Categories
Greinar

Traust ríkisfjármál skipta öllu fyrir Ísland

Deila grein

15/12/2022

Traust ríkisfjármál skipta öllu fyrir Ísland

Mik­il ókyrrð hef­ur verið á alþjóðamörkuðum síðustu ár. Verðbólga á heimsvísu hef­ur ekki mælst jafn­há í fjóra ára­tugi. Meg­in­or­sak­ir henn­ar eru heims­far­ald­ur­inn og rösk­un á aðfanga­keðju vegna hans, stríðið í Úkraínu og orkukrepp­an í Evr­ópu. Að auki lít­ur út fyr­ir áfram­hald­andi póli­tíska spennu milli Banda­ríkj­anna og Kína. Stýri­vext­ir halda áfram að hækka og lík­urn­ar aukast veru­lega á að efna­hagsniður­sveifla hefj­ist á heimsvísu. Tími ódýrs láns­fjár­magns er liðinn í bili. Ein­hver glæta er þó að birt­ast eft­ir að verðbólga er far­in að hjaðna í Banda­ríkj­un­um.

Minnk­andi alþjóðaviðskipti

Mikl­ar breyt­ing­ar virðast vera í far­vatn­inu í alþjóðahag­kerf­inu, sem snúa einkum að minnk­andi alþjóðaviðskipt­um og fjár­fest­ingu. Í þessu um­hverfi er sér­stak­lega mik­il­vægt að stefna í rík­is­fjár­mál­um sé traust og að þau séu sjálf­bær hjá ríkj­um. Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, Liz Truss, og fjár­málaráðherra Bret­lands, Kwasi Kw­arteng, fundu held­ur bet­ur fyr­ir því að hafa ekki hugað að trú­verðugri rík­is­fjár­mála­stefnu. Frá því að „Litlu-fjár­lög­in“ voru kynnt af þáver­andi for­ystu Íhalds­flokks­ins leið ekki nema um vika þar til þau neydd­ust til að segja af sér. En hvað þýða þess­ir svipti­vind­ar alþjóðafjár­mála­kerf­is­ins og hver er þýðing þeirra hér á landi?

Lygi­leg at­b­urðarás í Bretlandi

Í kjöl­far þess að ,,Litlu-fjár­lög­in“ voru kynnt fór af stað mjög hröð at­b­urðarás á fjár­mála­mörkuðum. Veðköll hóf­ust vegna af­leiðuskuld­bind­inga líf­eyr­is­sjóðakerf­is­ins í bresk­um skulda­bréf­um. Það leiddi til þess að Seðlabanki Eng­lands þurfti að auka laust fé í um­ferð til að hægt væri að mæta veðköll­un­um. Rík­is­fjár­mála­áætl­un­in tapaði sam­stund­is öll­um trú­verðug­leika og í fram­hald­inu urðu stjórn­ar­skipti. Nýr fjár­málaráðherra, James Hunt, hef­ur kynnt fjár­mála­áætl­un sem miðar að því að skulda­lækk­un sé í aug­sýn og skatt­ar voru meðal ann­ars hækkaðir á þá tekju­mestu. Undið var ofan af fyrri áætl­un­um á mettíma. Til­trú og traust hef­ur minnkað vegna þess­ar­ar fram­göngu í rík­is­fjár­mál­um.

Rík­is­út­gjöld aukast í Evr­ópu og Ítal­ía áfram í hættu

Seðlabank­ar heims­ins hafa verið að hækka stýri­vexti og sam­hliða hef­ur fjár­mögn­un­ar­kostnaður verið að aukast. Að sama skapi sjá­um við ekki fyr­ir end­ann á stríðinu í Úkraínu og orkukreppu margra Evr­ópu­ríkja. Þýska­land hef­ur þegar riðið á vaðið til að styðja bet­ur við fyr­ir­tæk­in og heim­il­in í land­inu vegna hækk­andi orku­verðs og settu rúma 200 millj­arða evra til þess. Fjár­málaráðherra Þýska­lands, Christian Lindner, hafnaði því að aðgerðapakk­inn væri verðbólgu­hvetj­andi en engu að síður hef­ur verðbólga ekki mælst hærri í 70 ár og ávöxt­un­ar­krafa þýskra rík­is­skulda hækkað. Annað ríki í Evr­ópu, Ítal­ía, er enn viðkvæm­ara fyr­ir þreng­ing­um. Ítal­ía er háð rúss­nesku gasi og hef­ur lítið svig­rúm í rík­is­fjár­mál­un­um í ljósi mik­illa skulda og hækk­andi vaxta­greiðslna til að koma til móts við hækk­andi orku­verð. Ávöxt­un­ar­kraf­an á rík­is­skulda­bréf­in hef­ur verið að hækka veru­lega. Ófyr­ir­sjá­an­leiki í orku­öfl­un í Evr­ópu veld­ur því að fjár­fest­ar gera ráð fyr­ir að erfiðara verði að koma bönd­um á verðbólg­una.

Tauga­veiklaðir markaðir

Við sjá­um ekki fyr­ir end­ann á vaxta­hækk­un­um seðlabanka og því mun mynd­ast álag á helstu fjár­mála­mörkuðum. Vegna þessa er búið að herða tök­in á öll­um mörkuðum og lausa­fjárstaða þjóða og fyr­ir­tækja hef­ur versnað. Það má færa sann­fær­andi rök fyr­ir því að við mun­um sjá mikl­ar verðbreyt­ing­ar á mörkuðum og meiri óstöðug­leika á næsta ári. Gjá mynd­ast meðal þjóða sem hafa trú­verðug rík­is­fjár­mál og sjálf­bær­an greiðslu­jöfnuð ann­ars veg­ar og hins veg­ar þeirra þar sem grunnstoðir hag­kerfa eru veik­ar líkt og á Ítal­íu, í Tyrklandi og Arg­entínu. Seðlabanki Banda­ríkj­anna hef­ur hækkað vexti hraðar en aðrir seðlabank­ar að und­an­skild­um Seðlabanka Íslands. Þetta þýðir að gengi Banda­ríkja­dals hef­ur hækkað veru­lega eða um rúm 17% frá árs­byrj­un. Banda­rík­in hafa því verið að flytja verðbólg­una til annarra ríkja og því hafa aðrar þjóðir þurft að hækka vexti hraðar en ella.

Fjár­lög rík­is­sjóðs Íslands 2023 sýna af­komu­bata

Hag­vaxt­ar­horf­ur hafa styrkst á Íslandi og hag­vöxt­ur er óvíða meiri og mæl­ist 7,3% á 3. árs­fjórðungi sam­kvæmt töl­um Hag­stof­unn­ar. Hann er drif­inn áfram af mikl­um vexti í út­flutn­ingi, sér­stak­lega í ferðaþjón­ustu, og kröft­ugri einka­neyslu. Hlut­ur hins op­in­bera er að minnka í fjár­fest­ing­um og vöxt­ur sam­neyslu er hóf­leg­ur. Þrátt fyr­ir auk­in út­gjöld er lögð rík áhersla á að styrkja stöðu rík­is­fjár­mál­anna og hvika ekki frá því meg­in­mark­miði að lækka skuld­ir á næstu árum. Í ár hef­ur dregið hratt úr mikl­um halla­rekstri rík­is­sjóðs árin 2020 og 2021 sem ætlað var að draga úr áhrif­um heims­far­ald­urs­ins á fjár­hag heim­ila og fyr­ir­tækja. Efna­hags­bat­inn hef­ur leitt til mik­ill­ar tekju­aukn­ing­ar rík­is­sjóðs og þess að skulda­hlut­föll hins op­in­bera eru mun lægri en gert var ráð fyr­ir. Þessi efna­hags­bati er kröft­ug­ur og því hef­ur mynd­ast spenna í þjóðarbú­inu. Fjár­mál hins op­in­bera þurfa að róa í sömu átt og stefna Seðlabanka Íslands. Halli á rekstri rík­is­sjóðs verður því tæp­lega 3% af lands­fram­leiðslu. Útlit er fyr­ir að skulda­hlut­föll verði að sama skapi nær óbreytt frá samþykktri fjár­mála­áætl­un frá því í sum­ar, eða um 33% af VLF. Það er al­veg ljóst í mín­um huga að afar brýnt er að rík­is­sjóður nái tök­um á þess­um halla á næstu árum. Ísland er í kjöraðstöðu til að sýna fram á sjálf­bær rík­is­fjár­mál vegna af­komu­bata og framtíðar­horf­ur eru því bjart­ar.

