á vorþingi. Var einhver að tala um nefndir og engar efndir?

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist í DV 9. janúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Greinar

Það er kominn tími til að tengja

Deila grein

09/01/2015

Það er kominn tími til að tengja

Silja-Dogg-mynd01-vefFjarskipta- og samgöngumál eru yfirleitt mál málanna þegar ég ræði við fólk í hinu ægifagra og víðfeðma Suðurkjördæmi. Það er nauðsynlegt að þessum málaflokkum sé vel sinnt þar sem þeir eru grundvöllur atvinnuuppbyggingar, námsmöguleika og að allir landsmenn geti sótt nauðsynlega grunnþjónustu með góðu móti. Framsókn hefur lagt mikla áherslu á mikilvægi fjarskiptamála á landsbyggðinni.

Fjarskiptin í forgangi

Fjárlagafrumvarpið var samþykkt þann 16. desember síðastliðinn og ég er ánægð með forgangsröðunina sem þar birtist, ekki síst út frá umræddum málaflokkum. Þess má einnig geta að annað árið í röð samþykkir þingið hallalaus fjárlög og að þessu sinni með 3,5 milljarða króna afgangi.

Samþykkt var að veita 300 milljónum í Fjarskiptasjóð til þess að hefja fyrsta áfanga framkvæmda við fyrirhugaða fjarskiptaáætlun. Með fjárveitingunni verður hægt að skipuleggja og kortleggja innviðagrunni ljósleiðara, hefja tengingar á ótengdum svæðum auk þess að hringtengja landsvæði.

Uppbygging innanlandsflugvalla

Innanlandsflug er mikilvægur hluti almenningssamgangna. Samt sem áður hefur viðhaldi innanlandsflugvalla ekki verið sinnt sem skyldi undanfarin ár, ekki frekar en vegakerfinu, og þarna þarf að gera bragabót á. Þingið samþykkti nú að veita 500 milljónum króna til að koma til móts við uppsafnaða viðhaldsþörf á flugvöllum á landsbyggðinni. Þessi liður er fjármagnaður með arðgreiðslum frá ISAVIA sem renna í ríkissjóð.Þar með er komin lausn áralangrar deilu varðandi það hvernig hægt sé að fjármagna viðhald flugvalla á landsbyggðinni. Sumir hafa gagnrýnt þá leið og haldið fram að sú ráðstöfun muni draga úr nauðsynlegu viðhaldi og uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Sú er ekki raunin. Hagnaður ISAVIA er tæpir 3 milljarðar króna og batnar ár frá ári. Styrking innanlandsflugvalla mun ekki hafa áhrif á framkvæmdahraða á Keflavíkurflugvelli. Framkvæmdir munu halda áfram samkvæmt áætlun og þær verða fjármagnaðar með arði og lántökum. Störf munu ekki hverfa frá Suðurnesjum, heldur þvert á móti.

Samgöngumálin í brennidepli

Auk þess að leggja áherslu á uppbyggingu fjarskiptakerfis og bættra flugsamgangna þá var einnig ákveðið að leggja tugi milljóna til nauðsynlegra endurbóta á hafnarmannvirkjum í Þorlákshöfn. Það felast miklir hagsmunir í því fyrir allt Suðurland að eiga góða höfn.

Af þessari upptalningu má sjá hver forgangsröðun fjármuna í kjördæminu var. En betur má ef duga skal. Enn eru fjölmörg verkefni óleyst. Það stærsta er eflaust áframhaldandi uppbygging Landeyjarhafnar og smíði nýs Herjólfs. Það verkefni er mjög aðkallandi. Einnig þarf að fara í stórátak í viðhaldi vega, þá sérstaklega tengivega, að ógleymdri fækkun einbreiðra brúa í Skaftafellssýslum. Af nógu er að taka og mun ég halda áfram að leggja mitt á vogarskálarnar í þeirri vinnu.

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist í Sunnlenska 8. janúar 2015.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Rakarastofuráðstefna – fyrir jafnrétti kynjanna

