Menu

Monthly Archives: mars 2014

//mars

Leiðréttingin nær til 100 þúsund heimila

Fréttir|

Ríkisstjórnin kynnti í dag tvö lagafrumvörp  sem lækka húsnæðisskuldir heimila í landinu og auðvelda þeim sem ekki eiga íbúð að kaupa húsnæði. Annars vegar er um að ræða leiðréttingu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána og hins vegar skattafslátt vegna séreignarlífeyrissparnaðar. Með lækkuninni léttist greiðslubyrði heimilanna og ráðstöfunartekjur þeirra aukast. Heildarumfang leiðréttingarinnar um 150 milljarðar króna Nær til [...]

Þingið bregst og almenningur borgar

Greinar|

Skattgreiðendur hafa borgað um 1.300 milljónir króna vegna þriggja skýrslna sem rannsóknarnefndir Alþingis hafa gert. Endanleg upphæð verður örugglega nær 1.400 milljónum. Engar fjárhagsáætlanir lágu fyrir þegar þingmenn samþykktu gerð þeirra. Rannsóknarskýrslan um aðdraganda og fall bankanna, sem kynnt var árið 2010, kostaði rúmar 453 milljónir króna. Nokkur umræða varð um skýrsluna en síðan hefur [...]

Aukakjördæmaþing KFR

Fréttir|

Aukakjördæmaþing Kjördæmasambands Framsóknarmanna í Reykjavík (KFR) verður haldið laugardaginn 5. apríl 2014 að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík, kl. 16:00. Drög að dagskrá: Þingsetning Kosning starfsmanna þingsins. Tillaga kjörnefndar kynnt Önnur mál. Þingslit. Að kjördæmaþinginu loknu verður boðið upp á léttar veitingar.   Þórir Ingþórsson, formaður KFR   PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi [...]

Sigmundur Davíð á Sprengisandi

Fréttir|

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og formaður Framsóknar var viðmælandi í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í gær, sunnudag. Hér að neðan má nálgast viðtal Sigurjóns M. Egilssonar við forsætisráðherra. Sprengisandur (1): Skuldafrumvörpið kemur á þriðjudag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skuldaleiðréttingafrumvarpið verði kynnt á þriðjudag. Hann segir einnig að hann sæki ekki ráð til [...]

Verndaraðgerðir á friðlýstum svæðum og í Þórsmörk í sumar

Fréttir|

Sigurður Ingi Jóhansson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur ákveðið að veita rúmlega 20 milljónum króna til uppbyggingar og landvörslu á friðlýstum svæðum og mikilvægum ferðamannastöðum. Um er að ræða verkefni á friðlýstum svæðum í umsjón Umhverfisstofnunar, og í Þórsmörk sem er í umsjón Skógræktar ríkisins. Stofnanirnar telja þessi verkefni vera í forgangi yfir þær aðgerðir sem [...]

Blekkingarleikur síðustu ríkisstjórnar

Greinar|

Í kosningasjónvarpi kvöldið fyrir alþingiskosningarnar vorið 2009 sagði Steingrímur J. Sigfússon að það samrýmdist ekki stefnu Vinstri grænna að hefja undirbúning að því að sækja um aðild að Evrópusambandinu og að hann hefði ekkert umboð til slíks frá flokknum. Þrátt fyrir þessi orð fór Steingrímur ásamt Samfylkingunni rakleiðis í að undirbúa aðildarumsókn og send var [...]

Framboðslisti Framsóknar í Kópavogi samþykktur

Fréttir|

Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Kópavogi samþykkti einróma í gærkvöld tillögu að framboðslista Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Efsta sæti listans skipar Birkir Jón Jónsson fyrrverandi alþingismaður, í öðru sæti er Sigurjón Jónsson markaðsfræðingur og í því þriðja Guðrún Jónína Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Framboðslistinn í heild: Birkir Jón Jónsson, fv. alþingismaður/MBA Sigurjón Jónsson, markaðsfræðingur Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, hjúkrunarfr./lífsstílsleiðb. [...]

Norrænn virðisauki

Greinar|

Á morgun, 23. mars, er Dagur Norðurlanda. Þennan dag fyrir 52 árum komu fulltrúar ríkisstjórna Norðurlanda saman í þinghúsinu í Helsinki og undirrituðu sáttmála sem er ígildi stjórnarskrár norræns samstarfs, í daglegu tali nefndur Helsinkisáttmálinn. Undirritun hans varð til þess að treysta samstarf þjóðanna enn frekar og staðfesti þá nálægð sem ríkir milli Norðurlandabúa að [...]

Hvers vegna áburðarverksmiðja?

Greinar|

Nýlega lagði sá sem hér ritar ásamt nokkrum öðrum þingmönnum fram þingsályktunartillögu um hagkvæmni þess að reisa og reka áburðarverksmiðju á Íslandi. Tillagan hefur vakið töluverða athygli og umræður sem ber að þakka fyrir. Í umræðunni hefur þó örlað á nokkrum misskilningi sem rétt er að fara örfáum orðum um. Fyrst ber þess að geta [...]

„Norðurlandaráð sammála okkur Íslendingum“

Fréttir|

Nýgerður samningur Norðmanna, Færeyinga og Evrópusambandsins um veiðar á makríl er gagnrýndur af Umhverfis- og auðlindanefnd Norðurlandaráðs sökum þess að veiðarnar séu langt frá því að geta talist sjálfbærar þar sem að þær heimili langtum meiri veiðar en veiðiráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins ICES kveður á um.  „„Ráðið gagnrýnir að í samningnum sé gert ráð fyrir veiðum [...]

Load More Posts