Menu

Greinar

/Greinar

Sókn er besta vörnin

Greinar|

Degi íslenskrar tungu verður fagnað með fjölbreyttum hætti á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar hinn 16. nóvember nk. Dagurinn hefur fest sig í sessi í huga landsmanna og margir nýta hann til að fagna því sem vel er gert og minna á mikilvægi tungumálsins. Íslenskan skipti sköpum í sjálfstæðisbaráttu okkar og athyglivert er hversu mikla áherslu forystufólk [...]

Hin þögli sjúkdómur – vefjagigt

Greinar|

Einstaklingum sem metnir eru til örokur hefur fjölgað ár frá ári. Fjölgun þeirra sem metnir hafa verið 75% öryrkjar fjölgaði um 3,9% milli áranna 2016 og 2017. Það eru fjölmargar ástæður sem liggur á bak við örorku einstaklinga en einn sjúkdómur sem hefur meiri tíðni hér en víða erlendis er vefjagigt samkvæmt svari við fyrirspurn [...]

Bæta þarf stöðu drengja í menntakerfinu

Greinar|

Okkur ber skylda til þess að hlúa sem best að velferð barna og ungmenna og tryggja þeim tækifæri til þess að þroskast og dafna. Menntakerfið er eitt mikilvægasta jöfnunartæki okkar og þar er lagður grunnur að tækifærum framtíðarinnar. Samkvæmt nýjustu skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (e. OECD) um menntatölfræði eru meginstyrkleikar íslenska menntakerfisins gott aðgengi að [...]

Hugsum út fyrir búðarkassann

Greinar|

Á Íslandi höfum verið svo lánsöm að búa við þær aðstæður að íslenskar landbúnaðarafurðir eru með því heilnæmasta sem finnst í heiminum. Búfjársjúkdómar eru sjaldgæfir vegna legu landsins og vegna þess hvernig bændur hafa staðið að búskap sínum. Við erum því í einstakri og eftirsóknarverðri stöðu þegar kemur að því að kaupa í matinn. Við [...]

Sameiginlegt hagsmunamál

Greinar|

Innflutningur á kjöti hefur stóraukist eftir að íslensk stjórnvöld slökuðu á þeim höftum sem beitt hefur verið til að styðja við íslenska kjötframleiðslu og til að verja íslenska búféð.  Lega landsins hefur verndað íslenskt búfé fyrir búfjársjúkdómum sem herja á erlent búfé. Nú er svo komið að fjórðungur á kjötmarkaði hér á landi er innflutt [...]

Raddir unga fólksins á Norðurlöndum

Greinar|

Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði í byrjun næsta árs og á nýafstöðnu Norðurlandaráðsþingi í Ósló fyrr í vikunni kynnti ég þær áherslur sem við munum leggja á sviði menningarmála. Þrjú áhersluatriði íslensku formennskunnar snúa að sjálfbærri ferðamennsku í norðri, hafinu og ungu fólki á Norðurlöndunum en viðfangsefni okkar á menningarsviðinu tengjast einkum hinu síðastnefnda. [...]

Norræn samvinna

Greinar|

Sam­starf Norður­landaþjóða er okk­ur verðmætt. Menn­ing okk­ar og tungu­mál eru svipuð og auðvelt er að sækja sér nám og vinnu á Norður­lönd­um sam­an­borið við önn­ur svæði. Þau eru sem okk­ar heima­völl­ur en á þriðja tug þúsunda Íslend­inga eru ým­ist í námi eða í vinnu víðs veg­ar um svæðið. Sam­an­lagt eru Norður­landa­rík­in stærsta ein­staka „viðskipta­land“ okk­ar [...]

Hæst hlutfall háskólamenntaðra

Greinar|

Samkvæmt nýjustu skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um menntatölfræði eru meginstyrkleikar íslenska menntakerfisins gott aðgengi að menntun og góð samskipti nemenda og kennara. Skýrslan »Menntun í brennidepli« tekur nú í fyrsta sinn mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og er því sérstaklega fjallað þar um jöfn tækifæri til náms og hvernig félagslegar aðstæður, uppruni og kyn hafa [...]

Rætur menningarinnar

Greinar|

Bækur hafa fylgt íslensku þjóðinni alla tíð og hafa að geyma okkar helstu menningarverðmæti. Menningarlegt mikilvægi þeirra er ótvírætt og gildi þeirra fyrir íslenska tungu sömuleiðis. Samkvæmt Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) er íslenska eitt þeirra tungumála sem eru í hættu að glatast og því mikilvægt að hlúa að tungunni eins og frekast er unnt. Á [...]

Load More Posts