Categories
Fréttir

Sigrún nýr ráðherra

Deila grein

31/12/2014

Sigrún nýr ráðherra

sigrunmagnusdottir-vefmyndSigrún Magnúsdóttir tók við embætti umhverfis- og auðlindaráðherra á ríkisráðsfundi í dag, gamlársdag.
Sigrún er fædd 15. júní 1944. Eiginmaður hennar er Páll Pétursson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og alls eiga þau fimm uppkomin börn. Sigrún lauk kvennaskólaprófi og landsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1961, prófi frá Húsmæðraskóla Reykjavíkur 1962 og stundaði nám við öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð 1974-1976. Þá lauk hún BA-prófi í þjóðfræði og borgarfræðum frá Háskóla Íslands árið 2006.
Sigrún á að baki farsælan feril í stjórnmálum auk þess að búa að víðtækri reynslu úr atvinnulífinu. Sigrún hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir ríki og borg og sat í borgarstjórn Reykjavíkur í 16 ár, m.a. sem formaður borgarráðs í 6 ár og formaður borgarstjórnarhóps Reykjavíkurlistans frá 1994 til 2002. Hún hefur setið í stjórnum margra fyrirtækja og stofnana borgarinnar og leitt mikilvæg verkefni, t.d. á sviði mennta- og fræðslumála. Sigrún var kjörin á þing vorið 2013 og hefur setið í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og verið formaður Þingvallanefndar auk þess að gegna embætti þingflokksformanns.
Sigrún tekur við lyklum að umhverfis- og auðlindaráðuneytinu næstkomandi föstudag, 2. janúar 2015 úr höndum Sigurðar Inga Jóhannssonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Greinar

Áramót

Deila grein

31/12/2014

Áramót

Sigmundur-davíðÁgætu landsmenn.
Um þessi áramót er bjartara yfir landinu okkar en verið hefur um langan tíma, myrkur erfiðleika í þjóðlífi og efnahagsmálum að baki og framundan tími uppbyggingar og aukinnar velsældar. Um leið og við gleðjumst yfir hækkandi sól og því sem vel hefur til tekist á liðnu ári megum við ekki gleyma, að margir eiga um sárt að binda vegna slysa, veikinda, ástvinamissis eða annarra erfiðleika.

Viljinn til að rétta þeim sem minna mega sín hjálparhönd er sterkur í samfélagi okkar og við getum líklega flest verið sammála um að lengi megi gera betur í þeim efnum.

Í ríkisbúskap er í mörg horn að líta og verðug verkefni fleiri en hægt er að gera sér í hugarlund í fljótu bragði. En það er sama hversu gott málefnið er, ríkissjóður getur ekki frekar en fjölskylda leyft sér til lengdar að eyða um efni fram. Ríkisstjórnin er einhuga um að forgangsraða í þágu velferðar, heilbrigðismála og heimilanna í landinu. Með þeim fjárlögum sem samþykkt voru á Alþingi fyrir jól er lögð rík áhersla á að verja og efla þessar grunnstoðir samfélagsins.

Heilbrigðismál eru málaflokkur sem snertir okkur öll og veraldleg gæði mega sín lítils í samanburði við þau gæði sem felast í góðri heilsu. Sem fámenn þjóð stöndum við vissulega frammi fyrir mikilli áskorun þegar kemur að því að viðhalda hér framúrskarandi heilbrigðisþjónustu um ókomin ár.

Eftir harkalegan niðurskurð á undangengnum árum var heilbrigðiskerfið vissulega komið að þolmörkum en nú hefur langvarandi vörn verið snúið í sókn og breyttar áherslur frá niðurskurði fyrri ára birtast í fjárlögum þessa árs og þess næsta. Rekstrarframlög til heilbrigðisstofnana hafa verið aukin og fjárveitingar til Landspítalans á árinu 2015 verða hærri en nokkru sinni fyrr, jafnvel hærri en útgjaldaárin miklu 2007 og 2008. Auk þess hafa fjárveitingar til kaupa á lækningatækjum verið sjöfaldaðar borið saman við fjárframlög til tækjakaupa árin 2007 til 2012.

