Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Rangárþingi eystra samþykktur

Deila grein

31/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Rangárþingi eystra samþykktur

isolfur-gylfiFramðboðslisti Framsóknarflokksins og annarra framfarasinna í Rangárþingi eystra, vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 hefur verið samþykktur. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, verður oddviti listans líkt og fyrir fjórum árum.
Framboðslistann skipa eftirfarandi:

 1. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri, Stóragerði 2a, Hvolsvelli
 2. Lilja Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Króktúni 5, Hvolsvelli
 3. Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, bóndi, Stóru-Mörk,Vestur-Eyjafjöllum
 4. Benedikt Benediktsson, verkstjóri, Norðurgarði 22, Hvolsvelli
 5. Þórir Már Ólafsson, bóndi, Bollakoti, Fljótshlíð
 6. Jóhanna Elín Gunnlaugsdóttir, bóndi, Stíflu, Vestur-Landeyjum
 7. Þóra Kristín Þórðardóttir, snyrti- og förðunarfræðingur, Litlagerði 1a, Hvolsvelli
 8. Katarzyna Krupinska, starfsmaður Sláturfélags Suðurlands, Gilsbakka 10a Hvolsvelli
 9. Bjarki Oddsson, nemi, Miðkrika Hvolhreppi
 10. Helga Guðrún Lárusdóttir, starfsm.Landsb.Ísl. og nemi, Norðurgarði 19 Hvolsvelli
 11. Arnheiður Dögg Einarsdóttir, bóndi, Guðnastöðum, Austur-Landeyjum
 12. Ágúst Jensson, bóndi, Butru, Fljótshlíð
 13. Ingibjörg Marmundsdóttir, félagsliði, Norðurgarði 8, Hvolsvelli
 14. Bergur Pálsson, sölumaður, Gilsbakka 25, Hvolsvelli

Á framboðslistanum eru 8 konur og 6 karlar. Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlaut Framsóknarflokkurinn 4 sveitarstjórnarfulltrúa.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.
 

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Dalvíkurbyggð samþykktur

Deila grein

31/03/2014

Framboðslisti Framsóknar í Dalvíkurbyggð samþykktur

IÁ fundi sem haldinn var í Framsóknarfélagi Dalvíkurbyggðar var samþykktur framboðslisti Framsóknarfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 31. maí n.k. Efsta sæti listans skipar Bjarni Th. Bjarnason, rekstrarhagfræðingur, í öðru sæti er Kristján Guðmundsson, fyrirlesari, og í því þriðja Heiða Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri.
Listann skipa eftirtaldir:

 1. Bjarni Th. Bjarnason, rekstrarhagfræðingur
 2. Kristján Guðmundsson, fyrirlesari
 3. Heiða Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri
 4. Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi
 5. Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
 6. Íris Hauksdóttir, viðskiptalögfræðingur
 7. Sölvi Hjaltason, bóndi
 8. Guðrún Erna Rúdólfsdóttir, verslunarstjóri
 9. Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri
 10. Linda Geirdal, skólaliði
 11. Jóhannes Tryggvi Jónsson, bakari
 12. Anna Danuta Jablonska, fiskverkakona
 13. Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir, glerlistakona
 14. Valdimar Bragason, framkvæmdastjóri

Á framboðslistanum eru 7 konur og 7 karlar.
Framsóknarmenn fenur tvo menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum 2010 í Dalvíkurbyggð.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

»Þetta reddast«

Deila grein

30/03/2014

»Þetta reddast«

Jóhanna maría_SRGB_fyrir_vefÞegar talað er um fjármálalæsi er verið að tala um getuna til að fjalla um peninga og meðferð þeirra án vandræða, skilja helstu atriði eigin fjármála og hvernig er hægt að hafa áhrif á þau.

Reglulega kemur upp umræðan um það hve Íslendingar séu illa að sér í fjármálalæsi.

