Categories
Fréttir Greinar

Fimm Grammy-verðlaun á fimm árum

Deila grein

06/02/2025

Fimm Grammy-verðlaun á fimm árum

Íslensku menn­ing­ar­lífi hlotnaðist enn einn heiður­inn á alþjóðavísu í vik­unni þegar Vík­ing­ur Heiðar Ólafs­son pí­anó­leik­ari vann hin virtu Grammy-tón­list­ar­verðlaun í flokki klass­ískra ein­leiks­hljóðfæra­leik­ara fyr­ir flutn­ing sinn á Gold­berg-til­brigðum Johanns Sebastians Bachs.

Það fylg­ir því mik­il upp­hefð að vera til­nefnd­ur til Grammy-tón­list­ar­verðlaun­anna en verðlaun­in eru af mörg­um tal­in þau eft­ir­sótt­ustu í tón­list­ar­heim­in­um. Árang­ur Íslend­inga á und­an­förn­um fimm árum er stór­kost­leg­ur, en með verðlaun­um Vík­ings Heiðars hafa ís­lensk­ir lista­menn hlotið yfir 11 Grammy-til­nefn­ing­ar, og unnið fimm sinn­um; Hild­ur Guðna­dótt­ir fyr­ir tónlist í þátt­un­um Cherno­byl og kvik­mynd­inni Jókern­um, Dísella Lár­us­dótt­ir fyr­ir bestu óperu­upp­tök­una í verk­inu Ak­hna­ten, Lauf­ey Lín Jóns­dótt­ir fyr­ir plötu sína Bewitched í flokki hefðbund­inn­ar popp­tón­list­ar og nú síðast Vík­ing­ur Heiðar. Í heild hafa átta Íslend­ing­ar unnið til níu verðlauna en þeir Stein­ar Hösk­ulds­son, Gunn­ar Guðbjörns­son, Sig­ur­björn Bern­h­arðsson og Krist­inn Sig­munds­son hafa einnig unnið til verðlaun­anna.

Allt eru þetta lista­menn sem hafa skarað fram úr á sínu sviði svo að um­heim­ur­inn hef­ur tekið eft­ir. Á und­an­förn­um árum var ég reglu­lega spurð að því af er­lendu fólki hvaða krafta­verk væru unn­in hjá okk­ar tæp­legu 400.000 manna þjóð í þess­um efn­um. Að mín­um dómi er þetta hins veg­ar eng­in til­vilj­un. Að baki þess­um glæsi­lega ár­angri ligg­ur þrot­laus vinna og metnaður tón­list­ar­mann­anna sjálfra ásamt því að hér á landi hef­ur ríkt ein­dreg­inn vilji til þess að styðja við menn­ingu og list­ir, til dæm­is með framúrsk­ar­andi tón­list­ar­kenn­ur­um sem leggja sig alla fram við að miðla þekk­ingu sinni og reynslu í kennslu­stof­um lands­ins, ásamt því að tryggja aðgang fólks að tón­list­ar­námi.

Sú alþjóðlega braut heims­frægðar sem Björk ruddi hef­ur breikkað mjög með vax­andi efniviði og ár­angri ís­lenskra tón­list­ar­manna. Þannig hafa til að mynda hljóm­sveit­ir eins og Of Mon­sters and Men, KAL­EO og all­ir Grammy-verðlauna­haf­arn­ir okk­ar tekið þátt í að auka þenn­an hróður lands­ins með sköp­un sinni og af­rek­um. Þessi ár­ang­ur er einnig áminn­ing um að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hef­ur verið af hálfu hins op­in­bera við að fjár­festa í menn­ingu og list­um á und­an­förn­um árum á grund­velli vandaðrar stefnu­mót­un­ar sem birt­ist okk­ur meðal ann­ars í tón­list­ar­stefnu til árs­ins 2030. Með henni hafa verið stig­in stór skref í að styrkja um­gjörð tón­list­ar­lífs­ins í land­inu, til að mynda með fyrstu heild­ar­lög­un­um um tónlist, nýrri tón­list­armiðstöð og nýj­um og stærri tón­list­ar­sjóði. Ég er mjög stolt af þess­um skref­um sem munu skila sér í enn meiri stuðningi við tón­listar­fólkið okk­ar.

Ég vil óska Vík­ingi Heiðari og fjöl­skyldu hans inni­lega til ham­ingju með verðlaun­in. Þau eru hvatn­ing til yngri kyn­slóða og enn ein rós­in í hnappagat ís­lenskr­ar menn­ing­ar á alþjóðavísu. Fyr­ir það ber að þakka.

Lilja Alfreðsdóttir, vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. febrúar 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Raunsæis þörf í öryggismálum

Deila grein

30/01/2025

Raunsæis þörf í öryggismálum

Alþjóðamál­in hafa ekki verið jafn þýðing­ar­mik­il í ár­araðir og það reyn­ir á rík­is­stjórn Íslands að tryggja hags­muni lands­ins. Það eru viðsjár­verðir tím­ar. Enn sér ekki fyr­ir end­ann á hrika­legu stríði í Úkraínu. Norður­skautið er komið í hringiðu alþjóðaum­ræðunn­ar vegna áhuga Banda­ríkja­for­seta á að styrkja stöðu sína á Græn­landi. For­sæt­is­ráðherr­ar Norður­land­anna funduðu vegna stöðunn­ar og danski for­sæt­is­ráðherr­ann er far­inn í ferðalag um Evr­ópu til að tryggja stuðning við þeirra málstað. Í mín­um huga snýst málið um vilja Græn­lend­inga og sjálf­stæði þeirra til framtíðar, sem og virðingu fyr­ir alþjóðalög­um. Land­fræðileg staða Íslands og Græn­lands er mik­il­væg sem fyrr og gott að rifja upp margtil­vitnuð orð fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Winst­ons Churchills: „Hver sá sem hef­ur yf­ir­ráð yfir Íslandi held­ur á byssu miðaðri á Eng­land, Am­er­íku og Kan­ada,‘‘ sagði hann um hernaðarlegt mik­il­vægi Íslands í seinni heims­styrj­öld­inni. Æ síðan hef­ur lega Íslands skipað grund­vall­arsess í varn­ar­mál­um vest­rænna ríkja.

Frelsi og ör­yggi er grund­vall­arþátt­ur í vel­ferð okk­ar. Það var því fram­sýni þegar ís­lensk stjórn­völd ákváðu að Ísland yrði stofnaðili að Atlants­hafs­banda­lag­inu. Þar sem herlaus þjóð gat ekki varið sig fór banda­lagið þess á leit við Ísland og Banda­rík­in að þjóðirn­ar gerðu ráðstaf­an­ir sín á milli með varn­ar­samn­ingn­um árið 1951. Á þeim tíma var varn­ar­leysi lands­ins talið stofna ör­yggi þess sjálfs og friðsamra ná­granna þess í voða eins og það er orðað í samn­ing­um. Staðfesta stjórn­valda þá tryggði aðstöðu hér á landi til að sinna vörn­um og varðveita þannig frið og ör­yggi á svæðinu.

