Categories
Fréttir Greinar

Brúin milli heimsálfanna

Deila grein

10/01/2023

Brúin milli heimsálfanna

Winst­on Churchill, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hitti nagl­ann á höfuðið þegar hann sagði að hver sá sem hef­ur yf­ir­ráð yfir Íslandi held­ur á byssu miðaðri á Eng­land, Am­er­íku og Kan­ada. Þannig kjarnaði hann hernaðarlegt mik­il­vægi Íslands út frá land­fræðilegri legu þess. Þessi skoðun hef­ur staðist tím­ans tönn og skip­ar land­fræðileg lega lands­ins enn mik­il­væg­an þátt í varn­ar- og ör­ygg­is­mál­um í heims­hlut­an­um.

Á und­an­förn­um ára­tug­um hef­ur Íslend­ing­um tek­ist að nýta legu lands­ins sér sjálf­um sem og er­lend­um ferðalöng­um enn frek­ar til fram­drátt­ar. Ný­verið kynnti ég mér starf­semi ISA­VIA á Kefla­vík­ur­flug­velli, mann­virki sem hef­ur þjónað sí­vax­andi ör­ygg­is- og efna­hags­leg­um til­gangi fyr­ir Ísland.

Það hef­ur tals­vert vatn runnið til sjáv­ar frá því Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar var opnuð árið 1987, þá 23 þúsund fer­metr­ar að stærð sem um fóru 750 þúsund farþegar. Frá opn­un henn­ar hafa um­svif alþjóðaflugs auk­ist veru­lega sam­hliða því að ís­lensk flug­fé­lög hafa nýtt sér land­fræðilega legu lands­ins til þess að byggja upp viðskiptalíkön sín. Tengimiðstöðin Kefla­vík þjón­ar nú millj­ón­um farþega sem ferðast yfir hafið með viðkomu í Leifs­stöð, en í ár í gert ráð fyr­ir að 7,8 millj­ón­ir fari um flug­völl­inn. Þétt net áfangastaða og auk­in flugtíðni til og frá Kefla­vík hef­ur opnað Íslend­ing­um nýja mögu­leika í leik og starfi. Þannig er flogið til 75 áfangastaða frá Kefla­vík. Til sam­an­b­urðar eru 127 skráðir frá Kast­rup-flug­velli í Kaup­manna­höfn.

Greiðar sam­göng­ur líkt og þess­ar og ná­lægð við lyk­il­markaði þar sem kaup­mátt­ur er sterk­ur skipta sam­keppn­is­hæfni landa miklu máli og skapa skil­yrði fyr­ir góðan ár­ang­ur í ut­an­rík­is­versl­un. Íslenskt efna­hags­líf hef­ur ekki farið var­hluta af þessu, næg­ir þar að nefna að ferðaþjón­usta hef­ur á til­tölu­lega skömm­um tíma orðið að þeirri at­vinnu­grein sem skap­ar mest­ar gjald­eyris­tekj­ur fyr­ir þjóðarbúið. Fjöl­mörg tæki­færi fylgja því að styðja áfram við alþjóðaflugið og skapa ný tæki­færi, til að mynda með auknu frakt­flugi til, frá og í gegn­um Ísland.

Stjórn­völd gera sér grein fyr­ir þýðingu þess að hlúa vel að alþjóðaflugi. Stór­ar fjár­fest­ing­ar í flug­vall­ar­innviðum und­ir­strika það. Þannig standa um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir yfir á Kefla­vík­ur­flug­velli en um­fang þeirra mun nema um 100 millj­örðum króna. Þá er unnið að stækk­un flug­stöðvar­inn­ar á Ak­ur­eyri, meðal ann­ars með milli­landa­flug í huga. End­ur­bæt­ur hafa einnig átt sér stað á Eg­ilsstaðaflug­velli en árið 2021 var nýtt mal­bik lagt á flug­braut­ina og unnið er að til­lög­um um stækk­un flug­hlaðs og lagn­ingu ak­brauta. Einnig hef­ur fjár­mun­um verið varið í styðja flug­fé­lög til að þróa og markaðssetja beint flug til Ak­ur­eyr­ar og Eg­ilsstaða sem skilað hef­ur góðum ár­angri og mun skipta máli fyr­ir at­vinnu­líf og íbúa þeirra svæða.

Það hef­ur þjónað hags­mun­um lands­ins vel að vera brú­in milli Evr­ópu og Norður-Am­er­íku. Við þurf­um að halda áfram að nýta þau tæki­færi sem land­fræðileg lega lands­ins skap­ar okk­ur og byggja þannig und­ir enn betri lífs­kjör á land­inu okk­ar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. janúar 2023.

Categories
Greinar

Heimurinn versnandi fer … en það er ljós við enda ganganna

Deila grein

02/01/2023

Heimurinn versnandi fer … en það er ljós við enda ganganna

Heim­ur­inn versn­andi fer! Orðin end­ur­óma gamla heims­á­deilu og koma fyrst fyrir í Pass­íu­sálmum Hall­gríms Pét­urs­sonar og eiga að ein­hverju leyti við árið 2022 en hins vegar er alltaf ljós við enda gang­anna.

Árið 2022 verður eft­ir­minni­legt fyrir margar sakir enda ár nokk­urra stórra áskor­ana sem legið hafa eins og rauðir þræðir í gegnum allt árið með snert­ingu við flest horn heims­ins. Stríð í Evr­ópu er stað­reynd eftir inn­rás Rúss­lands í Úkra­ínu, verð­bólga hefur ekki verið hærri í fjóra ára­tugi á heims­vísu, lífs­kjara­kreppa er skollin á og nið­ur­sveifla er óum­flýj­an­leg víða. Vextir hafa hækkað veru­lega, við­skipta­stríð Banda­ríkj­anna og Kína stig­magn­ast og að lokum olli lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna COP27 von­brigð­um. Hins vegar þá hafa við­brögð við þessum áskor­unum fyllt okkur von­ar­glætu. Vest­ur­lönd með Atl­ants­hafs­banda­lagið að vopni hafa sam­ein­ast gegn árás Rúss­lands, seðla­bankar heims­ins átta sig á efna­hags­hætt­unni sem verð­bólgan veldur og hafa sýnt sjálf­stæði sitt og hækkað vexti og alþjóða­við­skipti halda áfram að aukast, hægar þó en fyrr, þrátt fyrir erfið sam­skipti Banda­ríkj­anna og Kína. Fyrrum for­seti Banda­ríkj­anna, Trump, virð­ist hafa misst flugið og rann­sókn­ar­nefnd full­trúa­deildar Banda­ríkja­þings sem skoð­aði árás­ina á þing­húsið í Was­hington DC 6. jan­úar 2021 er afger­andi í nið­ur­stöðu sinni að meg­in­or­sökin fyrir 6. jan­úar er einn mað­ur, Don­ald Trump, fyrr­ver­andi for­seti, sem margir fylgdu. Engin árás hefði átt sér stað án hans. Að lok­um, þá hefur heims­byggðin aldrei séð jafn­mik­inn kraft settan í að flýta fyrir grænum orku­skiptum og fyrir örfáum dögum birt­ust jákvæðar fréttir af kjarna­sam­runa.

Lok Kalda stríðs­ins virt­ust vera frið­söm í fyrstu

Síð­ustu þrír ára­tugir eftir að járn­tjaldið féll hafa verið frið­samir og ein­kennst af auk­inni vel­sæld á heims­vísu. Feiki­legar tækni­fram­farir hafa lagt grunn­inn að auk­inni nýsköpun og sam­vinnu. Aukin alþjóða­við­skipti og verð­mæta­sköpun hafa lyft um millj­arði fólks úr fátækt um heim­inn all­an. Mikil sam­vinna þjóð­ríkja hefur verið ein­kenn­andi fyrir þennan tíma. Við­skipti við Asíu hafa stór­auk­ist og segja má að Kína hafa virkað sem alheims­verk­smiðja. Vegna þess að kostn­aður við fram­leiðslu hefur verið mun lægri í Kína en á Vest­ur­lönd­um, þá má skýra út verð­hjöðnun á Vest­ur­löndum í tengslum við þessa þró­un. Evr­ópu­sam­run­inn var á fullu í byrjun 9. ára­tug­ar­ins og vall­ar­sýnin sú að Evr­ópa yrði öll sam­einuð innan skamms. Sam­eig­in­legi gjald­mið­il­inn var kynntur til sög­unn­ar. Sví­þjóð og Finn­land gengu í Evr­ópu­sam­bandið ásamt mörgum Aust­ur-­Evr­ópu­ríkj­um. Fyrrum Var­sjár­ríkin sóttu ýmis um aðild að Atl­antshafs­banda­lag­inu og það ríkti mikil bjart­sýni um að fram undan væri tími mik­ils upp­gangs og sam­vinnu. Sov­ét­ríkin lið­ast í sundur eitt af öðru. Atburða­rásin var mun hrað­ari en flestir sér­fræð­ingar gerðu grein fyr­ir. Á tíma­bili leit jafn­vel út fyrir að Rúss­land hefði áhuga á því að ger­ast aðili að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu!