Mikið var unnið í þessum málum á árunum 2008-2009 en þá var meðal annars stofnuð nefnd af viðskiptaráðherra Íslands til að kanna stöðuna. Þá kom í ljós að aðeins um helmingur almennings væri almennilega fjármálalæs og að því væri sérstaklega ábótavant hjá tekjulægstu hópunum og þeim sem hafa litla menntun.

Niðurstaða nefndarinnar var að lokum sú, að orðatiltækið »þetta reddast« væri ríkjandi í hugsun Íslendinga. Því um leið og minnihluti sagðist ekki hafa áhyggjur af fjármálum sínum, þá var meirihlutinn á því að geta ekki greitt skuldir sínar á réttum tíma næsta hálfa árið.

Vandinn í kennslu fjármálalæsis liggur ekki í því að hana vanti inn í námsskrár, heldur er það frekar vilji og kunnátta kennara sem ákvarðar hvort þetta sé tekið fyrir. Námsefnið er til og kunnáttan er til staðar, það vantar bara nokkur verkfæri til að miðla henni.

Þegar við tölum um fjármálalæsi meinum við m.a. að einstaklingur eigi að hafa vit á helstu hugtökum sem koma fyrir á launaseðli hans og hvernig þeir liðir eru reiknaðir. Hvernig og hvers vegna skuli borga skatt, grunnur í gerð heimilisbókhalds, hvað kostar að borga með korti og hvernig er best að ávaxta laun eða lífeyrirssparnað eftir því hvernig kerfi eru í gangi hverju sinni.

Fjárhagsleg framtíð
Svona kennsla mun styrkja vitund þeirra einstaklinga sem neytenda og auka siðferði í fjármálum.

Íslendingar eru það heppnir að eiga Stofnun um fjármálalæsi, forstöðumaður hennar, Breki Karlsson, hefur verið duglegur að vekja athygli á vankunnáttu í fjármálalæsi og um leið mikilvægi þess.

»Með bættu fjármálalæsi hefur fólk tækifæri til að móta fjárhagslega framtíð sína út frá því efnahagsumhverfi sem það býr við. Það stuðlar einnig að gagnrýninni og upplýstri umræðu og ýtir undir fyrirhyggju í fjármálum. Þannig er ekki aðeins lagður grunnur að meiri lífsgæðum, heldur einnig stuðlað að ábyrgara og heilbrigðara samfélagi,« segja samtökin um eiginleika fjármálalæsis.

En um leið og við eigum þessa stofnun sem vinnur að þjóðarátaki í fjármálalæsi, gerum kannanir og skýrslur þá erum við ekki að taka almennilega á vandanum. Stýrihópur um eflingu fjármálalæsis í grunn- og framhaldsskólum var settur á laggirnar 2011 og á að ljúka vinnu í árslok 2014.

Við höfum þurft að taka á ýmsum kvillum þess að fjármálalæsi fólks er ekki meira en raun ber vitni og þar má til að mynda nefna SMS-lánin. Vonandi koma aðgerðir út úr vinnu stýrihópsins, hnitmiðuð niðurstaða þar sem Íslendingar eru teknir í fjármálakennslu á mannamáli áður en það verður að vandamáli hjá einstaklingum sem þurfa að treysta á að »þetta reddist«.

Jóhanna María Sigmundsdóttir

Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. mars 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Baráttan skilar sér

Deila grein

30/03/2014

Baráttan skilar sér

elsaNú eru frumvörp ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins um skuldaleiðréttingar fyrir heimilin, komin inn í þingið. Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi þess að undanfarin fimm ár hafa þingmenn Framsóknarflokksins barist fyrir því að komið yrði til móts við skuldsett heimili og loksins mun baráttan skila árangri. Vissulega hefði verið betra fyrir alla ef forsendubresturinn hefði verið leiðréttur strax árið 2009 en framsóknarmenn náðu ekki eyrum þáverandi stjórnarflokka í þeim efnum.

Nauðsynlegt er að þetta stóra og mikilvæga verkefni komist hratt í gegnum þingið. Á því eru miklar líkur þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa verið duglegir að kalla eftir frumvörpunum undanfarnar vikur, fjallað um mikilvægi þess að stjórnarflokkarnir standi við stóru orðin.

