Categories
Fréttir Greinar

Þjóð­há­tíð í Eyjum fagnar 150 ára af­mæli

Deila grein

03/08/2024

Þjóð­há­tíð í Eyjum fagnar 150 ára af­mæli

Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið fastur liður í menningarlífi Vestmannaeyinga síðan árið 1874. Þessi árlega hátíð, sem á rætur sínar að rekja til 1000 ára afmæli Íslands, er nú einn af helstu menningarviðburðum landsins og þúsundir Íslendingar sækja ár hvert. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hef­ur verið hald­in í ág­úst­mánuði síðan árið 1916, að und­an­skildu 2020 og 2021 vegna heims­far­ald­urs­ins.

Í bók Brynleifs Tobíassonar, Þjóðhátíð 1874, má finna fallega lýsingu á hátíðarhöldunum. Fram kemur að Þjóðhátíð eyjaskeggia væri haldin í Herjólfsdal, þar sem Herjólfur, fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja, reisti sér bæ. Dalurinn, sem er á þrjá vegu luktur hamrafjöllum, 600-700 feta háum, er eins og náttúrulegt leiksvið fyrir hátíðina. Höfundur segir m.a.: ,,Hinn 2. ágúst 1874 voru saman komin í dalnum um 400 manns. Tjöld voru reist þar yfir vistum, fólk kom til að snæða og drekka kaffi, sumir tóku að dansa, en aðrir hófu söng, og sátu menn þar við góða skemmtun fram undir miðnætti. Veður var bjart og logn í dalnum, og fór hátíðin fram með góðri gleði og bestu reglu.”

Frá þessum fyrstu hátíðarhöldum hefur Þjóðhátíð í Eyjum vaxið og dafnað og stendur hátíðin í þrjá daga og inniheldur fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af tónleikum, leiksýningum, íþróttaviðburðum og fjölskylduskemmtun. Brekkusöngurinn er einn af hápunktum hátíðarinnar en þá safnast Eyjamenn og gestir saman í söng og kveikja í bálkesti sem lýsir upp dalinn. Þjóðhátíðarlag er samið fyrir hverja hátíð og telja margir að það sé einn af lykilþáttunum í að skapa þjóðhátíðarstemmninguna. Hefðin skapaðist árið 1933 en þá orti Árni Guðmundsson úr Eyjum kvæðið Setjumst hér að sumbli og Oddgeir Kristjánsson samdi lag við textann. Oddgeir hélt svo áfram að semja þjóðhátíðarlögin nánast óslitið þar til að hann féll frá árið 1966 en þeir Árni í Eyjum, Ási í Bæ og Loftur Guðmundsson skiptust á að semja textana. Frá árinu 1969 hafa tæplega 50 manns komið að lagasmíðum og textaskrifum þjóðhátíðarlaganna. Þjóðhátíðarlagið fyrir árið 2024 heitir Töfr­ar og er samið af Hall­dóri Gunn­ari Páls­syni og Klöru Elías­dótt­ur, sungið af tónlistarkonunni Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur.

Íþróttafélögin í Vestmannaeyjum hafa haft veg og vanda af hátíðinni. Árið 1916 fór fram fyrsta Þórsþjóðhátíðin og seinna meir fóru Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélagið Týr að halda hátíðina til skiptis. Týr á oddatölu og Þór á sléttri tölu. Eins og gefur að skilja, þá lögðu félögin mikinn metnað í að gera Þjóðhátíðina sem veglegasta og mikil samkeppni á milli þeirra. Í árslok 1996 voru Þór og Týr sameinuð í ÍBV og frá árinu 1997 hefur ÍBV staðið fyrir Þjóðhátíð í Herjólfsdal. Þúsundir sjálfboðaliða bera þjóðhátíðina uppi og eiga þeir allir miklar þakkir skildar.

Þjóðhátíð í Eyjum er því ekki aðeins hátíð fyrir Eyjamenn, heldur fyrir allt Ísland. Hún er tákn um samstöðu og gleði, og minnir okkur á mikilvægi þess að halda í hefðirnar okkar og njóta þeirra saman. Með hverju ári styrkist þessi einstaka hátíð og heldur áfram að vera ljósið í menningarlífi Vestmannaeyja.

Eins og fram kemur í Þjóðhátíðarlagi ársins: ,, Það eru töfrar inni í Herjólfsdal, ég skil hjartað alltaf eftir þar”. Þá efast ég ekki um að margir munu upplifa mikla töfra í Vestmannaeyjum núna um helgina.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 2. ágúst 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Atlantshafsbandalagið í 75 ár og varnarmálastefna fyrir Ísland

Deila grein

13/07/2024

Atlantshafsbandalagið í 75 ár og varnarmálastefna fyrir Ísland

Eitt það mik­il­væg­asta í líf­inu er góð vinátta, sem reyn­ist traust þegar á reyn­ir. Við kynn­umst mik­il­vægi vináttu strax í bernsku og vit­um líka að brýnt er að velja vini gaum­gæfi­lega. Atlants­hafs­banda­lagið er varn­ar­banda­lag vinaþjóða sem aðhyll­ast lýðræði og frelsi. Í ár fögn­um við 80 ára lýðveldi Íslands og get­um litið stolt yfir far­inn veg, en það er ekki að ósekju held­ur hafa far­sæl­ar ákv­arðanir sem tekn­ar voru á fyrstu árum lýðveld­is­ins varðað þá veg­ferð. Ein giftu­rík­asta ákvörðun lýðveld­is­tím­ans var tek­in á Alþingi hinn 30. mars 1949 um að Ísland skyldi ger­ast stofnaðili Atlants­hafs­banda­lags­ins. Þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, Bjarni Bene­dikts­son, und­ir­ritaði síðan stofn­sátt­mála þess í Washingt­on DC fimm dög­um síðar, hinn 4. apríl, ásamt 11 öðrum þjóðarleiðtog­um.

75 ára far­sælt varn­ar­banda­lag

Ákvörðunin var um­deild á sín­um tíma og þótti sum­um ekki sjálfsagt á upp­hafs­ár­um kalda stríðsins að Ísland tæki jafn­skýra af­stöðu til þess að skipa sér í sveit annarra vest­rænna lýðræðis­ríkja með þeim skuld­bind­ing­um sem því fylgja. Það var hins veg­ar hár­rétt ákvörðun fyr­ir herlausa þjóð að mynda banda­lag með ríkj­um sem voru til­bú­in að verja Ísland ef aft­ur kæmi til átaka, og að sama skapi tryggja banda­lagsþjóðum aðstöðu á hernaðarlega mik­il­vægri legu Íslands í Norður-Atlants­haf­inu. Fimmta grein stofn­sátt­mála Atlants­hafs­banda­lags­ins um að árás á eitt aðild­ar­ríki sé árás á þau öll fel­ur í sér afar mik­il­væga vörn og fæl­ing­ar­mátt. Til allr­ar ham­ingju hafa ekki orðið átök né stríð gegn aðild­ar­ríkj­um Atlants­hafs­banda­lags­ins í 75 ár af því tagi sem ein­kenndu fyrri hluta tutt­ug­ustu ald­ar og er ég ekki í nokkr­um vafa um að sam­vinna þess­ara ríkja hafi stuðlað að friði og vel­sæld í Evr­ópu. Aðild­ar­ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins eru orðin 32 og rík­ur vilji er hjá fleiri ríkj­um til aðild­ar.