Það er því afar brýnt að haldið sé vel utan um stöðu Íslands og tryggt áfram­hald­andi vest­rænt sam­starf. Lega Íslands hef­ur í för með sér að tryggja verður áfram­hald­andi sam­starf við Banda­rík­in í sam­ræmi við sögu­leg­an varn­ar­samn­ing, ásamt því að rækta sam­starfið við hinar Norður­landaþjóðirn­ar og sam­starfið inn­an Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins. Okk­ar vel­gengni grund­vall­ast á þess­um styrku stoðum í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Ýmsir hafa fært rök fyr­ir því að nauðsyn­legt sé að ganga í Evr­ópu­sam­bandið til að tryggja varn­ir lands­ins en það á ekki við. Ég minni á að Finn­land og Svíþjóð gerðust aðilar að NATO, ein­mitt vegna þess að þau töldu að varn­ir ESB dygðu ekki til. Evr­ópu­sam­bands­sinn­ar á Íslandi telja að best sé fyr­ir landið okk­ar að ganga í ESB út af stefnu Trumps og eru þar með til­bún­ir til að fórna sjálf­stæði þjóðar­inn­ar og eign­ar­haldi á auðlind­um okk­ar. Ég geld var­hug við þess­ari nálg­un, því ber­in eru súr. Ísland hef­ur átt í far­sælu sam­starfi við Banda­rík­in allt frá lýðveld­is­stofn­un ásamt því að stunda frjáls viðskipti inn­an EES. Þessi leið hef­ur skilað mik­illi verðmæta­sköp­un og góðum lífs­kjör­um. Það er afar brýnt að rík­is­stjórn­in vandi sig og mæti til leiks.

Reglu­lega verða at­b­urðir sem und­ir­strika mik­il­vægi þess að huga vel að varn­ar­mál­um. Þá vakt þurf­um við ávallt að standa og taka virk­an þátt með vinaþjóðum okk­ar í að standa vörð um þá sam­fé­lags­gerð sem við þekkj­um. Þrátt fyr­ir að Ísland sé lítið skipt­ir fram­lag okk­ar miklu máli í þessu sam­hengi – rétt eins og Winst­on Churchill benti rétti­lega á.

Lilja Alfreðsdóttir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 30. janúar 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Ábyrg ríkisfjármál lykill að framþróun

Deila grein

23/01/2025

Ábyrg ríkisfjármál lykill að framþróun

Við lif­um á einkar áhuga­verðum tím­um í alþjóðamál­um. Valda­skipti í Bretlandi og Banda­ríkj­un­um, yf­ir­vof­andi kosn­ing­ar í Þýskalandi, þrengri efna­hags­staða Evr­ópu­sam­bands­ins, áfram­hald­andi stríðsátök í Úkraínu og stór­merki­leg­ar vend­ing­ar í Mið-Aust­ur­lönd­um skapa flókið og sí­breyti­legt lands­lag í alþjóðamál­un­um. Þjóðríki og ríkja­sam­tök und­ir­búa sig fyr­ir harðnandi sam­keppni í alþjóðaviðskipt­um, þar sem tolla- og viðskipta­hindr­an­ir kunna að setja svip sinn á þró­un­ina. Á sama tíma eiga mörg ríki enn í vök að verj­ast eft­ir áföll­in sem covid-19-heims­far­ald­ur­inn olli í efna­hags­lífi þeirra, og hef­ur það haft af­ger­andi áhrif á rík­is­fjár­mál víða um heim.

Ísland kom hins veg­ar vel út úr þess­um áskor­un­um og hef­ur sýnt mikla seiglu í efna­hags­stjórn sinni. Lær­dóm­ur­inn af hag­stjórn lýðveld­is­ár­anna hef­ur sannað sig enn á ný: nauðsyn­legt er að rík­is­sjóður sé ávallt vel und­ir­bú­inn til að mæta efna­hags­leg­um áföll­um, bæði innri og ytri. Þannig nema nú nettóskuld­ir rík­is­ins um 30% af vergri lands­fram­leiðslu (VLF), sem er afar hag­stæð staða í sam­an­b­urði við önn­ur ríki. Til sam­an­b­urðar nema skuld­ir ríkja á evru­svæðinu um 90% af VLF og í Bretlandi um 100%, þar sem leit­in að sjálf­bær­um hag­vexti er áfram helsta áskor­un­in.

Eitt af brýn­ustu verk­efn­um op­in­berra fjár­mála hér á landi er að halda áfram á þeirri braut sem síðasta rík­is­stjórn lagði, með það að mark­miði að draga úr fjár­magns­kostnaði rík­is­sjóðs. Tryggja þarf að láns­kjör rík­is­ins end­ur­spegli hina sterku stöðu lands­ins á alþjóðavísu. Þessi ár­ang­ur hef­ur þegar skilað sér í hækk­un láns­hæf­is­mats ís­lenska rík­is­ins á síðasta ári, sem er vitn­is­b­urður um sterka und­ir­liggj­andi stöðu hag­kerf­is­ins.

Á hinn bóg­inn standa mörg lönd frammi fyr­ir mikl­um áskor­un­um. Í Bretlandi er hag­vöxt­ur hæg­ur á sama tíma og skuld­ir aukast. Alþjóðleg­ir fjár­fest­ar, eins og Ray Dalio, stofn­andi fjár­fest­inga­sjóðsins Bridgewater, hafa lýst yfir áhyggj­um af stöðu breskra rík­is­fjár­mála og bent á að landið gæti lent í nei­kvæðum skulda­spíral. Slík þróun gæti þýtt sí­vax­andi láns­fjárþörf til að standa straum af vöxt­um. Dalio bend­ir á hækk­andi ávöxt­un á 30 ára rík­is­skulda­bréf­um og veikt pund sem merki um aukna erfiðleika í rík­is­fjár­mál­um Bret­lands. Við þetta bæt­ist að fjár­laga­hall­inn þar nem­ur rúm­um 4% af lands­fram­leiðslu, sem dreg­ur úr fjár­hags­legu svig­rúmi stjórn­valda.

Á þess­um tíma­mót­um skipt­ir höfuðmáli að ís­lensk stjórn­völd taki skyn­sam­leg­ar og fram­sýn­ar ákv­arðanir í rík­is­fjár­mál­um. Mik­il­vægt er að viðhalda þeim góða ár­angri sem þegar hef­ur náðst og stuðla að áfram­hald­andi stöðug­leika. Forðast þarf all­ar ákv­arðanir sem gætu ógnað lækk­un­ar­ferli vaxta Seðlabank­ans eða skapað nei­kvæðan þrýst­ing á at­vinnu­lífið.