Ríkisstjórnin stendur við orð sín. Verið er að framkvæma leiðréttinguna sem boðuð var í lok nóvember.

Forsendubrestur leiðréttur
Í kynningunni í nóvember var gert ráð fyrir að verðtryggð húsnæðislán yrðu færð niður um fjárhæð sem samsvaraði  verðbótum umfram verðbólgu á tímabilinu desember 2007 – 2010. Við útreikning kom hins vegar í ljós að forsendubresturinn hafði eingöngu áhrif á lán á árunum 2008 og 2009 og því liggur staða verðtryggra lána yfir það tímabil til grundvallar leiðréttingunni.

Umfang skuldaleiðréttingarinnar
Skuldafrumvörpin sem nú eru komin fram eru almenn aðgerð í þágu heimilanna,  en ekki sértæk. Heildarumfang leiðréttingarinnar eru áætlað um 150 milljarðar króna og mun hún ná til um 100 þúsund heimila.

Einfalt
Framkvæmdin verður einföld fyrir almenning þó um stórt og flókið verkefni sé að ræða. Einstaklingar sækja um leiðréttingarnar rafrænt á vef ríkisskattstjóra og verður umsóknartímabilið frá 15. maí – 1. september 2014. Ástæða þess að miðað er við 15. maí er sú að þá á vorþingi að vera lokið og skuldamálin að fullu afgreidd í gegnum þingið.

Ferlið mun ganga hratt fyrir sig og í lang flestum tilvikum ætti að vera hægt að sjá áhrif aðgerðarinnar strax að loknu umsóknarferli í haust.

Höfuðstólslækkun og séreignasparnaður
Frumvörp ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna eru tvö, annars vegar frumvarp um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána og hins vegar frumvarp um séreignasparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

Umsóknarferlinu lýkur 1. september 2014. Eftir að ríkisskattstjóri hefur afgreitt umsóknirnar fara umsækjendur strax að sjá áhrifin. Niðurfelling lánsins í heild mun birtast í heimabanka og á greiðsluseðli þar sem fasteignaláni verður skipt niður í frumlán og leiðréttingarlán. Lántaki greiðir eingöngu af frumláni og leiðréttingarlán verður greitt af ríkissjóði, með bankaskattinum, næstu árin.

Hægt verður að byrja að nýta séreignasparnaðinn í júlí og tryggja sér um leið skattaafslátt ríkisstjórnarinnar. Ekki er um að ræða uppsafnaða inneign því stór hluti fólks nýtti hann eftir hrunið. Heldur er um að ræða séreignarsparnað næstu þriggja ára.

Hér er jafnframt um að ræða nýja hugsun í húsnæðismálum. Þeir sem eru ekki með fasteignalán geta nýtt sér séreignarsparnaðarúrræði til að spara fyrir kaup á íbúðarhúsnæði.

Að lokum
Eins og ég hef alltaf sagt þá er ég ánægð að um sé að ræða almenna aðgerð en ekki sértæka. Ég er ánægð að hún nái til um 100 þúsund heimila sem eru um 80 % heimila í landinu. Hins vegar fer ég ekki í felur með að ég hefði gjarnan viljað sjá þakið hærra til að koma betur til móts við þá sem eru í erfiðri stöðu. Jafnframt horfi ég til þess að þessi aðgerð er eingöngu einn liður af tíu í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna.

Nú þegar er unnið að verðtryggingarmálum inni í ráðuneytum, þar sem horft er bæði til meirihlutaálits og sérálitis. Mikilvægt er að þau mál komi til umræðu í þinginu sem allra fyrst. Að mínu mati er nauðsynlegt að verðtryggingin verði afnumin um leið og aðgerðir í skuldamálum ná fram að ganga.

Það er óhætt að halda því fram að ríkisstjórnin vinni að bættum hag heimila í landinu. Á næstu dögum mun verkefnastjórn um framtíðarskipan húsnæðismála skila af sér vinnu þar sem tekið er á mörgum mikilvægum málum, eins og t.d. lyklafrumvarpinu og úrræðum á almennum og félagslegum leigumarkaði.