Deila grein

09/01/2015

Rakarastofuráðstefna – fyrir jafnrétti kynjanna

Gunnar Bragi SveinssonRáðstefna þar sem karlar eru virkjaðir í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna, verður haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í næstu viku, 14.-15. janúar. Ísland og Súrinam standa saman að ráðstefnunni sem kallast Rakarastofuráðstefna en ætlunin með henni er að fá karla að borðinu til að fjalla um jafnrétti og hafa áhrif á umræðuna um kynjajafnrétti. Háttsettir erlendir ráðamenn, baráttufólk fyrir jafnrétti og þekktir einstaklingar taka þátt í ráðstefnunni sem verður að hluta til send beint út á vefnum www.barbershopconference.org
„Við verðum að fá karla að borðinu þegar verið að er að ræða um jafnrétti. „Hvar eru karlarnir?“, spurði Vigdís Finnbogadóttir á jafnréttisráðstefnu fyrir áratug og spurning hennar er því miður enn réttmæt,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sem opnar ráðstefnuna. „Við viljum brýna karla til að stefna að raunverulegu jafnrétti, að breyta staðalímyndum og gera sér grein fyrir því að jafnréttismál eru fyrst og fremst mikilvægt mannréttindamál.“
Rakarastofuráðstefna hópurÁ ráðstefnunni, sem að hluta til verður opin, munu ráðherrar, sérfræðingar og fulltrúar ríkja og félagasamtaka ræða leiðir til að fá karla til að taka þátt í jafnréttisbaráttunni og hvernig unnt sé að fá karla til að beita sér frekar fyrir kynjajafnrétti. Á meðal þeirra sem munu ávarpa ráðstefnugesti, eru Jan Eliasson, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Donald McPherson, fyrrverandi atvinnumaður í bandarískum fótbolta, Gabriel Wikström, heilbrigðis- og velferðarráðherra Svíþjóðar, rapparinn Kyle “Guante” Tran Myhre, Todd Minerson, framkvæmdastjóra Hvíta borðans, sem eru baráttusamtök til að binda endi á ofbeldi gegn konum og Magnús Scheving. Frú Vigdís Finnbogadóttir, ástralski hershöfðinginn David Morrison og fleiri munu flytja ávörp af myndbandi. Phumzile Mlambo-Ngcuka, framkvæmdastýra UN Women, lokar ráðstefnunni.
Rakarastofan er framlag Íslands til #HeforShe átaksins sem var hleypt af stokkunum með áhrifaríkum hætti af leikkonunni Emmu Watson, þar sem meginhugsunin er sú að það þurfi að breyta staðalmyndinni um karla.
Rakarastofan (Barbershop) er í mörgum löndum og menningarheimum ímynd fyrir staði þar sem karlar koma saman og ræða m.a. samskipti sín við konur. Þannig verða umræður á rakarastofum, búningsklefum eða öðrum samkomustöðum karla ein af ástæðum þess að staðalmyndir ef hlutverkum kvenna og karla festast í sessi. Hugmyndin á bak við þetta framlag Íslands og Súrinam er að nýta vettvang „rakarastofunnar“ til að breyta umræðunni á rakarastofum um allan heim þar sem kynjajafnrétti og virðing fyrir konum er fest í sessi og ofbeldi gegn konum hafnað.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
 [/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Liberal International President and liberal leaders condemn attack on Charlie Hebdo

Deila grein

09/01/2015

Liberal International President and liberal leaders condemn attack on Charlie Hebdo

Liberal-charliehebodThrough a meeting with the French Ambassador to Andorra, LI President, Dr. Juli Minoves, has shared the condolences of the international liberal family in a letter to the President of France, Francois Holland, after the horrific attack on the French satirical magazine, Charlie Hebdo. “#JeSuisCharlie is a motto that we all make our own, everywhere, to defend the principles of your democratic society… of all of our democratic societies”, read the LI President’s letter.