Gera má ráð fyr­ir að þró­un­in verði sú að ríki séu í aukn­um mæli að fást við vax­andi rík­is­út­gjöld, erfiðari bar­áttu við verðbólgu og að hinir alþjóðlegu fjár­mála­markaðir muni veita aðhald vegna þeirra þreng­inga sem eru á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum. Við eig­um að taka þessa at­b­urðarás al­var­lega, þar sem kröf­ur um trú­verðuga rík­is­fjár­mála­stefnu eru að aukast ásamt því að alþjóðaviðskipti eru að drag­ast sam­an. Smærri ríki þurfa því að vanda sig enn frek­ar. Horf­ur ís­lensks efna­hags eru bjart­ar, hag­vöxt­ur er mik­ill og bygg­ist á auk­inni verðmæta­sköp­un. Að sama skapi halda skuld­ir áfram að lækka og er skuld­astaða rík­is­sjóðs ein sú besta í Evr­ópu. Þrátt fyr­ir þessa stöðu ber okk­ur að vera ætíð á tán­um til þess að auka kaup­mátt og vel­ferð í land­inu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 15. desember 2022.

Categories
Greinar

Kastljós kvikmyndaheimsins á Íslandi

Deila grein

12/12/2022

Kastljós kvikmyndaheimsins á Íslandi

Kast­ljós kvik­mynda­heims­ins bein­ast nú að Íslandi þegar Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­in (e. Europe­an Film Aw­ards) fara fram í Hörpu í kvöld. Það er mik­ill heiður fyr­ir Ísland að Reykja­vík hafi orðið fyr­ir val­inu sem vett­vang­ur verðlaun­anna en hátíðin er hald­in annað hvert ár í Berlín en þess á milli til skipt­is í öðrum borg­um Evr­ópu en ís­lenska ríkið og Reykja­vík­ur­borg halda hátíðina í sam­starfi við Evr­ópsku kvik­mynda­aka­demí­una.

Það að halda hátíð sem þessa hér á landi er enn ein rós­in í hnappagat ís­lenskr­ar kvik­mynda­menn­ing­ar sem hef­ur eflst mjög á umliðnum árum. Miklu er til tjaldað við að halda hátíðina en um 1.200 gest­ir verða viðstadd­ir hana, þar af um 700 er­lend­ir gest­ir frá yfir 40 lönd­um auk yfir 100 blaðamanna og áhrifa­valda sem munu gera hátíðinni skil.

Á umliðnum árum hafa stór skref verið tek­in til þess að efla ís­lenska kvik­mynda­gerð. Fyrsta heild­stæða kvik­mynda­stefn­an fyr­ir Ísland, Kvik­mynda­stefna til árs­ins 2030 – List­grein á tíma­mót­um, var kynnt fyr­ir tveim­ur árum sem markaði ákveðin vatna­skil. Í henni eru út­l­istuð ýmis mark­mið og fjölþætt­ar aðgerðir til þess að efla um­gjörð kvik­mynda­gerðar hér á landi, til að mynda í mennta­mál­um, betri sam­keppn­is­stöðu, auk­inni sjálf­bærni og mark­vissu alþjóðlegu kynn­ing­ar­starfi.

Mik­ill metnaður hef­ur verið lagður í fram­fylgd stefn­unn­ar á skömm­um tíma. Þannig fékk Kvik­mynda­sjóður aukainn­spýt­ingu upp á tæp­an millj­arð króna vegna heims­far­ald­urs­ins. Í gær var til­kynnt um áætlaða viðbótar­fjármuni á næsta ári til þess að koma til móts við breyt­ing­ar í rík­is­fjár­mála­áætl­un frá því í sum­ar. End­ur­greiðslu­hlut­fall í kvik­mynda­gerð á Íslandi hef­ur verið hækkað í vor úr 25% í 35% en fram­lag til end­ur­greiðslna í kvik­mynda­gerð á næsta ári er áætlað upp á 5,7 millj­arða króna, sem er veru­leg hækk­un. Fjár­mun­ir til kvik­mynda­mennt­un­ar á fram­halds­skóla­stigi voru aukn­ir og langþráðu kvik­mynda­námi á há­skóla­stigi komið á lagg­irn­ar svo dæmi séu tek­in.

Allt þetta skipt­ir máli fyr­ir þann öfl­uga hóp fólks sem hef­ur helgað sig ís­lenskri kvik­mynda­gerð, en án hans væri kvik­myndaiðnaður­inn fá­tæk­leg­ur hér á landi. Íslensk kvik­mynda­menn­ing er orðin samof­in þjóðarsál­inni og menn­ingu lands­ins. Sá ríki vilji stjórn­valda til þess að sækja um að halda Evr­ópsku kvik­mynda­verðlaun­in hér á landi var meðal ann­ars með of­an­greint í huga, að til­einka hátíðina gras­rót­inni í ís­lenskri kvik­mynda­gerð og und­ir­strika það, með veg­leg­um kast­ljós­um, hversu framar­lega Ísland stend­ur í heimi kvik­mynd­anna. Ég óska öll­um til ham­ingju með hátíð dags­ins, sem verður landi, þjóð og menn­ingu til sóma.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 10. desember 2022.

Categories
Greinar

Tímamót í tónlistarlífi þjóðarinnar

Deila grein

05/12/2022

Tímamót í tónlistarlífi þjóðarinnar

„Tónlistin lýsir því sem verður ekki með orðum tjáð og ógerlegt er að þegja yfir“, sagði franski rithöfundurinn Victor Hugo. Ég tek undir þessa fullyrðingu og tel jafnframt að tónlist sé ein besta heilsulind sem völ er á. Hið blómlega tónlistarlíf Íslands hefur fært okkur ríkan menningararf sem á sér fastan sess í hjörtum okkar allra. Tónlist er ekki bara einn veigamesti hlutinn af menningu landsins, hún er einnig atvinnuskapandi og mikilvæg útflutningsgrein þar sem hvert tónlistarverkefni skapar mörg afleidd störf.  Því er ánægjulegt að greina frá því að Ríkisstjórn Íslands samþykkti í vikunni frumvarp mitt til tónlistarlaga. Þetta er í fyrsta sinn sem lögð eru fram heildarlög um tónlist á Íslandi. Frumvarpið byggir á tillögum starfshóps sem skipaður var á degi íslenskrar tónlistar, hinn 1. desember 2020. Hlutverk hópsins var að rýna umhverfi tónlistargeirans á Íslandi, skoða hvernig stuðnings- og sjóðakerfi tónlistar væri best skipulagt, leggja drög að tónlistarstefnu og skilgreina hlutverk og ramma Tónlistarmiðstöðvar, sem ráðgert var að setja á laggirnar. Það er því mikið fagnaðarefni að frumvarpið hafi litið dagsins ljós.

Markmið laga þessara er að efla umgjörð fyrir sköpun og flutning tónlistar á Íslandi með því að marka heildarramma fyrir málefni tónlistar og búa henni hagstæð skilyrði. Frumvarpið tekur einnig mið af drögum að tónlistarstefnu 2023–2030 sem var kláruð samhliða samningu frumvarpsins. Við samningu frumvarpsins var litið til stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar einsettum við okkur að tryggja undirstöður íslensks menningar- og listalífs og skapa ný og fleiri tækifæri fyrir íslenskt listafólk. Greitt aðgengi að menningunni er mikilvægur þáttur þessa því það skiptir miklu máli að við öll getum notið lista og menningar og tekið þátt í slíku starfi. 