Þótt við viljum öll gera betur megum við ekki gleyma, að sem þjóð höfum við lengi getað státað af einu öflugasta heilbrigðiskerfi og samtryggingu í veröldinni. Þrátt fyrir fámenni hefur okkur tekist að vera í hópi þeirra þjóða sem bjóða upp á gott heilbrigðiskerfi sem allir eiga jafnan aðgang að, hvort sem viðkomandi hefur efni á dýrum sjúkratryggingum eða ekki.

Efnahagslegur bati og sögulegt tímabil stöðugleika
Íslensk heimili og atvinnulíf hafa á liðnu ári búið við einstakt tímabil stöðugleika í efnahagsmálum. Verðbólga, einn helsti óvinur launafólks, hefur nú í fyrsta sinn á öldinni haldist stöðug og verið í næstum heilt ár fyrir neðan viðmið Seðlabanka Íslands. Það er sögulegur árangur sem margir hafa átt þátt í að skapa. Lág verðbólga, ásamt skynsamlegum ákvörðunum í ríkisfjármálum og kjarasamningum, varð til þess að kaupmáttur jókst meira á árinu en bjartsýnustu menn þorðu að vona. Aukning kaupmáttar á síðustu 12 mánuðum mælist nú 5,5% og hefur hann aðeins einu sinni áður mælst meiri á öldinni. Erfitt er að finna stærra hagsmunamál íslenskra heimila og samfélagsins alls, en aukningu kaupmáttar og ráðstöfunartekna heimila. Í fjárlögum komandi árs er enn ýtt undir þessa þróun, þar sem ýmsar beinar aðgerðir og breytingar á skattkerfinu eiga að leiða til enn frekari aukningar ráðstöfunartekna heimilanna. Þar er sérstaklega hugað að því að rétta hlut lágtekjufólks og fólks með millitekjur.

Fljótlega eftir áramót fara viðræður aðila vinnumarkaðarins um nýja kjarasamninga af stað af fullum þunga. Væntingar eru miklar en ekki er að efa að aðilar vinnumarkaðar skilja vel þá ábyrgð sem á þeim hvílir. Það væri mikil synd ef einstakt tækifæri til að verja verðlagsstöðugleika og halda áfram að bæta kjör almennings á Íslandi færi forgörðum vegna átaka á vinnumarkaði.

Öflug þjóð í gjöfulu landi
Íslendingar eru lánsöm þjóð, landið er gjöfult með miklar náttúruauðlindir sem langt er frá að hafi verið nýttar til fulls. Ungri og vel menntaðri þjóð sem býr við slík skilyrði frá náttúrunnar hendi eru allir vegir færir. Ríkisvaldið þarf að veita framsæknu, þróttmiklu og hugmyndaríku fólki skilyrði til að reyna sig við stofnun og rekstur nýrra fyrirtækja sem skapa þjóðinni aukna velsæld. Mikill gróska er nú í nýsköpun í atvinnulífinu og fjöldi nýrra fyrirtækja er til vitnis um þrótt, þor og sköpunargleði þjóðarinnar. Í þeirri öflugu flóru nýsköpunarfyrirtækja sem nú auka fjölbreytni atvinnulífsins eru mörg fyrirtæki sem hafa þegar náð að skara fram úr í alþjóðlegri samkeppni.

Náðst hefur mikill árangur í efnahags- og atvinnumálum sem ríkisstjórnin mun byggja á til framtíðar til að skapa heilbrigt umhverfi fyrir þróttmikið atvinnulíf og auðvelda þá auknu framleiðslu verðmæta sem við þurfum til að standa undir aukinni velferð á Íslandi. Samhliða því að fyrirtækjum séu sköpuð sem best skilyrði til vaxtar er eðlilegt að gera þá kröfu til atvinnulífsins að það láti launþega njóta árangursins þegar vel gengur. Í því sambandi er mikilvægt að minnast þess að rekstur fyrirtækja, eins og heilu samfélaganna, gengur best ef hugað er að jafnræði.

Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi fyrir þjóðina um ókomin ár að vel takist til við framkvæmd afnáms gjaldeyrishafta. Ein stærsta hindrunin eru þau miklu verðmæti í eigu þrotabúa föllnu bankanna sem talin eru munu leita úr landi ef umbreyting krónueigna í erlendan gjaldmiðil verður gefin frjáls. Ríkisstjórnin mun hér eftir sem hingað til hafa afkomu og heill almennings í landinu að leiðarljósi við allar ákvarðanir sem lúta að afnámi hafta. Þeir sem vonast til að tíminn vinni gegn ríkisstjórninni í tengslum við uppgjör hinna föllnu banka fara villir vegar. Ríkisvaldið mun ekki gera skuldir einkaaðila að sínum eða setja stöðugleika í efnahagsmálum í uppnám með því að gefa eftir í baráttu fyrir farsælli lausn þessara mála.

Gleðin
Stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir standa eiga það sameiginlegt að við þá talar mikill fjöldi fólks, oft með góðar ábendingar og athugasemdir um það sem má betur fara. Á göngu upp Laugaveg á Þorláksmessu vatt ókunnug kona sér að fjölskyldunni og sagðist vilja þakka fyrir það sem áunnist hefði við landsstjórnina. Hún bætti við að það væri verst hvað hinn þögli meirihluti væri óduglegur að láta í sér heyra meðan »háværum nöldurseggjum«, eins og hún orðaði það, væri að takast að ræna þjóðina gleðinni. Við eigum það flest sameiginlegt að geta glaðst á góðri stundu og líða betur innan um þá sem búa yfir gleði og lífshamingju frekar en nöldri og úrtölum. Víst er að lífið er of dýrmætt til að eyða því í formælingar og illmælgi. Gleði í samskiptum fólks bætir andrúmsloft og gerir lífið skemmtilegra.

Magnús Ásgeirsson þýddi á snilldarlegan hátt ljóð frá ýmsum löndum og eitt þeirra, ljóð eftir danska skáldið Axel Juel, fjallar um gleði, hryggð og hamingju. Fyrsta erindið fjallar um gleðina og hljóðar þannig:

Ljúfasta gleði allrar gleði
er gleði yfir því, sem er alls ekki neitt,
engu, sem manni er á valdi eða í vil,
gleði yfir engu og gleði yfir öllu,
gleðin: að vera til.

Með þessum ljóðlínum óska ég landsmönnum öllum gleðilegs og gæfuríks nýs árs og þakka ánægjuleg samskipti á liðnu ári.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra

Greinin birtist í Morgunblaðinu 31. desember 2014.