Together with liberal leaders from around the world, the LI President spoke in the strongest terms against the massacre that left 12 people dead and many injured.  At 5pm today, Dr. Juli Minoves, personally delivered a letter of condolence for President Hollande of France to the French Ambassador in Andorra, H.E. Mme. Ginette de Matha, who invited the LI President to sign a book of condolence. “Events such as the Charlie Hebdo attacks in Paris or the recent killings of over a hundred school children in Pakistan are murderous acts of terrorism against innocent people and against universal freedoms and liberalism”, wrote the LI President.
In a statement, LI President of Honour, Hans van Baalen MEP, said: “Together with Dutch Prime MinisterMark Rutte and leader of the VVD in the Tweede Kamer, Halbe Zijlstra MP, [fusion_builder_container hundred_percent=”yes” overflow=”visible”][fusion_builder_row][fusion_builder_column type=”1_1″ background_position=”left top” background_color=”” border_size=”” border_color=”” border_style=”solid” spacing=”yes” background_image=”” background_repeat=”no-repeat” padding=”” margin_top=”0px” margin_bottom=”0px” class=”” id=”” animation_type=”” animation_speed=”0.3″ animation_direction=”left” hide_on_mobile=”no” center_content=”no” min_height=”none”][I] condemn the terrorist attack on freedom of speech. Nobody will be able to silence free men and women in Europe, that this attack is an attack on all of us”.
In a statement French Member of the European Parliament, Gérard Deprez, of LI full member ALDE Group in the European Parliament called the attack “a monstrosity without a name. No one and nothing can justify it. The shots that killed in Paris are in reality aimed at us all. They ransack the most sacred values and violate our common humanity. They want to silence us. They will not succeed. I extend my condolences to the families of all the victims and reaffirm my confidence in the ability of democracy overcome the furious assassins.” Many MEPs came together yesterday to condemn the attack, and to hold a minute of silence in front of the European Parliament. 
President of the Republic of Côte d’Ivoire and leader of LI full member Rassemblement des Républicains,Alassane Ouattara, described the killing as “a heinous act and unjustifiable attack”. President Ouattarainformed the assembled Ivoirian press of his message of sympathy to French President, Francois Hollande, saying: “It is with deep dismay and real grief that I learned of the horrible unjustified attack against the headquarters of the newspaper Charlie Hebdo, causing major casualties and many wounded.” He continued: “The people and the Ivorian government join me to condemn in the strongest terms this heinous act and to address to your excellence and to the bereaved families our sincere condolences and our wishes of a prompt recovery to the injured.”
Former Prime Minister of Lebanon and leader of LI full member the Future Movement, Saad Hariri, also condemned the attack, saying that the killers of the Charlie Hebdo editorial team targeted education and values of Islam. In a statement Hariri said: “Those who use the name of the Holy Prophet as a means to seek revenge and commit the most heinous acts are a group of misguided people who not only aim to harm Islamic-French relations, but also target Islam, as a religion, its values, education and its permanent call for moderation, dialogue and cohesion among religions.”
“In all cases, the attack on the French capital is a clumsy stab that harms Islam and hundreds of thousands of Muslims who have been living in France for decades and benefitting from social, political and human rights. [This attack] could only be executed and planned by those who want to harm Islam and Muslims and set fire to the relations of Arabs and Muslims with the world and other cultures”, Hariri concluded.
Leader of LI member the Partido de la U and President of Colombia, Juan Manuel Santos, declared his solidarity with the people of France and spoke out in defence of civil liberties everywhere. “Life, the freedom of expression and the freedom of the press are universal rights that cannot be violated,” he said.
Leader of Mouvement Réformateur and Prime Minister of Belgium, Charles Michel, expressed his “shock, dismay and fear following the shooting in Paris this morning”, saying all his “thoughts are with the victims and their loved ones.” Leader of LI full member Liberal Party of Canada, Justin Trudeau MP, expressed his dismay for the “horrific attacks,” and extended his condolences and support “to the people of France, the victims, and their families”. Dr Tsai Ing-wen of LI full member DPP Taiwan also condemned the attacks, calling on all to come forward to defend freedom of speech.
MEPs convened on Luxembourg Square in front of the European Parliament to commemorate the victims of the attack in Paris with a minute of silence.
A more comprehensive overview of the liberal response to the attacks in Paris can be found on LI’s Twitter account.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Greinar

Lífi blásið í spítalann – staðreyndir um fjárveitingar til Landspítalans

Deila grein

08/01/2015

Lífi blásið í spítalann – staðreyndir um fjárveitingar til Landspítalans

Silja-Dogg-mynd01-vefFjárveitingar til heilbrigðiskerfisins hafa aukist verulega eftir mikinn niðurskurð á árunum eftir hrun. Framlög til Landspítalans hafa aldrei verið hærri en á þessu ári og munu enn hækka á því næsta.

Á síðasta kjörtímabili nam niðurskurður á framlögum til Landspítalans tæplega 30 milljörðum króna. Uppsafnaður vandi er því mikill og verður ekki leystur í einni svipan. Uppbyggingin er hins vegar hafin líkt og eftirtaldar staðreyndir bera með sér:

  • Ríkisframlög til Landspítalans munu aukast enn frekar á árinu 2015 og nema 46 milljörðum króna. Um 50 milljarða með sértekjum.
  • Árlegt fé til tækjakaupa á Landspítalanum hefur fimmfaldast frá árinu 2012. 5,5 milljarðar hafa verið eyrnamerktir til tækjakaupa á Landspítalanum á tímabilinu 2014 til 2018.
  • Fjárveiting vegna hönnunar á nýjum Landspítala nemur tæpum 900 milljónum króna á árinu 2015.
  • Ríkisframlög til Landspítalans hafa aldrei verið hærri en á árinu 2014.
  • Um einum milljarði króna var veitt til jafnlaunaátaks á Landspítalanum á árinu 2014.