Skelfi­legt árás­ar­stríð í Evr­ópu og stækk­un Atlants­hafs­banda­lags­ins

Hræðilegt stríð geis­ar í Úkraínu og verður vá­legra með degi hverj­um. Tugþúsund­ir hafa fallið og millj­ón­ir eru á flótta um alla Evr­ópu. Hjörtu manna um alla ver­öld haga sér eins í gleði og sorg og er eng­um blöðum um það að fletta að harm­ur úkraínsku þjóðar­inn­ar er mik­ill. Ísland hef­ur tekið á móti yfir fjög­ur þúsund ein­stak­ling­um frá Úkraínu og er það vel. Þetta stríð er áminn­ing um mik­il­væg þess að standa vörð um gildi lýðræðis­ins, sem eru því miður ekki sjálf­sögð víða um heim. Ég hef þá trú að því fleiri ríki sem aðhyll­ist frelsi og lýðræði, því betra fyr­ir frið um all­an heim. Ófriður og stríð bitna ætíð verst á sak­laus­um borg­ur­um og svipta ungt fólk æsku sinni og sól­ar­sýn. Meg­inþung­inn þarf að vera á að koma á sann­gjörn­um friði sem fyrst og koma í veg fyr­ir stig­mögn­un átaka. Í raun og sann hef­ur Rúss­land það í hendi sér. Rúss­land hóf þetta stríð og get­ur lokið því hvenær sem er með því að hætta árás­um og draga herlið sitt til baka en því miður er fátt sem bend­ir til þess að sú leið verði val­in á þess­ari stundu. Atlants­hafs­banda­lagið hef­ur stutt við Úkraínu í átök­un­um við Rúss­land. Stjórn­völd í Úkraínu hafa ít­rekað lýst yfir áhuga á að verða aðild­ar­ríki banda­lags­ins. Það er afar skilj­an­legt og er nauðsyn­legt að vinna að út­færslu á því. Aðild­ar­ríkj­um Atlants­hafs­banda­lags­ins hef­ur fjölgað á und­an­förn­um ára­tug­um í kjöl­far falls hins ill­ræmda járntjalds. Nú síðast bætt­ust við Finn­land og Svíþjóð í kjöl­far árás­ar Rúss­lands á Úkraínu, aðild þess­ara ríkja er sögu­leg og þótti nán­ast óhugs­andi fyr­ir nokkr­um árum. Raun­sætt end­ur­mat á stöðu ör­ygg­is­mála í Evr­ópu varð til þess að rík­in tvö ákváðu að sækja um um aðild og ganga í banda­lagið með sterk­um póli­tísk­um stuðningi inn­an­lands ásamt því að al­menn­ing­ur í báðum lönd­um fylkti sér á bak við ákvörðun­ina. Á sín­um tíma þótti aðild Nor­egs að banda­lag­inu vera lang­sótt af því að landa­mæri rík­is­ins væru við Rúss­land. Hins veg­ar var það svo að Norðmenn töldu afar vara­samt að hverfa aft­ur til hlut­leys­is­stefnu í ut­an­rík­is­mál­um eft­ir seinni heims­styrj­öld­ina.

Ísland þarf að stíga öld­una

„Hver sá sem ræður yfir Íslandi hef­ur ör­lög Eng­lands, Kan­ada og Banda­ríkj­anna í hendi sér“! Þannig ritaði þýski land­herfræðing­ur­inn Karl Haus­hofer og Winst­on Churchill vitnaði oft í þessi orð til að sann­færa Banda­rík­in um mik­il­vægi þess að taka yfir varn­ir Íslands í seinni heims­styrj­öld­inni. Churchill var sann­færður um að til að tryggja sig­ur banda­manna þyrftu Banda­rík­in að taka þátt og fyrsta skrefið þyrfti að vera að sjá til þess að sjó­leiðin yfir Atlants­hafið væri ör­ugg. Banda­rík­in taka yfir varn­ir Íslands í júlí 1941, áður en form­leg þátt­taka þeirra í seinni heims­styrj­öld­inni varð að veru­leika. Í fram­hald­inu hefst far­sælt sam­starf Banda­ríkj­anna og Íslands sem leiðir svo af sér tví­hliða varn­ar­samn­ing sem und­ir­ritaður var árið 1951 og var sam­komu­lag um fram­kvæmd hans síðast upp­fært 2016. Varn­ar­sam­starfið við Banda­rík­in er lyk­il­stoð í vörn­um Íslands ásamt aðild að Atlants­hafs­banda­lag­inu. Ljóst er í mín­um huga að brýnt er að Ísland sinni þessu sam­starfi af alúð og virðingu. Íslend­ing­ar eru friðsöm þjóð og tala alltaf fyr­ir slíku enda er friður for­senda fram­fara. Að mínu mati er mik­il­vægt að styrkja stoðir okk­ar á vett­vangi Atlants­hafs­banda­lags­ins og móta löngu tíma­bæra varn­ar­mála­stefnu fyr­ir Ísland.

Framtíð Atlants­hafs- banda­lags­ins

Á sama tíma og veiga­mik­ill leiðtoga­fund­ur Atlants­hafs­banda­lags­ins fór fram í höfuðborg Banda­ríkj­anna í vik­unni, var loftið lævi blandið þar sem Rúss­ar hafa staðið fyr­ir mann­skæðum árás­um á Kænug­arð, meðal ann­ars á barna­spítala. Ein af meg­inniður­stöðum fund­ar­ins var að auka stuðning við úkraínsk stjórn­völd og halda bar­átt­unni áfram en ákveðin óvissa er þó uppi vegna banda­rísku for­seta­kosn­ing­anna í haust. Don­ald Trump, f.v. for­seti og fram­bjóðandi, leiðir í flest­um skoðana­könn­un­um og hef­ur hann ít­rekað að Evr­ópu­ríki verði að taka meiri ábyrgð á eig­in vörn­um og ekki gefið skýr skila­boð um áfram­hald­andi stuðning Banda­ríkj­anna við Úkraínu. Lík­legt er að ein­angr­un­ar­sinn­um muni vaxa ásmeg­in, ef Trump sigr­ar í nóv­em­ber. Staðan var ekki ósvipuð hjá fyrr­um for­seta Banda­ríkj­anna, Frank­lin D. Roosevelt, í seinni heims­styrj­öld­inni en þá var lít­ill stuðning­ur við þátt­töku Banda­ríkj­anna í því stríði fram að árás Jap­ana á Pe­arl Har­bor. Þátt­taka Banda­ríkj­anna í seinni heims­styrj­öld­inni skipti sköp­um um að lýðræðis­ríki sigruðu hin fasísku and­lýðræðis­legu öfl sem aft­ur lagði grunn­inn að þeim opnu þjóðfé­lög­um á Vest­ur­lönd­um sem við þekkj­um í dag. Afar brýnt er að framtíð Atlants­hafs­banda­lags­ins sé tryggð til framtíðar enda hef­ur þetta varn­ar­sam­starf sýnt fram á mik­inn ávinn­ing fyr­ir aðild­ar­rík­in. Ísland hef­ur aukið fram­lag sitt á síðustu árum og er það mik­il­vægt fyr­ir ör­yggi og varn­ir lands­ins. Hér þarf þó að gera bet­ur eins og ís­lensk stjórn­völd hafa skuld­bundið sig til, nú síðast á ný­af­stöðnum leiðtoga­fundi í Washingt­on.