Ný Tónlistarmiðstöð

Í frumvarpinu er kveðið á um nýja tónlistarmiðstöð. Tónlistarmiðstöð sem er ætlað að sinna uppbyggingu og stuðningi við hvers konar tónlistarstarfsemi sem og útflutn­ings­verkefni allra tónlistargreina. Þar að auki mun miðstöðin sinna skráningu, umsýslu og miðlun íslenskra tónverka. Með stofnun Tónlistarmiðstöðvar er stigið stórt skref í áttina að því að veita listgreininni aukið vægi og til að greiða leið íslensks tónlistarfólks innan lands sem utan.  Þá verður lögð áhersla á að teikna upp nútímalegt og hvetjandi umhverfi fyrir íslenskt tónlistarlíf. Markmiðið er að miðstöðin verði raunverulegur miðpunktur tónlistargeirans og tengipunktur við stjórnvöld. Mikilvægt er að markmið, hlutverk og skipulag miðstöðvarinnar sé skýrt frá upphafi og endurspegli fjölbreytni tónlistarlífsins. Tónlistarmiðstöð sinnir þremur kjarnasviðum. Fyrsta kjarnasviðið, Inntón, kemur til með að sinna því hlutverki að annast fræðslu og  styðja við tónlistartengd verkefni og uppbyggingu tónlistariðnaðar. Kjarnasviðið Útón, veitir útflutningsráðgjöf og styður við útflutn­ings­verkefni allra tónlistargreina. Útón byggir á því góða starfi sem Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar hefur sinnt frá árinu 2006; að efla útflutning á íslenskri tónlist og skapa sóknarfæri fyrir íslenska tónlist á erlendum mörkuðum. Loks verður það hlutverk Tónverks að sjá um  skráningu, umsýslu og miðlun íslenskra tónverka, meðal annars með því að halda úti nótnaveitu, þ.e. rafrænum nótnagrunni.  Að lokum má nefna að hin nýja tónlistarmiðstöð er sömuleiðis ætlað að annast  umsýslu nýs tónlistarsjóðs.

Nýr Tónlistarsjóður og Tónlistarráð

Lagt er til að settur verði á laggirnar nýr tónlistarsjóður en hann sameinar þrjá sjóði sem fyrir eru á sviði tónlistar. Lykilhlutverk hans verður að efla íslenska tónlist, hljóðritagerð og þróunarstarf í tónlistariðnaði. Sjóðurinn mun taka yfir hlutverk Tónlistar­sjóðs, Hljóðritasjóðs og Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar. Með tilkomu sjóðsins verður styrkjaumhverfi tónlistar einfaldað til muna og skilvirkni aukin.

Í frumvarpinu er sömuleiðis að finna ákvæði um sérstakt tónlistarráð sem verður stjórnvöldum og tónlistarmiðstöð til ráðgjafar um málefni tónlistar. Tónlistarráði er ætlað að vera öflugur samráðsvettvangur  milli stjórnvalda, tónlistar­miðstöðvar og tónlistargeirans enda felst í því mikill styrkur  að ólík og fjölbreytt sjónarmið komi fram við alla stefnumótunarvinnu á sviði tónlistar.

Þakkir

Blómlegur tónlistariðnaður er forsenda þess að utanumhald tónlistarverkefna haldist á Íslandi og upp byggist sterkt tónlistarumhverfi. Umhverfi tónlistar á Íslandi er frjótt og er það öflugu tónlistarfólki og fagfólki innan tónlistar að þakka. Hlutverk stjórnvalda er að hlúa að tónlistargeiranum og rækta, með því að styðja við bakið á listafólki og huga um leið að því að jarðvegurinn geti nært grasrótina og vöxt sprota sem og annarra fyrirtækja. Ég vil þakka formanni vinnuhópsins, Jakobi Frímanni Magnússyni, sérstaklega fyrir að leiða þessa vinnu ásamt þeim Val­gerði Guðrúnu Hall­dórs­dótt­ir, Bryn­dísi Jónatans­dótt­ur, Braga Valdi­mar Skúla­syni, Gunn­ari Hrafns­syni, Eiði Arn­arssyni og Arn­fríði Sól­rúnu Valdemarsdótt­ur. Með frumvarpinu eru stigin stór skref í stuðningi við frekari uppbyggingu þessarar mikilvægar listgreinar, sem er okkur svo mikilvæg og kær.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 3. desember 2022.

Categories
Greinar

Orkumál eru fullveldismál

Deila grein

05/12/2022

Orkumál eru fullveldismál

Það er hátíð í dag. Til­efnið er sjálft full­veldið, en við fögn­um því að fyr­ir 104 árum var viður­kennt að Ísland væri full­valda og frjálst ríki og hef­ur því 1. des­em­ber sér­stöðu í sögu og menn­ingu okk­ar. Með sam­bands­lög­un­um milli Íslands og Dan­merk­ur, sem gildi tóku 1. des­em­ber 1918, urðu þátta­skil í sögu þjóðar­inn­ar sem mörkuðu upp­haf að sam­felldri fram­fara­sögu henn­ar.

Tíma­mót sem þessi gefa færi á að líta um öxl og til framtíðar, þakka fyr­ir það sem vel hef­ur tek­ist og hug­leiða hvernig tak­ast skuli á við áskor­an­ir framtíðar­inn­ar. Full­veldi þjóða er ekki sjálf­sagður hlut­ur og verður ekki til af sjálfu sér. Það er drifið áfram af þrám og löng­un­um þjóða til þess að fara með stjórn á eig­in mál­um; trú­in á að með slíku fyr­ir­komu­lagi ná­ist fram betra sam­fé­lag á for­send­um þjóðfé­lagsþegn­anna sjálfra.

Á und­an­förn­um miss­er­um höf­um við verið minnt á það með óhugn­an­leg­um hætti hversu brot­hætt full­veldi ríkja get­ur verið. Grimmi­leg inn­rás Rússa inn í hina frjálsu og full­valda Úkraínu er skýrt dæmi um brot á full­veldi rík­is með skelfi­leg­um af­leiðing­um. Ísland ásamt banda­lagsþjóðum sín­um mun áfram standa heils­hug­ar með Úkraínu gegn þeirri ólög­legu inn­rás sem geis­ar í land­inu.

Það sem stríðið í Úkraínu hef­ur meðal ann­ars varpað ljósi á og vakið umræðu um eru ör­ygg­is­mál í víðu sam­hengi. Til að mynda orku- og fæðuör­yggi sem er gríðarlega mik­il­vægt að huga að. Ég vil meina að hvert það nú­tímaþjóðfé­lag, sem ekki get­ur tryggt greiðan aðgang að fæðu og orku, geti teflt eig­in­legu full­veldi í tví­sýnu.

Íslend­ing­ar hafa borið gæfu til þess að byggja hér upp eitt öfl­ug­asta vel­ferðarþjóðfé­lag heims­ins sem hef­ur meðal ann­ars grund­vall­ast á sjálf­bærri orku­öfl­un. Við eig­um að halda áfram á þeirri braut að auka orku­ör­yggi sem mun leiða til enn meiri sjálf­bærni hag­kerf­is­ins og treysta stöðu lands­ins sem full­valda rík­is enn frek­ar. Sú staðreynd að raf­orku­kerfi lands­ins er ekki tengt raf­orku­kerfi Evr­ópu kem­ur sér sér­stak­lega vel í því ár­ferði sem nú rík­ir og bregður ljósi á mik­il­vægi þess að standa vörð um sjálf­stæði í orku­mál­um. Það sjá­um við til dæm­is með því að líta á þróun raf­orku­verðs ann­ars staðar á Norður­lönd­um, sem hef­ur hækkað mikið. Ísland hef­ur alla mögu­leika á að ná fullu sjálf­stæði í orku­mál­um með auk­inni fram­leiðslu á end­ur­nýj­an­legri orku til þess að standa und­ir raf­væðingu í sam­göng­um í lofti, á láði og legi. Þrátt fyr­ir allt það frá­bæra sam­starf í alþjóðamál­um, sem við tök­um þátt í, er það gæfu­spor fyr­ir þjóðina að vera ekki í Evr­ópu­sam­band­inu. Með fullu for­ræði á stjórn efna­hags- og pen­inga­mála sem og orku­mála hef­ur Íslend­ing­um vegnað vel, eins og alþjóðleg­ur sam­an­b­urður sýn­ir glögg­lega á ýms­um sviðum. Á þeirri braut skul­um við halda áfram. Ég óska lands­mönn­um öll­um til ham­ingju með full­veld­is­dag­inn.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 1. desember 2022.

