Menu

Greinar

/Greinar

Kvikmyndir framtíðarinnar

Greinar|

Kvik­mynda­gerð á Íslandi hef­ur ávallt ein­kennst af ástríðu. Dríf­andi frum­kvöðlar ruddu braut­ina og á þeirra vinnu er nú ris­in glæsi­leg at­vinnu­grein, sem ekki aðeins styrk­ir menn­ingu í land­inu og gleður hjartað held­ur býr til gott orðspor og skap­ar þúsund­ir starfa. Þótt langt sé liðið frá brautryðjand­a­starfi Óskars Gísla­son­ar, Lofts Guðmunds­son­ar, Vig­fús­ar Sig­ur­geirs­son­ar og fleiri hef­ur [...]

Viðspyrna fyrir viðkvæma hópa

Greinar|

Í vetur hefur svo sannarlega reynt á samvinnu og útsjónarsemi Íslendinga, þegar almannavarnarhlutverk okkar allra virkjaðist skyndilega. Með öflugu samstarfi og samtakamætti hefur okkur tekist að koma böndum á útbreiðslu veirunnar, þó kófið sé ekki alveg gengið niður er farið að sjá til sólar gegnum renninginn. Það ríkir óvissa á mörgum sviðum og það mun [...]

Þrekvirki íslenska menntakerfisins á tímum COVID-19

Greinar|

Hinn 16. mars tóku gildi tak­mark­an­ir á sam­kom­um og skóla­haldi til að hægja á út­breiðslu COVID-19 hér á landi. Frá því að aug­lýs­ing­ar um þess­ar tak­mark­an­ir voru birt­ar hef­ur ráðuneytið í sam­vinnu við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Kenn­ara­sam­band Íslands fylgst náið með skipu­lagi og fram­kvæmd skóla­starfs í leik- og grunn­skól­um.Í leik- og grunn­skól­um lands­ins eru [...]

Stöndum með ferðaþjónustunni

Greinar|

Þegar ég horfi upp í him­in­inn á kvöld­in á leiðinni úr hest­hús­inu er hann eins og hann var þegar ég var lít­ill strák­ur. Þótt það séu ekki ald­ir síðan voru rák­irn­ar sem þot­urn­ar skildu eft­ir sig á himn­in­um sjald­gæfari en síðustu ár. Um all­an heim eru þot­urn­ar sem fyr­ir nokkr­um vik­um fluttu fólk milli landa [...]

Atvinnusköpun er númer 1, 2 og 3

Greinar|

Stærsta verk­efni ís­lensks sam­fé­lags í dag er að skapa störf. Íslenskt sam­fé­lag hef­ur alla burði til að sækja fram. Mennt­un­arstig er hátt og sam­fé­lagið er auðugt af hug­viti og auðlind­um. Við verðum að nýta allt sem við eig­um og leggja grunn­inn að nýj­um verðmæt­um framtíðar­inn­ar. Mark­mið stjórn­valda eru skýr: að skapa störf og verja störf. [...]

Tíminn til að lesa meira

Greinar|

Bók­mennta­arfur Ís­lendinga sprettur úr frjóum jarð­vegi ís­lenskrar sögu og menningar. Um aldir hafa Ís­lendingar haft ríka þörf fyrir að segja, lesa og hlusta á sögur. Þá þörf höfum við enn, líkt og blóm­leg bóka­út­gáfa og glæsi­leg stétt rit­höfunda er til marks um. Grunnurinn að þessari sagna­hefð var lagður fyrir nærri þúsund árum, þegar stór­menni á [...]

Vísindakapphlaupið 2020

Greinar|

Tækni­fram­far­ir og vís­inda­upp­götv­an­ir eru stærsta hreyfiafl sam­fé­laga. End­ur­bætt gufu­vél hins skoska James Watts lagði grunn­inn að vél­væðingu iðnbylt­ing­ar­inn­ar, upp­götv­un raf­magns­ins breytti meiru en orð fá lýst, upp­götv­un bakt­ería og löngu síðar sýkla­lyfja bylti lík­ast til meiru í mann­kyns­sög­unni en all­ar hefðbundn­ar bylt­ing­ar sam­an­lagt! Enn og aft­ur horf­ir all­ur heim­ur­inn til vís­ind­anna. Nú er þess beðið [...]

Íslensk matvæli, gjörið svo vel

Greinar|

Í öðrum aðgerðapakka rík­is­stjórn­ar­inn­ar Viðspyrna fyr­ir Ísland er lögð mik­il áhersla á inn­lenda fram­leiðslu og verðmæta­sköp­un. Ný­sköp­un er þar í önd­vegi enda lengi verið ljóst að skjóta verður fleiri stoðum und­ir ís­lensk­an efna­hag. Síðustu vik­urn­ar hef­ur helsta umræðuefni fólks um heim all­an verið heilsa og heil­brigði. Fólk ótt­ast þenn­an vá­gest sem kór­ónu­veir­an er og legg­ur [...]

Samvinna afurðastöðva

Greinar|

Á undanförnum árum hafa afurðastöðvar í kjöti mátt þola gríðarmiklar breytingar í sínu samkeppnisumhverfi. Þar sem innflutningur á kjöti hefur aukist verulega frá löndum þar sem aðstæður til framleiðslu eru mun hagfelldari út frá mörgum sjónarhornum, t.d. aðbúnaði dýra, launakostnaði og veðurfari. Einnig er slátrun og vinnsla í mörgum þessara landa mun hagkvæmari vegna stærðarhagkvæmni [...]

Leiðin til öflugra Íslands

Greinar|

Ríkisstjórnin kynnti í dag annan hluta Viðspyrnu fyrir Ísland í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Heldur þannig áfram vinna stjórnvalda til að bregðast við þeim mikla vanda sem heimsfaraldur kórónuveiru hefur skapað um allan heim. Eins og í fyrri pakka þá eru aðgerðirnar þrískiptar: Varnir, vernd og viðspyrna. Aðgerðirnar eru fjölbreyttar. Varnirnar felast í því að veita [...]

Load More Posts