Vest­ur­lönd ítrekað vöruð við Rúss­landi Pútíns …

Hinn 24. febr­úar síð­ast­lið­inn breytt­ist veru­leik­inn eins og við höfum þekkt hann um ára­tuga­skeið í Evr­ópu er Rússar hófu grimmi­lega inn­rás inn Úkra­ínu. Rússar höfðu áður tekið Krím­skaga yfir árið 2014 og það hefði átt að vera ljóst þá að þeir ætl­uðu sér meira. Því miður töldu Vest­ur­lönd að efna­hags­refsi­að­gerð­irnar myndu duga til að koma í veg fyrir frek­ari átök. Vest­ur­lönd voru marg­ít­rekað vöruð við að Rúss­land Pútíns ein­kennd­ist af ofbeldi og grimmd. Bók blaða­kon­unnar Önnu Polit­kovskayu um Rúss­land Pútíns og gefin var út árið 2004, fjallar mjög ítar­lega um ein­ræð­is­stjórn­hætti Pútíns. Bókin Önnu fékk verð­skuld­aða athygli og í kjöl­farið var hún myrt 7. októ­ber, 2006 á afmæl­is­degi Pútíns. Hann fékk til­kynn­ing­una um morðið þegar þau Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, fund­uðu í Kreml. Haft hefur verið eftir Merkel að Pútin hafi vilj­andi látið hvísla þessu að sér í þeim til­gangi að ögra henni! Fleira má nefna í þessu sam­hengi eins og bar­átta fjár­fest­is­ins Bill Browder fyrir rétt­læti vegna Sergei Magnit­sky, en sá síð­ar­nefndi var sam­starfs­að­ili Browder og lést í fang­elsi í Rúss­landi. Í fram­hald­inu voru Magnit­sky-lögin sam­þykkt af banda­ríska þing­inu, en þau fela í sér fjár­hags­legar refsi­að­gerðir gagn­vart rúss­neskum við­skipta­jöfr­um. Mörg fleiri dæmi má nefna, þar sem Vest­ur­lönd voru ítrekað vöruð við þeirri þróun sem átti sér stað í Rúss­landi Pútíns.

… og Rússar fara í stríð í Evr­ópu og áfram ræðst fram­vindan af Banda­ríkj­unum

Stríð var hafið af fullum þunga í Evr­ópu. Á svip­stundu blasti nýr veru­leiki fyrir þjóðum álf­unnar í örygg­is- og varn­ar­mál­um. Mála­flokk­ur­inn hafði fengið lítið vægi í opin­berri umræðu, sam­dráttur í fram­lögum marga Evr­ópu­ríkja til varn­ar­mála hafði verið tals­verður og Evr­ópa orðin of háð Rúss­landi um orku. Allir helstu sér­fræð­ingar töldu að Rússar yrðu komnir inn í Kænu­garð á þremur dög­um. Það varð hins vegar ekki raunin og segja má að Rússar hafi mis­reiknað sig hrapal­lega miðað við fyrstu áform þeirra. Kröftug mót­spyrna Úkra­ínu­manna neyddi Rússa á end­anum til að hörfa frá stórum land­svæðum en stríðið geisar nú í suð­ur- og suð­aust­ur­hluta lands­ins. Við­brögð alþjóða­sam­fé­lags­ins hafa verið afger­andi með for­dæma­lausum við­skipta­þving­unum á Rúss­land og umfangs­miklum hern­að­ar­stuðn­ingi við Úkra­ínu. Vel­vild og dyggur stuðn­ingur banda­rískra stjórn­valda skipta höfuð máli í gangi stríðs­ins. Evrópa er enn og aftur algjör­lega háð stefnu Banda­ríkj­anna.

… og Þýska­land finnur til ábyrgðar

Kansl­ari Þýska­lands Olaf Scholz skrif­aði grein í byrjun des­em­ber og bar heitið „The Global Zeit­enwende“ og þar boðar hann nýja tíma í utan­rík­is­málum Þýska­lands. Meg­in­skila­boðin í grein­inni er að alþjóða­sam­fé­lagið geti aldrei látið Pútin ráða för og að tími sé kom­inn að Þjóð­verjar gegni lyk­il­hlut­verki í örygg­is- og varn­ar­málum í Evr­ópu. Í því felst að fjár­festa þurfi í her­afla, styrkja sam­eig­in­legar varnir Evr­ópu og efla þrótt Atl­ants­hafs­banda­lags­ins ásamt því að styðja dyggi­lega við Úkra­ínu. Nýtt hlut­verk Þýska­lands kallar á nýja þjóðar­ör­ygg­is­stefnu. Þessi stefnu­breyt­ing þýðir að búið er að leyfa útflutn­ing á vopnum í fyrsta sinn í eft­ir­stríðs­sögu Þýska­lands og það er til Úkra­ínu. Þýska­land hefur heitið því að styðja Úkra­ínu eins lengi og þörf kref­ur. Jafn­framt kemur fram í grein Olaf Scholz að aðgerðir Atl­ants­hafs­banda­lags­ins megi ekki verða til beinna hern­að­ar­á­taka við Rússland en koma verður í veg fyrir stig­mögnun stríðs­ins. Í því skyni hefur Þýska­land aukið veru­lega við­veru sína á aust­ur­víg­stöðvum og eflt alla við­veru sína í Aust­ur-­Evr­ópu. Þessi skýru skila­boð frá kansl­ara Þýska­land marka nýja tíma í Evr­ópu. Segja má að þessi sögu­legu umskipti í utan­rík­is­stefnu Þýska­lands minni á þegar Willy Brandt, kansl­ari, hóf „Öst­politik“ stefn­una, sem gekk út á að opna Aust­ur-Þýska­land en að tryggja gott sam­band við Banda­rík­in. Afar brýnt er að Ísland fylgist vel með fram­vindu mála í Þýska­landi.

Þjóðar­ör­ygg­is­stefna Ísland öflug og byggir á traustum stoðum

Ísland hefur tekið þátt af fullum þunga í aðgerðum banda­lags­ríkj­anna og stutt mynd­ar­lega við Úkra­ínu með ýmsum móti, meðal ann­ars með mót­töku flótta­fólks sem hingað hefur leitað í öruggt skjól. Í amstri hvers­dags­ins vill það kannski gleym­ast að sú sam­fé­lags­gerð sem við búum við, byggð á frelsi, lýð­ræði og mann­rétt­ind­um, er ekki sjálf­sögð. Inn­rás Rússa er grimmi­leg áminn­ing um það. Fram­sýn skref íslenskra stjórn­mála­manna um að taka stöðu með lýð­ræð­is­ríkjum og að gera Ísland að stofn­að­ila að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu árið 1949 og und­ir­ritun tví­hliða varn­ar­samn­ings við Banda­ríkin 1951 voru heilla­drjúg skref fyrir íslenska hags­muni sem enn mynda hryggjar­stykkið í utan­rík­is­stefnu okk­ar. Ísland á áfram að taka virkan þátt í varn­ar- og örygg­is­sam­starfi með banda­lags­þjóðum sínum og standa vörð um þau gildi sem við reisum sam­fé­lag okkar á. Þjóðar­ör­ygg­is­stefna Íslands frá árinu 2016 hefur þjónað okkur vel. Meg­in­á­herslan er sem fyrr á aðild okkar að Atl­ants­hafs­banda­lag­inu, tví­hliða­varn­ar­samn­ingur við Banda­ríkin ásamt aðild okkar að Sam­ein­uðu þjóð­unum og miklu sam­starfi Norð­ur­land­anna. Land­fræði­leg staða Íslands heldur áfram að skipta sköpum í Norð­ur­-Atl­ants­haf­inu og við eigum að halda áfram að styrkja þjóðar­ör­ygg­is­stefn­una.

