Menu

Monthly Archives: júlí 2015

//júlí

Hagræðing og „ekki“ hagræðing Landsbankans

Greinar|

Áform Landsbankans, banka allra landsmanna, að byggja nýjar höfuðstöðvar á einni dýrustu lóð landsins hefur verið gagnrýnd af fjölmörgum aðilum. Landsbankinn er í almenningseigu og það er á ábyrgð okkar allra að hann fari vel með almannafé. Landsbankinn ber við miklu fjárhagslegu hagræði af þessari framkvæmd. Þrátt fyrir að ég hafi efasemdir um skynsemi þess [...]

ESB er engin elsku mamma

Greinar|

Þegar Grikkir tóku upp evru árið 2001 hafði þar um nokkurra ára skeið ríkt sæmilegt jafnvægi í efnahags- og peningamálum, en áður hafði Grikkland iðulega þurft að glíma við verðbólgu og hátt vaxtastig. Aðild Grikklands að myntbandalaginu var því álitin mikilvægur áfangi í því að tryggja efnahagslegan stöðugleika landsins til framtíðar og skapa ný tækifæri. [...]

Stóru málin í íslensku efnahagslífi

Fréttir|

Willum Þór Þórsson, alþingismaður, velti upp hugleiðingum um „stóru málin í íslensku efnahagslífi“ á Alþingi á dögunum. Minnti hann á að í aðdraganda kjarasamninga hafi verið horft til hugmyndafræði þjóðarsáttarsamninganna, þríhliða samstarfi aðila vinnumarkaðarins og ríkisvaldsins. Willum Þór sagði svo: „Nú hefur ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar komið að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði með myndarlegum hætti [...]

Er kaupmönnum treystandi?

Greinar|

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu sendi mér kveðju í útvarpsþætti á föstudaginn fyrir viku. Kann ég honum maklegar þakkir fyrir. Í kveðjunni fann framkvæmdastjórinn að því að undirritaður hvatti almenning nýlega úr ræðustól Alþingis til að sniðganga fyrirtæki sem gengið hafa á undan með hækkun á vöruverði í kjölfar kjarasamninga. Nú er það svo að [...]

Sólskin í kortunum

Greinar|

Það er gott að búa á Íslandi. Við getum búið hvar sem er, á stað þar sem veðrið er betra, þar sem vextir eru lægri, ávextir ódýrari og mannlífið fjölbreyttara. En við veljum að búa hér. Veðrið mætti reyndar vera betra. Þakklætið er vanmetið Vextir mættu eða ættu öllu heldur að vera lægri. Við þurfum [...]

Alvöru alþjóðlegan flugvöll hinum megin á landinu?

Fréttir|

Páll Jóhann Pálsson, alþingismaður,; „Virðulegi forseti. Nýlega skilaði Rögnunefndin margumrædda af sér áliti og segja má að ekki hafi slegið á umræðuna, heldur þvert á móti, um það hvort Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri eða einhvers staðar annars staðar. Það eru ákveðin vonbrigði að nefndin hafi ekki skoðað þá kosti að flugvöllurinn yrði áfram í [...]

„Geri alvöru úr því að kjósa með fótunum“

Fréttir|

Þorsteinn Sæmundsson, alþingismaður, fór yfir fréttir af verðhækknum hjá birgjum og smásölufyrirtækjum í störfum þingsins í síðustu viku. „Undanfarið hefur borið allnokkuð á því að fréttir berast af verðhækkunum bæði hjá birgjum og smásölufyrirtækjum. Það er í sjálfu sér mikið umhugsunar- og rannsóknarefni þar sem helstu viðskiptamyntir eru nú sirka 3% veikari gagnvart krónu en [...]

Skítug orka og aflátsbréf ESB

Greinar|

Hér á landi er nánast öll raforka framleidd sem græn orka án aðkomu kjarnorkuvera og án kola- og olíubrennslu. Þetta skapar landinu gríðarlega sérstöðu á heimsvísu með áherslu á fullvinnslu vöru hér á landi úr grænni orku. Fyrirtæki með áherslu á umhverfisvernd eru tilbúin að greiða hærra verð fyrir raforku í framleiðslu sína. Íslensk raforkuframleiðslufyrirtæki [...]

Virkar skuldaleiðréttingin? – Já, hún virkar sannarlega!

Greinar|

Nýútkomin skýrsla fjármálaráðherra um skuldaleiðréttinguna staðfestir svo ekki verður um villst að markmið skuldaleiðréttingar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafa náðst fullkomlega. Ef skýrslan er borin saman við kynningu leiðréttingarinnar á sínum tíma kemur í ljós hversu vel undirbúin framkvæmd leiðréttingarinnar var. Eins og allir vita nam heildarumfang leiðréttingarinnar 150 milljörðum króna, 80 milljarðar í beina [...]

Eldhúsdagur: Þórunn, Willum og Silja Dögg

Fréttir|

Í gær fóru fram eldhúsdagsumræður, almennar stjórnmálaumræður, á Alþingi. Ræðumenn Framsóknarflokksins voru í fyrstu umferð Þórunn Egilsdóttir, 8. þm. Norðausturkjördæmis, Willum Þór Þórsson, 5. þm. Suðvesturkjördæmis, í annarri og Silja Dögg Gunnarsdóttir, 3. þm. Suðurkjördæmis, í þriðju umferð. Þórunn Egilsdóttir: „Ágætu Íslendingar. Það er grundvallaratriði að við Íslendingar viljum skapa aðstæður fyrir blómlega byggð um [...]

Load More Posts