Lyk­ill­inn að far­sælli framtíð er að lækka fjár­magns­kostnað rík­is­sjóðs, skapa aukið svig­rúm til upp­bygg­ing­ar og tryggja að fyr­ir­tæki og ein­stak­ling­ar hafi góðar aðstæður til að skapa verðmæti og stuðla að hag­vexti.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23. janúar 2025.

Categories
Greinar

Samvinna – lykill að árangri

Deila grein

16/01/2025

Samvinna – lykill að árangri

Sam­vinnu­hug­sjón­in á ræt­ur að rekja til Bret­lands árið 1844 og barst til Íslands á 19. öld. Grunn­hug­mynd­in er ein­föld: með sam­eig­in­legu átaki ná menn lengra en í ein­angruðum verk­efn­um.

Þetta viðhorf hef­ur aldrei verið mik­il­væg­ara en nú í krefj­andi alþjóðlegu sam­hengi. Sam­vinna er ómiss­andi þátt­ur í stjórn­un lands, og Fram­sókn hef­ur beitt henni til að ná ár­angri fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag í yfir heila öld.

Leið að sjálf­bær­um hag­vexti

Einn áhrifa­mesti hag­fræðing­ur sög­unn­ar, Al­fred Mars­hall (1842-1924), sem er tal­inn einn af feðrum nú­tíma­hag­fræði, lagði mikla áherslu á sam­vinnu og gerði rann­sókn­ir á efna­hags­leg­um ávinn­ingi sam­vinnu­fé­laga.

Niðurstaða hans var að sam­vinnu­fé­lög gætu aukið fram­leiðni og bætt lífs­kjör með því að sam­eina hags­muni vinnu­afls og stjórn­enda. Hann benti einnig á að sam­vinna og sér­hæf­ing inn­an ákveðinna land­fræðilegra svæða gætu aukið fram­leiðni.

Áhuga­vert er einnig að skoða hag­fræðikenn­ing­ar nó­bels­verðlauna­haf­ans Ed­munds Phelps en hann hef­ur bent á mik­il­vægi sam­vinnu fyr­ir sjálf­bær­an hag­vöxt. Kenn­ing­ar hans leggja áherslu á tengsl ný­sköp­un­ar, menn­ing­ar og efna­hags­legs vaxt­ar.

Hag­vöxt­ur bygg­ist ekki ein­göngu á fjár­fest­ingu og vinnu­afli held­ur einnig á hug­viti, sköp­un­ar­gáfu og þátt­töku ein­stak­linga. Sam­vinna auðveld­ar miðlun hug­mynda og þróun lausna, sem er und­ir­staða ný­sköp­un­ar. Í markaðshag­kerfi verður sam­vinna milli ein­stak­linga og fyr­ir­tækja að afli sem stuðlar að fram­leiðniaukn­ingu og tækniþróun.

Sam­kvæmt hagrann­sókn­um eyk­ur fé­lags­legt traust skil­virkni í fram­leiðslu­ferl­um og skap­ar sam­eig­in­leg mark­mið og verðmæti sem gagn­ast sam­fé­lag­inu. Sér­stak­lega á tím­um tækniþró­un­ar er sam­vinna milli rík­is, fyr­ir­tækja og rann­sókna lyk­ill að stöðugum hag­vexti.

Án henn­ar hætt­ir hag­kerf­um til að staðna, en með henni verður til um­hverfi sem hvet­ur til ný­sköp­un­ar og hag­sæld­ar fyr­ir alla.

Hug­sjón sem höfð verður í brenni­depli

Sam­vinnu­hug­sjón­in er því grund­vall­ar­atriði, bæði í stjórn­mál­um og efna­hags­lífi, þar sem hún legg­ur grunn að nýj­um lausn­um og sjálf­bærri þróun. Sam­vinna er hug­mynda­fræði sem á er­indi við sam­tím­ann og mun Fram­sókn leggja áherslu á að sú hug­sjón haldi áfram að skapa fé­lags­leg­an og efna­hags­leg­an auð á Íslandi.

Lilja Alfreðsdóttir, vara­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. janúar 2025.

Categories
Fréttir Greinar

Engin miðja án Framsóknar

Deila grein

26/11/2024

Engin miðja án Framsóknar

Sam­talið við kjós­end­ur er það skemmti­leg­asta við stjórn­mál­in. Kom­andi kosn­ing­ar skipta miklu máli fyr­ir næstu fjög­ur ár. Kann­an­ir helgar­inn­ar sýna að Fram­sókn á á bratt­ann að sækja. Við fram­bjóðend­ur flokks­ins finn­um hins veg­ar fyr­ir mjög hlýj­um straum­um og trú­um því að okk­ar fjöl­mörgu verk í þágu sam­fé­lags­ins nái í gegn fyr­ir kosn­ing­arn­ar hinn 30. nóv­em­ber.

Við finn­um að fólk kann ein­mitt að meta að Fram­sókn hafi frek­ar ein­beitt sér að því að klára verk­efn­in í stað þess að taka þátt í reglu­leg­um deil­um Sjálf­stæðis­flokks og Vinstri grænna. Því fylg­ir ábyrgð að stjórna landi.

Við heyr­um líka að mörg­um hrýs hug­ur við að upp úr kjör­köss­un­um komi hrein hægri­stjórn Sjálf­stæðis­flokks, Viðreisn­ar og Miðflokks með til­heyr­andi svelti­stefnu, niður­skurði og van­hugsaðri einka­væðingu rík­is­eigna.

Nú eða hrein ESB-stjórn Pírata, Viðreisn­ar og Sam­fylk­ing­ar, sem mun hækka skatta og leggja gjörv­allt stjórn­kerfið und­ir aðlög­un­ar­ferli að Evr­ópu­sam­band­inu næstu árin með til­heyr­andi átök­um í þjóðfé­lag­inu.

Aðild að ESB mun leiða af sér minni hag­vöxt og framsal á full­veldi Íslands, þar með talið í auðlinda­mál­um. Það eru staðreynd­ir.

Við þurf­um ekki fleira til þess að ala á ósætti og óvissu í sam­fé­lag­inu. Eini val­kost­ur­inn til þess að koma í veg fyr­ir fyrr­nefnd stjórn­ar­mynst­ur er að kjósa Fram­sókn, flokk­inn á miðjunni, sem hef­ur einn stjórn­mála­flokka fylgt þjóðinni sam­fellt í meira en heila öld. Það er eng­in miðja án Fram­sókn­ar, og eng­in fram­sókn án miðju.