Elsa Lára Arnardóttir

Greinin birtist á visir.is 28. mars 2014

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Stjórnmálaviðhorfið á tveimur mínútum

Deila grein

28/03/2014

Stjórnmálaviðhorfið á tveimur mínútum

Sigrún MagnúsdóttirSigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarmanna, hélt merka ræðu, og kom víða við, á Alþingi í störfum þingsins á miðvikudaginn. Skuldaleiðréttingin; sóun á orku; mikilvægi orku; Sundabraut; Flugvöllurinn og „fjarvera“ Samfylkingarinnar í sex ár voru umfjöllunarefni ræðunnar.
Hér að neðan er ræðan í heild sinni og eins má horfa á upptöku af henni. Ræðan er 2 mínútur í heild sinni, geri aðrir betur.
„Virðulegi forseti. Þetta er stór dagur þegar ríkisstjórnin kemur fram með loforðin sem við lofuðum fyrir ári og sönnun á þeim.
Mig langar að ræða hér um þá sóun á orku sem fram fer í þessum þingsal og hefur verið hér að undanförnu. Við erum að sóa orku sem miklu betra væri að beisla til framdráttar þjóðinni í heild. Það var blaðagrein í Morgunblaðinu í gær og þar kom líka fram að það er sóun á orku til dæmis að keyra ekki Blönduvirkjun á fullu vegna þess að orka hennar er ekki nýtt heimahögunum til framdráttar. Það þarf ekki nýjar línur þar til að flytja orkuna burt. Héraðið þarf að fá atvinnutækifæri og nýta orkuna á staðnum.
Við hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir höfum aðeins verið að karpa um Sundabraut. Hún hefur spurt og ég hef svarað en aftur í gær var endurtekið sama stefið.
Ég vil segja hér: Loforð eiga að standa. Erum við ekki öll sammála um það? (Gripið fram í: Jú.) (Gripið fram í: Jú, jú.) Reykjavíkurlistinn lofaði á sínum tíma Sundabraut þegar við sameinuðumst við Kjalarnes og ég vil berjast fyrir því að það loforð verði efnt. Samgöngur eru mikilvægar og góðar samgöngur geta skipt sköpum. Ég vil halda flugvellinum þar sem hann er og ekki eyða fé í að færa hann. Ég vil frekar leggja Sundabraut.
Það er með eindæmum hversu margir hv. þingmenn Samfylkingarinnar reyna að fela að þeir voru við völd í sex ár, sama tíma og frá fæðingu barns og fram að skólagöngu. Þingmenn Samfylkingarinnar vísa alltaf öllum vandamálum til einhvers sem gerðist áður en barnið fæddist, áður en þau fengu völdin. Samfylkingin hafði völd í sex ár og bjó til sína fyrstu fjárhagsáætlun haustið 2007, ef ég kann að reikna. (Forseti hringir.) Mér telst til að þá hafi líka verið góðæri. Hvers vegna þrifu þau þá ekki upp slímuga slikju af ríkisstofnunum á þessum sex árum?“
 

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Langþráð réttlæti fyrir heimilin

Deila grein

28/03/2014

Langþráð réttlæti fyrir heimilin

Silja Dögg GunnarsdóttirFramsókn fyrir heimilin, var slagorð Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa barist fyrir því um fimm ára skeið, að komið yrði til móts við skuldsett heimili með verðtryggð húsnæðislán. Auðvitað hefði verið best fyrir alla ef forsendubresturinn hefði verið leiðréttur strax árið 2009, en það var ekki gert og nú þurfum við að horfa til framtíðar. Loksins eru skuldaleiðréttingafrumvörpin komin fram og það eru góðar fréttir.