Landspítalinn er stærsta heilbrigðisstofnun landsins. Hann stóð af sér mikinn niðurskurð í kjölfar efnahagshrunsins en nú er uppbygging hafin að nýju.

landsspitali-fjarveitingar

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist í DV 19. desember 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Áramótaávarp Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Deila grein

05/01/2015

Áramótaávarp Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

Sigmundur-davíðÁramótaávarp Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, 31. desember 2014.
Kæru landsmenn. Gleðilega hátíð.
Við áramót er venjan að fagna, halda hátíð og gleðjast með þeim sem standa manni næst. Inn í gleðina getur blandast söknuður og eftirsjá eftir liðnum tíma eða ástvinum sem fallnir eru frá. En þótt áramót séu í senn tími til að líta yfir farinn veg og horfa fram á við, tími þar sem bæði söknuður og eftirvænting gera vart við sig, eru áramót fyrst og fremst gleðihátíð.
Þau eru gleðihátíð vegna þess að það liðna er búið og gert, af sumu getum við verið stolt, annað hefðum við viljað gera öðruvísi en við áramót fellst gildi hins liðna fyrst og fremst í því hvernig það nýtist okkur í framtíðinni, sem góðar minningar eða lærdómur og reynsla sem nýta má til að gera hlutina betur.
Framtíðin er hins vegar óráðin. Með allri sinni óvissu og áskorunum felur hún í sér fyriheit um nýjar upplifanir og möguleika, hún vekur forvitni og þrár, hún er forsenda framfara og nýrra tækifæra.
Það er ríkur þáttur í menningu okkar, og raunar í mannseðlinu, að vilja gera betur, ná lengra, upplifa fleira. Það er stundum sagt, og ekki að ástæðulausu, að við séum bara jafngömul og okkur finnst við vera.
Við hlúum best að æskunni í sálinni með því að viðhalda forvitni og þrá eftir að upplifa nýja hluti. Það þarf ekki að vera ferð til fjarlægra landa eða keppni á Ólympíuleikum, upplifunin getur líka falist í því að lesa nýja bók, fylgjast með barni þroskast eða sjá æskustöðvarnar í nýju ljósi.
Ég minnist þess að hafa heyrt viðtal við mann sem orðinn var 100 ára gamall. Hann sagðist vakna glaður á hverjum einasta morgni því honum þótti í senn merkilegt og skemmtilegt að fá að upplifa einn dag í viðbót og sjá sólina rísa einu sinni enn.
Þess vegna eru áramót tilefni fögnuðar um víða veröld, líka hjá þeim sem ekki búa við sömu gæði og sama öryggi og við Íslendingar. Um þessi áramót eigum við að leyfa okkur að gleðjast. Tækifærin sem bíða okkar hafa aldrei verið jafnmörg og stór og þau eru nú.
Íslendingar hafa náð nánast einstökum árangri við uppbyggingu samfélags á liðnum áratugum.
Sum ár hafa skilað okkur lengra fram á veginn en önnur en á heildina litið er saga íslenska lýðveldisins einstök framfarasaga.
Það er nánast sama hvaða alþjóðlegu samanburðarlistar eru skoðaðir, þar sem lagt er mat á lönd eftir hlutum á borð við jafnrétti, lífsgæði, öryggi, heilbrigðisþjónustu, læsi eða langlífi, alls staðar er Ísland á meðal þeirra efstu.
Fulltrúar þessarar fámennu þjóðar hafa líka unnið ótrúleg afrek, t.d. á sviði lista, vísinda og fræða. Jafnvel í stærstu keppnisíþróttum heims hafa fulltrúar okkar unnið frækna sigra og glatt íslensk hjörtu.
Við eigum að vera stolt af þessum árangri okkar Íslendinga og gleðjast yfir honum, ekki til að setja okkur á háan hest á kostnað annarra eða státa okkur af því sem við höfum áorkað og ímynda okkur að það sé sjálfsagður hlutur. Nei við eigum að vera stolt af því sem við og fyrri kynslóðir höfum áorkað vegna þess að það minnir okkur á að við getum gert enn betur.
Þannig segir sú staðreynd að á Íslandi sé lægst hlutfall fátæktar í Evrópu okkur ekki að við eigum að sætta okkur við það hlutfall, hún segir okkur að fátækt eigi ekki að þurfa að vera til á Íslandi.
Á heildina litið hefur árið 2014 skilað okkur vel fram veginn. Kaupmáttur launa hefur aukist um meira en 5% á einu ári en fá dæmi eru um slíkt hvort sem litið er til sögu Íslands eða til annarra landa. Verðmætasköpun jókst meira á árinu en í flestum ef ekki öllum öðrum Evrópulöndum.
Sjaldan hefur tekist jafnvel til og nú að koma á efnahagslegum stöðugleika sem endurspeglast meðal annars í lágri verðbólgu en hún hefur nú mælst undirverðbólgumarkmiði Seðlabankans í tæpt ár.
Atvinnuleysi er komið niður í 3 prósent, um 6.000 ný heilsársstörf hafa orðið til á einu og hálfu ári. Fjárfesting hefur aukist töluvert og mörg og fjölbreytileg atvinnuskapandi verkefni eru í burðarliðnum.
Á sama tíma er tugum milljarða skilað til heimilanna í landinu með lækkun skatta og gjalda og beinum framlögum þar sem sérstaklega er hugað að því að bæta stöðu lágtekjufólks og fólks með millitekjur.
Skerðingar á örorku- og lífeyrisbótum sem ráðist var í fyrir fimm árum hafa að fullu verið afnumdar og framlög til félagsmála aukin verulega. Þau hafa raunar aldrei í sögu landsins verið meiri en þau verða á nýja árinu.
Á árinu var líka hrint í framkvæmd einstæðri aðgerð til að rétta hlut íslenskra heimila sem tóku á sig umtalsverðar byrðar í kjölfar fjármálaáfallsins. Þessar aðgerðir og önnur úrræði fyrir þá sem vilja eignast heimili eða leigja munu hafa jákvæð áhrif á allt samfélagið. Þær draga úr greiðslubyrði og auka ráðstöfunartekjur og áhrifin koma ekki aðeins fram á árinu 2015, þeirra mun gæta áratugi fram í tímann.
Árið 2014 bætti stöðu okkar til mikilla muna en nú er rétt að líta fram á veginn og minnast þess að árangur ársins 2014 hefur alla burði til að verða traustur grunnur áframhaldandi framfara á árinu 2015.
Árangur ársins sem við kveðjum í kvöld náðist ekki af sjálfum sér. Margir lögðu mikið á sig til að gera hann að veruleika.