Mik­il­væg­asta verk­efnið fram und­an er áfram­hald­andi lækk­un vaxta og verðbólgu.

Því er ekki að neita að verðbólga í kjöl­far for­dæma­lauss heims­far­ald­urs og stríðsins í Evr­ópu hef­ur tekið á. Þá missti 1% þjóðar­inn­ar hús­næði sitt vegna jarðhrær­ing­anna í Grinda­vík. Stjórn­völd tóku þá ákvörðun að gera meira en minna til þess að styðja við sam­fé­lagið í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins, þegar 20.000 störf hurfu og margs kon­ar starf­semi lagðist í dvala. Það kostaði, en skilaði sér í sam­fé­lagi sem lenti á báðum fót­um.

Það er hins veg­ar ánægju­legt að mark­viss­ar og samþætt­ar aðgerðir op­in­berra aðila og aðila vinnu­markaðar­ins séu farn­ar að skila sér í lækk­un stýri­vaxta, sem hafa lækkað um 75 punkta síðan í októ­ber. Árang­ur í þessa veru ger­ist ekki af sjálfu sér og verður ekki til í tóma­rúmi kosn­ingalof­orða. Þetta er staðfest­ing á að stefna okk­ar virk­ar sem miðar að því að ná niður vöxt­um og verðbólgu. Við erum með ábyrga efna­hags­stefnu og með nægj­an­legt aðhald og skýra for­gangs­röðun í rík­is­fjár­mál­um. Við í Fram­sókn vilj­um halda áfram á þeirri braut og ósk­um eft­ir stuðningi í þau verk.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. nóvember 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Kvik­mynda­gerð á Ís­landi: Næstu skref

Deila grein

24/11/2024

Kvik­mynda­gerð á Ís­landi: Næstu skref

Kvikmyndagerð á Íslandi hefur vaxið og dafnað á undanförnum árum. Markviss skref hafa verið stigin til þess að styrkja umgjörð greinarinnar á grundvelli Kvikmyndastefnu til ársins 2030 en þar á meðal hefur aðgerðum verið hrint í framkvæmd sem snúa að:

  • hækkun endurgreiðsluhlutfalls í kvikmyndagerð úr 25% í 35% fyrir stærri verkefni,
  • 1,3 milljarða kr. viðbótarframlögum í Kvikmyndasjóð,
  • kvikmyndanámi á háskólastigi sem sett var á laggirnar við Listaháskóla Íslands,
  • hækkun framlaga til kennslu í kvikmyndagerð á framhaldsskólastigi,
  • nýjum starfslaunasjóði kvikmyndahöfunda sem tekur til starfa 2025, samkvæmt breytingum á lögum um starfslaun listamanna,
  • lögfestingu nýs fjárfestingasjóðs fyrir sjónvarpsefni.

Þá munu 1. desember nk. taka gildi breyttar reglur, sem unnið hefur verið að, sem heimila framleiðendum að fá helming endurgreiðslu sinnar þegar verk er hálfnað til að draga megi úr fjármögnunarkostnaði þeirra.

Kvikmyndagerð allt árið

Stefnumótun í kvikmyndagerð, sem unnin var í náinni samvinnu við geirann sjálfan, er þegar farin að skila okkur eftirtektarverðum árangri, m.a. í þeirri táknrænu staðreynd að kvikmyndagerð hér á landi er orðin heilsársatvinnugrein. Verkefnum, stórum sem smáum, hefur fjölgað og dýrmæt sérþekking aukist á öllum sviðum kvikmyndagerðar. Þá hefur umsóknum í Kvikmyndasjóð fjölgað verulega.

4.200 störf í kvikmyndagerð á Íslandi

Í nýlegri úttekt breska ráðgjafafyrirtækisins Olsberg SPI kom fram að um 4.200 bein, óbein og afleidd störf hefðu orðið til vegna kvikmyndagerðar hér á landi árið 2022 og að heildaratvinnutekjur þeirra sem störfuðu við kvikmyndaverkefni hér á landi hafi numið 48,9 milljörðum kr. á árunum 2019-2022. Þá er gríðarlega ánægjulegt að sjá stór verkefni í kvikmyndagerð raungerast á landsbyggðinni, það styrkir stoðir greinarinnar og eflir smærri byggðir á landinu.

Sameinar listgreinar

Við í Framsókn höfum einlæga trú á kvikmyndagerð sem atvinnu- og listgrein og ekki síður okkar frábæra kvikmyndagerðarfólki, sem rutt hefur brautina gegnum áratugina og lagt grunn að þeim mikla árangri sem náðst hefur í greininni. Kvikmyndagerð er sérstök atvinnugrein að því leyti að hún þverar og sameinar mikinn fjölda listgreina. Þannig samanstendur kvikmynd gjarnan af skrifuðu handriti eða bók, leikurum, tónlist og hljóði, myndlist í einhverju formi, myndatöku, hönnun, leikmynda- og líkanasmíði og jafnvel hreyfimyndagerð, auk þess sem hún krefst stuðnings frá miklum fjölda margvíslegra iðngreina.

Kvikmyndagerð er arðbær, umhverfisvæn og hugvitsdrifin atvinnugrein sem fellur einkar vel að þeim áherslum sem við höfum lagt á uppbyggingu atvinnulífs til framtíðar á Íslandi. Úttektir á efnahagslegum umsvifum greinarinnar staðfesta að framlag hennar til hagkerfisins er verulegt og þar verða til fjölbreytt og eftirsóknarverð störf. Kvikmyndaverkefni hafa átt stóran þátt í að koma Íslandi á kortið sem spennandi áfangastað fyrir erlenda gesti, en mikilvægast af öllu er að íslensk kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð nærir og miðlar menningu sem sameinar þjóðina og styður við samtíð og framtíð íslenskrar tungu.

Megináherslur næstu fjögur árin

Ef við í Framsókn hljótum til þess brautargengi í komandi Alþingiskosningum, þá viljum við meðal annars koma eftirfarandi aðgerðum til framkvæmda til að efla enn frekar kvikmyndagerð á Íslandi:

1) Efla Kvikmyndasjóð, sem komið var á laggirnar af Framsóknarflokknum árið 1978, með því að festa hækkun framlaga hans í sessi og tryggja jafnframt aukinn fyrirsjáanleika í vaxandi fjármögnun fyrir sjóðinn með fjögurra ára samkomulagi fyrir árin 2026-2030. Þá yrði nýr styrkjaflokkur, fjárfestingasjóður sjónvarpsefnis sem unnið hefur verið að á síðasta kjörtímabili, virkjaður. Hann mun efla sjóðinn enn fremur þar sem hann opnar möguleikann á að fjármagn skili sér aftur til sjóðsins þegar slík sjónvarpsverkefni skila ákveðnum hagnaði samkvæmt settum viðmiðum styrkjanna. Öflugur Kvikmyndasjóður mun geta veitt fleiri vilyrði til íslenskra verkefna sem aftur auðveldar þeim að sækja sér fjármögnun utan landssteinanna.