Categories
Greinar

60 ára stjórnmálasamband vinaþjóða

Deila grein

23/11/2022

60 ára stjórnmálasamband vinaþjóða

Ísland og Suður-Kórea fagna 60 ára stjórn­mála­sam­bandi í ár en lönd­in tóku upp form­legt stjórn­mála­sam­band 10. októ­ber 1962. Á þess­um sex­tíu árum hafa rík­in þróað náið sam­starf á ýms­um sviðum, svo sem í mennta- og menn­ing­ar­mál­um, vís­ind­um og mál­efn­um norður­slóða

Ísland og Suður-Kórea fagna 60 ára stjórn­mála­sam­bandi í ár en lönd­in tóku upp form­legt stjórn­mála­sam­band 10. októ­ber 1962. Á þess­um sex­tíu árum hafa rík­in þróað náið sam­starf á ýms­um sviðum, svo sem í mennta- og menn­ing­ar­mál­um, vís­ind­um og mál­efn­um norður­slóða. Þannig hef­ur Suður-Kórea verið áheyrn­araðili að Norður­skauts­ráðinu síðan árið 2013 og verið virk­ur þátt­tak­andi á þeim vett­vangi. Ný­lega var stofnuð Kór­eu­deild við Há­skóla Íslands sem er afrakst­ur fund­ar míns með Sang-Kon, þáver­andi mennta­málaráðherra og vara­for­sæt­is­ráðherra Suður-Kór­eu í Seúl, árið 2018.

Vænt­ing­ar eru um að deild­in muni vaxa og síðar taka til menn­ing­ar­legra þátta til viðbót­ar tungu­mál­inu. Samn­ing­ar til dæm­is á sviði tví­skött­un­ar og fríversl­un­ar eru í gildi milli land­anna en árið 2020 nam um­fang inn- og út­flutn­ings milli Íslands og Suður-Kór­eu um 8 millj­örðum króna. Suðurkór­esk fyr­ir­tæki hafa fjár­fest í ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um á umliðnum árum, má þar nefna kaup Kór­eu­búa á tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­inu CCP og stóra fjár­fest­ingu í lyfja­fyr­ir­tæk­inu Al­votech.

Tíma­mót eins og 60 ára stjórn­mála­sam­band eru merki­leg og vel til þess fall­in að líta yfir far­inn veg og horfa til framtíðar. Fyrr í haust kom sér­stök sendi­nefnd á veg­um suðurkór­eskra stjórn­valda heim­sókn til Íslands í til­efni af þess­um merk­is­áfanga. Í þess­ari viku mun ég svo leiða ís­lenska viðskipta­sendi­nefnd í Suður-Kór­eu, með sér­stakri áherslu á menn­ingu og skap­andi grein­ar, en Kór­eu­bú­ar hafa náð langt í því að flytja út menn­ingu sína. K-Pop-tónlist, marg­verðlaunaðar sjón­varpsþátt­araðir, ósk­ar­sverðlauna­bíó­mynd­ir og annað afþrey­ing­ar­efni hef­ur farið sem eld­ur í sinu um heims­byggðina með til­heyr­andi virðis­auka og út­flutn­ings­tekj­um fyr­ir suðurkór­eskt sam­fé­lag.

Suður-Kórea á einnig sér­stak­an stað í hjarta mér af per­sónu­legri ástæðum en ég var svo hepp­in að búa þar á ár­un­um 1993-1994 þegar ég nam stjórn­mála- og hag­sögu Suður-Kór­eu við Ewha-kvenna­há­skól­ann í Seúl. Það var ein­stakt að fá að kynn­ast þess­ari fjar­lægu vinaþjóð okk­ar með þeim hætti, en þrátt fyr­ir að vera langt í burtu á landa­kort­inu eru ýmis lík­indi með Íslandi og Suður-Kór­eu. Bæði rík­in glímdu við mikla fá­tækt í kring­um sjálf­stæði sitt sem þau fengu um sviptað leyti, Ísland 1944 og Suður-Kórea 1945. Síðan þá hafa bæði lönd náð langt og geta í dag státað af ein­um bestu lífs­kjör­um í ver­öld­inni. Land­fræðileg lega ríkj­anna er mik­il­væg og bæði eiga þau í sér­töku sam­bandi við Banda­rík­in, meðal ann­ars á sviði varn­ar­mála. Áhersla á menn­ingu og sér­stak­lega al­mennt læsi hef­ur lengi verið mik­il. Ég tel að það hafi skipt öllu máli í þeim þjóðfé­lags- og efna­hags­legu fram­förum sem rík­in hafa náð. Ekki má gleyma að því að lönd­in deila gild­um frels­is, lýðræðis og op­inna alþjóðaviðskipta – en Kór­eu­skag­inn, með skipt­ingu sinni í norður og suður, geym­ir best þann lær­dóm hversu mik­il­vægt slíkt stjórn­ar­far er.

Ég er bjart­sýn á framtíðarsam­skipti ríkj­anna og ég tel að lönd­in tvö geti dýpkað sam­starf sitt og vináttu enn frek­ar, með hags­bót­um fyr­ir þegna sína.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 22. nóvember 2022.

Categories
Greinar

Alþjóðaviðskipti í ólgusjó

Deila grein

21/11/2022

Alþjóðaviðskipti í ólgusjó

Einn helsti drif­kraftur vel­ferðar á heims­vísu á mínu ævi­skeiði hafa verið öflug alþjóða­við­skipti þjóð­ríkja. Hund­ruð millj­ónir manna hafa náð að brjót­ast út úr sárri fátækt á þessum tíma og má full­yrða að aldrei í mann­kyns­sög­unni hafi kaup­máttur almenn­ings auk­ist jafn hratt og þar ekki er síst mik­il­vægt að fæðu­ör­yggi hefur auk­ist veru­lega hjá þeim sem minnst mega sín. Hins vegar erum við að horfa upp ákveðið upp­brot á heims­við­skipt­unum vegna stríðs­átaka, vernd­ar­stefnu og við­skipta­stríða og auknum mætti alræð­is­stjórna. Að auki er tíma­bil ódýrs láns­fjár­magns lík­lega lokið í bili og víða þarf að herða að í rík­is­fjár­mál­um.

Áfram­hald­andi áskor­anir í alþjóða­kerf­inu en farið að birta til í Banda­ríkj­un­um 

Vísi­tala neyslu­verðs í Banda­ríkj­unum hækk­aði um 0,4 pró­sent í októ­ber en það er minnsta árs­hækkun frá því í mars. Mark­aðs­að­ilar gera sér vonir um að þetta marki straum­hvörf í bar­átt­unni við verð­bólg­una og að banda­ríski Seðla­bank­inn þurfi minna að beita stýri­vöxtum en gert var ráð fyr­ir. Fréttir um að Kína kunni að slaka á Covid-að­gerðum voru einnig nýlega talin lyfti­stöng fyrir alþjóða­hag­kerf­ið. Í báðum til­fellum er lík­lega of snemmt að fagna. Horfur fyrir Evr­ópu eru enn dökkar ekki síst í ljósi orku­mála. Sam­drátt­ar­skeið er hafið í Bret­landi, mikil verð­bólga og skatta­hækk­anir virð­ast fram undan og er ljóst að lífs­kjör þar muni versna. Mark­aðs­að­ilar í Evr­ópu eru líka nokkuð svart­sýnir sökum þess að þeir búast við frek­ari stýri­vaxta­hækk­unum vegna vax­andi verð­bólg­u. Eins og víða má búast við að óburðug rík­is­fjár­mál landa innan ESB finni einnig fyrir vaxta­hækk­un­um.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir hægum hag­vexti á heims­vísu, úr 6,0 pró­sentum árið 2021 í 3,2 pró­sent árið 2022 og 2,7 pró­sent árið 2023. Við fyrstu sýn gefur 2,7% hag­vöxtur ekki til­efni til svart­sýni. Hins vegar er sam­drátt­ur­inn skarpur og ef þessi hag­vaxt­ar­spá ræt­ist, þá er þetta minnsti hag­vöxtur í tvo ára­tugi fyrir utan alþjóð­legu fjár­málakrepp­una og Covid-19. Spáð er að verð­bólga á heims­vísu fari úr 4,7 pró­sentum árið 2021 í 8,8 pró­sent árið 2022 en lækki í 6,5 pró­sent árið 2023 og í 4,1 pró­sent árið 2024. Að sama skapi er þetta ein versta verð­bólgu­spá í ára­tugi. Þessar versn­andi horfur kalla á afar sam­stillt efna­hags­við­brögð á heims­vísu.