Jafnræði
Heildarumfang aðgerðanna munu skila heimilum landsins allt að 150 milljörðum króna. Þær munu ná til allt að 100 þúsund heimila, sem eru 80% allra heimila landsins. Hlutfall fjárhæðar niðurfærslu og árstekna er hærra hjá tekjulægri heimilum en þeim tekjuhærri. Þannig að þeir tekjulægri fá í raun meira. Meðalfjárhæð niðurfærslu hækkar eftir því sem fjöldi barna er meiri, þar sem stærri fjölskyldur eiga iðulega stærra húsnæði og meiri skuldir. Leiðréttingin er fjármögnuð með bankaskattinum, sem nær til þrotabúa og þar með kröfuhafa. Skattgreiðendur eru sumsé EKKI að greiða leiðréttinguna í þeim skilningi sem sumir vilja túlka svo.

Einfalt
Gert er ráð fyrir að menn munu geta sótt um leiðréttingu eftir 15. maí á vef Ríkisskattstjóra, www.rsk.is, og umsóknartímabilinu lýkur 1. september. Umsóknarformið er einfalt og sumir segja að það verði einfaldara en að panta sér pizzu. Það er á valdi hvers og eins hvort hann sækir um leiðréttingu og hvort fólk vilji nýta báðar leiðir, þ.e. höfuðstólslækkun og/eða séreignasparnaðinn. En þess má geta að séreignarsparnaðarleiðin mun einnig nýtast ungu fólki við að kaupa sína fyrstu íbúð.

Í þessu samhengi er ekki hægt að líta framhjá tilvist verðtryggingarinnar og auðvitað hefði maður viljað sjá skuldaleiðréttinguna verða meiri. Framsóknarflokkurinn virðist vera eini flokkurinn sem er með það á stefnuskrá sinni að  afnema verðtrygginguna og við munum halda áfram að berjast fyrir afnámi hennar. Rétt er að benda á að ef þessi leiðrétting kæmi ekki til nú, þá yrði hækkun höfuðstóls enn meiri vegna verðbólgunnar.

Sanngjarnt
Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, fyrir tæpu ári síðan, þá var varla liðinn einn sólarhringur áður en sumir töluðu um svikin loforð. Nú hefur stærsta kosningaloforðið verið efnt og þá reyna sumir að gera lítið úr skuldaleiðréttingunni. Hið rétta er hins vegar að um jafnræðisaðgerð er að ræða, aðgerð sem mun koma flestum íslenskum heimilum til góða. Loksins fær undirstaða samfélagsins, íslensku heimilin, að njóta einhverrar sanngirni og réttlætis.

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Greinin birtist á hornafjordur.is 28. mars 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Frambjóðendaráðstefna Framsóknar 2014

Deila grein

27/03/2014

Frambjóðendaráðstefna Framsóknar 2014

logo-xb-14Frambjóðendaráðstefna Framsóknar verður haldinn 11.-12. apríl nk. í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 33 í Reykjavík.
Ráðstefnan er opin öllum frambjóðendum Framsóknar, kosningastjórum, starfsfólki og sjálfboðaliðum vegna sveitarstjórnarkosninganna. Mjög mikilvægt er að sem flestir frambjóðendur mæti. Þátttaka í frambjóðendaráðstefnunni er endurgjaldslaus.
Við undirbúning ráðstefnunnar er nauðsynlegt að þátttakendur skrái sig sem fyrst á skrifstofu Framsóknar í síma 540 4300 eða á netfangið framsokn@framsokn.is.

Frambjóðendaráðstefna Framsóknar 2014

11. og 12. apríl í Framsóknarhúsinu að Hverfisgötu 33 í Reykjavík

—  Drög að dagskrá —

 

Föstudagur 11. apríl 2014

19:30-19:40   Setning og þátttakendur kynna sig

19:40-19:50   Aðkoma skrifstofu að kosningabaráttunni
– Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknar

19:50-20:10   Staða Framsóknarflokkssins í nútíð og fortíð
– Einar Sveinbjörnsson, fyrrv. bæjarfulltrúi í Garðabæ

20:10-20:40   Fréttatilkynningar, greinarskrif og samskipti við fjölmiðla
– Benedikt Sigurðsson, aðstoðarmaður ráðherra