2) Klára löggjöf um menningarframlag streymisveitna sem skyldar erlendar streymisveitur sem starfa hér á landi til að veita fé í innlenda kvikmyndagerð í gegnum Kvikmyndasjóð, eða fjárfesta beint í innlendum kvikmyndaverkefnum. Málið var langt komið innan menningar- og viðskiptaráðuneytisins en náði ekki að klárast í ljósi aðstæðna.

3) Sterkara endurgreiðslukerfi fyrir innlend verkefni með þremur breytingum.35% endurgreiðsluþrepið yrði eina endurgreiðsluþrepið. Sú breyting mun sérstaklega gagnast innlendum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum á sama tíma og samkeppnishæfni Íslands fyrir stór alþjóðleg verkefni er viðhaldið. Þá yrði afnumið að styrkir Kvikmyndasjóðs dragist frá stofni endurgreiðslunnar, líkt og tíðkast í öðrum ríkjum í Evrópu ásamt því stuttmyndir yrðu felldar undir endurgreiðslukerfið, meðal annars til að styðja við upprennandi kvikmyndagerðafólk.

Frá því að endurgreiðslukerfinu var komið á af Framsóknarflokknum árið 1999 hefur það stutt verulega við kvikmyndagerð og hvatt til aukinnar verðmætasköpunar hérlendis með endurgreiðslu á kostnaði sem fellur til innanlands. Endurgreiðslukerfið er góður mælikvarði á umsvif í greininni; séu umsvifin mikil, endurgreiðir ríkið eðlilega hærri krónutölu og öfugt. Kerfið þykir skilvirkt og fyrirsjáanlegt í alþjóðlegum samanburði. Við viljum standa vörð um það eins og kemur fram í kosningavita Viðskiptaráðs og sést á meðfylgjandi mynd sem sýnir afstöðu stjórnmálaflokka til fyrirkomulagsins.

Kosningaviti Viðskiptaráðs: Afstaða stjórnmálaflokka til þess hvort draga eigi úr kostnaði ríkissjóðs vegna endurgreiðslna til kvikmyndagerðar.

4) Árið 2028 hefjist undirbúningur við mótun nýrrar kvikmyndastefnu fyrir Ísland fyrir árin 2030-2040. Við teljum brýnt að horfa til langrar framtíðar þegar kemur að því byggja upp kvikmyndagerð hér á landi sem enn öflugri atvinnuveg í góðri samvinnu við haghafa í greininni.

Hverjum treystir þú?

Á þessum fyrstu fjórum árum sem kvikmyndastefna hefur verið í gildi höfum við unnið ötullega að því með kvikmyndageiranum að efla þessa mögnuðu list- og atvinnugrein. Verkin tala. Nú eru sex ár eftir af gildistíma stefnunnar og við viljum halda áfram. Við höfum skýra framtíðarsýn fyrir greinina; viljum auka verðmætasköpun í henni og skapa fleiri störf, en síðast en ekki síst efla íslenska menningu og tungu.

Það er viðvarandi verkefni að sækja fram í þágu menningarmála og ég er stolt af þeim árangri sem náðst hefur á undanförnum árum. Afstaða mín og okkar í Framsókn er skýr; við stöndum með menningu og skapandi greinum. Því viljum við koma ofangreindum aðgerðum til framkvæmda í þágu íslenskrar kvikmyndagerðar á Íslandi, verðum við í aðstöðu til þess.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og skipar 1. sæti á framboðslista Framsóknar í Reykjavík suður.

Greinin birtist fyrst á visir.is 24. nóvember 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Elsku Ísland: Framtíðin felst í sjálfstæðinu

Deila grein

21/11/2024

Elsku Ísland: Framtíðin felst í sjálfstæðinu

Ísland stend­ur frammi fyr­ir mikl­um tæki­fær­um á kom­andi ára­tug­um. Að tryggja sjálf­bæra þróun lands­ins, bæði efna­hags­lega og sam­fé­lags­lega, krefst skýrr­ar stefnu­mörk­un­ar sem bygg­ist á verðmæta­sköp­un, nýt­ingu land­fræðilegr­ar legu lands­ins og að sjálf­stæði þjóðar­inn­ar verði tryggt ásamt áfram­hald­andi yf­ir­ráðum yfir auðlind­um þjóðar­inn­ar.

Verðmæta­sköp­un und­ir­staða vel­ferðar

Efna­hags­leg vel­gengni Íslands hef­ur ávallt byggst á verðmæta­sköp­un, sem í sögu­legu sam­hengi hef­ur verið drif­in áfram af sjáv­ar­út­vegi, iðnaði, land­búnaði og orku­fram­leiðslu. Seinna meir hafa ferðaþjón­usta, þekk­ing­ar­grein­ar og skap­andi grein­ar sótt fram og skapað ný verðmæti. Stoðum ís­lenska hag­kerf­is­ins hef­ur fjölgað veru­lega síðustu miss­eri og því hef­ur lands­fram­leiðslan vaxið og gjald­miðill­inn verið nokkuð stöðugur. Smæð hag­kerf­is­ins ger­ir það að verk­um að við fram­leiðum ekki alla hluti. Af þeim sök­um þarf Ísland að reiða sig á út­flutn­ings­grein­ar og frjáls alþjóðaviðskipti. Af þeim ástæðum má bú­ast við því að sveifl­ur verði meiri hér en hjá stærri ríkj­um og verðum við að búa við það. Það er því mik­il­vægt að skuld­ir hins op­in­bera séu minni en al­gengt er í ná­granna­ríkj­un­um og gjald­eyr­is­forði meiri. Á síðasta ára­tug hef­ur þjóðin náð að snúa viðskipta­jöfnuði og er­lendri skulda­stöðu við út­lönd í já­kvæða stöðu. Hér hef­ur hag­vöxt­ur verið um­tals­vert meiri en í ná­granna­ríkj­un­um, sem hef­ur skilað sér til hag­sæld­ar fyr­ir al­menn­ing.