Stríðsknúin orku­kreppa kveikir verð­bólgu­bál

Vonir um að alþjóða­hag­kerfið og aðfanga­keðjur þess myndu taka fljótt við sér sam­hliða aflétt­ingu sótt­varna­ráð­staf­ana dvín­uðu hratt við fyrr­nefnda inn­rás Rússa. Í stað þess spruttu upp nýjar áskor­anir fyrir alþjóða­hag­kerfið sem enn sér ekki fyrir end­ann á. Miklar hækk­anir á hrá­vöru og orku hafa leikið fólk og fyr­ir­tæki grátt og hefur hug­takið Lífs­kjara­kreppan verið notað til að lýsa ástand­inu. Skömmtun á raf­orku og kostn­að­ar­söm sturtu­stund á heim­ilum fólks í Evr­ópu hljóm­aði fjar­stæðu­kennt fyrir nokkrum mán­uðum en er nú veru­leik­inn. Stjórn­völd hafa víða stigið inn í ástandið með stuðn­ings­að­gerðum til handa sam­fé­lögum sínum í glímunni við verð­bólg­una. Stýri­vextir hafa hækkað um allan heim til þess að reyna að slá á verð­bólg­una en sum staðar hafa ekki sést við­líka verð­bólgu­tölur í ára­tugi. Allt þetta ástand hefur varpað ljósi á kerf­is­lega veik­leika Evr­ópu sem mik­il­vægt er að horfast í augu við og takast á við; heims­hlut­inn verður meðal ann­ars að vera betur í stakk búinn til þess að sjá sjálfum sér fyrir orku og tryggja þannig efna­hags- og þjóðar­ör­yggi ríkja sinna. Það verður jafn­framt upp­lýsandi á næstu miss­erum að skoða með gagn­rýnum augum á þá pen­inga- og fjár­mála­stefnu sem rekin hefur verið beggja vegna Atl­antsála og leita svara við því hvaða áhrif slaki í þeim efnum um ára­bil hefur mögu­lega haft á verð­bólgu­skot­ið.

Í mínum huga er það tvennt sem stendur upp úr á árinu. Ann­ars vegar er það stríðið í Úkra­ínu og hins vegar orku­kreppan sem fylgdi í kjöl­farið ásamt hárri verð­bólgu. Ísland hefur verið í nokkuð góðri stöðu, þar sem staða okkar í örygg­is- og varn­ar­málum er traust og að auki erum við ekki háð þriðja aðila um lyk­il­orku. Þrátt fyrir að árið 2022 hafi verið krefj­andi á margan hátt og fái okkur til að rifja upp Pass­íu­sálma Hall­gríms Pét­urs­son­ar, þá er ég sann­færð um að von­ar­neist­inn er sam­staða Vest­ur­land­anna, sem muni á end­anum skila okkur betri stöðu í Evr­ópu. Allar þjóðir skipa máli þar og hefur rík­is­stjórn Íslands stutt dyggi­lega við Úkra­ínu og þétt enn frekar rað­irnar innan Atl­ants­hafs­banda­lags­ins. Fram­ganga utan­rík­is­ráð­herra hefur verið til fyr­ir­myndar og vel studd af rík­is­stjórn­inni. Framundan er tími ljóss og frið­ar. Njótum þess að vera með fólk­inu okkar og huga vel að því.

Gleði­leg jól.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 27. desember 2022.

Categories
Greinar

Ómetanlegt starf í þágu þjóðar

Deila grein

02/01/2023

Ómetanlegt starf í þágu þjóðar

Eitt af því sem ís­lenskt sam­fé­lag get­ur verið hvað stolt­ast af eru björg­un­ar­sveit­ir lands­ins. Allt frá því að fyrsta björg­un­ar­sveit­in var stofnuð árið 1918 í Vest­manna­eyj­um í kjöl­far tíðra sjó­slysa hef­ur mikið vatn runnið til sjáv­ar í starf­semi sveit­anna, en nú rúmri öld síðar starfa um 100 sveit­ir á land­inu. Það er óeig­ingjarnt starf sem þær þúsund­ir ein­stak­linga sem manna björg­un­ar­sveit­irn­ar inna af hendi en það er sann­kölluð dyggð að henda öllu frá sér þegar kallið kem­ur og halda af stað í allra veðra von til þess að tryggja ör­yggi annarr­ar mann­eskju.

Allt þetta fólk er til­búið að leggja mikið sjálf­boðastarf á sig til þess að láta gott af sér leiða, stuðla að auknu ör­yggi og bæta sam­fé­lagið á Íslandi. Aðstæðurn­ar sem björg­un­ar­sveitar­fólk stend­ur frammi fyr­ir eru oft­ar en ekki krefj­andi og reyna bæði á lík­ama og sál. Á þetta erum við reglu­lega minnt þegar okk­ur ber­ast til dæm­is frétt­ir af vonsku­veðrum sem ganga yfir landið með til­heyr­andi áskor­un­um, nú síðast í kring­um hátíðirn­ar.

Björg­un­ar­sveit­irn­ar eru sann­kölluð grunnstoð í sam­býli okk­ar Íslend­inga við óblíð nátt­úru­öfl­in sem móta líf okk­ar hér norður í Atlants­hafi. Sag­an geym­ir mörg dæmi þess. Það sem vek­ur gjarn­an at­hygli er­lend­is þegar talið berst að björg­un­ar­starfi er sú staðreynd að þetta öfl­uga björg­un­ar­kerfi er byggt upp af sjálf­boðaliðum. Fag­mennsk­an, þekk­ing­in og reynsl­an sem björg­un­ar­sveit­irn­ar sýna í störf­um sín­um eru jafn­góð ef ekki betri í sam­an­b­urði við þrautþjálfaðar at­vinnu­björg­un­ar­sveit­ir er­lend­is.

Er­lend­ir ferðamenn sem hafa þurft á aðstoð björg­un­ar­sveita að halda hér á landi hafa ein­mitt lýst hrifn­ingu sinni á þeim. Veru­leik­inn hef­ur vissu­lega breyst með til­komu þess mikla fjölda ferðamanna sem heim­sæk­ir landið á ári hverju. Þrátt fyr­ir að út­köll vegna ferðamanna séu hlut­falls­lega fá miðað við þann mikla fjölda ferðamanna sem kem­ur til lands­ins hef­ur verk­efn­um vegna er­lendra ferðamanna vissu­lega fjölgað und­an­far­inn ára­tug. Á umliðnum árum hef­ur Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg, í sam­starfi við stjórn­völd og at­vinnu­lífið, hrundið af stað mik­il­væg­um fræðslu­verk­efn­um sem miða að því að fyr­ir­byggja slys og auka þannig ör­yggi. Má þar helst nefna verk­efnið Sa­fetra­vel sem miðlar upp­lýs­ing­um um aðstæður til ferðalaga á fimm tungu­mál­um. Jafn­framt eru um 1.000 upp­lýs­inga­skjá­ir um allt land sem ætlað er að koma upp­lýs­ing­um til skila. Sem ráðherra ferðamála mun ég leggja áfram­hald­andi áherslu á fyr­ir­byggj­andi ör­ygg­is­fræðslu fyr­ir ferðamenn til þess að draga úr lík­um þess að kalla þurfi út björg­un­ar­sveit­ir.

Að lok­um við ég þakka öllu því framúrsk­ar­andi fólki sem tek­ur þátt í starfi björg­un­ar­sveit­anna. Ykk­ur á þjóðin mikið að þakka. Ég vil jafn­framt hvetja alla til þess að leggja sveit­un­um lið nú um ára­mót­in en það sem ger­ir starf þeirra svo sér­stakt um­fram allt er hug­sjón­in um ör­ugg­ara sam­fé­lag; ómet­an­legt starf í þágu þjóðar. Ég óska lands­mönn­um öll­um gleðilegs nýs árs og þakka fyr­ir árið sem er að líða.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 31. desember 2022.

Categories
Greinar

Bók í hendi um jólin

Deila grein

21/12/2022

Bók í hendi um jólin

Nú þegar stytt­ist í að jól­in verði hringd inn er áhuga­vert að hugsa til tvennra síðustu jóla sem lituðust af jóla­búbbl­um og sótt­varn­ar­regl­um vegna heims­far­ald­urs. Sá veru­leiki virk­ar nú eins og fjar­læg minn­ing og lands­menn nú á fullu að und­ir­búa hefðbund­in jól. Eitt af því sem fylg­ir okk­ur ávallt um jól­in, óháð því hvernig árar, eru bók­mennt­ir. Lest­ur góðrar bók­ar er orðinn órjúf­an­leg­ur hluti jóla­halds­ins á mörg­um heim­il­um, enda fjöldi góðra titla sem skol­ast á nátt­borð lands­manna með hinu ár­lega jóla­bóka­flóði.