Öll þessi upp­rifj­un á sög­unni á þess­um tíma­mót­um er ekki að ástæðulausu held­ur er hún áminn­ing um mik­il­vægi þess að Ísland haldi áfram að skipa sér í sveit með lýðræðis­ríkj­um á vett­vangi Atlants­hafs­banda­lags­ins. Á þess­um tíma­mót­um er viðeig­andi að rifja upp forna speki Há­va­mála:

Vin sín­um
skal maður vin­ur vera,
þeim og þess vin.
En óvin­ar síns
skyldi engi maður
vin­ar vin­ur vera.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 13. júlí 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Auðlegð þjóða

Deila grein

08/07/2024

Auðlegð þjóða

Á und­an­förn­um rúm­um ára­tug hef­ur um­tals­verður ár­ang­ur náðst í efna­hags­mál­um á Íslandi eft­ir högg fjár­mála­áfalls­ins haustið 2008. Aðferðafræði stjórn­valda gagn­vart þrota­bú­um hinna föllnu banka skipti þar sköp­um þar sem rík­is­sjóður Íslands leysti til sín verðmæti upp á hundruð millj­arða króna sem nýtt­ust meðal ann­ars við skulda­leiðrétt­ingu heim­il­anna, upp­bygg­ingu innviða sam­fé­lags­ins og veru­lega lækk­un skulda rík­is­sjóðs. Á sama tíma hef­ur hag­vöxt­ur verið þrótt­mik­ill heilt yfir sem og kaup­mátt­ar­aukn­ing launa.

Í vik­unni birti tíma­ritið The Econom­ist efna­hags­leg­an sam­an­b­urð á milli ríkja heims fyr­ir árið 2023, byggðan á þrem­ur mæli­kvörðum sem tíma­ritið tel­ur að gefi fyllri mynd í slík­um sam­an­b­urði. Þeir eru; lands­fram­leiðsla á mann í banda­ríkja­döl­um, jafn­v­irðismæli­kv­arðinn (e. Purchasing Power Pa­rities, PPP) til að um­reikna lands­fram­leiðslu ein­stakra landa þegar til­lit er tekið til verðlags og lands­fram­leiðslu á hverja vinnu­stund til að mæla af­köst vinnu­afls. Í þess­um sam­an­b­urði tíma­rits­ins er Ísland í 7. sæti á heimsvísu á eft­ir Nor­egi sem leiðir list­ann, Lúx­em­borg, Kat­ar, Belg­íu, Dan­mörku og Sviss. Árang­ur sem þessi er vissu­lega ánægju­leg­ur og er ekki sjálf­sagður, þrátt fyr­ir að það sé vissu­lega rými til þess að gera enn bet­ur.

Þessi staðreynd breyt­ir því ekki að lægri verðbólga er for­gangs­mál efna­hags­stjórn­ar lands­ins um þess­ar mund­ir. Öll sam­an­b­urðarríki Íslands hafa glímt við tals­verða verðbólgu á und­an­förn­um árum, en á tíma­bili mæld­ist verðbólga næst­lægst á Íslandi. Hins veg­ar hef­ur hún reynst þrálát­ari hér á landi en í helstu sam­an­b­urðarríkj­um sem end­ur­spegl­ast meðal ann­ars í háum stýri­vöxt­um Seðlabanka Íslands. Já­kvæð teikn hafa þó verið í verðbólguþró­un­inni en í síðustu mæl­ingu Hag­stof­unn­ar fór hún í fyrsta sinn und­ir 6% í tvö og hálft ár þegar hún mæld­ist 5,8% í júní­mánuði. Traust sam­spil pen­inga­stefnu Seðlabanka Íslands, op­in­berra fjár­mála og aðila vinnu­markaðar­ins er lyk­il­for­senda þess að hægt sé að stuðla að stöðugu verðlagi og skapa skil­yrði fyr­ir lækk­un verðbólgu og vaxta, en það er stærsta ein­staka hags­muna­mál fólks og fyr­ir­tækja í land­inu. Á þeirri veg­ferð hef­ur auk­in for­gangs­röðun í op­in­ber­um fjár­mál­um verið viðhöfð sem kall­ast á við aðgerðir stjórn­valda í þágu lang­tíma­kjara­samn­inga á vinnu­markaði, sem snúa að því að fjár­festa í fólki. Að sama skapi er brýnt að komið verði í veg fyr­ir að kostnaðar­verðbólga á hús­næðismarkaði festi sig í sessi og verði að sjálf­stæðu vanda­máli í ís­lensku hag­kerfi. Þar þurfa um­fangs­mikl­ar aðgerðir á fram­boðshlið hag­kerf­is­ins að raun­ger­ast þar sem nægj­an­legt magn af bygg­ing­ar­hæf­um lóðum til hraðrar upp­bygg­ing­ar þarf að vera til staðar – sam­hliða bættu fjár­mögn­un­ar­um­hverfi sem lægra vaxta­stig myndi leiða af sér.