20:40-20:50   Kaffihlé

20:50-21:10   Notkun samfélagsmiðla í kosningabaráttu
– Margrét Gísladóttir, aðstoðarmaður ráðherra

21:10-21:20   Spurningar og svör

21:20-21:30   Hvernig á að nýta úthringiver í kosningabaráttunni
– Ásgeir Harðarson, ráðgjafi

21:30-21:45   Að ná til kjósenda
– Magnús Heimisson, stjórnmálafræðingur og ráðgjaf í almannatengslum

21:45-22:00   Að toppa á réttum tíma og hámarka árangur
– Eygló Harðardóttir, ráðherra og ritari Framsóknar

Laugardagur 12. apríl 2014

09:30-10:30   Fjölmiðlar, stjórnmál og kosningar
– Birgir Guðmundsson, dósent við Háskólann  á Akureyri

10:30-10:40   Kaffihlé

10:40 -10:55   Að ná árangri í kosningum
– Ásgerður Gylfadóttir, bæjarstjóri Hornafirði

10:55-11:10   Maður á mann – virkjum kraftinn
– Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarmanna og fyrrv. borgarfulltrúi

11:10-11:20   Auglýsingaefni og útlit baráttunnar
– Hrannar Jónsson, ráðgjafi Árnasynir

11:20-11:30   Praktískar upplýsingar og utankjörfundaratkvæðagreiðsla
– Einar Gunnar Einarsson, skrifstofustjóri Framsóknar

11:30-11:40   Spurningar og svör

11:40-11:55   Seinni hálfleikur
– Ingibjörg Pálmadóttir fyrrv. ráðherra og alþingismaður

11:55-13:00   Matarhlé

13:00-15:30   Ræður, fundarstjórn, líkamstjáning og vinningslið
– Drífa Sigfúsdóttir fyrrv. forseti bæjarstjórnar og varabæjarstjóri
Að semja ræðu og flytja hana. Fundarstjórn, tillögur, líkamstjáning/framkoma, sjónvarp og vinningslið. Frambjóðendur eru beðnir að undirbúa 2 mínútna ræðu sem þeir flytja fyrir framan hópinn. Ræðan verður tekin upp og rædd. Æfing í fundarstjórn.

15:30-15:45 Kaffihlé

15:45-18:00   Framkoma í útvarpi og sjónvarpi
Farið verður yfir ýmis praktísk atriði fyrir frambjóðendu vegna þátttöku í útvarps-  og sjónvarpsþáttum. Tekin verða viðtöl við frambjóðendur. Sjónvarpsumræður. Erfiðar spurningar og framboðsfundir.

18:00 –   Ráðstefnuslit:   Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar

Boðið verður upp á léttar veitingar í ráðstefnulok

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta

Deila grein

27/03/2014

Fjárhagsaðstoð vegna gjaldþrotaskipta

Eygló HarðardóttirEignalausum einstaklingum gefst nú kostur á að fá fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta, en lög þess efnis tóku gildi þann 1. febrúar sl. Um nýmæli er að ræða í íslenskri löggjöf en úrræðinu er ætlað að koma til móts við þá einstaklinga sem geta ekki lagt sjálfir fram greiðslu til tryggingar fyrir skiptakostnaði.

Lágmarksgreiðsla á slíkri tryggingu er 250.000 krónur og getur það reynst þungur baggi þeim sem eru í þeirri stöðu að vilja sjálfir krefjast gjaldþrotaskipta. Reynslan sýnir að ekki eru miklar líkur á að kröfuhafar krefjist gjaldþrotaskipta hjá þeim sem hefur verið gert hjá árangurslaust fjárnám og eiga því engar eignir. Setning laganna er því mikil bót fyrir þá sem vilja sjálfir lýsa sig gjaldþrota og njóta þannig styttri fyrningarfrests til að endurreisa fjárhag sinn og fjölskyldunnar eftir að hafa burðast með óviðráðanlegar skuldir árum saman.