Því betur sem við stöndum saman að því að nýta tækifæri nýja ársins, þeim mun meiri verður afraksturinn.
En forsenda þess að ná árangri í framtíðinni verður hér eftir sem hingað til sú að við höfum trú á okkur sjálfum, trú á landinu okkar og trú á getu íslenskrar þjóðar til að byggja upp og sækja fram.
Á nýju ári mun ríkisstjórnin vinna að framþróun alls þess sem er til þess fallið að gera líf sem flestra betra. -Verkefnum sem bæta samfélagið, stuðla að betri heilsu, meira öryggi, betri kjörum, fallegra og heilnæmara umhverfi og meiri gleði.
Að þessu viljum við vinna með hverjum þeim sem vill leggja hönd á plóg með okkur. Við gerum okkur grein fyrir því að mestur árangur næst með samvinnu. Samfélag er samvinnuverkefni.
Takist að ná samstöðu, meðal annars um að huga sérstaklega að því að bæta kjör fólks með lægri- eða millitekjur má í upphafi hins nýja árs leggja grunn að áframhaldandi verðlagsstöðugleika og kaupmáttaraukningu.
Fátt er okkur meira virði en heilsa okkar og okkar nánustu. Þess vegna hefur verið forgangsraðað í þágu heilbrigðisþjónustu en á árinu 2015 verður meira fjármagni varið til Landspítalans en nokkurn tímann áður, auk sjöföldunar árlegs framlags til tækjakaupa á spítalanum.
Áfram verður haldið við að bæta heilbrigðiskerfið með það að markmiði að heilbrigðisþjónusta á Íslandi jafnist á við það sem best gerist í heiminum.
Samhliða því verður ráðist í sérstakt lýðheilsuátak.Það að hver og einn hugi að eigin heilsu er árangursríkasta og hagkvæmasta leiðin til að auka lífsgæði og styrkja heilbrigðiskerfið.
Stóraukin framlög til vísinda- og rannsókna munu þegar á árinu 2015 ýta verulega undir það mikla nýsköpunarstarf sem verið hefur að leysast úr læðingi á Íslandi á síðustu misserum.
Á nýju ári verður hafist handa við eitt stærsta framfaramál sem hægt er að ráðast í til að styrkja innviði og byggðir landsins. Hafin verður vinna við átaksverkefni við að ljósleiðaravæða allt landið, hvern einasta bæ, hvern dal og fjörð og tengja þannig landið allt við hraðbraut upplýsinga og samskipta.
Reynslan sýnir að umhverfi okkar, eins og veðrið, hefur mikil áhrif á lífsgæði, það hvernig okkur líður. Áfram verður allra veðra von á Íslandi en ný lög um verndarsvæði í byggð og önnur mál sem stuðla munu að fegrun borga, bæja og sveita munu færa Ísland í hóp þeirra landa sem mestum árangri hafa náð í fegrun umhverfisins.
Við getum því vonandi litið aftur til áranna 2013 og 2014 sem upphafsára mikils uppbyggingarskeiðs í íslensku samfélagi, sannkallaðs endurreisnartíma.
Þó má ekki gleyma því að enn á eftir að ljúka veigamiklum þætti í uppgjöri fjármálaáfallsins sem Íslendingar upplifðu af fullum þunga, fyrstir þjóða, fyrir rúmum sex árum.
Enn eru í landinu höft á flutningi fjármagns. Stærsta hindrunin í afnámi hafta eru svokölluð slitabú hinna föllnu banka en þau hafa þegar starfað lengur en æskilegt getur talist. Framan af nutu slitabúin skattleysis þrátt fyrir að vera að flestu leyti rekin eins og fyrirtæki. En með skattlagningu búanna er það efnahagslega svigrúm sem er óhjákvæmilegur liður í afnámi hafta nú loks byrjað að myndast.
Það er nauðsynlegt að þessi fyrirtæki leggi sitt af mörkum til samfélagsins.
Víða erlendis, til dæmis í Bandaríkjunum, hafa fjármálafyrirtæki, sem í flestum tilvikum var haldið gangandi með aðgangi að ríkiskassa landanna verið látin greiða himinháar sektir ofan á endurgreiðslu lána til að bæta samfélögunum það tjón sem hlotist hafði af framgöngu þeirra.
Frá því að ný ríkisstjórn tók við hefur farið fram umfangsmikil vinna við að meta eftirstöðvar fjármálaáfallsins og hvernig best sé að vinna úr þeim. Sú vinna hefur skilað því að stjórnvöld eru nú vel í stakk búin til að ráðast í veigamiklar aðgerðir snemma á nýju ári.
Hvaða leið sem verður farin mun ríkisstjórnin aldrei hvika frá því að standa vörð um hagsmuni almennings í landinu. Íslenska þjóðin hefur þegar tekið á sig allan þann kostnað sem hægt er að ætlast til af henni vegna hins alþjóðlega fjármálaáfalls, kostnað sem hefði hæglega getað orðið enn þá meiri og jafnvel óbærilegur ef Íslendingar hefðu ekki staðið á rétti sínum.
Við lausn þessa verkefnis ríður mikið á að við stöndum öll saman Íslendingar, þá verður þetta mikla hagsmunamál þjóðarinnar, eins og önnur, farsællega til lykta leitt.
Kæru landsmenn.
Grunnstoðir íslensks samfélags eru sterkar og á þeim er gott að byggja. Það er afrakstur þrotlausrar vinnu og framsýni kynslóðanna sem á undan gengu. Við áramót er við hæfi að minnast þess, þakka það og virða. Það er líka við hæfi að færa sérstakar þakkir til þeirra tugþúsunda Íslendinga sem leggja á sig ómælt erfiði í sjálfboðvinnu til að bæta líf í þessu landi og auka velferð og öryggi samborgaranna.
Árið 2014 minnti okkur oft á að þótt náttúra landsins sé gjöful og fögur reynist hún oft viðsjárverð. Fórnfýsi og hugrekki íslenskra björgunarsveita reyndist okkur ómetanleg þetta árið eins og svo oft áður og minnti á að björgunarsveitirnar hljóta að teljast eitt mesta stolt þessarar þjóðar.
Á þessum tímamótum er líka viðeigandi að hugsa með hlýhug til þeirra sem eru að takast á við veikindi eða aðra erfiðleika og þeirra sem rétta þeim hjálparhönd.
Nýtt ár nýrra tækifæra er aðganga í garð. Leyfum okkur að gleðjast, með því sýnum við þakklæti fyrir þá gæfu sem okkur hefur hlotnast sem þjóð en með því að gleðjast verðum við líka betur í stakk búin til að gera lífið á Íslandi enn betra, hjálpa þeim betur sem þurfa hjálpar við hér heima og erlendis og halda áfram hinni miklu framfarasögu þessa góða lands.
Berum virðingu fyrir fortíðinni, trúum á framtíðina og fögnum því að nú hefjist nýtt ár nýrra tækifæra.
Ég óska ykkur öllum gleði og farsældar á nýju ári.