Nýt­um tæki­fær­in í land­fræðilegri legu okk­ar

Það fel­ast bæði tæki­færi og áskor­an­ir í land­fræðilegri legu okk­ar. Ísland gegndi lyk­il­hlut­verki í viðskipt­um á milli Græn­lands og ná­granna okk­ar á þjóðveld­is­tím­an­um. Á þess­um tíma má leiða lík­ur að því að á Íslandi hafi ríkt vel­meg­un og bera merk­ar bók­mennt­ir þjóðar­inn­ar klár­lega þess vitni. Um miðbik síðustu ald­ar hafði lega lands­ins af­ger­andi áhrif í átök­um stór­veld­anna og tengd­ist Ísland með mikl­um hraða í at­b­urðarás heims­mála og þessi teng­ing markaði af­drifa­rík spor á at­vinnu- og menn­ing­ar­líf þjóðar­inn­ar. Með því að nýta þessa staðsetn­ingu mark­visst get­ur Ísland vaxið og orðið miðstöð sam­göngu­flutn­inga, gagna­vera og skap­andi greina. Flug- og hafn­ar­mann­virki lands­ins eru lyk­ill­inn að þess­ari þróun og bein­tengja okk­ur við markaði og menn­ingu beggja vegna Atlantsála. Með því að fjár­festa í sam­göngu­innviðum þjóðar­inn­ar get­ur Ísland orðið frek­ari sam­göngumiðstöð út frá land­fræðilegri legu sinni. Mik­il­vægi norður­slóða er að aukast vegna lofts­lags­breyt­inga og því eru að opn­ast nýj­ar sigl­inga­leiðir sem gætu sett Ísland í lyk­il­stöðu fyr­ir norður­slóðaviðskipti. Sta­f­rænn heim­ur skap­ar einnig mögu­leika. Ísland býr yfir kaldri veðráttu og um­hverf­i­s­vænni orku, sem ger­ir landið að kjör­lendi fyr­ir gagna­ver. Með því að styrkja net­innviði okk­ar og efla alþjóðlega sam­vinnu um gagna­teng­ing­ar get­ur Ísland orðið miðstöð fyr­ir sta­f­ræna þjón­ustu í framtíðinni.

Tryggj­um áfram­hald­andi sjálf­stæði þjóðar­inn­ar

Full­veld­is- og sjálf­stæðis­saga Íslands ein­kenn­ist af fram­förum og lífs­kjara­sókn. Sjálf­stæð nýt­ing auðlinda okk­ar er grund­völl­ur­inn fyr­ir áfram­hald­andi vexti þjóðar­inn­ar. Mik­il­vægt er að tryggja áfram­hald­andi sjálf­stæði Íslands á sviði orku­mála, sjáv­ar­út­vegs og annarra nátt­úru­auðlinda. Í sjáv­ar­út­vegi er það for­senda sjálf­bærni að nýt­ing sé byggð á vís­inda­leg­um rann­sókn­um og að arður­inn nýt­ist sam­fé­lag­inu sem heild. Á sama hátt þarf að stýra orku­fram­leiðslu þannig að hún tryggi hag­kvæmni og um­hverf­is­vernd í senn. Reglu­verk í þess­um efn­um má ekki verða til þess að ákvörðun­ar­ferli í mála­flokkn­um verði svo þungt að það fari að bitna á tæki­fær­um lands­ins til frek­ari sókn­ar. Að sama skapi þarf að tryggja að Lands­virkj­un verði áfram að fullu í op­in­berri eigu. Hug­mynd­ir sem reglu­lega hef­ur verið fleygt fram af hægri væng stjórn­mál­anna um að selja hlut í fyr­ir­tæk­inu eru til þess falln­ar að raska hinni breiðu sam­fé­lags­legu sátt um eign­ar­hald í fyr­ir­tæk­inu.

ESB-aðild styður ekki ís­lenska hags­muni

Hag­sæld fæst ekki með um­fangs­mik­illi skatt­lagn­ingu eða með því að fela stjórn mála í hend­ur annarra. Enn verra er að blanda þessu tvennu sam­an. Sam­kvæmt gögn­um frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum hef­ur hag­vöxt­ur hér verið meira en helm­ingi hærri frá alda­mót­um en á evru­svæðinu. At­vinnu­leysi hef­ur jafn­framt verið hér helm­ingi minna og at­vinnu­tekj­ur að meðaltali einna hæst­ar inn­an evr­ópska efna­hags­svæðis­ins. Verðbólga hef­ur að vísu verið hér helm­ingi hærri, en bú­ast má við því að verðlag og vext­ir verði hér hærri, jafn­vel í myntsam­starfi, vegna smæðar hag­kerf­is­ins. Í Evr­ópu­sam­band­inu yrði Ísland einn hæsti nettógreiðand­inn í sam­eig­in­lega sjóði og í myntsam­starfi gæti Ísland verið að taka á sig ábyrgð á skuld­bind­ing­um þjóða sem ekki hafa verið jafn ráðdeild­ar­sam­ar og Ísland í söfn­un sam­eig­in­legra sjóða og skulda hins op­in­bera. Í vik­unni birti Evr­ópski seðlabank­inn ein­mitt ár­legt yf­ir­lit um fjár­mála­stöðug­leika þar sem varað var við fjár­laga­halla og háum skulda­hlut­föll­um inn­an svæðis­ins í sam­hengi við nei­kvæða þróun hag­vaxt­ar og framtíðar­horf­um í ljósi stefnu­mót­un­ar á þessu sviði. Bank­inn gaf jafn­framt til kynna að ef ekki yrði stefnu­breyt­ing væru horf­ur á skuldakreppu hjá ein­stök­um ríkj­um. Evr­ópu­sam­bandið stend­ur í leit­inni að hag­vexti, á meðan því hef­ur ekki verið til að dreifa á Íslandi. Við eig­um að halda áfram því góða sam­starfi sem við eig­um við Evr­ópu­sam­bandið á grund­velli EES-samn­ings­ins en ekki fara að leggja ís­lenska stjórn­kerfið und­ir í margra ára aðlög­un­ar­viðræður við ESB vit­andi að aðild þjón­ar ekki ís­lensk­um hags­mun­um. Okk­ur farn­ast best með því að stjórna okk­ur sjálf.

Framtíð Íslands er björt

Framtíð Íslands bygg­ist á því hvernig við nýt­um auðlind­ir okk­ar, land­fræðilega stöðu og mannauð. Með skýrri stefnu sem trygg­ir verðmæta­sköp­un, nýt­ingu land­fræðilegra tæki­færa og vernd­un sjálf­stæðis og auðlinda get­um við tryggt að Ísland verði áfram öfl­ug, sjálf­bær og fram­sæk­in þjóð í sí­breyti­leg­um heimi. Þannig tryggj­um við að vel­ferð og sjálf­stæði verði horn­stein­ar ís­lensks sam­fé­lags um ókom­in ár.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og odd­viti Fram­sókn­ar í Reykja­vík suður.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. nóvember 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Okkar plan virkar – þetta er allt að koma!

Deila grein

20/11/2024

Okkar plan virkar – þetta er allt að koma!