Miðstöð ís­lenskra bók­mennta lét ný­lega gera könn­un á viðhorfi þjóðar­inn­ar til bók­lestr­ar en niður­stöðurn­ar gefa sterk­ar vís­bend­ing­ar um að lest­ur sé enn sem fyrr mik­il­væg­ur þátt­ur í lífi lands­manna og að viðhorf fólks sé já­kvætt í garð bók­mennta og lestr­ar. Þannig kom fram að 32% þjóðar­inn­ar lesa einu sinni eða oft­ar á dag og að meðal­fjöldi les­inna bóka var 2,4 bæk­ur á mánuði í sam­an­b­urði við 2,3 bæk­ur að meðaltali í lestr­ar­könn­un árið 2021.

Und­an­far­in ár hef­ur ís­lensk bóka­út­gáfa tekið hressi­lega við sér eft­ir um­tals­vert sam­drátt­ar­skeið. Sú þróun var óæski­leg af mörg­um ástæðum enda er bók­lest­ur upp­spretta þekk­ing­ar og færni, ekki síst barna. Það er óum­deilt að bók­lest­ur eyk­ur lesskiln­ing og þjálf­ar grein­ing­ar­hæfi­leika þeirra, ein­beit­ingu og örv­ar ímynd­un­ar­aflið. Það að gefa hug­an­um greiða leið að undra­heim­um bók­anna er ferðalag sem ger­ir lífið skemmti­legra.

Það hef­ur verið ánægju­legt að fylgj­ast með þeirri kröft­ugu viðspyrnu sem hef­ur átt sér stað í ís­lenskri bóka­út­gáfu og sjá að all­ar þær aðgerðir sem stjórn­völd hafa ráðist í á umliðnum árum séu að skila sér. Má þar nefna 25% end­ur­greiðslu vegna bóka­út­gáfu á ís­lensku, styrk­ingu lista­manna­launa, hærri höf­unda­greiðslur fyr­ir af­not á bóka­söfn­um, efl­ingu bóka­safna og stofn­un barna- og ung­menna­bóka­sjóðsins Auðar.

Þess­ar aðgerðir spretta ekki úr tóm­inu einu sam­an enda eru bók­mennt­ir samofn­ar sögu okk­ar sem þjóðar og ekki að ástæðulausu að Íslend­ing­ar eru kallaðir bókaþjóð. Sér­hver jól minna okk­ur á þessa staðreynd með svo hlý­leg­um hætti; þegar heim­il­is­fólk er satt og sælt, ljúf­ir jólatón­ar óma og fjöl­skyld­an kúr­ir með jóla­bók í hendi. Fyr­ir mér er þetta ómet­an­leg hátíðar­stund.

Ég óska lands­mönn­um öll­um gleðilegra jóla og hvet þá til þess að njóta alls þess frá­bæra sem bók­mennt­irn­ar hafa fram að færa þessi jól­in. All­ir ættu að geta tekið sér bók í hönd við hæfi um jól­in og gert þau þannig enn hátíðlegri.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 20. desember 2022.

Categories
Greinar

Traust ríkisfjármál skipta öllu fyrir Ísland

Deila grein

15/12/2022

Traust ríkisfjármál skipta öllu fyrir Ísland

Mik­il ókyrrð hef­ur verið á alþjóðamörkuðum síðustu ár. Verðbólga á heimsvísu hef­ur ekki mælst jafn­há í fjóra ára­tugi. Meg­in­or­sak­ir henn­ar eru heims­far­ald­ur­inn og rösk­un á aðfanga­keðju vegna hans, stríðið í Úkraínu og orkukrepp­an í Evr­ópu. Að auki lít­ur út fyr­ir áfram­hald­andi póli­tíska spennu milli Banda­ríkj­anna og Kína. Stýri­vext­ir halda áfram að hækka og lík­urn­ar aukast veru­lega á að efna­hagsniður­sveifla hefj­ist á heimsvísu. Tími ódýrs láns­fjár­magns er liðinn í bili. Ein­hver glæta er þó að birt­ast eft­ir að verðbólga er far­in að hjaðna í Banda­ríkj­un­um.

Minnk­andi alþjóðaviðskipti

Mikl­ar breyt­ing­ar virðast vera í far­vatn­inu í alþjóðahag­kerf­inu, sem snúa einkum að minnk­andi alþjóðaviðskipt­um og fjár­fest­ingu. Í þessu um­hverfi er sér­stak­lega mik­il­vægt að stefna í rík­is­fjár­mál­um sé traust og að þau séu sjálf­bær hjá ríkj­um. Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, Liz Truss, og fjár­málaráðherra Bret­lands, Kwasi Kw­arteng, fundu held­ur bet­ur fyr­ir því að hafa ekki hugað að trú­verðugri rík­is­fjár­mála­stefnu. Frá því að „Litlu-fjár­lög­in“ voru kynnt af þáver­andi for­ystu Íhalds­flokks­ins leið ekki nema um vika þar til þau neydd­ust til að segja af sér. En hvað þýða þess­ir svipti­vind­ar alþjóðafjár­mála­kerf­is­ins og hver er þýðing þeirra hér á landi?

Lygi­leg at­b­urðarás í Bretlandi

Í kjöl­far þess að ,,Litlu-fjár­lög­in“ voru kynnt fór af stað mjög hröð at­b­urðarás á fjár­mála­mörkuðum. Veðköll hóf­ust vegna af­leiðuskuld­bind­inga líf­eyr­is­sjóðakerf­is­ins í bresk­um skulda­bréf­um. Það leiddi til þess að Seðlabanki Eng­lands þurfti að auka laust fé í um­ferð til að hægt væri að mæta veðköll­un­um. Rík­is­fjár­mála­áætl­un­in tapaði sam­stund­is öll­um trú­verðug­leika og í fram­hald­inu urðu stjórn­ar­skipti. Nýr fjár­málaráðherra, James Hunt, hef­ur kynnt fjár­mála­áætl­un sem miðar að því að skulda­lækk­un sé í aug­sýn og skatt­ar voru meðal ann­ars hækkaðir á þá tekju­mestu. Undið var ofan af fyrri áætl­un­um á mettíma. Til­trú og traust hef­ur minnkað vegna þess­ar­ar fram­göngu í rík­is­fjár­mál­um.

Rík­is­út­gjöld aukast í Evr­ópu og Ítal­ía áfram í hættu

Seðlabank­ar heims­ins hafa verið að hækka stýri­vexti og sam­hliða hef­ur fjár­mögn­un­ar­kostnaður verið að aukast. Að sama skapi sjá­um við ekki fyr­ir end­ann á stríðinu í Úkraínu og orkukreppu margra Evr­ópu­ríkja. Þýska­land hef­ur þegar riðið á vaðið til að styðja bet­ur við fyr­ir­tæk­in og heim­il­in í land­inu vegna hækk­andi orku­verðs og settu rúma 200 millj­arða evra til þess. Fjár­málaráðherra Þýska­lands, Christian Lindner, hafnaði því að aðgerðapakk­inn væri verðbólgu­hvetj­andi en engu að síður hef­ur verðbólga ekki mælst hærri í 70 ár og ávöxt­un­ar­krafa þýskra rík­is­skulda hækkað. Annað ríki í Evr­ópu, Ítal­ía, er enn viðkvæm­ara fyr­ir þreng­ing­um. Ítal­ía er háð rúss­nesku gasi og hef­ur lítið svig­rúm í rík­is­fjár­mál­un­um í ljósi mik­illa skulda og hækk­andi vaxta­greiðslna til að koma til móts við hækk­andi orku­verð. Ávöxt­un­ar­kraf­an á rík­is­skulda­bréf­in hef­ur verið að hækka veru­lega. Ófyr­ir­sjá­an­leiki í orku­öfl­un í Evr­ópu veld­ur því að fjár­fest­ar gera ráð fyr­ir að erfiðara verði að koma bönd­um á verðbólg­una.

Tauga­veiklaðir markaðir

Við sjá­um ekki fyr­ir end­ann á vaxta­hækk­un­um seðlabanka og því mun mynd­ast álag á helstu fjár­mála­mörkuðum. Vegna þessa er búið að herða tök­in á öll­um mörkuðum og lausa­fjárstaða þjóða og fyr­ir­tækja hef­ur versnað. Það má færa sann­fær­andi rök fyr­ir því að við mun­um sjá mikl­ar verðbreyt­ing­ar á mörkuðum og meiri óstöðug­leika á næsta ári. Gjá mynd­ast meðal þjóða sem hafa trú­verðug rík­is­fjár­mál og sjálf­bær­an greiðslu­jöfnuð ann­ars veg­ar og hins veg­ar þeirra þar sem grunnstoðir hag­kerfa eru veik­ar líkt og á Ítal­íu, í Tyrklandi og Arg­entínu. Seðlabanki Banda­ríkj­anna hef­ur hækkað vexti hraðar en aðrir seðlabank­ar að und­an­skild­um Seðlabanka Íslands. Þetta þýðir að gengi Banda­ríkja­dals hef­ur hækkað veru­lega eða um rúm 17% frá árs­byrj­un. Banda­rík­in hafa því verið að flytja verðbólg­una til annarra ríkja og því hafa aðrar þjóðir þurft að hækka vexti hraðar en ella.

