Menu

Greinar

/Greinar

Lói skapar gjaldeyristekjur

Greinar|

Íslensk tónlist hef­ur notið mik­ill­ar vel­gengni bæði hér­lend­is sem er­lend­is. Grunn­ur­inn að þeirri vel­gengni er metnaðarfullt tón­list­ar­nám um allt land í gegn­um tíðina, sem oft­ar en ekki er drifið áfram af fram­sýnu hug­sjóna­fólki. Þjóðin stend­ur í þakk­ar­skuld við ein­stak­linga sem hafa auðgað líf okk­ar með tón­list­inni og bæði gleður og sam­ein­ar. Stjórn­völd hafa í gegn­um [...]

Efling sveitarstjórnarstigsins

Greinar|

Ég átti fyr­ir skemmstu ánægju­leg­an fund með full­trú­um fjög­urra sveit­ar­fé­laga í Aust­ur-Húna­vatns­sýslu sem ræða nú sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna. Þar var ég upp­lýst­ur um stöðu viðræðna og þá vinnu sem er í gangi við að greina áhrif­in ef af sam­ein­ingu yrði og þær áskor­an­ir sem tak­ast þyrfti á við í ná­inni framtíð. Íbúum sveit­ar­fé­lag­anna hef­ur fækkað á [...]

Verk að vinna

Greinar|

Áskor­an­ir ís­lensks land­búnaðar eru marg­ar ótví­ræðar. Sá tolla­samn­ing­ur sem tók hér gildi í maí sl. hef­ur í för með sér að 97,4% af tolla­skránni í heild sinni eru orðin toll­frjáls. Það litla sem eft­ir er er á lækkuðum tolli. Þetta mun óhjá­kvæmi­lega auka sam­keppni á inn­lend­um kjöt­markaði. Á sama tíma hang­ir óvissa um af­nám frystiskyld­unn­ar [...]

Framfaramál fyrir íslenskt vísindasamfélag

Greinar|

Við vilj­um stuðla að því að ís­lensk­ir vís­inda- og fræðimenn hafi greiðan aðgang að nú­tíma­leg­um rann­sókn­ar­innviðum sem stand­ast alþjóðleg­an sam­an­b­urð. Í vik­unni mælti ég fyr­ir frum­varpi um breyt­ing­ar á lög­um um op­in­ber­an stuðning við vís­inda­rann­sókn­ir. Inn­tak þess snýr að tveim­ur mik­il­væg­um sjóðum á sviði rann­sókna og ný­sköp­un­ar. Ann­ars veg­ar er um að ræða Innviðasjóð sem [...]

Átak í húsnæðismálum og kjarasamningar

Greinar|

Eins og komið hef­ur fram síðustu daga var skipaður átaks­hóp­ur um aukið fram­boð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á hús­næðismarkaði, en til­lög­ur hóps­ins voru kynnt­ar í vik­unni. Vinna hóps­ins gekk vel og ég hef sagt að hún sé mik­il­væg­ur liður í sam­tali rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sveit­ar­fé­laga og heilda­sam­taka á vinnu­markað fyr­ir yf­ir­stand­andi kjaraviðræður. [...]

Norræn samvinna

Greinar|

Ísland tekur við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á spennandi tímum. Staðreyndin er sú að mjög víða geta Norðurlöndin skilað betri árangri með samstarfi, heldur en hvert í sínu lagi. Með samstarfi sín á milli hafa Norðurlöndin náð því að vera í fremstu röð hvort sem litið er til nýsköpunar, velferðar, jöfnuðar eða jafnréttis. Norðurlöndin hafa [...]

Mikið traust til kennara og vellíðan nemenda

Greinar|

Rann­sókna­stofa í tóm­stunda­fræðum birti á dög­un­um niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar Heilsa og lífs­kjör skóla­nema sem unn­in er að til­stuðlan Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar (e. WHO). Niður­stöðurn­ar byggj­ast á svör­um rúm­lega 7.000 nem­enda á land­inu öllu sem þátt tóku í rann­sókn­inni í fyrra. Rann­sókn­in er á fjög­urra ára fresti lögð fyr­ir nem­end­ur í 6., 8. og 10. bekk. Þar koma fram [...]

Veldur hver á heldur

Greinar|

Saga vegagerðar á Vestfjörðum spannar 70 ár. Þá hófst uppbygging vegakerfis á milli þéttbýla og milli svæða. Dynjandisheiðin var opnuð 1959 eða fyrir 60 árum og vegurinn verið óbreyttur síðan. Hringvegi um Vestfirði var lokið árið 1975 með veglagningu í Ísafjarðardjúpi. Stjórnvöld hafa ákveðið að nú skuli koma Vestfjarðarvegi til annarrar kynslóðar og koma þar [...]

Flýtum framkvæmdum – fækkum slysum

Greinar|

Markmiðið með metnaðarfullri samgönguáætlun verður ekki mælt í kílómetrum, heldur mannslífum og lífsgæðum. Til að stuðla að fækkun slysa og auka umferðaröryggi er áhrifaríkast að endurbæta vegakerfið sem lætur víða á sjá í kjölfar aukinnar umferðar og þungaflutninga, m.a. vegna mikillar fjölgunar erlendra ferðamanna. Sambærileg framlög og á undanförnum árum mæta engan veginn uppsafnaðri þörf [...]

Load More Posts