Categories
Fréttir

Sigrún tekur við lyklum að umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Deila grein

05/01/2015

Sigrún tekur við lyklum að umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

sigrunmagnusdottir-vefmyndSigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, tók við lyklum að ráðuneytinu úr höndum Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 2. janúar.
Sigrún tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra á ríkisráðsfundi á gamlársdag. Að lokinni lyklaafhendingu heilsaði nýr ráðherra upp á starfsfólk sitt.
Sigrún hefur ráðið Ingveldi Sæmundsdóttur aðstoðarmann sinn en Ingveldur var áður aðstoðarmaður Sigurðar Inga í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Sigrún nýr ráðherra

Deila grein

31/12/2014

Sigrún nýr ráðherra

sigrunmagnusdottir-vefmyndSigrún Magnúsdóttir tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra á ríkisráðsfundi í dag, gamlársdag.
Sigrún er fædd 15. júní 1944. Eiginmaður hennar er Páll Pétursson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og alls eiga þau fimm uppkomin börn. Sigrún lauk kvennaskólaprófi og landsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1961, prófi frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1962 og stundaði nám við öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð 1974-1976. Þá lauk hún BA-prófi í þjóðfræði og borgarfræðum frá Háskóla Íslands árið 2006.
Sigrún á að baki farsælan feril í stjórnmálum auk þess að búa að víðtækri reynslu úr atvinnulífinu. Sigrún hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir ríki og borg og sat í borgarstjórn Reykjavíkur í 16 ár, m.a. sem formaður borgarráðs í 6 ár og formaður borgarstjórnarhóps Reykjavíkurlistans frá 1994 til 2002. Hún hefur setið í stjórnum margra fyrirtækja og stofnana borgarinnar og leitt mikilvæg verkefni, t.d. á sviði mennta- og fræðslumála. Sigrún var kjörin á þing vorið 2013 og hefur setið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og verið formaður Þingvallanefndar auk þess að gegna embætti þingflokksformanns.
Sigrún tekur við lyklum að umhverfis- og auðlindaráðuneytinu næstkomandi föstudag, 2. janúar 2015 úr höndum Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Greinar