Stýrivextir voru lækkaðir um 50 punkta í morgun. Þeir hafa lækkað um 75 punkta síðan í október. Hvað þýðir þetta? Heimili með 30 m.kr. húsnæðislán eykur ráðstöfunartekjur sínar um 190 þúsund á ári.

Að sama skapi hefur því verið spáð að verðbólga lækki úr 5,1% í 4,5% hinn 28. nóvember næstkomandi – sem greiðir götu enn frekari vaxtalækkana í þágu heimila og fyrirtækja.

Ábyrgð og forgangsröðun skilar sér

Vaxtalækkanir sem þessar eru auðvitað afskaplega ánægjulegur árangur af markvissum og samþættum aðgerðum opinberra aðila og aðila vinnumarkaðarins. Þetta gerist ekki af sjálfu sér og verður ekki til í tómarúmi kosningaloforða. Þetta er staðfesting á að stefna okkar virkar sem miðar að því að ná niður vöxtum og verðbólgu. Við erum með ábyrga efnahagsstefnu og með aðhald í ríkisfjármálum. Í ríkisfjármálunum er meðal annars forgangsraðað í þágu þeirra mikilvægu langtímakjarasamninga sem gerðir voru á milli aðila vinnumarkaðarins. Verðbólguvæntingar eru að lækka og hafa ekki verið lægri síðan 2021!

Kanínur upp úr hatti

Nú sigla með himinskautum flokkar, Samfylking og Viðreisn, sem tala digurbarkalega um að það þurfi að  „negla niður vexti“ og „lækka þessa vexti“. Hafa þeir flokkar í engu sagt hvað þeir myndu gera öðruvísi en Framsókn er nú þegar að gera í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Staðreyndin er sú að okkar plan er að virka eins og lagt var upp með. Því er ekki að neita að verðbólga í kjölfar fordæmalauss heimsfaraldurs og stríðsins í Evrópu hefur tekið á. Þá missti 1% þjóðarinnar húsnæði sitt vegna jarðhræringanna í Grindavík. Stjórnvöld tóku þá ákvörðun að gera meira en minna til þess að styðja við samfélagið í kjölfar heimsfaraldursins, þegar 20.000 störf hurfu og margs konar starfsemi lagðist í dvala. Það kostaði, en skilaði sér í samfélagi sem lenti á báðum fótum.

Flokkarnir sem gleymdu að byggja

Það sem hefur fyrst og síðast haldið lífi í verðbólgunni er framboðsskortur á húsnæði. Samfylkingin og Viðreisn geta ekki litið fram hjá ábyrgð sinni á lóðaskortstefnu í borginni til ársins 2022. Eins og alþjóð veit sváfu þessir flokkar á verðinum í húsnæðismálum í Reykjavík, langstærsta sveitarfélagi landsins. Á þetta bentu meðal annars Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki Íslands og Samtök iðnaðarins. Það þýðir hins vegar ekki að gráta Björn bónda, heldur líta fram á veginn og gera betur. Framsókn með borgarstjóra í fylkingarbrjósti hefur tekið þessi mál föstum tökum með því að ryðja nýtt land og skipuleggja ný hverfi, en þau nýmæli urðu að borgin skuldbatt sig til að byggja 16.000 nýjar íbúðir á næstu 10 árum, t.d í Úlfarsárdal og Kjalarnesi, en þar er nú verið að úthluta lóðum í fyrsta sinn í áraraðir. Það eru markverðar breytingar.

Áfram veginn

Ég er sannfærð um að við munum sjá vexti lækka skarpt með áframhaldandi ábyrgð af leiðarljósi. Við þurfum ekki á kollsteypum eða auknum byrðum á fólk og fyrirtæki að halda. Hér bjóða fram flokkar sem vilja hækka skatta á fólk og fyrirtæki, skera niður hið opinbera um 20% eða ganga í Evrópusambandi með tilheyrandi atvinnuleysi og fullveldisframsali í auðlindamálum. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Við þurfum frekar að tryggja að atvinnulífið okkar geti haldið áfram að skapa hér verðmæti til að undirbyggja hér aukna lífskjarasókn til framtíðar – og við erum fullfær um það sjálf. Við í Framsókn vinnum vinnuna sem þarf að vinna og óskum eftir þínum stuðningi í því verkefni. Setjum við X við B!

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra og oddviti Framsóknar í Reykjavík suður.

Greinin birtist fyrst á visir.is 20. nóvember 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Okkar Mona Lisa

Deila grein

16/11/2024

Okkar Mona Lisa

Á mánu­dag­inn voru fyrstu hand­rit­in flutt úr Árnag­arði, sem verið hef­ur heim­ili þeirra síðan 1971, í Eddu þar sem þeirra bíður var­an­legt heim­ili. Meðal hand­rita sem flutt voru í Eddu var Kon­ungs­bók eddu­kvæða, stærsta fram­lag Íslands til heims­menn­ing­ar­inn­ar. Hún hef­ur að geyma elsta og merk­asta safn eddu­kvæða skrifað á síðari hluta 13. ald­ar af óþekkt­um skrif­ara. Eddu­kvæði geyma sög­ur af heiðnum goðum, Völu­spá sem geym­ir heims­sögu ása­trú­ar og Há­va­mál sem miðla lífs­speki Óðins.

Til­hugs­un­in um það ef þessi merka bók hefði glat­ast er skrít­in. Eng­inn Óðinn, Þór eða Loki, eng­in Frigg eða Freyja, eng­in Há­va­mál. Chris Hemsworth hefði aldrei klæðst bún­ingi Þórs þar sem eng­ar Mar­vel-mynd­ir um nor­ræna goðafræði hefðu verið gerðar. Þetta er menn­ing sem all­ur heim­ur­inn þekk­ir – menn­ing okk­ar og hluti af sjálfs­mynd okk­ar, sem hef­ur varðveist í hand­rit­un­um í gegn­um ald­irn­ar. Meðal annarra hand­rita sem flutt voru í Eddu eru Flat­eyj­ar­bók, Möðru­valla­bók og hand­rit að Mar­grét­ar­sögu sem ljós­mæður fyrri tíma höfðu í fór­um sín­um til að lina þraut­ir sæng­ur­kvenna. Hand­rit­in varpa ljósi á þann sköp­un­ar­kraft sem hef­ur alltaf ríkt á okk­ar góða landi, en Ísland sker sig úr á Norður­lönd­um þegar kem­ur að bók­mennta­arfi. Árið 2009 voru hand­rit­in okk­ar til að mynda sett á sér­staka varðveislu­skrá UNESCO. Til­gang­ur varðveislu­list­ans er að vekja at­hygli á mik­il­vægi þess að varðveita and­leg­an menn­ing­ar­arf ver­ald­ar með því að út­nefna ein­stök söfn með sér­stakt varðveislu­gildi.

