Menu

Monthly Archives: október 2015

//október

Ísland taki almenna afstöðu gegn efnahagsþvingunum

Greinar|

Ísland er eitt þeirra ríkja sem eiga sérstaklega mikilla hagsmuna að gæta af því að milliríkjaviðskipti séu án allra þvingana. Ríflega 53% af þjóðarframleiðslu Íslands eru í formi útflutningstekna. Þetta er mjög hátt hlutfall í alþjóðlegum samanburði. Í Bandaríkjunum eru útflutningstekjur aðeins 12% af þjóðarframleiðslu og líklega er hlutfall útflutnings hjá Evrópusambandinu litlu hærra. Bandaríkin [...]

Nýr formaður KFNA

Fréttir|

Á 15. Kjördæmisþingi Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi (KFNA) á Akureyri 17. október var Gunnar Þór Sigbjörnsson kjörinn nýr formaður KFNA. Gunnar Þór er 49 ára Héraðsbùi ættaður frá Möðrudal á fjöllum í mòðurætt en föðurætt er frá Fögruhlíð í Jökulsárhlíð. „Eiginkona mín heitir Helga Þórarinsdóttir, en ég fann hana á Djúpavogi 1983 þegar ég fór þangað [...]

Norðurlönd og alþjóðamálin

Greinar|

Í dag fer fram utanríkismálaumræða á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík. Málaflokkurinn er forgangsmál í formennskutíð Íslands og hefur fengið aukið vægi á vettvangi Norðurlandaráðs á undanförnum árum. Það var ekki alltaf svo. Í kalda stríðinu voru utanríkismál lengst af ekki rædd á vettvangi norrænnar samvinnu en eftir lok þess komust þau á dagskrá. Ísland átti [...]

Níu forsætisráðherrar og 80 sérfræðingar ræða skapandi greinar og nýsköpun í opinberum rekstri

Fréttir|

Forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands koma saman í Reykjavík nú í vikunni, í boði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Leiðtogarnir munu taka þátt í sameiginlegu málþingi þjóðanna, Northern Future Forum, þar sem rætt verður um vöxt og viðgang skapandi greina og nýsköpun í opinberum rekstri í þeim tilgangi að auka gæði opinberrar þjónustu. Ásamt forsætisráðherrunum níu [...]

Norðurlandaráðsþing hefst í dag

Greinar|

Það er gaman að fá að vera gestgjafi nú þegar þingmenn og ráðherrar Norðurlanda streyma til landsins á árlegan þingfund Norðurlandaráðs sem hefst í Reykjavík í dag. Þing Norðurlandaráðs er haldið til skiptis í aðildarlöndunum fimm og er eins konar uppskeruhátíð norræns samstarfs. Hið nána samstarf Norðurlanda innan Norðurlandaráðs er komið á sjötugsaldur og ber [...]

Lækka skal verð í samræmi við styrkingu krónunnar!

Fréttir|

„Forseti. Mig langar að gera að umtalsefni greiningu sem Arion banki gaf út á netinu í gær. Þeir búast við 0,1% hækkun á vísitölu um næstu mánaðarmót, sem þýðir 1,1% verðbólgu á ársgrundvelli. Það minnir okkur á að Seðlabankinn þjófstartaði hér hressilega eftir gerð fyrstu kjarasamninga í vor með því að hækka stýrivexti að þarflausu. [...]

Útvíkka þarf starfsemi náttúruhamfarasjóða

Fréttir|

„Hæstv. forseti. Forsætisráðherra boðar hugsanlegar breytingar á ofanflóðasjóði og Bjargráðasjóði, hvort skynsamlegt sé að sameina þessa tvo sjóði og útvíkka hlutverk þeirra í hamfarasjóð. Ég tel mikilvægt að reyna að útvíkka starfsemi náttúruhamfarasjóða þannig að þeir nái til flóða líkt og á Siglufirði, en við fengum fréttir um það í morgun að bæta á tjónið [...]

„Karlinn eiginlega hálfgerður vitleysingur“

Fréttir|

„Hæstv. forseti. Ég var nýlega á ferðinni í Suður-Ameríkuríki þar sem ástandið í jafnréttismálum er því miður mun slakara en hérna á Íslandi. Þar er ástandið því miður þannig að allt of oft er ætlast til þess að konan sé heima og sjái um heimilið og karlinn sé sá sem vinnur úti. Mér er sérstaklega [...]

„Tími athafna er kominn“

Fréttir|

„Hæstv. forseti. Í störfum þingsins í gær ræddi ég meðal annars afnám verðtryggingar af neytendalánum. Ég ræddi mikilvægi þess hver næstu skref ættu að vera í málinu og nauðsyn þess að þau skref yrðu tímasett á allra næstu dögum. Núna þarf að fá svör við þessum spurningum: Á að afnema verðtrygginguna? Á að setja þak [...]

Leggjum símann niður í umferðinni

Greinar|

Farsímanotkun ökumanna hefur aukist gífurlega með árunum. Þegar farið er út í umferðina þarf að vera með fulla og óskipta athygli. Með árunum eru sífellt fleiri sem nota farsíma undir stýri. Eftir því sem tækninni fleygir fram og fleiri smáforrit í farsíma verða til verður áreitið sífellt meira og símarnir hætta vart að gefa frá [...]

Load More Posts