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Tómas Árnason látinn

Deila grein

30/12/2014

Tómas Árnason látinn

tomasarnasonTómas Árnason, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra og seðlabankastjóri lést á Landspítalanum á aðfangadag, 91 árs að aldri.
Tómas var fæddur á Hánefsstöðum við Seyðisfjörð 21. júlí 1923. Forelrar hans voru Árni Vilhjálmsson (f. 9. apríl 1893, d. 11. jan. 1973) útgerðarmaður og síðar erindreki Fiskifélags Íslands og Guðrún Þorvarðardóttir (fædd 7. janúar 1892, dáinn 26. október 1957) húsmóðir. Eiginkona Tómasar var Þóra Kristín Eiríksdóttir (f. 13. mars 1926, d. 14. jan. 2007) húsmóðir. Synir þeirra eru: Eiríkur (1950), Árni (1955), Tómas Þór (1959), Gunnar Guðni (1963).
Nám í Alþýðuskólanum á Eiðum 1939—1941. Stúdentspróf MA 1945. Lögfræðipróf HÍ 1949. Framhaldsnám við Harvard Law School í Bandaríkjunum 1951—1952 og lauk þar prófi í alþjóðaverslunarrétti. Hdl. 1950. Hrl. 1964.
Rak málflutningsskrifstofu á Akureyri 1949—1951 og 1952—1953, jafnframt stundakennari við gagnfræðaskólann þar, erindreki framsóknarfélaganna og blaðamaður við Dag. Starfsmaður í utanríkisráðuneytinu 1953—1960, forstöðumaður og deildarstjóri varnarmáladeildar frá stofnun hennar 10. nóv. 1953 til 1960. Rak málflutningsskrifstofu í Reykjavík ásamt Vilhjálmi bróður sínum 1960—1972. Framkvæmdastjóri Tímans 1960—1964. Framkvæmdastjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972—1978 og 1983—1984. Skip. 1. sept. 1978 fjármálaráðherra, lausn 12. okt. 1979, en gegndi störfum til 15. okt. Skip. 8. febr. 1980 viðskiptaráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí. Bankastjóri við Seðlabanka Íslands 1985—1993.
Gjaldkeri Framsóknarflokksins 1968—1978 og ritari hans 1979—1983. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1969. Fulltrúi á fundum Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1974—1977 og 1983—1984. Í stjórnarskrárnefnd 1976—1978. Fulltrúi Íslands á fundum Alþjóðabankans 1978—1982. Í ráðherraráði EFTA-landanna 1980—1983, formaður ráðsins 1982. Fulltrúi Íslands á fundum þingmannanefndar EFTA 1983—1984.
Alþingismaður í Austurlandskjördæmi 1974—1984.
Vþm. Eyfirðinga jan.—febr. 1956, Norður-Múlasýslu jan. og júlí—ágúst 1959 og Austurl. jan., febr.—mars og okt.—nóv. 1968, febr. og mars—apríl 1969, mars—apríl, okt.—nóv. og des. 1970, febr. 1971, febr.—mars 1972 og mars 1973.
Fjármálaráðherra 1978—1979, viðskiptaráðherra 1980—1983.
Framsóknarflokkurinn vottar aðstandendum sína dýpstu samúð.

Categories
Fréttir

Eflum starf á sviði forvarna og lýðheilsu

Deila grein

18/12/2014

Eflum starf á sviði forvarna og lýðheilsu

Sigmundur-davíðHaldið var málþing um lýðheilsumál í Safnahúsinu við Hverfisgötu á dögunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknar, ávarpaði málþingið og sagði að góð heilsa væri eitt það mikilvægasta í lífi hvers manns. Hann sagði að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kæmi fram að lýðheilsa og forvarnastarf yrði meðal forgangsverkefna. Ríkisstjórnin hefði mikinn vilja til að auka almenn lífsgæði landsmanna með því að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu og draga þannig úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið allt til framtíðar.
Nánar:  Verkefnisstjórn um lýðheilsu
„Stjórnvöldum ber að mínu mati að skapa aðstæður til að auðvelda fólki að efla heilsu sína. Þess vegna var skipuð sérstök ráðherranefnd um lýðheilsu í mars síðastliðnum. Við vitum að uppeldi og fyrirmyndir skipta miklu máli um hvernig við mótumst sem einstaklingar og að áhrif forráðamanna skipta þar miklu. Þó vitum við líka að áhrif frá vinahópnum, fjölmiðlum og öðrum skipa einnig stóran sess,“ sagði Sigmundur Davíð.
Sigmundur Davíð sagði áhuga vaxandi meðal sveitarfélaga á að gerast Heilsueflandi samfélög, þar sem reynt er að fá allt samfélagið til að vinna að sama marki; leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, vinnustaði og heimili.
„Við verðum öll að átta okkur á því að þrátt fyrir annasöm störf verðum við að gefa okkur tíma til að huga að heilsunni. Við þurfum öll að setja hreyfingu á dagskrá okkar um leið og við hugum að mataræðinu. Ég er sjálfur að reyna að taka mig á í því efni. Það tók dálítinn tíma að venja sig á reglubundna hreyfingu en eftir að það tókst vill maður síst af öllu missa það úr dagskránni. Og þegar tekst að venja sig á hollari mat langar mann ekki lengur í óhollustuna,“ sagði Sigmundur Davíð.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Greinar

Sannleikurinn um RÚV

Deila grein

17/12/2014

Sannleikurinn um RÚV

Vigdís HauksdóttirSífellt er klifað á því að stjórnvöld séu að skerða fé til reksturs Ríkisútvarpsins. Aldrei fyrr í sögunni hefur meira fjármagni verði varið í rekstur stofnunarinnar, eins og sjá má á meðfylgjandi grafi.