Hand­rit­in varðveita einnig grunn­inn í tungu­máli okk­ar sem hef­ur þró­ast hér á landi í um 1.150 ár. Á und­an­förn­um árum hef ég lagt allt kapp á að setja ís­lensk­una í önd­vegi and­spæn­is áskor­un­um sam­tím­ans sem snúa að tungu­mál­inu. Fjöl­margt hef­ur verið gert til þess að styrkja stöðu henn­ar, allt frá því að herja á Disney+ um að bjóða upp á tal­sett barna­efni á ís­lensku til að gera ís­lensk­una gjald­genga í hinum sta­f­ræna heimi, en nú er svo komið að snjall­tæki og for­rit geta skilið, skrifað og talað hágæðaís­lensku eft­ir sam­starf við alþjóðleg tæknifyr­ir­tæki á borð við OpenAI og Microsoft. Það eitt og sér eru þýðing­ar­mestu vatna­skil fyr­ir ís­lensk­una til framtíðar, og er svo komið að Ísland er orðið fyr­ir­mynd annarra fá­mennra málsvæða í heim­in­um. Ég fyll­ist miklu stolti yfir þess­um ár­angri sem náðst hef­ur á und­an­förn­um sjö árum.

Klukk­an 14 í Eddu í dag verður tungu­mál­inu okk­ar og hand­rit­un­um lyft upp þegar sýn­ing­in Heim­ur í orðum verður opnuð. Með henni verður þessi merki­legi menn­ing­ar­arf­ur okk­ar loks­ins aðgengi­leg­ur þjóð sinni. Einnig verða verðlaun Jónas­ar Hall­gríms­son­ar veitt í Eddu klukk­an 16 við hátíðlega at­höfn auk þess sem veitt verður sér­stök viður­kenn­ing fyr­ir stuðning við ís­lenska tungu. Ég hvet fólk til að fjöl­menna í Eddu í dag, enda er um að ræða okk­ar Monu Lisu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. nóvember 2024.

Categories
Fréttir Greinar

Húsnæðismál eru hagstjórnarmál

Deila grein

07/11/2024

Húsnæðismál eru hagstjórnarmál

Stærsta verk­efni efna­hags­stjórn­ar­inn­ar er að ná niður vöxt­um og verðbólgu. Það hef­ur verið ánægju­legt að sjá aðgerðir til að ná niður verðbólgu skila ár­angri. Þannig hef­ur hún lækkað úr 10,2% þegar hún mæld­ist hæst, niður í 5,1%. Síðasta vaxta­ákvörðun Seðlabank­ans var já­kvætt skref í átt að lægri vöxt­um, en lægri vext­ir eru stærsta hags­muna­mál heim­ila og fyr­ir­tækja. Það hef­ur eng­um dulist að hús­næðisliður­inn hef­ur vegið þungt í verðbólgu­mæl­ing­um und­an­far­in miss­eri en vísi­tala neyslu­verðs án hús­næðis var um 2,8% í síðustu mæl­ingu.

Ýmsu hef­ur verið komið til leiðar á und­an­förn­um árum í hús­næðismál­um. Þannig hef­ur ríkið til dæm­is stutt mynd­ar­lega við upp­bygg­ingu í al­menna íbúðakerf­inu með stofn­fram­lög­um sem eru ætluð til að treysta hús­næðis­ör­yggi og tryggja viðráðan­leg­an hús­næðis­kostnað tekju­lægri heim­ila. Hlut­deild­ar­lán­un­um var einnig komið á, sem nýt­ast til dæm­is fyrstu kaup­end­um. Hús­næðisstuðning­ur fyr­ir for­eldra í leigu­hús­næði var auk­inn. Sér­stak­ur vaxt­astuðning­ur, sam­tals upp á 5,5 ma. kr., var greidd­ur út 2024 vegna vaxta­gjalda af íbúðalán­um 2023, en stuðning­ur­inn náði til 56 þúsund ein­stak­linga. Heim­ild­ir líf­eyr­is­sjóða til fjár­fest­inga í íbúðar­hús­næði voru rýmkaðar veru­lega. Hús­næðis­ör­yggi og rétt­arstaða leigj­enda var auk­in með breyt­ingu á húsa­leigu­lög­um. Sveit­ar­fé­lög fengu aukn­ar heim­ild­ir til að tíma­binda upp­bygg­ing­ar­heim­ild­ir til að tryggja að bygg­ingaráform gangi eft­ir. Rekstr­ar­leyf­is­skyld gist­ing í íbúðar­hús­næði var gerð óheim­il og eft­ir­lit með heimag­ist­ingu aukið.

Þrátt fyr­ir að mikið hafi verið byggt á und­an­förn­um árum og hlut­fall þeirra sem eiga eigið hús­næði aldrei verið hærra, þarf að byggja meira. Þar skipt­ir höfuðmáli að tryggja næg­ar bygg­ing­ar­hæf­ar lóðir í sveit­ar­fé­lög­um, sér­stak­lega á höfuðborg­ar­svæðinu. Ríki og sveit­ar­fé­lög hafa verið að taka hönd­um sam­an með þetta að mark­miði. Má þar nefna að Reykja­vík reið á vaðið og und­ir­ritaði tíma­móta­samn­ing við ríkið um hús­næðis­upp­bygg­ingu um 16.000 íbúða á næstu 10 árum, eða allt að 2.000 íbúða á ári næstu fimm árin. Í borg­inni hafa hús­næðis- og lóðamál verið sett í for­gang með Fram­sókn í broddi fylk­ing­ar, meðal ann­ars með því að ryðja nýtt land. Má til dæm­is nefna nýj­ar lóðir sem unnið er að á Kjal­ar­nesi og í Úlfarsár­dal ásamt Keldna­land­inu, sem er í um­hverf­is­mati, en um 2.600 íbúðir eru í bygg­ingu í borg­inni og um 12.000 íbúðir eru á lóðum sem eru í skipu­lags­ferli. Slík skipu­lags­vinna á hendi sveit­ar­fé­lag­anna verður að ganga smurt fyr­ir sig enda er verk­efnið fram und­an að tryggja að upp­bygg­ingaráform raun­ger­ist. Hag­stæðari fjár­mögn­un­ar­kostnaður sem mun fylgja lækk­andi stýri­vöxt­um skipt­ir einnig höfuðmáli í því sam­hengi. Hús­næðismál eru stórt hag­stjórn­ar­mál og á hús­næðismarkaði þarf að ríkja heil­brigt jafn­vægi. Aukið fram­boð á hús­næði er lyk­ill­inn að auknu jafn­vægi á markaðnum í dag.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 7. nóvember 2024.