Getur verið skásta lausnin
Skilyrði fjárhagsaðstoðarinnar er að umsækjandi eigi í verulegum fjárhagserfiðleikum, geti ekki greitt tryggingu fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og hafi reynt önnur greiðsluvandaúrræði, eða að umboðsmaður skuldara meti það svo að önnur greiðsluvandaúrræði dugi ekki til að leysa greiðsluvanda hans.

Skuldavandi einstaklinga og fjölskyldna er margvíslegur og ljóst að sumum gagnast hvorki greiðsluaðlögun né önnur greiðsluvandaúrræði sem hafa verið í boði. Þegar svo háttar kann gjaldþrot að vera skásta lausnin og með því er greitt úr skuldamálunum innan tveggja ára frá lokum skipta. Það getur þó tekið lengri tíma að byggja upp fjárhagslegt traust gagnvart fjármálafyrirtækjum á ný.

Gjaldfrjáls aðstoð
Umboðsmaður skuldara hefur fengið það hlutverk að taka við umsóknum þeirra sem hyggjast sækja um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar og kanna hvort umsækjendur uppfylli skilyrði laganna. Sótt er um fjárhagsaðstoð á vef embættisins www.ums.is. Samþykki umboðsmaður skuldara umsókn um fjárhagsaðstoð gefur hann út yfirlýsingu þess efnis sem umsækjandi leggur fyrir héraðsdómstól ásamt kröfu um gjaldþrotaskipti. Verði héraðsdómstóll við kröfunni er fjárhagsaðstoðin greidd skipuðum skiptastjóra.

Einstaklingurinn sjálfur þarf að greiða 15.000 króna þingfestingargjald til héraðsdóms þegar beiðni hans er lögð fram hjá dómstólnum. Þjónusta umboðsmanns skuldara er gjaldfrjáls og aðstoðar hann einstaklinga við gagnaöflun og ritun greinargerðar ef með þarf. Einstaklingar þurfa því ekki að leita sér kostnaðarsamrar aðstoðar til þess að sækja um fjárhagsaðstoð vegna skiptakostnaðar.

Eygló Harðardóttir

Greinin birtist í Fréttablaðinu 27. mars 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Greinar

Stjórnvöld víða um heim vara við sýndarfé

Deila grein

27/03/2014

Stjórnvöld víða um heim vara við sýndarfé

Frosti SigurjónssonÞann 19. mars gáfu íslensk stjórnvöld út aðvörun um þá áhættu sem fylgir sýndarfé (e. virtual currencies) svo sem Auroracoin og Bitcoin. Tilefni aðvörunar nú er fyrirhuguð úthlutun sýndarfjárins Aurauracoin til Íslendinga á vegum aðila sem vinnur undir dulnefninu Baldur Friggjar Óðinsson.

Stjórnvöld fjölmargra landa hafa séð tilefni til að upplýsa almenning um þá áhættu sem felst í kaupum, varðveislu eða viðskiptum með sýndarfé. Notendur eru ekki varðir gegn tapi á sýndarfé, t.d. ef “markaðstorg” sem skiptir eða varðveitir sýndarfé bregst skyldum sínum, greiðsla misferst eða kemst í hendur óviðkomandi aðila.

Hvorki Bitcoin né Auroracoin eru viðurkenndur lögeyrir eða gjaldmiðill í skilningi íslenskra laga. Hér á landi má aðeins Seðlabanki gefa út gjaldmiðil sem getur gengið manna á milli í stað peningaseðla og löglegrar myntar. Talsmenn Auroracoin fara ekki leynt með þann ásetning sinn að Auroracoin eigi að koma í stað íslenskra króna í viðskiptum en það væri einmitt brot á lögum um Seðlabanka.

Stjórnvöld í ESB og fjölmörgum löndum standa frammi fyrir því verkefni að ákveða lagalega stöðu sýndarfjár, þar á meðal hvernig skuli greiða skatta af viðskiptum með sýndarfé. Líklega munu notendur þurfa að greiða annað hvort virðisaukaskatt eða fjármagnstekjuskatt af viðskiptum með sýndarfé. Það myndi leiða til mikillar rýrnunar á verðmæti sýndarfjárins.