Í greinargerð frumvarps til laga nr. 23/2013, um Ríkisútvarpið, segir »að rökin fyrir mörkun útvarpsgjalds til Ríkisútvarpsins lúti einkum að því að tryggja stöðugleika fjárveitinga en jafnframt sé eðlilegt að binda þá mörkun ákveðnum skilyrðum til að draga úr sveiflum til lækkunar og hækkunar«. Einnig kemur þar fram að mikilvægt sé talið að tryggja Ríkisútvarpinu fjárhagslegt sjálfstæði að því marki sem unnt er, óháð hinu pólitíska og efnahagslega valdi.

Hér birtist glöggt vilji löggjafans til algjörs aðskilnaðar – að fjárveitingavaldið bindi upphæð útvarpsgjaldsins/»nefskattsins« í lög og skili allri upphæðinni til RÚV, en hafi ekki áhrif á fjárhagslegt sjálfstæði stofnunarinnar með því að ráðstafa gjaldinu til annarra verkefna. Með öðrum orðum að fyrirbyggja freistnivanda stjórnvalda eins og gerðist í tíð síðustu ríkisstjórnar þar sem gjaldinu var ráðstafað í stórum stíl í önnur verkefni. Í fjárlagagerð árið 2013, fyrir fjárlagaárið 2014, var sáttabreytingatillaga að í stað þess að gjaldið fyrir árið 2015 skyldi fara í 17.800 kr. í stað 16.400 kr. eins og gert var ráð fyrir samkvæmt lögunum. Stjórnvöld gáfu stjórnendum RÚV aukið svigrúm að trappa niður reksturinn og um leið að skila gjaldinu öllu og óskiptu til stofnunarinnar.

Nákvæmlega ár er liðið frá þessari þinglegu ákvörðun – að RÚV ætti að miða rekstur sinn við að gjaldið yrði 17.800 kr. Þessu er framfylgt í fjárlagagerðinni nú. Í fjárlögum fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir að heildarframlag til RÚV verði 3.498 milljónir og við 2. umræðu fjárlaga var lögð til hækkun um 181,9 milljónir til viðbótar. Ríkið er því að innheimta af skattgreiðendum 3.680 milljónir kr. og færa þær óskertar yfir til stofnunarinnar. Nemur það um 9% hækkun á fjárframlögum ríkisins.

Það eru dylgjur og ósannindi að halda því fram að stjórnarmeirihlutinn sé að skera RÚV niður eins og hrópað er í þinghúsinu, á torgum og í fjölmiðlum. Ég vonast eftir hófstilltri umræðu, umræðu sem byggð er á staðreyndum, sannleika og lagafyrirmælum en ekki tilfinningasemi, blekkingum og ósannindum.

rikisframlag til ruv

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vigdís Hauksdóttir

Greinin birtist í Morgunblaðinu 16. desember 2014

 

 

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.

 

 [/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Hvers vegna ekki að tryggja umhverfisvænt rafmagn hér innan lands?

Deila grein

17/12/2014

Hvers vegna ekki að tryggja umhverfisvænt rafmagn hér innan lands?

lineikLíneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður ræddi á Alþingi í gær í störfum þingsins um verð á raforku og spurði hvort að ekki væri brýnt að tryggja umhverfisvænt rafmagn hér innan lands í stað þess að vinna að útflutningi okkar umhverfisvænu orku?
„Á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í fiskmjölsiðnaðinum hér á landi því að í flestum verksmiðjunum eða bræðslunum er búið að koma upp rafskautakötlum í stað olíukatla þannig að skipt hefur verið úr olíunotkun yfir í rafmagnsnotkun,“ sagði Líneik Anna.
Nú ber hins vegar svo við að útlit er fyrir að rafskautakatlar verksmiðjanna standi ónotaðir í vetur og í staðinn verði brennt svartolíu á komandi loðnuvertíð, en orkufyrirtækin hafa tilkynnt miklar hækkanir á verði á ótryggðri orku á sama tíma og olíuverð lækkar.
„Verksmiðjurnar hafa haldið olíukötlunum við til að geta gripið til þeirra þegar rafmagn hefur verið skammtað. Nú virðist rafmagnsverðið vera að hækka um 30–50% þannig að einhver fyrirtæki hafa nú þegar ákveðið að skipta alfarið yfir í olíu,“ sagði Líneik Anna.
„Ég velti jafnframt fyrir mér hvaða áhrif þessar rafmagnshækkanir hafi á stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem hafa verið með nokkuð hagstæða samninga um notkun á umframorku í sínum rekstri,“ sagði Líneik Anna.
Nefndi Líneik Anna sem dæmi, hitaveitur, sundlaugar, íþróttahús, heilbrigðisstofnanir, elliheimili og skóla.
„Það getur ekki verið þjóðfélagi okkar til góðs að láta umframorkuna ónotaða, eyða þess í stað gjaldeyri í olíu og menga umhverfið þegar aðrar leiðir eru mögulegar,“ sagði Líneik Anna að lokum.

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Nettóáhrifin munu verða til lækkunar vöruverðs

Deila grein

17/12/2014

Nettóáhrifin munu verða til lækkunar vöruverðs

Þorsteinn sæmundsson_SRGB_fyrir_vefÞorsteinn Sæmundsson alþingismaður ræddi á Alþingi í gær breytingarnar á sköttum og vörugjöldum og áhrif þeirra til lækkunar vöruverðs á Íslandi.
„Þær munu leiða til lækkunar vegna þess að nettóáhrifin eru þannig að lækkun efra þreps virðisaukaskatts og vörugjalda mun gera meira en að vega upp á móti hækkun á neðra þrepinu.“
Þorsteinn minnti á að mikil væri ábyrgð þeirra sem sjá um vörudreifinguna, þe. ráðstöfuninni á áhrifinum afnámi vörugjalda.
„Það verður að segjast eins og er að undanfarið ár hefur sú stétt ekki staðið undir þeirri ábyrgð vegna þess að gengisstyrking krónunnar hefur ekki skilað sér í vöruverð eins og vera skyldi. Það er í raun þannig að sú inneign sem neytendur eiga hjá kaupmannastéttinni í landinu gerir meira ein og sér en að dekka hækkun lægra þreps virðisaukaskatts.“
Mikilvægt er að neytendur fylgist mjög vel með þróun vöruverðs á næstunni, það verður hlutverk allra landsmanna.

 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

„Heimilin verða af hundruðum milljóna króna“

Deila grein

17/12/2014

„Heimilin verða af hundruðum milljóna króna“

Karl_SRGB_fyrir_vefKarl Garðarsson alþingismaður ræddi vaxtalækkanir Seðlabankans í störfum þingsins í gær. „Það hefur ekki farið sérstaklega mikið fyrir þeirri frétt að bankarnir juku vaxtamun fyrir nokkrum dögum í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabankans. Þetta þýðir að heimilin verða af hundruðum milljóna króna. Þetta er gjöf bankanna til almennings í landinu í jólamánuðinum,“ sagði Karl.
„Þetta eru kaldar kveðjur til launþega sem berjast fyrir bættum kjörum sínum. Þetta eru líka kaldar kveðjur til stjórnvalda sem hafa beitt sér fyrir skuldaleiðréttingu. Í raun eru þetta óþolandi skilaboð fyrir þá kjarasamninga sem í hönd fara,“ sagði Karl.