Áramót

Deila grein

31/12/2014

Áramót

Sigmundur-davíðÁgætu landsmenn.
Um þessi áramót er bjartara yfir landinu okkar en verið hefur um langan tíma, myrkur erfiðleika í þjóðlífi og efnahagsmálum að baki og framundan tími uppbyggingar og aukinnar velsældar. Um leið og við gleðjumst yfir hækkandi sól og því sem vel hefur til tekist á liðnu ári megum við ekki gleyma, að margir eiga um sárt að binda vegna slysa, veikinda, ástvinamissis eða annarra erfiðleika.

Viljinn til að rétta þeim sem minna mega sín hjálparhönd er sterkur í samfélagi okkar og við getum líklega flest verið sammála um að lengi megi gera betur í þeim efnum.

Í ríkisbúskap er í mörg horn að líta og verðug verkefni fleiri en hægt er að gera sér í hugarlund í fljótu bragði. En það er sama hversu gott málefnið er, ríkissjóður getur ekki frekar en fjölskylda leyft sér til lengdar að eyða um efni fram. Ríkisstjórnin er einhuga um að forgangsraða í þágu velferðar, heilbrigðismála og heimilanna í landinu. Með þeim fjárlögum sem samþykkt voru á Alþingi fyrir jól er lögð rík áhersla á að verja og efla þessar grunnstoðir samfélagsins.

Heilbrigðismál eru málaflokkur sem snertir okkur öll og veraldleg gæði mega sín lítils í samanburði við þau gæði sem felast í góðri heilsu. Sem fámenn þjóð stöndum við vissulega frammi fyrir mikilli áskorun þegar kemur að því að viðhalda hér framúrskarandi heilbrigðisþjónustu um ókomin ár.

Eftir harkalegan niðurskurð á undangengnum árum var heilbrigðiskerfið vissulega komið að þolmörkum en nú hefur langvarandi vörn verið snúið í sókn og breyttar áherslur frá niðurskurði fyrri ára birtast í fjárlögum þessa árs og þess næsta. Rekstrarframlög til heilbrigðisstofnana hafa verið aukin og fjárveitingar til Landspítalans á árinu 2015 verða hærri en nokkru sinni fyrr, jafnvel hærri en útgjaldaárin miklu 2007 og 2008. Auk þess hafa fjárveitingar til kaupa á lækningatækjum verið sjöfaldaðar borið saman við fjárframlög til tækjakaupa árin 2007 til 2012.

Þótt við viljum öll gera betur megum við ekki gleyma, að sem þjóð höfum við lengi getað státað af einu öflugasta heilbrigðiskerfi og samtryggingu í veröldinni. Þrátt fyrir fámenni hefur okkur tekist að vera í hópi þeirra þjóða sem bjóða upp á gott heilbrigðiskerfi sem allir eiga jafnan aðgang að, hvort sem viðkomandi hefur efni á dýrum sjúkratryggingum eða ekki.

Efnahagslegur bati og sögulegt tímabil stöðugleika
Íslensk heimili og atvinnulíf hafa á liðnu ári búið við einstakt tímabil stöðugleika í efnahagsmálum. Verðbólga, einn helsti óvinur launafólks, hefur nú í fyrsta sinn á öldinni haldist stöðug og verið í næstum heilt ár fyrir neðan viðmið Seðlabanka Íslands. Það er sögulegur árangur sem margir hafa átt þátt í að skapa. Lág verðbólga, ásamt skynsamlegum ákvörðunum í ríkisfjármálum og kjarasamningum, varð til þess að kaupmáttur jókst meira á árinu en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Aukning kaupmáttar á síðustu 12 mánuðum mælist nú 5,5% og hefur hann aðeins einu sinni áður mælst meiri á öldinni. Erfitt er að finna stærra hagsmunamál íslenskra heimila og samfélagsins alls, en aukningu kaupmáttar og ráðstöfunartekna heimila. Í fjárlögum komandi árs er enn ýtt undir þessa þróun, þar sem ýmsar beinar aðgerðir og breytingar á skattkerfinu eiga að leiða til enn frekari aukningar ráðstöfunartekna heimilanna. Þar er sérstaklega hugað að því að rétta hlut lágtekjufólks og fólks með millitekjur.