Kerf­isum­bætur hag­kerfa á 8. ára­tugnum og Kína í brennid­epli

Eftir að Bretton-Woods gjald­miðlaum­gjörðin leið end­an­lega undir lok á átt­unda ára­tugn­um, tók við tíma­bil á sem ein­kennd­ist af efna­hags­legri stöðnun og hárri verð­bólgu. Brugð­ist var við verð­bólg­unni með miklum vaxta­hækk­unum og eru þekkt við­brögð banda­ríska seðla­bank­ans undir stjórn Vol­kers með miklum vaxta­hækk­un­um. Þegar leið á þetta tíma­bil kom jafn­framt fram það mat ýmissa hag­fræð­inga að fyr­ir­ferð rík­is­ins væri orðið óþarf­lega mikil í ýmsum hag­kerf­um. Banda­ríkin og Bret­land réð­ust í umfangs­miklar kerf­is­breyt­ingar sem fólust meðal ann­ars í því að losa um eign­ar­hald rík­is­ins á ýmsum þáttum hag­kerf­is­ins, skattar voru lækk­að­ir, rík­is­fyr­ir­tæki einka­vædd og verð­lags­eft­ir­liti hætt. Ein­blínt var á fram­boðs­hlið­ina og létt var á reglu­verki. Eftir gríð­ar­legt póli­tískt umrót í Kína ára­tug­ina á und­an, þá náð­ist sam­staða um að hefja mikið efna­hags­legt umbóta­skeið. Í fyrstu var ráð­ist var í að veita smá­bændum frjálsan aðgang að rækt­uðu landi ásamt því að opna fyrir utan­rík­is­við­skipti og fjár­fest­ingu. Í kjöl­far þess að Banda­ríkin og Bret­land fara að styrkj­ast efna­hags­lega ásamt Kína, þá fóru mörg önnur ríki að þeirra for­dæmi. Þegar nær er litið eru bestu dæmin aukin við­skipti innan EFTA, ESB og EES sem styrktu hag­kerfi innan þeirra vébanda og ekki síst þeirra ríkja sem opn­uð­ust eftir fall ráð­stjórn­ar­ríkj­anna.

Tíma­bil mik­illa efna­hags­um­bóta hófst í Kína eftir að Deng Xia­op­ing komst til valda 1978. Að sama skapi skipti sköpum fyrir þróun heims­við­skipta inn­ganga Kína í Alþjóða­við­skipta­stofn­un­ina árið 2001. Í kjöl­farið verða breyt­ingar á sam­keppn­is­hæfni og útflutn­ingi Kín­verja. Við­skipta­af­gangur jókst mikið ásamt spar­fé, sem verður þess vald­andi að Kína verður fjár­hags­veldi á heims­vísu og er nú næst stærsta hag­kerfi heims á eftir Banda­ríkj­un­um.

Mynd 1: Tímabil hnattævðingar verður að af-hnattvæðingu. Heimild: Martin Wolf, Financial Times 2022.

Mynd 1: Tímabil hnattævðingar verður að af-hnattvæðingu. Heimild: Martin Wolf, Financial Times 2022.

Verð­bólga á átt­unda ára­tugnum minnk­aði veru­lega í kjöl­far ofan­greindra aðgerða og ekki síst vegna þess að opnað var á alþjóða­við­skipti við Kína. Heim­ur­inn er miklu sam­tengd­ari nú vegna þessa. Þrátt fyrir að nýlega hafi hægst á heims­við­skiptum halda við­skipti við ríki á borð við Kína vísi­tölu neyslu­verðs enn niðri á heims­vís­u. 

Minnk­andi heims­við­skipti og áhrifin á verð­bólgu

Tog­streita á milli hinna efna­hags­legu stór­velda, Banda­ríkj­anna og Kína, leiðir hug­ann að því hvernig alþjóða­við­skipti munu þró­ast á næstu miss­er­um. Ef þessi átök magn­ast þá verður efna­hags­legt tap á heims­vísu mik­ið, sér­stak­lega fyrir Asíu. Til að setja það í sam­hengi, þá kemur um helm­ingur alls inn­flutn­ings til Banda­ríkj­anna frá Asíu og í Evr­ópu er þetta um þriðj­ung­ur.

Ofan á þetta bæt­ist að eftir að stríðið hófst í Úkra­ínu, þá hafa mörg fyr­ir­tæki verið að minnka starf­semi þar sem geópóli­tísk áhætta er mik­il. Afleið­ingar þess má sjá á mynd­inni en alþjóða­við­skipti eru að drag­ast saman sem hlut­fall af heims­fram­leiðsl­unn­i. Það er heldur engin til­viljun að í fyrsta skipti í ára­tugi eru farin að sjást merki þess að fátækt er vaxa og dregið hefur úr fæðu­ör­yggi.

Mynd 2: Stormasamir tímar. Heimild: Ahir, Bloom og Fuceri 2022

Mynd 2: Stormasamir tímar. Heimild: Ahir, Bloom og Fuceri 2022

Sam­kvæmt rann­sóknum Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins eru að koma fram sterkar vís­bend­ingar um að ákveðið upp­brot sé að eiga sér stað í heims­við­skipt­u­m. Ef ein­angrun heims­við­skipt­anna nær aðeins til Rúss­lands, þá er ekki gert ráð fyrir að 

fram­leiðslutapið í heims­hag­kerf­inu verði mik­ið. Hins veg­ar, ef til kemur til mynd­unar við­skipta­blokka og heim­ur­inn skipt­ist í tvær fylk­ingar þar sem við­skipti eru tak­mörkuð á milli ríkja, er talið að meta megi var­an­legt tap á heims­vísu á 1,5 pró­sent af vergri heims­fram­leiðslu og tap á árs­grund­velli verði meira í Asíu eða sem gæti numið yfir 3 pró­sent­um.

Alþjóða­sam­skipti með hags­muni Íslands að leið­ar­ljósi 

Ljóst er að blikur eru á lofti í heims­við­skiptum og það eru margir þættir sem spila þar inn, eins og rakið er í hér að ofan. ­Tíma­bil efna­hags­fram­fara og hag­sældar á Íslandi hafa um áar­hund­ruð fallið saman með tíma­bilum þar sem við­skipti milli þjóða hafa blómstr­að. Því ber einnig að halda til haga að sjálf­stæð­is­bar­átta Íslend­inga átti að mörgu leyti að rekja til ákalls um aukið versl­un­ar­frelsi. Síð­asta tíma­bili hnatt­væð­ingar lauk með fyrri heims­styrj­öld­inni og nýtt skeið fór ekki af stað fyrr en að heims­styrj­öld­inni síð­ari lauk. Þá voru settar á fót stofn­anir til að glæða við­skipti og hafa þau vaxið af miklum þrótti á þeim ára­tugum sem liðið hafa frá þeim tíma. Ís­land hefur notið mik­illa hags­bóta með frá­hvarfi frá hafta­bú­skap, auknu við­skipta­frelsi og þátt­töku í alþjóða­stofn­un­um, við­skipta­sam­tökum og við­skipta­samn­ingum sem tekið hefur verið þátt í á for­sendum Íslands.