Þrátt fyr­ir að hægst hafi á hag­kerf­inu á und­an­förn­um mánuðum er staða Íslands samt sem áður sterk í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Stjórn­völd þurfa samt sem áður að vera enn frek­ar á tán­um til að tryggja að ár­ang­ur þeirra aðgerða sem ráðist hef­ur verið í raun­ger­ist og skili sér til fólks og fyr­ir­tækja í land­inu. Með dugnaði, elju og hug­viti mun okk­ar farn­ast vel til framtíðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. júlí 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Afkastamikill þingvetur að baki

Deila grein

29/06/2024

Afkastamikill þingvetur að baki

Þinglok urðu á 154. lög­gjaf­arþingi Alþing­is um síðustu helgi. Þar með lauk viðburðarík­um þing­vetri þar sem fjöl­mörg mál komu til kasta lög­gjaf­ans. Sem menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra lagði ég fram 11 frum­vörp og þings­álykt­un­ar­til­lög­ur sem voru af­greidd. Má þar til dæm­is nefna þings­álykt­un­ar­til­lögu um nýja ferðamála­stefnu til árs­ins 2030 sem var samþykkt en með stefn­unni er leiðin fram á við mörkuð til þess að styrkja um­gjörð þess­ar­ar stærstu gjald­eyr­is­skap­andi at­vinnu­grein­ar þjóðarbús­ins. Stjórn­völd eru staðráðin í styðja við þróun ferðaþjón­ust­unn­ar hér á landi, stuðla að sam­keppn­is­hæfni henn­ar og tryggja að hún vaxi í sátt við nátt­úru og menn. Þá samþykkti Alþingi einnig þings­álykt­un­ar­til­lög­ur mín­ar um aðgerðaáætl­un í mál­efn­um ís­lenskr­ar tungu og nýja mál­stefnu um ís­lenskt tákn­mál sem mun stuðla að auk­inni framþróun þess. Íslensk­an hef­ur mikið verið til umræðu á und­an­förn­um miss­er­um sem er fagnaðarefni. Það ligg­ur fyr­ir að tungu­málið okk­ar stend­ur frammi fyr­ir áskor­un­um af áður óþekktri stærð sem bregðast verður við með skipu­lögðum hætti.

Ýmsar laga­breyt­ing­ar urðu að veru­leika á sviði viðskipta­mála eins og til dæm­is breyt­ing­ar á lög­um um sam­vinnu­fé­lög sem snúa að því að ein­falda stofn­un sam­vinnu­fé­laga, þannig að lág­marks­fjöldi stofn­enda sam­vinnu­fé­laga fari úr 15 í þrjá og tryggja að eign­um sam­vinnu­fé­laga verði út­deilt til upp­bygg­ing­ar á starfs­svæðum þeirra komið til slita á fé­lög­un­um. Hert var á lög­um um rekstr­ar­leyf­is­skylda gisti­starf­semi þannig að hún skuli vera í samþykktu at­vinnu­hús­næði. Því er ekki leng­ur heim­ilt að gefa út leyfi til rekst­urs gisti­staða í íbúðar­hús­næði. Með breyt­ing­un­um er ekki leng­ur hægt að kaupa íbúðar­hús­næði í þétt­býli og gera það út sem gisti­stað um­fram 90 daga regl­una líkt og gerst hef­ur í miðborg­inni þar sem jafn­vel heilu íbúðablokk­irn­ar hafa breyst í hót­el. Með tím­an­um mun breyt­ing­in auka fram­boð af íbúðar­hús­næði í þétt­býli. Með breyt­ing­um á kvik­mynda­lög­um var tryggð heim­ild fyr­ir nýj­um styrkja­flokki inn­an Kvik­mynda­sjóðs til loka­fjár­mögn­un­ar á um­fangs­mikl­um leikn­um sjón­varpsþáttaröðum. Þannig verður mögu­legt að fjár­magna síðustu 15-20% í fram­leiðslu á stór­um leikn­um sjón­varpsþátt­um og fá hluta styrks­ins aft­ur inn til Kvik­mynda­sjóðs, skili verk­efnið hagnaði sam­kvæmt sett­um viðmiðum styrks­ins. Tíma­bær­ar breyt­ing­ar á lög­um um lista­manna­laun voru samþykkt­ar en fjöldi lista­manna­launa hef­ur staðið óbreytt­ur í 15 ár. Með breyt­ing­un­um verður um­fang lista­manna­launa aukið um 55% á fjór­um árum sem mun gefa fleiri lista­mönn­um tæki­færi til að efla ís­lenska menn­ingu, meðal ann­ars með tveim­ur nýj­um sjóðum; Launa­sjóði kvik­mynda­höf­unda og Veg­semd, sjóði lista­manna 67 ára og eldri.

Það er ánægju­legt og gef­andi að vinna mála­flokk­um menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is­ins braut­ar­gengi en mál­efna­svið ráðuneyt­is­ins eru um­fangs­mik­il og snerta þjóðar­hag með fjöl­breytt­um hætti. Inn­an ráðuneyt­is­ins er und­ir­bún­ing­ur að mál­um næsta þing­vetr­ar þegar haf­inn, mál­um er verður er ætlað að gera gott sam­fé­lag enn betra.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. júní 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Sjálfsmynd þjóðarinnar endurspeglast í tungumálinu

Deila grein

19/06/2024

Sjálfsmynd þjóðarinnar endurspeglast í tungumálinu

Ný­af­staðið 80 ára lýðveldisaf­mæli mark­ar ákveðin tíma­mót í sögu þjóðar­inn­ar sem veit­ir til­efni til að líta yfir far­inn veg og horfa fram á við. Íslensk tunga er samof­in þjóðarsál­inni og lék lyk­il­hlut­verk í sjálf­stæðis­bar­áttu þjóðar­inn­ar. Þá jafnt sem nú voru mál­efni tungu­máls­ins fólki hug­leik­in. Á tím­um sjálf­stæðis­bar­átt­unn­ar stóð ís­lensk­an frammi fyr­ir áskor­un­um vegna auk­inn­ar dönsku­notk­un­ar, sér­stak­lega í stjórn­kerf­inu og mennta­kerf­inu. Þannig komu til að mynda lög Íslands út bæði á dönsku og ís­lensku, en danska út­gáf­an ein var und­ir­rituð af kon­ung­in­um og hafði þannig meira vægi í stjórn­skip­an lands­ins. Þessu var harðlega mót­mælt af sjálf­stæðis­sinn­um lands­ins, þ.m.t. Jóni Sig­urðssyni for­seta. Með þessu fyr­ir­komu­lagi væri verið að taka af Íslend­ing­um þeirra nátt­úru­lega rétt, sem lif­andi þjóðtunga eins og ís­lensk­an hefði, og ættu lög­in því ein­göngu að vera á ís­lensku. Án ís­lensk­unn­ar byggi um sig í land­inu önn­ur þjóð og ókunn­ug eins og Jón for­seti hélt fram.

Líkt og á tím­um Jóns, þá stend­ur tungu­málið okk­ar í dag frammi fyr­ir um­fangs­mikl­um áskor­un­um af áður óþekkt­um toga. Í fyrsta lagi, þá er ensk­an mál tækn­inn­ar og hún er alls staðar. Börn eru kom­in í ná­vígi við ensku strax við mál­töku og sér mál­vís­inda­fólkið okk­ar breyt­ing­ar á mál­töku barna vegna þessa. Í öðru lagi hef­ur Ísland breyst mikið sem sam­fé­lag á síðasta ald­ar­fjórðungn­um en inn­flytj­end­ur voru um 1% fyr­ir 30 árum en eru í dag um 16%. Flest­ir hafa komið hingað í leit að betra lífi og jafn­vel ýms­ir sem hafa elt maka sinn hingað til lands og stofnað fjöl­skyldu. Meg­inþorri þessa fólks hef­ur eflt landið með nýrri þekk­ingu og straum­um. Í þriðja lagi, þá reiðir ein stærsta út­flutn­ings­grein­in okk­ar sig á enska tungu í viðskipt­um sín­um en það á reynd­ar líka við um hluta sjáv­ar­út­vegs og bygg­inga­starf­semi.