Fjár­lög rík­is­sjóðs Íslands 2023 sýna af­komu­bata

Hag­vaxt­ar­horf­ur hafa styrkst á Íslandi og hag­vöxt­ur er óvíða meiri og mæl­ist 7,3% á 3. árs­fjórðungi sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar. Hann er drif­inn áfram af mikl­um vexti í út­flutn­ingi, sér­stak­lega í ferðaþjón­ustu, og kröft­ugri einka­neyslu. Hlut­ur hins op­in­bera er að minnka í fjár­fest­ing­um og vöxt­ur sam­neyslu er hóf­leg­ur. Þrátt fyr­ir auk­in út­gjöld er lögð rík áhersla á að styrkja stöðu rík­is­fjár­mál­anna og hvika ekki frá því meg­in­mark­miði að lækka skuld­ir á næstu árum. Í ár hef­ur dregið hratt úr mikl­um halla­rekstri rík­is­sjóðs árin 2020 og 2021 sem ætlað var að draga úr áhrif­um heims­far­ald­urs­ins á fjár­hag heim­ila og fyr­ir­tækja. Efna­hags­bat­inn hef­ur leitt til mik­ill­ar tekju­aukn­ing­ar rík­is­sjóðs og þess að skulda­hlut­föll hins op­in­bera eru mun lægri en gert var ráð fyr­ir. Þessi efna­hags­bati er kröft­ug­ur og því hef­ur mynd­ast spenna í þjóðarbú­inu. Fjár­mál hins op­in­bera þurfa að róa í sömu átt og stefna Seðlabanka Íslands. Halli á rekstri rík­is­sjóðs verður því tæp­lega 3% af lands­fram­leiðslu. Útlit er fyr­ir að skulda­hlut­föll verði að sama skapi nær óbreytt frá samþykktri fjár­mála­áætl­un frá því í sum­ar, eða um 33% af VLF. Það er al­veg ljóst í mín­um huga að afar brýnt er að rík­is­sjóður nái tök­um á þess­um halla á næstu árum. Ísland er í kjöraðstöðu til að sýna fram á sjálf­bær rík­is­fjár­mál vegna af­komu­bata og framtíðar­horf­ur eru því bjart­ar.

Gera má ráð fyr­ir að þró­un­in verði sú að ríki séu í aukn­um mæli að fást við vax­andi rík­is­út­gjöld, erfiðari bar­áttu við verðbólgu og að hinir alþjóðlegu fjár­mála­markaðir muni veita aðhald vegna þeirra þreng­inga sem eru á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum. Við eig­um að taka þessa at­b­urðarás al­var­lega, þar sem kröf­ur um trú­verðuga rík­is­fjár­mála­stefnu eru að aukast ásamt því að alþjóðaviðskipti eru að drag­ast sam­an. Smærri ríki þurfa því að vanda sig enn frek­ar. Horf­ur ís­lensks efna­hags eru bjart­ar, hag­vöxt­ur er mik­ill og bygg­ist á auk­inni verðmæta­sköp­un. Að sama skapi halda skuld­ir áfram að lækka og er skuld­astaða rík­is­sjóðs ein sú besta í Evr­ópu. Þrátt fyr­ir þessa stöðu ber okk­ur að vera ætíð á tán­um til þess að auka kaup­mátt og vel­ferð í land­inu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 15. desember 2022.

Categories
Greinar

Kastljós kvikmyndaheimsins á Íslandi

Deila grein

12/12/2022

Kastljós kvikmyndaheimsins á Íslandi

Kast­ljós kvik­mynda­heims­ins bein­ast nú að Íslandi þegar Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­in (e. Europe­an Film Aw­ards) fara fram í Hörpu í kvöld. Það er mik­ill heiður fyr­ir Ísland að Reykja­vík hafi orðið fyr­ir val­inu sem vett­vang­ur verðlaun­anna en hátíðin er hald­in annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skipt­is í öðrum borg­um Evr­ópu en ís­lenska ríkið og Reykja­vík­ur­borg halda hátíðina í sam­starfi við Evr­ópsku kvik­mynda­aka­demí­una.

Það að halda hátíð sem þessa hér á landi er enn ein rós­in í hnappagat ís­lenskr­ar kvik­mynda­menn­ing­ar sem hef­ur eflst mjög á umliðnum árum. Miklu er til tjaldað við að halda hátíðina en um 1.200 gest­ir verða viðstadd­ir hana, þar af um 700 er­lend­ir gest­ir frá yfir 40 lönd­um auk yfir 100 blaðamanna og áhrifa­valda sem munu gera hátíðinni skil.

Á umliðnum árum hafa stór skref verið tek­in til þess að efla ís­lenska kvik­mynda­gerð. Fyrsta heild­stæða kvik­mynda­stefn­an fyr­ir Ísland, Kvik­mynda­stefna til árs­ins 2030 – List­grein á tíma­mót­um, var kynnt fyr­ir tveim­ur árum sem markaði ákveðin vatna­skil. Í henni eru út­l­istuð ýmis mark­mið og fjölþætt­ar aðgerðir til þess að efla um­gjörð kvik­mynda­gerðar hér á landi, til að mynda í mennta­mál­um, betri sam­keppn­is­stöðu, auk­inni sjálf­bærni og mark­vissu alþjóðlegu kynn­ing­ar­starfi.

Mik­ill metnaður hef­ur verið lagður í fram­fylgd stefn­unn­ar á skömm­um tíma. Þannig fékk Kvik­mynda­sjóður aukainn­spýt­ingu upp á tæp­an millj­arð króna vegna heims­far­ald­urs­ins. Í gær var til­kynnt um áætlaða viðbótar­fjármuni á næsta ári til þess að koma til móts við breyt­ing­ar í rík­is­fjár­mála­áætl­un frá því í sum­ar. End­ur­greiðslu­hlut­fall í kvik­mynda­gerð á Íslandi hef­ur verið hækkað í vor úr 25% í 35% en fram­lag til end­ur­greiðslna í kvik­mynda­gerð á næsta ári er áætlað upp á 5,7 millj­arða króna, sem er veru­leg hækk­un. Fjár­mun­ir til kvik­mynda­mennt­un­ar á fram­halds­skóla­stigi voru aukn­ir og langþráðu kvik­mynda­námi á há­skóla­stigi komið á lagg­irn­ar svo dæmi séu tek­in.

Allt þetta skipt­ir máli fyr­ir þann öfl­uga hóp fólks sem hef­ur helgað sig ís­lenskri kvik­mynda­gerð, en án hans væri kvik­myndaiðnaður­inn fá­tæk­leg­ur hér á landi. Íslensk kvik­mynda­menn­ing er orðin samof­in þjóðarsál­inni og menn­ingu lands­ins. Sá ríki vilji stjórn­valda til þess að sækja um að halda Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­in hér á landi var meðal ann­ars með of­an­greint í huga, að til­einka hátíðina gras­rót­inni í ís­lenskri kvik­mynda­gerð og und­ir­strika það, með veg­leg­um kast­ljós­um, hversu framar­lega Ísland stend­ur í heimi kvik­mynd­anna. Ég óska öll­um til ham­ingju með hátíð dags­ins, sem verður landi, þjóð og menn­ingu til sóma.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 10. desember 2022.

Categories
Greinar

Tímamót í tónlistarlífi þjóðarinnar

Deila grein

05/12/2022

Tímamót í tónlistarlífi þjóðarinnar

„Tónlistin lýsir því sem verður ekki með orðum tjáð og ógerlegt er að þegja yfir“, sagði franski rithöfundurinn Victor Hugo. Ég tek undir þessa fullyrðingu og tel jafnframt að tónlist sé ein besta heilsulind sem völ er á. Hið blómlega tónlistarlíf Íslands hefur fært okkur ríkan menningararf sem á sér fastan sess í hjörtum okkar allra. Tónlist er ekki bara einn veigamesti hlutinn af menningu landsins, hún er einnig atvinnuskapandi og mikilvæg útflutningsgrein þar sem hvert tónlistarverkefni skapar mörg afleidd störf.  Því er ánægjulegt að greina frá því að Ríkisstjórn Íslands samþykkti í vikunni frumvarp mitt til tónlistarlaga. Þetta er í fyrsta sinn sem lögð eru fram heildarlög um tónlist á Íslandi. Frumvarpið byggir á tillögum starfshóps sem skipaður var á degi íslenskrar tónlistar, hinn 1. desember 2020. Hlutverk hópsins var að rýna umhverfi tónlistargeirans á Íslandi, skoða hvernig stuðnings- og sjóðakerfi tónlistar væri best skipulagt, leggja drög að tónlistarstefnu og skilgreina hlutverk og ramma Tónlistarmiðstöðvar, sem ráðgert var að setja á laggirnar. Það er því mikið fagnaðarefni að frumvarpið hafi litið dagsins ljós.