Ljóst er að blikur eru á lofti í heims­við­skiptum og það eru margir þættir sem spila þar inn, eins og rakið er í grein­inni. Á nýaf­stöðnum leið­toga­fundi G20 ríkj­anna á Balí kom fram skiln­ingur á mik­il­vægi sam­stöðu og sam­ræmdra aðgerða til að efla alþjóða­við­skipti. Það er afar brýnt að Ísland láti sig alþjóða­við­skipti varða þar sem verslun og við­skipti skipta minni lönd með opin hag­kerfi afar miklu máli.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra og vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 21. nóvember 2022.

Categories
Greinar

Íslenskan er okkar allra

Deila grein

16/11/2022

Íslenskan er okkar allra

Íslensk tunga er dýrmæt auðlind sem á stóran þátt í að móta okkar sterka samfélag. Tungumálið er tenging við söguna og mikilvægur hluti af menningarlegu fullveldi þjóðarinnar. Upp er runnin dagur íslenskrar tungu þar sem við minnum okkur á það grundvallarhlutverk sem tungumálið okkar gegnir fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar.

Á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin sett íslenskuna í öndvegi með fjölþættum aðgerðum. Þannig nam fjárfesting í málefnum íslenskunnar á síðasta kjörtímabili rúmum 10 milljörðum kr. Í núverandi stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna er áfram lögð áhersla á að styðja við íslenska tungu.

Ráðherranefnd um íslensku 

Í vikunni raungerðist ein varða á þeirri vegferð þegar að ný ráðherranefnd um íslenska tungu var sett á laggirnar. Í henni eiga fast sæti forsætisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Nefndinni er ætlað að efla samráð og samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast. Þá mun ráðherranefndin vinna markvisst að stefnumótun stjórnvalda og aðgerða í þágu tungumálsins. 

Áfram íslenska 

Þegar litið er yfir farinn veg hefur margt áunnist til þess að styðja við tungumálið okkar. Sú vinna hefur grundvallast á meðal annars á þingsályktun um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi en hún var samþykkt á Alþingi 2019. Í kjölfarið fylgdi aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2022 undir yfirskriftinni „Áfram íslenska“.

Meginmarkmið hennar var að íslenska væri notuð á öllum sviðum samfélagsins, íslenskukennsla og menntun yrði efld á öllum skólastigum og að framtíð íslenskrar tungu í stafrænum heimi yrði tryggð með því að gera tækjunum okkar kleift að eiga í samskiptum okkar á íslensku. Aukinheldur var fjármunum forgangsraðað í að styðja skapandi greinar þar sem íslenska er aðalverkfærið. Bókaútgáfa var efld með nýju stuðningskerfi og hefur fjöldi útgefinna bóka á íslensku aukist mjög. Sérstakur barnabókasjóður var settur á laggirnar til þess að fjölga barnabókum á íslensku og einkareknir fjölmiðlar studdir enda gegna þeir mikilvægu hlutverki í að miðla efni á móðurmálinu.

Hugmyndir og samtakamáttur 

Á málþingi um málefni íslenskunnar í upphafi vikunnar, þar sem ráðherranefnd um íslensku var kynnt, voru stjórnvöld brýnd til áframhaldandi aðgerða í þágu íslenskunnar. Þar komu fram margar góðar hugmyndir og gagnlegar vangaveltur – meðal annars frá fulltrúum yngri kynslóða sem meðal annars töluðu ötullega fyrir bættu aðgengi að bæði mynd- og lesefni á íslensku fyrir sinn aldur og áhugasvið. Skýrt ákall mátti finna í erindum á málþinginu að huga þyrfti betur að íslenskukennslu fyrir fullorðna, þá sér í lagi talþjálfun og jafnframt auka almennt umburðarlyndi fyrir íslensku sem töluð er með hreim. Eða líkt og frú Vigdís Finnbogadóttir áréttaði í sinni hugvekju á málþinginu – við erum öll með hreim, öll tölum við tungumálið með okkar eigin blæbrigðum.

Næstu skref

Stjórnvöld eru staðráðin í að halda áfram að efla íslenskuna og verður ný þingsályktunartillaga og uppfærð aðgerðaáætlun þess efnis lögð fram á komandi vorþingi. Í þeim verður meðal annars boðað stóraukið aðgengi að íslenskukennslu fyrir útlendinga, áframhaldandi þróun máltæknilausna sem nýtast fólki á öllum aldri bæði í leik og starfi og vitundarvakning um mikilvægi þess að íslenskan verði sýnilegri í samfélaginu.

Á undanförnum vikum hafa okkur birst ýmsar fréttir um aukna samfélagsvitund í þá veru. Má þar til dæmis nefna stefnubreytingu Isavia um að merkingar í Flugsstöð Leifs Eiríkssonar verði fyrst á íslensku í stað ensku og fyrirmyndar framtak sama fyrirtækis um að veita erlendu starfsfólki aðgang að íslenskukennslu á vinnutíma.

Ég hvet fólk og fyrirtæki til þess að taka virkan þátt í þessari vegferð. Það er sameiginlegt verkefni okkar sem samfélags að tryggja að móðurmálið standi tímans tönn og verði á vörum okkar um aldur og ævi – því íslenskan er okkar allra.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 16. nóvember 2022.

Categories
Greinar

Kjálki alheimsins

Deila grein

12/11/2022

Kjálki alheimsins

Vest­fjarðakjálk­inn er stór­brot­inn í alla staði. Í vik­unni heim­sótti ég Vest­f­irði til þess að eiga sam­tal við heima­menn um tæki­færi svæðis­ins, sér í lagi á sviði ferðaþjón­ustu og menn­ing­ar­mála. Með til­komu nýs menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is fyrr á ár­inu urðu tíma­bær­ar breyt­ing­ar að veru­leika. Í fyrsta sinn heyra þannig menn­ing, ferðaþjón­usta og viðskipti und­ir einn og sama fagráðherr­ann. Mála­flokk­arn­ir flétt­ast sam­an með ýmsu móti hring­inn í kring­um landið.

Sem at­vinnu­veg­ir skapa þess­ir mála­flokk­ar gríðarleg verðmæti fyr­ir þjóðarbúið. Þannig verða rúm­lega 40% af gjald­eyris­tekj­um þjóðar­inn­ar til í gegn­um ferðaþjón­ustu svo dæmi sé tekið. Með réttu hef­ur ferðaþjón­ust­an stund­um verið kölluð stærsta sjálfsprottna byggðaaðgerð Íslands­sög­un­ar en störf­um í grein­inni hef­ur fjölgað gríðarlega á fáum árum, en tugþúsund­ir starfa í grein­inni.

Einn af lær­dóm­um heims­far­ald­urs­ins var hversu mik­il­vægt það var að taka vel utan um ferðaþjón­ust­una og styðja fólk og fyr­ir­tæki í grein­inni í gegn­um far­ald­ur­inn. Stjórn­völd gripu strax til um­fangs­mik­illa aðgerða með það að mark­miði að verja þá þekk­ingu, reynslu og innviði sem eru ferðaþjón­ust­unni nauðsyn­leg­ir í viðspyrnu henn­ar eft­ir far­ald­ur­inn. Kröft­ug viðspyrna grein­ar­inn­ar í ár á meðal ann­ars stærst­an þátt í því að af­koma rík­is­sjóðs verður rúm­um 60 millj­örðum betri í ár en upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir.