Til að ná utan um þess­ar áskor­an­ir þýðir ekk­ert annað en að sýna dugnað og metnað! Við get­um sótt fram en á sama tíma varið tungu­málið okk­ar, og náð ár­angri í þágu þess. Við höf­um náð ákveðnum ár­angri, þannig hef­ur ís­lensk­an sótt veru­lega í sig veðrið í heimi tækn­inn­ar. Stærstu tæknifyr­ir­tæki heims hafa tekið mál­tækni­lausn­um Íslands opn­um örm­um og ákveðið að inn­leiða ís­lensk­una í viðmót sín. Frum­kvæði okk­ar í þess­um mál­um hef­ur vakið at­hygli víða. Þá samþykkti Alþingi í vor nýja aðgerðaáætl­un í þágu ís­lensk­unn­ar – þar eru tutt­ugu og tvær aðgerðir sem all­ar miða að því að styrkja tungu­málið. Þá hef­ur umræða um tungu­málið og þróun þess verið lif­andi og al­menn á und­an­förn­um miss­er­um, sem er vel og sýn­ir fram á að okk­ur sem þjóð er virki­lega um­hugað um stöðu Íslensk­unn­ar – rétt eins og kann­an­ir sýna. Við vilj­um að hér verði töluð ís­lenska um ókomna framtíð, og því skipt­ir máli að við vinn­um heima­vinn­una okk­ar vel og höld­um áfram að hlúa að tungu­mál­inu okk­ar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. júní 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Farsælt íslenskt lýðveldi í 80 ár

Deila grein

17/06/2024

Farsælt íslenskt lýðveldi í 80 ár

Ákvarðanir sem tekn­ar eru í dag skipta kom­andi kyn­slóðir máli. Kyn­slóðirn­ar í dag njóta góðs af þeim verk­um sem brautryðjend­ur fyrri tíma börðust fyr­ir. Því er fagnað í dag að lýðveldið Ísland fyll­ir 80 árin. Með stofn­un lýðveld­is­ins hinn 17. júní 1944 náðist loka­mark­miðið í sjálf­stæðis­bar­áttu þjóðar­inn­ar eft­ir áfanga­sigra ára­tug­anna á und­an. Þeir sigr­ar voru born­ir uppi af eld­hug­um þeirra tíma, sem höfðu þá bjarg­föstu trú að ís­lenskri þjóð myndi farn­ast best á grund­velli sjálf­stæðis.

Í amstri hvers­dags­leik­ans og dæg­urþrasi stjórn­mál­anna vill það kannski stund­um gleym­ast hversu um­fangs­mikl­ar sam­fé­lags­breyt­ing­ar hafa orðið á Íslandi og hvernig Ísland hef­ur í fyll­ingu tím­ans farið úr því að vera eitt fá­tæk­asta ríki í Evr­ópu yfir í að verða að einu mesta vel­meg­un­arþjóðfé­lagi ver­ald­ar. Full­veldið árið 1918 og að lok­um sjálf­stæðið árið 1944 voru horn­stein­ar þeirr­ar framtíðar sem átti eft­ir að fylgja í kjöl­farið, sem byggð var á for­send­um og ákvörðunum Íslend­inga sjálfra um eig­in framtíð.

Viðskiptafrelsi grund­völl­ur póli­tísks frels­is

Stund­um er sagt að drop­inn holi stein­inn. Það er hægt að heim­færa upp á bar­áttu Íslend­inga fyr­ir sjálf­stæði lands­ins. End­ur­reisn Alþing­is árið 1845 skapaði vett­vang fyr­ir þá sem stóðu í stafni sjálf­stæðis­bar­átt­unn­ar til þess að setja á odd­inn gagn­vart Dana­kon­ungi ýmis þau fram­fara­mál sem skiptu fram­gang þjóðar­inn­ar máli. Í hug­um margra var versl­un­ar­frelsi samofið þjóðfrels­inu, enda var það mál­efni fyr­ir­ferðar­mikið á hinu end­ur­reista Alþingi – og skyldi eng­an undra í ljósi tæp­lega 200 ára af danskri ein­ok­un­ar­versl­un frá ár­inu 1602, sem var af­num­in með frí­höndl­un­ar­lög­um sem giltu í tæp 70 ár, og fólu í sér ákveðnar til­slak­an­ir sem mörkuðu upp­hafið að því að ís­lensk­ir kaup­menn komu fram á sjón­ar­sviðið, þó svo að þeir hafi verið í minni­hluta á tíma­bil­inu. Ríkt ákall var eft­ir fullu versl­un­ar­frelsi enda var það álitið grund­völl­ur póli­tísks frels­is þjóðar­inn­ar fram á veg­inn. Birt­ist þetta meðal ann­ars í orðum af­mæl­is­barns dags­ins, Jóns Sig­urðsson­ar, sem hann ritaði í bréfi nokkru sem stílað var á bróður hans þann 29. júní 1852, þar sem Jón rit­ar: „Ef verzl­un­ar­frelsi kæm­ist á, þá vildi eg helzt kom­ast heim að verða þar, því þá veit eg pólitiskt frelsi kem­ur á ept­ir.“ Það urðu því ákveðin vatna­skil hinn 1. apríl 1855 þegar rík­isþing Dan­merk­ur samþykkti lög um versl­un­ar­frelsi sem heim­ilaði kaup­mönn­um annarra ríkja að versla við Íslend­inga og inn­lend­um versl­un­ar­mönn­um gafst nú kost­ur á að leigja er­lend skip fyr­ir starf­semi sína. Hin nýju lög áttu eft­ir að leggja grund­völl að inn­lend­um pönt­un­ar- og versl­un­ar­fé­lög­um í land­inu, sem var vita­skuld mik­il breyt­ing.