Markmið laga þessara er að efla umgjörð fyrir sköpun og flutning tónlistar á Íslandi með því að marka heildarramma fyrir málefni tónlistar og búa henni hagstæð skilyrði. Frumvarpið tekur einnig mið af drögum að tónlistarstefnu 2023–2030 sem var kláruð samhliða samningu frumvarpsins. Við samningu frumvarpsins var litið til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar einsettum við okkur að tryggja undirstöður íslensks menningar- og listalífs og skapa ný og fleiri tækifæri fyrir íslenskt listafólk. Greitt aðgengi að menningunni er mikilvægur þáttur þessa því það skiptir miklu máli að við öll getum notið lista og menningar og tekið þátt í slíku starfi. 

Ný Tónlistarmiðstöð

Í frumvarpinu er kveðið á um nýja tónlistarmiðstöð. Tónlistarmiðstöð sem er ætlað að sinna uppbyggingu og stuðningi við hvers konar tónlistarstarfsemi sem og útflutn­ings­verkefni allra tónlistargreina. Þar að auki mun miðstöðin sinna skráningu, umsýslu og miðlun íslenskra tónverka. Með stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stigið stórt skref í áttina að því að veita listgreininni aukið vægi og til að greiða leið íslensks tónlistarfólks innan lands sem utan.  Þá verður lögð áhersla á að teikna upp nútímalegt og hvetjandi umhverfi fyrir íslenskt tónlistarlíf. Markmiðið er að miðstöðin verði raunverulegur miðpunktur tónlistargeirans og tengipunktur við stjórnvöld. Mikilvægt er að markmið, hlutverk og skipulag miðstöðvarinnar sé skýrt frá upphafi og endurspegli fjölbreytni tónlistarlífsins. Tónlistarmiðstöð sinnir þremur kjarnasviðum. Fyrsta kjarnasviðið, Inntón, kemur til með að sinna því hlutverki að annast fræðslu og  styðja við tónlistartengd verkefni og uppbyggingu tónlistariðnaðar. Kjarnasviðið Útón, veitir útflutningsráðgjöf og styður við útflutn­ings­verkefni allra tónlistargreina. Útón byggir á því góða starfi sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar hefur sinnt frá árinu 2006; að efla útflutning á íslenskri tónlist og skapa sóknarfæri fyrir íslenska tónlist á erlendum mörkuðum. Loks verður það hlutverk Tónverks að sjá um  skráningu, umsýslu og miðlun íslenskra tónverka, meðal annars með því að halda úti nótnaveitu, þ.e. rafrænum nótnagrunni.  Að lokum má nefna að hin nýja tónlistarmiðstöð er sömuleiðis ætlað að annast  umsýslu nýs tónlistarsjóðs.

Nýr Tónlistarsjóður og Tónlistarráð

Lagt er til að settur verði á laggirnar nýr tónlistarsjóður en hann sameinar þrjá sjóði sem fyrir eru á sviði tónlistar. Lykilhlutverk hans verður að efla íslenska tónlist, hljóðritagerð og þróunarstarf í tónlistariðnaði. Sjóðurinn mun taka yfir hlutverk Tónlistar­sjóðs, Hljóðritasjóðs og Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar. Með tilkomu sjóðsins verður styrkjaumhverfi tónlistar einfaldað til muna og skilvirkni aukin.

Í frumvarpinu er sömuleiðis að finna ákvæði um sérstakt tónlistarráð sem verður stjórnvöldum og tónlistarmiðstöð til ráðgjafar um málefni tónlistar. Tónlistarráði er ætlað að vera öflugur samráðsvettvangur  milli stjórnvalda, tónlistar­miðstöðvar og tónlistargeirans enda felst í því mikill styrkur  að ólík og fjölbreytt sjónarmið komi fram við alla stefnumótunarvinnu á sviði tónlistar.

Þakkir

Blómlegur tónlistariðnaður er forsenda þess að utanumhald tónlistarverkefna haldist á Íslandi og upp byggist sterkt tónlistarumhverfi. Umhverfi tónlistar á Íslandi er frjótt og er það öflugu tónlistarfólki og fagfólki innan tónlistar að þakka. Hlutverk stjórnvalda er að hlúa að tónlistargeiranum og rækta, með því að styðja við bakið á listafólki og huga um leið að því að jarðvegurinn geti nært grasrótina og vöxt sprota sem og annarra fyrirtækja. Ég vil þakka formanni vinnuhópsins, Jakobi Frímanni Magnússyni, sérstaklega fyrir að leiða þessa vinnu ásamt þeim Val­gerði Guðrúnu Hall­dórs­dótt­ir, Bryn­dísi Jónatans­dótt­ur, Braga Valdi­mar Skúla­syni, Gunn­ari Hrafns­syni, Eiði Arn­arssyni og Arn­fríði Sól­rúnu Valdemarsdótt­ur. Með frumvarpinu eru stigin stór skref í stuðningi við frekari uppbyggingu þessarar mikilvægar listgreinar, sem er okkur svo mikilvæg og kær.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. desember 2022.

Categories
Greinar

Orkumál eru fullveldismál

Deila grein

05/12/2022

Orkumál eru fullveldismál

Það er hátíð í dag. Til­efnið er sjálft full­veldið, en við fögn­um því að fyr­ir 104 árum var viður­kennt að Ísland væri full­valda og frjálst ríki og hef­ur því 1. des­em­ber sér­stöðu í sögu og menn­ingu okk­ar. Með sam­bands­lög­un­um milli Íslands og Dan­merk­ur, sem gildi tóku 1. des­em­ber 1918, urðu þátta­skil í sögu þjóðar­inn­ar sem mörkuðu upp­haf að sam­felldri fram­fara­sögu henn­ar.

Tíma­mót sem þessi gefa færi á að líta um öxl og til framtíðar, þakka fyr­ir það sem vel hef­ur tek­ist og hug­leiða hvernig tak­ast skuli á við áskor­an­ir framtíðar­inn­ar. Full­veldi þjóða er ekki sjálf­sagður hlut­ur og verður ekki til af sjálfu sér. Það er drifið áfram af þrám og löng­un­um þjóða til þess að fara með stjórn á eig­in mál­um; trú­in á að með slíku fyr­ir­komu­lagi ná­ist fram betra sam­fé­lag á for­send­um þjóðfé­lagsþegn­anna sjálfra.

Á und­an­förn­um miss­er­um höf­um við verið minnt á það með óhugn­an­leg­um hætti hversu brot­hætt full­veldi ríkja get­ur verið. Grimmi­leg inn­rás Rússa inn í hina frjálsu og full­valda Úkraínu er skýrt dæmi um brot á full­veldi rík­is með skelfi­leg­um af­leiðing­um. Ísland ásamt banda­lagsþjóðum sín­um mun áfram standa heils­hug­ar með Úkraínu gegn þeirri ólög­legu inn­rás sem geis­ar í land­inu.

Það sem stríðið í Úkraínu hef­ur meðal ann­ars varpað ljósi á og vakið umræðu um eru ör­ygg­is­mál í víðu sam­hengi. Til að mynda orku- og fæðuör­yggi sem er gríðarlega mik­il­vægt að huga að. Ég vil meina að hvert það nú­tímaþjóðfé­lag, sem ekki get­ur tryggt greiðan aðgang að fæðu og orku, geti teflt eig­in­legu full­veldi í tví­sýnu.