Fljótlega eftir áramót fara viðræður aðila vinnumarkaðarins um nýja kjarasamninga af stað af fullum þunga. Væntingar eru miklar en ekki er að efa að aðilar vinnumarkaðar skilja vel þá ábyrgð sem á þeim hvílir. Það væri mikil synd ef einstakt tækifæri til að verja verðlagsstöðugleika og halda áfram að bæta kjör almennings á Íslandi færi forgörðum vegna átaka á vinnumarkaði.

Öflug þjóð í gjöfulu landi
Íslendingar eru lánsöm þjóð, landið er gjöfult með miklar náttúruauðlindir sem langt er frá að hafi verið nýttar til fulls. Ungri og vel menntaðri þjóð sem býr við slík skilyrði frá náttúrunnar hendi eru allir vegir færir. Ríkisvaldið þarf að veita framsæknu, þróttmiklu og hugmyndaríku fólki skilyrði til að reyna sig við stofnun og rekstur nýrra fyrirtækja sem skapa þjóðinni aukna velsæld. Mikill gróska er nú í nýsköpun í atvinnulífinu og fjöldi nýrra fyrirtækja er til vitnis um þrótt, þor og sköpunargleði þjóðarinnar. Í þeirri öflugu flóru nýsköpunarfyrirtækja sem nú auka fjölbreytni atvinnulífsins eru mörg fyrirtæki sem hafa þegar náð að skara fram úr í alþjóðlegri samkeppni.

Náðst hefur mikill árangur í efnahags- og atvinnumálum sem ríkisstjórnin mun byggja á til framtíðar til að skapa heilbrigt umhverfi fyrir þróttmikið atvinnulíf og auðvelda þá auknu framleiðslu verðmæta sem við þurfum til að standa undir aukinni velferð á Íslandi. Samhliða því að fyrirtækjum séu sköpuð sem best skilyrði til vaxtar er eðlilegt að gera þá kröfu til atvinnulífsins að það láti launþega njóta árangursins þegar vel gengur. Í því sambandi er mikilvægt að minnast þess að rekstur fyrirtækja, eins og heilu samfélaganna, gengur best ef hugað er að jafnræði.

Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðina um ókomin ár að vel takist til við framkvæmd afnáms gjaldeyrishafta. Ein stærsta hindrunin eru þau miklu verðmæti í eigu þrotabúa föllnu bankanna sem talin eru munu leita úr landi ef umbreyting krónueigna í erlendan gjaldmiðil verður gefin frjáls. Ríkisstjórnin mun hér eftir sem hingað til hafa afkomu og heill almennings í landinu að leiðarljósi við allar ákvarðanir sem lúta að afnámi hafta. Þeir sem vonast til að tíminn vinni gegn ríkisstjórninni í tengslum við uppgjör hinna föllnu banka fara villir vegar. Ríkisvaldið mun ekki gera skuldir einkaaðila að sínum eða setja stöðugleika í efnahagsmálum í uppnám með því að gefa eftir í baráttu fyrir farsælli lausn þessara mála.

Gleðin
Stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir standa eiga það sameiginlegt að við þá talar mikill fjöldi fólks, oft með góðar ábendingar og athugasemdir um það sem má betur fara. Á göngu upp Laugaveg á Þorláksmessu vatt ókunnug kona sér að fjölskyldunni og sagðist vilja þakka fyrir það sem áunnist hefði við landsstjórnina. Hún bætti við að það væri verst hvað hinn þögli meirihluti væri óduglegur að láta í sér heyra meðan »háværum nöldurseggjum«, eins og hún orðaði það, væri að takast að ræna þjóðina gleðinni. Við eigum það flest sameiginlegt að geta glaðst á góðri stundu og líða betur innan um þá sem búa yfir gleði og lífshamingju frekar en nöldri og úrtölum. Víst er að lífið er of dýrmætt til að eyða því í formælingar og illmælgi. Gleði í samskiptum fólks bætir andrúmsloft og gerir lífið skemmtilegra.

Magnús Ásgeirsson þýddi á snilldarlegan hátt ljóð frá ýmsum löndum og eitt þeirra, ljóð eftir danska skáldið Axel Juel, fjallar um gleði, hryggð og hamingju. Fyrsta erindið fjallar um gleðina og hljóðar þannig:

Ljúfasta gleði allrar gleði
er gleði yfir því, sem er alls ekki neitt,
engu, sem manni er á valdi eða í vil,
gleði yfir engu og gleði yfir öllu,
gleðin: að vera til.

Með þessum ljóðlínum óska ég landsmönnum öllum gleðilegs og gæfuríks nýs árs og þakka ánægjuleg samskipti á liðnu ári.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra

Greinin birtist í Morgunblaðinu 31. desember 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]