Þjóð meðal þjóða

Um­turn­un hef­ur orðið á ís­lensku sam­fé­lagi frá þeim tím­um sem rakt­ir eru hér að ofan en þessi dæmi­saga geym­ir mik­il­væg­an lær­dóm. Stofn­un lýðveld­is­ins veitti Íslandi rödd í alþjóðasam­fé­lag­inu, bæði meðal þjóða og alþjóðastofn­ana. Sem sjálf­stætt ríki hef­ur Ísland látið rödd sína heyr­ast á alþjóðavett­vangi og yfir lýðveld­is­tím­ann hef­ur frjáls­ræði og mögu­leik­ar ís­lensks viðskipa­lífs auk­ist veru­lega, meðal ann­ars á grund­velli aðild­ar okk­ar að EES-samn­ingn­um sem trygg­ir frelsi í flutn­ingi vara, þjón­ustu, fjár­magns og vinnu­afls milli aðild­ar­landa samn­ings­ins, sem og fríversl­un­ar­samn­inga sem Ísland hef­ur gert á grund­velli EFTA en einnig tví­hliða við stórþjóðir í heim­in­um svo dæmi séu tek­in. Sam­hliða þessu hef­ur stoðum at­vinnu­lífs­ins fjölgað úr einni í fjór­ar og út­flutn­ings­tekj­ur þjóðarbús­ins marg­fald­ast sem skipt­ir miklu máli fyr­ir lítið og opið hag­kerfi eins og okk­ar. Þá er nán­ast sama hvar borið er niður í sam­an­b­urði á lífs­kjör­um og lífs­gæðum ým­is­kon­ar milli ríkja, Ísland mæl­ist þar nán­ast und­an­tekn­inga­laust meðal efstu ríkja í heim­in­um, sem er eft­ir­tekt­ar­verður ár­ang­ur fyr­ir fá­menna þjóð í Atlants­hafi. Þeim kyn­slóðum sem komu á eft­ir for­vígs­mönn­um sjálf­stæðis­bar­átt­unn­ar og tóku við sjálf­stæðiskefl­inu hef­ur þannig vegnað vel í að sækja fram í þágu ís­lenskra hags­muna á grund­velli sjálfs­ákvörðun­ar­rétt­ar þjóðar­inn­ar. Ekk­ert verður hins veg­ar til úr engu, en lands­menn hafa borið gæfu til að nýta auðlind­ir lands­ins á sjálf­bær­an hátt og styðja þannig við öfl­ugt vel­ferðarsam­fé­lag, þar sem all­ir eiga að fá tæki­færi til að lifa gæfu­ríku lífi óháð efna­hag. Ávallt þarf að huga að efna­hags­legu sjálf­stæði þjóðar­inn­ar, líkt og Jón gerði forðum daga, enda legg­ur það grunn­inn að fram­sókn lands og þjóðar.

Fögn­um lýðveld­inu

Það eru for­rétt­indi að búa í lýðræðis­sam­fé­lagi eins og okk­ar og geta fagnað lýðveldisaf­mæli sem þessu. Við sjá­um það víða er­lend­is að sótt er að þeim gild­um sem við grund­völl­um sam­fé­lag og stjórn­ar­far okk­ar á. Það er óheillaþróun sem þarf sporna við. Við Íslend­ing­ar þurf­um að halda áfram að rækta lýðveldið, fjör­eggið okk­ar, og allt það sem því fylg­ir. Það ger­um við meðal ann­ars með virkri þátt­töku þjóðfé­lagsþeg­anna, heil­brigðum skoðana­skipt­um, þátt­töku í kosn­ing­um og að fagna áföng­um eins og deg­in­um í dag um allt land. Ég óska lands­mönn­um öll­um til ham­ingju með 80 ára af­mæli lýðveld­is­ins og megi Ísland vera frjálst og sjálf­stætt um ókomna tíð.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin bitist fyrst í Morgunblaðinu 17. júní 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Fögnum lýðveldinu

Deila grein

10/06/2024

Fögnum lýðveldinu

Hand­an við hornið er merk­is­áfangi í sögu ís­lensku þjóðar­inn­ar en þann 17. júní næst­kom­andi verða liðin 80 ár frá því að stofn­un lýðveld­is­ins átti sér stað hér á landi. Með því lauk sam­bandi milli Íslands og Dan­merk­ur sem staðið hafði yfir í ald­ir og stjórn­ar­far­inu sem við þekkj­um í dag var komið á. Á ferðum og fund­um mín­um und­an­farið bera þessi tíma­mót nokkuð reglu­lega á góma í sam­töl­um mín­um við fólk. Þökk sé góðu lang­lífi hér á landi er drjúg­ur hóp­ur núlif­andi Íslend­inga sem fædd­ist und­ir dönsk­um kóngi. Átta­tíu ár eru í raun ekki það lang­ur tími þegar maður hugs­ar út í það, en breyt­ing­arn­ar sem orðið hafa á ís­lensku sam­fé­lagi eru ótrú­leg­ar. Frá því að vera eitt fá­tæk­asta ríki Evr­ópu, yfir í það að vera í fremstu röð lífs­kjara í heim­in­um sam­kvæmt helstu mæl­ing­um. Þannig hef­ur sjálf­stæðið reynst bless­un í sókn okk­ar fram á við, blásið í okk­ur enn frek­ari kjarki til þess að gera bet­ur. Það er óbilandi trú mín að það stjórn­ar­far sem er far­sæl­ast bygg­ist á því að ákv­arðanir um vel­ferð fólks eru tekn­ar sem næst fólk­inu sjálfu.

Lýðveldið er hraust og sprelllifn­andi eins og ný­af­staðnar for­seta­kosn­ing­ar eru til vitn­is um. Öflug­ur hóp­ur fram­bjóðenda gaf þar kost á sér til að gegna embætti for­seta Íslands, fjöl­marg­ir sjálf­boðaliðar lögðu for­setafram­bjóðend­um lið með ýms­um hætti og kjör­sókn var sú besta í 28 ár. Allt upp­talið er mikið styrk­leika­merki fyr­ir lýðræðis­sam­fé­lag eins og okk­ar. Því miður er sótt að lýðræði og gild­um þess víða um heim í dag. Það er óheillaþróun sem sporna þarf við. Lýðræðið þarf nefni­lega að rækta og standa vörð um. Þar gegn­ir virkt þátt­taka borg­ar­anna lyk­il­hlut­verki, hvort sem það felst í að bjóða sig fram til embætta, skrifa skoðanap­istla, baka vöffl­ur í kosn­inga­bar­áttu, bera út kosn­inga­bæklinga eða mæta á kjörstað. Allt þetta er hluti af virku lýðræðisþjóðfé­lagi.

Mik­il­væg­ur hluti af því að rækta lýðveldið og lýðræðið er að fagna því og halda upp á mik­il­væga áfanga í sögu þess. Kom­andi lýðveldisaf­mæli er ein­mitt slík­ur áfangi en fjöl­breytt hátíðardag­skrá verður út um allt land í til­efni af 17. júní. Einnig hef­ur nefnd skipuð full­trú­um for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins, menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is­ins, skrif­stofu Alþing­is, skrif­stofu for­seta Íslands og Þing­vallaþjóðgarðs. Nefnd­in hef­ur unnið að und­ir­bún­ingi viðburða til að halda upp á tíma­mót­in um allt land á næstu mánuðum.