Íslend­ing­ar hafa borið gæfu til þess að byggja hér upp eitt öfl­ug­asta vel­ferðarþjóðfé­lag heims­ins sem hef­ur meðal ann­ars grund­vall­ast á sjálf­bærri orku­öfl­un. Við eig­um að halda áfram á þeirri braut að auka orku­ör­yggi sem mun leiða til enn meiri sjálf­bærni hag­kerf­is­ins og treysta stöðu lands­ins sem full­valda rík­is enn frek­ar. Sú staðreynd að raf­orku­kerfi lands­ins er ekki tengt raf­orku­kerfi Evr­ópu kem­ur sér sér­stak­lega vel í því ár­ferði sem nú rík­ir og bregður ljósi á mik­il­vægi þess að standa vörð um sjálf­stæði í orku­mál­um. Það sjá­um við til dæm­is með því að líta á þróun raf­orku­verðs ann­ars staðar á Norður­lönd­um, sem hef­ur hækkað mikið. Ísland hef­ur alla mögu­leika á að ná fullu sjálf­stæði í orku­mál­um með auk­inni fram­leiðslu á end­ur­nýj­an­legri orku til þess að standa und­ir raf­væðingu í sam­göng­um í lofti, á láði og legi. Þrátt fyr­ir allt það frá­bæra sam­starf í alþjóðamál­um, sem við tök­um þátt í, er það gæfu­spor fyr­ir þjóðina að vera ekki í Evr­ópu­sam­band­inu. Með fullu for­ræði á stjórn efna­hags- og pen­inga­mála sem og orku­mála hef­ur Íslend­ing­um vegnað vel, eins og alþjóðleg­ur sam­an­b­urður sýn­ir glögg­lega á ýms­um sviðum. Á þeirri braut skul­um við halda áfram. Ég óska lands­mönn­um öll­um til ham­ingju með full­veld­is­dag­inn.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 1. desember 2022.

Categories
Greinar

60 ára stjórnmálasamband vinaþjóða

Deila grein

23/11/2022

60 ára stjórnmálasamband vinaþjóða

Ísland og Suður-Kórea fagna 60 ára stjórn­mála­sam­bandi í ár en lönd­in tóku upp form­legt stjórn­mála­sam­band 10. októ­ber 1962. Á þess­um sex­tíu árum hafa rík­in þróað náið sam­starf á ýms­um sviðum, svo sem í mennta- og menn­ing­ar­mál­um, vís­ind­um og mál­efn­um norður­slóða

Ísland og Suður-Kórea fagna 60 ára stjórn­mála­sam­bandi í ár en lönd­in tóku upp form­legt stjórn­mála­sam­band 10. októ­ber 1962. Á þess­um sex­tíu árum hafa rík­in þróað náið sam­starf á ýms­um sviðum, svo sem í mennta- og menn­ing­ar­mál­um, vís­ind­um og mál­efn­um norður­slóða. Þannig hef­ur Suður-Kórea verið áheyrn­araðili að Norður­skauts­ráðinu síðan árið 2013 og verið virk­ur þátt­tak­andi á þeim vett­vangi. Ný­lega var stofnuð Kór­eu­deild við Há­skóla Íslands sem er afrakst­ur fund­ar míns með Sang-Kon, þáver­andi mennta­málaráðherra og vara­for­sæt­is­ráðherra Suður-Kór­eu í Seúl, árið 2018.

Vænt­ing­ar eru um að deild­in muni vaxa og síðar taka til menn­ing­ar­legra þátta til viðbót­ar tungu­mál­inu. Samn­ing­ar til dæm­is á sviði tví­skött­un­ar og fríversl­un­ar eru í gildi milli land­anna en árið 2020 nam um­fang inn- og út­flutn­ings milli Íslands og Suður-Kór­eu um 8 millj­örðum króna. Suðurkór­esk fyr­ir­tæki hafa fjár­fest í ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um á umliðnum árum, má þar nefna kaup Kór­eu­búa á tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­inu CCP og stóra fjár­fest­ingu í lyfja­fyr­ir­tæk­inu Al­votech.

Tíma­mót eins og 60 ára stjórn­mála­sam­band eru merki­leg og vel til þess fall­in að líta yfir far­inn veg og horfa til framtíðar. Fyrr í haust kom sér­stök sendi­nefnd á veg­um suðurkór­eskra stjórn­valda heim­sókn til Íslands í til­efni af þess­um merk­is­áfanga. Í þess­ari viku mun ég svo leiða ís­lenska viðskipta­sendi­nefnd í Suður-Kór­eu, með sér­stakri áherslu á menn­ingu og skap­andi grein­ar, en Kór­eu­bú­ar hafa náð langt í því að flytja út menn­ingu sína. K-Pop-tónlist, marg­verðlaunaðar sjón­varpsþátt­araðir, ósk­ar­sverðlauna­bíó­mynd­ir og annað afþrey­ing­ar­efni hef­ur farið sem eld­ur í sinu um heims­byggðina með til­heyr­andi virðis­auka og út­flutn­ings­tekj­um fyr­ir suðurkór­eskt sam­fé­lag.

Suður-Kórea á einnig sér­stak­an stað í hjarta mér af per­sónu­legri ástæðum en ég var svo hepp­in að búa þar á ár­un­um 1993-1994 þegar ég nam stjórn­mála- og hag­sögu Suður-Kór­eu við Ewha-kvenna­há­skól­ann í Seúl. Það var ein­stakt að fá að kynn­ast þess­ari fjar­lægu vinaþjóð okk­ar með þeim hætti, en þrátt fyr­ir að vera langt í burtu á landa­kort­inu eru ýmis lík­indi með Íslandi og Suður-Kór­eu. Bæði rík­in glímdu við mikla fá­tækt í kring­um sjálf­stæði sitt sem þau fengu um sviptað leyti, Ísland 1944 og Suður-Kórea 1945. Síðan þá hafa bæði lönd náð langt og geta í dag státað af ein­um bestu lífs­kjör­um í ver­öld­inni. Land­fræðileg lega ríkj­anna er mik­il­væg og bæði eiga þau í sér­töku sam­bandi við Banda­rík­in, meðal ann­ars á sviði varn­ar­mála. Áhersla á menn­ingu og sér­stak­lega al­mennt læsi hef­ur lengi verið mik­il. Ég tel að það hafi skipt öllu máli í þeim þjóðfé­lags- og efna­hags­legu fram­förum sem rík­in hafa náð. Ekki má gleyma að því að lönd­in deila gild­um frels­is, lýðræðis og op­inna alþjóðaviðskipta – en Kór­eu­skag­inn, með skipt­ingu sinni í norður og suður, geym­ir best þann lær­dóm hversu mik­il­vægt slíkt stjórn­ar­far er.

Ég er bjart­sýn á framtíðarsam­skipti ríkj­anna og ég tel að lönd­in tvö geti dýpkað sam­starf sitt og vináttu enn frek­ar, með hags­bót­um fyr­ir þegna sína.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 22. nóvember 2022.

Categories
Greinar

Alþjóðaviðskipti í ólgusjó

Deila grein

21/11/2022

Alþjóðaviðskipti í ólgusjó

Einn helsti drif­kraftur vel­ferðar á heims­vísu á mínu ævi­skeiði hafa verið öflug alþjóða­við­skipti þjóð­ríkja. Hund­ruð millj­ónir manna hafa náð að brjót­ast út úr sárri fátækt á þessum tíma og má full­yrða að aldrei í mann­kyns­sög­unni hafi kaup­máttur almenn­ings auk­ist jafn hratt og þar ekki er síst mik­il­vægt að fæðu­ör­yggi hefur auk­ist veru­lega hjá þeim sem minnst mega sín. Hins vegar erum við að horfa upp ákveðið upp­brot á heims­við­skipt­unum vegna stríðs­átaka, vernd­ar­stefnu og við­skipta­stríða og auknum mætti alræð­is­stjórna. Að auki er tíma­bil ódýrs láns­fjár­magns lík­lega lokið í bili og víða þarf að herða að í rík­is­fjár­mál­um.

Áfram­hald­andi áskor­anir í alþjóða­kerf­inu en farið að birta til í Banda­ríkj­un­um 

Vísi­tala neyslu­verðs í Banda­ríkj­unum hækk­aði um 0,4 pró­sent í októ­ber en það er minnsta árs­hækkun frá því í mars. Mark­aðs­að­ilar gera sér vonir um að þetta marki straum­hvörf í bar­átt­unni við verð­bólg­una og að banda­ríski Seðla­bank­inn þurfi minna að beita stýri­vöxtum en gert var ráð fyr­ir. Fréttir um að Kína kunni að slaka á Covid-að­gerðum voru einnig nýlega talin lyfti­stöng fyrir alþjóða­hag­kerf­ið. Í báðum til­fellum er lík­lega of snemmt að fagna. Horfur fyrir Evr­ópu eru enn dökkar ekki síst í ljósi orku­mála. Sam­drátt­ar­skeið er hafið í Bret­landi, mikil verð­bólga og skatta­hækk­anir virð­ast fram undan og er ljóst að lífs­kjör þar muni versna. Mark­aðs­að­ilar í Evr­ópu eru líka nokkuð svart­sýnir sökum þess að þeir búast við frek­ari stýri­vaxta­hækk­unum vegna vax­andi verð­bólg­u. Eins og víða má búast við að óburðug rík­is­fjár­mál landa innan ESB finni einnig fyrir vaxta­hækk­un­um.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir hægum hag­vexti á heims­vísu, úr 6,0 pró­sentum árið 2021 í 3,2 pró­sent árið 2022 og 2,7 pró­sent árið 2023. Við fyrstu sýn gefur 2,7% hag­vöxtur ekki til­efni til svart­sýni. Hins vegar er sam­drátt­ur­inn skarpur og ef þessi hag­vaxt­ar­spá ræt­ist, þá er þetta minnsti hag­vöxtur í tvo ára­tugi fyrir utan alþjóð­legu fjár­málakrepp­una og Covid-19. Spáð er að verð­bólga á heims­vísu fari úr 4,7 pró­sentum árið 2021 í 8,8 pró­sent árið 2022 en lækki í 6,5 pró­sent árið 2023 og í 4,1 pró­sent árið 2024. Að sama skapi er þetta ein versta verð­bólgu­spá í ára­tugi. Þessar versn­andi horfur kalla á afar sam­stillt efna­hags­við­brögð á heims­vísu.

