Categories
Fréttir Greinar

Jólakveðja Konur í Framsókn

Deila grein

21/12/2022

Jólakveðja Konur í Framsókn

Konur í Framsókn.

Síðustu ár hefur þeim konum fjölgað sem hafa gengið til liðs við Framsókn. Konur með fjölbreytta reynslu og bakgrunn úr atvinnulífinu, af vinnumarkaði, menntaðar, mæður, dætur og ömmur. Konur sem hafa lagt fram krafta sína, þekkingu og reynslu með það eitt að markmiði að láta gott af sér leiða.

Konur sem hafa samsvarað sig við stefnu flokksins.

Konur sem hafa skynjað samvinnukraftinn, viljann og framtakssemina sem einkennir Framsókn.

Konur sem hafa upplifað að rödd þeirra hefur áhrif.

Aldrei hafa eins margar konur setið í sveitarstjórnum fyrir hönd Framsóknar og aldrei fleiri leitt lista Framsóknar en nú.

Mikil virkni og kraftur er meðal kvenna í Framsókn og aldrei hafa fleiri konur leitt lista flokksins í sveitarfélögum en nú og aldrei hafa fleiri konur setið í sveitarstjórnum fyrir Framsókn. Sá árangur sem Framsókn hefur náð á landsvísu byggist fyrst og fremst á liðsheild og trausti. Við vitum að framlag okkar og frammistaða muni leiða til árangurs og það skiptir höfuðmáli.

Við vitum að til að viðhalda þeim árangri sem höfum náð er getan til að skilja og þakka fyrir það að við erum ekki einsleitur hópur mikilvæg. Við erum meðvitaðar um eigin viðhorf og höfum viljan til að setja okkur í spor annara. Við erum opnar gagnvart ólíkum hugmyndum og sjónarmiðum, því allar hafa eitthvað fram að færa. Þannig höfum við náð sameiginlegum markmiðum og skapað traust.

Hvati kvenna til að starfa innan Framsóknar er sprottinn af áhuga og eldmóð fyrir ólíkum málaflokkum enda er fjölbreyttur hópur kvenna innan flokksins með færni, þekkingu, reynsla úr öllum áttum. Stefnt er að því virkja málefnavinnu og samtal innan stækkandi hóps Framsóknar enn frekar á nýju ári með málefnahópum. Konur í Framsókn eiga raddir á öllum málefnasviðum og taka virkan þátt í þeirra vinnu.  Efnahag- velferðar-, mennta-, orku-, sjávarútvegs- umhverfis- og skipulagsmál, matvælaframleiðsla, nýsköpunar – og menningarmál eru málefni kvenna í Framsókn.

Hlutdeild kvenna í stjórnmálum er enn þá aðeins um 20% þegar litið á heimsvísu og örfáir þjóðhöfðingjar heims eru konur. Þrátt fyrir að umhverfi stjórnmálanna sé almennt talið karllægt þá höfum við náð ákveðnum árangri með að brjótast úr því umhverfi hér á landi. Reynsla kvenna úr stjórnmálum er besti vitnisburðurinn um stöðuna hér á landi og jafnframt hvatning og innblástur fyrir næstu kynslóðir kvenna. Sérhver kona sem eitt sinn var stúlka kannast við að hafa speglaði sig í kvenfyrirmyndum. Það eru fyrirmyndirnar sem geta skipt sköpum þegar stígið er inn á svið stjórnmálanna. Heilsteyptar fyrirmyndir með gott siðferði og góða dómgreind.

Hvetjum konur á öllum aldri til að taka þátt í stjórnmálum.

Ég get ekki látið það hjá líða að minnast á það að fátt skemmtilegra  en þegar Framsóknar konur hittast. “Rannsóknir” undirritaðrar hafa leitt í ljós síðustu ár að konur í Framsókn kunna einfaldlega að njóta þess að koma saman. Þar er gleðin ávallt við völd.

Takk fyrir ykkar framlag, samtölin, innblásturinn og samveruna á árinu sem er að líða.

Ég óska ykkur öllum og gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Guðveig Lind Eyglóardóttir, formaður Kvenna í Framsókn.