Sýndarfé gefur vissa nafnleynd og hefur því verið notað sem greiðslumáti í ólöglegum viðskiptum á netinu. Verði sett lög gegn sýndarfé mun það leiða til verðfalls.

Jafnvel þótt ekki væri yfirvofandi skattaleg eða lagaleg óvissa um sýndarfé, þá er margt annað sem veldur óvissu um sýndarfé. Verðgildi sýndarfjár hefur sveiflast gríðarlega. Eftir að hafa hækkað í verði um hundruði prósenta á nokkrum mánuðum, þar til það náði hámarki í desember sl., hefur bitcoin helmingast í verði á nokkrum mánuðum. Enginn gjaldmiðill hefur verið eins óstöðugur og bitcoin á þessum tíma.

Svo má líka nefna tap þeirra fjölmörgu sem áttu bitcoin hjá Mt. Gox sem var stærsti bitcoin miðlari heims þegar hann fór skyndilega í þrot. Talið er að tölvuhakkarar hafi náð að brjótast inn í Mt. Gox og ræna 850.000 bitcoinum sem þar voru geymd og metin voru á tugi milljarða króna.

Eins og þessi dæmi sýna þá er óvarlegt að treysta á sýndarfé. Líklega verða sett lög um sýndarfé og skattskyldu þess og þá er líklegt að verðmæti sýndarfjár falli hratt. Gengi sýndarfjár hefur verið mjög óstöðugut. Það hefur sveiflast um hundruði prósenta undanfarna mánuði. Miðlarar fyrir sýndarfé hafa ekki staðist árásir hakkara. Aðvörun stjórnvalda um áhættu sýndarfjár er því ekki að tilefnislausu.

Frosti Sigurjónsson

Greinin birtist í DV 26. mars 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar á Akureyri samþykktur

Deila grein

27/03/2014

Framboðslisti Framsóknar á Akureyri samþykktur

akureyri-gudmundur-baldvinFundur í Fulltrúaráði Framsóknarfélaganna á Akureyri, fimmtudaginn 26. mars, samþykkti einróma tillögu kjörstjórnar um framboðslista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 31. maí. Efsta sæti listans skipar Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi, í öðru sæti er Ingibjörg Isaksen, forstöðumaður og í því þriðja Siguróli Magni Sigurðsson, nemi. En kosið var á almennum félagsfundi framsóknarfélaganna 15. mars í 5 efstu sætin á framboðslistanum.
Framboðslistinn er þannig skipaður:

 1. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi
 2. Ingibjörg Isaksen, forstöðumaður
 3. Siguróli Magni Sigurðsson, nemi
 4. Elvar Smári Sævarsson, kennari
 5. Halldóra Hauksdóttir, hdl.
 6. Tryggvi Már Ingvarsson, deildarstjóri
 7. Guðlaug Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri
 8. Húni Hallsson, söluráðgjafi
 9. Sigríður Bergvinsdóttir, hársnyrtir
 10. Óskar Ingi Sigurðsson, framhaldsskólakennari
 11. Ragnhildur Hjaltadóttir, umboðsmaður
 12. Jóhannes Gunnar Bjarnason, kennari
 13. Regína Helgadóttir, bókari
 14. Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður
 15. Petra Ósk Sigurðardóttir, leikskólakennari
 16. Axel Valgeirsson, meindýraeyðir
 17. Viðar Valdimarsson, verkamaður og nemi
 18. Guðný Rut Gunnlaugsdóttir, leikskólakennari
 19. Klemenz Jónsson, dúkalagningameistari
 20. Mínerva Björg Sverrisdóttir, leiðbeinandi
 21. Jakob Björnsson, framkvæmdastjóri
 22. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, fyrrv. bæjarfulltrúi

Á listanum eru 10 konur og 12 karlar. Framsóknarmenn fengu einn bæjarfulltrúa kjörinn í sveitarstjórnarkosningunum 2010, Guðmund Baldvin Guðmundsson.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.