Kerf­isum­bætur hag­kerfa á 8. ára­tugnum og Kína í brennid­epli

Eftir að Bretton-Woods gjald­miðlaum­gjörðin leið end­an­lega undir lok á átt­unda ára­tugn­um, tók við tíma­bil á sem ein­kennd­ist af efna­hags­legri stöðnun og hárri verð­bólgu. Brugð­ist var við verð­bólg­unni með miklum vaxta­hækk­unum og eru þekkt við­brögð banda­ríska seðla­bank­ans undir stjórn Vol­kers með miklum vaxta­hækk­un­um. Þegar leið á þetta tíma­bil kom jafn­framt fram það mat ýmissa hag­fræð­inga að fyr­ir­ferð rík­is­ins væri orðið óþarf­lega mikil í ýmsum hag­kerf­um. Banda­ríkin og Bret­land réð­ust í umfangs­miklar kerf­is­breyt­ingar sem fólust meðal ann­ars í því að losa um eign­ar­hald rík­is­ins á ýmsum þáttum hag­kerf­is­ins, skattar voru lækk­að­ir, rík­is­fyr­ir­tæki einka­vædd og verð­lags­eft­ir­liti hætt. Ein­blínt var á fram­boðs­hlið­ina og létt var á reglu­verki. Eftir gríð­ar­legt póli­tískt umrót í Kína ára­tug­ina á und­an, þá náð­ist sam­staða um að hefja mikið efna­hags­legt umbóta­skeið. Í fyrstu var ráð­ist var í að veita smá­bændum frjálsan aðgang að rækt­uðu landi ásamt því að opna fyrir utan­rík­is­við­skipti og fjár­fest­ingu. Í kjöl­far þess að Banda­ríkin og Bret­land fara að styrkj­ast efna­hags­lega ásamt Kína, þá fóru mörg önnur ríki að þeirra for­dæmi. Þegar nær er litið eru bestu dæmin aukin við­skipti innan EFTA, ESB og EES sem styrktu hag­kerfi innan þeirra vébanda og ekki síst þeirra ríkja sem opn­uð­ust eftir fall ráð­stjórn­ar­ríkj­anna.

Tíma­bil mik­illa efna­hags­um­bóta hófst í Kína eftir að Deng Xia­op­ing komst til valda 1978. Að sama skapi skipti sköpum fyrir þróun heims­við­skipta inn­ganga Kína í Alþjóða­við­skipta­stofn­un­ina árið 2001. Í kjöl­farið verða breyt­ingar á sam­keppn­is­hæfni og útflutn­ingi Kín­verja. Við­skipta­af­gangur jókst mikið ásamt spar­fé, sem verður þess vald­andi að Kína verður fjár­hags­veldi á heims­vísu og er nú næst stærsta hag­kerfi heims á eftir Banda­ríkj­un­um.

Mynd 1: Tímabil hnattævðingar verður að af-hnattvæðingu. Heimild: Martin Wolf, Financial Times 2022.

Mynd 1: Tímabil hnattævðingar verður að af-hnattvæðingu. Heimild: Martin Wolf, Financial Times 2022.

Verð­bólga á átt­unda ára­tugnum minnk­aði veru­lega í kjöl­far ofan­greindra aðgerða og ekki síst vegna þess að opnað var á alþjóða­við­skipti við Kína. Heim­ur­inn er miklu sam­tengd­ari nú vegna þessa. Þrátt fyrir að nýlega hafi hægst á heims­við­skiptum halda við­skipti við ríki á borð við Kína vísi­tölu neyslu­verðs enn niðri á heims­vís­u. 

Minnk­andi heims­við­skipti og áhrifin á verð­bólgu

Tog­streita á milli hinna efna­hags­legu stór­velda, Banda­ríkj­anna og Kína, leiðir hug­ann að því hvernig alþjóða­við­skipti munu þró­ast á næstu miss­er­um. Ef þessi átök magn­ast þá verður efna­hags­legt tap á heims­vísu mik­ið, sér­stak­lega fyrir Asíu. Til að setja það í sam­hengi, þá kemur um helm­ingur alls inn­flutn­ings til Banda­ríkj­anna frá Asíu og í Evr­ópu er þetta um þriðj­ung­ur.

Ofan á þetta bæt­ist að eftir að stríðið hófst í Úkra­ínu, þá hafa mörg fyr­ir­tæki verið að minnka starf­semi þar sem geópóli­tísk áhætta er mik­il. Afleið­ingar þess má sjá á mynd­inni en alþjóða­við­skipti eru að drag­ast saman sem hlut­fall af heims­fram­leiðsl­unn­i. Það er heldur engin til­viljun að í fyrsta skipti í ára­tugi eru farin að sjást merki þess að fátækt er vaxa og dregið hefur úr fæðu­ör­yggi.

Mynd 2: Stormasamir tímar. Heimild: Ahir, Bloom og Fuceri 2022

Mynd 2: Stormasamir tímar. Heimild: Ahir, Bloom og Fuceri 2022

Sam­kvæmt rann­sóknum Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins eru að koma fram sterkar vís­bend­ingar um að ákveðið upp­brot sé að eiga sér stað í heims­við­skipt­u­m. Ef ein­angrun heims­við­skipt­anna nær aðeins til Rúss­lands, þá er ekki gert ráð fyrir að 

fram­leiðslutapið í heims­hag­kerf­inu verði mik­ið. Hins veg­ar, ef til kemur til mynd­unar við­skipta­blokka og heim­ur­inn skipt­ist í tvær fylk­ingar þar sem við­skipti eru tak­mörkuð á milli ríkja, er talið að meta megi var­an­legt tap á heims­vísu á 1,5 pró­sent af vergri heims­fram­leiðslu og tap á árs­grund­velli verði meira í Asíu eða sem gæti numið yfir 3 pró­sent­um.

Alþjóða­sam­skipti með hags­muni Íslands að leið­ar­ljósi 

Ljóst er að blikur eru á lofti í heims­við­skiptum og það eru margir þættir sem spila þar inn, eins og rakið er í hér að ofan. ­Tíma­bil efna­hags­fram­fara og hag­sældar á Íslandi hafa um áar­hund­ruð fallið saman með tíma­bilum þar sem við­skipti milli þjóða hafa blómstr­að. Því ber einnig að halda til haga að sjálf­stæð­is­bar­átta Íslend­inga átti að mörgu leyti að rekja til ákalls um aukið versl­un­ar­frelsi. Síð­asta tíma­bili hnatt­væð­ingar lauk með fyrri heims­styrj­öld­inni og nýtt skeið fór ekki af stað fyrr en að heims­styrj­öld­inni síð­ari lauk. Þá voru settar á fót stofn­anir til að glæða við­skipti og hafa þau vaxið af miklum þrótti á þeim ára­tugum sem liðið hafa frá þeim tíma. Ís­land hefur notið mik­illa hags­bóta með frá­hvarfi frá hafta­bú­skap, auknu við­skipta­frelsi og þátt­töku í alþjóða­stofn­un­um, við­skipta­sam­tökum og við­skipta­samn­ingum sem tekið hefur verið þátt í á for­sendum Íslands.

Ljóst er að blikur eru á lofti í heims­við­skiptum og það eru margir þættir sem spila þar inn, eins og rakið er í grein­inni. Á nýaf­stöðnum leið­toga­fundi G20 ríkj­anna á Balí kom fram skiln­ingur á mik­il­vægi sam­stöðu og sam­ræmdra aðgerða til að efla alþjóða­við­skipti. Það er afar brýnt að Ísland láti sig alþjóða­við­skipti varða þar sem verslun og við­skipti skipta minni lönd með opin hag­kerfi afar miklu máli.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 21. nóvember 2022.