Sjálf mun ég fagna þjóðhátíðar­deg­in­um vest­ur á Hrafns­eyri, fæðingastað Jóns Sig­urðsson­ar, þar sem verður skemmti­leg dag­skrá í til­efni lýðveldisaf­mæl­is­ins og einnig 1150 ára af­mæl­is Íslands­byggðar. Ég vil hvetja sem flesta til þess að taka þátt í að fagna 80 ára af­mæli lýðveld­is­ins, enda er það fjör­egg okk­ar sem við verðum að hlúa að til framtíðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. júní 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustuna

Deila grein

31/05/2024

Þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustuna

Ferðaþjón­ust­an er í dag stærsti gjald­eyr­is­skap­andi at­vinnu­veg­ur þjóðar­inn­ar og mik­il­væg­ur drif­kraft­ur hag­vaxt­ar í land­inu. Með til­komu henn­ar hef­ur orðið um­turn­un á viðskipta­jöfnuði þjóðarbús­ins á rúm­lega 10 árum. Sveifl­ur í at­vinnu­grein­inni geta þannig fram­kallað nokk­ur hröð áhrif á lyk­il­breyt­ur í efna­hags­líf­inu.

Fyrr á ár­inu var smíði á sér­stöku þjóðhags­líkani fyr­ir ís­lenska ferðaþjón­ustu lokið. Með líkan­inu verður hægt að skoða áhrif breyt­inga í starfs­um­hverfi ferðaþjón­ust­unn­ar á hag­kerf­inu. Um er að ræða fyrsta þjóðhags­lík­an fyr­ir at­vinnu­grein hér­lend­is. Ferðamála­stofa hef­ur haldið á fram­kvæmd verk­efn­is­ins fyr­ir hönd menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is­ins en ann­ars veg­ar er um að ræða sér­stakt þjóðhags­lík­an fyr­ir ís­lenska ferðaþjón­ustu, eða svo­kallað geiralík­an, og hins veg­ar út­víkk­un á spálíkani Seðlabanka Íslands/​Hag­stofu Íslands, þannig að það taki til­lit til hlut­verks ferðaþjón­ust­unn­ar í þjóðarbú­skapn­um.

Til­koma þjóðhags­lík­ans­ins skipt­ir máli í um­gjörð ferðaþjón­ust­unn­ar og mun líkanið gera stjórn­völd­um og öðrum hagaðilum kleift að skoða með raun­hæf­um hætti áhrif breyt­inga á helstu for­send­um ferðaþjón­ustu á hag grein­ar­inn­ar sem og þjóðarbús­ins alls – og öf­ugt. Þannig verður hægt að meta áhrif­in af breyt­ing­um í þjóðarbú­skapn­um á hag grein­ar­inn­ar. Þar má nefna sem dæmi áhrif ferðaþjón­ust­unn­ar á þjóðhags­stærðir eins og VLF og at­vinnu­stig, s.s. við far­sótt­ir, mikl­ar breyt­ing­ar á flug­sam­göng­um eða ferðavilja, og áhrif geng­is, verðlags, at­vinnu­stigs og skatta á ferðaþjón­ust­una.

Unnið er að því að gera gagn­virka og ein­falda út­gáfu þjóðhags­lík­ans­ins aðgengi­lega á vefsvæði Ferðamála­stofu eða Mæla­borði ferðaþjón­ust­unn­ar, þannig að not­end­ur geti breytt meg­in­for­send­um og séð áhrif þeirra breyt­inga skv. líkan­inu á aðrar helstu hag­stærðir.

Sam­keppn­is­hæfni ferðaþjón­ust­unn­ar skipt­ir þjóðarbúið höfuðmáli og þurfa ákv­arðanir stjórn­valda að end­ur­spegla þá staðreynd í hví­vetna. Fleiri ríki sem við ber­um okk­ur sam­an við hafa á und­an­förn­um árum lagt aukna áherslu á að byggja upp ferðaþjón­ustu með mark­viss­um hætti. Ísland verður að vera á tán­um gagn­vart þeirri auknu alþjóðlegu sam­keppni sem af því leiðir. Hið nýja þjóðhags­lík­an mun hjálpa okk­ur að skilja hvaða áhrif fækk­un eða fjölg­un ferðamanna hef­ur á þjóðarbúið og und­ir­byggja enn bet­ur þær ákv­arðanir sem tekn­ar eru í mál­efn­um ferðaþjón­ust­unn­ar.

Ég er bjart­sýn fyr­ir hönd ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu sem hef­ur náð mikl­um ár­angri á und­an­förn­um ára­tug. Mikl­um vexti fylgja oft áskor­an­ir eins og við þekkj­um, en heilt yfir hef­ur okk­ur sem sam­fé­lagi tek­ist vel til við að tak­ast á við þær, enda eru mikl­ir hags­mun­ir í húfi fyr­ir þjóðarbúið í heild.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 31. maí 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Tímamót með nýrri ferðamálastefnu

Deila grein

22/05/2024

Tímamót með nýrri ferðamálastefnu

Ferðaþjón­ust­unni hef­ur vaxið fisk­ur um hrygg á und­an­förn­um árum en ferðamenn sem hingað koma hríf­ast af menn­ingu okk­ar og hinni stór­brotnu ís­lensku nátt­úru sem er ein­stök á heimsvísu. Mæl­ing­ar sýna ein­mitt að þeir ferðamenn sem hingað koma njóta veru sinn­ar mikið og gefa Íslandi afar góða um­sögn.

Í liðinni viku tók Alþingi til um­fjöll­un­ar til­lögu mína til þings­álykt­un­ar um nýja ferðamála­stefnu til árs­ins 2030 og aðgerðaáætl­un henni tengda. Þjóðhags­legt mik­il­vægi ferðaþjón­ustu hér á landi hef­ur auk­ist veru­lega sam­hliða vexti grein­ar­inn­ar. Ytri staða þjóðarbús­ins stóð oft á tím­um tæpt hér á árum áður en straum­hvörf urðu á viðskipta­jöfnuði þjóðarbús­ins fyr­ir rúm­lega tíu árum þegar ferðaþjón­ust­an fór á flug í kjöl­far eld­goss­ins í Eyja­fjalla­jökli. Ferðaþjón­ust­an er í dag stærsti gjald­eyr­is­skap­andi at­vinnu­veg­ur þjóðar­inn­ar og mik­il­væg­ur drif­kraft­ur hag­vaxt­ar í land­inu.

Það skipt­ir máli að búa þess­ari stóru og þjóðhags­lega mik­il­vægu at­vinnu­grein sterka um­gjörð og marka skýra sýn á það hvert skal haldið. Þar mun ný ferðamála­stefna skipa veiga­mik­inn sess. Vinna við hina nýju ferðamála­stefnu hef­ur verið eitt af for­gangs­mál­um mín­um í menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­inu. Sjö starfs­hóp­ar hafa unnið að ferðamála­stefn­unni, sem hafa verið skipaðir af 6-8 sér­fróðum aðilum. Ferðaþjón­ust­an er fjöl­breytt og skemmti­leg at­vinnu­grein, sem end­ur­spegl­ast ein­mitt í hóp­un­um en þeir náðu utan um sjálf­bærni og orku­skipti, sam­keppn­is­hæfni og verðmæta­sköp­un, rann­sókn­ir og ný­sköp­un, upp­bygg­ingu áfangastaða, hæfni og gæði, heilsu-, veit­inga- og hvata­ferðaþjón­ustu og svo menn­ing­ar­tengda ferðaþjón­ustu.