Það er því mik­il­vægt að hlúa að ferðaþjón­ustu og menn­ingu með mark­viss­um hætti um allt land í sam­starfi við heima­menn á hverju svæði fyr­ir sig. Það er uppörv­andi að finna fyr­ir þeirri bjart­sýni sem rík­ir hjá aðilum í þess­um grein­um á Vest­fjörðum. Vest­f­irðir voru til að mynda efst­ir á lista yfir svæði, borg­ir eða lönd til að heim­sækja árið 2022 í ár­legu vali hin virta ferðabóka­út­gef­anda Lonely Pla­net. Mý­mörg tæki­færi fel­ast í viðkenn­ingu sem þess­ari, sem get­ur reynst mik­il lyfti­stöng fyr­ir ferðaþjón­ustu og menn­ingu á svæðinu sem og fyr­ir Ísland sem áfangastað.

Má segja að val Lonely Pla­net hafi strax haft áhrif en ferðaþjón­ustuaðilar láta vel af aðsókn ferðamanna til Vest­fjarða í sum­ar. Dreif­ing ferðamanna um landið er mik­il­væg og það er sam­eig­in­legt verk­efni rík­is, sveit­ar­fé­laga og fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu að nýta tæki­færi líkt og þetta til að stuðla að fleiri heim­sókn­um ferðamanna til Vest­fjarða og annarra kald­ari ferðamanna­svæða utan há­anna­tíma. Til að svo megi verða þarf meðal ann­ars að treysta innviði og tryggja greiðar vega­sam­göng­ur að helstu nátt­úruperl­um yfir vetr­ar­tím­ann, hvetja til fjár­fest­inga í hót­el­um og afþrey­ingu ásamt því að vinna mark­visst með sér­stöðu hvers svæðis fyr­ir sig.

Það er til mik­ils að vinna ef rétt er haldið á spil­um. Ég mun leggja mig alla fram við að vinna náið með hagaðilum til að stuðla að vexti ferðaþjón­ustu um allt land og að fleiri geti starfað við grein­ina á árs­grund­velli.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 12. nóvember 2022.

Categories
Greinar

Öndvegismaður íslenskunnar

Deila grein

09/11/2022

Öndvegismaður íslenskunnar

Um liðna helgi fór fram málþingið Sam­vinna í nútíð og framtíð á Bif­röst í Borg­ar­f­irði sem haldið var í minn­ingu Jóns Sig­urðsson­ar, fyrr­ver­andi ráðherra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Góðmennið, hug­ljúf­inn, mála­miðlar­inn, skyn­sem­ismaður­inn; hinn ósvikni sam­vinnumaður. Rit­stjór­inn, kenn­ar­inn, doktor­inn, rektor­inn og seðlabanka­stjór­inn eru allt orð sem hægt er að hengja á Jón. Þessi mikli hug­sjónamaður var einnig ís­lensku­fræðing­ur og var með meist­ara­gráðu í kenn­ara­fræðum, mál­efni sem hann lét sig sér­stak­lega mikið varða.

Jón veitti mér inn­blást­ur í starfi mínu sem mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og ger­ir enn. Mér er enn í fersku minni þegar ég las grein hans „Íslenska eða Ís-enska“ í fyrsta skipti – en hún birt­ist í Skírni árið 2017. Í grein­inni rek­ur hann þær áskor­an­ir sem tungu­málið okk­ar, ís­lensk­an, stend­ur frammi fyr­ir. Inn­gangs­orð Jóns í grein­inni kjarna staðreynd máls­ins, en þau hljóma svo: „Móður­málið, þjóðtung­an ís­lenska, lif­ir og dafn­ar, breyt­ist og þrosk­ast áfram ef al­menn­ing­ur í land­inu vill, svo lengi sem sú afstaða er al­menn og því aðeins að svo sé. Framtíð þjóðtung­unn­ar er und­ir þessu kom­in. Vilji al­menn­ings um þetta mót­ast ekki síst af for­dæmi og fyr­ir­mynd­um svo­kallaðra mál­stétta. Þær eru sjón­varps- og út­varps­fólk, blaðamenn, sönglista­fólk, kenn­ar­ar, rit­höf­und­ar og skáld, kenni­menn, sviðlista­menn og marg­ir sem gegna for­ystu á op­in­ber­um vett­vangi.“

Þetta eru orð að sönnu og hug­vekja sem hef­ur hvatt mig áfram í störf­um mín­um – þar sem ég hef lagt áherslu á að taka mál­efni ís­lensk­unn­ar föst­um tök­um og hef­ur margt áunn­ist.

Árið 2019 samþykkti Alþingi þings­álykt­un um að efla ís­lensku sem op­in­bert mál á Íslandi og aðgerðaáætl­un sem henni fylgdi. Meg­in­mark­mið henn­ar var að ís­lenska væri notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins, ís­lensku­kennsla og mennt­un yrði efld á öll­um skóla­stig­um og að framtíð ís­lenskr­ar tungu í sta­f­ræn­um heimi yrði tryggð. Fjár­mun­um var einnig for­gangsraðað í að styðja við menn­ingu og skap­andi grein­ar þar sem ís­lenska er aðal­verk­færið, hvort sem um er að ræða bóka­út­gáfu, fjöl­miðla eða annað. Til þess að setja um­fang þeirra aðgerða sem ráðist var í á síðasta kjör­tíma­bili í sam­hengi, þá voru um 10 millj­arðar króna sett­ir í mál­efni ís­lensk­unn­ar.

Okk­ur er al­vara með því að snúa vörn í sókn fyr­ir móður­málið okk­ar og það hef­ur svo sann­ar­lega mikið vatn runnið til sjáv­ar á aðeins fimm árum í þeim efn­um. Það er margt sem kall­ast á við skrif og sýn Jóns við það sem stjórn­völd hafa hrint í fram­kvæmd. En bet­ur má ef duga skal enda verk­efnið stórt sem kall­ar á sam­vinnu okk­ar allra. Í ráðuneyti mínu er nú unnið að upp­færðri aðgerðaáætl­un fyr­ir ís­lensk­una, þar sem meðal ann­ars verður lögð áhersla á aukið aðgengi að ís­lensku í at­vinnu­líf­inu með stór­auknu fram­boði á ís­lensku­kennslu fyr­ir út­lend­inga og að ís­lensk­an verði í fyrsta sæti í al­manna­rými svo eitt­hvað sé nefnt. Fram­lag og vit­und­ar­vakn­ing önd­veg­is­manns ís­lensk­unn­ar, Jóns Sig­urðsson­ar, mun hvetja okk­ur áfram í þeirri vinnu og koma tungu­mál­inu okk­ar til góða um ókomna tíð.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 3. nóvember 2022.

Categories
Greinar

Damóklesarsverðið

Deila grein

31/10/2022

Damóklesarsverðið

Hag­kerfi ver­ald­ar­inn­ar eru að kljást við dýpri og víðfeðmari efna­hagsniður­sveiflu en fyrri spár gerðu ráð fyr­ir og verðbólga hef­ur ekki verið hærri í fjóra ára­tugi. Þessi holskefla kem­ur á versta tíma eða í þann mund sem ríki þurftu að rétta úr kútn­um eft­ir Covid-19 krepp­una. Hrika­leg stríðsátök í Úkraínu hafa leitt til mik­ill­ar hækk­un­ar á orku- og mat­væla­verði, ein­mitt þar sem ríki eru helst veik fyr­ir. Í kjöl­farið hef­ur mynd­ast svo­kölluð lífs­kjara­kreppa (e. Cost of li­ving cris­is) víða um heim. Sam­drátt­ur í Kína er meiri en gert var ráð fyr­ir, meðal ann­ars vegna far­sótt­araðgerða. Venju sam­kvæmt eru það fá­tæk­ustu rík­in og íbú­ar þeirra sem helst finna fyr­ir því þegar róður­inn þyng­ist í heims­bú­skapn­um. Ljóst er að þess­ar horf­ur á heimsvísu munu hafa áhrif á Ísland, enda reiða fá lönd sig jafn­mikið á alþjóðleg viðskipti. Hins veg­ar er Ísland nettó út­flytj­andi afurða og þar sem lífs­kjara­kreppa heims­ins grund­vall­ast á afurðaskorti, þá verður okk­ar hag­kerfi minna fyr­ir barðinu á þess­um þreng­ing­um en ella. Íslend­ing­ar verða engu að síður að sýna mikla festu í hag­stjórn­inni til að verja lífs­kjör­in.