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

Framsóknarflokkurinn er 98 ára

Deila grein

16/12/2014

Framsóknarflokkurinn er 98 ára

flokksthing2013Framsóknarflokkurinn var stofnaður á Alþingi 16. desember árið 1916. Fyrstu árin starfað hann eingöngu sem þingflokkur en uppúr 1930 var honum breytt í formlega fjöldahreyfingu með flokksfélög sem grunneiningar. Uppruna flokksins má rekja til tveggja hreyfinga sem höfðu mikil áhrif á íslenskt þjóðfélag á fyrstu árum aldarinnar þ.e. samvinnuhreyfingarinnar og ungmennafélaganna. Þessi samtök börðust m.a. fyrir almennum framförum og umbótum í landinu, aukinni menntun og atvinnurekstri sem sem tryggði mönnum sannvirði fyrir vöru og vinnu. Þessi hugsjónalegi bakgrunnur hafði mikil áhrif á stefnu flokksins og gerir enn í dag.
Allt frá upphafi hefur Framsóknarflokkurinn verið frjálslyndur umbótaflokkur svo sem uppruni hans og stefnuyfirlýsingar í gegnum tíðina bera með sér. Þetta felur í sér að flokkurinn er fordómalaus um úrlausnir aðsteðjandi vandamála á hverjum tíma. Hann vill beita aðferðum þekkingar og vísinda til að ryðja framþróuninni braut á grundvelli þeirra þjóðfélagslegu gilda sem stefna hans byggist á. Þessu viðhorfi var lýst þannig af Hermanni Jónassyni formanni flokksins 1944-62 að stefna flokksins væri hvorki til hægri né vinstri heldur beint áfram. Vegna frjálslyndis síns er hann umburðarlyndur gagnvart skoðunum annarra. Hann vill að allir þeir sem hafa eitthvað fram að færa í sambandi við lausn þjóðfélagsmála fái tækifæri til að tjá sig, túlka skoðun sína og reyna að vinna henni fylgi áður en ákvarðanir eru teknar.
Sem umbótaflokkur hefur flokkurinn í starfi sínu lagt höfuðáherslu á að hver kynslóð leitist við að skila þeirri næstu betra þjóðfélagi en hún tók við, betra lífi, fleiri tækifærum og ríkari menningu. Þjóðfélagi þar sem manngildið er metið ofar auðgildi.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]

Categories
Fréttir

„Tækifæri til að færa Íslendingum smá jólaglaðning með lækkun á eldsneyti“

Deila grein

11/12/2014

„Tækifæri til að færa Íslendingum smá jólaglaðning með lækkun á eldsneyti“

Þorsteinn sæmundsson_SRGB_fyrir_vefÞorsteinn Sæmundsson, alþingismaður, vakti athygli á því á Alþingi í dag að markaðslögmálin eigi mögulega ekki við um „eldsneyti“ á Íslandi og þrátt fyrir að það séu fimm dreifingaraðilar á eldsneytinu.
„Ef við keyrum hér horna á milli í Reykjavík eða horna á milli á landinu getum við átt von á því að fá mismunandi verð, allt frá 10 aurum til 30 aura á lítrann.“
Og Þorsteinn bætti við, „þannig er sú samkeppni“.
Þorsteinn upplýsti að bjatari tíma sé reyndar von þar sem íslenska karlalandsliðið í handbolta verður á heimsmeistaramótinu „og hafi þeim hingað til gengið vel höfum við venjulega fengið dálítið skarpa lækkun daginn eftir,“ sagði Þorsteinn.
„Síðan í janúar í fyrra hefur heimsmarkaðsverð á dísilolíu og bensíni lækkað um 33%. Á sama tíma hefur veruleg styrking orðið á gengi íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum og maður skyldi ætla að nú gæti maður farið hlakkandi á næstu dælustöð. En verðlækkun á eldsneyti á Íslandi á þessum sama tíma nemur í kringum 10,7%,“ sagði Þorsteinn.
Samkvæmt útreikningum FÍB eru íslensku olíufélögin með um það bil 6 kr. meiri álagningu á lítra en þau voru með í janúar í fyrra. „Hver króna í eldsneytisverði á Íslandi kostar íslenskar fjölskyldur 360 millj. kr., þannig að þessar 6 kr. sem hægt væri að skila í eldsneytisverði kosta íslensk heimili í kringum 2 milljarða kr. á ári,“ sagði Þorsteinn.
„Ég held því að nú sé tækifæri á aðventunni fyrir stjórnendur olíufélaganna, sem sitja á ofurlaunum í boði lífeyrissjóðanna á Íslandi, að færa Íslendingum smá jólaglaðning með lækkun á eldsneyti,“ sagði Þorsteinn að lokum.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.