Framtíðar­sýn ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu er að vera leiðandi í sjálf­bærri þróun á grunni efna­hags­legs og sam­fé­lags­legs jafn­væg­is. Í því felst að ferðaþjón­ust­an sé arðsöm og sam­keppn­is­hæf, í sátt við nátt­úru, ís­lenska menn­ingu og tungu. Það skipt­ir miklu máli að hlúa að ferðaþjón­ust­unni um allt land og skapa þannig skil­yrði að hægt sé að lengja ferðamanna­tíma­bilið hring­inn um landið. Það rík­ir mik­il alþjóðleg sam­keppni í ferðaþjón­ustu og við verðum ávallt að vera á tán­um að tryggja að sam­keppn­is­hæfni ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu sé eins og best verði á kosið.

Það skipt­ir nefni­lega lítið opið hag­kerfi eins og okk­ar öllu máli að hér séu styrk­ar út­flutn­ings­stoðir eins og ferðaþjón­ust­una.

Sag­an kenn­ir okk­ur að þjóðríki sem hafa mikl­ar út­flutn­ings­tekj­ur, mynd­ar­leg­an gjald­eyr­is­forða sem og inn­lend­an sparnað eru í mun sterk­ari stöðu til að kljást við óvænt ytri áföll í efna­hags­líf­inu. Þar mun ferðaþjón­ust­an skipta lyk­il­máli til framtíðar. Leikplanið sem felst í nýrri ferðamála­stefnu er metnaðarfullt, verk­efnið framund­an verður að hrinda því í fram­kvæmd og sækja fram fyr­ir ís­lenska ferðaþjón­ustu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22. maí 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Tæknin sem breytir heiminum

Deila grein

13/05/2024

Tæknin sem breytir heiminum

Tækni­breyt­ing­arn­ar sem eru að eiga sér stað í gegn­um gervi­greind og mál­tækni eru þær mestu í ára­tugi. Tækni mun breyta því hvernig fólk vinn­ur, lær­ir, ferðast, nálg­ast heil­brigðisþjón­ustu og hef­ur sam­skipti sín á milli.

Eins og flest­um er kunn­ugt hafa mikl­ar breyt­ing­ar orðið á stöðu tungu­mála með til­komu gervi­greind­ar, alþjóðavæðing­ar og auk­inna fólks­flutn­inga. Stjórn­völd hafa á und­an­förn­um árum sett mál­efni ís­lensk­unn­ar í önd­vegi í þessu ljósi. Til að mynda samþykkti Alþingi Íslend­inga í síðustu viku aðgerðaáætl­un í mál­efn­um ís­lenskr­ar tungu til árs­ins 2026. Alls eru þetta 18 aðgerðir sem mótaðar eru í sam­starfi fimm ráðuneyta. Stjórn­völd hafa und­an­far­in ár einnig fjár­fest í mál­tækni fyr­ir ís­lensku með ver­káætl­un­inni Mál­tækni fyr­ir ís­lensku 2018-2022 og náð góðum ár­angri. Mark­miðið með henni er skýrt: að gera ís­lensk­una gild­andi í hinum sta­f­ræna heimi til framtíðar. Í heimi tækn­inn­ar þarf að tala máli ís­lensk­unn­ar gagn­vart þeim aðilum sem leiða tækniþróun í heim­in­um. Það þarf að minna á mik­il­vægi minni tungu­mála og koma á fram­færi þeim ís­lensku mál­tækni­lausn­um sem smíðaðar hafa verið hér á landi á und­an­förn­um árum sem er­lend tæknifyr­ir­tæki geta inn­leitt í vör­ur sín­ar með nokkuð greiðum hætti. Það var mik­il viður­kenn­ing fyr­ir veg­ferð ís­lenskra stjórn­valda í mál­efn­um ís­lensk­unn­ar þegar banda­ríska tæknifyr­ir­tækið OpenAI gaf út nýja upp­færslu á gervi­greind­ar-mállíkan­inu GPT í fyrra þar sem ís­lenska var val­in fyrst tungu­mála, utan ensku, í þró­un­ar­fasa þess. Var það afrakst­ur sam­tala og funda við full­trúa fyr­ir­tæk­is­ins.

Í vik­unni leiddi ég sendi­nefnd til Banda­ríkj­anna sem fundaði með stór­um tæknifyr­ir­tækj­um til að ræða stöðu smærri tungu­mála, sér­stak­lega ís­lensku, í sta­f­ræn­um heimi. Fyr­ir­tæk­in voru Microsoft, Allen Institt­u4e for AI, Ant­hropic, Google og OpenAI. Er það meðal ann­ars í sam­ræmi við nýja mál­tækni­áætl­un þar sem lagt er til að auk­inn þungi verði sett­ur í að kynna ís­lenska mál­tækni á er­lendri grundu. Jafn­framt er verið að kanna hug þess­ara fyr­ir­tækja til að koma á fót alþjóðleg­um sam­starfs­vett­vangi fyr­ir smærri tungu­mál heims. Skemmst er frá því að segja að okk­ur var vel tekið og áhugi er fyr­ir hendi á að auka veg ís­lensk­unn­ar enn frek­ar. Microsoft hef­ur til dæm­is hef­ur sýnt ís­lensku mik­inn áhuga og má nefna að ýmis for­rit á borð við Word og allt viðmót þess er hægt að nota al­farið á ís­lensku. Eft­ir heim­sókn ís­lenskr­ar sendi­nefnd­ar árið 2022, sem for­seti Íslands ásamt mér og fleir­um fór í, hef­ur Microsoft nú þegar inn­leitt ís­lenska mál­tækni í tækni­lausn­ir sín­ar til að auka gæði ís­lensk­unn­ar. Meðal þess sem við rætt var við fyr­ir­tækið í þess­ari um­ferð var ís­lenska for­ritið Copi­lot, sem vel var tekið í. Það skipt­ir framtíð ís­lensk­unn­ar öllu máli að hún sé aðgengi­leg og nýti­leg í tækj­um sem við not­um. Okk­ur hef­ur auðnast að vinna heima­vinn­una okk­ar vel hingað til í þess­um efn­um svo eft­ir sé tekið og það er að skila sér. Hins veg­ar er verk­efnið langt í frá klárað og ljóst að frek­ari ár­ang­ur kall­ar á breiða sam­vinnu með virkri þátt­töku al­menn­ings, vís­inda­fólks, fræðasam­fé­lags­ins, fyr­ir­tækja og frum­kvöðla á þessu sviði. Þannig liggja hags­mun­ir ís­lensk­unn­ar víða sem mik­il­vægt er að huga að.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. maí 2024.