Alþjóðahorf­ur hafa versnað veru­lega

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn spá­ir hæg­um hag­vexti á heimsvísu, úr 6,0 pró­sent­um árið 2021 í 3,2 pró­sent árið 2022 og 2,7 pró­sent árið 2023. Við fyrstu sýn gef­ur 2,7% hag­vöxt­ur ekki til­efni til svart­sýni. Hins veg­ar er sam­drátt­ur­inn skarp­ur og ef þessi hag­vaxt­ar­spá ræt­ist, þá er þetta minnsti hag­vöxt­ur í tvo ára­tugi fyr­ir utan alþjóðlegu fjár­málakrepp­una og Covid-19. Spáð er að verðbólga á heimsvísu fari úr 4,7 pró­sent­um árið 2021 í 8,8 pró­sent árið 2022 en lækki í 6,5 pró­sent árið 2023 og í 4,1 pró­sent árið 2024. Að sama skapi er þetta ein versta verðbólgu­spá í ára­tugi. Þess­ar versn­andi horf­ur kalla á afar sam­stillt efna­hagsviðbrögð á heimsvísu. Marg­ir seðlabank­ar hafa brugðist við auk­inni verðbólgu með því að herða taum­hald pen­inga­stefn­unn­ar með því að draga úr fé í um­ferð og með vaxta­hækk­un­um. Marg­ir hafa gefið til kynna að vext­ir verði hækkaðir enn frek­ar á næstu mánuðum. Aðgerðir seðlabanka hafa þegar höggvið skarð í fjár­mála­markaði og bú­ast má við áfram­hald­andi óróa á fjár­mála­mörkuðum, ekki síður en í raun­hag­kerf­inu. Íslend­ing­ar þekkja bet­ur en aðrir þjóðir hvaða af­leiðing­ar það get­ur haft.

Evru­svæðið stend­ur verr að vígi en Banda­rík­in

Áskor­an­ir evru­svæðis­ins eru mun um­fangs­meiri en Banda­ríkj­anna sök­um stríðsins í Úkraínu. Hag­kerfi evru­svæðis­ins of­hitnaði ekki eins mikið og banda­ríska hag­kerfið. Það ætti að gera pen­inga­stefn­una auðveld­ari fyr­ir Seðlabanka Evr­ópu. Orku­verð hef­ur hækkað mikið á evru­svæðinu. Þessi mikla hækk­un hef­ur gríðarleg áhrif á þróun verðbólgu og mun leiða til sam­drátt­ar á svæðinu. Að sama skapi er kaup­mátt­ur al­menn­ings í Evr­ópu að drag­ast hratt sam­an, sem mun leiða til sam­drátt­ar í neyslu og fjár­fest­ing­um. Hluti Evr­ópu hef­ur verið háður Rússlandi um orku­öfl­un um nokk­urt skeið. Þegar horft er um öxl lít­ur sú ákvörðun út fyr­ir að vera ein mestu póli­tísku mis­tök eft­ir daga kalda stríðsins. Því hafa horf­urn­ar fyr­ir Evr­ópu dökknað mikið og hef­ur þegar mik­il áhrif á dag­legt líf fólks í álf­unni.

Horf­ur á Íslandi eru til­tölu­lega bjart­ar

Seðlabanki Íslands ger­ir ráð fyr­ir tæp­lega 6% hag­vexti í ár sem sýn­ir þrótt­inn í hag­kerf­inu. Meg­in­skýr­ing­in á því að hag­vöxt­ur er meiri en gert var ráð fyr­ir er hraðari bati í ferðaþjón­ustu og auk­in einka­neysla. Verðbólg­an er byrjuð að hjaðna og kom­in í 9,4%, mæl­ist næst­minnst í Evr­ópu. Það sama á við um 12 mánaða verðbólgu, mælda með sam­ræmdri vísi­tölu neyslu­verðs, sem er 6% hér á landi. Aðeins Sviss mæl­ist með lægri verðbólgu. Það hefði ein­hvern tím­ann þótt saga til næsta bæj­ar, sjá mynd 1 .

Þrátt fyr­ir það er enn spenna á vinnu­markaði og und­ir­liggj­andi verðbólga hef­ur verið að aukast. Fast­eigna­verð hef­ur hækkað mikið und­an­far­in miss­eri en vaxta­hækk­an­ir virðast hafa náð að draga úr spennu á fast­eigna­markaði. Viðnámsþrótt­ur fjár­mála­kerf­is­ins er góður en ljóst er að blik­ur eru á lofti á alþjóðleg­um fjár­mála­mála­mörkuðum sem geta þrengt að fjár­mögn­un­ar­skil­yrðum at­vinnu­lífs­ins. Ferðaþjón­ust­an hef­ur tekið hraðar við sér á síðustu mánuðum en gert var ráð fyr­ir í upp­hafi árs. Útlit er fyr­ir að fjöldi ferðamanna sem heim­sæk­ir landið í ár verði nokkuð um­fram þann fjölda sem spáð var síðasta vor. Nýj­asta spá Ferðamála­stofu ger­ir ráð fyr­ir að um 2,3 millj­ón­ir ferðamanna heim­sæki landið á næsta ári en svo virðist sem stríðið í Úkraínu hafi til þessa ekki dregið úr ferðalög­um út­lend­inga til lands­ins. Staða Íslands er því góð. Hins veg­ar hang­ir Damók­les­ar­sverð yfir hluta Evr­ópu. Sag­an á bak við Damók­les og sverðið snýr að því að ákveðið ástand feli í sér stöðuga hættu. Orðið á ræt­ur að rekja til hins gríska Damók­les­ar sem var hirðmaður Dío­nýsíos­ar kon­ungs í Sýrakúsu á fjórðu öld fyr­ir Krist. Hlut­skipti Evr­ópu er að verða sams kon­ar, þ.e. stöðug óvissa mun ríkja um hag­sæld, þar til að Evr­ópa verður ekki leng­ur háð orku­öfl­un frá Rússlandi. Land­fræðileg staða Íslands kom sér vel um miðja síðustu öld og frá þeim tíma höf­um við borið gæfu til þess að byggja hér upp eitt öfl­ug­asta vel­ferðarþjóðfé­lag heims­ins. Það hef­ur meðal ann­ars grund­vall­ast á mik­il­vægi sjálf­bærr­ar orku­öfl­un­ar.

Íslandi hef­ur vegnað vel

Íslend­ing­ar eiga að halda áfram á þeirri braut að auka orku­ör­yggi sem mun leiða til enn meiri sjálf­bærni hag­kerf­is­ins. Sú staðreynd að raf­orku­kerfi lands­ins er ekki tengt raf­orku­kerfi Evr­ópu kem­ur sér sér­stak­lega vel í því ár­ferði sem nú rík­ir og bregður ljósi á mik­il­vægi þess að standa vörð um sjálf­stæði í orku­mál­um. Það sjá­um við til dæm­is með því að líta á þróun raf­orku­verðs á hinum Norður­lönd­un­um sem hef­ur hækkað mikið eins og sjá má á mynd 2 .

Ísland hef­ur alla mögu­leika á að ná fullu sjálf­stæði í orku­mál­um með auk­inni fram­leiðslu á end­ur­nýj­an­legri orku til þess að standa und­ir raf­væðingu í sam­göng­um í lofti, láði og legi. Þrátt fyr­ir allt það frá­bæra sam­starf í alþjóðamál­um, sem við töl­um þátt í, er það gæfu­spor fyr­ir þjóðina að vera ekki í Evr­ópu­sam­band­inu. Með fullu for­ræði á stjórn efna­hags- og pen­inga­mála sem og orku­mála hef­ur Íslend­ing­um vegnað vel, eins og alþjóðleg­ur sam­an­b­urður sýn­ir glögg­lega á ýms­um sviðum.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 29. október 2022.